Morgunblaðið - 29.01.1920, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.1920, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fré Siberiu Róssneski rithöfundnrinn og blaðamaðurinn Vladimir Gross- mann, ritar svo alveg nýlega í „Politiken“ : — Heimurinn gerir sér algerlega ranga hugmynd um Síberíu, bæði um land og þjóð, alveg eins og hann hafði einu sinni rammskakka hug- xnynd um Rússland. 1 Síberíu eru stórar borgir og þar er ágæt bændastétt, sem hefir auk- ist stórum hin síðari árin, vegna þess að þúsundir bænda hafa flutt sig þangað frá Rússlandi til þess að skapa sér betri kjör. Og síber- iska þjóðin á marga andans menn, sem skara fram úr þeim andans mönnum. sem eru í Rússlandi. Stórtíðindi hafa gerzt í Síberíu árið sem leið. Þau byrjuðu með fullkomnum sigri yfir Bolzhewikk- um, seui mistu næstum því alla Sí- beríu og þau enduðu með fullkomn- um ósigri Koltschaks. Það er eng- inn efi á því, að þess er skamt að bíða, að nafn Koltschaks hverfi úr sögunni. Dagar hans eru taldir, en da þótt hann í nýjum yfirlýsing- um grípi dauðahaldi í lýðvalds- sv;efnuna. Nafn Koltschaks verður fyrst og íremst bundið við útrýmingarbar- áttuna gegn lýðvaldsmönnum, sem söfnuðust saman í Ufa í fyrra — cn nú eru í Vladivostock — til þess að koma á lýðvaldsstjórn í öllu Rúss'landi og berjast gegn Bolzhe- wikkum með hnúum og hnefum. Hinn 11. nóvember 1918 voru vopnahléssamningarmilliÞjóðverja og bandamanua undirskrifaðir. Hinn 18. nóvember söfnuðust sam- an í Omsk forsprakkar ýmsra vopnaðra óaldarflokka, sem voru í makki við Roltsehak og höfðu handtekið alt síberiska ráðuneytið. Fulltrúar Frakka og Breta aússu um þetta og voru því fylgjandi. Síberiska ráðuneytið (eða fram- kvæmdaráðið) var valið af öllum héraðsþingum (Semstovs) íSíberíu, öllum borgum og öllum flokkum. Án hjálpar Koltschaks hafði það tekið upp baráttuna gegn Bolzhe- wikkum og orðið vel ágengt. Sum- arið 1918 hafði því íekist að Tiá öllum austurhluta Síberíu úr klóm Bolzhewikka. 'Hreyfingin var svo öflug, að á fjórum mánuðum sótti bændaherinn 7000. kílómetra fram Og það v;rr síberiska þjóðin sjálf, sem fékk þessu áorkað og þeir, sem höfðu stjórnina á hendi, fullyrða, að bandamenn hafi ekki lagt sérhið allra minsta lið. Það var hin síber- iska „Duma“, kosin af þjóðinni sjálfri, sem stjórnaði öllu. IIúu fylgdi fram álcveðinni lýðvalds- stefnu í samræmi við fyrri bylting- una í Rússlandi og varþeirri stefnu hátíðlega lýst á hinni miklu ráð- stefnu í Ufa í september 1918. Eftir byltinguna í Omsk befst einræðisvald Koltschaks, og jafn- framt útrýmingarbarátta gegn þeim, sem fylgdu lýðvaldsstj 'rn- inni. Embættismannastéttin hveif- ur úr sögunni, en óviðráðanlegt hermanna-illþýði >og æfintýramenn kemur í hennar stað. Nokkrir af síberisku þingmönnunum eru hnept ir í fangelsi, nokkrir eru skotnir, stjórnarformennrnir Avksentiseff og Sensinoff verða að flýja land. Yfirráð hinna og þessara ólíkustu herflokka byrja. íbúarnir verða að þola hinar mestu hörmungar, morð líflát óteljandi manna, rán og rupl1. Forseti þingsins (dúmunnar) Jak- usckev, kunngerði ávarp eitt til landsmanna síðast í september s. 1., og varð í því að kannast við, að hermdarverk sumra herdeilda Koltschaks-hersins hafi farið langt fram úr því, sem Bolzhewikkar höfðu áður framið. Af þeim fregn- um, sem fengist hafa frá öðrum líindum en Síberíu um ástandið þar, hefir maður séð aðheilar sveitaborg ir með ö'llum íbúum þeirra, hafa ver io skotnar niður. Svo langt hefir þetta farið, að bændurnir hafa not- að hvert tækifæri til að vinna her Koltsehaks ógagn. Og það er áreið- anlegt, að liann reynir ekki framar að heræfa eða nota bændur, því hann veit, að þeir eru hatursmenn hans. Alt skeður þetta á meðan stjórn- irnar fullvissa þingin um það, að Koltschak sé orðinn lýðvaldsmaður og elskaður af öllurn íbúum Síberíu og þess vegna sé óhætt að treysta Válrygginga'fjelðgin SNa* d av t - BaJtsca - Ngtorial aiut&fjfc «• / - m s a I # 43 mlllióniif krónt. ísJauds-deiidÍB Troile & Rothe ta.f„ Reykjavík. uiskonai S|Ó- oc stríðsvátryggíngar á skipnm og vörnn- gegn l»-gstu iðgjðldum. Ofannefnd fieln. iafs *fhetn IslandKbanka í Reykjavlk til íevmsk hálfa millión krónnr, s ;tn tryggmpa* f,~ tytir skaðabótagreiðslum. Fljót og góð skaðabótagreiðsU öll tjón verða gerð upp hjer i staðnum og fjelög þessi hafa varnsrþing hje' RANKAMF-ÐMííiLI: ImlandHhanki. Sjóvátrvggingarfélag Islands h.f. \usturstr*t; ife Reykjavik °ósthób S74. Talsimi 542 Simuefui: Insurano 4LLBK6WA1 00 SrXIÐSVÁTX 1490 IA.I Skrifstofutími 10—4 síðd., ■ » laugardögum 10—2 síðd. Det kgl. oktr. Söassurance -Kompagni teko *ð sér allskonar sjóvátrygglnga?. Aðalumboðsmaður fyrir ísland: Eggert CIhprsbd. hœstnrpttarmálaflutningsmaður. lionum. En eftirfarandi atburður sýnir augljóst, hvernig sakir standa eystra þar. Hinir æðstu hermála- ráðunautar Koltsehaks lögðu niður störf sín vegna 'þess, að þeir sáu fyrirfram, hvernig fara mundi. Enda kom það á daginn. Osigrar Koltschaks hyrjuðu. Og nú ráða Bolzhetvikkar lögum -og lofum í Sí- beríu. En lýðvalds-sinnar og gáfu- menn Síberíu gátu ekki horft á þctta rólegir og aðgerðalausir. Vladivostock varð aðalstaður hins síberiska lýðveldis. Þar var mynd- uð stjórn fyrir Vladivostock og alt héraðið meðfram hafinu. Þá sendi Koltschak fulltrúa sinn til Vladivo- stock til þess að hegna fyrir hrot á mót.i boðum sínum. Hann bauð að varpa í fangelsi fulltrúum bæjar- ins. Fyrir hjálp Ameríku g'átu íbú- arnir bjargað sér og flúið úr landi. Strið Koltschaks á þessum innri vígstöðvum er pó ekki þar með hú- ið. Þegar Bolzhewikkar höfðu sigr- að hann, sendir hann nýjar her- deiidir til Vladivostockundirstjórn Rosonoffs herforingja, til þess að sjá um, að ekki yrði mynduð önn- or stjórn. Þá urðn margvísleg upp- hlaup í bænum, þar sem féllu her- menn af ýmsum þjóðum. Um haust- ið sendu svo bandamenn Rosaiioff ávarp þess efnis, að hann skyldi straks verða á burtu með herdeild- ir sínar úr Vladivostoek. Það skcði Stúlka vön að sauma, getur fengið atvinnu hji Andersen & Lauth, Kirkjustræti 10. Ungur hestur I góðu standi, gallalaus, óskast til kaups rú þegar. A, v. á. 17. sept. E11 5. s. 111. hafði forseti dúmunnar sent öllum landslýð á- varp, þar sem hann lýsir öllum at- burðum ársins og krefst þess jafn- framt, að mynduð verði stjórn í Vladivostock. Hann bendir á, að hmn Síheríu hafi í för með sér eyði- leggingu alls Rússlands. Hervalds- flokkurinn sé ekki megnugnr þess, að brjóta Bolzhewikka á bak aftur, aðferðir hans séu þvert á móti í samræmi við ákvarðanir og stefnu jieirra. Skortur ó rúmi veldur því, að ekki er hægt að fara ítarlegar út í þetta ávarp forsetans. En óefað i.V'Un það verða talið með merkustu skjölum stjórnarbyltingarinnar. En engin rök hjálpa, þar sem í hlut eiga flokkar þeir, er ganga í lið með her Koltschaks. Hinn 29. sept. hefir hann enn gefið Rosanoff skipun um að fraimkvæma áður gef- in boð sín. Hvað frekar hefir skeð eftir hinn síðasta höfuðósigur Kolt- schaks veit maður ekki gerla enn. Fyrir tveim vi'knm kom sú fregn di'á Vladivostock, að ný hylting hefði geisað þar, sem herflokkarnir hefðu bælt niður. Þessi fregn ’gefur í skyn, að Rosanoff hafi enn gert umfangsmiklar tilraunir til þess að kasta mönnum í fangelsi í Vladivo- stock. Það sem nú er að gerast í Síberíu mun óefað hafa xirslitaáhrif á öll viðskifti í Vestur-Rússlandi. Og eins og nú standa sakir, geta menn skilið, hvers vegna milliflokkar Sí- beríu hverfa smátt og smátt, sumir hverfa í lið með Bolzhewik'kum, aðrir til keisarasinna. ---------o-------- Loieland lávarður fínniir AmeriRn. EFTIR C. N. og A. M. WILLIAMSON. 44 Við því hafði hann ekki búist. Hvað sjálfan hann snerti, komst hann biátt að raun um það, að þetta var erf- iðara en hann bafði í fyrstu gert sér í hugarlund. Hér var fólk kröfuharðara en þegar hann og félagar hans voru að sýna smáleiki í herbúðunum. Og hér voru áhorfendur þannig, að líkaði þeim ekki það sem þeir voru að horfa á, leikrit eða leikendur, þá sögðu þeir það skýrt og skilmerkilega upp yfir alla í leikhúsinu.Ef Loveland hefði mátt leika sjálfan sig eða koma óbreytt- ur fram, þá hefði hann ef til vill haldið óskiftri athygli og aðdáun áhorfenda. En nú þurfti hann að breytast mikið, hafa hárkollu og skegg. Og því varð hann að treysta á leiklist sína eingöngu. Þegar Jaeobus minti hann á „stik- orðið“, kiknaði hann í knjáliðunum og starði minnislaus fram fyrir sig. Hann mundi ekki eitt einasta orð eða atriði úr hlutverkinu. Honum sýndist tilheyr- endaandlitunum skola upp til sín eins og ógurlegri bylgju. Hann átti þá og þegar von á hæðnishrópum, blístri og hvískri frá áhorfendum. En svo undar- lega vildi til, fanst honum, að allir störðu með áhuga á hann. Honum fanst hann hafa vald yfir hugunum. Og hann styrktist við það. Svo rétt í því þegar Jacobus beygði sig yfir hann til þess að blóta og minna hann á, varð hann alt í einu lifandi, hann mundi orðin, gat sagt þau og hreyft sig. Og hann sagði og gerði alt eins og átti að gera það. Jacobus and- varpaði af þakklætistilfinningu. Valur átti að formæla á leiksviðinu. Hann gerði það svo eðlilega og trúlega, að það var list. Hann var hálfhræddur við orð sín. En tilheyrendur nutu þeirra. Og þegar tjaldið féll, dundi við lófa- tak. — peim líkaði það ágætiega, sagði frú Moon. — Klöppuðu þeir mín vegna? spurði Loveland vantrúaður. — Já, auðvitað, þér voruð aðalmað- urinn á leiksviðinu. Jaeobus vildi ekki gera eins mikið úr leik Váls. — Það væri nú skárri maður- inn, sem ekki gæti fengið lófaklapp fvrir þessa formælingu, sagði hann. En þó vildi hann enganveginn gera of lítið úr Loveland. Það gat líka verið hættulegt. Og það hafði heldur engin áhrif á liann, þó hann heyrði umsjónarmann- inn segja þetta.Hann átti að koma fram aftur í þriðja þætti sem ungur tízku- maður. Og hann fór að skifta um föt, ölvaður af þessum sigri sínum. Og hann var jafn sæll og hann væri að leika fyrir augum konunga og drotninga. Þegar hann hafði skift um klæðnað, stóð hann sem fyr hak við tjöldin og horfði á hinar persónumar. Lisle sveif aftur á bak og áfram mjög óhentugiega klædd sem ungiingur. — Rg vona að þér munið, að þér eruð eiiskur lávarður? hvíslaði hún óttasleg- in. Loveland hrökk saman og glápti. Hafði hún komist'að hver hann var? — í næsta hlutverki yðar, sagði hún svo. —■ Nú, sagði Loveland og þótti stór- vænt um. Er eg þar lávarður ? — Já, hefir Jacobus ekki sagt yður það ? Hann hefir ef til vill haldið, að það hefði enga þýðingu. — pað lítur út fyrir það, sagði Val- ur og brosti að sínum eigin hugsunum. — Þér eigið að vera hertogasonur. Þér haf’ð náttúrlega ekk; séð rú leik- ritið mn, aðeins þá staði, sem þér eruð riðinn við. Svo það er ekki eðlilegt að þér hafið það alt saman í höfðinu. Þér eigið á einum stað að ganga eða réttara sagt dansa við frú Moon. Og þegar hún fef, og eg kem í kvenmannsklæðum aft- ur, þá eigið þér að segja um leið og þér hnerrið eins og Englendingur. En í „roIlunni“ heitið þér nú reyndar W. Wane lávarður. — Sei, sei! Eg þekki hann. Hann er við konunglega háskota------r Loveland hætti snögglega og beit sig í vörina. Lisle hló. — Eg má þó líklega ekki gera ráð fyrir, að v i n u r yðar sé lá- varður. Loveland svaraði ekki. Hann varð annaðhvort að samsinna eða ljúga. Og hvoragt var gott. — pá ættuð þér að vita betur en nokkurt okkar, hélt unga stúlkan á- fram, úr því þér eruð Englendingur. Þér hljótið að hafa séð marga. — Já, fáeina, sagði Valur með gætni. — Höfðuð þér nokkum tíma tæki- færi til að tala við nokkura þeirra? — Einstöku sinnum. — Voru jieir afar drambsamir? — Ekki allir. — Nú, þá vitið þér upp á hár, hvem- ig þér eigið að haga yður. Og þér lítið út eins og engill. Eg hefi varla rólega stund. Og er þreytt. Þér eruð náttúr- lega þreyttur líka. Þér viljið ef til viil heldur sjá leikinn en tala við mig? — Nei, eg vil miklu fremur tala við yður, ef eg má. — Bara að þér gleymið ekki „stikk- orðinu“. pá verður J. I. ergilegur, en hamingjan leggur það til, að hann gætir ekki að öðru en sjálfum sér. — Það kemur sér vei því eg hefi boð til yðar frá gömlum vini yðar. Eg hefði verið búinn að skila þeim fyrir löngu ef eg hefði fengið tækifæri til þess. Mér þætti gipnán að vita hvort þér mun- ið eftir lfonum — Bill Willing? — Bill Willing — vinur yðar! Unga stúlkan varð svo forviða að hún hrópaði , upp yfir sig. ■— Þér hafið þá ekki gleymt honum. — Gleymt honum — Pað geri eg ekki á meðan eg lifi. — Það eru hér um bii sömu orð og hann hafði um yður, sagði Loveland, hans vora bara enn karlmannlegri. — Hver voru þau — alveg nákvæm- lega? — Á eg að segja yður það? — Já, fljótt — fljótt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.