Tíminn - 11.11.1941, Side 2

Tíminn - 11.11.1941, Side 2
456 TlmxrV. þrigjndagiim 11. nóv. 1941 115. blað 'gíminn Þriðjudaginn 11. nóv. Brcytíngarnar á skattalögunum Eins og frá var sagt í síöasta tbl. Tímans, er sú breyting þýö- ingarmest, sem Framsóknar- menn leggja til að gerð veröi á skattalögunum, aö hætt veröi að draga útsvör og tekjuskatt frá tekjum skattgreiöenda áö- ur en skattur þeirra er reikn- aður. Með þeirri breytingu er þvi afstýrt, að hlutfallslega þyngstir skattar séu lagðir á þá, sem hafa óvissar og ójafnar tekjur, en um leið komið í veg fyrir, að margar miljónir króna af gróða einstaklinga og félaga á þessu ári sleppi undan tekju- skatti til ríkisins, vegna frá- dráttar á útsvari og sköttum. í frumvgrpi Framsóknar- manna eru nokkrar fleiri breyt- ingar á skattalögunum. Má þar nefna nokkra takmörkun á hlunnindum félaga, í sambandi viö fjársöfnun þeirra í vara- sjóði. í núgildandi lögum er á- kveðið, að hlutafélög, samlags- hlutafélög og önnur félög með takmarkaðri ábyrgð, skuli und- anþegin tekjuskattgreiðslu af helmingi þeirra fjárupphæða, er þau leggja í varasjóði af árs- tekjum sínum. í frumvarpinu er lagt til, að hér eftir verði aðeins þriðjungur af varasjóðs- framlögum þessara félaga skattfrjáls, í stað helmings áð- ur. Þegar félag, sem ekki hefir sjávarútveg að aðalatvinnu- rekstri, hefir eignazt varasjóð, sem er jafnhár eða hærri en innborgað hlutafé eða stofnfé félagsins, skal þó aðeins Vi hluti af varasjóðsframlagi þess undanskilinn skattgreiðslu. Sjávarútvegurinn er áhættu- samari en annar atvinnurekst- ur, og er því sanngjarnt, að út- gerðarfélögum sé veitt betri að- staða en öðrum til þess að safna fé i tryggingarsjóði. Þá er lagt til í frumvarpinu, að persónufrádráttur verði hækkaður,en felldur niður ,,um- reikningur" á tekjum einstakl- inga. Þessi svonefndi umreikn- ingur var lögákveðinn á síðasta aðalþingi, og er í því fólginn, að tekjur einstaklinga eru lækk- aðar sem nemur vlsitölu fram- færslukostnaðar, áður en skatt- ur er á þær lagður. Gildir það þó aðeins um tekjur að vissu hámarki. Umreikningur veldur skattanefndum allmikilli fyrir- höfn, og telja flutn^ngsmenn frumvarpsinsins heppilegra að fella þau fyrirmæli úr lögun- um, en hækka persónufrádrátt- inn í staðinn. Er því lagt til, að persónufrádráttar verði ákveð- inn 1000 kr. fyrir hvern ein- stakling, jafn fyrir alla, hvar sem er á landinu. Ennfremur verði parsónufrádrátturinn hækkaður sem svarar hækkun framfærslukostnaðar, sam- kvæmt meðalvísitölu skattárs- ins. Áður hefir frádráttur fyrir börn og aðra skylduómaga ver- ið lægri en fyrir skattgreiðend- ur sjálfa, og stefnir þessi breyt- ing því í þá átt, að gera meiri mun en áður á skattgreiðslum fjölskyldumanna og einhleypra. Til þess að sýna, hver áhrif þessar breytingar á skattalög- unum muni hafa á skattgreiðsl- ur einstakra manna, eru tekin eftirfarandi dæmi. Er þá reikn- að með því, að meðalvísitala skattársins sé 160 og persónu- frádrátturinn samkvæmt því 1600 krónur fyrir hvern ein- stakling. Einhleypur maður, með 2500 kr. árstekjur, á að greiða tekju- skatt eftir núgildandi lögum kr. 10,40, en samkvæmt frumvarp- inu kr. 9.50. Einhlepur maður, sem hefir 9000 kr. árstekjur, greiði eftir lögunum kr. 238.40 en samkvæmt frumvarpinu kr. 428.00. Hjón með 1 barn, sem hafa 6294.00 kr. árstekjur, áður en skattur og útsvar er greitt, þurfa að borga 24 kr. í tekju- skatt eftir lögunum, en 19 kr. samkvæmt frumvarpinu. Hjón með 3 börn og 8390 kr. árstekj- ur, eiga að borga samkvæmt lögunum kr. 19.20 en aðeins kr. 3,50 eftir frumvarpinu. Séu Ætla þeir beint í vökína? VI. Þegar Jón Þorláksson tók við ráðherrastörfum 1924, mátti heita, að allir hinir þrír nýju flokkar væru fullmyndaðir. Framsóknarflokkurinn bjó að æfingú flokksmanna sinna í hinu margþætta umbótastarfi samvinnunnar. Hann sýndi þann þegnskap að styðja Jón Þorláksson í tilraun hans til að bæta fjárhag ríkissjóðs, bæði í sparnaði á fjárlögum og öflun nýrra tekna. Var þó um mikinn skoöanamun að ræða milli Jóns Þorlákssonar og Framsóknar- manna. íhaldsflokkurinn var sam- felld heild á þessum árum, og þannig vildi Jón Þorláksson láta flokkinn vera. Þegar til átaka kom um stórmál, stóð þing- flokkurinn, blöðin og kjósend- ur yfirleitt fast saman. Jón tekjur þeirra 10750 krónur, er skatturinn eftir lögunum kr. 70.40 en kr. 60.00 samkvæmt frumvarpinu. Þegar tekjur fimm manna fjölskyldu eru 12 þús. kr. mun tekjuskattur hennar vera mjög svipaður eftir frumvarpinu og lögunum. Af þessum samanburði kem- ur það glöggt fram, að þær breytingar, sem felast í frum- varpinu, sérstaklega hækkunin á persónufrádrættinum og nið- urfelling hins svonefnda „um- reiknings“ hefir þau áhrif, að tekjuskattur einhleypra manna, sem hafa allgóðar tekjur, hækk- ar nokkuð frá því, sem nú er, en hins vegar verður lækkun á tekjuskatti fjölskyldumanna, annarra en þeirra, sem hafa háar tekjur, og er lækkunin mest hjá þeim, sem hafa flest börn á framfæri. Er þetta á- reiðanlega spor í rétta átt. Með þeim skattalögum, sem nú gilda, er óeðlilega lítill munur á skattgreiðslum einhleypra manna og fjölskyldumanna, og „umreikningur“ teknanna, sem framkvæmdur var á þessu ári, hefir valdið óeðlilega mikilli lækkun á tekjuskatti ein- hleypra manna, sefn hafa ríf- legar tekjur. Að slðustu skal þess getið, að í frumvarpinu er lagt til að fyrstu 10 þús. kr. af skuldlausri eign manna skuli vera undan- þegnar eignarskatti. Nú eru að- eins fyrstu 5000 kr. skattfrjáls- ar. Er réttmætt, að þessi skatt- frjálsi eignarhluti verði hækk- aður, vegna þeirra breytinga, sem undanfarið hafa átt sér stað í fjármálum þjóðarinnar. Sk. G. Eftír Jónas Jónsson Þorláksson vildi að flokkurinn hefði mikinn „slagkraft“, þegar hann lagði þunga sinn á vog- arskálina. Allra gleggsta dæmið um samheldni flokksins á þeim dögum er gengishækkunin 1924 —1926. Breytingin var greinilegt hagsmunamál innan flokksins, olli sumum tjóni og öðrum gróða. En það, sem flokksmenn töldu að væri þjóðinni fyrir beztu, varð ofan á. Engin inn- anflokkssérhyggj a fékk að koma til greina. Jón Baldvinsson lagði fyrir sitt leyti mikla stund á að gera Alþýðuflokkinn ábyrgan. Hann var sjálfur þjóðlegur maður og ábyrgur í bezta skilningi orðs- ins. Ef hann hefði haft nægi- lega marga samhenta og ábyrga hjálparmenn myndi verka- mannaflokkurinn hafa orðið farsæll umbótaflokkur, lilið- stæður Alþýðuflokknum í Sví- þjóð, sem átt hefir þátt í að lyfta þjóð sinni á hærra menn- ingarstig á nálega öllum svið- um þjóðlífsins. Verkamenn og sjómenn voru nálega allir mót- aðir í dreifbýlinu, og að mínu áliti jafn móttækilegir fyrir uppeldi í félagsmálaábyrgð eins og fólkið í sveitunum. Jón Bald- vinsson hafði að vísu allmarga mjög nýta hjálparmenn, en ekki nógu marga. Einn hlekkur slitnaði úr keðjunni. Sá maður, sem gekk næstur Jóni Bald- vinssyni að völdum og áhrifum í flokknum, var Héðinn Valdi- marsson. Ef hann hefði fetað sömu slóð og lærisveinar Brant- ings í verkamannamálum, hefði hann getað orðið þjóðnýtur maður. En svo varð ekki. Héð- inn hafði um það bil helming þeirra hæfileika, sem þurfti til að geta verið giftudrjúgur leið- togi fátækra manna. Hinn helminginn vantaði. Og sú vöntun er að verða örlagarík í íslenzkri pólitík. Héðinn inn- leiddi að öðrum þræði ábyrgð- arleysið í framkvæmd verklýðs- mála. Hann lagði nálega ein- göngu stund á að halda verka- mönnum saman með kaupkröf- um, og var hneigður til að beita ofbeldi í stað röksemda. Hann beitti að öllum jafnaði stólfóta- aðgerðum, hvort sem stöðva skyldi vinnu i garnastöð Sam- bandsins, hrekja og hrjá bæj- arfulltrúa Sjálfstæðismanna 9. nóv. eða þegar hann hersetti Hafnarfjörð með 300 reykvísk- um verkamönnum, árið sem hann bjó með Einari Olgeirs- syni. Verkamannaflokkurinn hefir þrem sinnum komið fram á á- byrgan hátt í landsmálum, og jafnan með Framsóknarmönn- um, en ætíð stutta stund í einu. Flokkurinn vann vel og skipu- lega að umbótum 1927 og 1928. Næst liðlega eitt ár eftir kosn- ingar 1934, og síðast þegar út- vegnum var rétt hjálparhönd með gengisbreytingu og þjóð- stjórnarmyndun 1939. Það voru jafnan tvö gagnstæð öfl að verki i Alþýðuflokknum. Annarsvegar voru áhrif Jóns Baldvinssonar. Þau leiddu til skipulegrar og nýtilegrar þjóðmálavinnu. Hins vegar var andi Héðins Valdimarssonar að verki, þar sem stólfætur voru lagðar á borð í stað hóflegra úrræða. VII. Nú gerðust margir samverk- andi atburðir um aðstöðu verka- manna og hnigu flestir í þá átt, sem síður skyldi. Ýmsum samherjum Jóns Þorlákssonar þótti stefna hans ekki nógu vel fallin til léttfenginna vin- sælda, og tóku þeir menn að hafa áhrif. Fyrst var breytt um nafn á flokknum, meðfram til að bæta í hópinn liðsafla Sig- urðar Eggerz. Næst voru gerðar gælur við Jón í Stóradal í því skyni, að eignast þar útibú með- al sveitamanna. Að lokum var hnigið að því ráði, að stofna verkalýðsdeild utan og neðan við meginflokkinn. Allt þetta varð til að auka kjósendafylgi flokksins, en jafnframt varð hann ósamstæðari, og raun- verulega veikari til átaka held- ur en á blómadögum Jóns Þor- lákssonar. Sjálfstæðismenn áttu hægara með að leggja út i verkamanna- ævintýrið sökum upplausnar í Alþýðuflokknum, sem spratt af hinum slysalegu eiginleikum Héðins Valdimarssonar. í stað þess að Branting og eftirmenn hans í Svíþjóð lögðu stund á að mennta og rækta verkamanna- stéttina bæði andlega og í fjár- hagslegum efnum, byggði Héð- inn starf sitt svo að segja ein- göngu á þrengstu efnishyggju. Verkamenn áttu að fá hærra og hærra kaup. Um hitt var minna skeytt, þó að aukin dýrtíð gleypti kaupið, og íslenzkt at- vinnulíf hætti að vera sam- keppnisfært við erlenda keppi- nauta. Jafnframt ætlaðist Héð- inn til að verkmenn fylgdu honum fast í öllum málum, líka í hersetningu Hafnarfjarðar, þegar henta þætti að brjóta þar niður atvinnufyrirtæki verkamanna. Ágallar þeir, sem fylgdu starfi Héðins, áttu mik- inn þátt i að kommúnistahreyf- ingin náði nokkurri fótfestu í landinu. Burgeisastörf hans í olíumálum var heppilegur skot- spónn fyrir róttæka verklýðs- sinna. Með sókn sinni á hendur Kveldúlfi 1937 braut hann af sér mikið af fylgi sjómannanna, en þó keyrði fyrst um þverbak, er hann gerði opinbera uppreist gegn Jóni Baldvinssyni og hugðist að kasta Alþýðuflokkn- um í fang rússnesku ófreskjunn- ar. Eins og auðséð er af grein Bjarna Benediktssonar, hafa einhverjir af leiðtogum Sjálf- stæðismanna verið haldnir af þeirri meinloku, að Framsókn- armenn hefðu búið sér til verka- mannaflokk, sem lið í pólitískri valdastreitu. Nú mun þessum mönnum hafa þótt vel við eiga að láta krók koma móti bragði, og auka lið sitt stórlega með verkamannafylgi og heilsa síðan upp á forna mótleiksmenn úr Framsóknarflokknum. Þetta herbragð var í bili framkvæm- anlegt. Samtök verkalýðsins sýndust vera í molum. Leið ekki á löngu þar til komin voru fjög- ur flokksbrot verkamanna. Eitt var talið undir stjórn Einars Olgeirssonar, annað fylgdi Héðni, þriðja Stefáni Jóhanni og hið fjórða Ólafi Thors. VIII. Héðinn Valdimarsson hafði verið hinn raunverulegi faðir ábyrgðarleysisins í verklýðsmál- um íslands. En svo slysalega tekst til, að eftirmenn hans og leiknautar fylgja fordæmi háns eins og þar hefði verið um að ræða spámannlega forustu. Enn er hækkun kaupgjaldsins hið einraddaða lag, sem spilað er á draggargan hins ábyrgðar- lausa kaupbralls, sem háð er um fylgi verkamanna á milli hinna f j ögurra ósamstæðu deilda verklýðsins. í stað þess að vinna að því, að íslenzka verkamannastéttin tæki þann sess, sem henni ber sem ábyrg- ur aðili í þróun þjóðarinnar, þá er eins og orðið „stólfótur" sé eilífðarguðspjall þeirra manna, sem bjóðast til að syngja messu yfir annarri stærstu stétt þjóð- félagsins. Meðan málum er svo háttað, er lítil von um sanna endurbót á kjörum verklýðs- stéttarinnar á íslandi, þvi að engin stétt bætir kjör sín raun- verulega nema með margþættri þróun, og það fyrst og fremst andlegri vakningu. Sú hjálp, sem verkamannastéttin þarf með, er hjálp til sjálfshjálpar og sjálíbjargar, en ekki til að vera skipulagslaus kauphækkunar- múgur. Jón Þorláksson myndi hafa talið það brot á heilbrigðu skipu- lagi þróttmikils flokks að hafa undirdeildir með sjálfráðu valdi, óábyrgu gagnvart stefnu og stjórn flokksins. En þetta hefir orðið í Sjálfstæðisflokknum. Þar hafa risið upp deildir með því yfirbragði, sem var á Héðni Valdimarssyni, er hann greip pólitískan stólfót og bjó sig til hernaðar í kauphækkunarskyni. Verklýðsdeildir Sjálfstæðis- flokksins eru nú eins og föngu- leg ótemja, sem búið er að leggja á söðulreiði, en tamn- ingamaðurinn hikar við að stíga á bak, af skynsamlegri umhyggju fyrir lífi og limum. Enginn mannlegur kraftur getur hindrað það, að hin fjöl- menna stétt atvinnurekenda og iðjuhölda, sem mynda kjarna Sjálfstæðisflokksins, hafi mik- ið verkamannafylgi, jafnvel þó ekki sé beitt eiginlegri þving- un. Fylgið sprettur oft af trú verkamannsins á dugnaði og úr- ræði atvinnurekandans, auk þess, sem margir verkamenn, sem lengi starfa hjá sama fyr- irtæki finna til líkt og smalinn, sem eignar sér hjörðina. Jón Þorláksson kunni að meta slíkt fylgi, hvaðan, sem það var kom- ið. Liðsmennirnir áttu að treysta flokknum og una vel forustu hans. Allt öðru vísi er háttað stuðn,- ingi Hlífar í Hafnarfirði eða Óðins í Reykjavík. Þar er kpm- in á fót allsterk kaupkröfu- og kauphækkunarfélög, sem telj- ast vilja fylgja Sjálfstæð- isflokknum en skapa honum raunar kostina, án þess þó að leiðtogar þessara verklýðs- deilda hafi nokkra aðstöðu til að feta í fótspor hinna víð- sýnu og hámenntuðu verklýðs- leiðtoga, er lengi hafa farið með völd í Svíaríki. Eftir að þjóð- stjórnin var mynduð átti Hlíf í Hafnarfirði að losa sig við kommúnistaklíkuna og hefja samstarf við verkmennina úr Alþýðuflokknum. Þetta var sjálfsögð og heilbrigð krafa. Bjarni læknir Snæbjörnsson beitti sér fyrir þessari lausn, en fékk nálega ekkert fylgi í því efni. Líðsveit Sjálfstæð'is- manna og drefjar kommúnist- anna héldu saman og vildu halda saman, og skeyttu ekk- ert um fyrirlag leiðtoganna. IX. En það dæmi, sem bezt sýnir þá hættu, sem þjóðfélaginu, og Sjálfstæðisflokknum sér í lagi, stendur af hinum óábyrgu verklýðsdeildum, kemur glögg- legast fram í átökum, sem gera skyldi til að verjast vaxandi dýrtíð. Um langa stund hefir Mbl., aðalblað Sjálfstæðisflokksins, (Framh. á 3. síðu) Guðmundur Daníelsson: Elínborg Lárnsdöttir skáldkona íímmtug i. Einn sumardag, þegar ég var lítill — svo lítill, að ég hafði enn ekki lært að þekkja stafina, stóð ég úti á bæjarhellunni heima og horfði vestur á mýr- ina. Hún var græn og fögur og sól yfir allt, og það komu þrír menn ríðandi. Ég horfði á þá nálgast fullur eftirvæntingar, og ég spurði sjálfan mig: Hverjir skyldu þetta vera? Þetta var frændi minn, kaup- maðurinn, og tvær stúlkur, sem ég hafði ekki áður séð. Næsta dag fór frændi minn aftur á brott og með honum önnur stúlkan, hin varð eftir í stof- unni. Ég fór til móður minnar og hvíslaði dálitlu að henni. Það var bæn, ef satt skal segja, og móðir mín leyfði mér að koma með sér inn i stofuna til þess að horfa á stúlkuna. Hún var falleg og ung, en hún hafði verið mikið veik, og nú var hún komin til okkar svo að hún gæti hvílt sig og hresst og orðið heil- brigð á ný. .„Ég heiti Elínborg," sagði hún við mig, „og þú mátt kalla mig Ellu. Heldurðu ekki, að við verðum góðir vinir?“ „Jú,“ sagði ég, og þar með var það ákveðið mál. Svo liðu dagarnlr, og stúlkan og ég vorum vinir. Hún átti margar bækur og þær sýndi hún mér oft og mörgum sinnum, en mig. Þá var það einu sinni, að hún sagði: „Heyrðu, þú ert nú orðinn svo stór drengur. Heldurðu ekki, að það væri gaman að læra, ef ég væri kennarinn?" „Það er ég viss um,“ svaraði ég, og fyrsta kennslustundin hófst. Um haustið var ég orðinn dá- lítið læs, en þá fór líka stúlkan, og það kom langur vetur, sem nú er löngu týndur úr endur- minningunni. Næsta vor kom Ella aftur, og nú var hún orðin hraust og heilbrigð, og það var mikill gleðidagur hjá okkur börnun- um, því satt að segja hafði ég orðið að láta mér lynda, að Ella eignaðist fleiri vini en mig ein- an. Systir mín gerðist nú einn- ig nemandi hennar og varð á- stundunarsamari en ég. Það kom fyrir, að ég faldi mig, þeg- ar kennslustundin átti að hefj- ast. Refsinguna gat ég þó ekki umflúið, Elinborg lét mig lesa nákvæmlega helmingi lengur en ella næst, þegar hún náði í mig. Ojæja, ég lærði ofur lítið á þvi líka, ef ekki að lesa, þá eitthvað annað, kannske enn þá nytsamara. II. Æfisaga frú Elínborgar Lár- usdóttur skáldkonu er í allra stærstu dráttum, sem hér segir: Hún er fædd 12. nóv. 1891 að Tunguhálsi í Lýtingsstaðahr. í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru þau Lárus Þor- steinsson og Þórey Bjarnadótt- ir, sem komin var af hinni al- kunnu Djúpadalsætt. Sjö ára gömul missti frú El- ínborg föður sinn og fluttist þá með móður sinni að Villinga- nesi í sömu sveit, til Guðrúnar systur sinnar, sem þar bjó. Þar var hún óslitið til fimmtán ára aldurs, en fór þá í kvennaskól- ann á Blönduósi og dvaldi þar tvo vetur við nám. Eftir það stundaði hún barnakennslu í einn vetur, en gekk því næst í Kennaraskólann í Reykjavik. Annan veturinn, sem hún var þar, veiktist hún af berklum og fór í heilsuhælið á Vífilsstöð- um. Þar var hún hátt á þriðja ár og lá af þeim tíma rúmföst og þungt haldin fjórtán mánuði. Þegar hún útskrifaðist af hæl- inu, var hún ekki orðin nægi- lega heilbrigð til þess, að lækn- arnir treystu henni til þess að takast á hendur langa sjóferð norður til átthaga sinna, og at- vikaðist það þá þannig, að hún kynntist foreldrum mínum, og dvaldi hún hjá þeim í Gutt- ormshaga tvö næstu sumur. — Vorið 1918 giftist frú Elínborg Ingimar Jónssyni, sem þá stund- aði guðfræðinám við háskólann, og bjuggu þau í Reykjavík næstu fjögur ár. Árið 1922 fluttust þau að Mosfelli í Grímsnesi, þar eð Ingimar hafði þá verið vígður prestur þangað. Sex árum seinna eða 1928 fluttust þau þaðan alfarin til Reykjavíkur og gerðist séra Ingimar þá skólastjóri við Gagnfræðaskól- ann í Reykjavík. Þau hjónin hafa eignazt tvo drengi, sem báðir eru á lífi. Fyrsta bók Elínborgar, Sögur, kom út 1935, Anna frá Heiðar- koti 1936, Gróður 1938, Föru- menn I., II., III. 1939—1940. í haust kemur út eftir hana mik- il bók undir nafninu: Frá liðn- um árum. En auk þessa hefur frú Elínborg gefið út tvær bæk- ur eftir aðra höfunda: Hillinga- lönd eftir Guðrúnu H. Finns- dóttur, skáldkonu í Vestur- Vesturheimi, og Kvæði, eftir Elínu Sigurðardóttur. III. Frú Elínborg Lárusdóttir, skáldkona, er fimmtug 12. nóv- ember þessa árs, og ég hefi hér að framan drepið á nokkur at- riði úr lífi hennar fram á þenn- an dag. Flest er þó ósagt, enda er saga þessarar merkilegu konu fyrst og fremst saga hinn- ar fórnfúsu móður og húsmóð- ur, saga, sem sjaldan er skráð bókstöfum og ógerningur er að segja til fulls með orðum einum. Frú Elínborg er gædd fádæma lífsorku og starfsþreki. Ung var hún skoruð á hólm af sjálfum dauðanum og sigraði eftir lang- vinnt og harðvítugt strið. Hún tignaði lífið og treysti því svo ákaft, að hinn föli andstæð- ingur missti að lokum vopnið úr höndum sér og dró sig til baka. Hún gengur í hjónaband og fylgir manni sínum, hinum unga presti, óhikað og glöð út i erfiða lífsbaráttu og gerist fyrirmyndar húsmóðir á gest- kvæmu heimili í sveit. Hún verður sjálf að vinna og vinna mikið, því að efnin leyfa ekki fólkshald að ráði. Hún eignast börn og störf hennar og skyld- ur margfaldast. En hún stendur sig, og það er enda eins og starfslöngun hennar og orku sé ekki með öllu fullnægt. Þetta nægir henni varla, hún gæti gert enn þá meira. Það var kannske barnalegt að hugsa svona, en hún gat ekki annað. Það var eitthvað innra með henni, sem heimtaði meiri verk- efni, — stærri verkefni, ein- hver svefnlaus þrá, einhver ó- notuð orka. Og allt í einu fann hin önnum kafna húsfreyja við- bótarverkefnið, sem svo lengi hafði beðið eftir henni: Hún gerðist rithöfundúr, það var hæfilegt aukastarf fyrir hana. Frú Elínborg var 42 ára, þeg- ar hún tók þessa ákvörðun, og tveim árum seinna birti hún al- menningi fyrsta árangurinn af þessari nýju iðju, það voru Sög- urnar hennar 1935. Síðan eru liðin aðeins sex ár og frú Elínborg Lárusdóttir er nú með afkastamestu rithöf- undum þjóðarinnar. Bækur hennar, margar og þykkar, eru hvarvetna um landið mikið lesnar. Tilgangur minn með

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.