Tíminn - 11.11.1941, Side 4

Tíminn - 11.11.1941, Side 4
458 TlMINN, þrfgjiidaginn 11. név. 1941 115. blaffi tf RBÆNUM A víðavangi. Innbrot. í nótt var brotizt inn í kaffihúsið Svöluna, Laugavegi 68, með þeim hætti að rúða var brotin í glugga sem er niður við jörð á bakhlið hússins, og fóru þjófarnir þar inn. Töluverðu af vindlingum og súkkulaði var stolið og ennfremur um 70 krónum í peningum. Mál þetta er í rannsókn, og síðast er blaðið frétti, hafði ekki tekizt að finna sökudólgana. Barizt á Iieklu. í fyrrakvöld var lögreglan kvödd á vettvang að Hótel Heklu, en þar stóð yfir bardagi mikill og áttust þar við ísiendingar og Ameríkumenn. Nokkrir íslendingar voru handteknir og höfðu tveir þeirra særzt nokkuð mikið. Einn Ameríkumaður var tekinn höndum og töldu íslendingarnir, að hann hefði átt upptökin að óeirðunum. Mál þetta er í rannsókn. Landabrugg. í morgun voru tveir ölvaðir menn teknir úr umferð hér í bænum. Reynd- ist áfengi það, er þeir höfðu drukkið, vera heimabrugg. Ekki er vitað, hvar mennirnir fengu landann, og er það mál i rannsókn. í (Framh. a/ 1. síðu) Framleiðendur þessarar vöru fengju ekki skell af þessu; þeim yrði bætt upp.“ Nú er komið annað hljóð í strokkinn hjá Mbl. í blaðinu 8. þ. m. fellir það eftirfarandi dóm um hina „gömlu uppástungu vera“ í til- efni af skattafrv. Framsóknar- flókksins: „Þó að féð yrði notað til þess að gefa með dýrtíðinni, þ. e. að halda niðri verðlagi á- kveðinna vara með uppbótai;- greiðslu, hefði það engin raun- hæf áhrif. Það væri engin lækning á meinsemdinni.l‘ — Hvaða álit geta menn haft á þeim blöðum og flokkum, sem snúast þannig gegn sínum eig- in tillögum, þegar á að fram- kvæma þær? Hvenær geta menn treyst því, að slíkur flokkur meini það alvarlega, sem hann heldur fram í það og það skiptið? UPPLJÓSTRANIR. Þýzkur' undírródnr (Framh. a/ 1. síðu) urinn. En þeim brá illa í brún, er þeir heyrðu „fræðsluerindið“ hans. Hann hóf mál sitt með fimbulíambi um sögukunnáttu íslenzkra sagnfræðinga, sem hann áleit ófullkomna og skiln- ing þeirra á atburðum verald- arsögunnar harla bágborinn. Sýndist hann þar einn allt vita og skilja. Síðan hné allur seinni hluti erindisins að „skýringum“ á þeirri styrjöld, er nú geisar, aðdraganda hennar og tilgangi. Gerði hann þar all-lítið úr hin- um lýðræðissinnuðu þjóðum, taldi lýðræðið í engu betra en einræði, og fór mörgum háðu- legum og strákslegum orðum um það og þær þjóðir, er nú berjast harðri baráttu fyrir við- haldi sjálfsögðustu mannrétt- inda. Að endingu fullyrti ræðu- maður, þegar hann hafði teygt lopann nál. tvær klst„ að ís- lendingum bæri í framtíðinni að taka sér vopn í hönd, og að berjast eins og óðir væru gegn erkiféndum mannkynsins, lýð- ræðisþjóðunum. Það skiptir engu í sjálfu sér, þótt hver ís- lendingur verði brytjaður nið- ur, sagði hann. Ræðumaður deildi hart á rík- isstjórnina fyrir það, sem hann nefndi „utanríkismálasveita- mennsku". Kristján Danakon- ungur, sagði hann, var búinn að biðja Hitler að þyrma ís- lenzkum skipum, og þess vegna m. a. var skilnaðurinn við Dan- mörku háskasamlegur. Annars yrði það oflangt mál að tína saman allar slíkar fjólur Guð- brands, en erindi hans var í stuttu máli háþýzkur áróður. Það er fullkomin móðgun við þá, sem treystu því, að erinda- flutningur ungmennafélagsins yrði fræðandi og áróðurslaus fræðslustarfsemi, að bjóða þeim upp á jafn rótarlegt og einhliða áróðurserindi sem þetta. Fé- lög og menntastofnanir verða að forðast það, að þau verði verkfæri eins og annars stríðs- áróðursaðila. Kommúnistablaðið ræðst í morgun á Jónas Jónsson fyrir að hafa birt á þingi í gær upp- lýsingar um utanríkismál, sem ættu að vera leynilegar. Það, sem J. J. gerði, var að skýra frá því, að síðastl. vetur hefði kom- múnistablaðið skýrt frá mál- efnum, sem höfðu verið rædd á lokuðum fundi og áttu að vera leynileg. Ekki hefði þó þótt rétt að gera veður ú.t af þessu trún- aðarbroti þá, því að það hefði aðeins staðfest uppljóstranirn- ar á hinum óheppilegasta tíma, en nú væri hins vegar hægt að segja frá þessu, þar sem mál þessi væru um garð gengin. Uppljóstrun kommúnistanna þá hefði verið í þágu annars styrj- aldaraðila, Þjóðverja, og hefði getað haft hinar alvarlegustu afleiðingar, enda sennilega gerðar í þeim tilgangi, þar sem kommúnistar og nazistar voru þá bandamenn. Alvarlegnr árekstur (Framli. af 1. síðu) að hrista skammbyssuna úr liendinni á honum. Um leið hlupu margir þeir, sem staddir voru þarna nálægt, af stað til þess að hjálpa Þórði, en áður en þeir komu til þeirra, hafði hermaðurinn losað sig og hlaupið burtu, vestur götuna. Þeir tveir hermenn, sem voru með þeim. er að skothríðinni stóðu, hlupu einnig burtu, og náðust þeir ekki. Af Þórði hef- ir ennþá ekki verið hægt að taka skýrslu, sökum þess að hann liggur þungt haldinn á St. Jósepsspítala. Mál þetta er ný áminning til íslendinga um að forðast öll af- skipti af hermönnunum. Hvort heldur sem þau byrja ófriðlega eða vinsamlega, má alltaf bú- ast við því, að þau háfi leiðin- leg endalok, eins og reyndin hefir orðið að þessu sinni. Þess ber einnig að vænta, að mál þetta verði til þess, að setu- liðsstjórnin ameríska hætti að láta hermennina ganga vopn- aða, þegar þeir eru ekki að Martha HlcKenna: •Jeg var njósnari Winston S. Churchill forsætisráóherra Breta hefir ritað formála fyrir bókinni og segir þar m. a.: Martha McKenna, hetja þessarar frásagnar, uppfyllti að öllu ieyti þau skilyrði, sem gera hið ægilega njósnarstarf bæði virðu- legt og heiðarlegt. Hún dvaldi að baki viglínanna, eigi fjær en svo, aö hún gat heyrt fallbyssudrunurnar og útvegaði í sífellu og kom áleiðis upp- lýsingum, sem voru Bretum mjög mikilsverðar. Hún tilkynnti um herflutninga, eyðilagði eða reyndi að eyði- leggja skotfærabirgðir, hjálpaði brezkum föngum til að flýja, gaf brezkum flugvélum leiðbeiningar til að gera árásir á her- mannaskála og staði, þar sem lið var dregið saman, og kom því til leiðar, að hundruð af fjandmönnum og kúgurum föðurlands hennar urðu að láta lífið. Jafnframt starfaði hún i þýzkum sjúkrahúsum og veitti að- hlynningu og hjúkrun þeim mönnum, sem hún mundi undir oðrum kringumstæðum hafa reynt að tortíma, og fyrir þau störf var hún sæmd járnkrossinum þýzka snemma í stríðinu. Hún hefir einnig verið sæmd frönskum og belgískum heiðursmerkjum fyrir hugprýði . Saga hennar er hrífandi. Þegar ég hafði byrjað að lesa hana gat ég ekki slitið mig frá lestrinum fyrr en klukkan fjögur um morguninn" .. Þannig farast Churchill orð um njósnarann Martha Mc Kenna og frásögn hennar. — Þaö verða fleiri en Chur- chill, sem ekki geta hœtt við pessa bók hálflesna. Blóm álf abókin Freysteinn Gunnarsson íslenzkaði. Bókin er með stærri og fallegri litmyndum en sést hafa áður í bók, sem prentuð hefir verið hér á landi. Þessa fallegu bók þurfa öll börn að eignast. H.S. LeiStur Pósthólf 732 Reykjavík Ætla þeir beint . . . (Framh. af 3. slðu) ir eiga jafnan rétt á sér. En ef frelsi og lýðstjórn eiga að hald- ast í þingræðislandi verða þessir flokkar að vera ábyrgir gerða sinna, gæta fyrst hags- muna alþjóðar, og þar næsc sjónarmiða einstakra flokka. Hin náttúrlega þörf verka- manna til samstarfs kemur fram í því, að hin sundurlausu flokksbrot verklýðsins játa op- inberlegar sambandið við stétt sína, þó að þau veiti sér- fylgi fjórum mjög sundurþykk- um leiðtogum. Sú tíð mun koma, og væntanlega áður en langt um líður, þegar sandkorn dægurat- vikanna hafa fennt í hin giftu- lausu spor Héðins Valdimarsson- ar, að verkamenn eignast aftur þann foringja, sem tekur upp að nýju merki Jóns Baldvins- sonar og gerir verkamanna- stéttina óháða öllu erlendu vald- boði og fégjöfum og jafn fram- sýna og iafn ábyrga eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins. En þá verða Framsóknar- og Sjálfstæðismenn að sætta sig við að hafa ekki úr verka- mannastétt annað kjörfylgi heldur en það, sem sprottið er gegna skyldustörfum. Slíkt get- ur leitt til óhappa. ftúðill fer norður um land til Þórs- hafnar næstkomandi föstu- dagskvöld. Kemur við á öllum um reglulegum viðkomustöðum í báðum leiðum. Vörumóttaka á miðvikudag og til hádegis á fimmtudag. af eðlilegum skoðanamun í þjóðfélaginu. Bjarni Benediktsson borgar- stjóri mun varla ganga þess dul- inn, að Framsóknarmenn hafa ekki og munu ekki á ókomnum tímum hafa nokkurn einkarétt á góðri sambúð við Alþýðu- flokkinn. Er þess skemmst að minnast, að frá 1931—34 var hagnýtt bandalag milli Sjálf- stæðismanna og Alþýðuflokks- ins móti Framsóknarmönnum. Og nú nýskeð eru þessir tveir flokkar búnir að leggja ráðu- 258 Víctor Hugo: mér ekki tekizt að safna saman enn sem komið er. Þú veizt líka---------. — Ég veit það eitt, að mér ber brýna nauðsyn til þess að fá peninga, endur- tók Jóhann og tók nú að gerast ó- þreyjufullur. — Og til hvers hyggst þú að verja þeim? spurði erkidjákninn. Þessi spurning varð þess völd að vonarneista brá fyrir í augum Jóhanns. Hann varð hin sakleysislegasti á svíp. — Jú, Claude bróðir! mælti hann. Ég hefi ekki leitað á fund þinn í slæmum tilgangi. Ætlun mín er að gera góðverk. — Góðverk? spurði Claude undrandi. — Já, svaraði Jóhann. — Tveir vinir minir ætla að kaupa skáp og gefa hann dóttur blásnauðrar ekkju. Þetta er sann- nefnt góðverk. Skápurinn kostar þrjú gyllini, og ég vil gjarna leggja örlítið af mörkum. — Hvað heita þessir vinir þínir? — Pétur l’Assomeur og Croque-Oison. — Skáp handa dóttur blásnauðrar ekkju? Skáp, sem kostar þrjú gyllini? Hvernig má það vera? Jóhann veitti því ekki athygli fyrr en um seinan, að saga hans var í fyllsta máta ósennileg. Hann gerði því tilraun til þess að ná vilja sínum framgengt með öðrum hætti. — Jæja þá! mælti hann. — Ég þarf Esmeralda 259 á peningum að halda til þess" að geta boðið Isabeau-le-Thierry í Val-d’Am- our í kvöld. — Ófyrirleitni þrjótur! hrópaði klerk- urinn. — Holdsfýsn! mæltí Jóhann með til- vitnun i áletrunina á veggnum. Þessi tilvitnun hafði hin undraverð- ustu áhrif á erkidjáknann. Hann beit í vörína og stokkroðnaði. — Hafðu þig á braut, bauð hann. — Ég á von á manni. Jóhann gerði enn eina tilraun — Claude bróðir! mælti hann. — Þú gefur mér þó að minnsta kosti nokkra skildinga, svo að ég geti keypt mér málsverð. — Hvað ert þú langt kominn í ræð- um Gratians? spurði Claude. — Ég hefi glatað „glósunum" mín- um. — En hvað ert þú langt kominn í latínunni? — Þeir hafa stolið Horats frá mér. — En hvað ert þú langt kominn í ritum Aristotelesar? — Hvert þó í þreifandi bróðir sæll! Einn kirkjufeðranna hefir látið svo um mælt, að djöfullinn hafi jafnan nærzt á óminum af háspeki Aristotelesar. Fjand- inn hafi Aristoteles! Ég læt ekki há- speki hans vinna trú minni grand! neyti Hermanns Jónassonar að velli með sameiginlegu átaki. Ég hefi í meir en aldarfjórð- ung gert ráð fyrir þeirri þróun, sem hér hefir verið gerð grein fyrir. Ef hér starfa þrír lýðræð- isflokkar, þá hljóta málefni að valda því að þeir vinni til skipt- is saman, eftir því, sem efni standa til. Ef Sjálfstæðisflokk- urinn hefði ekki haft innan sinna vébanda hin óábyrgu öfl, sem áður er lýst, hlaust svo að fara, að ráðuneyti Hermanns Jónassonar hefði haldið áfram með þeirri breytingu, að Alþýðu- flokkurinn hefði tekið sinn mann úr stjórninni og komizt í stjórnarandstöðu. Mér þykir vel farið að Bjarni Benediktsson borgarstjóri hefir hafið umræður um þetta vanda- sama mál. Frá mínu sjónarmiði er það þjóðarólán, að að Héðinn Valdlmarsson skyldi verða olíuburgeis og uppreist- armaður móti Jóni Baldvins- syni. Það skapaði vök komm- únismans á íslandi. Héðinn Valdimarsson féll sjálfur í þá vök og Stefán Jóhann er í sýni- legri hættu. Mest myndi þó það sysið verða, ef sá flokkur, sem Jón Þorláksson stofnsetti til varnar móti léttúðugum „um- ---GAMLA BÍÓ ATVDY HARDY A BIÐILSBUXUM Aðalhlutverkin leika: LEWIS STONE, MICKEY ROONEY, CECELIA PARKER og FAY HOLDEN. Sýnd kl. 7 og 9 Framhaldssýning kl. 31/2—6 V2: OFURHUGIXN með FRANK MORGAN. ,-NÝJA BÍÓ. Olnbogabarnið The Under-pup). Hrífandi og fögur ame- rísk tal- og söngvamynd. Aðalhlutv. leika: GLORIA JEAN, ROBERT CUMMINGS, NAN GREY. Sýnd kl. 7 og 9 Hjartanlegar þakkir vottum við öllum þeim, er j sýndu okkur sóma og vináttu í tilefni af silfur- * brúðkaupi okkar. I Guðbjörg og Páll Kolka. I Samkeppni Reykjjavíkurbær hefir ákveðið að stofna til hugmyndasamkeiiimi um samstæð í< búðarhús. Væntanlegir þátttakendur vitjn uppdrátta og lýsingar á skrifstofu bæjar< verkfræðings. — Borgarstjóriu jSIúlknr gefta iengíð vinnu stra^ í Dósaverksmiðjunni. Auglýsin um verðlagsákvæðí. Verhlagsnefnd hefir ákveðið eftirfarand úámarksverh á brauðvörum á þeiin stöðuin sem hrauðgerðarhús eru starfandi: Rúgbrauö, óseydd 1500 gr. . . . kr. 1.02 — seydd 1500 gr............ - 1.07 Normalhrauð 1250 gr.......... - 1.02 Franskbrauö 500 gr........... — 0.68 Súrbrauð 500 gr.............. — 0.56 Heilhveitibrauð 500 gr....... — 0.68 Kringlur pr. kg............. — 1.90 Tvíbökur pr. kg. ............ - 4.20 Wienarbrauð pr. stk.......... — 0.22 Séu nefnd brauð bökuð með annari þyngt en alS ofan greinir, skal verðið vera hlutfalls legt. Á þeini stöðum þar sem ekki eru hrauðsölu Stús starfandi, má verðið vera þeim miui hærra sem nemur flutningskostnaði á brauð unuin. Auglýsing um hámarksverð á brauðum 26 agn*íl 1941, er úr gildi fallin. l»etta hirtist hér með öllimi sem hlut eigíi að ináli. Viðskíptamálaráðuneytið, 10. nóv. Í94L §itrónur 25 atara stykkíd. rótsbylgjum“ í þjóðfélaginu og sem skjólgarð um þjóðleg verð- mæti skyldi — ef til vill með þeim krafti, sem Bólu-Hjálmar nefnir „segulafl syndarinnar“, sogast frá sínum mörgu mikils- verðu málefnum niður í hinu opnu pólitísku vök, þar sem for- kólfar langvarandi ábyrgðar- leysis í verklýðsmálum eru að enda lítilfjörlega ævidaga. J. J.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.