Morgunblaðið - 29.01.1920, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.1920, Blaðsíða 1
7. árg., 69 tbl Firatudag 29. janúar 1920 Isaloldarprentsmiðja _____ GAMLA BIO — Kappreið um ást Sketntilegar og velleikinn sjón- leikur í J þáttum, eftir Nat Goulds sögu »A Gamble for lovec. Aðalhlutv. leikur Violet Hopson, fræg og falleg ameiisk leikkona sem ekki hefir sést hér áður. Sýning í kvöld kl. 9 Nýkomið: ELLAMS FJÖLRITARAB (Duplikators til að margfalda með hand- og vélritun, reu nú komnir aftur — Sömuleiðis alt þeim tilheyrandi, svo sem vax-pappír, blek og af- ritapappír. G. EIRÍKSS, Reykjavík. Einkasali á Islandi. Bajarstjómar- koaningin. Laugardagurinn 31. jan. verður ’ciirn af tilbreytingardögum þessa j bæjar. Þá á að kjósa 6 rnenn í \ tæjarstjórn. Þótt undarlegt megi virðast, 'þá er þó svo að sjá, sem ýmsir sækist heldur eftir því að vera í bæjarstjórn Reykjavíkur. fyrir það star; er ekkert gotdið, nema ónot og vanþakklæti. Bæjar- stjórnarstarfið er all tímafrekt og því nauðsynlegt, að þeir, sem hnoss- ið hljóta, hafi töluverðan tíma af- j gangs, sem þeir geta varið til' starf-1 ans. Bæjarstjórnin þarf að ráða j fram úr mörgum vandamálnm, og því er nauðsynlegt, að í hana velj- ,ist starfhæfir menn, sem kunnugir eru högum bæjarins. Þeir, -sem nú fara úr bæjarstjórn- inni og kjósa á fyrir, eru þessir: Bríet Bjarnhéðinsdóttir Benedikt Sveinsson Óiafur Friðriksson Sighvatur Bjarnason Sigurður Jónsson Jörundur Brynjólfsson Listar c-ru frarn komnir 2 og ■eru þessir á þeim: Frá Sj'álfstjórn með 6 mönnum á. Eru það þessir: Sigurður Jónsson, kennari, Pétur Halldórsson, bóksali, Páll H. Gíslason, kaupm., Þóiður Bjarnason, stórkaupm., Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustj Sveinn Hjartarson, bakari. Frá A'lþýðuflokknuru. Á honum ern þessir: Ólafur Friðriksson, ritstjóri, Jónína Jónatansdóttir, frú, Kjartan Ólafsson, steinsmiður, og • lallbjörn Halldórsson, prentari. Éinhverjir eru óánægðir með báða þessa lista, því að mælt er, að von JBeiRfdlag dteyRjaviRur: Sigurður Braa eftir Jofjcrn Bojer verður leikinn i Iðnó föstudaginn 30. þ. m. kl. 8 síðd. Aðg.m. seldir í Iðnó í d»g og á morgnn. ugt hverjir að þeim lista standa né héldur hverir verða muni á honnm. Einungis tveir þeirra, sem úr hæj arstjórninni ganga, eru á listum þeim, sem enn eru fram komnir, þeir Sigurður Jónsson og Ólafur Friðrikssön Bendir þetta í þá átt, að ekki muni þeir, sem iir hæjarstjórn fara hafa verið mjög ginkeyptir í-aðkom ast þangað aftur, nema þá að ein- liverjum þeirra skjóti upp á nýj- i’in lista. Getur hér verið um þrjá að tefla: Sighvat Bjarnason, hankastjóra, Benedikt Sveinsson, bankastjóra og frú Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Listi Alþýðuflokksins sýnir það, að forkólfar þess flokks muni eigi vera mjög trúaðir á fylgi sitt hér í bænum, þeir setja aðeins 4 menn á lista sinn. Enda hafa Alþin'gis- kosningarnar síðustu fært þeim heim sanninn um það, að Reykvík- ingar eru mannvandari en for- sprakkar Alþýðuflokksins liugðu þá. En eigi hafa forvígismenn Al- þýðuflokksins lært nóg af hrakför- um sínum í kosningunum síðustu til Alþingis. Þá var Ólafur Friðriks- son í kjöri af þeirra hendi. Ekki er að efa, að þeir hafa ])á átt mörg- um hæfari mönnmn á að skipa. Ólafur hefir þá ;sótt fast að verða í kjöri, og það var eftir honum látið Fn nú, eftir að fylgisleysi Ólafs cr kunnugt orðið af Alþingiskosn- ingnnum, hefði mátt ætla að flokk- urinn hefði leitað sér manns til að vera efstur á listanum og fundið þann, er vænta hefði mátt meira íylgis, en Ólafur hefir. „Án er ilt gengi, nema beiman ln fi.“ Flokkur Ólafs verður ennþá í.ð þola það, að Olafi sé tildrað efst- 1 m á listann. Ólafur hefir verið um bríð í bæjarstjórn. Enginn befir orðið þess var, að hann hafi gert þar neitt gagn, enda fáir 'búist, við því. Hann hefir að visu sótt fundi bæjarstjórnar, en liðið að honum hefir þar ekki orðið stórum annað en ])að, að hann hefir tafið fundi með málæði sínu. Hefir að sögn stundum kveðið svo mikið að því, að fundarstjóri hefir tekið af hon- um „orðið“. í nefndum hefir Ólaf- m lítt starfað, eftir því sem kunn- ugir menn segja. Sjaldnast komið á fundi þá stundvíslega og eigi talið sig hafa, tima til að sitja á þeim til enda. Ekki svo að skilja að nokkur hefir búist við því, að mikið lið vrði að honum. Og sjálfsagt slysast hann nú aft- ur inn í bæjarstjórnina. Hann er efstur á lista — illu heilli — fyrir flokkinn. Um hina, sem á þeim lista eru, verður fátt sagt. Frúin, sem þar er, talar hátt á fundum og hefir sjálf- sagt áhuga á málefnum flokks síns. En um gagnsemi hennar í bæjar- stjórn verður livorki sagt af'né á. Hinir (Kjartan Ólafsson steinsmið- ur og Hail'bjöm Halldórsson prent- ari) eru eflaust góðir og gildir menn hvor í sinni grein, og því lík- urnar fyrirfram fyrir því að þeir rnuni betur reynast en Ólafur Frið- riksson. Það væri fjarstæða að hafa á móti því, að menn úr flokki verka- manna ;skipi sæti í bæjarstjórninni. En Ólafur Friðriksson er ekki rétti maðurinn þangað af þeirra hendi Hann er sjálfsagt nokkuð dugleg- ur „agitator" á sína vísu en hann dugir ekki til þess að vera í bæjar- st jórn. Flökkurinn á að senda þang- að beztu menn sína, gætna menn og skynsama, sem kunnugir eru hög- um stéttarbræðra sinna. Flokkur- inn á vafalaust nóga slíka menn, r.óg' af sæmiiegum fulltrúaefuum. Það væri einungis hagur að því að hafa nokkra slíka menn í hæj- arstjórn. Þeir eru kumiugri ýmsu því, er verkamenn varðar, en aðr- ir, og ætti það að geta komið að góðu ha'ldi í bæjarstjórninni. Á lista Sjálfstjórnar ern yfirleitt menn, s'em hæfa má telja til að sitja í bæjarstjóm. Sigurður kenn- ari Jónsson hefir nú verið þar alT- lengi. Er hann orðinn manna kunn- ugastur málum bæjarins og hefir haft á hendi ýms trúnaðarstörf fyrir bæinn, og leyst þan vel af hendi, eiins og önnur -störf, sem hann hefir að sér tekið. Hinir, sem á lista Sjál'fstjórn- ar eru, eru allir duglegir og hag- sýnir menn í þeim störfum, er þeir bafa haft með höndum. Sérstaklega mundi bæjarstjórninni ekki vera vanþörf á ])ví, að fá í sinn hóp mann eins og Þorstein Þorsteins- sou hagstofustjóra, sem all'raf manna er kunnugastur fjármálefn- um þessa lands og þessa bæjar. Ank þess er hann alkunnur að sam- vizkusemi og vandvirkni. sé a þriðja listanum. Eigi er kunn- ha.fi séð eftir hoiium, því að enginn Bæjarstjórnarkosningin Nýr listi, sá ])riðji, er nú íram kominn, og er hann þannig mönn- um skipaður: Gísli Þorbjarnarson, Þorst. Þorsteinsson hagstofnstj., Einar Helgason garðyrkjustjóri, Guðm.Guðmundsson,Yegamótum, Geir Sigurðsson, skipstjóri, Jón Magnússon, frá Skuld. Yitanlega er þetta sprengingar- iisti. En kjósendur láta áreiðanlega ekki blekkja sig. — Hátt reiknað fær listinn 50 atkvæði. -------o-------- Aldur Jóns Arasonar biskups. Hann er nú að verða mjög um- talaður meðal fræðimanna vorra. Hefir mörgum þeirra fundist hanu óeðlilegur eftir þeim vandastörf- um að dæma, sem Jón biskup fekk íá unga aldri, ef lagt væri til grund- vallar það fæðingarár hans, sem Biskupasögurnar telja vera. Nú befir Morgunblaðinu borist merkileg ritgerð um þetta efni eft- ir Klemens Jón'sson, fyrv. landrit- ara. Er það sérprentun úr Skírni. Höf. færir í þessari ritgerð mörg og mikil rö'k að því, að Jón bisk- up Arason geti ekki verið fæddur 1484. Hið rétta fæðingarár hans hljóti að vera minsta 'ko'sti alt að 10 árum fyr. Leiðir hann þetta af því hvað hann varð ungur prestur, af aldri bama hans, af sambandi hans á æskuárum við Einar ábóta ísleifsson á Munkaþverá, og fleiru. Þykir honum þetta alt benda ótví- ræðlega á, að fæðingarár hans geti ■ekki verið 1484. Klemens Jónsson er, eins og kunn •ugt er, sögufróður maður mjög og sýnir þetta ótvíræðlega live hann er handgenginn fornum ritnm vorum og nákvæmur í athugunum sínum. Er gott, að sem flestir fræðiþulir vorir bendi á hið réttasta og bezta um æfi mikilmenna vorra. En Jón biskup er áreiðanlega einn þeirra. Bæjarstjórn Vestmannaeyja Við nýafstaðnar kosningar til bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum hlutu kosningu þeir Jóh. Jósefsscn kaupm., Símon Evjólfsson og- Jón Hinriksson kaupfélagsstjóri. Tveir hinir fyrnefndu voru á lísta sjálf- stæði'sfélagsins en hinn síðastnefndi efstur á lista verkamanna. nm NÝJA BÍÓ mmmm Astarbréf drotningarinnar Gamanleikur i 3 þáttum. Henny Porten leikur drotninguna af sinni al- kunnu snild, en »M e s s t e r f é 1 a g i ð hefir tekið myndina. Hvert einasta atriði leiksins er fnlt af græskulausu gamni, sem allir hljóta að hafa yndi og ánægju af. Sýnfng kl. 8V2 og 9*/i Nýkomið: OOLUMBIA Grafofonar, plötur og nálar. — Ennfremur alMkonar varahlutir í þessi áhöld Verðið er það sama og áður. G. EIRÍKSS, Reykjavík Einkasali á íslandi. Heildverzlun P. Stefánsson, Lækjartorg 1 hefir fyrirliggjandi: Þvottasápu. ódýra en gó»a, Kex, margar tegnndir, Te (EnglÍ8h Breakfast) mjög gott Lí,iabrýni >R e d P 0 n d< hin margeftirspurffn o. m. fl. NB. Væntanlegt með næstn skipnm mikiö af Mjólk, Margarine, ensknm hnifnm og reiðtýgjnm. HREINAR LJEREPTSTUSKUR kaupir hæsta verði fsafoldarprentsmiðja. Erl. símfregnir. (Frá fréttaritara Morgunblaðsins). Khöfn 27. jan. Erzberger sýnt banatilræði. Frá Berlín er símað, að eftir yfir. heyrsluna í gær í máli þeirra Helf- feriehs og Erzbergers, hafi stúdent nokkur sýnt Erzberger banatilræði, skaut á hann með marghleypu og kom skotið í öxlina. Framsal keisarans. Hollenzku blöðin halda því fram, að hollenzka stjórnin hafi gert bandamönnum greiða með því að neita að framselja keisarann. 7 Enskar kaupstefnur verða háðar í London, Glasgow og Birmingham í febrúarmánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.