Tíminn - 25.11.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.11.1942, Blaðsíða 2
558 TfMTM, migvikndagiim 35. n6v. 1942 141. blað R E'Y K JA VÍKURÞ ÆTTIR: Nýr ósigur íhaldssteínunnar Hugleiðíngar um írysfíhásmálíð, lyfjaverzlun, æskulýðshöll o.fl. íhaldsstefnan hefir beðið nýjan ósigur í höfuðstaðn- um. Einkareksturinn hefir hætt að fullnægja þeirri sameiginlegu þörf bæjarbúa að afla þeim nægilegs fiskjar. Þeir, sem áður hafa stundað þessa atvinnu- grein, nota nú báta sína til arðvænlegri starfrækslu, t. d. flutninga fyrir setuliðið. Einkareksturinn hefir enn einu sinni sýnt það, að honum stjórnar hagnaðar- von einstakra manna, en ekki hagsmunir heildarinnar. Þess vegna kiþpir hann iðulega að sér hendinni, þegar heildinni gegnir það verst. Afleiðingin af þessum ósigri íhaldsstefnunnar er sú, að bær- inn hefir orðið að leigja togar- ann Geir til fiskveiða fyrir bæj- arbúa. Sjálfir forkólfar íhalds- stefnunnar hafa þannig enn einu sinni orðið að viðurkenna í verki, að stefna þeirra, einka- reksturinn, sé engan veginn fær um að leysa öll vandamál al- mennings, þótt á vissum svið- um geti hann náð beztum árangri. Framsóknarmenn hafa fyrir löngu séð, að þetta mál yrði aldrei heppilega til lykta leitt, nema farin yrði sú leið, sem bæjarstjórnin hefir nú fallizt á. Þess vegna hófust þeir handa um Þórsútgerðina fyrir all- mörgum árum síðan. Sú starf- semi lækkaði bæði fiskverðið og bætti fiskverzlun bæjarmanna. En forkólfar íhaldsstefnunnar hófu þegar magnaða baráttu gegn henni og komu henni fyr- ir kattarnef. Bæjarbúar eru á- reiðanlega búnir að tapa stór- fé á því, að stefna Framsókn- arflokksins beið ósigur að því sinni. Nú hefir neyðin knúð forkólfa íhaldsstefnunnar til að fallast á stefnu Framsóknarmanna. Vonandi verður það til fram- búðar. Hún er öruggasta leiðin til þess, að bæjarbúar geti allt- af haft nýjan fisk og verðlagi hans sé stillt í hóf. Gömul saga endurtekin. Það er gaman að lesa skrif íhaldsblaðanna um fisksölumál bæjarins. Vísir skrifar um það langt mál, að fiskbúðirnar í bænum séu í mesta ólagi. Mbl. skrifar um nauðsyn þess, að bærinn komi upp fisksölumið- stöð. leysinu. Hún mun hafa vakandi auga á því, hverjir gera skyldu sína og hverjir kunna að bregð- ast henni. Þeir þingmenn, sem reynast sannir að því að stjórn- ast af einkahagsmunum, munu ekki komast undan þungu dóms- orði hennar. Þ. Þ. Hvort tveggja þetta hafa Framsóknarmenn bent á fyrir löngu. Fulltrúar þeirra í bæjar- stjórninni fluttu hvað eftir ann- að tillögur um fisksölumiðstöð. Tillögum þessum var vísað til bæjarráðs og þær svæfðar þar. Nú loksins er íhaldið vaknað. Nú skrifa blöð þeirra, eins og það eigi frumkvæðið í málinu. Það er gamla sagan um íhald- ið. Það berst gegn umbót- unum meðan unnt er. Þegar mótstaðan dugir ekki lengur, er snúið við blaðinu og íhaldið reynir að eigna sér málið. Bezta dæmið um þessa fram- komu íhaldsins er Sundhallar- málið. Frystihúsmálið. Fyrir nokkru síðan var Reykjavíkurbær vel á veg komin að ná kaupum á sænska frysti- húsinu. Eigendum þess höfðu boðið það einkafyrirtæki til kaups fyrir mjög sæmilegt verð. Bærinn hafði forkaupsrétt. En þegar eigendurnir komust að því, að bærinn ætlaði að ganga inn í kaupin, kipptu þeir að sér hendinni og þóttust ekki vilja selja. Ef mál þetta er rakið niður í kjölinn, virðist þar ýmislegt dul- arfullt. En um það skal ekki rætt hér. Einkabraskið hefir sínar krókaleiðir. En þess ber að vænta, að bæjarstjórnin haldi fast við stefnu sína í þessu máli. Til er sú leið, að frystihúsið verði tekið eignarnámi, ef hinn kynlegi afturkippur eigendanna sigrast eigi með ööru móti, Bæn- um er nauðsynlegt að ná þessari eign, bæði vegna fisksölunnar og útgerðarinnar í bænum. Lyfj aver zl unin. Það er almennt álitið, að lyfjaverzlanir séu miklar gróða- stofnanir, enda benda skatt- greiðslur þeirra til þess. Fátt virðist ósæmilegra en að slíkar nauðsynjar séu gerðar að okur- vörum. Sjúkrasamlag Reykja- víkur hefir því sótt um það fyrir nokkru að mega stofna lyfja- verzlun. En þetta leyfi hefir enn ekki fengist. Þetta virðist gefa fullt tilefni til þess, að lyfjaverzlunin í land- inu og lyfjataxtarnir verði tekin til nánari athugunar og endur- bóta. R.íkisvaldið verður að hlut- ast til um, að almenningur geti fengið þessar vörur fyrir sann- virði. Æskulýðshöll. Hér í blaðinu hefir oft verið vakin athygli á þeirri nauðsyn, að reykvískur æskulýður ætti hæfilegt athvarf fyrir skemmt- anir sínar og félagsstarfsemi. Slíkum stað er nú tæpast til að dreifa og dregur þetta vitanlega mjög úr heilbrigðu skemmtana- lífi og félagsstarfsemi unga fólksins. Þeirri hugmynd hefir stund- um verið hreyft, að ýms æsku- lýðsfélög og fleiri menningarfé- lög bæjarins tækju höndum saman um byggingu slíkrar æskulýðshallar. Mætti hugsa sér, að þar væri stór og glæsi- legur samkomusalur, líkt og á Hótel Borg, er ætlaður væri ís- lendingum einum, en auk þess allmargir smærri salir, svo mörg félög gætu starfað í höllinni á hverju kvöldi. Ríkið og bæjarfélagið ætti vissulega að styrkja slíkt fyrir- tæki með ráðum og dáð. f starfs- skrá þeirri, sem Framsóknar- flokkurinn hefir nýlega samið, er slíkri stofnun heitið stuðningi flokksins. Mjjólkurmálið. Alltaf þegar íhaldið er í ein- hverjum vanda, grípur þpð til þess ráðs að hefja rógsherferð gegn mjólkurskipulaginu og kenna Framsóknarflokknum um það, sem þar kann að vera á- lasvert. í haust hefir nokkru sinni orðið mjólkurskortur hér í bæn- um. Hefir það ýmist stafað af því, að bilun hefir orðið í mjólk- urstöðinni, eða að mjólkurbílar að austan hafa byað á leiðinni og ekki komist til bæjarins í tæka tíð. Hvorttveggja þetta notuöu íhaldsblöðin til hatrammra á- rása á Framsóknarflokkinn. En sennilega vildu nú íhalds- blöðin gefa mikið til þess, að þau hefðu aldrei hafið þessar um- ræður* Ádeilur þeirra urðu nefnilega til að upplýsa það, að bæjar- völdin í Reykjavík voru búin að hindra byggingu nýrrar mjólk- urstöðvar um langt skeið með því að synja um lóð undir hana, og að Jakob Möller hefir neitað þeim, sem flytja mjólkina að austan, um nýja bíla, svo að flytja verður mjólkina á göml- Sft reynsla þykir nú fengin, aS flugvélaskip séu orðin þýðingarmestu her- skipin. Stóru orustuskipin geta ekki lengur varið sig gegn flugárásum, nema þau hafi flugvélar til varnar og sama er að segja um smœrri skip, þótt þav. séu ekki eins þœgilegur skotspónn fyrir flugvélar. Flugvélar hafa einnig reymt mjög vel sem sóknartœki í sjóhernaðinum. Sjóorustur Bandaríkjamanna og Japana hafa yfirleitt ekki verið milli herskipa, heldur milli herskipa og flugvéla. Það eru flugvélar Bandarikjanna, er unnið hafa flota''Japana mest tjón. Bandaríkjamenn leggja líka orðið meginkapp á smíði flugvélaskipa og hafa frestað smíði nokkurra stœrri orustusicipa til þessa að hraða j smíði flugvélaskfpanna. Þetta þýðir þó engan veginn, að dagar stóru orustu- j skipanna séu taldir, því að þau eru enn öflugsta tœkið til að hreinsa óvina- ' skip af höfunum, ef þau njóta nœgrar flugvélaverndar. — Hér á myndinni sést eitt af nýjustu flugvélaskipum Bandaríkjanna, Lexington, nýhlaupið af stokkunum. Bandaríkjamenn misstu flugvélaskip með þessu nafni í sjóorustu á Kyrrahafinu i sumar. Áður voru flugvélar frá því skipi búnar að sökkva 23 japönskum skipum og munu áhafnir þeirra hafa verið um 10 þúsund manns. Á KROSSG0TUM ! íslenzkur stúdent lýkur námi j í Noregi. Frá Noregi hefir komið fregn um það, að Hallgrímur Björns- son, íslenzkur stúdent, hafi lokið fullnaðarprófi í efnaverk- fræði við verkfræðiháskólann í Þrándheimi með mjög góðum vitnisburði. Er frá þessu sagt í bréfi, sem dagsett er í ágúst- mánuði í sumar. Hallgrimur er sonur Björns Jónssonar, bónda í Tjarnar- garðshornt í Svarfaðardal. Hann stundaði nám í menntaskólan- um á Akureyri og lauk stúd- entsprófi vorið 1937. Illa séðir gestir. Á mánudaginn var kom bóndi úr Þingvallasveit, Sveinbjörn Einarsson á Heiðarbæ, í skrif- stofu Tímans og sagði frétta- manni blaðsins þessa sögu: — Fyrir nokkru bar það við, er Einar sonur minn vitjaði isilunganeta í Þingvallavatni, að i í þeim voru 30 silungar. Fór Ihann ekki með þá heim, heldur byrgði þá við vatnið, þannig, að veiðibjöllur eða - annar vargur fyndi þá ekki. Er hann kom síðar að sækja veiði sína, voru allir silungarnir horfnir, og gat hann ekki annað fundið en ræksni af fáum þeirra. Brá hon- um í brún, sem von var. Um þennan óskun^a er mink- um kennt. Sást á þessum slóð- um bílum, sem oft bila á leið- inni. Vonandi gerir þetta íhaldsrit- stjórana gætnari, þegar þeir skrifa næst um mjólkurmálið. Þ. Þ. um minkur eitt sinn í sumar, og í haust hafa spor minka sést í snjó. Eru bændur við Þingvalla- vatn uggandi út af þessum gestum, sem óboðnir eru komn- ir að vatninu, og þykjast þess fullvissir, að þeir muni mikinn usla gera í veiðilögnum, ef þeir ná að auka þar kyn sitt. En sjálfsagt eru góð lífsskilyrði fyrir minka við Þingvallavatn og því mjög sennilegt að þeim muni fljótt fjölga þar, veiði- bændum til mikillar óþurftar. Um margra missera skeið hefir minka orðið vart við ýms vötn og ár og læki víða um land, þó affallega þar í grennd, sem minkarækt er stunduð. Þrátt fyrir alvarlegar tilraunir, sem gerðar hafa verið til þess að eyða þessum vargi, og meðal annars hefir komið til opin- berra afskipta, hefir það ekki tekizt. Virðist þessi ófögnuður æ magnast og taka sér bólfestu á nýjum og nýjum stöðum. Hef- ir þeirra jafnvel orðið við vötn á heiðum uppi. Minkar lifa aðallega á fiski og eru mjög kræfir að veiðum, en auk þess, sem þeir þurfa all- mikið sér til fóðurs, eru þeir svo grimmir, að þeir drepa allt lifandi, er þeir ná til og ráða við. Er því auðráðið hvaða tjóni þeir geta valdið í veiði- vötnum. Auk þess er líklegt, eða jafnvel sannanlegt, að þeir hafi sums staðar grandað unglömb- um. Vekið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er- nauðsyn- legt að lesa Tímann. J6n Eypórsson: Bækur og bókag’erð Ilér verður getið nokkurra bóka, sem Tímanum hafa borizt upp á síðkastið. Yfirleitt er nú mikið gefið út af bókum, svo mikið, að allar presmiðjur og bókbandsstofur hafa meira verkefni en þær sjá fram úr. Margar bækur, sem áttu að vera komnar út, eru því enn í smíðum og koma varla á markaðinn fyrr en rétt fyrir jólin. Gerir það örðugt að koma bókunum út um land fyrr en á miðjum vetri, og lestrarfélög í sveitum fá þær varla fyrr en að áliðnum vetri eða undir vor. Frá sjónarmiði þeirra er hin síðbúna bókgerð þvi annmarki. Þrátt fyrir óvenjulega mikla bókagerð hér á landi tvö síðustu árin, ber langmest á brezkum bókum og tímaritum í gluggum bóksalanna. Áður bar mest á bókum á norðurlandamálum. Sýnir þessi breyting ljóslega, þótt ekki væri annað, hvaða andlegt áhrifasvæði við heyrum undir eins og sakir standa. Meðal hinna nýju erlendu bóka eru á^æt landabréf og ódýr. Er vakin athygli á því sakir þess, að ekkert er nauðsynlegra þeim, sem vilja fylgjast með atburðum þeim, sem nú eru að umturna heiminum, en nýlega gerð og greinileg landabréf. ‘gímirm Miðv.dayur 25. nóv. Stjérnarmyndim Þj.óffin er stj órnlaus, eins og stendur, og hefir raunar veriff það um langt skeið. Þó hefir þörfin fyrir trausta og starfs- hæfa stjórn aldrei verið brýnni. Vandamálin inn á við og út á við hafa aldrei verið meiri. Al- þingi verður því að bregðast fljótt og vel við þeim vanda, að koma á traustri og starfhæfri ríkisstjórn. Framsóknarflokkurinn hefir gert sitt til þess að greiða fyrir þessu máli með samningu starfs- skrár þeirrar, sem birt er á öðr- um stað í blaðinu. Þar teflir flokkurinn fram þeim málum, sem hann telur nauðsynlegt að verði verkefni væntanlegrar ríkisstjórnar. Afstaða hans er mörkuð svo skýrt og ákveðin, að hinir flokkarnir þurfa ekki að vera í vafa um hana. Við samningu þessarar starfs- skrár hefir Framsóknarflokkur- inn vissulega haft fleira en flokkssjónarmið eitt í huga. Hefði hann látið stjórnazt af því einu, myndi sumt í starfs- skránni hafa orðið á aðra leið. Framsóknarflokkurinn hefir hugsað um það jöfnum hönd- um, að setja ekki skilyrði, sem gátu talizt ósanngjörn af hálfu hinna flokkanna. Hann hefir talið réttast að láta slík deilu- mál bíða seinni tíma. Nú skipti það mestu máli, að fá flokkana til að sameinast um lausn hinna brýnustu vandamála. Þetta sjónarmið kemur hvar vetna fram í starfsskránni. Það er hvergi sett fram atriði, sem getur talizt óaðgengilegt af hálfu þeirra, sem af alvöru og einlægni vilja leysa hin aðkall- andi vandamál á viðunandi hátt. Ef sami hugsunarháttur ríkti hjá hinum flokkunum og Fram- sóknarflokknum, að víkja hin- um viðkvæmari deilumálum til hliðar og fást eingöngu við þjóð- holla lausn helztu dægurmál- anrlh, ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu, að mynduð yrði stjórn allra flokka. Ef fullur samhugur næðist um málefna- grundvöll slíkrar stjórnar, yrði hún tvímælalaust bezt til þess fallin að leysa málin á farsæl- an og friðsaman hátt. Reynist hins vegar, að einhver hinna flokkanna eigi ekki slík- an hugsunarhátt, verður það að koma strax í dagsljósið. Hinir flokkarnir mega ekki vera að elta ólar við kenjar hans og keipar, láta þjóðina vera stjórn- lausa á meðan og fljóta sofandi að feigðarósi. Þjóðstjórnar- nefndin verSur að vinna sleitu- laust og fá úr því skorið hið allra fyrsta, hvort möguleiki fyrir myndun allra flokka stjórnar sé fyrir herídi. Þótt þjóðstjórn sé æskileg, ef fullt samkomulag næst um vandamálin, getur hún verið á samá hátt óæskileg, ef sam- starfið er ekki um annað en skiptingu ráðuneyta og nefnd- arsæta milli flokka. Þá er á- reiðanlega betra að hafa ekki þjóðstjórn, því að hún verður þá aðeins til trafala og ógagns fyrir málin. Þá er langtum heppilegra að hafa venjulega meirihlutastjórn, er getur kom- ið sér saman um málin. Ef myndun starfshæfrar þjóð- stjórnar mistekst, hlýtur það að vera næsta spor þingsins, að at- huga möguleika fyrir slíka stjórn. Blaðið Vísir hefir þar bent á tvo möguleika, samstjórn Sjálf- stæðisflokksins og verkamanna- flokkanna eða samstjórn Fram- sóknarflokksins og verkamanna- flokkanna. Jafnframt hefir Vís- ir bent réttilega á það, að eng- inn möguleiki sé fyrir samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins. Ef verka- mannaflokkarnir geta ekki gengið til samstarfs við stríðs- gróðavaldið, vegna sérhags- munakrafa þess, þá getur Framsóknarflokkurinn það enn síður. Þjóðin bíður nú eftir skjótum aðgerðum þingsins í þessum efnum. Hún unir illa stjórn- Sven Hedin: Lönd leynd- ardómanna. Sigurður Ró- bertsson þýddi. Útgef- andi Pálmi H. Jónsson, Akureyri. 1942. Bók þessi fjallar um þriðju ranrísóknárför Sven Hedins, austur yfir þvera Mið-Asíu til Peking í Kína á árunum 1893— 1897. Sven Hedin er nú 77 ára gamall og vafalaust frægastur og langförulastur af hinum gömlu landkönnuðum, sem lifðu og störfuðu áður en flugvélarn- ar komu til sögunnar. Ferðir hans um miðhálendi Asíu voru hinar ævintýraleg- ustu. Þar eru hæstu byggðir jarðarinnar, fáförnustu og tor- færustu leiðir, ef frá eru skilin sjálf heimskautasvæðin. Þýðingin er gerð eftir styttri útgáfu af ferðabók Hedins, og er ekkert út á það að setja'. En það er ekki nóg að þýða svona bækur alveg eins og þær koma fyrir. Þær eru ekki skrifaðar fyrir íslenzka alþýðu. Það verð- ur þýðandinn að hafa hugfast, ef hann vill vel gera, og'bæta úr því. í bók þessari eru t. d. nefnd mörg lönd, héröð, þjóð- flokkar og borgir, sem almenn- ingur veit engin skil á. Úr þessu hefði mátt bæta með nokkrum formálaorðum fyrir hverjum kafla bókarinnar. Það þurfti líka dálítið kort til að sýna leið- ina, sem lýst er, og afstöðu höf- uðáfangastaða. Þetta þurfa hvorki að vera stór né dýr kort, en þau eru nauðsynleg, til þess að lesandinn geti ferðazt með og fræðst af lestrinum. Að öðru leyti virðist mér þýð- andinn hafa leyst verk sitt vel af hendi, og lestrarfélög ættu að setja bókina ofarlega á bókaskrá sína. Guðmundur Daníelsson: Sandur. Útgefandi Þor- steinn M. Jónsson, Akur- eyri 1942. Ég hefi ekki lesið allar bæk- ur Guðmundar, en nóg til þess að geta tekið undir með þeim, sem róma hann fyrir miklar og skjótar framfarir á rithöfundar- brautinni. Ef ég man rétt, rit- aði Guðmundur fyrstu bækur sínar allmjög í stíl þjáninga- og tjáningaskálda þeirrar tíðar. Þessu oki hefir hann varpað af sér. í síðustu bókum sínum hef- ir hann komið auga á hina þrautseigu og kjarnahraustu skapgerð íslenzkrar alþýðu, sem hann þekkir af eigin sjón og reynd. Og um leið hafa rithöf- undarhæfileikar hans fundið sína eigin götu. Sandur er frásögn um baráttu undanfarinna kynslóða við eyð- andi öfl náttúrunnar, arfgeng- an hjátrúargeig og harðlynd lögmál þjóðfélagsins. Upp úr slíkum jarðvegi spretta kynleg- ir kvistir með djúpar og seigar rætur skapgerðar í ættmold- inni. Reginvaldur Búason er eins og kjarngróður, sem hefir verið falinn, en ekki kæfður, í sandi, og fær skyndilega lífsafl og vaxtarmöguleika. Guðmundi Daníelssyni er ó- venjulega létt um að segja frá, og söguefni hefir hann nóg. Yf- irleitt er stíll hans og frásögn greið og þjáningalaus. En sem dæmi um þjáningastíl mætti nefna þessa setningu á bls. 163: „Fátt kemur nær hjarta hins næma skynjanda heldur en stórveðursdagur á mýrunum; fátt er jafnsterkt og einlægt í tjáningu sinni.“ Guðmundur er nú skólastjóri á Suðureyri í Súgandafirði, litlu og kyrrlátu sjávarþorpi, þar sem flestir vinna hörðum höndum alla ársins daga. í þessum kyrr- láta dvalarstað hefir Guðmundi orðið svo mikið úr frístundum sínum, að hann hefir lokið við myndarlega skáldsögu í hverri haustkauptíð að undanförnu. Sumir halda því fram, að svona mikil framleiðsla hljóti að hafa slæm áhrif á vandvirkni höf- undarins, en það virðist þó ekki sannast af reynslunni. Hitt mun sönnu nær, að hann noti frí- stundir sínar vel. Þeir, sem lesið hafa síðustu bækur Guðmundar, munu ekki láta þær næstu fara fram hjá ^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.