Reykjanes - 01.05.1966, Blaðsíða 8
8
REYKJANES
Maí 1966
Félagsmál
Sjálfstæðisflokkurinn telur að hraða beri byggingu Sjó-
mannaheimilisins. Unnið verði að því, að Iokauntlirbúningi
að byggingu Félagsheimilis verði lokið sem fyrst svo heimilið
geti orðið að veruleika í náinni framtíð.
Símamál
Áherzla verði lögð á, að talrásum milli Keflavíkur og Reykja-
víkur verði f jölgað að mun svo að símaþjónustan milli þess-
ara staða verði viðunandi. Unnið verði að því að gjald fyrir
sínitöl rnilli þeirra sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem hafa
sjálfvirkan síma, verði ekki hærri en innanbæjarsímtöl.
Fjármál
Sjálfstæðisflokkurinn í Keflavík telur, að fjárhagur bæjar-
ins sé grundvallaratriði undir allri afkomu hans. Beri því að
vinna að því, að treysta f járhag bæjarins svo mögulegt verði
á hverjum tíma, að leysa þau verkefni, sent að kalla og íbúar
bæjarins njóti þeirra lífskjara, sem bezt gerast annarsstaðar.
Álögum á bæjarbúa verði stillt svo í hóf, að gjaldgeta þeirra
verði ekki skert unt skör frant. En jafnframt verði þær mið-
aðar við það, að velferð bæjarbúa og sjálfsbjargarviðleitni
er sú stoð, sem bæjarfélagið byggist raunverulega á.
Unnið verði að því, að við stjórn bæjarins verði viðhöfð
sparsemi og beitt verði hagræðingarráðstöfunum svo sem
unnt er.
Með tilliti til tekjustofna bæjarins, hins öra vaxtar byggð-
arlagsins verður að telja eðlilegt að nteiri lántökur eigi sér
stað til frantkvæmda en áður og verði lánshæfni bæjarsjóðs
nýtt, m. a. með því, að gera rökstuddar framkvæmdaáætl-
anir í skipulegu formi.
Sjálfstæðisflokkurinn telur, að forðast beri að festa fé
bæjarbúa í framkvæmdum, sem einkaaðilar gætu annast með
hagstæðum kjörum fyrir bæinn. Útboð verði því jafnan við-
höfð, þegar hagkvæmt þykir.
Hér hefur verið bent á nokkur mól, sem Sjólfstœðisflokkurinn í Keflavík hefur óhuga á og telur, að vinna þurfi að í
bœnum ýmist á komandi kjörtímabili eða um lengra árabil. — Sjálfstœðisflokkurinn hefur nú, eins og fyrir undan-
farnar 3 kosningar, gert grein fyrir afstöðu sinni í bœjarmálum og mun kappkosta eins og á undanförnum kjörtíma-
bilum, að vera stefnu sinni trúr. — Sjálfstœðisflokkurinn mun hafa hagsmuni Keflavíkur í fyrirrúmi og vinna að velferð
bœjarbúa og bœjarfélagsins í heild í samvinnu við þá, sem eiga málefnalega samstöðu með honum um úrlausnir
hinna ýmsu aðkallandi verkefna.
Sjálfstæðismönnum er það Ijóst, að því betur sem æska landsins er undirbúin
lífsbaráttunni, því sterkari þjóðarheild kemur til starfa á komandi árum. —
Sjálfstæðismenn heita því og leggja áherzlu á, að áfram verði haldið skólabygg-
ingum og öllum öðrum undirbúningi til þroska og menningar hinnar ungu kyn-
slóðar sem er að byggja bæinn upp. — Það er alvörumál að beita atkvæðum sín-
um rétt og á því sviði bendir Sjálfstæðisflokkurinn á að hin einfalda athöfn að
setja x fyrir framan D-listann er kosning með framtíðinni.