Tíminn - 02.10.1941, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.10.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMABUR BLAÐSTJÓRNAR: JÖNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. 25. ár. Reykjavík, fimmtudagmu 2. okt. 1941 97. blað Ilermann Jónasson, forsætisráðherra: 4sökiiiiiiiii ivarað Mac Veagh sendiherra yíslendmgar eins- konar eldri bræð- ur Bandaríkja- þjódarinnar* Víðtal við sendiherra Bandaríkjanna, Lin- coln Mac Veagh Á þriðjudaginn var afhenti hinn nýi sendiherra Banda- ríkjastjórnar á íslandi, Mr. Lincoln Mac Veagh, Sveini Björnssyni ríkisstjóra umboðs- skjal sitt frá Roosevelt forseta. Kom sendiherrann hingað til lands á föstudaginn í síðastlið- inni viku. Mr. Lincoln Mac Veagh er rösklega fimmtugur, fæddist 1. október 1890 i Narragansett Pier í Rhode Island, en það er talið hafa verið Vínland hið góða, er Leifur heppni fann. Mr. Mac Veagh naut mennt- unar í Harvard-háskóla og há- skólanum í París. Hann var í tvö ár í Bandaríkjahernum í heimsstyrjöldinn)i fyrri. Var hann liðsforingí, höfuðsmaður og majór í fótgönguliðinu og tók þátt í þrem mikilvægum hernaðarátökum á vesturvíg- stöðvunum. Eftir styrjöldina gerðist hann bókaútgefandi í New York. Hann hefir verið vinur Roosevelts forseta og handgenginn honum í þrjátíu ár. Árið 1933 var hann gerður sendiherra Bandaríkjanna í Grikklandi, og var það þar til í sumar. Hann fór frá Aþenu 5. júní eftir að Þjóðverjar höfðu vaðið inn í landið og brotið það undir sig. Við heimkomuna frá Grikklandi var honum boðin sendiherrastaða á íslandi og tók hann skjótt því boði, því að honum er islenzk menning hug- leikin og hefir dálæti á ís- lenzku lundarfari eins og það er í Ijósi þjóðarsögunnar. í viðtali við tíðindamann Tímans í morgun drap sendi- herrann á, að Bandaríkj amenn og íslendingar eigi kyn sitt að rekja til forfeðra, sem hefðu heldur viljað sigla yfir úfið og háskasamlegt úthaf en lúta harðstjórn. Og enn elska þess- ar þjóðir frelsið umfram alla aðra hluti. í þessu efni kvað hann íslendinga vera einskon- ar eldri bræður hinnar fjöl- mennari Bandaríkjaþjóðar. Kvaðst hann trúa því, að með vinsamlegri og gætilegri með- ferð mála myndi sá andi, sem báðum er í brjóst runninn, verða mikils megnugur í samvinnu fyrir málstað frelsisins. Eitt meginverkefni sitt væri að stuðla að góðri sambúð þjóð- anna og þegna þeirra. Hann lét þess getið, að ís- (Framh. á 4. siSu) Undanfarið hefir verið haldið uppi ítrekuðum árás- um á mig í blöðum Sjálf- stæðisflokksins fyrir eftir- farandi atriði: 1) Að hafa sýnt óverjandi hlut- drægni í veitingu skóla- stjóraembættisins við Flens- borgarskólann í Hafnarfirði, þar sem óhæfur maður hafi verið valinn til starfsins þrátt fyrír það, að kostur var á ágætum sérfræðing- um. 2) í sambandi við þetta mál hafa á ný verið hafnar árás- ir fyrir veiting ■ lögreglu- stjóraembættisins í Reykja- vík. 3) Að embættaveitingar þessar sýni trú mína og Framsókn- arflokksins á „kákið“ og hatrið á ,,sérfræðinni“, og verði Sjájfstæðisflokkurinn að rísa gegn slíkri óheilla- stefnu. 4) Að ég veiti einkum vinstri mönnum embætti, sérstak- lega embætti, sem krefjast lögfræðimenntunar. 5) Að ég hafi ekki auglýst kosningar i N.-ísafjarðar- sýslu. Ég vil geta þess þegar, ao tímanum er að mínum dómi betur varið til annars, bæði fyrir mig og aðra, en ritdeilna. En þegar hafnar eru slíkar ít- rekaðar árásir um málefni, sem almenning varða, þá álít ég, að ekki verði hjá því komizt að svara opinberlega. Getur þá almenningur gert sér grein fyr- ir málsatvikum öllum. Hitt er svo annað atriði, hve ríkar á- stæður hafa verið fyrir hendi til að hefja þessar deilur, og hvort þær bera beinlínis ein- kenni þess hugarfars og þroska, sem nú er þörf, til að geta við- haft hagkvæm og heillavænleg vinnubrögð í þjóðfélagsmál- um. Um það verða þeir að dæma, sem lesið hafa ádeil- urnar og svör mín. 1. Veiting skólastjóra- embættisiiis í Ilafnar- firði. Um skólastjórastöðuna við Flensborgarskólann sóttu ýms- ir mætir menn. Skólanefndin veitti umsóknunum viðtöku, en í nefndinni eru Emil Jónsson, vitamálastjóri, Kjartan Ólafs- son, Ingólfur Flygenring, Stef- án Jónsson og Friðjón Skarp- héðinsson, bæjarstjóri. M. ö. o. það eru í þessari nefnd þrír Al- þýðuflokksmenn og tveir Sjálf- stæðismenn. Eftir að skóla- nefndin hafði nákvæmlega at- hugað umsóknir þær sem bár- ust, samþykkti hún einróma að leggja til, að Benedikt Tómas- son yrði settur í starfið. Ritaði bæjarstjórinn í Hafnarfirði kennslumálaráðuneytinu og skýrði frá þessari ályktun nefndarinnar. Kennslumálaráðuneytið ósk- aði umsagnar fræðslumála- stjóra um málið, en hann bað skólanefndina um rökstuðning fyrir þeirri ályktun hennar, að velja B. T. til starfsins. Skóla- nefndin varð við þeirri ósk fræðslumálastjóra, og fer hér á eftir orðrétt svarbréf hennar, dags. hinn 23. ágúst sl. „Eftir móttöku bréfs yðar, herra fræðslumálastjóri, dags. 22. þ. m., þar sem þér óskið eftir rökstuðningi fyrir tillögu skóla- nefndarinnar um setningu Benedikts Tómassonar í skóla- stjórastöðuna við Flensborgar- skólann, leyfir nefndin sér að taka fram eftirfarandi atriði, (Framli. á 2. síðu) Rangfærsla Ólafs Thors Álit sérfræðinganefiidarinnar sýndi, að liægt var að ná verulegnm árangri með dýrtíðarlögunum. ^tminn Með þessu tölublaði byrjar Tíminn að koma út aftur þrisv- ar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. í Morgunblaðinu er haldið á- fram að hamra á því, að sér- fræðinganefndin svokíallaða hafi ekki talið tillögur við- skiptamálaráðherra í dýrtíðar- málinu hagkvæmar, en Ólafur Thors hélt þessu fyrst fram á fulltrúafundi Sjálfstæðismanna síðastliðinn föstudag. Sjálfur reynir Ó. Th. að sanna þessi ummæli sín í Mbl. í gær með því að birta samhengislausar klaus- ur úr áliti nefndarinnar. Nefnd þessi var ekki skipuð til að meta það, hvort tillögur viðskiptamálaráðherra væru hagkvæmar fyrir lausn dýrtíð- armálsins, heldur til að athuga hvernig framkvæmd þeirra yrði bezt fyrir komið. Reynir Ólafur að túlka þetta álit nefndarinn- ar á þann veg, að hún hafi tal- ið tillögurnar lítt framkvæm- anlegar. Þykir því rétt að birta hér nokkur atriði úr skýrslu nefnd- arinnar, sem sýna hversu rang- lega Ó. Th. skýrir frá áliti hennar og hvernig hann fer að því, að hártoga það. Framarlega i skýrslunni seg- ir, að nefndin hafi fyrst og fremst athugað 7. liðinn í til- lögum viðskiptamálaráðherra, en hann fjallaði um ráðstöfun fjár úr dýrtíðarsjóöi til að lækka verðlag innan lands. Nefndin segir: „Virðist þá fyrst og fremst koma til greina fjögur eftirfar- andi sjónarmið: 1. Ákveðin útgjöld úr dýrtíð- arsjóði hafi sem mesta útgjalda- lækkun í för með sér. c2. Að tiltölulega auðvelt sé að framkvæma lækkunina. 3. Að öruggt sé að framlögin verði til að lækka verð vörunn- ar, og 4. Að um raunverulega lækk- A. Vitabygging á Þormóðsskeri. — Sala síldarmjöls innanlands. — Bruggun í Garðahreppi. — Óhagstæð veðrátta. — Málfegrun. Undanfarið hefir verið unnið að vitabyggingu á Þormóðsskeri, út af Mýrum, aö tilhlutun vitamálastjórn- arinnar. Lokið er viö aö steypa vita- húsið, en eftir er enn að ganga frá húðun þess að utan og ennfremur er eftir að setja í það ljóstæki. Verð- ur smíði hússins, lokið að fullu næsta vor, ef allt gengur að óskum. En ástæðan fyrir því að ekki var unnið lengur að smíði vitans í þetta sinn, var ótíð sú, sem gengið hefir undan- farið. Síðastliðnar 3 vikur var ekki unnt að lenda nema tvisvar í skeiinu og þegar sjógangurinn var mestur á dögunum, gekk særokið stöðugt yfir skerið. Treystust verkamenn þeir, sem unnu að vitabyggingunni, ekki til þess að vera lengur þar úti og eru nú komnir fyrir fullt og allt í land. Áformað er að byggja lítinn vita vest- ur á Arnarstapa í haust og verður vinna við byggingu hans hafin á næst- unni. Mjög erfiðlega hefir gengið að fá ljóstæki í vitana síðustu missirin. Eru þau keypt í Englandi, en treglega hefir gengið að fá þau afgreidd þar. Þegar brezka setuliðið kom hingað var slökkt á mörgum vitum meðfram ströndum landsins og hefir ekki fengizt leyfi til þess að kveikja á þeim ennþá. Eru heil svæði af strandlengjunni óupplýst, svo sem austurströndin frá Glettinganesi að Papey. En þar eru 7 vitar ljóslausir. t t r Samkvæmt upplýsingum Þoi-móðs Eyjólfssonar, formanns stjórnar sfldar- verksmiðja ríkisins, hafa um 4000 smál. af síldarmjöli verða seldar til notkunar innanlands. Var þetta magn að mestu leyti pantað fyrir ágústlok, en 1. sept. hækkaði verðið á pokanum úr 32 kr. í 35 kr. í fyrra voru seldar til innanlandsnotkunar milli 6—7 þúsund smálestir og var verðið á pokanum þá 25 kr. Minni síldarmjölskaup nú munu eitthvað stafa af því, að ýmsir munu hafa átt nokkrar birgðir síðan í fyrra. t r r Áfengt brugg fannst hinn. 25. sept. hjá bænum Hvassahraun í Garða- hreppi í Gullbringusýslu. Húsleitina framkvæmdi lögreglan í Hafnarfirði. Fannst trétunna grafin niður í hey- stálið í hlöðu austanvert við íbúðar- húsið, með bruggi í. Guðmundur Sig- urðsson, sonur bóndans í Hvassa- hrauni, hefir viðurkennt að hafa lagt þetta til gerjunar á þenna stað sið- ari hluta júnímánaðar. Hann hefir einnig viðurkennt að hafa selt flösku af heimabruggi þessu tveimur drengj- um fyrir 80 kr., en skilaði andvirðinu í réttiniun. Mál þetta er að öðru leyti í rannsókn hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði. t r r Rigningar þær, sem undanfarnar vikur hafa gengið að heita látlaust um Suðurland og Vesturlands, hafa orðið til verulegs tjóns og baga víða. Vegir hafa spillzt ákaflega mikið og sums staðar urðu þeir um skeið með öllu ófærir bifreiðum. Auk þess, sem þetta hnekkti venjulegum samgöngum, varð það til mikils trafala fyrir kjötflutn- inga landleiðis, sem nú eru með langmesta móti, sökum þess, að salt- kjötsmarkaður er enginn erlendis og er því ieitast við að frysta sem allra mest af kjötinu, þótt flytja þurfi það langar leiðir á bifreiðum til þess að koma því í frystihús. Varð sums stað- ar að fresta slátrun um nokkra daga, þar eð vegirnir voru orðnir ófærir eft- ir allar rigningarnar, og í þokkabót hafa sum sláturhúsin orðið að sitja uppi um skeið með talsvert af kjöti, sem safnazt hafði fyrir, áður en það ráð var tekið að fresta slátrun. Sums staðar hafa minni háttar skriður fallið á vegina og hamlað umferð um stund- arsakir, og í Skaftafellssýslu flæddu ár úr farvegum sínum á dögunum og skemmdu brýr og vegi. í göngum og réttum og við fjárrekstra til slátrunar- staða fengu menn á rigningarsvæði víða hið mesta hrakviðri, þótt ekki sé kunnugt, að hlotizt hafi af því tjón á mönnum eða skepnum. En hrakningar hafa orðið langt umfram venju vegna veðurfai-sins. Norðanlands var hins- vegar yndislegasta veður um þetta leyti, og fengu leitarmenn þar víða svo gott veður i göngum að vart varð á betra kosið. r r r í ár hefir verið gangskör að þvi gerð að rannsaka málfar alþýðu manna á landi hér. Hefir nefnd manna, er Björn Guðfinnsson mag- ister, Jakob Kristinsson fræðslumála- stjóri og Jón Eyþórsson veðurfræðing- ur eiga sæti í, fjallað um mál þessi. Að þeirra tilstuðlan hafa ýmsir menn ferðazt víða um land í því skyni að kynna sér framburð fólks og orða- notkun, bæði barna og fullorðinna, meðfram í því skyni að gera saman- burð á framburði hinnar yngri og eldri kynslóðar og komast að íaun um hvaða breytingar eru þar að gerast. Hefir þegar verið farið víða urn Vest- firði og Suðurland til þessara athug- ana. Hafa þeir Björn Guðfinnsson magister og Bjöm Karel Þórólfsson magister einkum sinnt þessu. Næst (Framh. á 4. siSu) un dýrtíðarinnar sé að' ræða. Hér á eftir eru nefndar nokkr- ar vörutegundir, sem að okkar dómi gætu komið til greina að læklta verð á með fjárframlög- um. Er tilgreind árleg umsetn- ing þeirra, lauslega áætluð, og hve mikið samkvæmt því mundi kosta að lækka þær í verði svo að næmi einu stigi vísitölunn- ar: Kindakjöt 2500 smál. 595 þús. kr. Mjólk . . 10400 — 450 -------- Smjörlíki 1400 — 900 — — Kartöflur 4000 — 350 — — Kaffi . . 475 — 855 --------- Kaffibætir 225 — 855 --------- Þá getur nefndin þess á öðr- um stað, að 145—168 þús. kr. til verðlækkunar á saltfiski myndi lækka vísitöluna um eitt stig. Ennfremur segir, að 730 þús. kr. til verðlækkunar á skömmtun- arvörum myndu nægja til að lækka vísitöluna um eitt stig. Þá mætti lækka vísitöluna um eitt stig, ef 600—700 þús. kr. yrðu notaðar til að lækka sjúkrasamlagsiðgjöld. Svipuð lækkun á afnotagjaldi útvarps myndi ná sama árangri. Ummælin, sem Ólafur til- greinir úr skýrslu nefndarinn- ar, eru í niðurlagi hennar og hefir hann slitið þau úr sam- hengi, felt niður það, sem hon- um fannst óþægilegt o. s. frv. Niðurlagið birtist hér í heilu lagi, og er það feitletrað, sem Ólafur hefir felt niður: „Við höfum athugað nokkuð möguleikana á framkvæmd ým- issa dýrtíðarráðstafana. Höfum við, vegna framkvæmdaörðug- leika, ekki talið fært að taka með ýmsa útgjaldaliði, svo sem nýjan fisk, slátur, egg, mjólk urafurðir (hér er ekki átt við mjólk), eldsneyti og ljósmeti og fatnað. Hvað liinsvegar aðrar nauðsynjar snertir, sem taldar eru hér að framan, virðast ekki vera verulegir erfiðleikar á framkvæmd verðlækkunarráð stafana á skömmtunarvörum (korn, sykur og kaffi), svo og á smjörlíki og kaffibæti, og lík- lega heldur ekki á saltfiski. Lækkun á afnotagjaldi útvarps og sjúkrasamlagsiðgjöldum myndu og reynast mjög auð velt í framkvæmd. Af þeim nauðsynjum, sem ótaldar eru, en það eru kjöt, kartöflur og mjólk, eru hins vegar ýmsir erfiðleikar í framkvæmd. Hvað kjötið snertir getur orðið erf (Framh. á 4. siðu) Erlendar fréttir i Rússlandsstyrjöldinni hafa litlar breytingar orðið seinustu dagana. Rússar viðurkenna nú missi Poltava, en Þjóðverjar voru búnir að tilkynna töku hennar fyrir nokkru. Finnar segjast hafa rofið járnbrautar- samgöngur milli Leningrad og Moskva. Rússar telja sig hafa bætt aðstöðu sína við Lenin- grad og telja manntap sitt á Kievsvæðinu miklu minna en Þjóðverjar vilja vera láta. Snjó- komur eru nú byrjaðar í Ukra- inu og á Leningradvígstöðvun- um og miðvígstöðvunum hafa verið miklar rigningar. Þjóð- verjar virðast vera að undirbúa stórsókn í Ukrainu. Þýzk blöð eru farin að gefa til kynna, að Rússlandsstyrjöldin muni standa i allan vetur. Um 120 manns er búið að líf láta í Tékkoslovakíu síðan Heyderich tók við völdum. Elias hershöfðingi, sem var forsætis- ráðhgrra, hefir verið dæmdur (Framh. á 4. siSu) Á víðavangi ÞVÍ ERU SKIPIN EKKI VOPNUÐ? Jarlsslysið hefir minnt okkur á, að árásarhættan er enn mik- il á sjónum, þótt þessi slys séu nú ekki eins tið og í marzmán- uði síðastliðnum. Sú spurning hlýtur því að vakna, hvort eins vel sé gengið frá þessum málum af okkar hálfu og auðið er. Þeirri spurningu er ekki hægt að svara játandi. Skipin eru látin sigla einsömul og óvopnuð eða sama og óvopnuð. Raun- verulega er ekki hægt að kalla aetta annað en hreina glæfra. Sjómenn munu þess yfirleitt fýsandi, að skipin séu vopnuð, dví að það veitir aukið öryggi. Það er einnig stór huggun hverjum þeim, sem fyrir árás verður, að geta svarað í sömu mynt. Hér í blaðinu var þess strax krafizt, þegar siglingar stöðvuðust síðastl. vetur, að skipin væri vopnuð. Það er ó- verjandi sinnuleysi að þetta skuli ekki þegar hafa verið gert og sökin verður meiri eftir því, sem það er dregið lengur. Jafn- framt ætti að athuga hvort ekki væri hægt að taka upp sam- siglingar. Það má ekki skáka í Dví skjólinu, að sjómennirnir séu svo fífldjarfir, að þeir sigli irátt fyrir það. þótt möguleg vernd sé ekki í té látin. MUNAR EKKERT UM 1620 þÚS. KR.? Ólafur Thors heldur áfram að hamra á því í Morgunblað- inu, að það muni ekki neitt um hækkun farmgjaldanna á dýr- tíðarvísitöluna. Samkvæmt út- i'reikningi, er viðskiptamála- ráðuneytið hefir látið gera, nemur farmgjaldahækkunin 1620 þús. kr. á venjulegum árs- innflutningi skömmtunarvara, þ. e. kornvörum, kaffi og sykri. Ólafur Thors álítur almenning sannarlega skilningslítinn, ef hann heldur að hægt sé að telja honum trú um, að þessi upp- hæð hafi engin áhrif á verðlag þessara vara. ÁRÁS Á SÉRMENNTUNINA? Mbl. hefir oft skammað Framsóknarflokkinn fyrir að taka ekki nægilegt tillit til sér- fræðiþekkingar, þegar stöður hafa verið veittar. Nýlega hefir verið ráðinn skólastjóri við hinn nýj a húsmæðraskóla Reykjavíkur, en íhaldskonur eru í meirihluta í skólanefnd- inni. Umsækjendur voru tvær, Hulda Stefánsdóttir, myndar- leg kona með góða, almenna menntun og Helga Sigurðar- dóttir, sem hefir hina full- komnustu sérmenntun. Skóla- nefndin hefði átt að velja sér- menntuðu konuna, ef regla Mbl. hefði verið fylgt. En hún valdi Huldu. Hvað segir Mbl. um þetta? Er þetta ekki ósvífin á- rás á sérmenntunina? TIMBURKAUPMAÐUR í ÞJÓÐÓLFI. í blaðinu Þjóðólfur birtist 29. f. m. mjög götustráksleg grein um Eystein Jónsson viðskipta- málaráðherra. Eru þar tíndar saman rakalausustu skamm- irnar úr íhaldsblöðunum fyrr og síðar, en orðbragðið aðeins enn strákslegra og ósvífnara. Virðist orðið heldur lítið úr loforði Jónasar útvarpsstjóra um að blaðið myndi gæta prúð- mennsku í málflutningi. Eitt ádeiluefnið er það, að ekki hafi verið flutt nægjanlegt bygg- ingarefni til landsins síðan styrjöldin hófst. En í smá- (Framh. á 4. sfSu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.