Tíminn - 02.09.1941, Qupperneq 4

Tíminn - 02.09.1941, Qupperneq 4
TÍMEVTV, þrigjiulagiim 2. sept. 1941 88. blatt 352 Játning Mbl. Ný t'yrirspurn til Morgunbl.ritstjóranna í seinasta blaði Tímans var þeim fyrirspurnum beint til ritstjóra Morgunblaðsins, hvort ráðherrar Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins gætu lækk- að farmgjöldin eða létt tollum af nauðsynjavörum, ef ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins væru því andvígir. í Mbl. síðastliðinn laugardag birtist grein, sem á að vera svar við þessum fyrirspurnum, en er að verulegu leyti hið furðuleg- asta rugl. Þó kemur þar fram játning, sem er þýðingarmikil fyrir deilur þær, sem hafa ver- ið i blöðunum um þessi mál. Morgunblaðið segir: „Tíminn spyr, hvort ráðherr- ar Framsóknarflokksins geti framkvæmt nokkur þau atriði, sem heyra undir ráffuneyti Sjálfstæðisflokksins. (Leturbr. Tímans). Þessu er því að svara, að ekkert þeirra atriða, sem Tíminn nefnir, snertir á neinn hátt það, sem olli hinni miklu hækkun dýrtíðarinnar undan- farna mánuði, svo aff dýrtíffin hefði orðið hin sama eftir sem áður. (Leturbr. Tímans)“. í þessum ummælum felast tvö þýðingarmikil atriði. í fyrsta lagi játar Mbl. að mál þessi heyri undir íhaldsráð- herrana, en hingað til hefir það haldið því fram, að þau heyrðu undir ráðherrana alla. í öðru lagi reynir það að afsaka að- gerðaleysið með þeirri röksemd, „að dýrtíðin hefði orðið hin sama eftir sem áður“. Slíkar af- sakanir myndu ekki hafa verið bornar fram, ef íhaldsráðherr- arnir væru ekki hinir seku. En hverja af lesendum sínum álítur Mbl. svo skilningssljóa, að þeir fáist til að trúa því, „að dýrtíðin hefði verið hin sama eftir sem áður“, ef farmgjöld af nauðsynjavörum hefðu verið lækkuð og tollarnir á sömu vörum ýmist afnumdir eða lækkaðir? Heldur Morgunbl. að mönnum sé ókunnugt um 4.3 milj. kr. gróða Eimskipafélags- ins síðastliðið ár? Heldur Mbl., að almenningi sé ekki mæta vel kunnugt um, aö lækkun farmgjalda og tolla á þessum vörum myndi drjúgum lækka verðlag þeirra? Nei, svona afsakanir duga ekki. Þar sem Mbl. hefir nú játað, að mál þessi heyri undir ráðherra Sjálfstæðisflokksins og framangreindar afsakanir verða ekki teknar til greina, vill Tíminn beina eftirfarandi fyrirspurnum til ritstjóra Mbl.: Vilja ekki ritstjórar Morgun- blaffsins biffja Ólaf Thors aff skýra lesendum blaðsins frá þvi, hvers vegna hann fyrir- skipar ekki lækkun farmgjald- anna? Vilja þeir ekki ennfrem- ur biðja Jakob MöIIer að skýra lesendum blaðsins frá því, hvers vegna hann afnemur ekki toll- inn á kornvörunum og lækkar sykurtollinn um helming? Ofbeldisverk (Framh. af 1. síSu) munu þeir hljóta harða refs- ingu fyrir afbrot sitt. Yfirlýs- ing herforingjans er á þessa leiö: „The Commanding General of the First United States Mar- ine Brigade (Provisional), is sincerely concerned regarding the regrettable incident of the alleged attack upon an Iceland- ic woman by four members of this command. The men have been apprehended and will be brought to trial before a milit- ary court martial. This is the first time in the history of the United States Marine Corps that such an offense has been com- mitted and the Commanding General desires at this time, to reassure the Icelandic people, that these men will be severely punished for their act.“‘ Yerðlækkuii . . . (Framh. af 1. síðu) söluverðið á kartöflum og gul- rófum 75 aura kg. Er það mikil verðlækkun frá því, sem verið hefir. Með þessum ráðstöfunum hefir verið unnið talsvert í þá átt, að lækka verðlag á nauð- synjavörum, sem teljast mátti ósanngjarnlega hátt til fram- búðar. Það myndi .einnig hafa fljótlega áhrif á dýrtíðina og verðlagsvísitöluna, ef þegar yrðu framkvæmdar tillögur við- skiptamálaráðherra um lækk- un farmgjalda á helztu mat- vörum, afnám tolls á kornvör- um og helmingslækkun tolls á sykri. Ákvörðun verðlagsins á fiski og kartöflum heyrir undir ráðu- neyti viðskiptamálaráðherra og landbúnaðarmálaráðherra. Farmgjaldalækkunin og tolla- lækkunin heyrir undir ráðu- neyti íhaldsráðherranna. Morg- unblaðið hefir verið að spyrja um það undanfarið, hvað ráð- herrar Framsóknarflokksins hefðust að í dýrtíðarmálunum. Hér hefir það svörin. En hvað gera ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins? Hvers vegna fyrir- skipa þeir ekki farmgjalda- lækkunina og tollalækkunina? Mbl. getur líka verið fullvíst um það, að ráðherrar Fram- sóknarflokksins munu óðara lækka útsöluverð kjöts og mjólkur eða annara nauðsynja- vara, ef fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins notaði heimildirnar um fjáröflun í því skyni. Á krossgötuin (Fravih. af 1. síðu) siglir á vegum Eimskipaíélags íslands. Skipið lagði úr amerískri höfn áleiðis til íslands 8. f. m. Var það fullfermt vörum, sem voru um 2200 smálestir. Meðal annars voru í skipinu vélar til Sjóklæðagerðar íslands og þar að auki sykur, gúmmfvörur og mjöl. Talið er að enginn íslendingur hafi verið með skipinu. Annar blær ... (Framh. af 1. síðu) ar á þær útflutningsvörur ís- lendinga 1940, sem ekki væri hægt að selja viðunandi verði. Með þessu virtist útílutnings- framleiðslu íslendinga 1940 nokkurn veginn borgið. Það, sem meðal annars ein- kenndi viðskiptasamninga þ.á, sem hér hafa verið nefndir, er það, að samninganefndirnar hafa rætt utanríkisverzlun ís- lendinga í heild, þvl þó gerðir væru ákveðnir verzlunarsamn- ingar um einstakar vörutegund- ir (síldarlýsi, síldarmjöl), var jafnframt gengið frá öðrum at- riðum utanríkisverzlunarinnar. Síðan ísland var hernumið hefir starfað hér föst viðskipta- nefnd, skipuð af stjórn íslands og stjórn Stóra-Bretlands. En á þessu ári hefir orðið sú stefnu- breyting, að í stað þess að láta hina föstu, viðskiptanefnd starfa að samningum um heild- arviðskipti landanna, hefir stjórn Stóra-Bretlands sent hingað sjálfstæðar samninga- nefndir með sérstöku umboði, til að semja um kaup á vissum tegundum af útflutningsvör- um íslendinga, án þess að jafn- framt væri hægt að semja um önnur atriði í utanríkisverzlun landsins. Fyrsta sporið í þá átt var sendiför Mr. McLennan hingað í siðastl. febrúarmánuði og var erindi hans að kaupa meðala- lýsisframleiðslu landsmanna, eða a. m. k. helming fram- leiðslunnar. Þessi maður naut reyndar aðstoðar brezka hluta viðskiptanefndarinnar, en þeg- ar íslendingar ætluðu að setja þau skilyrði fyrir lýsissölunni, að tiltekin fyrirgreiðsla fengist um sölu á öðrum útflutnings- vörum landsmanna, var því harðlega neitað og urðu íslend- ingar algerlega að beygja sig og gera sérsamning um lýsið. Um mánaðamótin apríl—maí kom hingað sérstök nefnd und- ir forystu Mr. A. Lousada, sem er embættismaður í brezka matvælaráðuneytinu. Erindi nefndar þessarar er að semja um kaup á nýjum, frosnum og söltuðum fiski frá ársbyrjun 1941. Nefndin hafði ekki umboð til að ræða um nein önnur við- skipti, nema hvað boðin var fyrirgreiðsla um útvegun á salti og kolum og trygging fyrir því, að þessar vörur hækkuðu ekki í verði, en síðar felldu Bretar niður loforðið um kolin, en settu hráolíu í staðinn. Þótt bersýnilega stafaði hætta af því, að selja til Bretlands þær útflutningsvörur, sem Bretar helzt girntust, án nokkurrar skuldbindingar af þeirra hálfu um kaup eða fyrirgreiðslu á sölu annarra útflutningsvara eða um önnur þau atriði, sem máli skiptir fyrir utanríkis- verzlun íslendinga, þá varð þó niðurstaðan sú, að gerður var samningur um fiskinn, eins og kunnugt er. Áður en samningurinn var undirritaður, var hann ræddur 158 Victor Hugo: Ekki hefði.þig sakað, þótt þú hefðir séð hana. — Ó, svaraði Majetta, greip báðum höndum um kringlótt höfuð barnsins. Ég er svo hrædd um, að það fari eins fyrir mér og Pakvettu la Chantefleuré. — Segðu okkur það, elsku Majetta, sagði Gervaisa og stakk hendinni undir handlegginn á henni. — Jæja, hlustið þá á, sagði Majetta. En ekki þekkið þ)ið mikið til í Rheims, úr því að þið hafið ekki heyrt þá sögu. En hlustið nú á. Við þurfum ekki að hanga hér í sömu sporum fyrir þvi. Pakvetta la Chantefleuré var yndis- falleg átján ára stúlka, og það var ég líka á þeim árum. Og það er sök henn- ar sjálírar, að hún er ekki í dag orðin góð móðir eins og ég, sem á góðan mann og son og er í góðu áliti. Hún var dóttir Guybertauts, hljóðfæraleikara stýri- mannafélagsins í Rheims, og hann lék fyrir Karl konung VII., er hann var krýndur og sigldi níður fljótið frá Veslu til Siller í fylgd með Jóhönnu*) d’Arc. Faðirinn dó, er Pakvetta var barn að aldri. En móðir hennar var á lifi; hún var systir Matthíasar Pradon, koparsmiðameistara í' París, er dó í *) Hin heilaga mær frá Orleaus, frönsk þjóS- hetja og dýrlingur. Esmeralda 159 fyrra. Þið sjáið, að hún var af góðu fólki. Því miður var móðir hennar allt of góð kona, sem kenndi Pakvettu ekki annað en ísaum og hannyrðir. En samt sem áður varð Pakvetta mjög stór og mjög fátæk. Þær bjuggu í Folle-Peine- götu í Rheims. Árið 1461, þegar krýn- ingin fór fram, var Pakvetta svo glað- lynd og falleg, að hún var aldrei kölluð annað en söngrósin. Vesalings barnið! Hún hafði fallegar tennur og hló mikið, til þess að fólk gæti séð þær. En hlæi stúlka mikið, fer hún að gráta áður en varir. Pakvetta og móðir hennar urðu að erfiða mikið til þess að afla sér við- urværis, því að eftir dauða hljóðfæra- leikarans fór afkoman að versna. Hannyrðirnar gáfu ekki mikið í aðra hönd. Svo bar það til einn vetur — það var árið 1461 — að þær áttu hvorki matarbita né brennikubb. Þá fór Pa- kvetta í hundana. — Eustache! Láttu mig bara sjá það einu sinni enn, að þú bítir í kökuna! — Við sáum undir eins, að það hafði eitthvað borið til, þegar hún kom í kirkjuna einn sunnudag með gullkross um hálsinn. Hún, fjórt- án ára gömul! Hafið þið nokkurntíma heyrt annað eins? Fyrst var það greif- inn af Cormontrevil; hann á heima aðeins hálfa mílu vegar frá Rheims. Næst var það Hinrik de Trlancourt, ítarlega á sameiginlegum fundi ríkisstjórnarinnar og samn- inganefndarinnar og gerðu menn sér fyllilega ljósa þá hættu, sem fælist í því, að und- irrita þennan samning, án ákveðinna skuldbindinga Breta um önnur atriði, er máli skiptu fyrir íslendinga. Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun, að senda ensku stjórninni, jafnhliða og samningurinn var undirritaður, tilmæli um að samið yrði hið bráðasta um önnur atriði, sem væru óútkljáð, og var skýrt tekið fram, að fisksölusamn- ingurinn væri undirritaður í fullu trausti þess, að þessi at- riði fengju sæmilega úrlausn. Þegar rifjuð eru upp við- skipti íslendinga og Breta frá byrjun styr j aldarinnar, verð- ur því vart neitað, að talsvert annar blær er á samningum þeim, sem gerðir hafa verið á þessu ári, en á samningunum, sem gerðir voru á árunum 1939 og 1940. Þetta á einkum við um sölu á útflutningsvörum ís- lendinga. Eins og áður er getið, lagði stjórn Stóra-Bretlands fram nokkurt fé til verðuppbót- ar á útflutningsvörurnar 1940 og viðurkenndi með því, að Bretum bæri nokkur skylda til að bæta íslendingum markaðs- töp vegna hafnbannsins. Verð- uppbótin veitti líka atvinnu- vegunum talsverða tryggingu á árinu, sem leið, Á þessu ári hef- ir ekki samizt um neina slíka tryggingu, en Bretar hafa að- eins keypt hér þær vörur, sem þeim eru nauðsynlegar. Þá hef- ir brezka stjórnin neitað um innflutningsleyfi fyrir ýmsar framleiðsluvörur íslendinga, sem brezk firmu hafa samið um að kaupa og beinlínis hafa ver- ið framleiddar í skjóli þeirra samninga. Má þar til nefna nið- ursoðinn fisk, grásleppuhrogn (1200 tn.), hreinsaðar garnir frá fyrra ári (400.000 st.), smá- síld, rækjur og ef til vill fleiri vörur. Það rættist reyndar svo úr, að brezka matvælaráðu- neytið keypti niðursoðna fisk- inn, en þó aðeins þær birgðir hans, sem til eru í landinu, og það, sem kemst í þær umbúðir, sem búið er að flytja til lands- ins. Þá eru og engin vilyrði fyrir því, að Bretar kaupi viðunandi verði þær vörur, sem lands- menn verða óhjákvæmilega að selja, ef atvinnulífið á ekki að fara i rústir, s. s. landbúnað- arvörur. Markaður fyrir þær er lélegur í Bandaríkjunum, og ef þörf verður á að flytja út tals- vert af kjöti, sem er líklegt, þá verður það ekki selt annað en til Bretlands fyrir sama verð og gilti fyrir stríð. Fyrir land- búnaðarframleiðsluna er útlitið því miklu ískyggilegra en síð- astliðið ár, því að þá var hægt að bæta upp verð útflutnings- varanna, með fé því, sem Bretar lögðu fram í því skyni. Væntanlega má treysta því að samningar hefjist við stjórn Bretlands um þær vörur, sem hér er minnst á, því að óreyndu skal því ekki trúað, að Bretar standi ekki við loforð sín „um bætur fyrir tapaða markaði" og „hagkvæm viðskipti", er margoft hafa verið endurtekin. Þó hér sé eingöngu talað um sölu á útflutningsvörun) lands- manna, þá er sagan ekki full- sögð með því. Fyrir afkomu manna hér á landi skiptir það vitanlega mjög miklu máli, hvað hægt er að fá fyrir þá peninga, sem Bretar borga fyr- ir framleiðsluvörurnar. Eins og stendur, virðist útlitið allt ann- að en álitlegt hvað þetta snert- ir. Það hefir löngum verið á- litið, að sízt ætti að vera hætta á því, að við gætum ekki feng- ið kol frá Bretlandi, en nú virð- ist allt útlit fyrir, að Bretar ætli að kippa að sér hendinni með kolasölu hingað, þó ótrú- legt megi virðast. Þá hafa Bret- ar enn strangt eftirlit með við- skiptum okkar við Bandaríkin og má engar vörur kaupa það- an, nema með sérstöku leyfi þeirra. Er framkvæmd þessa eftirlits næsta þreytandi og í raun og veru óskiljanleg. Menn skyldu ætla, að Breta munaði ekki mikið um að greiða þær vörur, sem 120 þús. íslendingar þurfa að kaupa vestan hafs, og þess vegna þyrfti ekki beint leyfi þeirra til að kaupa þar, þó ekki sé nema saumnál eða þráðarspotta. Það er ef til vill -----. GAMLA BÍÓ---— FÓMIN HEMAR (A BIll of Divorcement) Amerlsk kvikmynd frá RKO Radio Pictures. Aðalhlutv. leika: MAUREEN O’HARA, ADOLPHE MENJOU, HERBERT MARSHALL. Sýnd kl. 7 og 9. -NÝJA BÍÓ. CONVOY Ensk stórmynd, er gerist um borð í brezku herskipi, er fylgir kaupskipaflota yfir Norðursjóinn. Inn í viðburðarás myndarinnar er fléttað raunverulegum hernaðaraðgerðum beggja stríðsaðila á hafinu. Aðalhlutv. leika: CLIVE BROOK, JUDY CAMPBELL, JOHN CLEMENTS. Börn fá ekki affgang. Sýnd kl. 7 og 9. Auglýsiné frá héraðsskólanum á Laugarvatni 1 í ráði er að halda námskeið fyrir stúlkur í matreiðslu og öðrum venjulegum hússtörfum, handavinnu, íþróttum og ís- lenzku. Slíkt námskeið myndi byrja 15. okt. n. k. og standa til jóla. 2. Smíðanámskeið hefst um sama leyti. 3. Stúlkum þeim, sem verða nemendur í sjálfum héraðsskólan- um, verður veitt nokkur kennsla í matreiðslu á sama hátt og í fyrra vetur. 4. Þeir nemendur, sem kynnu að ætla sér að komast í efri deild skólans, eru beðnir að sækja um skólavistina nú þegar. Laugarvatni, 1. sept. 1941. Skólastjóri. (Jtivör — Dráttarvextir Nú um mánaðamótin falla dráttarvextir á annan hluta útsvars til Bæjarsjóðs Reykjavíkur, sem ekkl eru greidd af kaupi gjaldendanna. BORGARSTJÓRINN. Aðstoðarráðskonu vantar á Vífilsstaðahæli 1. október næstkomandi. Umsóknir send- ist á skrifstofu rikisspitalanna fyrir 15 þessa mánaðar. 1. september 1941 Stjórnaruefnd ríkisspítalanna. Lðgtak Eftlr kröfn Sjúkrasamlags Reykjavíkur og að undangengnnm úrskurði, uppkveðnum I dng, með tilvísun til 88. gr. laga um alþýðu- tryggingar nr. 74, 31. des. 1937, sbr. 86. gr. og 42. gr. sömu laga, sbr. lög nr. 29, 16. des. 1885, verður ún frekari fyrirvara lögtak lát- ið fram fara fyrir öllum ógreiddum iðgjöld- um Sjúkrasamlagsins, þeim er féllu I gjald- daga 1. apr., 1. maí, 1. jiiní, 1. júlí og 1. ágúst 1941, að átta dögum liðnum frá birtingu þess- arar auglýsingar, verði þau eigi greidd innan þess tima. Lögmaðurinn I Reykjavík, 3. sept. 1941. afsakanlegt, að Bretar vilja ekki greiða allar þær vörur í dollUrum, sem þeir kaupa hér, þannig, að íslendingar gætu safnað stórum inneignum í Bandaríkjunum, en hitt er með öllu óskiljanlegt, að þeir skuli ekki geta fallizt á, að greiða fyrir íslendinga af innstæð- um þeirra í Bretlandi, allar vör- ur, sem þeir þurfa nauðsynlega að kaupa i Bandaríkjunum og Kanada, án þess að sérstök leyfi þurfi þar til I hvert sinn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.