Vísir - 24.09.1941, Blaðsíða 3
VISIR
/
ICennsluskrá Háskóla
Islands er nú tilbúin
Margrir nýir kcnnarar liefja starf
§emi iína við skólann i lianst.
Kennsluskrá Háskóla íslands fyrir haustmisserið 1941—'42
er nú tilbúin. Er hún miklum mun fjölbreyttari en áður fyrr,
því mörgu nýju hefir verið bætt í hana.
í Guðfræðideild og Lækna-
deild starfa sömu kennarar og
áður. Lagadeild hefir verið
hreytt mjög mikið. Nefnist hún
nú Laga- og hagfræðideild. Er
þar slegið safnan í eina deild
lögfræði, hagfræði og viðskipta-
fræði. En eins og mönnum er
kunnugt, var þessi breyting
staðfest á síðasta þingi. Var hinn
svokallaði Viðskiptaháskóli inn-
limaður í Háskólann og enn
fremur var bætt við einni grein,
liagfræðinni. Þeir nýir kennar-
ar, sem starfa við þessa deild,
eru Gylfi Þ. Gíslason, sem ný-
verið var skipaður dósent,
cand. polií. Ölafur Björnsson,
Steinþór Sigurðsson, stjörnu-
fræðingur, cand, act, Guðþuind-
Ur Guðmundssón, Cyril Jacksón,
sendikennari, Ingvar Brynjólfs-
son, Lic.és. letters. Magnús G.
Jónsson, hrm. Theodór B. Lín-
dal og Þorsteinn Bjarnason.
. I heimspekideild hefir enn
fremur verið bætt nokkrum,
kennurum; eru þeir: cand. mag.
Björn Guðfinnsson, sem er ráð-
inn lektor í nútiðarmáli og hag-
nýtri íslenzku kennslu, Cyril
Jackson sendikennari, Frau Dr.
Irmgard Kroner, fil. mag. Anna
Z. Osterman, Dr. Símon Jóh.
Ágústsson, Þórhallur Þorgilsson
og Hallgrímur Helgason tón-
skáld. Verkfræðideildin, sú sem
sett var á laggirnar i fyrra haust,
heldixr áfram með sama fyrir-
komulagi og áður og sömu
kennurum, nema Guðm. Kjart-
ansson stjörnufræðingur hætist
við. Fyrir utan þetta hefst
kennsla í leikfimi og sundi, eins
og fyrr hefir verið frá skýrt hér
í blaðinu. Verða allir nýir skrá-
settir stúdentar skyldaðir til
þess að stunda þessar íþrótta-
greinar fyrstu 4 misserin. Bene-
dikt Jakobsson verður kennari
i þessari grein.
Hljómleikar verða haldnir í
hátíðasal Háskólans fimm sinn-
um í vetur, fyrir kennara og
stúdenta. Flutt verða meðal ann-
ars eftirfarandi tónverk:
Beethoven: Sónata í C-molI.
Mozart: Sónata i F-dúr.
Ravel: Sónata.
Carl Nielsen: Variationer.
Corelli: La Folia.
Hallgr. Helgason: Tilbrigði
fyrir fiðlu og píanó.
Hándel-Raclilew: Passacaglia.
Lalo: Synphonie erspagnoli.
Desemhei'-hljómleikar verða
lielgaðir Mozart í tilefni 150 ára
dánardægurs hans. Janúar-
hljómleikar verða helgaðir nor-
rænum tónverkum, og muu
ungfrú Guðrún Þorsteinsdóttir
syngja lög eftir Sibelius, Nielsen
og Grieg. Þeir félagar, Árni
Kristjánsson (flygill) og Björn
Ólafsson (fiðla) munu annasí
þessa hljómleika.
Fluttir verða ýmsir fyrirlestr-
ar fyrir almenning i hátíðasaln-
um. Eru þeir sem hér segir:
1. Prófessor Árni Pálsson:
Sjálfstæðisbarátta Islendinga
i upphafi 14. aldar, sunnu-
daginn 1. nóv. kl. 2—-3.
2. Sigurður Guðmundsson,
skólameistari: Jónas Hall-
grímsson, sunnudaginn 16.
nóv. kl. 2—3.
3. Próf. Jón Steffensen: Þórs-
dælir liinir fornu, sunnudag-
inn,14. desember kl. 2—3.
4. DósentSigurður Einarsson:
Kristileg messa, þróun lienn-
, ar í höfuðdeildum kirkjunn-
ar, sunuudaginn 4. jan. kl. 2
—3.
5. Prófessor, dr. Guðmundur
Finnbogason landsbólcavörð-
ur: Ást, sunnudaginn 13. jan.
kl. 2—3.
6. Prófessor ísleifur Árnason:
Afbrot og refsing, sunnud. 1.
febrúar ld. 2—3.
7. Prófessor, dr. Alexander Jó-
hannesson: Hvernig lærði
frummaðurinn að tala?
sunnudaginn 22. febr. kl. 2
—3.
8. Prófessor Jón Hj. Sigurðs-
son: Framfarir og breytingar
í lyflæknisfræði síðustu 30—
40 ár, sunnud. 8. marz kl. 2
—3.
9. Cand. jur. Gunnar Thorodd-
sen: Um málfrelsi og meið-
yrði; sunnudaginn 22. marz
kl. 2—3.
10. Prófessor Ásmundur Guð-
mundsson: Skírdagskvöld,
-skírdag 2. april kl. 2—3.
Bókarfregn.
Samtíð og k saga. Nokkrir
háskólafyrirlestrar. I. —
Reykjavík 1941. ísafoldar-
prentsmiðja h.f. 184 bls. í
stóru átta blaða broti.
Það hefir oft verið kvartað
undan því, að háskóli vor væri
ekki alþýðlegur. Það er nokkuð
til í því. Hann lokar um of að
sér og gerir leiðina inn fyrir sina
þröskulda of þrönga, en leiðina
út sennilega fullvíða. Hinsvegar
má auðvitað ekki gera hann að
lýðháskóla, að þeim ólöstuðum,
eða að einhverju, sem enn miklu
síður skyldi, eins og sumir sýn-
ast hafa tilhneigingu til að gera;
þetta kemur }>ó ekki þessu máli
við. Það hefir og með réttu verið
kvartað undan því, að liann ein-
skorðaði sig um of við embætt-
ismahnakennslu, en sinnti vis-
indastörfum annars vegar, en
alþýðufræðslu hins vegar of lít-
ið. Þar hefir háskólinn þó haft
gilda afsökun, þvi húsnæði það,
sem hann til skamms tima hef-
ir búið við, hefir verið örðugur
tálmi. Það hefir þá ekki heldur
staðið á því, eftir að komið var
í nýju hibýlin, að háskólinn hafi
reynt að ráða bót á þessu. Hinar
ýmsu fræðistofnanir, sem við
hann eru tengdar, vinna nú við
þau skilyrði, að þeim er unnt
að inna vísindastörf af hendi,
skólinn hefir teygt sig yfir fleiri
fræðisvið en áður, en er þó
sennilega betra að gera ekki
meira að því fyrst um sinn,
heldur leggja aðaláherzlu á það,
að kennsla og afköst hverrar
deildar verði eins fullkomin og
hægt er.Þá hefirliáskólinnopuað
salarkynni sín fyrir hljómlist-
inni, og ætti endirinn auðvitað
að verða sá, að tónlistarskólinn,
sem nú er hornreka, verði há-
skóladeild. Loks hefir sá ágæti
siður verið tekinn upp á síðasta
ári, að háskólakennarar flyttu
noklíra fyrirlestra árlega fyrir
almenning, hver úr sinni grein.
Það eru sex þessara fyrirlestra,
sem hér Jnrtast, auk tveggja há-
skójahátíðarfyrirlestra.
Fyrirlestrar þessir fjalla um
siðfræði, lögfræði og réttarsögu,
læknisfræði, kirkjusögu og al-
menna sögu, en höfundarnir eru
prófessorarnir Ágúst H Bjarna-
son, Ólafur Lárusson, Niels
Dungal, Guðmundur Thorodd-
sen, Magnús Jónsson og Sigurð-
ur Nordal. ÖIl eru erindin ágæt
og fróðleg,og er gersamJega ó-
| mögulegt að gera nokkurn sam-
j anhurð á ágæti erinda um svo
ólík efni, enda mtm hvern ein-
stakan mann skorta þekkingu
til að dæma um þá alla. Sá, sém
þetta ritar, leiðir til dæmis
fyrst og fremst hest sinn
frá að dæma um læknisfræði-
fyrirlestrana, en þeir eru ákaf-
lega fróðlegir, að minnsta kosti
fyrir þann, sem ekkert kann,
og skipulegir; sérstaklega nýtur
annar þeirra sin prýðilega sem
ritgérð, en sama verður ekki
sagt um hami, þegar liann var
fluttur, því það var gert með
þeim hætti, að hann fór úr reip-
unum; þeim, sem ekki er gefin
eðlileg málsnilld, og svo er um
ýmsa ágæta menn, verða að
venja sig á það, þegar þeir tala,
að þræða handrit sitt skilmála-
laust, annars ldýtur hér um hil
alltaf að fara ver. Af fyrirlbstr-
um prófessors Ágústs þykir mér
erindið um verðmæti mannlegs
hfs vera með sérstökum ágæt-
um, af fyrirlestrum próf. Ólafs
þykir mér erindið um hefndir
skemmlilegra en hitt, sennilega
af því, að eg er þvi efni liand-
gengnari en hinu. Erindi síra
Magnúsar er fyrirtakstilraun til
þess að leiðrétta skcðun manna
á Guðmundi góða, sem fram að
þessu hefír verið mjög ranglega
dæmdur, hæði af mér og öðr-
um; og þó Guðmundur sé fjarri
því að vera fullafgreiddur í ei’-
indinu, er það ágæt byrjun, og
athugun síra Magnúsar um
hugsanlegt samhand milli lífs-
skoðana og lífstakmarks Guð-
mundar og Bernliards af Clair-
vaux og Frans frá Assisi er glæ-
ný og einkar sennileg; hinsvegar
liefði það verið til skilnings-
auka, ef gleggri grein liefði verið
gerð fyrir forum externum og
forum internum i dómsvaldi
kirkjunnar og eins fyrir því, að
deilunni um gildi guðs laga og
manna olli ólíkur skilningur
leikmanna og lclerka á því, hvað
guðs lög væru; klerkar töldu
það vera korpus juris canonici
með þeim viðbótum, sem hann
jafnóðum fékk, en leikmenn
töklu þau liins vegar vera parti-
cularétt kirkjunnar eins og
liann var á hverjum stað. Erindi
Sigurðar próf. Nordal er merki-
leg tilraun til þess að baéta úr
hlutdrægni í garð Gunnhildar
konungamóður, þó ekki sé það
orð nefnt, sem gætir í fornum
sögum. Er gott að slíku sé
hreyft, því • vafalaust eru forn-
sögur vorar yfir höfuð mjög
hlutdrægar, eins og forn sagnrit
annarra þjóða; handbragð höf.
er með sömu ágætum liér sem
annarsstaðar.
Það er mjög vel ráðið að
prenta þessi erindi, því fæstir
landsmanna áttu kost á að heyra
þau. 1 vetur verður áframhald
á þessari fyrirlestrastarfsemi,
og í forinála ritsins er lofað
framhaldi á útgáfu fyrirlestr-
anna, en allt er það stórþakka-
vert.
Guðbr. Jónsson.
Ljósaperur
Niðursuðuglös
og margt fleira
nýkomið.
Sólvallag. 9. — Sími 2420.
Skiltamálari
ÓSKAST STRAX.
SKILTAGERÐIN,
Aug. Hákansson,
Hverfisgötu 41. Sími 4896.
Dagheimili
fyrir börn 4—6 ára
starfrækir
Bryndís Zoega í vetur.
Byrjar eftir mánaðamót-
in. Uppl. í sírna 3626,
milli 11 og 12 og 4—5
daglega.
Utanbords-
mótop
5—6 hestafla, sem nýr til
sölu, með sérstöku tækifæris
verði. A. v. á.
Stúlka
sem getur annast hréfaskriftir á ensku og íslenzku, óskast strax
til heildverzlunar hér í bænum. Umsókn, merkt: „Bréfritari“
sendist afgr. Vísis.
Slálí iiljjiiir
Mnrikeiðar
FYRIRLIGGJANDI.
Vcrzlnu B. H. B|arna§on
Tilkynning
frái ríkisstjórninni.
Samkvæmt ósk brezku hernaðaryfirvaldanna tilkynnist hér-
með að ferðaskírteini skipa 10—75 smálestir, sem. um ræðir í
tilkynningu ríkisstjórnarinnar, dags. 7. marz og 5. september
1941, verða afgreidd sem hér segir:
I Reykjavík hjá brezka aðalkonsúlnum.
Á Akureyri hjá brezka vice-konsúlnum.
í Vestmannaeyjum hjá brezku hernaðaryfirvöldunum.
Á Seyðisfirði hjá brezku flotastjórninni.
Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 23. september 1941.
OOQOQQQOQOQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQOOQC
$ %
í?
«
Magnús Benjaminsson & Co. fserir ahiðarþakkir
vinum og viðskiptamönnum fyrir htýjar kveðjur og
heillaóskir tit félagsins á 60 ára starfsafmæli Magn-
úsar Benjamínssonar, úrsmíðameistara, og sérstakar
þakkir færum vér ötlum þeim, sem vottuðu honum
og konu hans virðingu á þessum minningardegi.
OOOQQQQQQQQQQQQQQQQQQCQQQCQQOQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQC
Fer mingarkj ólaef ni.
ULLARTAU í mörgum fallegum litum.
SILKI í eftirmiðdags- og kvöldkjóla.
CHEVIOT í drengjaföt.
NÆRFATASATIN og margt fleira.
¥erzlnnin Suót Ve§tnrgötn VS
Bókhaldara
stúlku eða karlmann, vantar í nágrenni bæjariins. Hátt kaup.
Þægilegur vinnutími. Getur haft frí tvo daga vikunnár. Til-
boð, merkt: „Bókhald“ sendist afgr. Vísis.
FOREiMIIV'Cí EW
MMEBROCi
••
I Anledning af H. M. Kongens Födselsdag d. 26. ds. afholder
Foreningen Fest i TÍieatersalen i Iðnó Kl. 20,30 pr.
Alle Danskere velkommen.
BESTYRELSEN.
Gód matreidslukona
\ *1 * óskast 1. október.
HÁTT KAUP.
Skíðaskálinn, Hveradölum.
Grammofónplötur.
Mikið úrval af orkestur plötum.
Nýtízku dansplötur.
Klassiskar plötur.
Komið á meðan nógu er úr að velja.
HLJíéBFÆBiHIÓSIÐ.
Krakkar
Duglegír og átbyggilegír
óskast til aö bera blaðið
til kaupenda
Dagblaðið VISIK
fe
Tilboð óskast
í Hvalveiðastöð vora á Suðureyri
við Tálknaf jörð. Meðal mannvirkja eru ibúðar- og
skrifstofuhús, með vistamærum fyrir um 50 verka-
menn. Vörugeymsluhús, bræðsluhús með bræðsluker-
um, ketilhús með gufukatli, smiðja, vatnsgeymir og
vatnsleiðsla, hafskipabryggja, þrýstibræðslukatlar,
hvaladráttarbraut, hvalskurðaplan og kjötþurrkplan,
auk ýmislegs annars útbúnaðar til hvalveiða.
Frekari upplýsingar á skrifstofu vorri.
H.f. Kópnr
Tryggvagötu 28.
Sími 2201 og 3111.