Tíminn - 31.12.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.12.1941, Blaðsíða 3
135. blað TMM, migvikndaginn 31. des. 1941 537 fram. En hún byrjar 1 upp- eldi barnanna á heimilunum, og heldur áfram í öryggi heimil- anna, yfir í sjálfstæði þjóðfé- lagsins. XIV. Fjármál ísleridinga hafa breytzt á einkennilegan hátt, síðan stríðið byrjaði. Allar fisk- vörur hafa verið keyptar með geipiverði í Englandi. Bar til að einn togarafarmur var seldur fyrir hálfa miljón króna á markaði þar. Síðan setulið Breta kom hingað, hefir það að sjálfsögðu eytt hér allmiklu fé, þar á meðal stundum haft mörg þúsund karla í vinnu og marg- ar konur við veitingar og þjón- ustu. Samkvæmt verzlunar- og viðskiptasamningum greiðir Landsbankinn nær allar þess- ar upphæðir í íslenzkum pen- ingum, en eignast aftur inn- stæður í Englandi. Nær allar þessar innstæður eru þó einka- eign einstakra manna, en hvorki bankans eða ríkissjóðs. Hins vegar ber íslenzka ríkið raunverulega ábyrgð á þessu fé. Það stendur að verulegu leyti fast í Englandi á mjög lágum vöxtum, en Landsbankinn verð- ur að greiða allháa vexti af þessu*fé til hinna raunverulegu eigenda. Jafnhliða þessu hefir nálega allur hreyfanlegur vinnukraftur í landinu geng- izt fyrir hinu góða kaupi og mjög þægilegri aðbúð hjá setu- liðinu. Erfitt er að fá fólk til sjómennsku, fiskvinnu, vega- gerðar, jarðræktar og umfram allt til skepnuhirðingar í sveit Að vísu er aðstaða íslendinga og Norðmanna býsna ólík. Hver norskur maður verður að greiða 400 krónur persónulega til framdráttar hinu harðhenta þýzka setuliði, sem dvelur í landinu. Auk þess verður norska þjóðin að búa við hina grimm- ustu harðstjórn af hálfu þessa erlenda liðs. Hér er setulið, sem yfirleitt býr að þjóðinni með mikilli kurteisi og borgar vinnu og vörur mjög góðu verði, en að vísu að mjög verulegu leyti í föstum, lítt arðbærum innieign- um utanlands. En jafnvel þessi milda og að flestu leyti hag- stæða aðbúð, ér þó að verða viðsjárverð fyrir íslenzku þjóð- ina. Mitt í þessu mikla góðæri hnignar öllum mannvirkjum á sjó og landi. Þjóðin lætur nið- ur falla meginið af skapandi framkvæmdum í landinu. Hér verður að verða á gagnger breyt- ing á komandi ári. íslendingar verða að sinna þörfum síns lands, og hafa lítið vinnafl af- gangs frá því. Stórþjóðir þær, sem hér hafa með höndum mannfrekar framkvæmdir, vegna hernaðaraðgerða, verða að flytja inn vinnuafl til sinna þarfa eftir því, sem með þarf. XV. Eftir að Þjóðverjar réðust á bolsevika í Rússlandi hefir söfnuður Stalins á fslandi mjög skipt um viðhorf. í fyrravetur var flokki kommúnista þelhlýtt til Hitlers, af því hann taldist þá bandamaður Stalins. Þá gerðu kommúnistar í Reykja- vík það, sem þeir gátu, til að spilla fyrir störfum íslenzkra verkamanna í þágu banda- mannahersins á íslandi. Þá létu kommúnistar á Siglufirði hætta að verka ísfisk þar í bæ. til þess að Bretar fengju ekki matbjörg fyrir þeirra tilverkn- að. Nú er öllu umsnúið í þessu efni í herbúðum kommúnista. Nú heimta þeir vegna rúss- neskra hagsmuna, að allt fáan- legt íslenzkt vinnuafl verði lát- ið sinna hernaðarþörfum bandamanna á íslandi, og kalla þetta landvörn íslendinga. Þó að sleppt sé hinni bylgju- kenndu starfsemi kommúnista, þá mun vera til þeim betri og vitrari menn hér á landi, sem vilja að í hinni miklu orrahríð, sem nú geisar í heiminum, sýni íslendingar, að þeir séu reiðubúnir að fórna einhverju fyrir_ vonina um frjálsa fram- tíð. Ég hygg, að íslendingum sé þetta ljóst. Sjómannastéttin vinnur fyrir sitt leyti erfitt og hættusamt starf á einskonar vígvelli. Og í landi hagar svo til, að mikið af þéttbýli lands- ins er í háskalegum námunda við staði, þar sem orustur, að minnsta kosti í lofti, kunna að gerast. Enn hefir ekki tekizt að verja höfuðborgir hinna voldugu hernaðarríkj a í Evrópu fyrir skaðsamlegum heimsókn- um óvinaflugvéla. Er varla við því að búast, að sumum íslenzk- um þéttbýlisstöðum farnist betur í átökum þeim, sem nú gerast. í loftárásum, jafnvel á vel varðar borgir, fellur margt fólk í valinn. Bæir, sem að miklu leyti eru byggðir úr timbri, geta þá orðið fyrir stórkostlegum brunaskemmdum á örstuttri stund. Það manntjón, sem orð- ið er hér á landi, í sambandi við atvinnurekstur styrjaldar- tímans, og það manntjón og eignatjón, sem eftir á að ger- ast, er fórn hinnar litlu íslenzku þjóðar fyrir málstað frelsisins. Það manntjón, sein nú er orð- ið á sjónum, mun hlutfallslega vera nálega eins mikið fyrir ís- lendinga eins og manntjón sumra stærri þjóða á vígvöllun- um. Það er nauðsynlegt, að þjóðin og sambýlismenn okkar hér á landi geri sér grein fyrir því, hver er og verður fórnar- aðstaða íslendinga í þessu stríði. XVI. Þeir fjármunir, sem þjóðinni hefir áskotnazt og að miklu leyti gejnnast erlendis þar til styrjöldinni er lokið, eru nálega allt eignir einstakra manna. Ríkið á sama sem ekk- ert af því fé. Þetta er ískyggi- legt fyrir framtíðina. Eftir stríðið kemur gífurlegt verð- fall og kreppa. Ef til vill verð- ur töluvert af kaupstöðum landsins brunarústir, eftir loft- árásir. Þá mun verða kallað á ríkið, og ætlazt til að það bæti skaðann og miðli lífsframfæri beim mönnum, sem hafa misst sinn bróðurpart. Það er mikið fyrirhyggjuleysi, að vanrækja að búa landið undir þessi mögru ár. Það verður ekki gert nema með framlögum á hinum svo- kölluðu góðu árum. Ríkið, bæj- arfélögin og einstaklingar burfa að safna í kornhlöður meðan tími er til, vel vitandi. að þeir fjármunir verða allt of iitlir til að bæta úr bráðum þörfum komandi hallærisára. XVII. Sumir af hinum veður- gleggstu erlendu gestum, sem koma hér, eða dvelja hér, láta i ljós undrun yfir hinni gífur- legu og hraðvaxandi dýrtíð hér á landi. Þeir benda á hið fyrir- sjáanlega verðhrun, sem hljóti að koma fram eftir stríðið, með óútreiknanlegum afleiðingum. Þetta er rétt. Hitt er líka rétt. að styrjaldaraðstaðan veldur mestu um hina óeðlilegu dýr- tíð. Verðlagið á sumum eftir- sóttum vörum, kaupgjaldið á hættusvæðinu, hin margyfir- borgaða eftirvinna og sunnu- dagavinna, hið óeðlilega seðla- flóð, hefir verkað eins og marg- samsett alkohólblanda á við- vaninga. Við getum vitanlega kennt okkur sjálfum um nokk- uð af víxlspennu dýrtíðarinnar, en eins mikið eða meira stafar beint eða óbeint af ytri ástæð- um, sem íslendingar hafa ekki ráðið við. Engu að síður mun islenzka þjóðin verða, á sínum tíma, að taka í þessu efni á sitt bak ábyrgðina, bæði fyrir sínar syndir og yfirsjónir ann- arra. XVIII. Þjóðstjórnin hefir átt ein- kennilega erfiða aðstöðu. Hið svokallaða góðæri hefir gert henni mikil vandræði. Flestum tslendingum hefir fundizt, að beir væru að græða. Þess vegna hafa þeir viljað græða enn meira. Seðlavíman og hátt verðlag hefir ruglað marga í félagslegum efnum. Menn hafa gerzt heimtufrekir og oft lítt begnlegir af bláberri velgengn- istilfinningu. Innanlandspóli- tíkin hefir snúizt um það, hvaða stéttir og menn skyldu skipta hinu háa kaupi og létt- fengnu tekjum. Deilan um frá- för og endurlífgun þjóðstjórn- arinnar var ekki fyrir persónu- legum skoðanamun ráðherr- anna. Sambúð þeirra var og er viðunanleg. En hagsmunamál núverandi stétta leiddu til þess, að ráðuneytið baðst lausnar. Framsóknarmenn sáu, að dýr- tíðin var vaxandi voði. Þeir vildu stöðva hjólið áður en það hefði runnið lengra niður brekkuna. Aðrir flokkar voru ekki viðbúnir að taka þetta við- bragð strax. En vafalaust munu þeir koma til liðs við Framsókn- armenn neðar í brekkunni, áður en of seint er að bjarga. Talið er að kosningar í vetur og vor eigi að sýna. hvenær borgarar landsins vilja byrja að hugsa um þá daga, þegar verðhrun er komið og þörfin kallar hvar- vetna að um endurbyggingu landsins. Þeir, sem sérstaklega unnu að því að halda þjóðstjórninni á réttum kili í haust sem leið, fundu hve mikils var um það vert, að hafa handhafa hins æðsta valds starfandi í landinu sjálfu. Ríkisstjórinn beitti mik- illi lægni og góðum vilja til að ráða fram úr hinum pólitíska árekstri, sem orðinn var. Sú byrjun spáir góðu um störf hans framvegis. Menn vona, að hann taki sér til fyrirmyndar hina fornu lögsögumenn, en sem allra minnst af fordæm- um erlendra valdhafa, sem ís- land hefir löngum átt við að búa, sér til lítils gagns og á- nægju. XIX. Við stj órnarstrandið 1 haust kom í Ijós, að þjóðin vill halda við virku samstarfi lýðræðis- flokkanna á þessum hættu- tímum. Ef harðnar í ári, mun þjóðin sætta sig við öfl- ugri stjórnarátök heldur en beitt hefir verið í hinu svokall- aða góðæri. Vissulega verða alltaf í lýðræðislandi nokkur á- tök um skipti veraldlegra gæða milli samþegnanna. En þjóðin finnur, að þessar deilur mega ekki vera háværar, eins og nú er komið málum. í hinni miklu allsherjarhættu verður þjóðin að standa sam- an og treysta hin þjóðfélagslegu bönd, er tengja samþegnana í órjúfanlega heild. Aðrar þjóðir líta á alla íslendinga sem ein- ingu, og ef þeir vilja ekki glata virðingu sinni og framtíð, verða þeir að sanna þann ein- huga í skiptum út á við. Hið liðna ár hefir fært ís- lenzku þjóðinni mörg gæði, mitt í- hættum þessara tíma. Á hinu komandi ári ber þjóð- inni að minnast þess, sem hún á sameiginlegt, bæði frá nýliðnum tímum og fyrir starf fyrri kynslóða. Hlutverkið er að gæta þessara verðmæta og hafa markið glöggt framrindan: Frjáls, starfsöm og hófsöm bjóð, sem ann sínu landi, og lætur ekki lófastóran blett af erfð hinna fornu landnáms- manna verða undir erlendum vfirráðum að styrjöldinni lok- inni. Einar Þveræingur vildi ekki afhenda nákominni frænd- þjóð Grímsey. Ályktun hans er í fullu gildi þann dag í dag. J. J. Innilegnst%nýársóskir fær- um Yór öllum nær og fjær. Viðtækjaverzlun ríkisíns 8 GLEÐlliEGT NÝÁR! Þökkum viðskiptin á iiðnu árL H.f. Hamar. * GLEÐILEGT NÝÁR! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. 8 KaffibœtisverUsmiðjian Freyja. Úshum vi&shiptavinum vorum GLEÐILEGS NÝÁRS! Sœlgœtis- og efnagerðin Fregja h.f. p Békaiítgáfa Menníngarsjóðs og Þjóðvínafélagsíns. Tvær síðustu bækurnar eru komnar út: Anna Karenina, 1. bindi, eftir rússneska skáldið Leo Tolstoi, 1 þýðingu Magnúar Ásgeirssonar. Þetta er tvímælalaust bezta skáldsagan, sem hér kemur út í ár. Almenn stjórnmálasaga síðustu tuttugu ára, fyrra bindi eftir Skúla Þórðarson magister. Þetta bindi byrjar með yfirliti um síðustu heimstyrjöld, en fjallar annars um helztu stefnur og viðburði 1919—1939. Flestar mannkynssögur ná aðeins til ársins 1919. Þessi bók er hins vegar samtíðarsaga og veitir margvíslegan fróðleik um rás heimsviðburðanna á þessu tímabili. Eækurnar verða afgreiddar til umboðsmanna eftir því sem ferðir falla. Askrifendur í Reykjavík vitji bókanna í anddyri Landsbóka- safnsins og í Hafnarfirði í verzlun Valdimars Long.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.