Tíminn - 31.12.1941, Side 2

Tíminn - 31.12.1941, Side 2
536 TÍMINN, miðvikudagiiw 31. des. 1941 135. blað GlÆÐllÆGT NÝTT AR! Þökk fyrir viffskiptin á liðna árinu. Þorsteinn Finnh$arnarson gullsmlður. GLEÐILEGT NÝTT ÁR! Þökk fyrir viffskiptin á liffna árínu. Heildverzlun Ama Jónssonar. GLEÐILEGT WÝTT ÁR! Þökk fyrir viffskiptin á liffna árinu. Rydenskaffi (Nýjei kaffibrennslan). HEILLARlKT KOMAÝDI ÁR! Þökk fyrir viffsklptin á liffna árinu. H.F. Ölgerðin Egill Skallagrímsson. Framfarasjóður B. H. Bjarnasonar kaupmanns. Umsóknir um styrk úr ofannefndum sjóði sendist undirrit- aðri stjórnarnefnd hans fyrir janúarlok 1942. Til greina koma þeir, sem lokið hafa prófi í gagnlegri náms- grein og taldir eru öðrum fremur efnilegir til framhaldsnáms, sérstaklega erlendis. Þeir umsækjendur, sem dvalið hafa við framhaldsnám er- lendis sendi, auk vottorða frá skólum hér heima, umsögn kenn- ara sinna erlendis með umsókninni, ef unnt er. — Reykjavík, 30. des 1941. Ágúst H. Rjarnason. Helgi H. Eiríksson. Ýilhjálmur Þ. Gíslason. Áramótin 194142 (Framh. af 1. síSuJ veldi á fslandi. En vitaskuld var fjarstæða að halda slíku fram, ef ekki var unnt að losna við þátttöku Dana um stjórn ís- lands nema samkvæmt hinni formbundnu leið frá 1918. Betur og betur kom í ljós, að utanríkisstjórn Dana var ekki lengur í Kaupmannahöfn held- ur í Berlín. Þá lýsti þýzka stjórnin hafið kring um ís- land ófriðarsvæði og lét kaf- báta sína sökkva nokkrum ís- lenzkum skipum, og varð ná- lega engin mannmjörg. Mátti nú öllum verða fullljóst, að ís- lenzka þjóðin gat ekki treyst nokkurri forustu um stjórnmál sín frá hinu gamla sambands- landl. Umræður og atburðir urðu þess nú valdandi, að Al- þingi tók endanlega ákvörðun sína á hinum fræðilega grund- velli Andvaragreinar Bjarna Benediktssonar og byggði hins vegar á samþykktum flokksþ. Framsóknarm. Alþingi lýsti yfir einróma, að íslendingar gætu fellt úr gildi sambandið við Danmörku, hvenær sem vera skyldi vegna vanefnda á stjórn- gæzlu. Jafnframt var ákveðið að kjósa íslenzkan mann til að fara með hið æðsta vald í land- inu um eins árs skeið. í þriðja lagi var ákveðið, að ísland skyldi verða lýðveldi eigi síðar en við lok þessarar styrj- aldar. Samþykkt þessi var gerð 17. maí. Ríkisstjóri var kosinn 17. júní. Hjól atburðanna hafði þannig snúizt ótt. Sáttmálinn frá 1918 var nú raunverulega skrínlagður, vafinn innan í hinar velmeintu en lítið grund- uðu lögskýringar, um að van- efndirnar frá hálfu danskra stjórnarvalda hefðu enga úr- slitaþýðingu fyrir sjálfstæðis- málið. Um leið og Alþingi sam- þykkti 17. maí, að þjóðin gæti fyrirvaralaust framkvæmt skilnað við Dani, var það ekki orðið nema fyrirkomulagsat- riði, hvenær hentugt þætti að ganga formlega frá lýðveldis- mynduninni. Samkvæmt yfir- lýsingu Alþingis 17. maí, gat hinum endanlega skilnaði ver- ið lokið með einhliða yfirlýs- ingu strax næsta dag. VIII. Þingflokkarnir komu sér auð- veldlega saman um að kjósa ópólitískan mann í stöðu ríkis- stjóra, og að feta þannig, eftir því sem við átti, í spor forfeðr- anna með embætti hins virðu- lega en valdalitla lögsögumanns. Höfðu tveir slíkir menn komið til mála í umræðum manna í milli. Annar var Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður, en hinn Sveinn Björnsson sendi- herra. Eins og á stóð var ekki unnt að framkvæma þann und- irbúning, sem með hefði þurft til að fá til forustu mann úr annarri heimsálfu. Varð gott samkomulag milli flestallra al- þingismanna, að kjósa Svein Björnsson í sæti ríkisstjóra. Honum var valið heimili á hinu forna höfuðbóli á Bessastöðum, með móttökusal í Alþingishús- inu. Fáum dögum eftir að hinn fyrsti ríkisstjóri var kosinn, tóku Bandaríkin að sér her- vernd íslands og hétu hátíð- lega að vernda sjálfstæði lands- ins, bæði meðan stríðið stend- ur og við væntanlega friðar- samninga. Var lýðveldishug- sjón íslendinga mikið öryggi í þessu samkomulagi við hið voldugasta lýðveldi, sem til er í heiminum. Hafa Bandaríkin ekki látið'sér nægja að vera sjálf þjóðveldi, heldur verndað hið sama stjórnarform hvar- vetna á meginlandi Ameríku. Síðan liðu nokkrar. vikur„ þar til Churchill, forsætisráðherra Breta, gerði sér erindi til ís- lands og hét hinni litlu þjóð vernd og velvild Bretaveldis á ókomnum árum. Höfðu allir þessir merkilegu atburðir gerzt á nokkrum vikum. Hafði sú þróun öll verið í hag frelsis- málum þjóðarinnar, þótt mik- ill þrengingartími væri annars um málefni forustuþjóðanna 1 heiminum. IX. Þegar svo hagstæður byr blés i seglin, urðu ýmsir til að játa, I að betur hefði farið, að höggva | en ekki losa um sambandshnút- inn, eins og gert hafði verið 17. maí. Kom berlega í ljós við ýms atvik, að enn var reynt að tjalda yfirráðastefnu Dana og valdi konungs yfir íslandi, þjóð- inni til óþurftar og skapraun- ar. Hafði Stauning forsætisráð- herra Dana í skeytum til ríkis- stjórnar íslands og ríkisstjóra sýnt, að hann var ekki af baki dottinn með yfirdrottnun sína, og lét eins og það væri ómerkt, sem Alþingi hafði samþykkt 17. maí um stjlórnfrelsji landsins. Var sú framkoma hans mjög á þá lund, sem þeir menn höfðu gert ráð fyrir sem þekktu nokk- uð til sögu íslenzkrar frelsis- baráttu og höfðu átt þar ein- hvern virkan þátt á fyrri árum. Mestur skaði var það þjóð- inni í þessu efni, að taka ekki á sjálfstæðismálinu á þann hátt, að hún findi sjálf að hún hefði gert rétt og vaxið í aug- um sjálfrar sín og annarra af karlmannlegu verki. En eins og þróunin var hafði mjög mikið áunnizt af varanlegu sjálfstæði, án þess að því fylgdi nokkuð af þeirri hrifningu og manndóms- stælingu, sem efldi Norðmenn til dáða eftir 1814 og 1905. X. Stjórnfrelsið þarf umbúðir. ís- lendingar finna þetta. Þeir hafa á undangengnum mánuðum komið á fót sendifulltrúa- og sendiherrastöðum í Sví- þjóð, Danmörku, Englandi og Bandaríkjunum. Hafa þessi lönd hér einnig sína stjórnarfulltrúa. Er þetta til mikils léttis fyrir stjórnarvöld íslands og verzlunarstéttina. Auk þess venur það aðrar þjóð- ir við þá staðreynd, að íslend- ingar séu nú þegar orðin sjálf- stæð þjóð. Jafnhliða þessu hef- ir Alþingi og ríkisstjóm undir- búið ýmsar breytingar heima fyrir, sem ganga í sömu átt. Verið er að umbæta hið gamla stiftamtmannshús á Bessastöð- um, svo að það verði virðuleg- ur bústaður fyrir æðsta valds- mann íslenzku þjóðarinnar. Ríkisstjórinn og húsameistari landsins hafa bent forsetum Alþingis og ríkisstjórn á, aö stórlega megi endurbæta þing- húsið, svo að það verði betra og virðulegra heimili fyrir lög- gjafarsamkomuna. Eftir að Al- þingi hafði fengið yfirráð ís- lenzkra fjármála með stjórnar- skránni 1874, var það eitt af þess fyrstu verkum að byggja veglegt hús fyrir þingið, og sýna á þann hátt, að Alþingi kynni sjálft að meta gildi sitt og þýðingu. Eftir atburðinn 17. maí s. 1. hafa menn í stuðn- ingsflokkum ríkisstjórnarinnar fundið ríka nauðsyn til að beita sér fyrir snarlegri umbót á húsakynnum ríkisstjórnarinn- ar. Má segja, að húsakostur stjórnarráðs sé hinn ömurleg- asti. Sögulega er byggingin gam- alt fangelsi. Húsið rúmar ekki nema lítinn hluta þess starfs- fólks, sem vinnur að stjórn landsins, auk þess, sem bruna- hætta er þar óvenjumikil með óbætanleg skjöl landsins. Eru samtök hafin með mönnum úr öllum stjórnarflokkunum um að hrinda áleiðis undirbúningi og framkvæmdum í þessu máli, og mun því vafalaust verða hreyft á Alþingi í vetur. Mið- stjórn Framsóknarflokksins hef- ir nú þegar samþykkt að velja fulltrúa í nefnd, til að undirbúa byggingu nýrrar byggingar fyr- ir Stjórnarráð íslands. XI. Maðurinn lifir ekki af einu saman brauði. Sjálfstæði þjóð- anna er ekki eingöngu komið undir hinum lögfræðilegu form- um eða veglegu stjórnarhöllum, þó að hvorttveggja sé nauðsyn- legt. Sjálfstæðisþrá íelendinga hefir á síðustu árum líka komið fram í umhyggju fyrir kirkju- legum framkvæmdum. Akureyri hefir á allra síðustu misserum reist sér, með samstarfi allra flokka í bænum, hið veglegasta guðshús á hæðunum ofan við höfnina. í Reykjavík er efnt til þriggja kirkna með almennum samskotum og smíði hafin á einni byggingunni. Ein af þess- um kirkjum á að gnæfa yfir allan höfuðstaðinn, frá hæsta stað, sem til er í bænum, Skóla- vörðuhæðinni. Yrði sú kirkja í einu til almennra nota fyrir Reykjav'ík og jafnframt höfuðkirkja landsins. Fer það að líkindum, að sú kirkja, sem Danir reistu hér og nokkuð af vanefnum meðan íslandi var stjórnað. frá Kaupmannahöfn, eins og væri það hreppur í Dan- mörku, getur ekki verið höfuð- kirkja hins íslenzka lýðveldis. Leiðir það af eðli málsins, að Reykj avíkurbær og ríkissjóður verða, vegna sæmdar höfuðstað- arins og sæmdar landsins, að leggja saman um fjárveitingu til að reisa á Skólavörðuhæðinni meginbyggingu hinnar íslenzku þjóðkirkju. Færi vel á, að hið svokallaða augnabliksgóðæri í landinu reisti sjálfu sér á þann hátt varanlegan minnisvarða. Tunga íslenzku þjóðarinnar er í hættu úr allmörgum áttum. Sumsstaðar í nýmynduðu þétt- býii lærir unga kynslóðin ekki nema iítið brot af orðaforða málsins. Annarsstaðar koma til greina hljóðvillur, sem lýta framburðinn. Þá stafar tung- unni nokkur hætta af dvöl hins fjölmenna setuliðs í landinu. Að síðustu er hafin nýstárleg bókagerð í landinu, þar sem allmargir höfundar leitast við að fullnægja hinum takmark- aða smekk og ófullkomnu mál- kunnáttu með samsvarandi rit- smíðum. Þjóðræknir menn vilja mæta þessari sókn með viðeig- andi vörn. Fyrir nokkrum míss- erum heimilaði Alþingi útvarps- ráði fé til rannsókna á fram- burði íslendinga. Hafa 3 menn haft forustu í þessu efni: Fræðslumálastjórinn, form. út- varpsráðs og Björn Guðfinns- son málfræðingur.Hafa nú verið gerðar framburðarrannsóknir um allt land. Er hægt fyrir út- varpið, ef það hefir til þess nægi legan stuðning þings og þjóðar, að byrja að kenna þjóðinni hinn réttasta og fegursta fram- burð móðurmálsins. Gæti vel komið til mála, að stofna síðan sérstakt tímarit, til að fylgja eftir þessari málverndun og málvöndun, sem hafin er með framangreindum framkvæmd- um. XII. Menntamálaráð og Þjóðvina- félagið hafa með höndum tvö stórfelld mál til verndar and- legu sjálfstæði.Annars vegar út- gáfu mikillar íslandssögu í 10 bindum. Hinsvegar útgáfu forn- bókmenntanna, svo að hin frægustu verk, sem rituð hafa verið á íslenzku, geti verið til á hverju heimili i landinu. Byrjað verður, þegar prent- smiðjur taka til starfa árið 1942, að setja í Gutenberg fyrsta bindi hinnar miklu íslands- sögu. Það er saga 17. aldarinn- ar eftir dr. Pál Eggert Ólason. Bókin verður 25—30 arkir í fornritabroti og kostar til á- skrifenda 5 krónur með dýrtíð- aruppbót. Mun það vera hér um bil einn fjórði hluti venjulegs bókhlöðuverðs. Gert er ráð fyr- ir, að hlutfallslega sama verð haldist á hinum síðari bindum. Styrkir ríkissjóður verkið í þvi skyni, að bókin verði lyftistöng fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og þjóðlega tilfinningu. Er fátt betur fallið til að sanna það, að íslendingar einir eigi landið og hafi rétt til að móta þar sitt eigið þjóðlíf, heldur en samfelld saga hinnar merkilegu lífsbaráttu undan- genginna kynslóða, sem búið hafa í landinu í meir en 1000 ár. íslendingasögur í útgáfu Sig- urðar Kristjánssonar urðu í byrjun þessarar aldar al- manna eign og áttu mikinn þátt í að efla sjálfstæðishug þjóðarinnar. Nú er sú útgáfa fremur óvtiða. til. Fornritaút- gáfan er prýðileg framkvæmd, en af óskiljanlegum ástæðum hefir hún ekki náð almanna hylli, og er borið við dýrleika, sem er raunar ekki réttmætt. Samningar hafa staðið yfir und anfarið ár milli stjórnar forn- ritaútgáfunnar og stjórnar Þjóðvinafélagsins og mennta- málaráðs hinsvegar, um að þjóðarútgáfan annist um sölu á hinni nýju útgáfu Heims- kringlu Snorra Sturlusonar með þeim hætti, að sú bók verði almannaeign. Eru líkur til, að þeir samningar takizt. Jafn- framt ber mikil nauðsyn til að koma öllum íslendingasögunum og Homersþýðingum Svein- bjarnar Egilssonar út í virðu- legum en ódýrum útgáfum. Fornbókmenntirnar, þýðingar Sveinbjörns Egilsonar, og úrval bókmenntanna frá tímum Hall- gríms Péturssonar og fram til þessa tíma, þurfa að vera prýði hvers íslenzks heim- ilis og vörn tungunnar móti út- lendum áhrifum og málskemmd, sem sprettur af vantandi menn- ingu. Þeir menn, sem í grunn- færni fjölyrða um vöntun þjóðlegrar framsýni í þjóðern- isbaráttu landsmanna sýna í þeim efnum litla sanngirni í því, að sjaldan hefir verið starf- að með meiri áhuga og fjöl- breytni að þjóðlegri endurreisn heldur en einmitt nú. XIII. Hér er nú sem stendur þri- býli í landi. Auk þeirra, sem eiga landið, eru hér fjölmennir herir frá tveim stórþjóðum. Takmark þeirra er að hafa á- hrif á gang heimsviðburðanna í yfirstandandi styrjöld. Tak- mark íslendinga er að rækta og byggja landið og gera það að varanlegu heimili frjálsrar íslenzkrar menningarþjóðar. Eftir atvikum má kalla, að sambýlið hafi gengið frem- ur vel. íslenzk stjórnarvöld annars vegar og yfirmenn Breta og Bandaríkjamanna hins vegar hafa gætt festu og hófsemi (í samskiptum slnum Hermenn Breta hafa altan tím- ann yfirleitt komið fram þjóð sinni til sóma, verið kurteisir og áreitnislausir við lands- menn. Bera þeir með sér vitn- isburð langvarandi frelsis. Hið sama má segja um allan þorr- ann af liði Bandaríkjamanna. En þar hafa þó gerzt nokkrir sorglegir atburðir.einkum fram- an af. Veldur miklu þar um, að þó að Bandaríkjaþjóðin sé í heild sinni vel mennt og hin glæsilegasta, þá hefir þangað verið mikið aðstreymi víða úr löndum og ekki alllítið botn- fall myndast í borgunum. — Nokkuð af misfellunum í sam- búð við Bandaríkjaherinn hefir komið af óþörfum kunnings- skap lélegra íslendinga við þá. Einn tilfinnanlegur og óaf- máanlegur blettur hefir fallið á íslenzku þjóðina í skiptum við setuliðið. Eftir því sem er- lendir fréttaritarar hafa tjáð stórblöðum utanlands, er ís- lenzkum konum lögð mjög til lasts kynni við setuliðið. Er þar lýst með sterkum orðum, hversu giftar og ógiftar konur sækist eftir samveru við hina einkenn- isklæddu menn. Varla mun sökin ein hjá íslenzku kven- fólki, því að ekki munu konur einar um ástabrögð á þeim vett- vangi, fremur en endranær. En í misheppnuðum ástamálum hefir konan jafnan á röngu að standa. Þess vegna hafa þær konur, sem átt hafa meira eða minna vinsamleg kynni við setuliðið, gert sjálfum sér mikla minkunn og skugginn af at- ferli þeirra hefir, með fullu 6- réttlæti þó, fallið á íslenzkar konur yfirleitt og þjóðina 1 heild sinni. Ef setuliðið dvelur hér til muna lengur, hlýtur að koma hér til greina íslenzk sjálfsvarnarstarfsemi. Hefir hér í blaðinu verið bent á, að bezt myndi að taka upp hér á landi hina hefðbundnu venju menntafólks í þéttbýli mann- mörgu landanna, en þar er fylgt beirri reglu, að konur, bæði giftar og ógiftar, eru alls ekki í félagsskap við ókennda karl- menn, jafnt innlenda sem út- lenda, nema í fylgd með feðrum sínum, bræðrum eða eigin- mönnum. Mun varla þurfa að efa, að íslenzkar stúlkur verði fúsar til að verja sæmd sína og sæmd landsins á viðeigandi hátt, er þær verða þess varar, að hin 'formlausa framkoma þeirra, sem miðuð er við gest- risni dreifbýlisins, er fordæmd með þeim hætti, að þeim er raðað á neðstu þrep mannfé- lagsins. — Ber hér að sama brunni og fyr er að vikið, að sjálfstæðisbaráttan kemur víða

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.