Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1941næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Vísir - 24.09.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 24.09.1941, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðiaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri 1 Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 24. september 1941. 218. tbl. Áformað að vopna öll amerisk flutn- ing;aski]>. Pink Star, sem sökkt var á leið til Islands, var vopnað Roo§evelt legrgur tillögrnr fyrir þjöðþingrið þá ogr þegrar. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun Líkur eru til, að næstu daga leggi Roosevelt fyrir þjóðþingið tillögur um hinar róttækustu breyt- ingu á hlutleysislögunum, a. m. k. í þá átt, að ekkert verði lengur því til fyrirstöðu, að öll amerísk flutningaskip verði vopnuð. En vel getur verið, — þótt forsetinn vildi ekkert um það segja, er hann ræddi við blaðamenn í gær, að hann fari fram á, að hlutleysislög- in verði felld úr gildi. Athyglisvert er, að Knox flota- málaráðherra, sem flutti ræðu í gær kraf ðist þess, að 1) hlutleysislögin yrðu felld úr gildi, og 2) að ameríski herinn yrði sendur þangað, sem þörf er fyrir hann, hvort sem það er innan vébanda Vesturálfu eða til landa í öðrum heimsálfum. Það er ekki nokkur efi, að það mun hraða því, að skriður komizt á það, að hlutleysislögin verði tekin til nýrra meðferðar, að flutningaskipinu Pink Star var sökkt. Roosevelt skýrði frá því í gær, að Pink Star hefði verið vopn- að, og Panamastjórn mundi hafa til athugunar að vopna öll þau skip, sem skrásett hafa verið í Panama og sigla undir Pan- amailagginu. Roosevelt ræddi og nauðsyn þess, að amrísk flutningaskip væri vopnuð, og menn .búast við, að þjóðþingið taki ákvörðun í málinu mjög bráðlega. Talið er víst, að aðrar Vesturálfuþjóðir muni fara að dæmi Bandaríkjanna og bráð- lega verði hafizt handa um að vopna öll skip Vesturálfuþjóðanna. Aðvörun Maisky. Rixssap munu berjasí áfram af sama kappi — en þeir þurfa liergögn og margt annað til þess að geta bar— izt áfram* Sigurður Nordal prófessor flytur ræðu í háskólanum um Snorra Sturluson. »British Councilu gefur Landsbókasafninu um 100 bækur. Landsbókasafninu hefir í sumar borizt falleg bókagjöf frá British Council í Lundúnum. Þetta brezka ráð var stofnað 1934. Það nefndist upphaflega British Council for Relations with other Countries, en er nú aðeins kallað, British Council. Forseti þess árin 1937 til febrúar 1941 var Lloyd of Dolobran lávarður og vann hann mjög að .eflingu þess. Það er nú kunnugt, að eim- skipið Pink Star var á leið til Is- lands (eða Bretlands um Island í skipalest), er því var sökkt, og munu kanadisk herakip hafa fylgt flota þeim, sem Pink Star var í. Skipinu var sökkt 275 sjó- mílum norðaustur af Farewell- höfða á Grænlandi. Lundúnaútvarpið hefir skýrt ,frá því, að 23 menn, sem á skip- inu voru, hafi verið fluttir á land á íslandi. Cordell Hull, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefir lýst yfir, að hann sé sannfærður um, að Bandaríkjaflotinn sé þess megnugur, að ráða niðurlögum hvaða árásarskips möndulveld- anna sem er. Þjóðverjar hafa endurtekið þær aðvaranir sínar, að þeir muni nota hvert tækifæri, til þess að sökkva skipum, sem flytja hernaðarnauðsynjar, sem eiga að fara til Bretlands, og barst fregn í þessa átt frá Berlín, skömmu eftir að kunnugt varð, að amerísk herskip væri að leita að árásarskipinu eða kafbátn- um, sem sökkti Pink Star, á stóru svæði.1 BRETAR VERÐA AÐ FÁ MEIRI MATVÆLI. Það er lögð mikil áherzla á það í Bandaríkjunum, að Bret- ar verði að fá meiri matvæli. Það hefir að vísu margt verið um það sagt, að matvælabirgðir séu miklar fyrir hendi af ýms- um tegundum, en það verður að auka þessar birgðir sem mest, því að það gengur upp og niður í Atlantshafsstyrjöldinni, og það verður að gera ráð fyrir því, að Þjóðverjar hefji nýja og harð- ari sókn en nokkuru sinni í or- ustunni um Atlantshafið, og kann þá mörg fleytan að farast. Enginn, sem um þetta hefir rætt, hefir verið eins berorður og Wickard, landbúnaðarráð- herra Bandaríkjanna. Hann sagði berum orðum í gær, að Bandaríkin yrði að vera bú- in að koma til Bretlands matvælabirgðum fyrir milljón dollara, en ef það yrði ekki gert, gæti það munað því, að Bretar töp- uðu stýrjöldinni. SJÖ MÁNUÞUM Á UNDAN ÁÆTLUN. Nýju 35.000 smálesta orustu- skiip var hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum í gær. Það var orustuskipið Massachussetts, sem mun vera fullkomnasta or- ustuskip, sem nú er á floti. Skip- inu var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöð í Massachusetts- ríki, og við það tækifæri var það, sem Knox flutti ræðu þá, sem að var vikið hér að framan. Orustuskipinu Massachusetts var hleypt af stokkunum 7 mánuðum á undan áætlun, og má af þessu marka, af hverju kappi Bandaríkin vinna til þess að koma sér upp tveggja hafa flotanum. Maisky sendiherra Rússa i London flutti ræðu í gær og liorfðist djarft í augu við stað- reyndirnar. Hann sagði, að Þjóðverar liefði beðið mikið manntjón — einn þriðji hluti þýzka hersins væri úr sögunni í bili, — en — sagði Maisky — manntjón vort er einnig gífur- legt, og það sem verra er, vér höfum orðið að láta mikið land- svæði i hendur óvinanna, þar sem mildlvægar námur eru og inðaður. Reiðið yður ekki um of á, að bleyturnar og snjórinn stöðvi Þjóðverja. Þeir eru enn mikils megnugir liernaðarlega og lýðræðisþjóðirnar verða nú að lijálpa Rússum með því að senda þeim sem mest af flugvél- um, skriðdrekum og öðrum hergögnum. Rússar munu herj- ast áfram af sama kappi og dugnaði og hingað til, en allar frelsisunnandi þjóðir verða að veita þeim aðstoð. RÚSSAR REYNA AÐ BJARGA KHARKOV. Rússar hafa gert mikil gagn- áhlaup í því augnamiði, að reyna að hjarga Kharkow og iðnaðar- héruðunum i Austur-Ukrainu. Lozosky sagði í Moskvu í gær, að það væri út í bláinn, er Þjóð- vérjar héldi því fram, að 4 rúss- neskir lierir væri innikyóaðir fyrir austan Kiev. Zokolovsky, rússneskur her- foringi á miðvígstöðvunum, skýrði frá þvi í gær, að Þjóð- verjar væri að grafa skotgrafir á 100 mílna svæði á miðvíg- stöðvunum. Rússar eru nú í um Háværar raddir um að Bandarík- in fari í stríðið. London í morgun. Blöðin í New York styðja ein- dregið þær tillögur, að amerísk flutningaskip verði vopnuð, eu Bandaríkjastjórn vinnur nú að undirbúningi í þá átt. Sum blöð- in krefjast þess, að Bandaríkin séu ekki að draga það lengur, að fara í stríðið, og liíð sama kemur fram í ávörpum, sem hlöðin birta og ræðum, merkra manna, svo sem forseta Har- vardháskóla. Einangrunarstefnumenn gera nú harða hríð að Roosevelt, og sagði Clark öldungadeildarþing- maður að harðasta orustan, sem Roosevelt liefðiáttí, stæðinúfyr- ir dyrum, þ. e. er þingið tekur lil meðferðar kröfuna um það, að flutníngaskipin verði vöpnuð. 40 km. fjarlægð frá Smolensk. Á Osel er enn barist af mikilli heift og hafa Þjóðverjar heðið gífurlegt manntjón við að ná eyjunni á sitt vald. Hervæðing 400 000 manna í ðúlgaríu. Hætt við að Búlgarir og Tyrkir flækist inn í styrjöldina. von Papen, sendiherra Þjóð- verja i Ankara kom til Istambul í gær. Hann er á leið til Ankara til þess að taka aftur við starfi sínu. Undanfarnar 3 vikur hefir von Papen verið á ferðalagi og hefir hann rætt við Hitler á víg- stöðvunum og á leiðinni til Ist- ambul kom hann við í Sofia. Það er talið líklegt í Ankara og London, að Þjóðverjar muni nú herða kröfurnar við Bulgari og krefjast þátttöku þeirra í styrjöldinni. Frá Búlgaríu her- ast fregniP um, að verið sé að kalla í herinn 400.000 manna lið og sennilega verður allur búlg- arski herinn kvaddur til vopna. Einnig búast menn við, að von Papen herði nú kröfurnar við Tyrki og ef Tyrkir láta sig elcki, verður sameinuðum þýzk- börskum her beint gegn Jjeim. Þjóðverjar hafa dregið að sér mikinn skipafjölda i Burgas og Varna, hafnarborgum Búlgar- íu, og er talið að miklir lið- flutningar muni brátt fara fram, sennilega til Krímskagans. En aðstaðan er að ýmsu erfið. Odessa er enn á valdi Rússa og Svartahafsfloli jjeirra öflugur. Mesta farþegaskip Rúmeníu sem Þjóðv. liöfðu búið vopnum, og ætluðu að nota sem árásar- skip, liggur nú í þurkví í Kon- stanza, eftír þá útreið sem það fékk í viðureign við rússneskan kafþát. Bamavinafél. Sumargjöf. Dagheimili og leikskóli fyrir ung- börn tekur til starfa í byrjun næsta mánaÍSar. Sjá augl. Bæjarráð hefir samþykkt að ráða Guttorm Erlendsson, lögfræðing, endurskoð- anda reikninga bæjarins og bæjar- fyrirtækja frá næstu áramótum. Næturlæknir. María Hallgrímsdóttir, Grundar- stig 17, sími 4384. Næturverðir í Ingólfs apóteki og Laugavegs apó- teki. Forseti þess er nú Sir Mal- colm Robertson. Ráðið var við- urkennd þjóðstofnun 1940. Fé til framkvæmda fær það með frjálsum tillögum, gjöfum og styrk frá ríkisstórninni. Mark- mið ráðsins er: að auka þekk- ingu á Bretlandi hinu ntikla og efla menningarsambönd þess við aðrar þóðir, gæða skilning þeirra á hinni brezku þóð, lífs- skoðun hennar og lifnaðarhátt- um og stuðla að miðlun þekk- ingar, hugmynda og uppgötvun- ar. — Aðferðirnar til þess að ná þessu markmiði eru: 1. Að styða að námi ensku og enskra bókmennta erlendis, t. d. með sendikennurum. 2. Að styðja stúdenta, er stunda nám i Englandi. 3. Að styðja bókasöfn með bókagjöfum o. s. frv., þvi að bækur glæða skilninginn. Visir hafði tal af ísak Jóns* syní, kennara, sem er formaður félagsins, og spurði liann um þessí húsakaup félagsins. ísak kvað aldrei hafa verið meiri þörf en nú, að félagið færði út kvíarnar. Vegna þess hversu húsnæðisekla er nú mik- il, margir hefði lélegra liúsnæði en æskilegt væri, er bráðnauð- synlegt að það fólk, sem þann- ig er ástatt fyrir, geti liaft börn sín annarsstaðar sem lengstan tíma hvern sólarhring. Þá er það heldur ekki svo lítill léttir fyrir húsmæður, sem eklci liafa neina hjálp við hússtörf, að geta komið börnum sínum fyrir mest- 4. Að hafa lista- og iðnsýn- ingar. 5. Að taka á móti gestum, er heimsækja England, t. d. blaða- mönnum. Bókagjöfina til Landsbóka- stafnsins völdu þeir í sarnein- ingu Cyril Jackson sendikenn- ari og Guðm. Finnbpgasön landsbókavörður og tóku þá i þetta sinn sérstaklega það, sem Landsbókasafnið vantaði af verkum helztu enskra ljóð- skálda og leikritaskálda á 19. og 20. öld. Eru það 48 bindi ljóða, 45 bindi leikrita og loks nokkrar aðrar bækur: greinar (essays), bréf, æfisögur o. s. frv. Eru nú þessar bækur til sýnis og útláns á útlánssal Landsókasafnsins og verður eflaust handagangur um þær. an annatima dagsins og losna þannig við að hugsa um þau. ísak sagði blaðinu, að starf- semin í hinum nýju húsakynn- um félagsins yrði þrennskonar. Þar verður fyrst og fremst dag- heimili, svo og leikskóli (Kind- ergarten) og loks vöggustofa, sem er nýjung í starfi félagsins. Dagheimilið — fyrir 3—7 ára börn — á að taka 40—50 börn, og verða þau þar allan daginn. Leikskólinn verður hafður i 2 deildum, fyrir hádegi og eflir hádegi. Börnin í leikskólanum verða á aldrinum 3%—-6 ára og verða rúmlega 20 i hvorri deild, Framli. á 2. síðu. Sumargjöf festir kaup á húsi í Miðbænum. »Það markar tímamót í sögu félagsinsfl ■Dirnavinaíelagið Suma^gjöf festi i gær kaup á hús- *** eigninni Tjarnargötu 33, sem var eign Lárusar Fjeldsteds, liæstaréttarmálaflutningsmanns. Ætlar fé- lagið að halda uppi starfsemi í vetur, sem verður haf- in i byrjun næsta mánaðar. i

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 218. tölublað (24.09.1941)
https://timarit.is/issue/78885

Tengja á þessa síðu: 1
https://timarit.is/page/1151898

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

218. tölublað (24.09.1941)

Aðgerðir: