Jólablað


Jólablað - 01.12.1936, Blaðsíða 1

Jólablað - 01.12.1936, Blaðsíða 1
.íAí:Nj //-/ ' v;, -» •> - > 7Q J . tJ zJ I »J JOLABLAÐ1 IJtgefandi: Ungherfadeild ASV á Akureyri. Jólin koma. Jólin nálgast. Börnin eru löngu farin að hlakka til þeirrar til- breytingar og fagnaðar, sem þá er jafnan á ferðinni. Allir reyna að gera sitt til þess á jólunum, að þá verði sem ánægjulegast og reyna að gleðja vini og ættingja með gjöfum og heillaóskum. Þetta eru allt fallegir siðir, en sá galli er á að þeir sem mest vildu gefa til þess að gleðja aðra, er varnað þess. Fátækir verkamenn, sem búnir eru að ganga atvinnulausir í marga mánuði munu eiga full erfitt með að veita börnum sínum það allra nauðsynlegasta, en á sama tíma geta þeir menn, sem nýbúnir eru að neita fátækustu verkamönnum bæjarins um vinnu í eina viku, keyþt til jólanna fyr- ir fleiri hundruð krónur. Og ,þið skulið muna það, börnin góð, að ef ykkur finnst eitthvað fátæk- legra en þið hefðuð óskað, að láta óánægju ykkar ekki bitna á for- eldrunum. Þið vitið að þau reyna æfinlega að gera það, sem í þeirra valdi stendur til þess að gera ykk- ur lífið sem ánægjulegast. Jafnvel þó að aldrei sé gefið eins mikið og á jólunum, kemur misrétti mannanna aldrei eins skýrt í ljós. Sumir geta, án þess að þurfa að leggja nokkuð á sig, haldið dýrar veizlur og gefið öðrum, sem svip- að eru stæðir, stórgjafir. Aðrir geta varla veitt börnum sínum nægilegt viðurværi, þrátt fyrir æfilangan þrældóm. En það eru til menn, sem vilja afnema þetta misrétti. Það eru menn eins og þeir, sem nú, jafn- vel á jólunum, leggja líf að veði á borgarstrætum og hásléttum Spánar, fyrir lýðræðið og frelsið. Hvað skyldu jólin færa verka- mannabörnum Spánar? Það skul- uð þið hugleiða. ------ Ég sagði áðan, að það væri fall- egur siður að gefa jólagjafir og A. S. V. á Akureyri ætlar að breyta eftir því: Núna um jólin ætlar það að efna til^ jólatrésskemmtunar fyrir verkamannabörn. Svo óskar A. S. V. ykkur gleði- legra jóla og vonar að hið kom- andi ár færi ykkur nýjar vonir um bjartari framtíð. Mo'zjna oi'íjuzoíieidin Það vildi nú einu sinni til að silfurskeiðin hans Lárusar var horfin. Lárus hafði alltaf borðað með þessari skeið síðan hann hafði lært að borða hjálparlaust, en einn dag, þegar pabbi hans fór í fiskiróður, var skeiðin horfin, og enginn hafði hugmynd um hvern- ig á þessu gæti staðið. Það var leitað bæði hátt og lágt, því þetta var merkileg silfurskeið, sem amma hans hafði gefið honum. Hún var bæði með fangamarkinu hans og ártali. Já, Lárus áleit að slíka silfurskeið hefði enginn átt og hann grét fögrum tárum yfir missinum. Það er mál manna, að Skarfur- inn hafi það til að stela gljáandi hlutum og skreyta með þeim hreiður sín, og því féll grunur á hann. Lárus rannsakaði nú öll Skarfshreiður, sem hann náði í og hafði mikið fyrir, en hvergi fannst skeiðin. Lárus gleymdi þó bráðlega skaða sínum, því hann hafði svo mikið að gera. Fyrst og fremst þurfti hann nú að hjálpa mömmu sinni með ýmislegt, því margt þurfti hún að gera. Faðir hans var oftast á sjónum, og þá var það Lárus, sem hjálpaði með karlmannaverkin. En hann skemti sér líka stundum. Það, sem hon- um fannst skemmtilegast, var að fiska. Það var aldrei mjög stór fiskur, sem hann fiskaði, og mamma var vön að segja, að það væri ekki ætur fiskur, sem hann fiskaði, en það var nú ekki rétt, því kisa borðaði íiskinn hans með 'beztu lyst, og þá hlaut það að vera ætur fiskur, og smáfiskur hlaut að vera jafngóður þessum heimska þorski, sem ' stóra fólkið montaði af. Einn dag hugsaði hann, að gam- an væri nú að fá einn stóran fisk, kannske heppnaðist honum það, ef hann kastaði færinu reglulega langt út. Og svo gerði hann það.. En enginn fiskur beit á öngulinn. Þarna sat hann nú á bryggjunni og keipaði, en af því hann hafði farið snemma á fætur og heitt var í veðri, syfjaði hann svo hann valt útaf. En þá beit á og það ærlega. Þvílíkt flykki, sem það hlaut að vera! Færið varð svo strengt sem fiðlustrengur. Hann tók í af öllum kröftum, en það var eins og stór klettur hefði fest sig á öngulinn. Þetta hlaut að vera hákarl eða bláhvalur. „En upp skalt þú,“ sagði Lárus. Hann hafði heyrt að bezt væri að gefa eftir aðra stund-

x

Jólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað
https://timarit.is/publication/1722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.