Tíminn - 30.09.1941, Qupperneq 3

Tíminn - 30.09.1941, Qupperneq 3
96. blað TÍMIM, þrigjudaglim 30. sept. 1941 383 A IV N 4 L L Friðrika Jónsdóttir, ljósmóð- ir í Ljósavatnshreppi, átti ný- lega 30 ára starfsafmæli. í til- efni af því hefir Tímanum bor- izt eftirfarandi grein: Friðrika Jónsdóttir er fædd að Gvendarstöðum í Kaldakinn 3. maí 1877, dóttir Jóns bónda Kristjánssonar og konu hans, Rannveigar Jónsdóttur. Fluttist hún 5 ára gömul með foreldr- um sínum að Hriflu i Ljósa- vatnshreppi, og ólst þar upp. Friðrika er systir hins þjóð- kunna manns, Jónasar Jóns- sonar alþm. Haustið 1910 fór Friðrika til Reykjavíkur og lærði þar jós- móðurstörf um veturinn. Að loknu námi réðist hún sem ijósmóðir að Súðavík i Álfta- firði. Dvaldi hún þar í þrjú ár. Friðrikka undi vel hag sínum í Álftafirði, og fólk þar óskaði að hafa hana lengur. En hún átti gamla foreldra heima á æskustöðvunum, Qg skyldurækni góðrar dóttur réði úrslitum. Hún mat það meira en eigin þægindi, að annast þau og hlúa að þeim í elli þeirra. Þegar ljósmóðurumdæmi Ljósavatns- hrepps losnaði, réðist hún þang- að. Vorið 1914 flutti hún aftur heim. Hún settist að í Fremsta- felli, á heimili bróður síns, Kristjáns Jónssonar, bónda þar. Hefir það verið heimili hennar slðan. Sem Ijósmóðir í Ljósavatns- hreppi er Friðrika búin að starfa í 27 ár. Má segja, að gæfan hafi fylgt henni að þvi starfi og nýtur hún mikilla vinsælda i umdæmi sínu. Það er erfitt að vera ljósmóðir í harðinda sveit. Sú kona, sem gerir það að lífsstarfi sínu, er ekki gjörn á hóglífi. Það er mik- il þrekraun fyrir konu að leggja út í ófærð og stórhríð, oft að næturlagi og um langan veg. Slíkt hefir oft verið hlutskipti Friðriku. Æðrulaust hefir hún máli forstjórans og veitti um- beðna heimild. En nú hófust átök nokkur innan Framsóknar- og Sjálf- stæðísflokksins um málið. Full- trúar beggja flokkanna í fjár- veitinganefnd höfðu fylgzt að um að veita heimildina til að selja gömlu Esju og kaupa nýtt skip 1 staðinn, sem væri lagað eftir viðfangsefnum hér við land. Nú komu til skjalanna ýmsir merkir menn í báðum þessum flokkum og sögðu: Við skulum að vísu selja Esju, en kaupa í hennar stað Gullfoss af Eimskipafélaginu, og gera hann að strandferðaskipi. Eim- skip gæti þá fengið andvirðið fyrir Gullfoss í byggingar- kostnað hins mikla farþegaskips til Danmerkurferða, sem félag- ið vildi þá eignast. Pálmi Lofts- son var mjög mó'tfallinn þessari ráðagerð. Hann sagði, að Gull- foss væri eldra skip en Esjan, byggður til millilandaferða, en ekki til strandsiglinga. Hann yrði afardýr í rekstri og þyrfti með dýrra viðgerða. Það væri að stlga úr öskunni í eldinn, að selja gamalt skip, af því að það fulnægði ekki kröfum tímans, og kaupa annað eldra og enn óhentugra skip til strandsigl- inga. Skúli Guðmundsson taldi rétt að freista, hvað Pálmi Loftssyni gæti tekizt í þessu efni, og leyfði honum að fara utan, reyna að selja gömlu Esju og fá aðra nýrri í staðinn. Þetta gerðist sumarið 1938. Fjárkreppan var þá í algleym- ingí. Reykjavíkurbæ hafðí ver- ið neítað um lán til hitaveitu, lagt út í erfiðleikana, þegar skyldan hefir kallað. En skyldu- rækni og fórnfýsi hafa auðkent líf þessarar konu. Svo fórnfús er Friðrika, að hún virðist gleyma sjálfri sér, þegar hún er að bæta líðan bágstaddra. Það eru fleiri en sængurkonur, sem Friðrika hefir hjúkrað með sín- um mjúku höndum, og öllum hjúkrar hún með kærleiksríkri mildi. Þess vegna eru störf hennar svo blessunarrík og vinsældir hennar svo miklar. Þótt starfs Friðriku sé oftast minnst, þar sem nýr þegn þjóð- félagsins lítur ljós veraldarinn- ar fyrsta sinni, er hennar víðar að góðu getið. Hún er miklum gáfum gædd sem fleir i ætt- menn hennar, og þótt hún hafi ekki notið skólamenntunar nú- tímans, er hún fróð og víðlesin. Hún er mjög félagslynd og tek- ur góðan þátt í félagslegum samtökum kvenna í héraðinu. Hún hefir verið meðlimur Kven- félags Suður-Þingeyinga frá stofnun þess og skipað stjórn þess í mörg ár. Reynist hún þar sem annarsstaðar hinn bezti liðsmaður. Það er gaman að ræða við Friðriku Jónsdóttur, hvort sem á góma ber nýútkomna bók, fé- lagsmál eða annað, sem al- menning varðar. Hún er skýr og rökföst og hrífur mann með sínum brennandi áhuga. Og svo er hún mild og réttlát í dómum sínum um menn og málefni, að það er beinlínis göfgandi að hlýða á mál hennar. Ég hefi heyrt konur mæla á þessa leið: „Ég gleymi bara tímanum, þeg- ar ég fer að tala við hana Frið- riku, hún er svo skemmtileg.1 Þótt með sanni megi segja, að sveitakonurnar hafi nóg með tímann að gera, er ég ekki í vafa um að þær hafa gott af því að gleyma tímanum stund og stund, við eitthvað annað en daglegt strit og erfiði, og fátt er betra til að hressa upp sálina, en að ræða stundarkorn við góðan gest, sem að garði ber, og er þeim hæfileikum búinn, að geta látið mann gleyma tím- anum. Nú hefir Friðrika gegnt ljós móðurstörfum í 30 ár. í tilefni af þvi komu hjón í Ljósavatns hreppi saman mánudaginn 11. ágúst s. 1., í samkomuhúsi sveit- arinnar að Yztafelli, til að minnast og þakka henni vel unnið starf. Samkvæmið sátu um 100 manns. Skemmtu menn sér lengi dags við kaffidrykkju ræðuhöld og söng. Var heiðurs- gestinum færður að gjöf gull- hringur, hinn vandaðasti grip ur, en hún þakkaði með ræðu. Samkvæmi þetta var hið á- nægjulegasta og sýndi glöggt þann vinarhug, sem menn bera til ljósmóðurinnar. K. G. og ríkið gat heldur ekki feng- ið lán, er það óskaði eftir, vegna skuldatilfærslu. Bankarnir áttu erfitt með að standa í skilum erlendis vegna markaðstregðu og peningaleysis. Gjaldeyris nefnd skammtaði Pálma 1000 krónur til utanferðar í þessu skyni. Hann lét það ekki aftra för sinni, og tók með sér lítinn og sparneytinn þýzkan bíl. Með þessum litlu fararefnum byrj aði hann sitt erfiða ferðalag að útvega þjóð sinni gott og glæsilegt skip, í staðinn fyrir gamalt og slitið skip. Pálmi ók nú í bifreið sinni milli margra helztu skipasmíða- stöðva í Svíþjóð og Noregi og leitaði fyrir sér um skipsbygg- inguna. Jafnframt reyndi hann að selja gömlu Esju. Sviar buðu 100 þúsund krónur fyrir skipið. Auk þess voru þeir fús ir til að smíða nýtt skip. Nokk- urt lán var fáanlegt í Svíþjóð en meginhluta skipsverðsins varð að borga um leið. Og Pálmi hafði enga peninga, ekkert nema gamalt skip og heimild til að fá að láni það, sem fáan legt kynni að vera í erfiðu ár- ferði. Eftir margar erfiðar og á rangurslausar ferðir, hitti Pálmi sendinefnd frá Chile sem var í leit eftir litlu mann- flutningaskipi. Pálmi bauð þeim Esju fyrir hálfa miljón króna. Sendimenn tóku þessu allvel í fyrstu, en tilkynntu litlu síðar, að þeim þætti skipið of dýrt. Þeir hefðu auk þess vitn eskju frá London, eftir góðum heimildum 1 Reykjavík, að skip ið væri fáanlegt fyrir 200 þús. krónur. Pálmi símaði strax til Skúla Guðmundssonar fyrir- spurn um þetta efni. Ráðherr- ann símaði um hæl, að Lund- únafréttin væri tilhæfulaus. Skömmu síðar keypti sendi- nefndin skipið lítið eitt lægra verði, heldur en Pálmi hafði tiltekið í fyrstu. Um sama leyti náði hann samkomulagi við skipasmíðastöð í Álaborg um byggingu nýrrar Esju og góð- um lánskjörum í Kaupmanna- höfn um það fé, sem á vantaði til að geta greitt skipið. Ey- steinn Jónsson fjármálaráð- herra var þá um sumarið á ferð í Kaupmannahöfn og greiddi götu Pálma Loftssonar við sessar erfiðu framkvæmdir. Skipastöðin í Álaborg reynd- ist hin mesta hjálparhella í Dessu efni. Var þar ungur og á- hugasamur forstjóri og lagði hann sig mjög í framkróka um að skipið yrði sem bezt, og heppileg auglýsing fyrir skipa smiðjuna. Pálmi Loftsson lét nú gera nýju Esju eftir því, sem hann taldi bezt henta íslenzkum Dörfum. Hann afréð að láta nýju Esju vera mótorskip með tveim skrúfum. Hann lét gera líkan af skipinu og senda til Hamborgar, og var þar á mik- illi rannsóknarstöð skorið úr um hver gerð hentaði bezt, svo að skipið færi vel í sjó. Olían, sem skipið þurfti með, var mestöll geymd á botni skipsins, Dar sem annars er valin lest. Farmrými varð allmikið á neðri þiljum, en farþegarúm yfir. Má láta annað og fyrsta far- rými renna saman í eitt, og kemur það sér vel á hópferðum til útlanda eða með ströndum fram. Vel var séð fyrir því að eldhús og matargeymslur lægju vel við borðsölum, svo að þjón- usta yrði ekki óþarflega vinnu- frek. Borðsalur og reyksalur fyrsta farrýmis eru með ólík- indum rúmgóðir á svo litlu skipi. Loftræsting var í bezta lagi. Vélarúmið er hið fegursta og tilkomumesta, sem sézt hefir á íslenzku skipi. Hátt og lágt, hvar sem á var litið í skipinu, gætti ávaxtanna af óvenju- legri hugkvæmni og langri sjó- mannsreynslu Pálma Lofts- sonar og vandvirkni skipa- smiðjunnar í Álaborg. Þegar Pálmi Loftsson kom heim úr þessari för, hafði hann selt gamalt skip mjög myndarlega, fengið samning um hýtt skip, útvegað hag- stætt lán til greiðslu nýju Esju og eytt 20 krónum á dag af fé landsins, þar með talin fargjöld til og frá landinu. Til saman- burðar má geta þess, að um sama leyti var dageyðsla manna í almennum erindum erlendis 50 krónur, 100 krónur og jafnvel 170 krónur. Munu engin dæmi til á seinni árum, að sendimaður í þjónustu landsins hafi getað áorkað svo miklu og eytt jafn litlu til ferðakostnaðar. Sannaðist hér sem endranær, að góður vilji má sín mikils, þegar á reynir. Pálmi Loftsson fór utan öðru sinni sumarið 1939, og var í Álaborg þegar stríðið skall á. Hraðaði hann sem mest öllum lokaaðgerðum, og stýrði skip- inu sjálfur norður með Nor- egsströnd og frá Björgvin til ís- lands. Þótti skipið að öllu hið föngulegasta. Nú var dunið á nýtt heimsstríð, og vitanlegt að kolaverð myndi mjög fara hækkandi. Urðu flestir, sem til þekktu, allshugar fegnir, að þjóðin skyldi, einmitt á þess- um tíma, eignast svo gott skip til almanna þarfa. Reynslan hefir sýnt, að Pálmi Loftsson hafði beitt sér fyrir góðu og gagnlegu málefni, er hann vildi endurnýja gömlu Esju. Eimskipafél. hefir vegna skipaleysis mjög dregið úr sigl- ingum með ströndum fram. Esjan verður nú meir og meir að koma meginhluta vara milli Reykjavíkur og hinna minni kaupstaða og kauptúna. Nýja Esja afkastar nálega þreföldu verki við vöruflutninga með ströndum fram í samanburði við gömlu Esju. Og hún flytur árlega um 12 þúsund íslenzka farþega með ströndum fram, á þann hátt, að þeir finna frem- ur til gleði en vanmáttarkennd- ar yfir að vera borgarar í hinu íslenzka þjóðfélagi. Ég hygg, að (Framh. á 4. síSu) mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Skinnaverksmíðjan IÐUNN framleiðir fjölmargar tegundir af skóm á karla, konur og börn. — Vlimur ennfremur úr liiiöiiiii, skinn- um og gærum margskonar leðurvörnr, s. s. leður til skógerðar, fataskinn, hanzkaskinn, töskuskinn, loð- sútaðar gærur o. m. fl. Skinnaverksmiðjan löunn, er búin nýjustu og full- konmustu tækjum, og hefir á að skipa hóp af fag- lærðurn mönnum, sem þegar hafa sýnt, að þeir eru færir um að keppa við úflenda farmleiðslu á þessu sviði. IÐUNNARV0RUR fást hjá kaupfélögum um allt land og mörgum kaupmöanum. Iðunnarvörur eru smekklegar, haldgóðar, ódýrar Xotið UMJMAR vorur SKOR VINNIÐ 0TULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS 192 Victor Hugo: Esmeralda 189 skyggði viðbjóðslegt andlit hans. Það varð dekkra og dekkra, ógnþrungnara og ógnþrungnara. Allt í einu létti þessu dökka skýi af andliti hans, er prestur reið á múl- asna gegn um mannþröngina. Því leng- ur sem aumingja hringjarinn horfði á þetta dýr og þennan prest, því meir létti yfir honum. Honum rann reiðin, og innilegt bros, þrungið hjartanlegri blíðu og viðkvæmni, sem eigi verður lýst, færðist yfir andlitið. Og þetta geislabros varð því bjartara og mátt- ugra, sem presturinn kom nær. Það var eins og ógæfusöm sál fagn- aði frelsara sínum. Er múlasninn var kominn svo nærri gapastokknum, að presturinn gat borið kennsl á fangann, leit hann til jarðar, keyrðu hælana í síðurnar á asnanum og hraðaði för sinni brott til þess að forð- ast hæðnisóp lýðsins. Hann kærði sig bersýnilega ekki um, að sakamaður þessi ávarpaði sig. Þetta var Claude Frollo, erkidjákni. Kvasimodo gerðist aftur þungbúinn á svip. Bros var enn á vörum hans, en það var gremjuþrungið og án vonar. Tíminn leið. Hann hafði verið hálfa aðra klukkustund í gapastokknum og um: Hann veit ekki hvað vorkunnsemi er. Hér hefir verið frá því skýrt, að Kvasimodo var hataður af flestum og lágu til þess ýmsar ástæður. í áhorfendaskaranum fannst varla sá maður, að eigi hefði hann, eða þættist hafa, ástæðu til þess að bera kala til þessa meinfýsna krypplings úr Frúar- kirkjunni. Þess vegna var því vel fagn- að, að sjá hann leiddan að gapastokkn- um, og sú harða hegning, er hann'varð að taka út, vakti enga miskunnsemi hjá fólki, heldur hataði það hann jafnvel af meiri meinfýsni og illvilja en áður, og notaði tækifærið til þess að gera gys að honum. Þegar „hefnd þjóðfélagsins", eins og boðberar réttlætisins komust að orði, var fram komin, gafst einstaklingunum hið bezta tækifæri til þess að hefna sín. Sérstaklega gripu konurnar þetta tæki- færi til að koma fram hefndum. Allar lögðu þær fæð á vesalings manninn, sumar af því a,ð hann var illkvittinn, aðrar vegna þess, hve ljótur hann var. Og þær voru æfastar. — Þú ert ljótari en djöfullinn, sagðí ein þeirra. — Þú hefðir borið glæsilegan sigur úr býtum í gær með svona svip, sagði önnur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.