Tíminn - 04.10.1941, Side 1

Tíminn - 04.10.1941, Side 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMA Ð UR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. 25. Ilovkjavík, langardaglnn 4. okt. 1941 98. blað Falssiiiir i fsirmgjaI<1 si 111 áIinii Ólafur Thors og Morgunblaðið hafa eignað hagsfofusfjóra ummæii, sem hann hefir aldrei sagf Furðuleg ályktun brezkra hernaðaryíirvalda um „ástandið(< Viðfal við forsæfisráðherra Innflufningur bifreiða Viðtal við Svcin Ing- varsson, forstjóra Þessa dagana er verið að flytja á land nýjar vörubif- reiðar, sem Bifreiðaeinkasala ríkisins keypti nýlega í Ame- ríku. Tíðindamaður blaðsins átti tal við Svein Ingvarsson forstjóra um þennan bifreiða- innflutning og fórust honum orð á þessa leið: — Bifreiðaeinkasalan hefir nýlega fengið 250 nýjar vöru- bifreiðar frá Ameríku. Bif- reiðarnar eru ósamansettar, en þeim fylgir vandað hús og flýt- ir það nokkuð fyrir afgreiðslu þeirra. Samt verða alltaf 2—3 mánuðir þangað til búið verður að afgreiða allar bifreiðarnar til kaupendanna. Bifreiðaverk- stæði Egils Vilhjálmssonar annast samansetningu þeirra bifreiða, sem eiga að fara í Reykjavík og nærliiggj andi héruð. En komið hefir til orða, að bifreiðar þær, sem eiga að fara til Norðurlandsins, verði settar saman af bifreiðaverk- stæðum Kristj áns Kristj áns- sonar og verkstæði Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri. Sjaldan hefir verið jafn knýj- andi nauðsyn á að flytja inn vörubifreiðar og einmitt nú. í fyrsta lagi hefir innflutningur vörubifreiða verið mjög tak- markaður síðustu 7—8 árin, vegna gjaldeyriserfiðleika. Af þeim sökum hefir vörubifreiða- kosturinn stöðugt gengið úr sér. Hins vegar er vegakerfi landsins allt af að lengjast og verklegar framkvæmdir stór- aukast með hverju ári, sem líð- ur, og jafnframt vex þörfin fyrir flutningabifreiðarnar. Það var því erfitt að miðla þessum 250 vörubifreiðum þannig, að allir yrðu ánægðir. Bifreiða- einkasölunni bárust 800 um- sóknir og er augljóst, að ekki var unnt að verða við nema litlum hluta þeirra, þar sem aðeins voru 250 bifreiðar til út- hlutunar. Sú regla er yfirleitt höfð við alla bifreiðaúthlutun frá einkasölunni, að endurnýja fyrst hjá atvinnubifreiðastjór- um og fyrirtækjum, sem eiga elztu og lélegustu bifreiðarnar, og að dreifa hinum nýju bif- reiðum á landshlutana í hlut- falli við bifreiðatöluna á hverj- um stað. Þar sem hinar nýju bifreiðar fullnægja ekki vörubifreiða- þörfinni nema að nokkru leyti, vinnur einkasalan nú að kaupum á 250 bifreiðum til við- bótar á þessu ári. Ef siglingar haldast í sæmilegu horfi, þá væntum við þess, að geta náð þessum bifreiðum til landsins fyrir næstu áramót. Takist það, verður að telja, að sæmileg endurnýjun hafi fengizt á vöru- bifreiðakostinum í landinu. Ennþá er ekkert hægt að segja um innflutning fólksbif- (Framh. á 4. siSu) Aukaþingið Það verður sennilega kvatt saman í sídari hluta næstu viku Það er nú ákveðið að auka- þing verði kvatt saman, senni- lega síðari hluta næstu viku. Þingmannafundirnir, sem áttu að hefjast í þessari viku, munu ekki byrja fyrr en nú um helgina. Hafa þeir tafist, því sumir þingmanna hafa ekki getað komið strax til bæjarins. Morgunblaðið hefir nú birt skýrslu hagstofustjóra um innflutningsgjöldin. í skýrslu þessari er aðeins leitazt við að sýna áhrif flutningsgjalda á vísitöluna, en hins vegar er ekkert minnzt á það í skýrslunni, hver áhrif það myndi hafa á vísitöluna, ef tillögur við- skiptamálaráðherra væru framkvæmdar. Allar full- yrðingar Ólafs Thors og Mbl. um að hagstofustjóri haldi því fram, að það myndi lækka vísitöluna um 6/7 úr stigi, eru því tilhæfu- lausar. Þvert á móti er það tekið fram i skýrslu hagstofustjóra, að vísitalan myndi lækka um iy4 stig, ef farmgjöld á skömmtúnarvöruim, (kornvör- um, kaffi og sykri) væru lækk- uð um helming, en vitanlegt er að farmgjöld á þessum vör- um hafa miklu meira en tvö- faldast slðan styrjöldin hófst. Virðist nærri lagi, að þessi út- reikningur hagstofustjóra sýni, aö f armgj aldahækkunin á skömmtunarvörum nemi 1% stigi. Bendir þetta til sömu nið- urstöðu og hjá sérfræðinga- nefndinni, að vísitalan myndi lækka um 2y2 stig, ef fram- kvæmdar væru tillögur við- skiptamálaráðherra um farm- gjaldalækkun og tollalækkun á skömmtunarvörum. Það er þvi hér með upplýst, að bæði Ólafur Thors og Morg- unblaðið hafa ranglega borið hagstofustjóra fyrir því, að lækkun farmgjalda á skömmt- unarvörum samkvæmt tillögu viðskiptmálaráðherra myndi aðeins lækka vísitöluna um 6/7 úr stigi. Engan undrar þótt Fréttaritari blaðsins í Keflavík skrif- ar: Hér er búið að salta um 4000 tn. af reknetasfld síðan fyrst í september. Undanfarið hafa gæftir verið slæmar, en nóg síld veiðist, þegar gefur á sjó. Fyrir skömmu komu hingað rnn 40.000 tómar sfldartunnur með skipi frá Skot- landi. Salt er nóg til, og virðist auðvelt að veita allri þeirri sfld móttöku, sem kann að berast hér á land í haust. Ný- lega keypti Keflavíkurhreppur hafnar- mannvirkin hér, en þau voru áður eign „Hafskipabryggjan s.f.“ Söluverðið var 360.000,00 krónur, en mannvirkin eru: hafnargarður, ásamt hafskipabryggju og trébryggju fyrir báta, stórt sfldar- söltunarhús og vatnsgeymir, íbúðarhús fyrir umsjónarmann mannvirkjanna og vélbátur, 8 smálestir að stærð. Sá, sem reisti þessi mannvirki í fyrstunni, var Óskar Halldórsson útgerðarmaður. í Keflavíkurhreppi er nú unnið að bygg- ingu mn 20 íbúðarhúsa. Þar af eru 5 í Njarðvíkum. Auk þess er Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis að reisa hér stórhýsi, sem líklegt er að verði notað sem verzlunarhús í framtíðinni. í ráði er að skipta Keflavílcurhreppi í tvennt og verða Njarðvíkur þá sérstakur hreppur. Er þegar búið að ákveða landskipti milli hreppanna, gera sam- komulag um skólahald og fátækra- framfæri, en eftir er að ganga endan- lega frá þessum málum. Hér í dráttar- brautinni er verið að byggja tvo nýja báta. Annan fyrlr Sigurbjörn Eyjólfs- son útgerðarmann og verður sá bátur Morgunblaðið hafi gert þetta, en hitt mun koma meira á ó- vart, að ráðherra skuli vera svo blygðunarlaus, að reyna að verja aðgerðaleysi sitt með þvi að bera opinberan starfsmann fyrir því, sem hann hefir alls ekki sagt. Óskammfeilni Mbl. má vel marka á því, að á sömu síð- unni og blaðið birtir skýrslu hagstofustjóra, segir það í for- ystugrein: „Hagstofustjóri telur að þessi ráðstöfun (þ. e. tillaga viðskiptamálaráðherra um farmgjöldin) muni lækka dýr- tíðina um 6/7 úr einu stigi.“ En í skýrslunni er ekki vikið að þessu einu orði, heldur sýnt fram á að lækkun vísitölunnar yrði mun meiri, eins og rakið er hér á undan. Er þetta harla gott dæmi um sannleiksást og málflutning Mbl.! * * * Til frekari skýringar þykir Tímanum rétt að rifja nánar upp tillögu viðskiptamálaráð- herra um farmgjaldalækkun- ina. Hún var á þessa leið: „Ákveðið verði sama flutn- ingsgjald á kornvörum, kaffi og sykri og var fyrir stríð. Eim- skipafélögin fái greiddar bætur úr dýrtíðarsjóði, ef það sýnir sig, að rekstur þeirra fái ekki staðizt þessa ráðstöfun, en þá sé líka jafnframt tekið tillit til afkomu þeirra á síðastl. ári.“ Til frekari skýringar skal þess getið, að tilætlun við- skiptamálaráðherra var sú, að þótt vörurnar væru nú aðallega fluttar frá Ameríku, þá þyrfti vöruinnf lytj endur ekki að greiða hærra flutningsgjald en það kostaði að flytja vörurnar frá Norðurlöndum og Englandi fyrir styrjöldina. Þar sem ekki þótti réttlátt að leggja slíka kvöð skilyrðislaust á eimskipa- félögin, var gert ráð fyrir upp- bótargreiðslum úr dýrtíðarsjóði, ef taprekstur var fyrirsjáan- (Framh. á 4. síðu) 28 smálestir að stærð. Hinn báturinn « er smíðaður fyrir Sig. Guðmundsson, Þernukoti í Njarðvíkum, og verður sá bátur 25 smálestir að stærð. Við drátt- arbrautina vinna frá 20—40 menn árið um kring. Framkvæmdastjóri hennar er Valdemar Björnsson, en verkstjóri og yfirsmiður er Siguröur Guðmunds- son. t t t Um fimmleytið á aðfaranótt miðviku dags tók mann að nafni Ingólf Pálsson út af vélbátnum Stakk frá Keflavík. Slysið vildi til út af Garðskaga, er bát- urinn var að koma af reknetaveiðum. Mikill sjógangur var og gengu öldurnar af og til yfir bátinn. Ein slík alda gekk yfir aftanverðan bátinn og skolaði Ing- ólfi með sér. Ingólfur var fæddur 8. ágúst 1911. Var hann nýkvæntur, en barnlaus. t t r Fregnir hafa borizt um að hámarks- verð á ísfiskl hafi nýlega verið lækk- að í Englandi. Ennfremur að í ráði sé að setja nýjan innflutningstoll á fisk- inn. Um þessi atriði hafa ekki enn borizt neinar áreiðanlegar fregnir, en talið er líklegt að þessar ráðstafanir muni hafa talsverða verðlækkun á ís- fiskinum í för með sér. t t t Blaðið átti símtal við Jón Sigurðsson kaupfélgasstjóra á Djúpavogi í morg- un og tjáði hann því eftirfarandi: Slátrun hófst hér 2. október og er það nokkru seinna en venjulega. Stafar Brezka herstjórnin kvaddi blaðamenn á fund sinn í gær og afhenti Wise majór þar yfir- lýsingu frá herstjórninni um „ástandsmálið“, ásamt nánari greinargerð. Hefir herstjórnin fengið skýrslur sakadómara og lögreglustjóra til athugunar og eru þær sérstaklega ræddar í greinargerðinni. í yfirlýsingu herstjórnarinn- ar segir m. a.: „Brezku hernaðaryfirvöldin eru fús á að eiga samvinnu við íslenzk yfirvöld um að varð- veita þá vingjarnlegu sambúð, sem hingað til hefir verið með setuliðinu og landsmönnum, en þau geta ekki samþykkt rétt- mæti ummæla þeirra um á- standið, sem felst í skýrslu „Á- standsnefndairinnar“ um að saurlifnaður hafi farið mjög í vöxt á íslandi vegna setuliðs- ins hér. Það eru þegar í gildi ýmsar fyrirskipanir um varð- veizlu reglu, en þær virðast ekki vera almenningi kunnar. Þess- ar fyrirskipanir eru: 1. Það er brot á brezkum lög- um að eiga mök við stúlku inn- an 16 ára aldurs, jafnvel þótt athæfi þetta sé framið óafvit- andi. 2. Konum er bannaður að-' gangur að hermannabúðum. Hermaður, sem fer með konu inn í herbúðir, er sekur um af- brot. 3. Hermönnum er bannað að bjóða stúlkum innari 16 ára aldurs á hermannadansleiki og fyndust þær þar, mundu þær látnar fara. 4. Herlögreglan er ávallt á verði í veitingahúsum, á götum og öðrum opinberum stöðum til að varðveita reglu.“ í greinargerðinni er komizt að þeirri furðulegu niðurstöðu, að hérvíst setuliðsins hafi haft lítil áhrif á siðferðislíf lands- manna og að það hafi blátt þetta af ótíð þeirri, sem undanfarið hefir verið hér í Suður-Múlasýslu. Var ekki unnt að ná fénu af afréttum vegna vatnavaxta og seinkaði göngum hér um slóðir allverulega af þessum sökum. Svo mikil hlýindi hafa fylgt úrkomunum undanfarið að vatnsföllin hafa oltið fram kolmórauð eins og 1 leysingum að vori til. Um skeið hefir verið hér mikið gæftaleysi og því eng- inn fiskur veiðzt nokkra hríð. t t t í sumar urðu menn varir við óþekkta fisktegund, sem óð í torfum líkt og síld. Einkum hefir þessa fiskjar orðið vart á Norðfjarðarflóa og á Homafirði, við Vestmannaeyjar og á Hafnarfirði. Á tveim síðasttöldu stöðunum hefir þess- um fiski verið beitt og segja fróðir menn, að þetta sé brynstirtla, en sú fiskitegund er algeng í heitari höf- um, en hefir sjaldan sézt hér fyrr. Árið 1840 sá Jónas Hallgrímsson þenn- an fisk út af Bfldudal og stundum hefir brynstirtla sést við strendur Noregs og Englands. Brynstirtla er á stærð við síld, en það sem hér hefir veiðst af henni er 12—13 sm. að lengd (sennilega ungviði) og hefir haft 10% fitumagn. r t r Nú um mánaðamótin skeði sá at- burður í Brelðdalsvik eystra að tund- urdufl rak á land og sprakk skammt frá höfninni. Ekki er vitað um að tjón hafi orðið af völdum sprengingarinnar. (Framh. á 4. síðu) áfram batnað undanfarna mán- uði! Er reynt með ýmsu móti að gera skýrslu lögreglustjóra sem tortryggilegasta. Þar sem það verður að telj- ast mjög furðulegt, að ensku hernaðaryfirvöldin skuli fara að skipta sér af rannsókn mála, sem fyrst og fremst snerta is- lenzka þegna, hefir Tíminn snúið sér til forsætisráðherra og spurt um álit hans á þessari yfirlýsingu. Forsætisráðherra fórust þann- ig orð: — Yfirlýsing þessi mun vera gefin út af deild, sem mun hafa með höndum ýmsa eftir- grennslun og upplýsingaþj ón- ustu fyrir herinn hér á landi. Hefir hún annað veifið verið að kalla saman íslenzka blaða- menn til þess að fá þá til að birta hinar og þessar yfirlýs- ingar. Margt í skýrslunni verður að teljast næsta broslegt, t. d. sú fullyrðing, að siðferðið muni hafa batnað síðan herliðið kom til landsins. Það verður vissu- lega að teljast broslegt að ætla að bera slíkt á borð fyrir ís- lenzka blaðalesendur, sem hafa það fyrir framan augun, sem er að gerast í þessum efnum, næstum hvar sem þeir fara. Um reglur þær, sem sagt er að hermönnunum hafi verið gert skylt að fylgja í þessum efnum, ætla ég ekki að ræða að svo stöddu. En trúlegt þykir mér að það komi ýmsum íslending- um á óvart, að slíkar reglur skuli hafa verið í gildi. Það er reynt að véfengja skýrslur lögreglustjóra, m. a. vegna þess, að engin nöfn og heirríilisföing hafi verið skrá- sett. Vitanlega hafa nöfnin og heimilisföngin verið skrásett, en það kom hins vegar ekki til mála, að láta í hendur erlendra hernaðaryfirvalda slikar skýrsl- ur með nöfnum og heimilis- föngum þeirra kvenna, sem um er að ræða. En af þessum á- stæðum hafa þau vitanlega ekki getað athugað það neitt, hvort skýrslur lögreglustjóra eru réttar eða ekki, enda er það ekki verkefni fyrir þau, að safna slíkum skýrslum um íslenzkt kvenfólk eða að skipta sér af því, hvernig þeirra heimilda er (Framh. á 4. siðu) Erlendar fréttír Hitler flutti ræðu í gær í til- efni af því, að þýzka vetrar- hjálpin var að taka til starfa. Það, sem vakti einna mesta athygli í ræðu hans, voru þau ummæli, að með innrásinni í Rússland hefði hann opnað „hlið á leyndardómi, sem eng- inn þekkti fyrirfram", þ. e. að óvíst væri um úrslitin. í ræðu sinni gerði hann ráð fyrir þeim möguleika, að styrjöldin stæði lengi og myndu Þjóðverjar þá notfæra sér auðæfi þeirra lands- hluta, er þeir væru búnir að taka af Rússum, en þessi lönd væru fjórum sinnum stærri en Bretland. Hann viðurkenndi hreysti Rússa og sagði, að þeir berðust eins og blóðþyrst ó- argadýr. Hann kvað Rússa líká hafa reynst öflugri, en Þjóð- verjar hefðy gert ráð fyrir. Hann sagði, að 2.5 millj. rúss- neskra hermanna hefðu verið teknir til fanga og þeir hefðu misst 22 þúsund fallbyssur, 18 þúsund skriðdreka og (Framh. á 4. síffu) A víðavangi SKEMMDIRNAR Á MJÓLKINNI. Talsvert ber á skemmdum á mjólk hér í bænum um þessar mundir. Stafar það af því, að sækja verður nú allmikið af mjólkinni lengra en venjulega, því mjólkurframleiðsla er með minnsta móti á þessum tima árs, og að mjólkurvinnslan hér í bænum hefir mjög örðugan að- búnað. Eins og vænta mátti af „samstarfsmönnunum“, Sjálf- stæðismönnum, reyna þeir að gera mjólkurskemmdirnar póli- tískar. Þær eiga að vera sök Framsóknarmanna í mjólkur- verðlagsnefnd. Þessu er því að svara, að Framsóknarmenn kusu miklu heldur að láta byggja nýja mjólkurstöð en að kaupa hina ófullkomnu mjólk- urstöð Mjólkurfélagsins, þótt að því ráði væri horfið. Hafa Framsóknarmennirnir í mjólk- ursölunefndinni ekki síður en hinir nefndarmennirnir gert sitt til að fá bætur á því vand- ræðaástandi, sem stafar af þessum óheppilegu kaupum. Ættu fulltrúar bæjarstjórnar- innar í mjólkursölunefnd, Ja- kob Möller og Guðmundur R. Oddsson,að geta borið um þetta. Er skorað á Mbl. og Alþbl., ef þau ætla að halda áfram að bera Framsóknarmenn sökum í þessu máli, að nefna þá dæmi þess, að þeir hafi reynt að hindra einhverjar umbætur, er Jakob og Guðmuridur reyndu að koma fram. ÓLAFUR AFNEITAÐI JÓNI OG ÞORSTEINI. Bóndi, sem nýlega kom inn á skrifstofu Tímans, vakti at- hygli á því, að jafnframt því, sem Ólafur Thors lýsti yfir stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins í verðlagsmálum landbúnaðar- ins í Mbl.grein sinni 30. f. m„ þá tæki hann skýrt fram, að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hefðu viljað hafa kjötverðið lægra en Jón Pálmason og Þorsteinn sýslumaður. Með þess- ari yfirlýsingu formanns Sjálf- stæðisflokksins væri raunveru- lega sagt, að flokksforystan stæði með Óðinsmönnum, þótt hún vildi ekki marka greini- legri afstöðu að sinni. Þetta gæti verið bændum greinileg- ur leiðarvísir um það, hvað ger- ast myndi í þessum málum, ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi síð- ar þá aðstöðu, að vera þar einn öllu ráðandi. Óðinssjónarmið myndi þá bera hærri hlut. SAMVINNA BÆNDA OG VERKAMANNA. í grein sinni um Sjálfstæðis- flokkinn og verðlagsmálin reyn- ir Ólafur að eigna andstæðing- um sínum þá skoðun, að bænd- ur og verkamenn geti ekki unnið saman. Annaðhvort fer Ólafur hér vísvitandi með rangt mál eða hann hefir algerlega misskilið skrif andstæðinga- blaða sinna. Blöð Framsóknar- flokksins hafa jafnan talið samvinnu bænda og verka- manna æskilega. M. a. þess- vegna hafa þau deilt á Sjálf- stæðisflokkinn fyrir að æsa verkamenn gegn bændum og bændur gegn verkamönnum, en undirróður Óðinsforsprakkanna annars vegar og Jóns Pálmason- ar hins vegar hefir þær afleið- ingar. Ólafur Thors getur vissu- lega ekki talið sig fylgjandi samvinnu bænda og verka- manna meðan flokkur hans vinnur að því öllum árum, að hvetja þessar stéttir til að gera kröfur, sem hljóta að spilla sambúð þeirra. SKRINGILEG NEÐURSTAÐA. Piltur, sem nefnist Jóhann Hafstein, hefir nýlega skrifað grein i Mbl., sem styrkir það álit, að hann hafi eingöngu komizt tíl metorða í Sjálfstæð- (Framh. á 4. síSu) A KROSSaÖTTJM Frá Keflavík. — Druknun. — Hámarksverð á ísfiski. — Ótíð eystra. — Brynstirtla. — Tundurdufl. — Frá Hofsós.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.