Tíminn - 22.11.1941, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.11.1941, Blaðsíða 4
TÍMIM, langardagiim 22. nóv. 1941 120. blaS 478 <ÍR BÆNIJM Jarðför Þórðar Sigurðssonar, sem beið bana af skotsári er hlauzt af völdum Bandaríkjahermanns í Hafnarfirði, fór fram í fyrradag. Pór jarðarförin mjög virðulega fram og mun fjölmennari líkfylgd ekki hafa sézt þar. Leiksýningu frestað. Á fimmtudaginn var átti að sýna leikinn „Á flótta“. En sú leiksýning féll niður sökum þess, að flóð kom í bún- ingsherbergi leikaranna í kjallara hússins. Var stórstraumsflóð og gekk sjór inn í kjallarann, en það mun ekki ótítt í þeim húsum, sem lægst standa í miðbænum, þegar stórstreymt er. Félagsdómur hefir ógilt uppsögn félagsins „Iðju“ á kaupsamningum sínum við atvinnu- rekendur. Orsök ógildingar er sú, að uppsögn félagsins kom eigi með lög- uppsögn félagsins komst eigi með lög- mætum fyrirvara, að því er dóm- stóllinn taldi. Leiðrétting. Inn í ritdóm sér Jakobs Jónssonar, um hina nýju bók Huldu „Hjá Sól og Bil“ hafa slæðst nokkrar slæmar prentvillur. Villurnar eru þessar: Verð bókarinnar er kr. 15,00, óbundin, en ekki kr. 16,00, eins og stendur í blað- inu. í fremsta dálki 37. línu, að ofan, er orðið „óvirðulegar", á að vera „ó- verulegar", og í 39. 1. „virðulegar" fyrir „verulegar". í öðrum dálki, 5. 1., talið ofan frá, er orðið „Rógmálin", á að vera „Rógmálmur". í ljóðinu, sem til- fært er, á orðið „breiði“ í 4. 1. að vera „blíði", og í 10. 1. á orðið „endurskin" að vera „endurskín“. í sama dálki, 39. 1. er orðið „Frelsi", á að vera „Frjáls". í 68. 1. stendur „Sandurinn spáir“, á að vera „Gaukurinn spáir“. Þetta eru lesendur beðnir að athuga. Sókn Breta (Framh. af 1. stðu) ar vera verulegum mun sterk- ari óvinum sínum, og í loftinu hafa þeir algerlega yfirhönd á þessum slóðum, og varðar það mjög miklu fyrir úrslit viður- eignarinnar. Lokatakmark Breta með sókninni mun vera hið sama og í fyrra vetur. Þeir hyggjast að buga óvini sína í Afríku með öllu. En hins er þó að gæta, að hernaðaraðgerðir þeirra í Li- byu geta haft mikil áhrif á gang styrjaldarinnar, þótt þeim auðnist ekbi að vinna úrslita- sigur sunnan Miðjarðarhafs að svo stöddu. Þær hljóta sem sagt að hafa það í för með sér, að Þjóðverjar neyðast til þess að senda þangað nýjan flugflota, en hans munu þeir hafa all- mikla þörf heima fyrir og þó einkum í viðureigninni við Rússa, og ný vélahergögn og jafnvel aukið lið. En að undan- förnu munu þeir hafa dregið úr herbúnaði sínum við Mið- jarðarhaf og meðal annars flutt burt úr flugstöð, sem þeir höfðu gert sér á Sikiley. Er sóknin í Libyu því allalvarleg fyrir Þjóðverja, hvort sem þeim tekst að verjast eða ekki. Ein þau tíðindi, er gerzt hafa í Afríkumálunum seinustu daga, er að Weygand hershöfð- ingi hefir látið af völdum í Afríkunýlendum Frakka, og hafa þau verið lögð undir ráðu- neyti Darlan flotaforingja. Er mönnum ekki grunlaust um, að það muni standa í sambandi Tilrœðið við Alpingí (Framh. af 1. síðu) mest hefir talaö um smásjána. Hvílík þjóðkynning! Hvílíkur álitsauki fyrir sjálfstæði okkar og lýðræði! Hversu óumræðilega þakklát má þjóðin ekki vera Sjálfstæðisflokknum fyrir að láta þingið „taka sig svona vel út“ í smásjánni! Sjálfstæðismenn hugðust að vinna það hrekkjabragð að gera Framsóknarflokkinn með- ábyrgan í þessari svívirðingu við Alþingi. Með þátttöku Fram- sóknarmanna í bráðabirgða- stjórninni, sem var stofnsett til að afstýra vetrarkosningum, átti að gera Framsóknarflokk- inn meöábyrgan. Tveim tímum áður en forsætisráðh. tilkynnti stjórnarmyndunina birti Vísir hálfgerðar skrípamyndir af honum og viðskiptamálaráð- herra með fyrirsögninni: Tap- að — fundið. En forsætisráð- herra sá við hrekknum. í ræðu sinni, þegar hann tilkynnti stjórnarmyndunina, lýsti hann því skýrt og skorinort, að Framsóknarmenn tækju enga ábyrgð á þeirri leið, sem meiri- hluti þingsins hafði valið, og myndu hiklaust halda áfram baráttunni fyrir því, að raun- hæfar aðgerðir yrðu gerðar. Öll ábyrgðin hvíldi á þingmeiri- hlutanum. íhaldsmenn sátu á- lútir í stólunum, er þeir hlýddu á ræðu ráðherrans, en hreyfðu þó engum mótmælum. Með þögninni játuðu þeir á sig á- byrgðina, enda gátu þeir ekki annað. Sjálfstæðisflokkurinn ber á- byrgðina. Hann ber ábyrgðina á aðgerðaleysinu í dýrtíðarmál- inu, á valdaafsali þingsins, á því aukna virðingarleysi, sem „frjálsa leiðin“ bakar þinginu, á stéttagorgeirnum, sundrung- unni og upplausninni, sem vex að sama skapi og máttur hins sameinandi valds, Alþingis, þverr. Framsóknarmenn hafa hafið baráttuna fyrir endurheimtu valdi og virðingu Alþingis. Sterkt, sameinandi vald er þjóðinni lífsnauðsyn á þessum tímum. Aldrei hefir þörfin fyr- ir öruggri og einbeittri leiðsögn Alþingis verið brýnni. Þjóðin verður að sameinast um sterkt Alþingi, sterka þjóðarforystu. Annars mun hún reyna það fyrr en varir, að sjálfstæði hennar og lýðræði er ekki lengur til, nema í endurminningunni. Ósjálfstæðið og erlend yfirráð verða komin í staðinn. Þ. Þ. við sókn Breta í Libyu, og hygg- ist Þjóðverjar að knýja Frakka til þess að veita þeim leyfi til að flytja her sinn til Tunis, ef þeir bíði lægri hlut í Libyu. Um slikt leyfi mun Weygand hershöfð- ingi hafa neitað ítalska hernum í fyrra, er Bretar léku hann hvað harðast í fyrri sókn sinni. Það getur líka verið hugsandi, að Þjóðverjar ætli sér að knýja Frakka til beinnar þátttöku í Afríkustyrj öldinni. Suðnr um höfin (Framh. af 3. síöu) það land,er hann fann og nefndi Staatenland. En sú nafngift festist lítt við það, og hollenzkir fræðimenn gáfu því fljótt nafn- ið Nova Zelindia. Næstur kom þangað Cook landkönnuður, 127 árum síðar. Gerði hann mjög orð á því, hve fjölmennir íbúarnir væru, herskáir og gráðugar mannætur. Þótti því fáum fýsilegt þangaö að leita, enda landið fjarlægt og af- skekkt. Kom þangað því fátt hvíitra manna næstu áratugi, og helzt eigi nema örfáir fransk- ir sjómenn og amerískir hval- veiðimenn. Áður en langar stundir liðu hófst þó ofurlítil verzlun hvítra manna við Ma- óríana og árið 1814 efndu Eng- lendingar þar til trúboðs. En það þótti þó alláhættusamt, því að ófriður lá í landi og bitnaði ekki ósjaldan á hinum hvítu mönnum. Litlu síðar hófst þar þó landnám og árið 1839 slógu Englendingar eign sinni á land- ið af ótta við, að Frakkar myndu ella seilast þar til húsbónda- réttar. Ekki fór landnámið fram á- takalaust fremur en annars staðar, þar sem framandi menn taka sér hópum saman bústað í löndum ókunnugra þjóða. Erjur og skærur urðu tíðar milli landnemanna og lands- manna og fimm sinnum á fimmtíu árum kom til reglu- legra styrjalda þeirra í millum. Síðasti Maóríahöfðinginn í Nýja-Sjálandi gekk Englend- ingum eigi á hönd fyrr en árið 1892. Landnámið gekk hægt. Ollu því meðal annars þeir erfið- leikar og hættur, sem stöfuðu af ófriði af hálfu Maóríanna. Um skeið fluttust hvítir menn jafnvel þúsundum saman af landi burt til Ástralíu. Auk þess settu ensku yfirvöldin snemma ströng skilyrði um fólksinnflutning. Var þannig í rauninni hreinn og beinn njarð- lás fyrir það rekinn, að land- flóttalýður sá, er um þessar mundir streymdi úr bágstödd- ustu löndum Evrópu og ýmsum löndum Asíu, en þó einkum Kína, til landnáms í öðrum heimsálfum, gæti leitað sér at- hvarfs í Nýja-Sjálandi. Árang- urinn hefir orðið sá, að megin- þorri hvítra manna þar í landi eru af engilsaxnesku bergi brotnir, en allmargir ættaðir úr Þýzkalandi og Norðurlöndum. Eftir aldamót, þegar mót- spyrna Maóría var þ.rotin og skipti öll við þá tekin að gerast friðsamleg, urðu framfarir miklar í byggðum hvítra manna, fólki fjölgaði, nýjar borgir voru reistar og héröð numin. Studdi það mjög, að þessari blómgun, að Nýja-Sjálandi var æ látið meira og meira sjálfsforræði í té. VI. Nú eru 1 miljón 600 þúsund íbúar í Nýja-Sjálandi. 60 þús- und þeirra eru Maóríar og nokkur þúsund Kínverjar. Hin- 278 Victor Hugo: né minna en tuttugu og þrjú mörk. Hvar hefir þú komizt yfir þessa fjár- hæð? Jóhann kastaði til höfði sínu með hinum ljósu fagurliðuðú lokkum. Hann mælti, og hæðnishreimur varð greindur í rödd hans: — Til allrar hamingju á ég bróður, sem er í senn erkidjákni og heimsk- ingi! — Ja, hver fjandinn! hrópaði Föbus. — Ég gæti trúað, að það væri virðu- legur náungi! — Við skulum fara inn í veitinga- húsið! mælti Jóhann. — í hvaða veitingahús? spurði liðs- foringinn. — í „Epli Evu“? — Nei, svaraði stúdentinn. — Við förum inn í „Gömlu listina." — Fjandinn hirði listina. Vínið er mun betra í „Epli Evu“! — Jæja, þá förum við inn í „Epli Evu“, anzaði Jóhann og tók undir arm liðsforingjans. — Vinirnir tveir héldu leiðar sinnar. Erkidjákninn veitti þeim eftirför myrkur á svip. — Það er víst nafn þessa Föbusar, sem mér líður aldrei úr minni, síðan ég ræddi við Gringoire. Nafnið eitt var erkidjáknanum næg ástæða til þess að halda í humátt á Esmeralda 279 eftir stallbræðrunum tveim. Hann hlýddi af athygli á mál þeirra. Ekkert látbragð þeirra fór framhjá honum. Raunar var honum það næsta auðvelt að heyra, hvað þeir sögðu, því að þeir ræddu saman háum rómi og virtust una því hið bezta, þótt vegfarendur gerðust þátttakendur í leyndarmálum þeirra. Þeir ræddu um handalögmál, stúlkur og samdrykkjur. Þegar þeir beygðu fyrir götuhorn og héldu inn á annað stræti, heyrði erki- djákninn liðsforingjann segja við stúdentinn: — Djöfullinn sjálfur. — Við skulum fyrir alla muni flýta okkur! — Hvers vegna það, Föbus? spurði Jóhann. — Kannske kemur Tatarastelpan auga á mig! — Hvaða Tatarastúlka? — Þessi með geitina! — Ég get aldrei munað, hvað hún heitir. En við skulum flýta okkur fyrir alla muni. Ég kæri mig alls ekki um, að hún ávarpi mig úti á stræti. — Þekkir þú hana þá, Föbus? Erkidjákninn gaf því gætur, að Fö- bus brosti hæðnislega og hvíslaði ein- hverju að stúdentinum, sem rak upp skellihlátur. — Er þetta satt? spurði Jóhann. Lefkfél. Reykjavíknr Á FLÓTTA eftir Robert Ardrey Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl 2 í dag. Tónlistarfélagið og Leikfélag Reykjavíkur NIT0UCHE Sýning á morgun kl. 2,30 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. Tapazt hefir hrún hryssa 4 vetra, mark: standfj. fr. hægra og hófbiti fr. vinstra. Þeir, sem kynnu að hafa orðið hennar varir, geri svo vel og tilkynna það símstöðinni Galtafelli. Lesið „Sannleikann um hvíta- sykurinn". Fæst hjá bóksölum og hjá HIRTI HANSSYNI, Bankastr. 11, Reykjavík. 2 nýír 7 og % Kw. dýnamóar tíl sölu. Rafvirkmn s.f. Skélavörðustíg 22 Simi 5387. ir fyrstu landnemar voru eink- um bændur, er höfðu miklar hjarðir sauðfjár og nauta. Enn er fyrst og fremst stundaður landbúnaður í Nýja-Sjálandi, þótt málmur og kol hafi að vísu fundizt þar í jörðu. Lang- verðmætustu útflutningsvör- urnar eru ull, smjör, ostur, fryst kjöt og gærur. En all- fjölmennar borgir hafa einnig risið upp í Nýja-Sjálandi. Fjöl- mennust þeirra og fegurst er Auckland, með um 260 þúsund íbúa. Hinar nýju borgir í Nýja-Sjá- landi eru harla ólíkar gömlu borgunum í Norðurálfu, svo að ekki sé minnzt á stórborgir í Austurlöndum. Þær eru skipu- lega byggðar, með breiðum göt- um, stórum og fögrum görðum, leikvöllum og torgum. Sjálf höfuðborgin, Wellington, er þó nokkur undantekning í þessu efni. Orsökin er sú, að borgin liggur í þröng milli fjalls og sjávar og landrými mjög ónógt. Þótt Nýja-Sjáland sé í nán- um tengslum við Bretland, og umboðsmaður Bretakonungs sé þar einskonar ríkisstjóri, er landið í rauninni sjálfstætt. Þing þess ræður öllum málum þess til lykta, og á því eiga með- al annars sæti nokkrir Maór- íahöfðingjar. En Ný-Sjálend- ingar hafa jafnan haldið mik- illi tryggð við heimalandið og fá hinna nýju ríkja hafa dugað betur hlutfallslega, þegar Bret- ar hafa átt í ófriði. Jafnvel í Búastríðinu, sem hinn sið- menntaði heimur fordæmdi nær allur sem argan glæp, gerð- ust Ný-Sjálendingar þúsundum saman sjálfboðaliðar í her Breta. í rauninni er Nýja-Sjáland eitt mesta jafnaðarríki jarðar- innar. Þar er minni munur á kjörum manna heldur en í flestum löndum öðrum, fátt auðmanna, en hagur alþýðunn- ar góður. Er það ef til vill ein helzta orsök þess, ásamt hollu og þægilegu loftslagi, að heil- brigðisástand er þar betra en í nokkru öðru ríki og mannslát færri í hlutfalli við mann- fjölda heldur en annars staðar eru dæmi um. Róstur og vígaferli landnáms- áranna eru í fyrnsku fallin og heilar sættir orðnar milli brúnna manna og hvitra, ----GAMLA BÍÓ --- Morðgátan (FAST AND FURIUS) Amer. leynlögreglumynd. FRANCHOT TONE. ANN SOUTHERN. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Áframhaldssýning kl. 3yz—6y2: Mcð ofsahraða (NO LIMIT) GEORGE FORMBY. heimamanna og hina óboðnu gesta. — í hinu nýja friðríki hafa sannarlega í grasi fund- izt þær gullnu töflur, sem áttar voru í árdaga áður en heimur spilltist, svo sem Völuspá segir. J. H. Þórir Baldvinsson (Framh. af 3. síðu) ar hafði að mestu leyti verið siður frá því í fornöld. Jóhann Kristjánsson hafði orðið fystur manna til að leiðbeina bænd- um um bæjagerð úr steinsteypu, og varð mikil framför að starfi hans. Þórir Baldvinsson hélt á- fram og bætti við ýmsum þarf- legum nýjungum, ekki sízt um innri gerð sveitaheimilanna. — Eftir hann munu koma nýjar breytingar og umbætur í hús- gerðarlist sveitanna, því að enn er langt í land með hina vandleystu byggingarlist í landi. sem vantar eldsneyti og flest- öll byggingarefni nema möl og sand. Þórir Baldvinsson og starfs- bræður hans á teiknistofu Bún- aðarbankans hafa stórt og glæsilegt verkefni með hönd- um að hjálpa fólki í dreifbýl- inu til að byggja og endur- byggja ódýr, holl, hentug og ______nýja bíó .—-- Uppreismn á prælaskipinu (MEETING ON THE BLACK HAWK) Spennandi og æfintýra- rík mynd. Aðalhlutv. leika: RICHARD ARLEN, ANDY DEVINE, CONSTANCE MOORE. Börn fá ekki aðgang. smekkleg heimili. Mikið hefir áunnizt í þessari grein en meira er þó hitt, sem ógert er. Hvar sem farið er um landið, bera hinar nýgerðu stórbygg- ingar vitni um góða og gagn- lega vinnu þeirra tveggja prýði- legu byggingarfræðinga, sem á undangengnum árum hafa haft forustu um byggingarmál sveitanna. Auk bændabýla hefir Þórir Baldvinsson staðið fyrir byggingu Alþýðuhússins í Reykjavík og margra kaupfé- lagshúsa víðsvegar um land. Samstarfsmenn hans og vinir vonast eftir, að honum megi auðnast að hjálpa til um mörg ár enn, að endurbyggja gamla landið og flytja hingað margar gagnlegar nýjungar úr nýja heiminum. J. J. Afgr. þingsál.till. . . . (Framh. af 1. síðu) naut yfirgnæfandi þingfylgis. Mbl. er með óþarfa nart í séra Sveinbjörn út af þessari tillögu. Er ekkert undarlegt, þótt sam- vizka blaðsins sé óróleg út af þessu máli. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir I LANDSSMIÐJUNNI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. (Lægra verð kl. 5). Hugheilar þakkir fœrum við öllum þeim, sem glöddu okkur á gullbrúðkaupsdaginn, með heim- sóknum, gjöfum, skeytum og blómum, og gerðu okkur daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Ingríður og Einar Sigurðsson, Höll. v Fyrirliggjandi Smávörur í miklu úrvali, svo sem: Blúndur, Legg- ingar, Hlýrabönd, Silkibönd, Flauelsbönd, Bendlar, Teygjubönd, Stoppugarn, Silkitvinni, Hnappagata- silki, Hárnet, Hárgreiður, Hárkambar, Höfuðkamb- ar, Púðurkvastar, Hattaslör, Treflar, Herrabindi, Vasaklútar, Öryggisnælur, Saumnálar, Stoppunálar, Títuprjónar, Smellur, Manchetthnappar, Fingur- bjargir, Krullupinnar, Hárspennur, Tannburstar, Rakburstar, Rakblöð, Sjálfblekungar, Skólapennar, Sólgleraugu, Vasaspeglar, Stálspeglar, Pípuhreins- arar, Hnappar og Tölur o. m. fl. Helldverzlun Árna Jónssonar Hafnarstræti 5. — Sími 5805. ! §IdLIMAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Gulliford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, \ . LONDON STREET, FLEETWOOD. « * ------nm i imm i mm iiiiiiiiiiiwiiimniininiii— — -»-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.