Fram - 02.10.1936, Qupperneq 3

Fram - 02.10.1936, Qupperneq 3
FRAM 3 stóra fjárhagslega þýðingu fyrir þau að hafa hrausta íbua. Verkfræðingurinn gerði líka ráð fyrir í upphafi að laugina yrði að stækka, því hann sagði í áætlun sinni um sundlaugina: „Áður en langt um líður mun þurfa að lengja laugina um 5—10 m. með því að brjóta að öllu eða nokkru leyti suðurgafl laugarinnar.11 Hann sagði enn- fremur að hann hefði strax kos- ið að gera laugina 25 m. á lengd en kveður það hafa ver- ið talið ókleyft kostnaðarins vegna.“ Væri laugin stækkuð um 5—10 m. fullnægði hún þeim kröfum sem gerðar eru til þess að hægt væri að staðfesta í henni met og mundi það enn auka áhuga fyrir iðkun sunds með því að sundmót mundu tíð- ar vera haldin, og mundu þá sundmenn annarsstaðar að koma til að keppa við Vestmannaey- inga. Rétt væri þá að hafa við- bótarlaugina dýpri svo að sund- menn gætu steypt sér í laugina ur 4—5 m. hæð eins og verk- fræðingurinn telur mjög æski- legt, því hann kveður sig vegna sparnaðar hafa áætlað laugina aðein 2 m. djúpa. Væri ráðist í að stækka laug- ina, þyrfti sólbaðsskýli að fylgja með. Hér í Vestmannaeyjum höfum við ekki marga sólskínsdaga og eftir því sem sundkennarinn hefir skýrt frá voru í fyrra sumar fram að miðjum ágúst aðeins 4 dagar sem sól var all- an daginn. í sumar hefur það þó verið ólíkt betra. En það hve við höfum lítið sólskin hér ætti að verða til þess að það væri notað svo sem frekast er unt til að láta þaQ bæta heils- una því eins og allir vita eru sól- og sjóböð best fallin til að byggja upp það sem tapast hef- nr af orku í skammdeginu. Því færri sólskinsstundir sem við höfum því meiri nauðsyn er að nota þær vel. En í lauginní er sáralítið rúm fyrir baðgesti til sólbaða, þar er ekki nema stéttin norðan við laugina, sem er aðeins 3 m. á breidd, til þessara nota, og sjá allir hve lítið það er, auk þess ganga þar allir um sem koma til að baða sig utan af götunni og fara þar einnig um aftur er þeir fara úr baði. Þó karlmenn hafist þarna við vegna skorts á öðru betra, sjást þar aldrei konur, sem vildu auð- vitað engu síður n]óta heilnæmi sólarinnar. Pyrir norðan girðingu laug- arinnar er blettur upp að sjó- geymi, sem væri tilvalið fyrir sólbyrgi og gæti það um leið verið áhorfendasvæði á mótum, sem mikill skortur er á. En eru þessar endurbætur á sundlauginni mögulegar kostn- aðarins vegna? Mundi ekki þurfa nýjar vélar o. s. frv. ? Verkfræðingurinn gerði í á- ætlun sinni fyrir laugina ráð fyrir að notað yrði heitt vatn sem fellur til á rafstöð bæjarins til þess að hita upp með laug- ina. Hann segir: „eftir áætl. Ben. Gröndals mundi þetta spara um 120 kg. af kolum eða um 5 kr. á dag, jafnframt fæst með þeBsu rensli í laugina 23-i-5=18 stiga af heitum hreinum sjó og þannig endurnýjun á laugarvatninu á 92 klst., auk þess sem gert er ráð fyrir að tæma laugina viku- lega þvo hana innan og fylla á ný af hreinum sjó frá sjógeym- inum. Veitan verður 275 m. löng og kostar 3300 kr. og þó að það sé tiltölulega mikill hluti af áætlunarupphæðinni þá er þessi tilhögun svo mikið til hagnaðar og bót við notkun sundlaugarinnar að ég tel sjálf- sagt að leggja hitaleiðsluna um leið og sundlaugin er gerð ef það er kleyft kostnaðar vegna.“ Væri þessi leiðsla lögð frá raf- stöð bæjarins, myndi það spara minsta kosti 1000 kr. á ári. Þar að auki er það órannsakað hvort það gæti ekki hitað upp sjóinn i laugina, eða minsta kosti hald- ið honum við. Vélar eru þannig gerðar t. d. af Buchverksmlðjun- um í Danmörku að þær geta hitað upp hús með þeim hita, sem venjulega fer til einkis. Nú er reksturshalli sundlaugarinnar um 8400 á ári, og er ekki ólík- legt að hann gæti lækkað veru- lega við þessa breytingu. En orka er þarna að minsta kosti næg til að hita upp viðbótina ef laugin yrði stækkuð og jafn- vel til að hita upp klefana líka sem væri mjög gott, sem kostar þó ekki meira en 3300 kr. en sparar minst 1000 kr. á ári. Væri lagt í þessa stækkun á lauginni og byggingu sól- baðssýlis og hítaleiðsla lögð frá rafstöðinni, myndi 1000 kr. rekst- urssparnaðurinn nægja vel til greiðslu rentna og afborgana af kostnaðarupphæðinni. Nú þegar íþróttamenn og al- meuningur hefur orðið snortinn af ágæti þessi fyrirtækis til efl- ingar líkamsmenningar í bæn- um, er það mikill styrkur sem brautryðjendur sundlaugarinnar fá þar til að fullkomna og bæta hana. Laug sem væri 5 m. lengri og hægt væri að staðfesta f met. Laug sem hægt væri að stinga sér í úr 4—5 m. hæð. Laug sem gott áhorfenda- svæði væri í kringum. Laug sem fylgdi rúmgott sól- baðsskýli fyrir karla og konur. Laug með upphituðum klefum. Einar Sigurðsson. xxxxxxxxxxxx Laukur, RúgnJSI. Nýkomið. cJc/i. tJl, (Jjjarnasen xxxxxxxxxxxx

x

Fram

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/1609

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.