Reykjanes - 01.05.1966, Blaðsíða 1

Reykjanes - 01.05.1966, Blaðsíða 1
K E F L A V í K Maí 1966 Frá því Keflavík fór að vaxa úr reyfum — frá smá þorpi til verðandi bcejar, hafa ávallt störf og stefna Sjálfstceð- isflokksins ráðið málum. Hverjum einstökum bœjarbúa hefur eftir megni verið sköpuð aðstaða til að nota orku sína, dugnað og heppni til að undirbyggja framtíðarlif sitt í vaxandi bœ. Á undanförnum árum hefur oft verið deilt um menn og málefni, en að leikslokum hefur starf og stefna Sjálfstœðisflokksins ráðið mestu um hve vel hefur skipast og vel tekist til. Hver sanngjarn bœjarbúi, sem lítur til baka yfir farinn veg, kemst að raun um það, að það er meira en barnaleikur einn að veita svo ört vaxandi bœ, eins og Keflavík forystu og jafnframt að vernda og viðhalda frmtaki einstaklingsins. Margt kann að hafa farið verr en skyldi á undanförnum árum, en vísvitandi hefur ekkert verið gert til þess að draga Keflavík niður, heldur hitt að veita vaxtarmœttinum um sem fiestar œðar. Það er stundum erfitt að svara til mála — öllum finnast útsvörin há, þegar greiða skal, en okkar sameiginlegi sjóður — okkar sameiginlega átak hefur byggt bœinn upp og á þeirri braut verður haldið áfram. Forysta Sjálf- stœðisflokksins er meira en nauðsynleg í þeim málum, því engir hafa ti! að bera meiri víðsýni og framsýni í störf- um en einmitt þeir, sem ráðð hafa, og ráða munu að þessum kosningum loknum. — Háttvirtir kjósendur, sem eru mikils virði á kjördag, mega ekki vera glámskyggnir á framtíðina — þroski og viðgangur Keflavíkurbœjar er beinlínis undir því kominn að þar njóti við forystu Sjálfstœðisflokksins. Að tryggja áframhaldandi uppbyggingu bœjarins og batnandi hag fólksins er í sjálfu sér mjög einfalt mál, það er aðeins að gefa Sjálfstœðisflokknum áframhaldandi aðstöðu til að ráða málum Keflavíkur í framtíðinni.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.