Jólablað Söguútgáfunnar - 15.12.1940, Blaðsíða 1

Jólablað Söguútgáfunnar - 15.12.1940, Blaðsíða 1
I Söguútgáfunnar 1940. Verð 25 aurar Verð 25 aurar A k u r e y r i Sunnudaginn 15. desember Prentsm. Björns Jónssonar. 5óíafiug íeiding Jólin, hátíð gleðinnar og friðarins, hátíö sáttanna og samlyndisins eru enn að koma. Um rúmlega 16 ald- ir hafa þau verið hátíðleg haldin um hinn kristna heim. Kristnir menn hafa reynt eftir getu og skiln- ingi að færa þann dag frelsara mannkynsins, íriðarhöfðingjanum ein- bverja fórn, reynt að samræma líf sitt og framkomu að einhverju leyti þeim anda, sem á að hvíla yfir þessari helgustu hátíð mannkynsins. Pað hefir verið reynt að yljá upp, þar sem kalt heíir verið; reynt að lýsa upp, þar sem dimmt hefir ver- ið, jafnvel reynt að þagga niður óvináttu og kala, þar sem hún hefir ríkt. Pað hefir víða á liðnum öld- um verið reynt að halda jólafrið, þar sem erjur og ófriður hafa ríkt. Að þessu sinni lítur ekki frið- vænlega út á jörðu. Hálfur heim urinn logar í ófriði. Og menn minnast þess, að fyrít skömmu gaf einn mesti valdamaður einnar ófrið- arþjóðarinnar þá yíirlýsingu, að eirki skyldi vera neinn jólafiiður að þessu sinni, eins skyldi barist og blóði út- helt jóladagana eins og aðra daga, eins skyldi heit eldi og eyðingu yfir menn og málleyjingja sjálfa jólanóttina, eins og aðrur nætur. Þegar Lúkas segir frá fæðíngunni í Betlehem, segir hann svo frá: »Fæddi hún þá son sinn frumget- inn, vafði hann reifum og lagði í ötu, af því að það var ekki rúm fyrir þau í gistihúsinu. í'egar Jesús fæddisi, átti heimurinn ekkert Yiðunandi herbergi til að veita hon- um móttöku í. Gripahús varð at- hvarf binoa fátæku foreldra, jata fyrsta hvílurúm friðarhöfðingjans, drottins engla og manna, Hvernig hefir nú þetta verið síðan? Þessu barni, sem við minnumst á jólum hafa verið reistar háturnaðar kirkj- ur, snilli mannsandans hefir ekki verið beint að öðru fremur en að gera hann dýrðlegan, spekingar hafa dáö hann, skáldin sungið honum lof, listamennitnir fært honum lotningu með ódauðlegum listaverkum sínum, Kynslóð eftir kynslóð hafa þjóðirnar öld eftir öld ákaliað nafn hans og tilbeðið hann sem frelsara og drott- im Yfir sjálfri jötunni í Betlehem hefir verið byggt eitt hið dýrlegasta musteri kristninnar og þar sem jat- an stóð, hefir nú um hundruð ára logað á ótal silfurlömpum svo að aldrei hefir á þeim slokknað dag eða nótt, honum til dýrðar, sem var og er Ijós heimsins. Pannig hefir verið leitast við að bæta fyrstu viðtökurnar. fað hefir verið reynt að láta svo h'ta út að nú væri rúm fyrir hann á jörðu, En þó ber raun vitai um hvernig ástandið er. Drottinn kærleikans horfir af himni yfir jörð, sem logar í hatri. Friðarhöfðinginn horfir á mannkyn, sem gert hefir friðínn út- lægan. Ljós heimsins sér á þessum jólum yfir borgir, þar sem hvert ljós et slökkt og allt er í myrkri, af ótta við ógnir og skelfingar loft- árása og eyðileggingar. Enn er ekki rúm fyrir hann, eða þann anda kærleika, friðar og ljðss, sem hann ílutti, Enn er þetta nú svona, þegar skoð- að er niður í kjölinn? Er það vilji þjóðanna, hvers einstaklings, að út- hýsa himingesti jólanna eins harð- vítuglega og virðist? Er það mann- anna vilji að hafna kærleika, útiloka friðinn og byrgja ljósið, vill fólkið heldur ófrið og hatur, heldur en frið og sátt? Svo mun ekki vera. Jólin svara innstu þrá hvers einasta óspilts mannshjarta. Aldrei mun hafa verið dýpri og einlægari, og líka almennari þrá eftir krafti jóla- boðskaparins heldur en nú, Engin bæn mun á eins margra vörum nú, eins og bænin um frið. Aldrei munu eins margir hafa viljað bjóða frelsaranum og öllu, sem hann ber með ser, húsaskjól eins og nú, þeg- ur svo margir, heilar þjóðir, heilar heimsálfur, lifa í angist styrjaldar- innar. En getur þá ekki verið að þetta Framh. á 8. síðu.! Kirkjumál Akureyringa. GAMLA KIRKJAN á Akureyri er fyrsta kirkja, sem þar hefir verið verið byggð. Átti Akureyri kirkju- sókn að Hrafnagili, sem er nálega 11 km, vegur, þangað til fyrirskip- að var með konungsúrskurði 29, júní 1860 að leggja skyldi ntður Hrafnagilskirkju, en ný kirkja byggð á Akureyri, er skyldi vera sóknar- kirkja þar. Var þogar haíist handa um byggingu hennar, en gekk frem- ur seint. Fullbyggð var hún vorið 1863 og vígð á 4, sd. e. trin,, 28, júní þá um sumarið að viðstöddum 315 kirkjugestum. Var hún hið reisulegasta hús, eftir því sem þá gerðist um kirkjubyggingar, rúmaði um 280 manns í sæti, ef vel var í þau skipað, auk nokkurs rúms fyrir aðra kirkjugesti. En þegar hún var byggð, voru á Akureyri taldir 310 íbúar. Sýnir því byggingin, sem gerði ráð fyrir að rúma meira en allan söfnuðinn, eins og hann var þá, að gert hefir verið fyrir allmikilli stækkun bæjarins, eins og raun hefir á orðið, Hefir nú kirkja þessi verið guðshús Akureyrarbúa í 77 ár, en er nú niðurlögð þegar hin nýja kirkja hefir verið vígð til notkunar, í síðasta skipti var mess- að í gömlu kirkjunni sunnudaginn 10. nóv, s. 1, (25. sd. e. trin.) að viðstöddu miklu fjölmenni, AKUREYRARKIRKTA HIN NÝJÁ var vígð sunnuduginn 17. nóv, s, 1. (26. sd. e. trin) að viðstöddum 1400 -1500 manns, en 8C0 —1000 urðu frá að hverfa. Er það einhver veglegasta kirkja, sem reist hefir verið á landi hér í lútherskum sið, og er hin fegursta bygging hvar sem á er litið. Rúrnar hún 600—700 manns í sæti en hefir auk þess ríf- legt iúm fyrir standandi fólk í göngum eftir miðju kirkjugólfi og meðfram veggjum í aðalkirkju, — Kirkjau hefir verið reist og full smíðuð á síðustu tveimur árum. Var byrjað á byggingu hennar 3. sept. 1938 en mátti telja lokið um miðjan nóvember s. 1. Teikningu hennar gerði próf. dr. phil, Guðjón Samúelsson húsameistari og hefir hann haft yfirumsjón alla með bygg- ingunni, en bj^ggingameistarar hafa verið þeir Guðmundur cMafsson, sem gerði undirstöður allar og gólf, en síðan tóku við þeir múrarameist- ararnir Ásgeir Austfjörð og Bjarni Rósantsson og Þorsteinn Þorsteins- son frá Lóni, trésmiðameistari. Að- alkirkjan er 259 flatarmetrar eða rúmlega fimmtahluta stærri en dóm- kirkjan í Reykjavík, með rúmgóðu sönglofti með sætum fyrir 60 — 80 manns og stórum kór, Undir kirkj- unni er kjallari unclir forkirkju, sem ætlaður er til líkgeymslu, og kap- ella undir kór, sem notuð verður til kennslu og unglingastarfsemi, Er þar einnig herbergi fyrir hitunar- tæki kirkjunnar, sem er rafmagns- hituð, ræstiklefar og salerni, i.AMDSBÓKASAFN Jíi 149478 í S J. AN33S

x

Jólablað Söguútgáfunnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað Söguútgáfunnar
https://timarit.is/publication/1747

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.