Tíminn - 02.10.1941, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.10.1941, Blaðsíða 4
388 TÍMIM, fiiumtiidagiim 2. okt. 1841 97. blað Ú R BÆNVM Rfkisstjóri veitti sendiherra Bandaríkjanna, Mr. Lineoln Mac Veagh, móttöku síðastl. þriðjudag. Fór móttakan fram í mót- tökusal ríkisstjóra í Alþingishúsinu. Sendiherrann afhenti umboðsskjal sitt frá Roosevelt forseta og flutti um leið stutt ávarp, sem ríkisstjóri svaraði. Stefán Jóh. Stefánsson utanríkismála- ráðherra var viðstaddur. Björn Björnsson, sonur Gunnars ritstjóra Björnssonar í Minneapolis, er nýkominn hingað til lands. Hann er sendur hingað af „Na- tional Broadcasting Co.“ í þeim erind- um að senda héðan fréttir í útvarpi á hverjum fimmtudegi. Vonast Björn eftir því, að hægt verði að koma þessu á sem fyrst. Björn verður hér einnig fréttaritari „New York Times". Mun hann dvelja hér nokkurn tíma. Bjöm hefir verið ritstjóri við allmörg blöð vestra og verið kemiari í blaðamennsku við háskólann í Norður-Dakota í tvö ár. Auk Björns eru nýkomnir hingað fjórir amerískir blaðamenn, sem aðal- lega munu vinna að myndatöku. Uppsögn kaupsamninga. Sex verkalýðsfélög, með samtals 1500 meðlimi, hafa sagt upp kaupsamning- um frá áramótum. Þessi félög em: Iðja, félag verksmiðjufólks, Hið ísl. prent- arafélag, Félag járniðnaðarmanna, Bókbindarafélag Reykjavíkur og Klæð- skerafélagið Skjaldborg. Berklavarnardagurinn. er næstkomandi sunnudag. Samband berklasjúklinga gengst þá fyrir merkja- sölu og blað þess, Berklavöm, verður selt á götunum. Ágóðanum verður var- ið til fyrirhugaðs vinnuhælis. Listsýning á verkum íslenzkra málara og mynd- höggvara verður opnuð í sýningarskál- anum við Garðastræti næstk. laugar- dag. Bandalag ísl. listamanna gengst fyrir sýningunni. Félag Snæfellinga og Hnappdælinga heldur fyrstu skemmtun sína á þessu hausti í kvöld (fimmtudag) í Odd- fellowhúsinu (niðri). Félagið hélt slík- ar skemmtanir mánaðarlega í fyrra, og voru þær ágætlega sóttar. Fyrsti snjórinn. Á mánudagsnótt snjóaði í fyrsta sinn í Esjuna. Áður höfðu gengið sífelld þrumuveður og rigningar í Reykjavík og nágrenni. Urðu skemmdir á mann- virkjum. Meðal annars hrundu skriður úr Þyrli við Hvalfjörð og stórskemmdu þjóðveginn á stórum kafla, svo að hann varð ófær um stundarsakir. Á vegum Háskólans verða í vetur námskeið í ensku, þýzku, frönsku, spænsku, ítölsku og sænsku. Námskeið þessi eru fyrir alla. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá háskólaritara kl. 10—12 f. h. alla virka daga. Hjúskapur. Á sunnudaginn voru gefin saman af lögmanninum í Reykjavik ungfrú Lauf- ey Finnbogadóttir og Jóhannes Guð- finnsson lögfræðingur. Hjónaband. Nýiega voru gefin saman í hjóna- band af síra Eiríki Helgasyni í Horna- firði ungfrú Sigrún Jónsdóttir (ívars- sonar alþm.) og Magnús Jónsson kenn- ari í Reykjavík. Gamla Bíó. Framvegis ætlar Gamla Bíó að sýna tvær myndir á dag. Fyrri myndin verður sýnd frá kl. 3,30—6,30 án nokk- urs hlés. Sæti verða ótölusett og kosta kr. 1,50 niðri en kr. 2,00 uppi. Menn geta farið út og inn eftir vild á þessa sýningu. Stanzað stutta stund eða verið til enda eftir eigin geðþótta. — Seinni myndin verður sýnd kl. 7 og 9, og verður þeirri sýningu hagað eins og Rangiærsla Ól. Th. (Framh. ai 1. síðu) itt að skilja frá það magn, sem setuliðið kaupir, en það er verulegur hluti af umsetning- unni. Við mjólkina eru erfið- leikarnir aðallega utan Reykja- víkur, þar sem mjólkursalan er ekki skipulögð. Hvað loks kart- öflurnar snertir virðist ekki nema tvær leiðir koma til mála, annaðhvort verðlaun beint til framleiðenda fyrir það magn, sem fer í umsetningu, eða all víðtæk breyting á dreifingar- skipulaginu. Báðar leiðirnar eru talsverðum erfiðleikum bundn- ar.“ Þessi itmmæli nefndarinnar sýna allt annað en það, sem Ó. Th. vill vera láta, þ.e. að nefnd- in hafi álitið tillögur viðskipta- mádaráðherra. óhagkvæmar. Skýrsla nefndarinnar sýnirþvert á móti, að hægt var að ná veru- legum áirangri með dýrtíðar- lögunum, þar sem frá 145—450 þús. kr. framlög nægðu til að lækka vísitöluna um eitt stig, ef þau væru notuð til verðlækk- unar á saltfiski, kartöflum, kjöti eða mjólk, en verðlækkun þessara vara samkvæmt dýrtíð- arlögum telur nefndin vel framkvæmanlegar, þótt hún bendi á ýmsa minniháttar framkvæmdaerfiðleika. Tilraun Ólafs Thors til að rangfæra á- lit nefndarinnar og • reyna þannig að afsaka aðgerðaleysi 1- haldsráðherranna, er hörmulegt dæmi um þá óskammfeilni, sem menn í trúnaðarstöðum þykjast geta leyft sér hérlendis, en sýnir jafnframt hversu full- komlega óverjandi ráðabreytni íhaldsráðherranna er, þar sem Ólafur hefr ekkert annað þeim til varnar en að rangfæra álit nefndarinnar. í ritstjórnargrein Mbl. í morg- un, er reynt að halda því fram, að viðskiptamálaráðherra hafi farið með rangt mál, er hann skýrði frá því í seinasta blaði, að hann hefði lagt fram nýjar tillögur í dýrtiðarmálinu. Á sunnudaginn sagði Mbl., að þessar tillögur væri frá sér- fræðinganefndinni, en hún hefir nú borið það til baka og Mbl. því orðið að kingja þeim Á víðfavangi. (Framh. af 1. síðu) klausu á öftustu síðu blaðsins er skammast yfir því, að Slipp- urinn skuli hafa getað selt timbur í sumar. Má á þessu sjá eyrnamark timburkaupmanns- ins, sem stendur á bak við þessi skrif. Þar sem ýmsir áróðurs- menn Sjálfstæðisflokksins hér 1 bænum halda nú uppi svipuð- um rógburði og kemur fram i grein timburkaupmannsins, munu nokkur atriði þessu við- komandi verða tekin til nánari athugunar siðar. að undanfömu, nema hvað verð að- göngumiðanna hækkar nokkuð frá því sem nú er. tilbúningi sínum. Nú segir Mbl., i að þessar tillögur „séu stílfærð- ar af viðskiptamálaráðherra en eru að öðru leyti þau úrræði, er ríkisstjórnin hefir rætt með sér, og mun vart verða úr því skorið, hver ráðherrann er höf- undur hverrar einstöku tillögu." Um þetta lætur Tíminn sér nægja að segja það eitt, að það ætti að vera góðs viti fyrir til- lögur viðskiptamálaráðherra, ef það er orðið eins með þær og Lilju, sem allir vildu kveðið hafa. En því miður hefir það stundum verið þannig með í- haldsráðherra, að ekki hefir verið gott að treysta staðfestu þeirra. Þeir voru t. d. síðastl. vor í fyrstu alveg samþykkir almennum launaskatti til fjár- öflunar fyrir ríkissjóð, en greiddu svo atkvæði gegn hon- um í þinginu. Þeir greiddu líka atkvæði í þinginu með dýrtíð- arlögunum, en hafa svo staðið gegn framkvæmd þeirra í allt sumar. Mbl. fullyrðir það ennfrem- ur, að ráðherrar Framsóknar- flokksins og ■ Alþýðuflokksins séu orðnir .andvígir hinum fyrri tillögum viðskiptamálaráðherra og nýju tillögurnar séu and- stæðar þeim. Um þetta er ó- þarft að vera að þrátta, því að reynslan mun fljótlega leiða það í ljós, hvort Tíminn eða Mbl. hefir þar á réttara að standa. Islendingar . . . (Framh. af 1. siðu) lendingar hefðu sem frjáls og fullvalda þjóð fallizt á að fela Bandarikjunum vernd landsins meðan styrjöldin stendur. Þetta bætti aðstöðu Bandaríkjanna til þess að varðveita frelsið á hafinu, og í staðinn hefðu þau veitt íslendingum afdráttarlaus fyrirheit um „að efla hagsmuni íslands á allan möguleg- an hátt,“ og ganga aldrei á sjálfstæði þess né skipta sér af landsmálum hér.Hann komst svo að orði, að bréfaskipti forsætis- ráðherra íslands og Bandaríkja- forseta um þessi mál, væri eitt hið ágætasta dæmi um gagn- kvæma hjálp og trúnað, sem nokkurs staðar væri að finna í samskiptum tveggja landa, og sagðist vera stoltur af því að geta átt að því hlut að gera skuldbindingar þessar að raun- veruleika. Sendiherrann sagðist gerla finna þann andlega skyldleika, sem væri með íslendingum og Bandaríkjamönnum og sjálf- sagt ætti rót sína að rekja til þess lýðræðislega uppeldis, er þessar tvær þjóðir hefðu í rík- um mæli notið. Þótt hann hefði hér skamma stund dvalizt, sæi hann að hér umgengjust allir sem jafningar; hér væri hvorki þjónslund né þrælsótta að finna í samskiptum fólks. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. Tónlástarfélagíð og Leikfélag Reykjavíkar NIT0UCHE Sýning annað kvöld ki. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. Ath. Frá kl. 4—5 verður ekki svarað í síma. M.s. Helgí hleður n. k. föstudag til Vest- mannaeyja. — Vörumóttaka fyrir hádegi sama dag. Grá hryssa 5 vetra lítið tamin, tapaðist sið- astliðið vor. Er ættuð neðar- lega úr Flóanum. Sást fara yf- ir Ölfusárbrú, en síðan hefir ekkert til hennar spurzt. Ef einhver hefir orðið hennar var, eru það vinsamlega tilmæli, að mér verði gert aðvart í síma um Brúarland. GUÐMUNDUR ÞORLÁKSSON Seljabrekku. Erlendar fréttir (Framh. af 1. síðu) til dauða. Tala nýrra fanga skiptir orðið þúsundum. Um 30 brezk herskip eru nú til viðgerðar í Bandaríkjunum samkvæmt láns- og leigulögun- um. Roosevelt hefir tilkynnt, að Bretar fái nú helming vopna- framleiðslunnar í Bandaríkj - unum. Bretar hafa gert harðar árás- ir á Stettin og Hamburg und- anfarnar nætur. Þjóðverjar hafa svarað með árás á New- castle. í ræðu, sem Churchill flutti i þinginu síðastlið(inn þriðju- dag, varaði hann við ofmikilli bjartsýni. Hann sagði, að Þjóð- verjar gætu hvenær sem væri gert árás á Bretland, Egipta- land, Gibraltar, Sýrland eða Palestinu og yrðu því Bretar að hafa mikið lið til varnar á þess- um stöðum og ættu því örðugt með innrás á meginland Evr- ópu að svo komnu máli. Brezki herinn gæti heldur ekki orðið jafn fjölmennur og þýzki her- inn. Hann þyrfti að tryggja sér yfirburði með betri útbúnaði, en það tæki sinn tíma. Hann sagði, að skipatjón Breta mánuðina júlí—sept. hefði verið þriðjung- ur af skipatjóninu mánuðina apríl—júní, en skipatjón öxul- ríkjanna hefði tvöfaldast á sama tíma. Hann varaði þó við of- mikilli bjartsýni í þessum efn- um, því að Þjóðverjar hefðu nú fleiri kafbáta og langfleygar flugvélar en nokkru sinni fyrr. Á krossgötum (Framh. af 1. síðu) verður að því horfið að afla yfirlits um málfar á Austurlandi og fer Björn Guðfinnsson þangað þessara erinda mjög bráðlega. Þykir sennilegt, að á næsta ári verði langt komið að afla þeirrar vitneskju um þessi mál, er megi á byggja. Verður þá fyrst sæmi- lega úr því skorið, hvert stefnir fyrir alþýðu manna um málfar, framburð og meðferð feðratungunnar. 194 Victor Hugo ins og endurtók bæn sína með hræði- legri röddu. — Eitthvað að drekka! Allir skellihlóu. — Drekktu þetta, kallaði Róbert Poursepain og kastaði til hans svampi, er legið hafði í göturæsinu. Þú átt hönk úpp í bakið á mér. Kona kastaði steini í höfuð honum og hrópaði: — Vektu okkur nú um miðjar nætur með bölvuðu öskrinu í þér! — Heyrðu, sonur sæll, vældi kryppl- ingur einn og reyndi að dangla í hann með hækju sinni, þyldu nú eitthvað fallegt, þegar þú kemst upp í kirkju- turninn næst. — Þú getur drukkið úr þessu, æpti maður, sem þveitti beyglaðri pjáturs- dós beint í andlitið á honum. Konan mín ól tvíhöfða barn af því að þú mættir henni einu sinni á götu. — Já, og kötturinn minn kettling með sex fætur, þusaði ellihrum kerling, er burðaðist við að henda í hann múr- steini. — Eitthvað að drekka, stundi Kvasi- modo í þriðja skipti. IV. KAFLI. Óvænt hjálp. í þessum svifum kom hreyfing á Esmeralda 195 fólksþvöguna. Hún klofnaði í tvennt. Ung stúlka í fáránlegum búningi olbog- aði sig út úr þrönginni. Hún hélt á lít- illi Baskabumbu. Lítil, hvít geit, með gyllt horn, elti hana. Augu Kvasimodo glömpuðu. Það var Tatarastúlkan, sem hann hafði reynt að nema á brott nóttina áður. Fyrir þá sök taldi hann sig verða að þola þessa refsingu í gapastokknum. En samt var honum í raun og veru aðeins hegnt fyrir það, að hann var svo óheppinn að vera heyrnarlaus og hafa átt rétt sinn að sækja undir heyrnarlausan dómara. Hann hélt, að hún væri einnig hing- að komin til þess að koma fram hefnd, eins og hinir, komin til þess að kasta einhverju að honum. Hann sá, að hún steig upp á þrepið. Reiðin og gremjan sauð niðri í hon- um. Hann óskaði sér þess eins að geta rifið gapastokkinn sundur, og ef sá eldur, er brann úr augum hans, hefði verið heitur, myndi Esmeralda hafa verið öskuhrúga ein áður en hún komst í námunda við hann. Steinþegjandi laut hún yfir Kvasi- modo, sem árangurslaust reyndi að slíta sig lausan til þess að geta flúið hana, losaði flösku frá belti sínu og bar hana að skrælþurrum vörum hins þjáða manns. GAMLA BÍÓ LÍFS OG LIÐIVIR (Beyond Tomorrow) Aðalhlutverkin leika: RICHARD CARLSON, CHARLES WINNINGER, JEAN PARKER. SÝND KL. 7 og 9. ÁFRAMHALDSSÝNING Klukkan 3.30—6.30. Læknlr bófanna Aðalhlutverkin leika: J. CARROL NAISH og LLOYD NOLAN. Börn fá ekki aðgang. ---———NÝJA BÍÓ------- M E Ð B Á L I OG BRANDI Drums along the Mohawk. Amerísk stórmynd frá Fox. — Tekin í eðlilegum litum. Aðalhlutverkin leika: CLAUDETTE COLBERT og HENRY FONDA. Börn frá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. I SIGLINGAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Gulliford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Sendisveinar Duglegír sendlar óskast. - Uppl. á Skólavörðustíg 12. Tilkynniné Frá 1. okt. n. k. mun skrifstofa vor hætta innheimtu á líftryggingum. Iðgjöldum verður því framvegis einungis veitt móttaka á skrifstofunni í Lækjargötu 2, frá kl. 9—12 og 1—6 daglega. Va t r y g gingarskrifstofa Sígfásar Sighvatssonar. S A V O N de P A R I S varðveita hörund yðar — gera það mjúkt og heilbrigt og verja það öllum kvilium. SAVON de PARIS er mjúk sem rjómi og hefir yndislegan hressandi rósailm. — Notið beztu oy vönduðustu sápuna! - Notið SAVON de PARIS - Bóndi - Kaupir þú búnaðarblaðið FREY?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.