Tíminn - 20.11.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
RITSTJÓRN ARSKRIFSTOFUR:
EDDUHtJSI, Llndargötu 9 A.
Símar 2353 og 4373.
AFGREWSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A.
Stml 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.í.
Slmar 3948 og 3720.
25. ér.
Reykjavík, fimmtudagmn 20. nóv. 1941
119. Mað
Stóríelld aukning iyrirhug-
uð á raforkunni í landinu
„Frjáisa leiðin^
Starfsfólk Mjólkur-
samsölunnar krefst
míkilla kauphækk-
ana
Næstu daga munu hefjast
samningar milli Mjólkursam-
sölunnar og starfsstúlkna henn
ar í mjólkurbúðunum. Félag
stúlknanna fer fram á 25—45%
hækkun á grunnkaupi.
Þá hafa bílstjórarnir, sem
vinna hjá Mjólkursamsölunni,
farið fram á 50 kr. kauphækk-
un á mánuði.
Ef ganga þarf að kröfum
þessum hlýtur það óhjákvæmi-
lega að hafa þær afleiðingar,
að mjólkin verður að hækka í
verði, því að ekki er hægt að
láta slíka kauphækkun lenda á
bændunum með lækkuðu mjólk-
urverði til þeirra. Munu kjós-
endur atvinnumálaráðherra i
Mosfellssveit og Kjós geta vitn-
að um það. En af mjólkurverð-
hækkun leiðir hækkun vísitöl-
unnar og þar með alls kaup-
gjalds í landinu. Sú kauphækk-
un leið'ir síðan til nýrrar verð-
hækkunar á afurðum, sú verð-
hækkun til nýrrar kauphækk-
unar og þannig koll af kolli.
Forvígismenn hinnar „frjálsu
leiðar“, Ólafur Thórs og Stefán
Jóh. Stefánsson, verða vafa-
laust látnir reyna það í þessu
máli, hvort sami árangur næst
með henni og kaupfestingunni.
Það verða þeir að gera sér ljóst,
að með því að fella kaupfesting-
una, bera flokkar þeirra ábyrgð
á þeim kauphækkunum og
verðhækkunum, sem verða hér
eftir.
MorgunbL ræðst á
atvínnumálaráðh.
Forsætísráðherra hef-
ir bætt úr vanrækslu
hans í Bretav.málinu
Mbl. ræðst í dag á forsætis-
ráðherra með miklu offorsi
fyrir að hann hafi ekkert reynt
til þess að ná samningum við
hernaðaryfirvöldin um að þau
drægju úr eftirspurn sinni eft-
ir íslenzku vinnuafli.
Mbl. gleymir því, að þessi mál
heyra fyrst og fremst undir at-
vinnumálaráðherra. Það er
hann, sem hefir trassað að
gera nokkuð í þessu máli. Árás-
ir Mbl. á rikisstjórnina fyrir
aðgerðarleysi í þessu máli bein-
ast því fyrst og fremst gegn
honum. Hins vegar er það rangt,
að ríkisstjórnin hafi ekkert
gert í málinu. Þegar ljóst var
fyrir alllöngu síðan, að at-
vinnumálaráðherra ætlaði ekk-
ert að gera í málinu, þótt oft
væri búið að ræða um það í
ríkisstjórninni, sneri forsætis-
ráðherra sér til hernaðaryfir-
valdanna og óskaði eftir að um
þessi mál yrði samið milli
þeirra og ríkisstjórnarinnar.
Hernaðaryfirvöldin hafa tjáð
sig fús til samninga. Forsætis-
ráðherra óskaði þá eftir því, að
stjórnarflokkarnir skipuðu
nefnd, sem yrði ríkisstjórninni
til aðstoðar í samningunum og
gæti veitt upplýsingar um
(Framh. á 4. síSu)
Raíorkan er nú um 30 000 hestöíl
Viðtal við Jakob Gíslason verkfræðíng
Rafmagnseftirlit ríkisins
hefir starfað í rúmlega 10
ár um þessar mundir. Auk
þess að vera til ráðuneytis
ríkisstjórninni og öðrum
stjórnarvöldum í öllu, sem
lýtur að raforkumálum, hef-
ir það eftirlit með öllum
framkvæmdum, sem lúta að
nýbyggingum rafveita 1
landinu.
Tíðindamaður blaðsins hittl
Jakob Gíslason, verkfræðing,
forstöðumann rafmagnseftir-
litsins, nýlega að máli og átti þá
viðtal við hann um raforku-
málin.
— Það er lítið um byggingu
nýrra rafstöðva í ár, segir Ja-
kob. Rafstöðin í Ólafsfirði er
eina stóra raforkuverið, sem
reist er á þessu ári. Er búizt við,
að sú stöð verði fullbúin og geti
tekið til starfa um næstu ára-
mót.
Þá hafa bændur látið reisa
4 vatnsaflsstöðvar á árinu. Ný
háspennulína var lögð til
Hafnarfjarðar. Til bráðabirgða
var notazt við línu þá, sem ligg-
ur að Vífilsstöðum, en hún var
orðin alltof lítil. Ennfremur
var fyrir stuttu lögð rafmagns-
lína frá Hafnarfirði út á Álfta-
nes, til Bessastaða og á alla
aðra bæi þar á nesinu. Þá er 1
ráði að koma jörðunum í mið-
byggð Mosfellsdals í raforku-
samband, Verður því sennilega
lögð lína frá Suður-Reykjum að
Norður-Reykjum í því skyni.
Annars er raforka flestra
hinna stærri bæja að verða al-
gerlega ónóg. Mér er kunnugt
um það, að Reykjavík, Akur-
eyri og ísafjörður eru að leita
fyrir sér bæði í Ameríku og i
Englandi um kaup á vélum til
aukningar rafstöðvanna á
þessum stöðum. Ennfremur er
í ráði að stækka ýmsar minni
rafstöðvar. Það er mjög vafa-
samt, að unnt verði að fá að
minnsta kosti hinar stærri vél-
ar frá Englandi. Er því leitast
við það af fremsta megni að ná
tilboðum og samningum um
smíði þessara véla í Ameríku.
Steingrímur Jónsson, rafmagns-
stjóri, er fyrir nokkru farinn
vestur til Ameríku til þess að
vinna að framgangi þessara
mála, fyrst og fremst fyrir raf-
veitu Reykjvlkur en jafnframt
fyrir aðra aðila. En auk þess
fjallar íslenzka samninganefnd-
in og sendiherra íslands í
Bandaríkjunum um þessi mál.
— Eru fyrirhugaðar miklar
stækkanir á þeim stöðvum, sem
þú nefndir áðan?
— Það mun vera í ráði að
auka orku Sogsstöðvarinnar um
allt að því helming. Þó er það
ekki endanlega ákveðið ennþá.
Þá mun vera fyrirhugað að
| stækka Laxárvirkjunina um
3000—4000 hestöfl. En raforka
þeirrar stöðvar er nú um 2400
hestöfl.
Rafstöðin á ísafirði stendur
við Fossá i Engidal og er orka
hennar nú 850 hestöfl. Þessi
rafstöð er orðin alltof lítil fyrir
ísafjarðarbæ og er nauðsynlegt
að ráða bót á því vandkvæði
sem fyrst. Ákveðið er að virkja
Nónvatn, sem er hinummegin
í Engidal, gegnt rafstöðinni.
Verður sama rafstöðvarhúsið
notað framvegis, þrátt fyrir
stækkun stöðvarinnar. Talið er
að úr Nónvatni fáist afl, sem
sé allt að því eins mikið og nú
er í gömlu stöðinni.
(Framh. á 4. síSu)
Kemur III styrjaldar á
KyrrahaSi ?
Margt þykir til þess benda,
að til tíðinda muni draga í
Austur-Asíu áður en langir
tímar líða. Allt frá því stríðið
hófst, hafa menn raunar búizt
við því, að þar gerðust mikil
tíðindi áður en lyki. Menn hafa
ávallt átt von á því, að Japanir
notuðu tækifærið og létu til
skarar skriða þar eystra, í því
skyni að auka veldi sitt og efla,
en veikja aðstöðu og vald vest-
rænna þjóða í Kyrrahafi og
Austurlöndum. Og þess er vart
að vænta, að Japanir komi
auga á annað tækifæri betra
heldur en það, sem nú býðst,
þegar mikil tvísýna er um lyktir
mála í Evrópu og Þjóðverjar
kreppa hart að Rússum og
ógna hinum engilsaxnesku
þjóðum.
Um tima í sumar þóttu lík-
indi til, að Japanir væru að
hefja þá sókn, sem lengi hafði
verið gert ráð fyrir af þeirra
hálfu. Þeir þröngvuðu þá
Frökkum til þess að láta af
hendi við sig bækistöðvar fyrir
45 þúsund manna her i Indó-
Kína. Var þá hald ýmissa
manna, að þegar sá her hefði
búizt vel um í stöðvum sínum,
myndi lengra haldíð á sömu
braut. Næst yrði seilzt til yfir-
ráða eða átaka á Síam (Thai-
landi) og nýlendum Hollend-
inga í Austur-Indíum, og jafn-
vel ráðizt inn í Síberíu.
Til slíks hefir þó ekki komið,
en atburðir þeir, sem orðið hafa
fyrir skömmu, benda í þá átt,
að hernaðarsinnarnir í Japan
séu býsna áhrifamiklir og ekki
alls kostar ánægðir með að-
gerðaleysi ríkisstjórnar sinnar
í sumar. Eins og kunnugt er,
var þeirri ríkisstjórn steypt af
stóli laust eftir miðjan október-
mánuð, en Tojo, sem áður var
hermálaráðherra í stjórn Kon-
oya prins og ákafastur hernað-
arsinni innan hennar, myndaði
nýja ríkisstjórn, er skipuð var
svo, sem honum var að geði. Er
Togo, utanríkismálaráðherr-
ann, annar helzti ráðunautur
hennar, en þeir Tojo og Togo
hafa báðir verið langdvölum í
A. KROSSGÖTTJM
Námskeið í Varmahlíð. — Frá Þórshöfn. — Skemmdir á vegum.
sýkin. — Frá Þingeyri.
Þingeyska
Þann 24. október hófst íþróttanám-
skeið í Varmahlíð í Skagafirði. Var það
haldið á vegum Varmahlíðarfélagsins.
Kennari var Guðjón Ingimundarson
frá Svanshóli, en hann er starfsmaður
hjá félaginu í vetur. Á námskeiði þessu
voru kenndar útiíþróttir, leikfimi og
sund. Að námskeiðinu loknu var efnt
til samkomu. Sýndu nemendur íþrótta-
námskeiðsins leikfimi við það tækifæri
og var gerður góður rómur að frammi-
stöðu þeirra. í ráði mun vera að efna
til handavinnu- og matreiðslunám-
skeiða í Varmahlíð í vetur á vegum
Varmahlíðarfélagsins. Mun ungfrú
Rannveig Líndal veita þeirri starfsemi
forstöðu. Námskeiðin munu nú vera
um það bil fullskipuð.
/ r r
Karl Hjálmarsson kaupfélagsstjóri
á Þórshöfn dvaldi hér í bænurn nýlega.
Hann tjáði blaðinu þetta úr N.-Þing-
eyjarsýslu: Grasspretta var góð í sýsl-
unni í sumar og veðrátta hagstæð,
enda heyjuðu bændur yfirleitt sæmi-
lega. Þá var uppskerumagn garðávaxta
mikið meira en undanfarið. Slátrun
sauðfjár hófst hinn 18. september. Var
alls slátrað um 9 þúsund kindum. Er
það nokkru færra en síðastliðið haust.
Meðalþungi dilka að þessu sinni var
14,68 kg. Er það nokkru hærri meðal-
þungi en 1 fyrrahaust. Sá bóndi, sem
átti þyngstu dilkana, var Grímur Guð-
björnsson á Syðra-Landi. Var meðal-
þungi Syðra-Landsdilkanna 17,75 kg.
Þá komu tvílembingar frá Aðalsteini
Jónassyni bónda að Hvammi, er báðir
voru með einsdæmum vænir. Kropp-
þungi annars þeirra var 20 kg., mör 2
kg. og gæra 4% kg. Kroppþungi hins
var 21 kg., mör 3 kg. og gæra 4 kg. Er
þessi vænleiki algerlega einsdæmi á
þessum slóðum. Nokkuð hefir orðið
vart við gamaveiki í Vopnafirðinum.
Var skorið niður á annað þúsund fjár
þar úr byggðarlaginu í fyrrahaust. Þó
var aldrei fullsannað að veikin væri
raunverulega komin nema í lítinn hluta
þess fjár, og telja margir vafasamt að
veikin sé þarna mjög útbreidd. —
Útgerðin frá Þórshöfn, segir Karl
ennfremur, er nú í örum vexti. Munu
einir 15 trillubátar vera gerðir út þaðan
og einnig voru 6 aðkomubátar á Þórs-
höfn í sumar. Voru þeir frá 10—16
smálestir að stærð. Fiskurinn var seld-
ur í fisktökuskip og mátti kalla að al-
drei væru verulegt bil á milli þess, sem
þau komu. Flest heimili í þorpinu hafa
einhverjar jarðnytjar. Ræktunarskil-
yrði eru góð, enda mikill áhugi hjá
þorpsbúum fyrir auknum framkvæmd-
um í þeim efnum. í sumar var unnið
töluvert að vegagerð í sýslunni. Meðal
annars var byrjað á vegi yfir Axar-
fjarðarheiði. Á hann að liggja frá Sval-
barði I Vopnafirði að Sandfellshaga í
Axarfirði. Með þvi að fá þennan veg
fullgerðan kemst Norður-Þingeyjar-
sýsla í vegasamband við aðra hluta
landsins og losnar þá um leið úr
margra alda einangrun.
r r 7
Tíðindamaður blaðsins á Reyðar-
firði hefir skýrt svo frá i símtali:
Undanfarið hafa gengið stöðugar stór-
rigningar hér um slóðir og valdið
nokkru tjóni. Meðal annars féll ein-
hver stórkostlegasta skriða, sem meim
muna eftir, á veginn frá Reyðarfirði
upp á Fagradal. — Vegur þessi
liggur skáhallt upp eftir hlíðum
Grænafells og er undirstaða hans
að mestu leyti sandskriður. Á þessum
kafla féll þessi stórkostlega skriða, og
var vegurinn alveg ófær í bili. Mikill
mannfjöldi vann að því að ryðja veg-
inn, en það verk sóttist hendur seint
því að stóreflis björg höfðu hrunið á
lelðina og verður að sprengja þau burt
með sprengiefni.
t r r
Samkvæmt símtali við Akureyri ný-
lega, hefir það komið í ljós, að þing-
eyska fjársýkin sé komin á einn bæ
ennþá fyrir utan hið sýkta svæði í
Ljósavatnshreppi. Er það Holtakot.
Var þegar undinn bráður bugur að þvi
að skera allt fé niður á þessum bæ. Á
mánudag sást til risavaxins loftbelgs,
er sveif í mikilli hæð yfir Akureyri.
Um þessar mundir er unnið af miklu
kappi að byggingu íþróttahúss Akur-
eyrar. Er þegar búið að steypa hliðar-
áimur hússins að miklu leyti, en fram-
hlið þess er ekki eins langt komin. —
Veðurfar hefir verið með einsdæmum
gott þar um slóðir í haust. Um næst-
síðustu helgi fóru nokkrir Akureyr-
(Framh. á 4. síðu)
Þýzkalandl sem embættismenn
lands síns, annar hermálaráðu-
nautur, hinn sendiherra.
Þessí nýja ríkisstjórn lét að
vísu eigi mjög ófriðlega í fyrstu,
en þó hófst hún brátt handa
um ýmsar ráðstafanir, er skyldu
tryggja afkomu og framfærslu
þjóðarinnar, ef til styrjaldar
kæmi. Forsætisráðherrann lét
svo ummælt, að hin nýja stjórn
myndi hefja þá sókn, er tví-
sýnt væri til hvers leiddi:
friðar og góðra tíma eða harð-
vítugrar styrjaldar með miklum
þrengingum.
Brátt sendi Tojo nýjan er-
indreka, Kurusu, sem títt er
nefndur í erlendum fréttum
þessa daga, til Washington á
fund Bandarikjastjórnar. Skyldi
hann vera japanska sendiherr-
anum þar, Nomura, til aðstoðar
í viðræðum við Cordell Hull,
utanríkismálaráðherra Banda-
ríkjanna. Engum vafa er bund-
ið, um hvað þeirra umræður
snúast: Sambúð Japana og
Bandaríkjanna í Kyrrahafi og
viðskipti þessarra miklu þjóða.
En um árangurinn af víðræð-
unum vita menn færra, og er þó
margs getið til.
En meðan þessir mektarmenn
sitja við samningaborð í Was-
hington, ber sitthvað til tíðinda
í Austur-Asíu, sem bendir að
minnsta kosti til þess, að Tojo
forsætisráðherra og stuðnings-
menn hans hugsi á þann hátt,
að bezt sé aö gera ráð fyrir því
illa, því að hið góða saki ekki.
Enn hafa mörg spor verið stigin
í þá átt, að efla vald Japana,
þótt tvö atriði hafi mesta at-
hygli vakið. Er það fyrst, að
Japanir fengu flugbækistöðvar
á Timor, eyju við Ástralíu-
strandir, sem Portúgalar eiga
til hálfs við Hollendinga. í öðru
lagi hafa þeir gert þá kröfu á
hendur Frökkum, að þeir gefi
leyfi sitt- til þess, að japanska
herliðinu í Indó-Kína verði
fjölgað um 50 þúsund manns. Er
álit herfræðinga, að sá her-
styrkur, til viðbótar japanska
liðinu, sem þegar er komið til
Indó-Kína, geti auðveldlega
tekið Síam herskildi og ógnað
Bretum á ýmsan hátt austur
þar. En aðrir, sem draga meir
taum Japana, láta í ljós, að lík-
legra sé, að þessu liði sé það
hlutverk ætlað, að skakka leik-
inn í Kína, gera þar innrás og
hindra flutninga eftir Burma-
brautinni, enda hafi Tojo mjög
(Framh. á 4. síðu)
Erlendar fréttir
Sókn mikil er hafin í Norður
Afríku, að því er Bretar segja.
Hófst hún í dögun í fyrradag.
Ruddust þeir þá úr Egipta
landi inn í Libyu víðsvegar milli
Sollum, sem stendur norður á
Miðjarðarhafsströndinni og víg
isins Jarabúb, sem er 200 kíló
metra inni í landi. Náðu her-
sveitirnar 80 kílómetra inn í
Libyu á fyrsta degi. í innrásar-
hernum eru brezkir, ástralskir,
indverskir og suðurafríkanskir
hermenn. Sjóherinn hefir veitt
landhernum aðstoð í sókninni.
Bræðurnir Alan Cunningham,
sem stjórnaði herferðinni í
Abessiníu, og Andrew Cunn-
ingham flotaforingi stjórna
sókninni.
Þjóðverjar hafa enn hafið
nýja sókn í Rússlandi og mjög
harða. Sækja þeir sunnan frá
Asovshafi á mjög breiðu belti,
en harðvítugastir eru bardagar
við Donfljótið, þar sem Þjóð-
verjar leitast við að ná borg-
inni Rostov á sitt vald. Þar
stjórnar Guderian hershöfðingi
sókninni. Hann hefir hlotið
mesta frægð allra herstjórnenda
fyrir kænsku og snilli í skrið-
drekaárásum. Við Moskva hefir
A víðavangi
ANDLEGIR VÍXLAR
AFSAGÐIR.
Engum ungum rithöfundi
hefir verið gert eins hátt undir
höfði og H. K. Laxness. Honum
voru veitt óvenjulega há skáld-
laun — af Alþingi, — en gegn
vilja almennings í landinu.
Þingmenn munu hafa ályktað
út frá orðtakinu: „Oft verður
góður hestur úr göldum fola“.
í bókum Kiljans voru frá upp-
hafi nokkrir hreinir sprettir á
milli þess, sem hann hljóp út
undan sér. Skáldlaun hans
voru einskonar víxlar á fram-
tíðina. Nú eru þessir víxlar
komnir í gjalddaga og nokkuð
af þeim hefir verið afsagt
vegna greiðslufalls. í sumum
hinna síðari bóka Skáldsins hafa
víxlsporin og gönuskeiðin verið
yfirgnæfandi. Flestir hafa hlífzt
við að minnast á þær, nema
Kristinn Andrésson, loftunga
Kiljans og útgefandi. Hann
heldur áfram að skrifa barna-
legar lofgerðarrollur í blöð og
tímarit kommúnista. Kiljan á
að vera sá útvaldi raunsæis-
maður, sem þekkir og skilur ís-
lenzka alþýðu og lífskjör henn-
ar betur en nokkur annar rit-
höfundur, fyrr og síðar. „Beztu
skáldin finna örugga leið inn
að hjarta fólksins," segir Krist-
inn. En Kiljan fann ekki hjörtu
fólksins, heldur kulda þess og
andúð. Þetta er ekki fyrir þá
sök, að Kiljan lýsi öðrum frem-
ur fátækt og vesaldómi, heldur
af þvi, aö hann kámar þetta allt
út. Hann hefir ekki hreinar
hendur sj álfur, þegar hann þyk-
ist vilja skera í meinin. Það eru
engar læknishendur á honum.
Honum farnast því líkt og lækni,
sem vekur andúð og tortryggni
sjúklinga sinna við fyrstu
kynni, lækni, sem kemur í
flekkuðum kufli með óhreinar
hendur og gengur að starfi
sínu með fyrirlitning i svipn-
um. Þess vegna hirðir alþýða
manna ekki um að lesa bækur
hans. Honum hefir farið aftur.
Andlegir víxlar hans eru af-
sagðir.
í FÓTSPOR MEISTARANS.
Hinar aöskiljanlegu lakari
náttúrur Kiljans koma ennþá
berlegar í Ijós hjá unglingum,
sem reyna að stæla hann. Einn
þeirra gaf út bók í fyrra haust:
„Liggur vegurinn þangað“, —
á kostnað Ragnars í Smára.
Þetta er unglingur, sem Kiljan
hefir gert sér einkar fylgispak-
an. Hvað gerir svo strákur?
Hann tekur gamla tímarits-
grein eftir þekktan embættis-
mann hér i bænum, afbakar
hana lítið eitt og lætur svo
prenta hana sem útvarpserindi
í bók sinni! En söguhetjan, sem
erindið flytur, er svo látinn
vera meira en meðalgarmur að
vitsmunum og mannkostum.
Konu hans og heimili er lýst
svo, að ekki hallast þar á. Er
mönnum svo ætlað að setja
þessa lýsingu í samband við
höfund tímaritsgreinarinnar —
eða hvað? En hvað sem því líð-
ur getur þetta tiltæki varla
heitið annað en ritþjófnaður,
ef ekki mannorðsspjöll. — Slík
„ilmandi" blóm spretta í fót-
sporum Kiljans.
þýzki hérinn enn þjarmað að
Rússum, svo að aðstaða þeirra
þar er allmiklu verri en áður
var. Þá er og orðasveimur um
mikinn liðsamdrátt Þjóðverja
við Leningrad. Rússar telja sig
hins vegar hafa unnið tvo
sigra: Segjast hafa tekið hæðir
nokkrar á Krímskaga, sem voru
á valdi Þjóðverja og umkringt
hersveit eigi alllangt frá Rostov.
Miklir hergag'naflutningar
eiga sér stað suður Balkan-
skaga frá Belgrad, og er mjög
strangur vörður hafður um
járnbrautarlestir þær, er flytja
hergögn þessi.