Tíminn - 22.11.1941, Side 2

Tíminn - 22.11.1941, Side 2
476 TÍMINN, langardaginn 22. nóv. 1941 120. folað Samgöngnmál Breiðafjarðar Eftir Stefán Jónsson skólastjóra '@ímin« Lauyardaginn 22. nóv. Verkamannasamtök Sjálfstæðisilokksíns Aukaþinginu er lokið. Það var kvatt saman af ráðherrum Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins, til að taka „föstum tökum“ á dýrtíðarmál- inu, eins og Mbl. orðaði það. En á seinustu stundu skárust ráðherrar Sjálfstæðisflokksins úr leik og gerðust yfirleitt and- vígir því, að þingið tæki nokk- urum „tökum“ á málinu, hvorki „föstum“ eða lausum. Það er ekki í fyrsta sinn, sem þannig hefir skipazt hjá Sjálf- stæðismönnum. En þeir fengu vilja sínum framgengt að þessu sinni og eru því ábyrgir fyrir því, að enn um stund heldur hin óheilbrigöa og háskasam- lega þróun áfram í dýrtiðar- málinu. Skýring formanns Sjálfstæð- isflokksins og Morgunblaðsins á þessum atburði er þess vérð, . að hún sé rædd og krufin til mergjar. Hún er sú, að flokkurinn hafi snúizt frá lögfestingarleiðinni og aðhyllzt „frjálsu leiðina“, vegna ein- dreginna tilmæla frá mál- fundafélögum Sjálfstæðis- verkamanna! Það er sérstakt umræðuefni, hversu karlmannlegt og þjóð- hollt það er að snúast gegn rétt- um málstað, vegna tilmæla einnar eða annarrar stéttar. Það gerðu stjórnmálamenn- irnir í Frakklandi og .allir vita hvernig fór. En það atriði skal ekki rætt að sinni. Hér verður aðeins vikið að verkamanna- samtökum Sjálfstæðisflokksins, sem urðu kaupfestingarleiðinni að falli, samkv. frásögn Ólafs Thors og Mbl. Mönnum fannst það mikil ný- lunda, þegar Sjálfstæðisflokk- urinn hóf verkamannabröltið. Til þess tíma hafði það hvergi þekkzt, nema í Þýzkalandi, að atvinnurekendaflokkur efndi til verkalýðssamtaka í því skyni að keppa við sósíalista og kom- múnista í kaupkröfum. Nazist- arnir þýzku voru eina undan- tekningin í þeim efnum. Þang- að sótti Sjálfstæðisflokkurinn fyrirmynd sína. Sjálfstæðis- flokkurinn var þá — og er kannske enn — gegnsýrður af nazistiskum hugmyndum. Val- týr lofsöng þær í blaði sínu og, Bjarni Ben. var spilafélagi helztu nazistapilta bæjarins. Þess vegna hafði Sjálfstæðis- flokkurinn þá allt aðra afstöðu til verkamannabrölts, sem leiddi til sífelldra kaupdeilna og ó- spekta, en venjulegur borgara- legur flokkur. Hann gerði ráð fyrir ekki ósvipaðri þróun hér og í Þýzkalandi, allsherjarhruni og valdatöku burgeisastéttar- innar. Meðan verið var að koma slíku í framkvæmd, var gott að nota verkamenn sem verkfæri. Sjálfstæðisflokkurinn átti að ýmsu leyti góða aðstöðu til að koma á fót verkamannafélög- um. Hann réði yfir Reykja- víkurbæ og helztu atvinnurek- endum bæjarins. Atvinna var yfirleitt kröpp um þessar mundir. Leiguþjónar íhaldsins sögðu við þá, sem höfðu at- vinnu: Þið getið átt von á upp- sögnum, ef þið fylgið ekki Sjálf- stæðisflokknum. Við atvinnu- lausa verkamenn var sagt: Þið fáið tæpast atvinnu á þessum eða hinum staðnum, ef þið fylg- ið ekki Sjálfstæðisflokknum. Með þessum hætti voru verkamannasamtök íhaldsins grundvölluð. Öðru vísi gátu at- vinnurekendur heldur ekki komið upp verkamannasam- tökum. Deilur kommúnista og sósíalista í verkamannafélög- unum gáfu brölti Sjálfstæðis- flokksins líka byr í vængi. Fátt sýnir betur vantrú verkamanna á þessari nýstár- lega starfsemi íhaldsins en það, að engir dugandi menn hafa valizt til foi’ystu þessarr- ar hreyfingar. Þess vegna hefir orðið að nota misheppnaða en virðingasjúka æfintýramenn sem fyrirliða. Þessir menn hafa verið slíkir gallagripir, að það Við Breiðafjörð liggja bú- sældarleg og fögur héruð, en vegna legu sinnar hafa héruð þessi búið við laklegar sam- göngur undanfarna áratugi, en önnur héruð landsins fengið stórbættar samgöngur á sama tíma. — Aðalbílvegir til þessara héraða liggja sem kunnugt er um þjóðvegina yfir Bröttu- brekku, um Dali og yfir Kerl- ingarskarð á Snæfellsnessfjall- garði, en hvorug þessi leið er bílfær að vetrinum, eins og nú standa sakir, enda er hvorugur vegurinn fullgerður. — Vegurinn um Kerlingarskarð frá Borgarnesi til Stykkishólms er fjölfarinn og liggur að mestu um láglendi og er því bíl- fær mestan hluta ársins, nema á norðanverðu Kerlingarskarði. Leiðin er rúmlega 100 km. og var vegagerðin hafin um líkt hefir verið stór móðgun við verkamenn að bjóða þeim þá sem foringja. Einn þeirra var Sveinn Sveinsson. Hann reynd- ist svo. óhæfur að Sjálfstæðis- menn urðu að biðja jafnaðar- menn um samvinnu til að reka hann úr Dagsbrún fyrir fund- arspjöll. Annar var Sigurður Halldórsson. Hann var búinn að vera nazisti og kommúnisti. Sjálfstæðisflokkurinn genði hann að formanni Dagsbrúnar. Hann reyndist ófær á samn- ingafundum, sökum ölæðis, og var eitt sinn leiddur óstarfhæf- ur af einum þýðingarmiklum Dagsbrúnarfundi, vegna sömu ástæðu. Þriðji var Ólafur Ól- afsson. Hann var gerður að rit- stjóra hreyfingarinnar. Hann þóttist vera skáld. Á hátíðisdegi verkamanna í vor birti hann kvæði eftir sig í málgagni hreyfingarinnar, þar sem lang- samlega voru slegin öll met Æru-Tobba. Jafnvel ritstjórum Mbl. blöskraði svo meðferð móðurmálsins, að þeir komu því til leiðar, að hann var sviptur ritstjórninni. Seinasta erindið í kvæði hans var þannig: Hvíti dauðinn kom eitt kvöld i kofann, þar hann bjó. Hann valdmannslega tók þar og vígalega hjó. [völd Veikri konu velti hann til, svo visnaði og dó. Sonar hennar síðsta yl hann saug í sína kló. Að lokum var Sjálfstæðis- flokkurinn orðinn svo marg- mæddur á „verkamannafor- ingjum“ sínum, að hann varð að leita á náðir Héðins Valdi- marssonar og gera hann að for- manni Dagsbrúnar, en íhalds- blöðin höfðu í mörg ár talið I. Nær andfætis okkur, er byggjum hin norðlægustu menningarlönd, hafa útverðir siðmenningarinnar á suðurhveli jarðar skapað ríki eitt lítið. Það heitir Nýja-Sjáland. Frá íslandi væri að heita álíka löng sigl- ing til þessa fjarlæga lands, hvort heldur haldið væri vest- ur um Atlantshaf og gegnum Panamaskurðinn og yfir Kyrra- hafið eða austur á bóginn um Miðjarðarhaf, eftir Súezskurði, um Rauðahaf, Indlandshaf og meðfram ströndum Ástralíu. Mun ýmsum í fersku minni um- tal það, er varð fyrir fáum ár- um, um landnám af hálfu ís- lendinga á Nýja Sjálandi. Væri íslendingum þó vart langsótt- ara til annars lands á byggi- legum slóðum. II. Nýja-Sjáland er eyjar tvær, að flatarmáli meir en helmingi stærra en ísland. Eyjar þessar eru til samans 1600 kílómetrar langar, og er á milli þeirra mjótt sund, Cookssund, og stendur höfuðborgin, Wellington, við það að norðan. Landfræðingar telja þær vera leifar af land- flæmi miklu, er fyrir miljónum ára hafi náð langt til austurs og sennilega verið tengt við Suður-Ameríku. leyti á báðum stöðum, í Stykk- ishólmi og í Borgarnesi, árin 1900 og 1901. — Ennþá eru þó ófullgerðir fullir 10 km. og hefir því vegurinn þokast áfram um aðeins rúma 2 km. til jafnaðar á ári, þessi 40 ár, sem lagning vegarins hefir staðið yfir. Er almenn óánægja í héraðinu yf- ir þessum seinagangi, einkum nú, þegar reynslan sýnir það, að fullgerður vandaður vegur yfir Kerlingarskarð yrði bílfær allan veturinn í hverjum meðal snjóvetri. — Er það almenn ósk og krafa héraðsbúa, að þing og stjórn sýni nú rögg af sér og ljúki við þennan 100 km. vegar- kafla, áður en hálf öld er liðin frá því að hafizt var handa um byggingu hans. En þótt vegur- hann hættulegasta manninn í verkalýðsf (^lögunum! Nú er það viðhorf breytt, að Sjálfstæðisflokkurinn geti fóðr- að verkamannahreyfingu sína með hótunum um atvinnukúg- un og loforðum um atvinnu- fríðindi. Því veldur hin mikla atvinna um þessar mundir. Þess vegna grípa nú foringjar hans til þess ráðs, að keppa við forráðamenn kommúnista og sósíalista um verkamannafylg- ið með gylliboðum. Þess vegna snerust þeir gegn kaupfesting- unni, þótt þeir væru búnir að lýsa yfir því, að hún væri sjálf- sögð og nauðsynleg. En verkamenn mega vera þess fullvissir, að fyrr en síðar kemur úlfurinn undan sauðargærunni. Sjálfstæöisflokkurinn á eftir að samþykkja kaupfestingu, — og kannske stórum harðari ráð- stafanir en kaupfestingu, — þegar verkalýðnum kemur það margfalt verr en nú og þá m. a. sökum þess, að það var látið ógert nú, þegar það var verka- mönnum hagkvæmara en síðar. Sjálfstæðisflokkurinn byrjaði sína verkamannahreyfingu eft- ir þýzkri fyrirmynd og hann á eftir að enda hana eftir þýzkri fyrirmynd, ef hann fær að ráða. Hann verður bljúgur og blíður við verkamennina fyrir kosn- ingar, en eftir kosningar mun annað hljóð koma í strokkinn. Verkamenn, sem nú aðhyll- ast Sjálfstæðisflokkinn, ættu að gera sér Ijóst, að það er verið að narra þá til að dansa í gini úlfsins. Fyrr en varir munu þeir fá að reyna það, að það eru Ólafur Thors og Eggert Claes- sen, sem stjórna gininu en ekki málfundafélagið Óðinn. Þ. Þ. Nýja-Sjáland er mjög af- skekkt land. Þaðan eru nær 2000 kílómetrar vestur til Ástralíustranda og 6400 kíló- metrar til Chile i Suður-Amer- íku. Norður til hinna mörgu eyja í Kyrrahafi er óraleið og þó miklu lengra suður til heimsskautslandanna. Nýj a-Sj álaníd er fjöllótt og náttúran stórbrotin. En af hafi séð virðast fjöllin þó oft vera nær en þau eru í rauninni, og veldur þar um, hve loftið er tært og skyggni gott. Víða ganga fjöllin í sjó fram, en inn á milli þeirra skerast þröngir firðir, sem mjög þykja minna á norsku firðina, og eru þeim þó jafnvel enn fremri að fjölbreytni og litskrúði. Við fjallaræturnar eru víða sandvíkur milli hárra og fer- legra klettahöfða, og gefa þær hinu hrikalega landslagi und- arlega mýkt. Loftslag á Nýja-Sjálandi er víða ekki ósvipað því, er gerist á Ítalíu og Sikiley og fleiri Mið- jarðarhafslöndum. Þó er það talsvert mismunandi, eftir því hvar er á landinu; er til dæmis mun hlýrra norðan til og vot- viðrasamara á austurströnd- inni. Og að ýmsu öðru leyti svipar Nýja-Sjálandi til Ítalíu, meðal annars hvað snertir jarð- myndunina og lögun landsins. inn fengizt fullgerður milli Borgarfjarðarhéraðs og Breiða- fjarðarbyggða, þá eru þó enn óleyst að mestu erfiðustu vanda- málin í samgöngumálum Breiðafjarðar. Eftir legu bygðanna við Breiðafjörð hljóta aðalflutn- ingar ætíð að fara fram á sjó innan héraðs, og leiðin til Reykjavíkur er of löng til þess að heppilegt sé að flytja þungavöru þangað landleiðina. Flutningar á sjó hljóta ætíð að verða miklu ódýrari svo langa leið, en samgöngur á sjó um Breiðafjörð og innfirði hans og til Reykjavíkur eru nú hin síðustu ár mjög ófullkomnar, og hafa orðið aftur úr, miðað við þær framfarir, sem orðið hafa á sjó og landi í öðrum héruð- um landsins. Áður en þessi hin síðari heimsstyrjöld hófst, og meðan skip Eimskipafélagsins og Skipaútgerðar ríkisins sigldu eftir föstum áætlunum, þá voru allmargar ferðir áætlaðar á Breiðafjörð, og þá flestar til Stykkishólms. Nokkrar ferðir fóru þó ætíð Esja og Súðin til innhafna við Breiðafjörð sVo sem að Reykhólum, til Króks- fjarðar, Salthólmavíkur, Búð- ardals og Grundarfjarðar og oftast komu þau þá líka til Flateyjar. Skip Eimskipafélagsins komu stundum í haustferðum til Búðardals, en sjaldan á aðrar hafnir. Leiðin inn á Hvamms- fjörð og Gilsfjörð, er sem kunn- ugt er, miklum annmörkum bundin fyrir stór skip, þar sem sæta þarf sjávarföllum, einkum þó á dimmum haustnóttum og í skammdeginu, en þá er oft flutningaþörfin mest, þegar aðr- ar leiðir lokast. Komið hefir það fyrir, að skip ríkisins hafa eytt 4—6 dögum í þessar ferðir og sjá allir, hvílík fjarstæða það er, að ætla farþegaskipum slíkar ferðir, og þótt sjaldgæft sé að ferðirnar taki þennan tíma, þá fer þó sjaldan minna en sólarhringur í það fyrir stór skip, að sigla á Gilsfjörð eða Hvammsfjörð um dimma haust- daga. Til þess að bæta upp þessar strjálu og erfiðu ferðir, eru nú tveir bátar styrktir nokkuð af ríkisfé til að halda uppi ferðum um fjörðinn, en þótt þessir bátar bæti nokkuð úr brýnni þörf, þá vantar mik- ið á, að þeir séu fullnægjandi, eða séu boðlegfr fa(rþegum í misjöfnum veðrum yfir haust Syðst í landinu eru geisilega mikil flæmi, sem eru óbyggð með öllu, enda óbyggileg. Þar eru gróðurlaus öræfi og há- sléttur og reginjöklar, sem fjallgöngumönnunum frá Ástra- líu og víðar þykir frægð mikil að hafa kannað. Er norðar kemur er láglendi meira, sléttur og víð héruð. En er dregur inn á eyna hækkar landið, og rísa þar háir tindar yfir vötn og krappa dali. Snjór er á tindum, en gróðursæld í hlíðum, og ber þessi hluti lands- ins að sögn mjög keim af Sviss- landi. Nyrðri hluti landsins er eigi jafn hálendur sem sá syðri, en þó eru þar fjöll og sérkennileg náttúrufegurð. Nágrenni Well- ington-borgar norðan við Cookssund er brattlent og hin mesta auðn. Þar næða þrálátir vindar. Þegar dregur norður á miðja eyna taka við eldfjöll, og jarðvegurinn er þar svo vikri blandinn, að gras nær ekki að gróa. En tré vaxa þar og annar gróður, er skýtur löngum rót- um. Þarna eru því geisilega víð- lendar eyðimerkur og sandar. Og þarna eru goshverir og leir- hverir, laugar og síki og .vötn með undarlegum litblæ, ár og fossar. Meðfram ánum eru gróð- urvinjar. Til þessara héraða er ferðamannastraumur mikill úr mörgum heimsálfum. Norðan við jarðhitasvæðið eru frost ákaflega sjaldgæf. Þar á ströndunum vaxa pálmaskógar, víðiskógar, olífuviður, reyrlund- ir og burknarunnar. Alls eru taldar vera 130 tegundir burkna og vetrartímann. Það verður því að teljast, að Breiðfirðing- ar búi við ófullnægjandi sam- göngur bæði á sjó og landi og sé nú full nauðsyn að hefjast handa og bæta úr ágöllunum. Það er ekki hægt í stuttu máli að rökstyðja þörfina til úr- bóta frekar en hér er gert, en ég vil leggja drög að þeim um- bótum, sem ég tel að gera þurfi og það nú þegar: Veginn milli Borgarness og Stykkishólms þarf að fullgera, helzt á næsta sumri og tengja þannig Breiðafjarðarbyggðir við Borgarfjörðinn og Reykja- vík með nokkurn veginn örugg- um vetrarbílvegi. Stofna þarf félag til kaupa á bát, sem ætlaður væri til á- ætlunarferða um Breiðafjörð. Báturinn þyrfti að vera vand- aður, og mætti varla vera minni en 50—60 smálestir, með sæmilegu farþegarúmi fyrir 25—30 farþega. Áætlunarferðir hans um Breiðafjörð ættu að vera í tengslum við ferðir skipa Eimskips og ríkisskipa til Stykkishólms, einkum um vetr- artímann, og miðaðar viö um- hleðslu á vörum við bryggju í Stykkishólmi, og yrði um slíka umhleðslu gerður sérstakur taksti, sem ekki þyngdi flutn- 'ingskostnaðinn um of, miðað við það, að varan væri flutt beint áfram án umhleðslu. Sýnist mér heppilegast, að báturinn færi hringferðir á víxl um fjörðinn, ýmist austur um eða vestur um, með miðstöð í Stykkishólmi, en auk þess færi hann skyndiferðir með flutning til Reykjavíkur og þaðan, þegar tími gæfist milli fastra áætl- unarferða um fjörðinn. Nafnið á bátinn er auðveldast að út- vega, því að sjálfsögðu ætti hann að heita Breiðfirðingur. Þótt báturinn nyti allverulegs styrks úr ríkissjóöi, og vitan- lega þyrfti hann að fá mikinn styrk, þá væri þó mikið fé spar- að i samgöngumálunum, því að ferðir hinna stóru strandferða- og millilandaskipa eru mjög dýrar á innhafnir Breiðafjarð- ar. Með heppilegri niðurskipun ferðanna fengu héraðsbúar við Breiðafjörð betri aðstöðu til að koma afurðum búa sinna á markaði, og kæmust sjálfir leiðar sinnar án stórra ann- marka. Póstgöngur um Breiðafjörð og nágrannahéruð myndu stór- um batna, en þær eru nú þannig, að bréf frá suðurhluta Vestfjarða eru stundum mán- uð á leiðinni til Stykkishólms Með sæmilega öruggum bíl- vegi milli Stykkishólms og Borgarness, og góðum báti, sem flytti farþega þvert yfir fjörð- inn á Hagabót eða að Brjáns- (Framh. á 3. siðu) til í Nýja-Sjálandi. Úr mýrum og fenjum milli hæðardraganna eru grafnar hinar frægu „kárí“- skeljar, sem notaðar hafa verið sem gjaldmiðill viða um Afríku, Asíu og Suðurhafseyjar. Gró- magn er mikið í jarðveginum, svo að akuryrkja gæti verið mikil og. arðsöm, en til allrar ó- gæfu torvelda hörð leirlög ræktun mjög, svo að landnámið er ákaflega örðugt til að byrja með. Dýralíf er fáskrúðugt í Nýja- Sjálandi, og var fátt þar villtra dýra nema hundar, er hvítir menn komu þangað. Síðar voru hérar fluttir inn, og eru þeir nú orðnir hrein og bein landplága, og villt svín hafast við í skógum og á sléttum. Gnægð af fiski er við ströndina, og ennþá er þar sums staðar mikið um sel. III. Frumbyggjar landsins nefn- ast Maóríar, af sama kynþætti og þjóðir þær, er byggja Suður- hafseyjar flestar, allt norðan frá Hawaiieyjum. Þeir eru brúnir á hörund, háir vexti og vörpulegir, fríðir sýnum og hraustlegir, prúðmannlegir í framgöngu og viðmótsþýðir. Það er skoðun fræðimanna og sögn meðal maórískra þjóð- flokka, að þeir hafi komið á ein- trjánungsbátum til Nýja-Sjá- lands á 14. öld. Er álitið, að þeir hafi verið 65—100 þús., er hvítir menn komu fyrst til Nýja-Sjálands, en síðan hefir þeim nokkuð fækkað, og er or- sökin sú, að ýmsir sjúkdómar, er hvítu mennirnir báru með Þórlr Baldvmsson fertugur Síðastliðinn fimmtudag átti Þórir Baldvinsson húsameist- ari fertugsafmæli. Um hann má segja, að hann á að baki sér stutta og góða sögu. Þórir er sonur Baldvins bónda Bald- vinssonar og Kristínar Jóns- dóttur á Ófeigsstöðum í Köldu- kinn. Hann er fæddur og upp •alinn við góð og heilbrigð upp- eldisskilyrði, þar sem heima- menntun fólksins var í bezta lagi. Þórir gekk í Akureyrarskól- ann, þegar hann var á tvítugs- aldri, og lauk þar gagnfræða- prófi. Skömmu síðar brá hann sér vestur um haf og hafði skamma viðdvöl í austurfylkj- unum en hélt alla leið vestur á Kyrrahafsströnd til San Fransisco-borgar. Dvaldi hann þar í átta ár. Hugur hans hafði frá æskuárum hneigzt í list- ræna átt en snúizt að bygging- arfræðinni. Honum tókst að sameina vinnu, sjálfsnám og skólagöngu á heppilegan hátt, þrátt fyrir langvarandi van- heilsu meðan hann dvaldi vestra. Þórir hafði ætíð haft hug á að koma heim til lands- ins aftur eftir að hafa numið nokkuð það í Ameriku, sem verða mætti til gagns í gamla landinu. Lagði hann mikla stund á að kynna sér sem bezt hin- ar margháttuðu fyrirmyndir Ameríkumanna í húsagerð, og allramest innri gerð húsanna. Þegar Þórir kom he'im, laust eftir Alþingishátíðina, fékk hann starf við teikningar fyrir Byggingar- og landnámssjóð. Eftir að Tryggvi Þórhallsson var orðinn bankastjóri í Bún- aðarbankanum, fól hann Þóri að gera tilraunir með nýja og hentuga sveitabæi. Flutti hann á þann hátt nýja tízku inn í landið, þar sem byggt var á því, að hafa sveitabæina sem allra- mest á einni hæð, eíns og raun- (Framh. á 4. síðu) sér, einkum berklaveiki og sam- ræðissjúkdómar, hafa reynzt mjög mannskæðir meðal Maórí- anna. Ýmsa hefir furðað á því, hversu fámennir Maóríarnir voru, er hvítir menn komu fyrst til Nýja-Sjálands, því að landrými var þar nóg fyrir miklu fjölmennari þjóð og margar aldir liðnar síðan kyn- stofninn fluttist þangað. En hér er þess að gæta, að barn- eignir eru eigi jafn tíðar meðal Suðurhafsþjóða sem flestra annarra kynflokka, auk þess sem sífelldur ófriður milli ætt- kvísla, barnadráp og lauslæti í kynferðismálum hamlaði því, að veruleg mannfjölgun yrði meðal Maóríanna. Loks þykir líklegt, að þeir hafi illa þolað loftslagið, þar eð þeir voru að- fluttir af hlýrri slóðum. Maóríarnir bjuggu í þorp- um, hver ættkvísl út af fyrir sig. Öll völd voru í höndum ætt- arhöfðingjanna og arika, presta, er þeir höfðu sér til fulltingis og færðu sér óspart til nota trúarhugmyndir lýðs síns og heimsskoðun og beittu bann- helgi til þess að aga hann og knýja hann til sér þóknan- legrar breytni. Þorp þeirra stóðu oftast í bröttum fjalls- hlíðum, þar sem gott var til varnar, en torvelt að að sækja, og um þau traustir skíðgarðar. Við þorpshliðin voru útskorn- ar guðamyndir, er oft voru hag- lega gerðar. Að veggjum voru hús þeirra gerð úr viðarflétt- um, en þökin voru úr strái. Innan voru veggirnir tjaldaðir Fjarlgg lönd V. Snðiir um Iiöfin

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.