Jólablað


Jólablað - 01.12.1936, Blaðsíða 2

Jólablað - 01.12.1936, Blaðsíða 2
2 JÓLABLAÐ ina og kippa svo snöggt í, og það gerði hann. Loksins sá hann afar- stórt þorskhöfuð koma upp á yfir- borðið. Enginn getur hugsað sér, hversu undrandi Lárus varð, þeg- ar hann heyrði þennan stóra þorsk fara að tala. „Góði, litli Lárus,“ sagði hann, „losaðu öngulinn og slepptu mér. Eg á þúsund smá- börn. Reyndar eru það nú bara egg ennþá, en haf þú meðlíðan með mér og slepptu mér.“ „Ó nei,“ hrópaði Lárus, „ég er nú ekki sá auli, að ég sleppi svo stórum þorskfiski eins og þú ert.“ „Ef þú sleppir mér, skal ég gera eitthvað fyrir þig í staðinn,“ sagði fiskurinn. Og hann var svo rauna- legur á svipinn, að Lárus hætti að draga færið. „Hvað heldur þú að þú getir gert fyrir mig?“ spurði Lárus. „Ég skal hjálpa þér að finna silfurskeiðina,“ sagði fiskur- inn. „Þetta getur þú nú talið þorskunum trú um, en ekki mér," svaraði Lárus. „Nei, nei, þú ætlar bara að narra mig. En hvernig veizt þú annars að ég hefi tapað silfurskeið?“ ,,Já, fiskimömmurnar vita mik- ið meira en þið haldið.“ „Ef þú getur sagt það, skal'ég sleppa þér,“ sagði Lárus, „Slepptu mér, þá skal ég segja þér það, en ekki fyrr,“ svaraði fiskimamma. Lárus dró nú fiskinn inn í fjör- una, losaði öngulinn og sleppti honum út í sjóinn. Svo beið hann dálitla stund. Fiskurinn fór nokkr- um sinnum í kaf, svo synti hann nokkra hringi og að lokum kom hann upp á yifrborðið og sagði: „Þegar pabbi þinn kemur af sjónum, skalt þú ganga niður að bátnum og leita undir botnhler- anum við mastrið, og munt þú þá finna skeiðina þína.“ Svo sló hann til sporðinum og synti til hafs. Lárus reisti sig við. Hafði hann sofið? Nei, alls ekki. Hann sá meira að segja ennþá rákir á vatninu, þar sem fiskurinn synti burt. Þegar pabbi hans lenti, stóð Lárus á bryggjunni. Hann stökk strax um borð í bátinn og reyndi að lyfta upp botnhleran- um. „Hvað á þetta að þýða?“ spurði faðir hans. „Það skalt þú nú fá að sjá,“ svaraði Lárus. Með naumindum gat hann lyft hleranum upp. Þar lá silfurskeiðin hans. Faðir hans klóraði sér í höfðinu. „Nú man ég það,“ sagði hann. „Eg er nefnilega vanur að hafa með mér skeið á sjóinn til þess að hræra í kaffinu með, og einn dag- inn týndi ég þeirri gömlu, sem ég hafði haft svo lengi. Svo morgun- inn eftir, þegar ég fór á sjóinn, tók ég skeið, en hefi ekki tekið eftir, að það var silfurskeiðin þín. En drengur, hvernig vissir þú að skeiðin lá hér?“ „Ég talaði við fisk nokkurn í dag, og hann sagði mér frá því,“ sagði Lárus. Þá hló faðir hans og sagði: „Já drengur minn, á þínum aldri var ég duglegur að veiða, en þú tek- ur öllum fram.“ „Fiskurinn skrökvaði ekki,“ sagði Lárus, og hló líka. En ef þið viljið vita hvort þessi saga er sönn, þá skuluð þið spyrja hvalfangarann Lárus Lar- sen, því það var hann, sem talaði við þorskinn og fann silfurskeið- ina. foð Jolatrésskemnitun. Að undanförnu hefir A. S. V. haldið jólatrésskemmtun í Verk- lýðshúsinu. Þessi skemmtun hefir ekki eingöngu verið fyrir ungherj- ana, heldur fyrir öll verkamanna- börn, sem langað hefir til þess að koma þangað. Hefir þessi skemmt- un verið svo fjölmenn, að það hef- ir orðið að skipta henni í tvo flokka, yngri og eldri. Yngri flokk- urinn var fyrri daginn, en eldri flokkurinn seinni daginn. Það hef- ir verið margt á þessari skemmt- un. Hjá yngri börnunum var dans- að í kringum tréð og sungið, og svo var þeim öllum gefin mjólk og brauð eins og þau vildu og sæl- gæti. En hjá eldri flokknum var sungiö, spilað og dansað. Svo fengu þau líka mjólk og brauð eins og hin. Öll börnin, sem þarna voru, eru verkamannabörn, sem ekki hafa efni á að sækja skemmt- anir oft á ári, eins og sumir geta veitt sér. Þarna fengu þau ágæta skemmtun ókeypis. Það var full- orðið fólk úr A. S. V., sem sá fyrir þessu og það er ekki lítið verk, það sjá allir. Það var fallegur hópur, sem þarna var samankominn og ef það hefðu allt verið ungherjar, þá hefði verið gaman að lifa. Ungherji. Eg hefi verið í ungherjadeild A. S. V. frá stofnun hennar. Við höf- um haldið fundi á sunnudögum klukkan tvö eftir hádegi. Við höf- um lesið upp, sagt sögur og leikið. Við höfum líka lært söngva og sungið á fundum. Við höfum æft vikivaka og stundum sýnt þá á verklýðsskemmtunum. Drengirnir hafa æft glímur og líkamsæfingar og í fyrra sýndu þeir glímur á skemmtun, sem ungherjadeildin hélt. Undanfarin sumur höfum við farið skemmtiför austur í Vagla- skóg og fleiri verkamannabörn, þó þau hafi ekki verið í ungherja- deildinni og hefir A. S. V. gengizt fyrir þessum skemmtiförum. Við ungherjarnir höfum komið upp kofa upp í Naustaborgum, með að- stoð A. S. V. Hann er samt ekki fullgerður. Það er eftir að þilja hann innan og járnklæða hann ut- an, svo er eftir að setja rúm í

x

Jólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað
https://timarit.is/publication/1722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.