Tíminn - 24.10.1941, Síða 2

Tíminn - 24.10.1941, Síða 2
426 TÍMIM, föstndagiim 24. okt. 1941 107. blað Lausnarbeiðni stjórnarinnar (Framh. af 1. síðu) dýrtíðarmálin með samkomulagi | við þá aðila, sem frumvarp Ey- steins Jónssonar tekur til. Ekk- ert liggur ennþá fyrir um það, að þetta samkomulag náist. Má vera að það sé skökk ályktun hjá mér, — reynslan á eftir að skera úr því, — en ég get ekki treyst því, eftir þeim vilja, sem hingað til hefir komið í ljós til að leysa þetta mál, að samkomulag um þetta efni muni nást við marga tugi félaga. Þess vegna tel ég það fráleitt af Alþingi, að varpa frá sér málinu með þessa ímynduðu úrlausn fyrir augum. — Við Ey- steinn Jónsson tókum það fram, að ef það lægi fyrir, að samning- ar myndu takast, þá væri að vísu svipuðu takmarki náð og með lögfestingu kaupgjaldsins, og með því að vilja ná þessu tak- marki með samkomulagi, sýni Alþ.fl. og Sjálfst.fl. í raun og veru , að þeir telji nauðsynlegt að ná því marki, sem felst í dýr- tíðarfrumvarpi Eysteins Jóns- sonar, og viðurkenna þar með að með frumvarpinu sé rétt stefnt. — En það má aðeins ekki ná þessu marki með lögfestingu. Þetta stórkostlega ranglæti, sem Sjálfstæðismenn og Alþýðu- flokksmenn telja að eigi að fremja á launþegum landsins með lögbindingu kaupgjaldsins, á eftir þeirra tillögum aðeins að fremja með samningum. Þessir sömu flokkar voru því samþykk- ir, að iögbinda kaupið, þegar gengislögin voru samþykkt, svo ekki getur hér verið ,,princip“- ástæðum til að dreifa. — Við, ráðherrar Framsóknarflokksins, bentum á, að þar sem samningar lægju ekki fyrir, væri hér ekki um örugga lausn að ræða, og ef samningar ekki næðust, sæti allt við hið sama. Þess vegna buðum við enn til samkomulags, að hafa það ákvæði í lögunum um bind- ingu kaupgjaldsins, að ef frjáls- ir samningar yrðu á komnir um áramót, þá skyldi lögbindingar- ákvæðið falla úr gildi. En það fékkst ekki heldur samþykkt. Til hvers er þjóð- stjóm? Þjóðstjórn er til þess að lægja flokkadeilur og hindra togstreitu milli flokkanna. Hún er til þess að gera sameiginlegt og sterkt átak í vandamálunum út á við. Hún er til þess að finna og fram- kvæma með samstilltum átökum skynsamlega lausn í innanlands- vandamálum. Ég viðurkenni, að það hafa stundum verið meiri deilur milli flokkanna en undanfarið ár. En þó hygg ég, að það sé minnst á mununum, þegar litið er á tíma- bilið síðustu mánuðina. Ég hygg, að það sé vandalaust að rekja það og sýna fram á, að blaða- deilurnar hafa ekki líkzt því, að hér sæti þjóðstjórn að völdum. Ef flokkarnir hafa gert eitthvað sameiginlegt, sem vinsælt hefir verið, hefir verið keppzt um það í blöðunum, að eigna sínum ráð- herrum það. En hin óvinsælu verk hafa verið kennd andstæð- ingunum. Það er ekki ýkjamargt í lausn innanlandsmálanna, sem ekki hefir verið deilt allhart um, og þacS stundum ærið persónu- lega. Ég fullyrði, að þótt hér réði flokksstjórn, þá ætti það að vera bein skylda blaðanna að haga skrifum sínum, eins og nú er ástatt, á annan veg en und- anfarið. í vandamálunum út á við hef- ir þjóðstjórnin óneitanlega leyst af hendi mörg vandasöm verk- efni með sameiginlegu átaki. En þessi mál hafa áður verið leyst sameiginlega af flokkunum í ut- anríkismálanefnd og án þess að það ylli verulegum deilum með- an flokksstjórnir sátu við völd í landinu. í utanríkismálanefnd eiga allir þjóðstjórnarflokkarnir sína fulltrúa, og það var talið skylt að halda þessum málefn- um utan við flokkadeilurnar. En nú hefir brugðið svo einkenni- lega við, að eitt vandamálið, sem við höfum þurft að leysa út á við, hefir valdið meiri deilum i blöðunum, en flest önnur mál- efni. í innanlandsmálunum er sag- an að nokkru leyti sögð með því að rekja sögu dýrtíðarmálsins, þótt ekki séu nefnd mörg önnur mál, sem tiltæk eru frá síðasta missiri. — Við íslendingar höf- um ákaflega gaman af því að leika okkur með orð. Við erum flestir sammála um nauðsyn bess að hafa þjóðstjórn, og það er búið að skrifa margar blaða- greinar um þá nauðsyn, jafn- hliða deilugreinunum. Við brýn- um það hverjir fyrir öðrum, að við séum nú undir smásjá tveggja stórvelda, og þess vegna verðum við að hafa þjóðstjórn. En svo erum við sjálfum okkur svo einkennilega sundurþykkir, að við viljum fá að halda áfram togstreitunni fyrir flokkana, og menn virðast halda, að eftir því sé ekki tekið. Við höldum jafn- vel, að ekki sé tekið eftir því, að við deilum harkalega um mál, sem eru okkur stórkostlega þýð- ingarmikil og snúa að öðrum þjóðum. Við höldum sennilega, að því sé ekki veitt eftirtekt, þótt þessi þjóð geti ekki leyst vandamál, sem að höndum bera, ef við aðeins höfum þjóðstjórn. Við höldum að ekki sé tekið eftir því, ef við höfum þjóðstjórn, að við látum dýrtíðina vaxa, eyði- leggjum þá fjármuni, sem nú berast upp í hendur lands- manna, og eftir skamma hríð fer svo, að ekki verður unnt að reka framleiðsluna nema með stórtapi. En þetta er mikil hugs- unarvilla. Ég held að því sé eigi síður veitt athygli, hve samhent stjórnin er um lausn hinna stærstu vandamála. Og mitt álit er, að sú stjórn, sem ekki getur leyst hin stærstu vandamál,, sem fyrir koma, eigi ekki að sitja við völd. Aðalhættan fyrir þjóðina liggur ekki í því, að stjórnin segi af sér, ef hún er sannfærð um, að rangt sé stefnt. Hættan stafar þvert á móti af því, að stjórnin vinni það til aff sitja viff völd, að stefna rangt í stór- málum. Ég viðurkenni, að það er næsta auðvelt fyrir þessa ríkisstjórn að fá að sitja áfram á þessum timum. Sem betur fer eru sum af stærstu vandamálum þjóð- stjórnarinnar út á við komin í höfn. Þjóðin er ánægð í hinu imyndaða peningaflóði og uggir ekki að sér. Það er e. t. v. óvin- sælt að segja henni nú að fórn- ir þurfi að færa og að framund- an bíði þrengingartímar í fjár- málum og viðskiptum, atvinnu- leysi og hörmungar þess, ef það sé ekki gert. Mér þykir líklegt, að það sé vinsælast að láta sem mest eftir öllum nú. Þaö er auð- velt í svipinn að stjórna með þeim hætti. En ég kýs mér ekki það hlutskipti. Þeir, sem fá sinni stefnu framgengt, eiga að sjálf- sögðu að taka við og stjórna samkvæmt henni.Ég held,að það myndi vera auðvelt, unz kosn- ingar fara fram, — samkomu- lagið um kosningafrestunina hefir hvort sem er verið rofið, — að halda a. m. k. ekki lakari frið um málin en síðasta miss- erið. Og það er auðvelt fyrir flokkana að vinna í fullkominni samvinnu að utanríkismálunum og þeim málum, er varða setu- liðið. Til þess er utanríkismála- nefndin kjörinn aðili. Stjórnarskipti. Mér þykir það áreiðanlega ekki síður leitt en öðrum, að ekki skuli hafa náðst samkomulag um lausn hins stóra vandamáls. En því verður ekki neitað, að það hefir þó verið reynt um langan tíma og hvað eftir ann- að. Hins vegar er ég ekki þeirrar skoðunar, að stjórnin eigi þrátt fyrir það, að sitja áfram, aðeins til þess að við getum sagzt hafa þjóðstjórn. Benda má á það, að þjóðir, sem eiga í styrjöld, hafa ekki hikað við að skipta um stjórnir hjá sér, ef málefnin hafa gefið tilefni til þess. Þessar þjóðir hljóta að álíta það jafn- eðlilegt að við skiptum um stjórn í okkar landi. Sem dæmi um þetta má benda á sjálft England, og það má benda á Ástralíu, sem ekki hefir sjaldnar en tvi^var á fáum mánuðum skipt um stjórn hjá sér. En það er ekki aðalat- riðið, þótt skipt sé um stjórn, heldur hitt, að Alþingi okkar ís- lendinga hafi nægan þroska til þess að láta sér ekki verða það kærkomið tilefni til hóflausra deilna og togstreitu, heldur ræði málin í þess stað með rökum og í samræmi við það, að fyrir hendi er ágreiningur um stefnu í stóru og alvarlegu vandamáli okkar þjóðar. Inusta virkiO Fyrir fáum dögum tilkynnti Ragnar Jónsson, smjörlíkis- heildsali, í Vísi, á mjög glanna- legan hátt, að hann ætlaði að byrja að gefa út fornritin ís- lenzku í spánýrri útgáfu, sem löguð væri eftir nútímaþörfum. Halldór Laxnes ætti að ríða á vaðið með því að klæða Guð- rúnu Ósvífsdóttur og Þorbjörgu Egilsdóttur í þann skrúða, sem forleggjari kommúnistanna á íslandi þætti bezt henta. Enginn vafi er á, að tilgang- ur kommúnista með þessari út- gáfu var sá, að gerbreyta forn- ritunum, fella burtu kafla, sem ekki þóttu lengur við eiga, og þýða á mál komm- únista það, sem telja mætti of þungt fyrir þann hluta þjóð- arinnar, sem ekki skilur nema nokkur hundruð orð af móður- málinu. Að sjálfsögðu átti að breyta rithætti og stafsetningu í þá átt, sem rithöfundar komm- únista temja sér. Stjórnmálaritstjóri Vísis sá, að blað hans var í hættu um samsekt í þessu efni, og ritaði þegar í stað ítarleg og rökstudd mótmæli. Hann hafði skilið til- kynninguna í Vísi á þá leið, að hér væri tilgangurinn að þýða Laxdælu, og síðar önnur forn- rit á einhverskonar aðra ís- lenzku. Fréttin um þessar tiltektir kommúnista læstu sig eins og eldur í sinu um land allt. Var það sammæli manna, hvar sem til spurðist, að margt hefðu kommúnistar aðhafzt til minnk- unnar og skaða öllum íslend- ingum, en hér væri náð há- markinu. Kommúnistar sáu, að þeir voru komnir út á hálan ís. Þeir byrjuðu nú að afsaka sig, og lýstu yfir með fjálglegum orð- um, að þeim hefði aldrei dottið í hug að breyta fornritunum meira en að gefa þau út með sömu réttritun og höfð væri á bréfum stjórnarráðsins! Það mátti kalla lítinn hetju- skap af byltingarliðinu íslenzka, að leggja svo skjótt á flótta, í stað þess að herða sóknina. En allra spaugilegast var, að hefja nýja útgáfu á fornritunum ein- göngu til að gefa Halldóri Lax- nes tækifæri til að sýna hæfi- leika sína að fylgja réttritun stjórnarráðsins. Það er alþjóð manna kunn- ugt, að um mörg undanfarin ár hefir Laxness haft hin mestu lausatök á réttritun í bókum sínum, m. a. tekið upp danskan rithátt, um að skrifa með upp- hafsstaf orð, sem Danir hafa ritað á þann hátt. í síðustu bók sinni, þýðingu á amerísk- um reyfara, gekk Halldór enn lengra, því að þar voru brotnar allar reglur um greinamerki í íslenzku máli, og skipulagi öðru í setningum breytt á þann hátt, að bóndi í Önundarfirði lét í ljós ósk um aö þýðing Halldórs yrði þýdd á íslenzku. Það er enginn vafi á, að ef kommistarnir íslenzku fá tæki- færi til að gefa út fornritin, þá munu þeir freista að misbjóða smekk manna og þjóðernistil- finningu á þann hátt, sem þeir treysta sér til að framkvæma með mestum árangri á hverjum tíma. Framferði Halldórs Lax- nes, að láta vera 4000 barna- skólavillur í einni bók, er ekki af vanmætti, þar sem maðurinn er mjög vel ritfær, þegar hann vill nota gáfur sínar réttilega. Þegar hann afbakar móðurmál- ið, eins og í „Vopnin kvödd“, er það eingöngu gert til að storka samlöndum sínum. í það sinn vinnur hann á sama hátt flokkslega þjónustu, eins og þegar aðrir kommúnistar mál- uðu um nótt merki Rússa með rauðum lit á veggi Almanna- gjár, eða þegar kommúnistar máluðu um sama leyti hrakyrði á þýzku, um þýzku þjóðina, ut- an á hafnargarðinn í Reykja- vík, nóttina áður en fjölmennt þýzkt skemmtiferðaskip kom á ytri höfnina. Með slikum að- gerðum þykjast kommúnistar sýna byltingarhug sinn. Stund- um eru ódæðin gerð til að særa samlanda þeirra, stundum til að egna aðrar þjóðir móti ís- landi. Fornritin eru helgur dómur íslendinga. Þau hafa brugðið bjarma ódauðlegrar frægðar yf- ir þjóðina. Þau eru það hellu- bjarg, sem andleg menning þjóðarinnar hvílir á. Á þungum örlagastundum hafa þau verið sá eldstólpi, sem vísaði þjóðinni á réttan veg í myrkri þjáninga og niðurlægingar. Um nokkur undanfarin ár hefir félag á- hugamanna unnið að því að gefa fornritin út á þann veg, að þjóðinni væri sómi að. Alþingi hefir stutt þessa útgáfu á við- eigandi hátt. Síðasta Alþingi veitti auk þess sérstaklega fé til þess að hægt yrði að koma Heimskringlu Snorra Sturlu- sonar í útgáfu fornritafélags- ins, inn á hvert heimili á land- inu, þar sem til er fólk, sem vill eiga sígildar bækur í góðri útgáfu. Enginn nauður rak kommúnista til að hlaupa hér í skörðin. Aðrir þeim miklu færari menn starfa nú að því að alþjóð manna geti haft ís- lendingasögur í heimilum sín- um, á þann hátt, að þjóðinni sé samboðið. Útgáfa sú, sem kommúnistar hafa boðað, getur aldrei orðið annað en skrípamynd af forn- ritunum. Það eru ef til vill til svo lítilsigldir menn á íslandi, að þá langi til að sjá fornritin, passíusálmana og guðspjöll kristinnar kirkju gefin út á háðulegan hátt, eingöngu í þeim tilgangi að storka þeim, sem þykir vænt um þær bækur, sem grundvalla menningu þjóð- arinnar. En ég hygg, að þessir menn reynist fáir, þegar á reynir. Mér þykir miklu lík- legra, að Alþingi það, sem nú situr, gangi skjótlega frá vernd- arlöggjöf um helgirit íslend- inga. Þjóðin á hvort sem er nógu erfitt með að verja frelsi sitt og sjálfstæða menningu, fyrir aðsteðjandi hættum, þó að kögursveinum þeim, sem standa að bókagerð byltingarflokks- ins íslenzka, verði ekki látið haldast uppi að gera skrípaút- gáfu úr helgiritum þjóðarinnar. J. J. »Óþarft fimmta hjól undir vagni« (Framh. af 1. síðu) aff hóta aff hætta aff styffja þjóff- stjórnina. Ó—jæja. Ég segi bara: Farið hefir fé betra. Mér þykir Finnur Jónsson hvimleiffur og ekki drengilegur andstæffingur, en kýs hann þó langtum frekar móti en meff.“ Þannig mætti lengi telja. En nú þykist Sjálfstæðisflokkur- inn vilja halda i stjórnarsam- vinnuna fyrir alla lifandi muni. Þjóðin veit af fyrri afstöðu flokksins, að það er hrein blekk- ing. Stór hluti Sjálfstæðisflokks- ins með Árna frá Múla í farar- broddi, hefir alltaf setið á svik- ráðum við stjórnarsamvinnuna. Hann hefir reynt að flæma Al- þýðuflokkinn úr stjórnarsam- vinnunni. Hann hefir reynt _að spila á metnaðartilfinningu Ól- afs Thors og reynt að æsa hann upp í því, að heimta embætti utanríkismálaráðherra. Hann hefir ofsótt Eystein Jónsson með verstu ósannindum. Hann hefir notað hin ótrúlegustu til- efni til árása á forsætisráð- herrann eins og skólastjóraveit- inguna við Flensborgarskóla. Hann hefir rofið samkomulag flokkanna um hin þýðingar- mestu mál, eins og kosninga- frestunina. Hann hefir kúgað ráðherra flokksins til að marg- snúast í dýrtíðarmálinu og eyðileggja lausn þess. Þjóðin veit, að vegna starf- semi þessa hluta Sjálfstæðis- flokksins er ríkisstjórnin getu- laus og óstarfhæf í stærsta inn- anlandsmálinu, dýrtíðarmálinu. Vegna atferlis þessara manna hefir raunverulega ekkert sam- starf verið hér að undanförnu, þótt það hafi heitið svo í orði. En það er í samræmi við aðra starfshætti þessa flokksbrots, sem er mestu ráðandi í Sjálf- stæðisflokknum, að þykjast nú vera fylgjandi stjórnarsam- vinnunni og telja ekkert ver farið en að hún slitni! Útbrciðið Tímann! ^^GAMLA BÍÓ CONGO MAISIE með ANN SOTHERN og JOHN CARROL Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning kl. 3y2—61/2: S-viftur málflutu- ingsleyfi. Amer. leynilögreglumynd. Börn fá ekki affgang. ____—NÝJA BÍÓ----- Læknirinn vclur sér konu. (The Doctor takes a Wife) Amerísk skemmtimynd. Aðalhlutv. leika: LORETTA YOUNG og RAY MILLAND. Sýnd kl. 5, 7 og 9 (Lækkað verð kl. 5) Gangið í GEFJUNAR iötum Á síffustu árum hefir íslenzk- um iffnaffi fleygt fram, ekkij sízt hefii1 ullariffnaffurinn | aukizt og batnaff og á ullar- j verksmiffjan Gefjun á Ak- j ureyri mikinn þatt í þessum í framförum. Gef junardúkarnir eru nú f löngu orffnir landskunnir f fyrir gæffi. Ullarverksmiðjan vinnur úr í íslenzkri ull, f jölmargar teg-! undir af bandi og dúkum til 1 fata á karla og konur, börnf og unglinga. Gef jun starfrækir sauma-! stofur f Reykjavík og á Ak-1 ureyri. Gefjunarföt eru smekkleg, haldgóff og hlý. Gefjunarvörur fást um land allt hjá kaupfélögum og kaupmönnum. Gefjnn Samvinnnslitm. (Framh. af 1. síðu) skilningur. Verkamenn tóku lög- festingunni með fullum skiln- ingi 1939 og 1940, og þeir myndu gera það sama nú, þegar þörfin er enn brýnni, ef blöðin og flokkarnir hjálpuðust um að útskýra nauðsyn þessara ráð- stafana. Með lögfestingu myndi því vera hægt að leysa málið kyrrlátlega og friðsamlega. Öðru máli gegnir það, ef fara á að ræða þessi mál í hverju verkalýðsfélagi og gefa æsinga- mönnum þannig gullið tækifæri til að láta sem verst af sér leiða. Þá verður málið fyrst að æs- ingamáli. Þá fyrst skapast glundroðinn og upplausnin. Eft- ir það verður málið stórum óvið- ráðanlegra. Með hinni svokölluðu „sam- komulagsleið" er dýrtíðarmálinu ekki aðeins slegið á frest, heldur er lausn þess gerð stórum tor- veldari í framtíðinni. Enginn getur því ætlazt til að flokkur, sem hefir áhuga fyrir skjótri lausn málsins, fallist á slíka að- ferð. Átti langlundargeð Framsóknarflokksins að vcra meira? íhaldsblöðin segja, að Fram- sóknarflokkurinn hafi átt að bíða lengur og sjá, hvort ekki næðist samkomulag í dýrtíðar- málinu. Hvað er Framsóknarflokkur- inn búinn að bíða lengi? í heilt ár. Dýrtíðarfrumvarpi viðskipta- málaráðherra var stórspillt á þingi í fyrra. Framsóknarflokk- urinn beið samt. Dýrtiðarlögin voru ekki fram- kvæmd, þrátt fyrir ítrekaðar á- skoranir ráðherra Framsóknar- flokksins. Framsóknarflokkur- inn beið samt. Hinar 'nýju tillögur Framsókn- arflokksins fengu fyrst fullan stuðning íhaldsráðherranna, en þeir óskuðu þó að bera þær undir flokk sinn, áður en Framsóknar- flokkurinn legði þær fram. — Framsóknarflokkurinn beið í nokkrar vikur. Þá kom hið neikvæða svar Sj álfstæðisf lokksins. Gátu Framsóknarmenn beðið lengur? Var eftir nokkru að bíða lengur? Framsóknarmenn eru óhrædd- ir að leggja það undir dóm þjóð- arinnar, hvort þeir hafi átt að bíða lengur, fullvitandi það, að með hverjum degi, sem leið, var þjóðin að færast nær hruninu, ef ekkert var að gert.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.