Dalapósturinn - 05.10.1942, Blaðsíða 1

Dalapósturinn - 05.10.1942, Blaðsíða 1
DAiLAPÓSTURINN Ábyrgðarmaður Gunnar Stefánsson Bjargarstíg 15 Reykjavík. Alþýðuprentsmiðjan h. f. 1. árgangur úr hlaði Öldum saman hefir það ver- ið góður, íslenzkur siður til sveita, að fylgja gesti, sem að garði bar, hvort sem hvimleið- ur var eða ekki, úr hlaði, og óska honum fararheilla. Ætlun mín er sú, að gestur sá, sem nú ber að garði ykkar, góðir Dalamenn, þyki hvim- leiður sumum, þótt ef til vill aðrir virði honum það til vorkunnar, að hann kemur til dyranna eins og hann er klædd- ur, en svo vel tel ég mig þekkja bændur og búalið í Dölum, að hvergi muni honum úthýst verða, heldur metinn, að góðu eða illu, með hliðsjón af þeim kringumstæðum, sem hann er fæddur og fóstraður við. Nýtt líf og nýr gróður virð- ist, þrátt fyrir erfiðleika þá, sem að steðja, vera farinn að stinga upp kollinum í þjóðlífi voru. Gamlar syndir eru gerð- ar upp við samvizkuna, og heit- strengt að gæta þess til hins ýtrasta, að ekki endurtaki sig sömu yfirsjónirnar, sem, oft vegna ábyrgðar þeirrar, sem mönnum fannst á sér hvíla vegna hins alvarlega ástands, innan lands sem utan, voru framdar. í fljótu bragði kann mörgum •að þykja, að útgáfa blaðs, sem ætlað er til aflestrar íbúum einnar sýslu aðallega og' aðeins >£§ð'því frfemdF/sem' í hlut á eiú; fólksfæsta sýsla landsins, Dala- sýsla, hljóti að stafa af imynd- aðri hagsmunavon viðkomandi úcgefanda, á einu eða öðru sviði. Það hljóti að stafa af öðruhvoru tveggja: Að viðkom- andi ætli sér með því að auka pólitískt fylgi sitt, þar sem og er vitað, að sá hinn sami er frambjóðandi stjórnmálaflokks eins við kosningar til alþingis í þessari sömu sýslu, eða þá hann ætli sér, með útgáfunni, að hagnast fjárhagslega á kostnað fólks þar vestra. Það er því rétt, að skýrt sé nokkuð nánar, hvað fyrir út- gefanda þessa blaðs vakir með útgáfu þess. — Frá blautu barns beini hefir hann verið ýmist þátttakandi eða mjög nálægur áhörfandi að átökunum, sem átt hafa sér stað milli hinna fátæku og oft aflvana í þjóðfélaginu svo og þeirra, sem áttu eða réðu yfir framleiðslutækjunum og fjár- magninu. Sérstaklega á þetta við um baráttuna milli þessara aðilja í höfuðstað lands okkar, Reykjavík. Honum varð fljót- lega Ijóst, í hvora sveitina hann átti að skipa sér: Sveit hinna hrjáðu og smáðu eð§ sveit þeirra, sem lifðu í vellystingum pragtuglega á kostnað hins lágt- launaða, vinnandi manns, ef hann þá á annað borð fékk nokkuð að gera. Þegar af þeirri ástæðu, að hann var fæddur af foreldrum, sem alla sína æfi höfðu unnið baki brotnu, um þrek fram, en í aðra hönd ekk- ert annað fengið en lélegt fæði og af skornum skammti handa fjölskyldu sinni, svo og allra nauðsynlegustu klæði til að hylja sig í, og voru loks, fyrir ofríki þeirra, sem nægt fé höfðu undir höndum, flæmd.af ættarjörð sinni svo og sveit, þá tók hann þegar á unga aldri þá ákvörðun, að vinna að bættum kjörum olnbogabarna lífsins, sem urðu að Ióta sér nægja motta 'þó; sém þéutií* af borðum mammonsdýrkandi matgjafa sinna, af. mætti, veikum þó væri. Þessari ákvörðun sinni hefir hann reynt, af fremsta megni, að vera trúr, og eftir að skiln- ingur hans óx á högum og hátt- um þjóðfélags þess, sem hann byggir, og eftir nákvæma at- hugun, (sem að sjálfsögðu, und- ir slíkum kringumstæðum, hlýtur að nokkru að byggjast á tilfinningum), komst hann að þeirri niðurstöðu, að í hinum pólitísku samtökum íslenzkrar alþýðu, Alþýðuflokknum, ætti hann heima, og hvergi annars staðar, enda hefir hann síðan, af alhug, helgað starfskrafta sína, sem aflögu voru frá bar- áttunni fyrir daglegu brauði, þeim flokki, því bjargföst sann- færing hans er sú, að með til- styrk hans nái alþýðan í land- inu loks rétti þeim, sem henni ber, samkvæmt skilningi beztu manna á jafnréttishugsjón þeirri, sem ágætustu hugsuðir þjóðanna hafa úthellt blóði sínu fyrir frá örófi alda, og sem gengur eins og rauður þráður gegnum alla sögu mannkynsins qg sem skapað hefir trúarbrögð þau, sem kennd eru við meist- arann frá Nazaret. * Blað það, sem hér með hejlur göngu sína, mun því túlka markmið og leiðir Alþýðu- flokksins, og starfa í samræmi við stefnu hans, sem mun, eins og ávalt áður, eingöngu vera miðuð við hagsmuni og áhuga- mál hinna fátækustu og smæstu í þjóðfélaginu, og eftir mættí sínum stuðla að sigri þess flokks á pólitíska sviðinu, því á þann hátt einan verður takmarkinu mikla, frelsi, jöfn- uður og bræðralag með öllum íbúum þessa lands, náð. Með oruggri. markvissri hagsmuna- Aráttu hins vinnandi í'jölda, jáfnt til sjávar og sveita, eftir leiðum fullkomins þingræðis og politísks frelsis, verður því tak- marki náð, og á annan hátt ekki. — Að sjálfsögðu mun það og í framtíðinni flytja fréttir og ýmsan fróðleik, innlendan Gg"erlendan, svo og ýmislegt til dægrastyttingar hinum ágætu íbáum í Dölufn vestur, sem gæti stytt þeim stundirnar þeg- ar~-'stormurinn æðir og hið ægilega myrkur vetrarnætur- imiár grúfir yfir héraðinu fa»ra, og ef þessu litla blaði tækist að leiða fram í huga þeirra minninguna um „nátt- lausa voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín“, þá mundi það hvetja útgefandann til frekari starfa á þessu sviði ef til vill, enda er það m. a. tilgangur þess. * Hvað viðvíkur fjárhagshBð þessa máls, þá er ætlun útgef- andans, að blaðið verði, svo lengi sem fært þykir, sent ó- keypist til væntanlegra lesenda og þeim algerlega að kostnað- arlausu. — Munu margir álykta sem svo, að slíkt sé ófram- kvæmanlegt fyrir mann, sem aðeins hefir léleg laun við að styðjast og þó nokkúð heimili. Þeim hinum sömu er bezt að gefa þá skýringu, að útgefanda þessa blaðs er það ljóst af starfi hans við auglýsingasöfn- un í Reykjavík, að með mikilli vinnu er hægt að halda slíku blaði ókeypis úti (hvað heppi- legt það er frá sjónarmiði ann- arra blaða er látið ósagt) fyrir lesendur þess, með þeirri for- sendu samt, að öll vinna við það, önnur en prentsmiðju- vinna, sé innt af hendi endur- gjaldslaust. Mun það verða gert, enda heitir blaðið á alla góða drengi í Dölum vestUr, svo og konur, að láta því slíka hjálp í té með því að senda því efni til birtingar, eins og möguleikar frekast leyfa. Að svo mæltu er blaðið kvatt og því óskað gæfu og gengis. Mætti því takast að efla og styrkja verkalýðssamtökin, að svo miklu leyti, sem geta þess leyíir, svo og samhug og hags- muni þeirra, sem eitt eiga afl handa sinna að selja, og sem þjóðfélagið'hefir rænt tækifær- um til andlegrar og efnalegrar þróunar, og er þá tilgangi þess náð. — Mun það nú svo og í allri framtíð, svo lengi sem lífs- neisti þess ekki slokknar, vinna að bættum kjörum hinna fá- tæku og smáu, jafnt til sjávar og sveitar, í anda hins eina umbótaílokks alþýðunnar, Al- þýðufl'kksins.

x

Dalapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dalapósturinn
https://timarit.is/publication/1824

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.