Tíminn - 02.10.1941, Blaðsíða 3
97. bla9
TtMlNN, flmmtadaglim 2. okt. 1941
387
Ásökunum svarað
(Framh. af 2. síöu)
búning á umbótum í mjólkur-
málunum hér heima.
Hér eru aðeins nokkur dæmi
nefnd. — Til þess að ekki yrði
stöðvun á því, að ungir menn
gætu haldið áfram að afla sér
sérþekkingar í öðrum löndum,
lagði ég til sem kennslumála-
ráðherra, að stúdentastyrkjum,
sem menntamálaráð úthlutar,
yrði fjölgað úr 4 í 10 og þeir
hækkaðir hver um sig úr 1,200
kr. í 3600 kr. Ég benti sérstak-
lega á ýmsar sérgreinar, sem
þjóðinni væri nauðsynlegt að
numdar væru, svo að þjóðin
hefði á að skipa á næstu árum
atorkusömum mönnum með
hina beztu sérþekkingu í sín-
um greinum. Menntamáiaráði
var nú í fyrsta sinn ritað ráðu-
neytisbréf þar sem skýrt var frá,
í hvaða skyni bæri einkum að
veita þessa styrki. Nú eru ungir
menn styrktir t. d. til þess að
nema skipasmíðar, hita-verk-
fræði (sérstaklega með tilliti til
notkunar jarðhitans), lífefna-
fræði og bakteríufræði (sérstak-
lega með tilliti til geymslu mat-
væla), veðurfræði (með tilliti
til aukinna flugferða hér í
framtíðinni), og vatnalíffræði
(með tilliti til klaks í ám og
vötnum, sem eiga mun mikla
framtíð hér).
Fleira mun ég ekki telja. Ég
er ekki með þessu að halda því
fram, að ég hafi gert meira í
þessu efni en skylda mín var,
en hitt þykir mér furðulegt, ef
ég á að kallast hatursmaður sér-
þekkingar í landinu. Ég hefi
ærið oft látið orð falla um það
opinberlega, að nauðsyn bæri
til að efla og fullkomna sér-
fræðiþekkingu manna hér, og
mér er nær að halda, að aldrei
hafi áður verið gert jafnmikið
til þess í verki að styðja unga
og efnilega menn á þeirri braut,
en undanfarin ár. Það má því
vel segja, að árásir andstæð-
inganna séu svo langt frá hinu
sanna í þessu efni, að þær séu
fullkomið öfugmæli.
4. Embættl veitt
vlnstri mönnum.
í sambandi við veiting lög-
reglustj óraembættisins í Reykj a-
vík og skólastj órastöðunnar við
Flensborgarskólann, hefir því
verið haldið fram, að ég veitti
vinstri mönnum öll enjbætti, án
tillits til verðleika, og hefir í
því sambandi verið minnst á
veiting ýmissa embætta.
Ég hefi nú sannað, að lög-
reglustjóraembættið var boðið
manni, sem ég hygg að engum
fræði sérstaklega með tilliti til
sóknarflokksins. En viðvíkj-
andi öðrum embættum vil ég
taka'þetta fram:
Árið 1927, þegar stjórn Fram-
sóknarflokksins tók við völdum,
hygg ég, að allir sýslumenn að
einum undanteknum, hafi verið
íhaldsmenn. Ennfremur allir
dómarar í hæstarétti og allir
prófessorarnir við lagadeild há-
skólans. Þótt Framsóknar-
flokkurinn óski á engan hátt
eftir þeirri amerísku venju, að
skipta um embættismenn eftir
því sem stjórnarskipti verða í
landinu, getur heldur ekki tal-
izt óeðlilegt að hann uni því
ekki, að íhaldsmenn einir sitji
í lögfræðilegum embættum í
landinu, og það þarf engan að
undra þótt stjórn Framsóknar-
manna leitaðist við að leiðrétta
það misræmi, sem orðið var í
þessum sökum árið 1927.
Nokkur leiðrétting fékkst í
þessum málum í stjórnartíð
Tryggva Þórhallssonar, þegar
Jónas Jónsson var dómsmála-
ráðherra. En árin 1932—1934
var dómsmálaráðherrann úr
flokki sjálfstæðismanna. Þá var
á ný tekin upp gamla aðferðin.
Rétt áður en þessi dómsmála-
ráðherra fór frá, veitti hann
flokksbræðrum sínum þrjú
sýslumannsembætti.
Það hefir einu sinni á Alþingi
verið deilt á mig fyrir að ég
veitti aðallega flokksbræðrum
mínum lögfræðileg embætti. Ég
svaraði því þannig, að þegar
hið forna ranglæti væri leið-
rétt, teldi ég eðlilegast að sett-
ar yrðu ákveðnar reglur um
veiting slíkra embætta. Þessari
skoðun hefi ég fylgt, eftir að
misréttið gamla hafði að nokkru
verið leiðrétt. Af nýjum lög-
reglustjórum, bæjarfógetum og
sýslumönnum utan Reykjavík-
ur, sem skipaðir hafa verið eða
settir í minni tíð sem dóms-
málaráðherra, eru 4 Sjálfstæð-
ismenn, 6 Framsóknarmenn og
2 jafnaðarmenn. Það er leið-
inlegt að þurfa þannig að draga
menn þannig í pólitíska dilka,
en hjá því verður ekki komizt,
þegar jafn tilefnislausar árásir
eru gerðar og hér um ræðir.
Eftir veitingarnar, sem fram-
kvæmdai' voru 1934, og árin
fyrir 1927, mun ekki unnt að
álíta að óbilgjarnlega hafi ver-
ið farið að í þessum efnum.
Helmngur þessara nýju em-
bættismanna telzt til Fram-
sóknarflokksins, hinn helming-
ingurinn til Sjálfstæðismanna
og jafnaðarmanna. En það er
auðsjáanlega ekki þetta, sem
andstæðingarnir vilja. Þeir
vilja gömlu regluna: Öll em-
bættin fyrir sína flokksmenn.
Ef andstæðingarnir vilja gera
sér það ómak að telja saman
störfin, sem veitt hafa verið hér
í Reykjavík og eru lögfræðilegs
eðlis, þá mun niðurstaðan verða
sú, að milli 10—20 slík störf
hafa verið veitt, — flest þeirra
í ráðuneytum og stofnunum,
sem Framsóknarmenn ráða yf-
ir, og ég hygg, að það verði drf-
itt að halda þvi fram, að and-
stæðingar Framsóknarflokksins
hafi orðið í minnihluta við þær
embættaveitingar. Það er alveg
þvert á móti, og munar mjög
miklu.
Ef andstæðingarnir óska, má
vel hjálpa þeim til að telja þetta
saman. Niðurstaðan af þessari
árás verður þá sú, að leiðrétt
hefir verið að nokkru fornt
ranglæti frá hendi andstæð-
inganna. Síðan hefir, eins og
ég lýsti yfir á Alþingi að rétt
væri, verið fylgt þeirri reglu
að veita embættin, án tillits til
stjórpmálaskoðana, og maður
varð sannast að segja ekki var
við að henni væri fylgt áður.
Það er því næsta undarlegt, að
á tímum eins og nú eru, þeg-
ar þörf er sem beztrar sam-
vinnu, skuli slík tilbúin tilefni
valin til árása á Framsóknar-
flokkinn.
5. Kosningar
í Á.'tsafijarðarsýsln
Það er deilt á mig með óvöld-
um orðum fyrir, að ég hafi ekki
fyrirskipað aukakosningu í
Norður-ísafjarðarsýslu. — Eins
og mönnum er í fersku minni,
var almennum kosningum
frestað með einróma samþykki
allra þeirar þingflokka, sem
þjóðstjórnina styðja. Sjálfstæð-
isflokksmenn mæltu fastast
með kosningafrestuninni. Það
var svo um talað, að ef þing-
maður félli frá, þá skyldi sá
flokkur, sem hann tilheyrði, fá
kjördæmið mótsóknarlaust af
hálfu hinna þjóðstjórnarflokk-
anna, og frá þessu hefir Mbl.
skýrt. Nú er hins vegar um það
deilt milli Sjálfstæðis- og Al-
þýðuflokksins, hvort þetta sam-
komulag ætti að gilda þegar
þingmaður segði af sér, eða að-
eins þegar hann félli frá. Hins
vegar var einatt gert ráð fyrir
því, að reynt yrði að komast hjá
kosningum í einstökum kjör-
dæmum meðan kosningafrest-
unin gilti, því annars gátu þeir
þingmenn, sem kosningafrest-
uninni voru andvígir, komið af
stað kosningum í mörgum kjör-
dæmum með því að segja af
sér þingmennsku.
Ég mun ekki ræða nánar
þetta ósamkomulag Alþýðu- og
Sj álfstæðisflokkanna, en svo
mikið er víst, að það var vilji
Alþingis, að komizt yrði hjá
kosningum, og kom það m. a.
glögglega í ljós í útvarpsræðu
atvinnumálaráðherra, Ólafs
Thors, þar sem hann lýsti yfir
því, að kosningabarátta væri
frágangssök. Þessu til frekari
staðfestingar skal þess getið, að
rætt var um það og gengið út
frá því, að bæjarstjórnarkosn-
ingar yrðu ekki látnar fara
fram í vetur. Um það mál hefir
síðan ekki verið rætt nánar. En
ofan í þessa samþykkt Alþing-
is um kosningafrestunina, og
þann vilja, sem með henni koin
í ljós, er nú ætlast til að ég á-
kveði aukakosningu í N.-ísa-
fjarðarsýslu, og efni með því til
kosningabaráttu, sem fyrirsjá-
anlega yrði mjög hörð og fjand-
samleg, þvi að inn i kosninguna
myndi blandast deilan um það,
hvort Sjálfstæðismenn hefðu
brugðist loforðum sínum gagn-
vart Alþýðuflokknum. Auglýsing
á slíkri kosningu væri bein-
iinis gegn þingviljanum, og .Al-
þingi með því sýnd frekleg lít-
ilsvirðing.
En það er undarlegt, að um
leið og deilt er á mig fyrir að
láta Norður-ísfirðinga vera
þingmannslausa, skuli ekki
vera minnst einu orði á það, að
Snæfellingar eru líka þing-
maimslausir, og búnir að vera
það á tveimur þingum. Ég hefi
ekki orðið fyrir neinum árásum
— a. m. k. ekki opinberlega, —
fyrir þær sakir, og blöð Sjálf-
stæðismanna hafa ekki ymprað
á því, að kosningar væru nauð-
synlegar í því kjördæmi. Ef það
er „hnefahögg“ í andlit N.-ís-
firðinga, að ekki skuii fara fram
aukakosning í sýslunni, hvað
má þá segja um Snæfellinga,
sem ólíkt lengri tíma hafa ver-
ið án alþingismanns, — já, og
það áður en fyrir lá nokkur yf-
irlýsing um vilja Alþingis í því
efni að fresta almennum al-
þingiskosningum.
Ég sé nú í sumum þeim blöð-
um, sem fastast mæltu fyrir
kosningafrestuninni í vor, að
þannig er látið, sem þau hafi
eiginlega alltaf verið á móti því
að fresta kösningum, og telja
nú eðlilegt að ganga til kosn-
inga. Vitað mál er það, að kosn-
ingunum verður ekki frestað
lengur en flest allir þingmenn
þeirra flokka, sem að ríkis-
stjórninni standa, eru sammála
um það. En á skoðun þeirra
virðist nú orðin breyting, ef
treysta má blöðunum.
Virðist því eðlilegt að bíða
með kosningar í þessum tveim-
ur kjördæmum þangað til séð
er, hvort unnt er að láta fara
fram almennar kosningar á
næstunni. Hitt væri verr farið
en heima setið, ef hlaupa ætti
eftir þeim hringlandahætti, að
fresta almennum Alþingiskosn-
ingum en efna síðan til harðvít-
ugrar kosningabaráttu í einu
kjördæmi, og hafa svo e. t. v.
rétt þar á eftir almennar kosn-
ingar. Niðurstaðan yrði þá sú,
að í stað einnar kosningabar-
áttu yrðu tvær háðar með
skömmu miilibili.
Þótt skoðanir manna virðist,
ef marka má blöðin, hafa
breytzt furðu fljótt í þessu máli,
þá er svo mikið víst, að ég tek
ekki þátt í stjórnarframkvæmd-
um af þeirri tegund.
Einnig að því er varðar kosn-
inguna í N.-ísafjarðarsýslu,
virðist tilefnið til árása gripið
úr lausu lofti, eða því a. m. k.
beint gegn skökkum aðila.
Að undanförnu hefi ég næst-
um aldrei svarað ádeilum í blöð-
Merkíleg sænsk
uppiinning
Svíar þurfa engu að kvíða,
þótt þeir tímar komi, að þeir
verði að treysta á innlent elds- J
neyti til iðnaðarþarfa. Með
sænskri uppfinningu hefir ver-
ið ráðið fram út þessum vanda.
Þetta tæki er hálfgas„genara-
tor“, sem Axel Ohlsson verk-
fræðingur í Stokkhólmi hefir
fundið upp. Vélsmiðjur sænsku
járnbrautanna í Linköbing eru
þegar byrjaðar að framleiða
þessar vélar í stórum stíl, eftir
tveggja ára yfirgripsmiklar og
nákvæmar undirbúningsrann-
sóknir. Reynslan hefir sýnt, að
það er hægt að nota hvers
konar eldsneyti: Steinkol, koks,
við og mó við þessar vélar. Sé
viði brennt má með hæfilegri
og réttri notkun spara 25
hundraðshluta af eldsneyti,
miðað við eldri vélar, sem
brenndu viði.
í sænskri járnsmiðju hefir
þessi nýja uppfinning verið
notuð í sambandi við bræðslu- j
ofn, og fimmmánaða reynsla |
við iðju þessa, eftir frá- í
sögn verkfræðinga þar, er sú, |
að ofn, sem bræðir 3,5 smá-
lestir á klukkustund, nær 1340
stiga hita í bræðsluarininn. Af-
köst ofnsins nær tvöfaldast,
miðað við kolakyndinguna áð-
ur. Eldsneytissparnaðurinn er
mikill. Bræðsluofn, er áður |
þurfti 2000 smálestir af stein- ;
kolum árlega, en hefir verið !
búinn hinum nýju Parcatækj-
um og notar við, þarf 2000 ten-
ingsmetrum minna af við held-
ur en því svarar, Það nemur um
25 þúsund krónum á ári, sé hver !
teningsmetri viðar metinn á
12,50.
Þessi nýja uppfinning hefir
langmesta þýðingu fyrir iðnað- |
inn, en líka til útbúnaðar, sem
gerir það kleift að notfæra sér
hana í sambandi við miðstöðv-
arupphitun. Þar kemur hún að
sama haldi, hvað eldsneytis- |
sparnaði viðvíkur, en sjálfsagt
líða mörg ár áður en þessi upp-
hitunartilhögun verður almenn,
Við tilraunirnar hefir verið |
mikil nákvæmni viðhöfð. Hita- i
tækinu var meira að segja kom-
ið fyrir á vog, sem vóg tíu siná- :
lestir svo nákvæmlega að ekki
skeikaði einu hektogrammi, og |
síðan voru mældar hitaeining-
ar þær, er fengust mældar mjög
vendilega við margvísleg skil-
yrði og margvíslega notkun.
ÁÖur liafa menn ekki getað
notað við í stað kola til elds-
neytis, svo að verulegu næmi,
án þess að hitamagnið rénaði
og hitinn yrði of lítill. Á þess-
um vandkvæðum hefir verið
bót ráðin. Vatnsgufa og kvoða,
sem leggur úr viðnum við
brennsluna, er skilið vendilega
frá gasinu, svo að hinn hái hiti
helzt og eldsneytið nýtist til
hlítar.
Læknaikipti.
Þeir samlagsmexm, sem réttinda njóta og
óska að skipta um lækna frá næstu áramótum,
snúi sér til skrifstofu samlagsins fyrir 1. lióv-
ember næstkoxnandi.
Listi fyrir lækna |>á. sem valið er um. ligg-
ur frammi á skrifstofunni.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur.
Tilky iiii b 11»
Vegna sívaxandi örðugleika með sendisveina hef-
ir félag okkar séð sig knúð til að takmarka sendiferð-
ii' svo sem hér segir:
Pantanir, sem eiga að sendast fyrir hádegi, þurfa
helzt að koma daginn áður og eigi síðar en kl. 10 að
morgni.
Síðdegispantanir verða að vera komnar fyrir kl. 4.
í von um að heiðraðir viðskiptavinir skilji örðug-
leika okkar, vonum við að þeir góðfúslega hagi sér
eftir þessu.
Félag kjötverzfiuim
í Keykjavík.
Öll börn á slcólaskyldualdri, sem heima eiga í umdæmi Laug-
arnesskólans, og önnur börn, sem stunda eiga nám í skólanum
í vetur, eiga að mæta í skólanum sem hér segir:
Föstudaginn 3. okt, kl. 1 e. h.: Börn 10 ára og eldri. Þ. e. börn, sem
fædd eru 1931,1930,1929, 1928 og þau börn fædd 1927, sem
eiga að vera í skólanum í vetur.
Sama dag kl. 2 e. h.: Börn 8 og 9 ára, þ. e. börn fædd 1932 og 1933.
Laugardaginn 4. okt. kl. 1 —3 mæti öil 6—7 ára börn, þ. e. börn
fædd 1934.
Ef eitthvert barn er forfallað að mæta á tilsettum tíma, verða
aðstandendur að mæta, eða láta einhvern mæta fyrir barnið og
gera grein fyrír fjarveru þess.
Jón Slgurðsson, skólastjóri.
llvöl
Á afgreiðslu Dvalar eru nú til þrjú heil
(complet) eintök af ritinu. Er orðið
mjög örðugt að fá slík eintök. Verða
þau (allir árgangarnir átta) seld á 75 krónur.
DVÖL, Lindargötu 9A,
Reykjavík,
um. Ég hefi talið það heppileg-
ast að komast hjá slikum skrif-
um. En ég hefi af rökum, sem
ég hefi áður greint, talið mig
tilneyddan að þessu sinni. Ég
álít, að þrátt fyrir samstarf
flokkanna, geti verið fyrir hendi
svo rík lilefni, að ekki verði
komizt hjá ádeilum. Þær geta
verið réttmætar, og ég mun á
engan hátt mæla mig undan
réttmætri gagnrýni eða þau
störf, er ég hefi með höndum.
Mér dettur heldur ekki í hug,
að eigi megi að þeim finna. En
þegar seilst er til ádeiluefna,
sem eru f aðalatriðum ósönn,
þá verður ekki varist þeirri*
hugsun, að það er næsta ann-
arlegur starfsvilji, sem liggur á
bak við slík skrif. Ýmislegt af
því, sem komið hefir í ljós í
blöðunum undanfarið, — e. t. v.
ekki einkum það, sem hér hef-
ir verið nefnt, — bendir til þess
að sumir menn hafi undarlegar
skoðanir á samstarfi í ríkis-
stjórn, eða þá hitt, að þeir telja
hennar ekki lengur þörf. E. t.
v. fæ ég tækifæri síðar til að
ræða það atriði nánar.
Kaupum falleg
KÓPASKIM
OG
LAMBSKUVIV
HÆSTA VERÐI.
MÁGiVI H.F.
Áuglýsið í Timanum!
Vinnið ötuUega fyrir
Tímann.
4 ÚTBREIÐIÐ TÍMANN4
196
Victor Hugo:
Þá læddust höfug tár fram í augna-
krókana. Þau drupu hægt og hljóðlát-
lega niður vanskapað andlit hans, er
afmyndazt hafði við píslir og örvænt-
ingu. Það var ef til vill 1 fyrsta skipti,
sem þessum ógæfumanni hneig tár af
auga.
Hann gáði þess eigi að drekka. Tat-
arastúlkan gerðist óþolinmóð. Hún
skaut fram vörinni og þrýsti flösku-
stútnum betur að vörum Kvasimodos.
Þá drakk hann í löngum teigum.
Hann var sárþyrstur.
Hann dróg varirnar fram, er hann
hafði drukkið að vild sinni, og ætlaði
að kyssa á hina fögru hönd, sem hafði
fært honum svölun. En unga stúlkan,
er enn geymdi í minni hegðun hans
nóttina áður og hafði þess vegna illan
bifur á honum, dróg höndina að sér.
Andlitsdrættir hennar minntu á barn,
sem er hrætt við hund.
En þá leit heyrnarlausi maðurinn á
hana og augnatillit hans var þrungið
ásökun og ólýsanlegri hryggð.
Það var aðdáunarvert að sjá þessa
fögru, fersku og yndishýru stúlku,
svo veik sem hún virtist, koma til
illskulegustu veru, sem hugsazt gat —
og það i sjálfann gapastokkinn. Þetta
var fögur sjón.
Esmeralda 193
þolaö misþyrmingar og háöung. Hann
var orðinn dauðstirður.
Öllum að óvæntu reyndi hann enn á
böndin; það brakaði í hjólásnum. Hann
hafði þrjózkast við að láta nokkuð í sér
heyra, en nú rak hann upp hást og
langdregið gól, sem meira líktist span-
góli í hundi heldur en hljóðum í manni.
Þetta óp yfirgnæfði hávaðann í kring.
Kvasimodo sagði:
— Eitthvað að drekka!
Þessi örvæntingarbæn hrærði einskís
manns hjarta. Hún jók stórum á glað-
værð múgsins.
Allir hófu upp rödd sína til þess að
hæða vesalings Kvasimodo, sem nú var
svo illa kominn. §att var það, að hann
var jafnvel venju fremur viðbjóðslegur,
andlitið dumbrautt og augnaráðið tryll-
ingslegt. Tungan lafði út úr honum og
froða vall um munnvikin. Hafi nokkur
miskunnsöm manneskja, sem vildi gefa
honum að drekka, verið þarna í mann-
þrönginni, þá hefir hún ekki þorað það,
því að sú var skoðun þeirra tíma, að hver
sá, sem stigi fæti á þrepið við gapa-
stokkinn léti heiður sinn; gegn þessum
hindurvitnum hefði jafnvel hinn misk-
unnsami Samverji ekki þorað að ganga.
Að fám mínútum liðnum leit Kvasi-
modo enn örvæntingaraugum til múgs-