Dalapósturinn - 05.10.1942, Blaðsíða 4

Dalapósturinn - 05.10.1942, Blaðsíða 4
4 DALAPÓSTURINN þá metið meira en hagsmuni og afkomu félaga sinna. ath. * Brotizt hefir verið inn í víngeymslu áfengisverzlunar- innar tvisvar sinnum. Virð- ast menn, þrátt fyrir allar undanþágur og vínkaup af er- lendum mönnum, enn ekki hafa slökkt þorsta sinn. Stolið var 40 heilflöskum og 40 hálfflöskum af víni. Hefir þetta gefið þeim, er innbrotin frömdu, töluvert fé í aðra hönd, ef þeir hafa selt vínföngin, því nú mun dagprís, eða réttara næturprís á heilli vínflösku vera þetta frá 120— 180 kr. stykkið. „Góður er blessaður sopinn,“ sagði karl- inn, sem drukknaði í rauðvíns- tunnunni. * Húsnæðisleysið er mesta vandamál bæjarbúa nú, og hef- ir því oft verið lýst, en mun, ef tækifæri og rúm leyfir, verða skýrt nokkuð hér í blaðinu inn- an skamms. * l ráði er, að stórkostleg loft- varnaæfing fari fram víða á Suðurlandi einhvern næstu daga. Virðist og ekki vanþörf á, að fólki sé kunnugt um hvað gera skal, ef til alvörunnar kemur, eða þegar til hennar kemur, eins og sumir hafa vilj- að orða það. Eru dæmin nær- tæk frá svo að segja daglegum heimsóknum þýzkra flugvéla hingað til landsins, nú fyrir nokkru, og árásum þeirra á mannvirki svo og saklaus börn að leik. * „Ástands“-málin svonefndu eru ávalt ofarlega á baugi með mönnum hér syðra, enda koma fyrir, svo að segja dags daglega, árásir setuliðsmanna, oft drukkinna, á íslenzkt kvenfólk, sem þeir stundum misþyrma. — Þýzka útvarpið skýrði frá því nýlega, að á íslandi þyrði kvenfólk ekki út fyrir dyr eftir að skyggja tæki á daginn, og bar það blað eitt í Svíþjóð fyrir fréttinni. — Má segja, að oft hafi útvarpið þar í landi logið meiru en þessu, og að oft ratist kjöftugum satt á munn. „Ljésaö, sem hvar£.u ♦. Fátt er nú meira rætt og rit- að um, en úrsögn Árna alþing- ismanns Jónssonar frá Múla úr Sjálfstæðisflokknum, enda má segja, að með henni sé fyrsta opinbera skrefið á upplaunsar- braut þess flokks stigið, þó úr- sögn þessi eigi að baki sér lang- an feril úlfúðar og togstreitu, en sem á síðustu stundu hefir verið hægt af ráðamönnum flokksins að koma í veg fyrir að brytist út í ljósum logum. Með úrsögninni virðist vera skráður kafli sá, sem íhaldið og afturhaldið í landinu hefir lagt efni til í, úr sögu þjóðar vorrar, sem einna aurugastur er á síð- .ari tímum. Hér eftir er því slegið föstu, að kaupmanna-, út- gerðarmanna- og stríðsgróða- manna-valdið eigi óhindrað að fá að ráða gerðum flokksins, en Árni frá Múla er sagður hafa verið einn þeirra fáu í þeim flokki, sem tóku alvarlega skrif blaða flokksins og yfirlýsingar hans um flokk allra stétta og það, að flokkurinn ætlaði að vinna að bættum kjörum alþýð- unnar í landinu. Ekki verður þó séð, að maður þessi hafi lagt neitt sérstakt af *mörkum til hagsbóta hinna fátæku, aftur á móti mun hann, að því er sagt er, ekki hafa talið sig nægilega hátt settan og að stundum væri gengið fram hjá sér í mikilvæg- um málum. Mun þetta og hafa ráðið gerð- um hans, þegar hann birti úr- sögn sína, og tilkynnti um leið, að hann framvegis teldi sig til húsa í „órólegu deild“ flolíks- ins, eða „litla Kleppi“, eins og sumir kalla flokksbrot það, sem að blaðinu Þjóðólfur stendur. Stefnuskrá og marknið þessa brots eru svo á reiki að tæpt er hægt að festa hendir á, en óþægilega keimlíkt þ/kir mér allt það umstang og /fir- drepsskapur vera stefnu og stjórnarháttum einræðisfokk- anna erlendis. Svo mikið er víst, að „’jósið, sem hvarf“ frá Sjálfs:æðis- flokknum, er þegar orðö rit- stjóri blaðsins Þjóðólfur «g þar allt í öllu, afguð nokkui, sem hætt er þó við að af fótítallin- um fjúki fyrir einhuga áiilaup- um alþýðunnar undir mírkjum Alþýðuflokksins, sem aíltaf hefir og mun berjast gegn ein- ræðinu, í hvaða mynd sem það kann að birtast. Jén Élondalt AlþýðaflokhoriRD og afnrðaverð bænda. T T NDANFARINN rúman aldarfjórðung, sem liðinn er síðan Alþýðuflokkurinn var stofnaður, hefir verið samþykkt mikil og að ýmsu leyti merkileg umbótalöggjöf til hagsbóta fyrir bændur og til viðreisnar landbúnaðin- um. Öll þessi löggjöf svo að segja hefir verið samþykkt með stuðningi eða fyrir beint frumkvæði Alþýðuflokks- ins. Enda þótt Alþýðuflokkurinn hafi ætíð átt aðalfylgi sitt í kaupstöðunum hefir hann alltaf verið boðinn og búinn að ljá öllum góðum málum fylgi, sem voru raun- verulega til hagsbóta fyrir sveita-alþýðuna, og ætíð lagt á það mikla áherzlu, að alþýðan til sjávar og sveita ætti að standa saman í hinni pólitísku lífsbaráttu sinni. Alþýðuflokkurinn hefir ekki hikað við að halda fast við þessa stefnu, þótt það skapaði honum stundaróvinsældir í kaupstöðunum, t. d. eins og afurðasölulögin 1935 gerðu. Hefir þó þessi afstaða Alþýðuflokksins oft og einatt verið metin af litlum drengskap af þeim flokki, Framsóknar- flokknum, sem talið hefir sig sérstakan málsvara bænda og löngum átt samstarf við Alþýðuflokkinn á þessu tíma- bili. í kosningarbaráttunni við síðustu kosningar lagði Framsóknarflokkurinn á það mikla áherzlu, að ófrægja Alþýðuflokkinn í augum bænda og afflytja málstað hans, sérstaklega í dýrtíðarmálunum og afurðasölu- málunum. Hefir að ýmsu leyti verið mjög hægt um vik fyrir Framsókn, þar sem Alþýðuflokkurinn á ekkert mál- gagn, sem nær til sveitanna, og Tíminn hefir því verið einn til frásagnar, auk þess sem Framsókn hefir mjög vel skipulagt áróðurskerfi í sveitakjördæmunum, sem starfar eftir fyrirsögn leiðtoganna í Reykjavík. Það er aðallega þrennt, sem áróðurslið Framsóknar telur Alþýðuflokknum til sektar, þegar það talar við bændur. 1. Að Alþýðuflokkurinn eða Alþýðublaðið hafi staðhæft að afurðaverð bænda væri of hátt, jafnvel talað um okur- verð á landbúnaðarvörum. 2. Að Alþýðuflokkurinn hafi viljað láta „lögfesta“ af- urðaverðið, en láta kaupgjaldið frjálst. 3. Afstaða Alþýðuflokksins til gerðardómslaganna. Kem ég síðar að öllum þessum árásarefnum Framsóknar ' á Alþýðuf lokkinn. Jafnvel hinir óskammfeilnustu Framsóknarmenn neita því ekki, að Alþýðuflokkurinn hafi staðið vel og drengi- lega með málstað bænda, þegar afurðasölulögin voru sett og Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að koma þeim fyrir katt- arnef með mjólkurverkfallinu sæla og öðrum svipuðum tiltektum. Hins vegar segja þeir, að Alþýðuflokkurinn hafi tekið upp aðra afstöðu undanfarin stríösár. Pa hart ha-uíi ugt verið að taia um hátt mjolkur- og kjötverð og þannig fjandskapazt gegn því að bændur fengju bætt kjör sín. Ég skal nú rifja upp þessa sögu og sýna fram á hverjir það eru, sem raunverulega hafa svikið þá stefnu, að gæta jafnt hagsmuna bænda og verkamanna og sjá um að hag- ur hvorugrar þessarar stéttar væri fyrir borð borinn. ❖ Siðan stríðið hófst, hefir tilkostnaður bænda aukizt mjög verulega eins og öllum er kunnugt. Fyrst hækkaði erlendur áburður og annað, sem bændur þurftu að kaupa frá útlöndum, aðallega vegna hækkaðra farmgjalda. Og eftir að svikamylla verðbólgunnar var komin af stað fór auðvitað allt kaupgjald hækkandi óðfluga, þrátt fyrir til- raunir Framsóknar til þess að sitja yfir hlut verkamanna Meira í næsta blaði.

x

Dalapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dalapósturinn
https://timarit.is/publication/1824

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.