Tíminn - 04.12.1941, Qupperneq 3

Tíminn - 04.12.1941, Qupperneq 3
125. blafS TÍMIIVN, íimmtndaginn 4. des. 1941 497 4 N IV Á L L Dánar d ægnr. Sæmundur Oddsson bóndi í Garðsauka lézt hinn 15. nóvem- ber s. 1. Hefir Suðurland nú með skömmu millibili orðið að sjá á bak þrem öndvegis höldum, sem allir bjuggu við hina fjöl- förnu þjóðbraut, Lárusi á Klaustri, Magnúsi í Steinum og Sæmundi í Garðsauka, og er að öllum þessum mönnum mikill mannskaði, og meiri fyrir það, að enginn þeirra náði háum aldri. Sæmundur lézt síðast þessara samferðamanna, og var hann jarðsettur í gær að Breiðabólstað. Sæmundur var fæddur hinn 12. desember 1875 að Sáms- stöðum í Fljótshlíð og ólst þar upp hjá mætum foreldrum í hópi mannvænlegra systkina. Þegar Sæmundur fluttist að Eystri-Garðsauka og reisti þar bú, var þetta alminnsta býlið i Hvolhrepp. Sýnir það hyggindi Sæmundar, dugnað og umbóta- starf, að nú um langt skeið hef- ir þessi litla jörð verið litlu lægra metin, en hin fornu höf- uðból bygðarinnar, sem mörg eru þó kunn og stór. Enda mun Sæmundur einna fyrstur hafa nálgast það -mark að reka stór- búskap að mestu leyti á rækt- aðri jörð. Um all-langt skeið hafði Sæ- mundur samhliða búskapnum, annazt aðalpóstafgreiðslu, tók hann við því starfi, er Skúli prófastur Skúlason fluttist frá Odda. Einnig var allmikil greiðasala i Garðsauka um langt skeið. Þá tók Sæmundur mikinn þátt í félagslegum störfum, bæði í hreppsnefnd og sýslu- nefnd, og forstöðu Sparisjóðs Rangárvallasýslu annaðist hann frá upphafi. Sæmundur var miklll á velli og hinn karlmannlegasti, trygg- ur, vinfastur og djúphygginn. Var hann mikið sóttur ráða. í stjórnmálum var hann ekki flokksbundinn, en studdi menn til þingsetu meir eftir þvi hvort hann bar til þeirra per- sónulegt traust. En miklu þótti þeim mönnum skipta, er um þingsetu kepptu, að vita hverj- um Sæmundur í Garðsauka léði lið. Með Sæmundi er fallinn einn hinn mætasti maður í íslenzkri bændastétt. Hann var giftur Steinunni Bjarnadóttur frá Eystri-Garðs- auka, mætri fróðleiks- og mynd- arkonu. Áttu þau mörg og mannvænleg börn. sveitunga minna eru nú nýlega látin, þau Sveinn og Marta, og langar mig til að binda minn- ingu þeirra litinn sveig með nokkrum orðum. Sveinn Níelsson var fæddur að Vogi á Mýrum 28. júní 1860 og fluttist með foreldrum sínum að Grímsstöðum tæpra þriggja ára og ólst þar upp. Árið 1886 kvæntist hann fyrri konu sinni, Jónínu Theodórsdóttur frá Hraundal í sömu sveit, og fluttust þau hjón þá til Canada. Árið 1889 lézt Jónína kona hans og undi hann þá ekki lengur þar vestra, en fluttist aftur heim til íslands með unga dótt- ur þeirra hjóna. Árið 1891 kvæntist hann aftúr, Sigurlínu Þ. Sigurðardóttur frá Miðhús- um, uppeldisdóttur Odds Sig- urðssonar og Höllu Jónsdóttur á Álftanesi. Árið eftir byrjuðu þau Sveinn og Sigurlín búskap á Lambastöðum og bjuggu þar til vorsins 1914, að þau seldu jörð og bú og fluttust í Borgar- nes, og þar dvaldi Sveinn eftir það til dauðadags. En hann lézt hinn 11. nóv. 1939 eftir stutta legu. Sveinn var óvenjulega hag- sýnn og öruggur búmaður. Ég þori að fullyrða, að hvar sem hann hefði búið og á hvaða tíma sem var, þá hefði honum aldrei orðið heyja vant né bjargar i bú. Ég hefi fáum kynnzt er öryggishugsunin hef- ir verið jafn samgróin sem hon- um. Hann lagði höfuðáherzluna á þá hlið búskaparins, sem lika má telja undirstöðuatriði hans. Hans glögga búmannsauga sá það óvenju skýrt, að áhættan er einhver lymskasti óvinur og erfðafjandi íslenzks landbúnað- ar. Þó að ýmsum öðrum at- vinnugreinum sé þann veg háttað, að nokkur áhætta sé þar bæði réttmæt og jafnvel óhjákvæmileg og gefi oft upp- grip í aðra hönd, þá er hún landbúnaðinum næstum aldrei ávinningur og endar venjulega með skelfingu. Ávöxtur jarðar- innar vex hægt og náttúrufar landsins er óstöðugt og áfella- samt. Hinn seintekni dýri arð- ur margra langra vinnudaga — jafnvel erfiði margra ára, hef- ir löngum rokið út í veður og vind á einu hörðu vori — af því að áhættan var látin ráða meiru en'öryggið. Þesskonar yfirsjónir hentu aldrei Svein Níelsson. Heyfirn- ingar brugðust honum aldrei, hvernig sem áraði. En hann safnaði ekki heyjum vegna heyjanna sjálfra, eins og þó eru dæmi til um menn. Fénað sinn fóðraði hann svo vel að af bar, enda var hann honum jafnan arðviss og arðmikill. Jörð sína sat hann ágætlega en færðist þó aldrei meir í fang um fram- kvæmdir en hann hafði vel í hendi sér á hverjum tíma. Efnahagur hans þokaðist upp á við hægum og farsælum skrefum. Þar var aldrei um stökk að ræða, en heldur ekki afturköst né áföll. Bú sitt og heimili byggði hann upp eins og vandaðan kastala, sem er múraður frá grunni og hver steinn skorðaður sem verða má, unz virkið stendur ósigrandi. Mun hann vafalaust helzt hafa óskað að fórna heimili sínu öll- um kröftum óskiptum, enda var hann framúrskarandi heimilis- faðir og að sama skapi hjúa- sæll. Lét hann sér og annt um hag hjúa sinna sem eigin hag. Að hann tók jafnan mikinn þátt l störfum utan heimilis síns í þágu sveitar sinnar, var vegna áskorana og óska ná- granna og sveitunga, en ekki af eigin tilstuðlan. En hann leysti þau af hendi með sömu trú- mennsku og það væri í eigin þágu. Hann var lengst af bú- skap sínum í hreppsnefnd sveit- ar sinnar, svo og mörg ár sýslu- nefndarmaður. Þá var hann og lengi fulltrúi hreppsmanna í verzlunarsamtökum þeirra, svo sem sláturfélags og kaupfélags- ins. Oftar en einu sinni mun hafa verið skorað á hann til þingmennskuframboðs fyrir Mýrasýslu og tók hann því lengstaf fjarri. Þó lét hann einu sinni tilleiðast fyrir þrá- beiðni flokksmanna sinna. Ekki náði hann þá kosningu, og harmaði hann það ekki. Munu og fáir frambjóðendur til þings minna hafa unnið að kosninga- sigri sínum en hann, enda gekk hann nauðugur til þeirrar hild- ar. Sumum mun hafa þótt Sveinn all íhaldssamur um ýmsa hluti og má e. t. v. hafa það heiti um hann í þess beztu merkingu. En í raun og veru var hann mjög frj álslyndur í skoðunum og víð- sýnn eins og hann átti kyn til. Hann gat verið fastheldinn við ýmsar gamlar venjur og hætti, en ekki vegna þess útaf fyrir sig, að það var gamalt eins og titt er um afturhaldsmenn. Hann gat einnig verið opinn fyrir nýjungum og djarfhuga umbótum, en ekki fyrir það eitt, að það var nýtt eins og fiysj- unga er siður. Eins og hann hélt fast í það gamla á meðan hon- um fannst hið nýja ekki taka þvi fram, eins ótrauður fylgdi hann nýjungunum, þegar hann sannfærðist um, að þær væru til bóta frá hinu eldra. En ein- mitt þetta er óðal frjálslyndra Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, Ástríðar Stefánsdóttur, Björk Grímsnesi. Friðsemd Guðmundsdóttir. Guðmundur Guðmundsson. Þökkum hjartanlega öllum, sem sýndu okkur samúð og kærleika við fráfall mannsins míns og föður okkar ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR, bónda, Tjarnarkoti. Jóhanna Felixdóttir og börn. og hugsandi manna. í stjórn- málum fylgdi hann jafnan að málum þeim flokkum, er djarf- lega sóttu fram í umbótamál- um þjóðarinnar, og með félags- málabaráttu bænda fylgdist hann jafnan heill og óskiptur og lagði þeim það lið, er hann mátti. Sveinn Níelsson var í hærra lagi meðalmaður á vöxt og svar- aði sér vel. Andlitið svipmikið og gáfulegt. Hann var óáleitinn við aðra menn en fastur fyrir og fylginn sér um mál þau, er hann sótti og því ákveðnari sem fastar var á móti staðið. Hann var skýr í hugsun og vel máli farinn, og því betur sem meira var kapp í málflutningi. Hann var alúðlegur í viðmóti og skemmtilegur í samræðum, trygglyndur og drengur góður. Hann átti, sem fyr getur, eina dóttur af fyrra hjónabandi, er Helga heitir og er gift kona í Kanada. Með seinni konu sinni eignaðist hann tvö börn, Jón Aðalstein, sem er vélameistari á Lagarfossi og Sigríði, sem er gift Árna Helgasyni verzlunar- manni við Kaupfélag Borgfirð- inga. Hjónaband þeirra Sveins og Sigurlínar var framúrskarandi ástúðlegt og farsælt. Var hún manni sínum samhent um alla hluti og átti sinn mikla þátt í velgengni þeirra og hamingju, enda er hún hin ágætasta kona. Dvelur hún nú á heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Borg- arnesi. Marta María Níelsdóttir var fædd að Vogi á Mýrum hinn 18. nóvember 1858, og var því á áttunda ári er hún fluttist að Grímsstöðum með foreldrum sínum, og þar ólst hún upp. Vorið 1882 giftist hún fyrri manni sínum, Jóni Oddssyni, bónda á Álftanesl, og tók þar við bústjórn. Grímsstaðir eru með efstu bæjum í Álftaneshreppi. Þeir standa uppundir Mýrafjall- garðinum, en með honum lá þjóðbraut í þá daga um ofan- verða sýsluna, vestur um til Snæfellsness og suður um til Borgarf j arðarhéraðs. Vandist hún því þegar mikilli umferð og gestanauð á æskuheimili sínu. Nú fluttist hún sveitina á enda, allt til sjávar, því að Álftanes liggur við ströndina vestan Borgarfjarðar, þar sem hann breiðir sig út í Faxafló- ann — gegnt Melabökkum að sunnan. En þar komst Marta aftur í þjóðbraut, því að al- faraleið um neðanverða byggð- ina lá meðfram sjónum og með- fram ströndinni á sjó. Verzlun- arstaður var þá allmikið sóttur í Straumfirði, nokkru vestan Álftanes, og lá umferðin þar um að austan úr sveitunum. Álfta- nes er einnig kirkjustaður og fornt höfuðból. Lágu fram um aldamót margar hjáleigur und- ir staðinn og var hann að sjálf- sögðu miðstöð þessa byggða- hverfis. Sjór var þá stundaður Kvennaskólinn á Blönduósi (Framh. af 2. sí5u) »leyfi til að fara á hverja skemmtisamkomu, sem þær heyra getið um í nágrenninu þennan stutta námstíma. Á þessum tímamótum skólans barst honum frá mennta- málaráði gipsmynd af Þórarni Jónssyni á Hjaltabakka, sem hafði verið alþingismaður um 20 ár, og átt sæti í skólaráði kvennaskólans í 30 ár. Var mynd þessari valinn staður á innsta vegg dagstofunnar við hlið mynda af öðrum skóla- frömuðum, sem skólinn hefir eignazt. J. S. L. á Mýrunum vor og haust. Var Jón á Álftanesi heppinn for- maður og sótti sjóinn kapp- samlega með landbúskanum og var þá að jafnaði margt að- komumanna í skiprúmi hans. Jón var sonur Odds Sigurðs- sonar bónda á Álftanesi og Höllu Jónsdóttur Sigurðssonar hreppstjóra og dannebrogs- manns, er þar bjó lengi við mikla rausn. Heimilið var því stórbýli frá fornu fari og um- ferð mikil gesta og gangandi. Hin unga húsfreyja fékk því fljótlega ærið verkefni í hend- ur að stjórria hinu umsviía- mikla gestkvæma helmili, og féll sá þráður aldrei úr hendi hennar til dauðadags eða um sex tugi ára. Eftir tólf ára hjónaband missti Marta Jón mann sinn. Hélt hún þó áfram búi sínu (Framh. á 4. síðu) Jóla-H angikí ötið Vegna þess hve birgðir eru takmarkaðar, en eftirspurn mikil, og með því að þeim verður selt, er fyrstir koma, er verzlunum þeim, sem hjá oss hafa keypt hangikjöt að undanförnu, ráðlagt að kaupa JÓLA-HANGIKJOTIÐ sem mest í þessarí viku. og hvetja viðskiptamenn sína til að gera jólakaupin sem allra fyrst. Pantið i sima 4241 2678 1080 5^1«® fS!L um hámarksverð á nýjum íískí í Reykjavík og Hafnaríírði. Samkvæmt heimild 1 lögum nr. 118, 2. júlí 1940 hefir verð- ia.gsnefnd ákveðið hámarksverð á nýjum fiski í Reykjavík og Hafnarfirði eins og hér segir: Þorskur, nýr, slægður, með haus ........... kr. 0.55 kg. Ýsa, ný, slægð, með haus ................... — 0.60 — Sé nefndur fiskur hausaður eða þverskorinn í stykki má verð- íð á hverri tegund fyrir sig, þorski og ýsu, vera kr. 0.15 hærra pr. kg., en að ofan greinir. Sé ofangreindur fiskur flakaður, má verðið vera sem hér greinir: 1. Flök með roði og þunnildum ............. kr. 1.20 kg. 2. Flök með roði, en þunnildi afhöggvin .... — 1.55 — 3. Flök, roðflett og þunnildi afhöggvin .... — 1.65 — Sé umræddur fiskur frystur sem varaforði, má útsöluverðið verða kr. 0.35 hærra pr. kg. en að ofan greinir og gildir þetta jafnt fyrir slægðan fisk með haus, hausaðan fisk og flakaðan. Koli, nýr ................................ kr. 2.00 kg. Ofangreint verð er miðað við það, að kaupandi sæki fiskinn til fisksala, en sé fiskurinn sendur heim til kaupandans, má fisksalinn taka kr. 0.10 aukalega pr. kg. fyrir heimsendinguna. Þetta birtist hér með þeim, er hlut eiga að máli. Viðskíptamálaráðuneytið, 29- nóvember 1941. Bóndi — Kanpir l»ú búnaliarblaSSið FREY? 296 Victor Hugo: Esmeralda 293 fallegur þú ert og heyri glamra í spor- unum þínum. Þú ert fallegur! Liðsforinginn lét að óskum hennar og atyrti hana um leið með ánægju- bros á vörum. — Þú ert mesta barn, sagði hann. En segðu mér, ástin mín: Hefirðu séð mig veizlubúinn? — Nei, svaraði hún. — Það er þó sjón að sjá, svaraði liðs- foringinn rogginn. Hann settist nú við hliðina á henni og vippaði sér upp að henni. — Heyrðu, ástin mín! sagði hann. Tatarastúlkan lagði litlu, fallegu hendurnar á munninn á honum. — Nei, nei. Ég vil ekki hlusta á þig. Elskarðu mig? Ég vil, að þú segir, hvort þú elskar mig? — Hvort ég elska þig, engillinn minn? hrópaði liðsforinginn og fleygði sér á hnén. Yndið mitt, rósin mín, litljan mín. Enga hefi ég elskað jafn heitt og þig. Liðsforinginn hafði sagt þessu líkt svo oft, að hann gat þulið skjallyrðin upp úr sér án minnstu umhugsunar eða hiks. Þegar Tatarastúlkan fékk þetta á- nægjulega svar, leit hún upp í loftið og himneskur friður hvíldi yfir ásjónu hennar. inn og sneri upp á yfirskeggið, og á hæla honum kom þriðja manneskjan: Esmeralda hin fagra. Claude Frollo skalf frá hvirfli til ilja. Hann kiknaði í knjáliðunum, fölnaði og sá það er fram fór aðeins í móðu. Allt snerist í hring fyrir augunum á honum — og svo brást honum heyrn og sjón með öllu. Þegar hann raknaði við, voru Föbus og Esmeralda tvö ein. Þau sátu á kistu rétt hjá lampanum. Annars var þar ekki annað inni en fátæklegt rúm. Yfir rúmfletinu var gluggi og gegnum ó- hreina rúðuna mátti sjá tungl vaða í skýjum. Unga stúlkan var uppburðarlítil. Hún horfði blóðrjóð til jarðar. En liðs- foringinn, sem hún þorði ekki einu sinni að líta á, ljómaði af gleði. í vandræðum sínum páraði hún ýmsar myndir í ryk- ið á kistulokinu og horfði á fingurinn þess í milli. Geitin hafði lagzt við fætur hennar. Liðsforinginn var prúðbúinn, með ermalín að sið þeirra tíma. Claude Frollo gat með naumindum heyrt það, er þau sögðu, svo svall hon- um hugur. — Ó, stamaði stúlkan feimnislega, fyrirlíttu mig ekki, Föbus. Ég veit, að ég breyti ekki rétt. \*

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.