Tíminn - 25.11.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.11.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: j JÓNAS JÓNSSON. , tTG^ FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. í RITST JÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Simar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJt. Simar 3948 og 3720. 26. ár. Reykjavík, miðvikudagimi 25. nóv. 1942 141. blað Starfsskrá Framsóknarflokksins Samþykktir míðstjórnar og þíngmanna Framsóknarflokksins um nokkur Stödvun Srysti- húsanna Frá fulltrúafundi S„ H. Frá stjórn sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna hefir Tím- anum borizt þessi frásögn: í febrúarmánuði síðastliðn- um komu eigendur hraðfrysti- húsa þeirra, sem eru utan Sam- bands ísl. samvinnufélaga, á fund í Reykjavík og stofnuðu til félagssamtaka, með því markmiði að efla og tryggja framtíðarrekstur hraðfrystra fiskafurða og leita nýrra mark- aða fyrir þessar vörur strax og verzlun við -útlönd verður frj áls. Félagsskapur þessi hlaut nafn- ið Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna, skammst. S. H. í þessum félagsskap eru nálega öll hrað- frystihús, sem ekki eru í sam- bandi við S. í. S. eða um 40 hús, en alls eru nú 58 hraðfrystihús í landinu. Stofnkostnaður þeirra um 40 húsa, sem nú eru í S. H., eru um 16 milljónir króna og við þau vinna 17—1800 manns. Vegna þess að engin von var til þess, að hægt væri að halda áfram rekstri húsanna, var á- kveðið að kalla frystihúsaeig- endur S. H. á fund hér i Reykja- vík, sem haldinn var hér 17.— 20. þ. m. Ástæðin fyrir því, að ekki er hægt að reka húsin, er sú, að verð afurðanna er bundið með samningi við hina erlendu kaupendur frá 1. júlfþ. á. til 30. júní næsta ár, en síðan 1. júlí hefir orðið geysileg hækkun á vinnulaunum og aðkeyptu efni, t. d. hafa vinnulaun hækkað um nál. 150%, umbúðir og aðr- ar efnivörur um nál. 35%. Nið- urstaðan verður því sú, að t. d. framleiðsla einnar smál. af þorskflökum kostaði í júlí um 2160 kr. en nú 2685 krónur. í júlí var hagnaðurinn talinn um 34 kr. en nú er tapið um 490 kr. á hverja smál. þorskflaka. Út- koman verður þó mun lakari fyrir húsin, ef miðað er við vinnslu á öðrum tegundum fiskjar. Fundurinn í S. H. var kallaður saman til þess að reyna að finna ráð til úrbóta. Sneri hann sér þegar til viðskiptanefndar um (Framh. á 4. síflu) helztu i Alþingis og væntanl. ríkisstjórnar Sameiginlegur fundur miðstjórnar og þingflokks Framsóknarmanna hefir nýlega gert samþykktir um afstöðu Framsóknarflokksins til nokkurra helztu verkefna Alþingis og væntanlegrar ríkisstjórnar. “ í samþykktum þessum er einkum reynt að marka höfuðstefnuna í brýnustu dægurmálunum, en minna vikið að einstökum atriðum ákveðinna málaflokka, enda eru til flokkssamþykktir um mörg þeirra. Rétt þykir að benda á, að hlutverk Framkvæmdasjóðs ríkisins, sem var stofnaður fyrir forgöngu Fram- sóknarflokksins á seinasta vetrarþingi, er að leggja fram fé til endurnýjunar skipastólsins, verksmiðjubygg- inga í þágu atvinnuveganna (lýsisherzla, sementsgerð, áburðarverksmiðju o. fl.), og annarra verklegra fram- kvæmda. Þess vegna samþykkti flokkurinn nú ekki sérstakar tillögur um þessi mál, heldur lagði áherzlu á efl- ingu sjóðsins. Annars eru samþykktirnar svo greinilegar. að þær skýra sig bezt sjálfar. Þær eru svohljóðandi: Styrkur tíl íslenzkra námsmanna í Noregi í bréfi, sem utanríkisráðu- neytinu hefir nýlega borizt frá Vilhj. Finsen, sendifulltrúa ís- lands í Stokkhólmi, er þess getið, að Gunnar Frederiksen, Melbu, Noregi, eigandi Krossanesverk- smiðjunnar, hafi gefið 2000 norskar krónur til styrktar ís- lendingum í Noregi. Þegar Finsen var á ferð í Oslo fyrir skömmu, úthlutaði hann styrkjum af gjöf þessari, í sam- ráði við Guðna Benediktsson, formann íslendingafélagsins í Oslo. Styrki hlutu þessir: Jón Jónsson stúdent, 250 kr., Hólmfríður Jónsdóttir 250 kr., Baldur Bjarnason sagnfræðing- ur 500 kr., Jóhann Guðjónsson 250 kr., Ulla Justsdóttir 250 kr., Sigurlaug Jónasdóttir 250 kr. og Guðbjörg Friðbjarnardóttir 100 kr. Af gjöfinni var 150 kr ekki ráðstafað að sinni. (Frá upplýs- ingaskrifstofu stúdenta). Kanpgjald og verðlag. 1. Gerðar séu ráðstafanir til þess að ákveða í eðlilegum skorð- um grunnkaupgjald og grunnverð innlendra afurða með samn- ingum við samtök framleiðenda og verkamanna. Sé miðað við, að hægt verði að halda uppi heilbrigðri framleiðslustarfsemi og að vinnandi stéttir þjóðfélagsins búi við sambærileg kjör. Ráðstafanir séu gerðar til þess, að hækkanir á afurðaverði og kaupgjaldi eigi sér ekki stað, meðan á samningum stendur. InBifltetnmgsstofiiim. 2. Komið verði á fót sérstakri innflutningsstofnun, vegna 0 styrjaldarinnar. Fái sú stofnun fullan ákvörðunarrétt yfir öllum innflutningi og öllu skiprúmi til landsins, og um verðlagningu allra innfluttra vara. Hert verði á eftirliti með gjaldeyrisverzlun landsmanna, til þess að tryggja það, að allur erlendur gjaldeyri, sem þeir eignast, verði afhentur, og þannig komið í veg fyrir fjárflótta úr landi. Tollamállu. 3. Tollalöggjöfin sé endurskoðuð í sambandi við ráðstafanir til þess að vinna gegn dýrtíðinni. Fjárframlög til verðlækkunar. 4. Unnið verði gegn óeðlilegri verðhækkun aðfluttra vara í innanlandsviðskiptum, svo sem unnt er, og með fjárframlögum til þess að halda niðri verðlagi helztu nauðsynjavara, ef aðrar þær ráðstafanir, sem gerðar verða í þeim tilgangi, reynast ekki % fullnægjandi. * Skl|iulagnmg vlnnuaflsins. 5. Gerðar verði, með samkomulagi við verkalýðsfélögin, ráð- stafanir, sem miði að því að tryggja nægilegt vinnuafl handa atvinnuvegum þjóðarinnar og til nauðsynlegustu framkvæmda. Allir verkfærir menn í landinu verði skrásettir. Ríkisvaldið hafi, í samræmi við niðurstöður þeirrar skrásetningar, íhlutun um framkvæmdir og stofnun nýrra fyrirtækja. Komi það í ljós, að þessar ráðstafanir nægi ekki til þess að aðalatvinnuvegum þjóðarinnar verði haldið í horfi, og neyðar- ástand skapast, vegna skorts á vinnuafli, verður að grípa til þess úrræðis, að skylda fólk til vinnu við nauðsynjastörf þjóðfélagsins. Skattamálin. 6. Stofnaður verði skattadómstóll, til eftirlits og rannsóknar í skattamálum. Dóminn skipi þrír dómarar. Nýbyggingarsjóðir verði teknir í vörslu þjóðbankans, og eigi hreyfðir nema með samþykki sérstakrar nefndar, sem sér um að þeir verði eigi notaðir til annars en nýbygginga. Smáútvegsmönn- um verði heimiluð ríflegri framlög til nýbyggingarsjóða, en gert er í gildandi skattalöggjöf, og iðnfyrirtækjum, einkum þeim er aðallega vinna úr innlendum hráefnum, verði einnig heimilað að leggja í nýbyggingarsjóði. Útborgað vátryggingarfé skipa, að frá dregnum veðskuldum, verði lagt í nýbyggingarsjóð. Skattar á háar tekjur verði auknir, og almennur tekjuskattur og stríðsgróðaskattur sameinaðir. Skattfrjáls sjóðatillög verði lækkuð, eða afnumin, hjá þeim hlutafélögum, sem safnað hafa hæfilegum sjóðum. Nú verða gerðar ráðstafanir til þess að auka eða viðhalda kaupmætti krónunnar, svo sem með því að lækka verðlag og kaup- gjald, og verði þá sérstakur skattur lagður á eignaaukningu þá, sem orðið hefir frá stríðsbyrjun og fer fram úr ákveðnu lág- marki. Skyldusparnaöiir. 7. Skyldusparnaður verði ákveðinn með lögum, og stefnt að því, að meginhluti þeirra tekna, sem menn hafa um fram þurft- artekjur, og eigi eru notaðar tll greiðslu gamalla skulda, sé lagður til hliðar. Binding stríösgróðans. 8. Stríðsgróði á útflutningi verði ekki yfirfærður, en lagður á biðreikninga erlendis, samanber heimild í gildandi lögum. iJtlánastarfseinin. 9. Settar verði reglur um útlánastarfsemi banka og spari- sjóða, í samræmi við aðrar ráðstafanir til þess að vinna gegn dýrtíð og verðbólgu og auka kaupmátt krónunnar. Sala fasteig’na. 10. Lagður verði hár söluskattur á andvirði fasteigna, skipa og verðbréfa, sem seld eru með stríðsverði, eða gerðar aðrar ráðstafanir, sem hindra brask með slíkar eignir. Skattadóm- stólnum verði falið eftirlit með framkvæmdum þessum. Framkvæmdasjóður ríkisins. 11. Lagt verði kapp á að efla Framkvæmdasjóð ríkisins, og fjárlög, í því skyni, afgreidd með sem mestum tekjuafgangi, á meðan þjóðartekjurnar eru ríflegar. Landbúnaðarmál. 12. Hafizt verði handa um stórfellda býlafjölgun í sveit og við sjó, keypt hentug lönd til nýbýla og byggðahverfa, ríkinu tryggður réttur til jarðhitasvæða, keyptar nægilega margar nýjar skurðgröfur, aukinn innflutningur annara hentugra land- búnaðarvéla, komið á fót fullkomnum verkstæðum til viðgerðar landbúnaðarvéla og aukin kennsla í meðferð og notkun þeirra, auknar vísindalegar tilraunir og rannsóknir í þágu landbúnað- arins, bætt aðstaða til túnræktar á smærri býlum og núgildandi nýbýlalöggjöf og endurbyggingalöggjöf endurskoðuð og endur- bætt. Skömmtun byggiiigarefnis. 13. Ströngu eftirliti verði á komið með sölu og notkun bygg- ingarefnis til þess að tryggja, að bæði það efni, sem fyrir er í landinu, og það, sem síðar kann að verða flutt inn, verði fyrst og fremst notað til brýnustu nauðsynja, svo sem húsagerðar og húsabóta fyrir almenning í sveitum og kaupstöðum, í þarfir atvinnuveganna og að öðru leyti til almenningsþarfa. Rafmagnsmálin. 14. Lögð verði áherzla á að efla Raforkusjóð, hraða yfirlits- rannsókn um raforkuskilyrði og hefja síðan raforkuveitur um sveitir landsins og kauptún, á grundvelli þingsályktunar um raf- orkumál, sem samþykkt var á síðasta Alþingi. Raforkusjóður styðji rafveitur einstakra sveitabæja, sem ekki ná til hinna stærri raforkustöðva. Verzlunarmál framleiðenda. 15. Unnið verði að því, með stuðningi við samtök bænda og sjávarútvegsmanna og á annan hátt, að þeir fái jafnan nægar nauðsynjar til atvinnureksturs síns með sanngjörnu verði, og sannvirði fyrir afurðir sínar. Samgöngumál. 16. Gerðar verði ráðstafanir til þess að nægilegur sklpakost- ur verði hafður til vöru- og farþegaflutninga með ströndum fram. Menningarmál. 17. Sett verði á stofn sérstök skrifstofa eða stjórnardeild, er (Frarnh. á 4. síSu) Á víðavangi LISTAMANNAÞING. Fyrsta þing íslenzkra lista- manna var sett I hátíðasal há- skólans á sunnudaginn var. Fór sú athöfn hið þinglegasta fram. Ríkisstjóri flutti mjög athyglis- vert ávarp til samkomunnar. Meðal annars benti hann á þá 'varhugaverðu stefnu, að lista- menn ættu að varpa allri sinni áhyggju upp á ríkið. Borgararn- ir ættu að styðja listastarfsemi meira en þeir gerðu. Hér værí t. d. ekkert málverkasafn. Hann þekkti smábæ í Danmörku með 5000 íbúum, sem ætti hið feg- ursta málverkasafn, sem borg- arar bæjarins hefðu komið upp. Með frjálsum framlögum borg- aranna skapaðist eðlilegra sam- band milli listamannanna og samborgara þeirra en vænta mætti, ef öll nauðsynleg fram- lög til lista væru háð ríkisvald- Inu og fjárhag ríkissjóðs á hverjum tíma. Ríkisstjóri drap á tvö dæmi um sorglegt hirðuleysi í menn- ingarmálum okkar. Safnahúsið, sem væri fullt af dýrmætum fjársjóðum innan veggja, væri vanhjrt hið ytra. Þjóðleikhúsið liti sæmilega út að utan, en hið innra væri það vöruskemma. HÖRÐ GAGNRÝNI. Halldór Kiljan flutti stutt er- indi í útvarpið hér um kvöldið, og skyldi það fjalla um „rithöf- undinn og verk hans“. í erindi þessu kom Kiljan viða við. Hann varaði unga menn við því að leggja út á rithöfundar- brautina án þess að kunna vel sitt eigið mál og þar með helzt þrjár stafsetningar. Þeir þyrftu líka að kunna til hlítar helztu tungur Norðurálfu. Er þetta rækileg viðvörun til þeirra ungu manna, sem hafa haldið það nægilegt til rithöf- undarframa að setjast niður og apa sögusnið og stíl Kiljans. Að lokum lýsti Kiljan þvi yfir, að hann væri ekki fyllilega á- nægður með eina einustu setn- ingu, sem hann hefði skrifað, hvað þá heldur heila blaðsíðu. Þetta mun flestum þykja óþarf- lega harður sjálfsagi og vera reiðubúnir til töluverðrar hug- hreystingar. Út frá þessu verður erfitt að skilja, hve ókvæða þessi höfundur og aðdáendur hans hafa orðið, ef aðrir hafa leyft sér að gagnrýna, þótt ekki væru nema fáeinar setningar í bókum hans. Hefir því verið tek- ið á svipaðan hátt og heittrúar- menn bregðast við efasemdum um guðlegan innblástur ritning- arinnar. ORÐLIST. Valtýr Stefánsson flutti er- indi í útvarpið um orðlist og myndlist á vegum listamanna- þingsins í fyrrakvöld. Ekki nefndi hann dæmi um orðlist úr Morgunblaðinu, og þótti það bera vott um lítillæti. Næsta blað Tlmans kemur út & laugardaglnn. Vegna sérstakra ástœðna kemur blað- lð, sem áttl að koma á flmmtudaglnn, út 1 dag. Póstmannablaðið, 3. tbl., er komlð út. Efnl blaðsins er m. a.: „Ný starfsreglugerð", „Snæfells- nesför“, „Bjami Benediktsson 65 ára“, „Frímerkið 100 ára“ eftir Magnús Joehumsson, „Sæmundur Oddsson, póstafgreiðslumaður i Garðsauka", „Fokdreifar".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.