Tíminn - 22.11.1941, Blaðsíða 3
120. blað
TÍMIM, laagardagmn 22. móv. 1941
477
"K i r k j a n
Eldmessan
í frásögnum um Skaftárelda
segir, að þá er umbrot þeirra
stóðu sem hæst, og hraunflóð-
ið vall fram í stríðum straum-
um, meðfram og yfir byggðina
á Síðu, hafi sr. Jón Steingríms-
með þjóðinni bjó, og fleytti
henni yfir ógnir og áföll liðinna
ára og alda, þegar mest reið á.
Engir Skaftáreldar ganga nú
að vísu yfir þetta land. Þvert á
móti finnst mörgum, sem vel-
líðan og velgengni margra sé
slík með þjóðinni, að hallæris-
minningarnar séu aðeins fjar-
^ystrastapi
og Skaftá
hjá Kirkju-
bœjar-
klaustri.
Þar skammt
frá stöövað-
ist hrauniö
í farvegi
Skaftár.
son prófastur messað í Kirkju-
bæj arkfausturskirkju. Glóandi
hraunflóðið stefndi þá beint á
kirkjuna, aðeins örskammt frá.
Sumir kirkjugesta gerðust þá ó-
rólegir og vildu hafa gætur á
hvað hraunflóðinu liði, en við
það truflaðist messugerðin —
eins og gefur að skilja. Sr. Jón
prófastur tók þá til þeirra ráða,
sem oft er síðan vitnað til. —
Hann lét loka kirkjuhurðinni
og bannaði með öllu að opna
hana meðan guðsþjónustugerð
færi fram og flutti síðan messu
sína jafn öruggur og æðrulaus
eins og hann vissi ekki um
hættuna, sem yfir var. Þetta
trúartraust og æðruleysi verk-
aði á hugi fólksins svo, að eng-
inn' æðraðist eða ókyrrðist við
vábresti eldanna, sem voru á
góðum vegi með að umkringja
kirkjuna. Og þegar messu var
lokið og litazt var um, kom í
ljós, að meðan messugerðin
stóð, höfðu hraunstraumarnir,
sem stefndu á kirkjuna, stöðv-
azt, og hlaðizt upp eins og vegg-
ur, brún þeirra aðeins ör-
skammt frá. — Þessa sjást
merki enn í dag, að svona hefir
hraunflóðið hagað sér, og kirkj-
unni og söfnuðinum, sem þar
dvaldi, „hlífði hulinn verndar-
kraftur", hver sem hann var.
Eldmessan er hún síðan köll-
uð guðsþjónustan, sem fram fór
í Kirkj ubæ j arklausturskirkj u
þennan dag.
í vitund þjóðarinnar síðan
hefir hún verið í öllum hinum
ægilegu endurminningum
Skaftárelda sem tákn þess
krafts og þeirrar trúar, sem
lægir, löngu liðnir draumar.
Og þó dylst það engum íslend-
ingi, að flóð ber yfir landið með
sterku straumfalli og snöggum
iðuköstum, með hættuboða við
hvers manns dyr.
Tugþúsundir erlendra her-
manna fara um þjóðvegi lands-
ins og hafa tekið sér aðsetur í
bæjum þess og byggðum víðast
hvar.
Ófriðaralda sú, sem hæst hef-
ir risið í heimi vorum, fram til
þessa, stefnir allvíða, með þung-
um straumi, að helgustu véum
þjóðarinnar, — hefir tekið líf
æðimargra hraustustu sona
hennar og leikið hundruð
barna hennar svo grátt, að
miklu meiri ástæða er til að
óttast um framtíð þeirra held-
ur en búandfólksins, sem flosn-
aði upp af heimilum sínum
undan straumum Skaftárelda
og flúði hungrað og tötrum
klætt til fjarlægra héraða.
Það gæti bent oss til þess, að
ekki sé minni ástæða til að ótt-
ast þá strauma, sem nú næða
á þjóölífi voru, þótt peningar
og vellíðan fylgi þeim sumstað-
ar í svip, heldur en glóandi
hraunflóðið, sem eyddi fögrum
byggðum, og stefndi að hinni
litlu friðsælu sveitakirkju forð-
um.
Þessir straumar stefna nú að
hvers manns húsi, svo að segja.
Og enn mun því reyna á það,
hvort til er sá styrkur til að
standast gegn hættunni, sem
þeir, er Eldmessuna sátu forð-
um, áttu og treystu.
Ef hann er með oss, og vér
treystum honum, mun flóð það,
sem nú fer yfir, eigi granda oss.
Þá munu helgidómar þjóðern-
is vors, tungu og menningar, fá
staðizt. Þess vegna þarf þjóð
vor að iðja og biðja nú, með
þeim huga, er segir:
Vertu oss fáum,
fátækum smáum,
líkn í lífsstríði alda.
Nýju kirkjubygging'
arnar í Reykjavík
Hafizt er nú handa um bygg-
ingu þriggja sóknarkirkna í
Reykjavík. — í Laugarnessókn
eru framkvæmdir hafnar og
verið að vinna að kirkjusmíð-
inni. í Hallgrímssókn er fjár-
söfnun í fullum gangi, og stofn-
að til hennar um land allt. Og
í Nessókn er fjársöfnunin einn-
ig hafin. — Munu undirtektir
almennt góðar enn sem komið
er. Undantekningar eru þó
nokkrar í því efni og finnst
sumum, sem þarfara væri að
verja slíku fé til íbúðarhúsa í
bænum. En spyrja má: Eru þeir.
sem þannig tala, vissir um að
þeim væri þannig varið, ef það
færi ekki til kirknanna? Og
ennfremur, eru þeir, sem engu
vilja fórna fyrir hugsjónir sín-
ar og trú sína, líklegir til að
fórna miklu til úrbóta þörfum
annarra manna?
Hætt er við, að kirkjan rísi
seint, ef bæta á úr öllum mann-
legum þörfum öðrum fyrst. Og
vel er það slíkum, sem þannig
hugsa, til athugunar, hvort
ræktun hugarfarsins og trúar-
innar muni ekki einhverju orka
til úrlausnar þörfum og vanda-
málum mannanna.
Gef þú að móöurmálið mitt,
minn Jesú þess ég beiði,
frá allri villu klárt og kvitt,
krossins orð þitt út breiði,
um landið hér, til heiðurs þér
— helzt má það blessun valda —
meðan þín náð lœtur vort láð,
iýði og byggðum halda.
(Hallgr. Pét.).
ofnum strámottum til hlýinda
og prýðis.
Viðurværis öfluðu þeir sér
með akuryrkju og fiskveiðum,
og höfðu þeir eintrjánunga til
veiðiferða sinna um vötn og
sjó. Mannakjötsát var mikill
siður þeirra á meðal á þeim
tímum. En nú hafa Maóríarnar
snúið frá þeim sið fyrir löngu
og gerzt kristnir og stunda ak-
uryrkju með sama hætti og
tíðkast hjá vestrænum þjóðum.
Var áður trú þeirra, að þeir
öðluðust hugdirfð fallinna ó-
vina sinna, ef þeir ætu hold
þeirra, en mest þótti samt um
vert að neyta hjartans. Þóttust
þeir vita, að gáfur mannsins
ættu bústað í heilanum, en
hugrekki og þor í brjóstinu.
Maóríarnir voru mjög her-
skáir og áttu ættkvíslirnar tíð-
um í hörðum deilum og þrá-
látum ófriði. Lítt voru þeir þó
búnir vopnum, því að þeir
kunnu ekki að smíða úr málmi
og þekktu ekki boga né örvar.
Bjuggust þeir steinvopnum og
viðarkylfum, er þeir fóru til or-
ustu og víga. Flest tæki þeirra
önnur voru einnig úr steini. Er
þeir fóru að hafa kynni af hvít-
um mönnum, voru þeir fljótir
að læra að fara með skotvopn
og beittu þeim óspart í hern-
aði sínum. Hafði sú nýjung í
vopnaburði hörmulegar afleið-
ingar fyrir kynstofninn, því að
stundum stráféllu heilar ætt-
kvíslir í hörðustu bardögunum.
Hörundsflúrun var einn ein-
kennilegra siða, sem þessir
þjóðflokkar tömdu sér. Að vísu
flúra margar suðrænar þjóðir
hörund sitt, og það er jafnvel
enn í dag tíðkanlegt i sjálfri
Evrópu, meðal kvenna í Alban-
íu, Bosníu og Herzegovínu, auk
þess sem það er algengt meðal
sjómanna og fólks í hafnarbæj-
um, og sjálfsagt hefir sá háttur
verið í því landi, er Maórí-
arnir voru ættaðir úr, en í hinu
nýja heimkynni þeirra hefir
þessi siður dafnað og þróazt á
sérkennilegan hátt. Munu fáar
þjóðir hafa iðkað hörundsflúr
eins gífurlega mikið. Mátti
heita, að í andliti fullorðins
Maóría væri enginn depill, sem
ekki hafði verið fleginn og
skorinn, stunginn eða litaður.
Oft var allur kroppurinn
skreyttur á slíkan hátt.
Hörundsflúrið var ekki aðeins
skraut, svona líkt og þegar
vestrænar meyjar láta sér til
fegrunar lita augnhár sín og
augnabrúnir, reyta sig og
snyrta, heldur var það og að
nokkru leyti eins konar heið-
ursmerki fyrir unnin afrek.
Þegar sigursælir kappar komu
úr hernaði eftir fræknlegt víga-
far, voru þeir flúraðir hátt og
lágt, svo að lesa mætti frægðar-
óðinn á líkama þeirra sjálfra.
Stundum gat þar að líta þá at-
burði, sem'þeir stærðu sig mest
af. En hér á landi er Fálka-
kross án stjörnu hengdur á
brjóst gamalla kaupmanna,
sem sloppið hafa misjafnlega
gjaldþrotalítið gegnum lífið, og
hreppstjóra, sem setið hafa á
rausnarstóli í héraði sínu í 50
ár.
Þótt margt væri það í fari Ma-
órímanna, sem vestrænum
mönnum er lítt að geði, þá voru
þeir samt merkileg þjóð. Einn sá
þáttur, sem aðdáun hefir vakið,
er listfengi þeirra. Meðal ann-
ars ber hörundsflúrunin ótví-
rætt vitni um það. Þess eru
jafnvel dæmi, að sjómenn, sem
komu til Nýja-Sjálands, hugðu
hina flúruðu Maóría vera í-
klædda undurþunnum og fögr-
um línvef, er félli fast að lík-
amanum. Sömu listfengi sýndi
tréskurður þeirra, vefnaður og
litun, híbýli og húsbúnaður.
Mega það undur kallast, hve
haglega þeir gátu leyst þessi
verk af hendi, þrátt fyrir þau
ófullkomnu verkfæri, sem þeir
höfðu völ á, áður en þeir kom-
ust í kynni við hvíta menn og
ný vinnubrögð komu til sögu í
krafti járnsins og stálsins.
Þjóðsögur þeirra, æfintýri og
sagnir voru einníg merkur þátt-
ur þjóðmenningar þeirra. í þeim
var fólgin saga kynstofnsins um
margar aldir, flutninganna yfir
hið mikla haf frá landinu Ha-
waiki og landnámsins í hinu
nýja heimkynni, framvindu lífs-
ins þar, orrustur og fremd
hinna ágætustu kappa og höfð-
ingja. Margar þessarra sagna
voru fágaðar mjög og oft skáld-
legar og auðugar að lífsreynslu
og speki margra kynslóða þess-
arra brúnu vígamanna og fornu
sæfara.
IV.
Hollenzkur skipstjóri frá
Batavíu, Abel Jansen Tasman,
kom skipi sínu til Nýja-Sjá-
lands árið 1642, fyrstur hvítra
manna. Hann steig ekki fæti á
(Framh. á 4. síðu)
Jörð til sölu.
Hálf jörðin Kirkjuból í Ön-
undarfirði, eða meira ef um
semur, fæst til kaups, og laus
til ábúðar í næstu fardögum. í-
búðarhús, peningshús, áburðar-
hús og votheyshlöður úr stein-
steypu. Tún að mestu vélslægt.
Engjar á annað hundrað dag-
sláttur, samliggjandi við túnið,
slétt gulstarar- og flæðiengi.
Tún og engjar samgirt.
Semjið við eiganda og ábú-
anda
STEFÁN PÁLSSON.
HEILDSbLUBIRGÐIR: f
JONSSON |
REYKJAVÍK
Samgöngumál
(Framh. af 2. síðu)
læk, eru Vestfirðir tengdir með
„hraðferð“ við Reykjavík, og
er þá ekki ókleif dagleið frá
Reykjavík til Þingeyrar, en þá
er skammt til ísafjarðar. Yrði
þá áætlunin þessi:
Með Laxfossi frá Reykjavík
kl. 7 að morgni og kl. 10 komið
til Borgarness, og þaðan er í
Stykkishólm tveggja og hálfs
til þriggja tíma ferð með bif-
reið. Yfir Breiðafjörð er þriggja
til fjögra tíma ferð á sæmilega
hraðskreiðum bát, en þá tæki
við erfiðasti kafli leiðarinnar
frá Haga á Bíldudal, en til Pat-
reksfjarðar er góður vegur, sem
vafalaust er hægt að gera bíl-
færan með litlum kostnaði.
Póstgöngur í sambandi við
slíkar hraðferðir gætu orðið
með nýtízku sniði, en ekki lík-
ar því, sem á sér stað í upp-
löndum Kínaveldis eða annars
staðar í hálendi Asiu, en eins
og stendur, bera þær mjög keim
af þeim seinagangi.
Ég hefi með þessum línum
viljað vekja athygli á þessu
máli í Tímanum, þar sem hann
mun nú vera fjöllesnasta blað-
ið í hinum dreifðu byggðum
landsins, bæði við Breiðafjörð
og víðar, og ég heiti sérstak-
lega á samvinnumenn og for-
göngumenn kaupfélaganna á
þessu svæði, að þeir taki hönd-
um saman við aðra forystu-
menn héraðsins og hrindi i
framkvæmd umbótum á sam-
göngumálum Breiðafjarðar-
byggða, til heilla fyrir land og
lýð í hinum fögru og búsælu
byggðum.
Stykkishólmi í okt. 1941.
Stefán Jónsson.
Hjartanlega þökkum við vinum okkar í Borgarhreppi, og
víðar, sem heiðruðu minningu RAGNARS GUÐMUNDS-
SONAR frá Gufá, sem fórst með línuveiðaranum „Jarl-
inn“ s. 1. sumar, — og sýndu hluttekningu í okkar þungu
sorg. — Guð.blessi ykkur öll.
Gufá f nóvember 1941.
Anna María Jónsdóttir. Guðmundur Ásmundsson.
Styttid skammdegíð!
Dveljizt með
Ijósgyðjunum
Sól og Bil.
Eignizt
nýjustu bók
Huldu
Útgefandi.
Látið
S A V O N
de
P A R I S
varðveita hörund yðar
— gera það mjúkt og
heilbrigt og verja það
öllum kvillum. SAVON de PARIS
er mjúk sem rjómi og hefir
yndislegan hressandi rósailm. —
Notið beztu og vönduðustu sápuna!
- Notið SAVON de PARIS -
380
Victor Hugo:
Ssmeralda
277
— Já, svei mér þá! anzaði liðsfor-
inginn.
— í kvöld?
— Já, i kvöld!
— En ertu öruggur um að hún komi?
— Ertu frávita, Jóhann. Þarf maður
að efast um það?
Erkidjákninn heyrði þessar samræð-
ur allar, og það fór hrollur um hann.
Hann stóð um stund kyrr í sömu spor-
um og studdist við bægistein eins og
hann væri ofurölvi. Síðan hélt hann
för sinni áfram i humáttina á eftir
hinum tveim drykkjubræðrum.
Þegar hann hafði nálgast þá það
mikið, að hann gat greint samræður
þeirra, höfðu þeir valið sér annað um-
ræðuefni. Og hann heyrði þá syngja
gamla drykkjuvísu fullum rómi.
V. KAFLI.
Vofan.
Hið fræga veitingahús — Epli Evu —
var í þeim borgarhluta, er nefndist
l’Université á horni strætanna la Ron-
delle og Botonnier. Veitingastofan var
stór salur en lágur undir loft með mörg-
um borðum og vegglömpum. Þar var
jafnan fjöldi drykkjugesta og kvenna.
Það var liðið að nóttu og dimmt á göt-
fyrir sér, án þess að þeir yrðu hans
varir, sökum þess hve niðursokknir
þeir voru í að virða skildingana fyrir
sér.
— Pyngja í vasa þínum, Jóhann, er
eins og máninn i vatnsfötunni! hróp-
aði Föbus. — Maöur sér hann, en hann
er þar raunverulega alls ekki. En ég
þori að veðja, að pyngjan sú arna
hefir einvörðungu tinnusteina að
geyma.
— Sjáðu þá bara! mælti Jóhann
næsta rólegur. — Hérna eru þá tinnu-
steinarnir.
Án þess að mæla orð frá vörum
tæmdi hann úr pyngjunni og lét inni-
hald hennar dreifast um bægisteininn,
sem næstur var. Hann var mikilúð-
legur á svip eins og Rómverji, sem
frelsað hefir föðurland sitt.
— Drottinn minn dýri! hrópaðl
Föbus. Þetta er svei mér gildur sjóður!
Jóhann stóð kyrr i sömu sporum,
stoltur á svip. Nokkrir skildingar höfðu
hrokkið út í skarnið. Liðsforinginn laut
niður, til þess að tína þá upp. En Jó-
hann þreif í arm hans.
— Svei bara, Föbus de Chateaupers
liðsforingi! varð honum að orði!
Föbus taldi peningana og sneri sér
lotningarfullur að Jóhanni.
— Veiztu, að þetta eru hvorki meira