Jólablað


Jólablað - 01.12.1936, Blaðsíða 3

Jólablað - 01.12.1936, Blaðsíða 3
JÓLABLAÐ 3 hann, svo við getum legið þar, ef við förum í útilegu. í kringum kofann er allstórt land, þar sett- um við ungherjarnir niður í vor sem leið kartöflur, rófufræ, gras- fræ o. fl. Og svo verður sett þar niður tré og blóm eins fljótt og hægt er. Verkamannabörn ættu að ganga í félagið og hjálpa okkur til þess að fullgera þetta. í allflestum löndum heimsins er ungherjalið. Það eru til gulir, brúnir, svartir og hvítir ungherjar, en allir hafa þeir rauðar hyrnur, sem eru merki þess, að þeir séu í hinni alþjóð- legu barnahreyfingu verkalýðsins. Hér á landi er ungherjalið i Heykjavík, á ísafirði, Vestmanna- eyjum og Akureyri. Ungherjalið- unum fjölgar óðum. Verkamanna- börn eru farin að skilja það, að þar eiga þau heima, en ekki í hin- um borgaralegu æskulýðsfélögum. Verkamannabörn! Gangið í ung- herjalið A. S. V. Verið viðbúin. JJngherji. Páfagaukurinn í réttarsalnum. Gamansaga. Páfagaukurinn er einn af þeim fáu fuglum, sem geta lært orð og jafnvel heilar setningar í manna- máli. Það sem þeir læra hafa þeir svo á takteinum, þegar vel liggur á þeim, en lítið hugsa þeir um samkvæmnina í umræðunum. Eftirfylgjandi smásaga gerðist í dómsal einum í Chicago ekki alls fyrir löngu: Dómarinn spyr mann, sem á- kærður var fyrir að hafa stolið páfagauk, er hann hafði með sér í litlu fuglabúri. „Er það satt, að þú hafir stolið páfagauknum þeim arna?“ „Nei, ég er saklaus af því,“ svar- aði ákærði. En í sama vetfangi gall páfagaukurinn við: „Nei, þegiðu nú lagsi!“ Allir viðstaddir fóru að hlæja. En slíkt átti miður vel við á þessum stað, svo dómarinn reyndi að koma kyrrð á í réttarsalnum. „Ég vil hafa kyrrð!“ hrópaði hann. Varla hafði hann sleppt orðinu, er páfagaukurinn setti á sig merk- issvip og kallaði upp. „Rekið leppalúðana út!“ Nú skellihlógu allir; þeir gátu ekki stillt sig lengur. Dómarinn engdist sundur og saman eins og ormur í mauraþúfu og vissi ekki hvað hann átti til bragðs að taka. „Þessi ótætis páfagaukur ætlar að gera alla vitlausa!“ hrópaði hann í einhverju fáti. „Þú er fífl! Farðu í klaustur!“ gall við frá litla búrinu. Við þetta æstist hláturinn. Nú var dómaranum nóg boðið. Hann stóð upp úr sæti sínu og hótaði öllum fangelsi, ef þeir bættu ekki þessum hlátri. En slíkt hafði ekki mikil áhrif. Allir velt- ust um og ætluðu að missa and- ann af hlátri. „Út með þá! Þeir eru vitlausir!“ hrópaði gauksi og hoppaði upp á slána í búrinu. Nú mátti segja að allt væri gengið af göflunum. Hláturinn, ópin og köllin fóru nú hreint með þolinmæði dómarans. „Út með allt þetta páfagaukshyski úr réttar- salnum!“ kallaði dómarinn hásum rómi. Lögreguþjónarnir hlýddu tafar- laust boði hans og ráku hláturs- fíflin út úr salnum. En páfagaukurinn var ekki iðju- laus meðan á athöfninni stóð. — Hann réði sér ekki fyrir kæti, hoppaði og dansaði og hrópaði í sí- fellu: „Fallega gert, drengir! Fallega gert! Tóm vitleysa!“ Þegar búið var að rýma til i réttarsalnum, byrjaði yfirheyrslan að nýju. Dómarinn spurði nú kæranda. hvaða sannanir hann hefði fyrir því, að ákærði hefði stolið páfa- gauknum. „Ég sá hann með mínum eigin augum hlaupa burt með búrið með páfagauknum í,“ svaraði kær- andi, „og þegar ég kallaði í hann og spurði hann, hvert hann ætlaði með það, þóttist hann hafa keypt það.“ „Þetta er haugalygi,“ kallaði páfagaukurinn utan úr horni. „Haltu þér saman, kvikindið þitt!“ kallaði dómarinn. „Haltu þér saman! Haltu þér saman, kvikindið þitt!“ át páfa- gaukurinn eftir dómaranum og hló svo hátt að heyrðist út á stræti. Allt ómaði af hlátri þeirra, er út höfðu verið reknir og urðu nú að gera sér að góðu að standa á hleri í forstofunni. „Hafið þér nokkurt vitni að því, að þessi maður hafi stolið fuglin- um?“ spurði dómarinn. „Já, þjónninn á veitingahúsinu sá þegar hann stal honum.“ Nú var þjónninn sóttur, og bar hann vitni í málinu. Páfagaukur- inn lagði eyrun við og hlustaði á framburð hans með mestu athygli. En er þjónninn hafði lokið máli sínu, ýskraði í gauksa: „Hann er blindfullur.“ „Þegiðu nú, kjaftaskúmurinn þinn,“ kallaði dómarinn í bræði sinni. „Ætlar þú kannske að gera vitnið ómerkt.“ Málalokin urðu þau, að ákærði var dæmdur í nokkurra daga fangelsisvist, en hinn retti eigandi fékk páfagaukinn sinn aftur og flýtti sér með hann út úr dóms- salnum. Gauksi var hinn kátasti; hann velti vöngum og skellihló svo að undir tók í húsunum og kallaði til þeirra, sem framhjá gengu, um leið og hann kinnkaði kolli til þeirra: „Þetta var bara skemmtun fyrir fólkið! Ha, ha, ha!

x

Jólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað
https://timarit.is/publication/1722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.