Tíminn - 17.02.1942, Page 1

Tíminn - 17.02.1942, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAOUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. 26. ár. Reykjavíli, þriðjjudag'iim 17. febr. 1942 2. blað Þrengslin á Revkjavíkurhöfn valda mikliiiii töfum og tjóni Víðtal við Pálma Loftsson iorstjóra Vilhjálmur Stefánsson, landkönnuðurinn heimsfrœgi, kvœntist einum ritara sinum, William Baird, í aprílmánuði síðastl. Tókst þeim að halda hjónadandinu leyndu í nœr 9 mánuði. Hér sést Vilhjálmur og kona hans. Hún er 28 ára gömul, en Vilhjálmur er 62 ára. Hann hefir ekki kvœnst áður Styrjöldin í Rússlandi Hefja Þjóðverjar sókn í aprílbyrjun? Frá vígslu hús- mæðraskólans Forsœtisráðherra flytur rœðu við setn- ingu húsmœðraskólans. Stúlkur við matreiðslu l eldhúsi húsmceðraskólans Breytíng á Alþíngis- húsínu Síðan um miðjan desember- mánuð hefir verið unnið að verulegri breytingu á Alþingis- húsinu. Húsameistari ríkisins, próf. Guðjón Samúelsson, hefir haft yfirumsjón með þessum framkvæmdum. Hefir tíðinda- maður blaðsins átt stutt samtal við húsameistara um þessi mál, og er frásögn hans á þessa leið: — Aðalbreytingin á Alþingis- húsinu er sú, að starfsvæði þingsins hefir verið einangrað meira en áður var frá þeim hluta þinghússins, sem almenn- ingur hefir aðgang að. Hinum stóra forsal á fyrstu hæð var skipt í tvennt. Verður fremri hluti hans anddyri en innri hlutinn hvíldar- og kaffistofa fyrir þingmenn og gesti þeirra. Úr anddyrinu liggja tvennar dyr: Aðrar inn í fatageymslu þingmanna og svo þaðan inn 1 kaffistofuna; hinar dyrnar liggja að forstofunni fyrir framan móttökuherbergi ríkis- stjóra. Aðeins þingmenn og aðr- ir þeir, sem hafa sérstaka að- göngumiða að þingsölum, fá leyfi til að fara gegnum anddyrið inn í þinghúsið. Áður var fullt af allskonar fólki í forsal og stig- um þinghússins allt inn í deild- ir þingsins. Þeir, sem eiga er- indi við þingmenn eða þurfa að ná í þingskjöl, geta snúið sér til lítillar skrifstofu í anddyrinu, sem kemur erindi þeirra á framfæri við hlutaðeigandi að- ila. Þá hefir skilrúmið milli „Kringlu“ og gamla forsalsins verið tekið burtu. Myndast þar stórt rúm í framhaldi af kaffi- stofunni I innri hluta gömlu forstofunnar. Þessi salur verð- (Framh. á 4. siðu) Síðan styrjöldin hófst hafa skapazt ýmsir örðug- leikar við flutning nauð- synjavara frá Reykjavík til hafna út um landið. Hefir tíðindamaður blaðsins ný- lega átt viðtal við Pálma Loftsson, forstjóra skipaút- gerðar ríkisins, um þessa erfiðleika og úrlausnir á þeim. — Skammdegið hefir að mörgu leyti verið erfitt fyrir strandferðirnar, segir Pálmi. Sérstaklega hafa tundurduflin og þrengsli á Reykjavíkurhöfn tafið þær mikið. Daginn lengir nú óðum og jafnframt minnka tafirnar af tundurduflum. Mun erfiðara er að ráða bót á þrengslunum við Reykjavíkur- höfn. íslenzk og erlend skip, sem koma með vörur til landsins, verða að bíða dögum og jafnvel vikum saman eftir því að kom- ast upp að hafnargörðunum, svo að unnt sé að afgreiða þau. Strandferðaskipin fá venjulega lítið horn af bryggju í einhverju útskoti hafnarinnar, oftast ekki stærra en það, að með naum- indum er hægt að afgreiða eina lest skipsins í einu. Þar við bæt- ist, að allar vörur verður að flytja að og frá skipunum á vörubifreiðum. í vörugeymslu- húsunum og á hafnarbakkan- um er ekkert rúm fyrir þær vörur, sem þarf að „umhlaða", þ. e. vörur, sem flytja á út á land. Allar þessar vörur verð- ur að flytja inn fyrir Kirkju- sand (inni hjá Kleppi), sem er um hálfrar klukkustundar ferð frá höfninni, eða suður á Mela. Þar eru vörurnar geymdar þangað til þær komast á á- kvörðunarstaðinn með strand- ferðaskipunum eða á einhvern annan hátt. Þetta fyrirkomulag hefir það vitanlega í för með sér, að vör- urnar verða stórum dýrari en ella. Enginn má þó skilja orð mín svo, að þetta sé starfsmönn- um Reykj avíkurhafnar að kenna. Ég tel þvert á móti, að þeir sýni eins mikla lipurð í þessum efnum og unnt er. Aðal- orsök þessara óþæginda er, að höfnin sjálf er allt of lítil, eins og málum er nú háttað. Ég tel alveg óhugsandi, að unnt verði að gera út skip til saltfiskveiða frá Reykjavík í vetur, vegna þess, að þau fá að öllum líkindum hvergi af- greiðslurúm við höfnina. — Með hvaða ráðstöfunum á- lítið þér, að hægt sé að rýma til við höfnina? — í fyrsta lagi vil ég eln- dregið árétta tillögu varðandi þessi mál; sem hreyft var i Tímanum fyrir um það bil ári síðan. Þessi tillaga er í stuttu máli sú, að þungavaran sé flutt í heilum skipsförmum á hafnir úti á landi og geymd þar. Ef þetta yrði gert, myndi dreifing varanna verða miklu auðveldari, flutningskostnaðurinn lækka mikið og síðast en ekki sizt myndi þessi ráðstöfun létta stórkostlega á Reykjavíkur- höfn. Með þessu eina móti er líka unnt að sporna við því, að meginhlutinn af neyzluvörum landsmanna liggi timunum saman í Reykjavík í bráðri hættu fyrir eyðileggingu af völdum hernaðaraðgerða. í öðru lagi er það mín skoð- un, að nauðsynlegt sé að byggja hafskipabryggju í nánd við Reykjavík, t. d. inni hjá Kleppi. Einnig þarf að byggja margar smærri bryggjur þar innfrá og í Skerjafirði. Við smábryggj- urnar má skipa upp og fram með þar til gerðum „prömm- um“, sem að sjálfsögðu þarf að vera nóg til af. Við þessar bryggjur gætu þau erlend skip affermt, er flytja vörur til herj- anna. Á þann hátt er hægt að létta á höfninni hér að mikl- um mun. Ennfremur álít ég nauðsyn- legt, að byggð verði hafskipa- bryggja við Húnaflóa, t. d. á Hvammstanga. Þessar breytingar og mann- virki myndu að sjálfsögðu kosta míkið í upphafi, en þau borga sig á skömmum tíma, vegna þess hversu öll skipaafgreiðsla gengi þá fljótar. Það er vissu- lega mikilsvert atriði á þessum tímum, að skip þurfi ekki að biða lengi eftir afgreiðslu. Auk þess lít ég svo á, að þetta séu sjálfsagðar öryggisráðstafanir, sem íslenzka þjóðin á heimt- ingu á að verði gerðar. Ég get ekki séð hvernig okkar góðu „verndarar“ ætla sér að koma hér á land í tæka tíð hergögn- um og öðrum nauðsynjum, sem þarf til að verja landið, ef hér kemur til hernaðaraðgerða, og höfnin verður eyðilögð eða stór- skemmd. Vonandi verður það ekki svipað hér og sumstaðar annars staðar, að það gleymist að gera ráð fyrir þvi versta. Alþíngi sett Alþingi var sett í gær. Áður en þingsetning fór fram hlýddu þingmenn á guðsþjónustu í dómkirkjunni. Séra Jón Þor- varðsson í Vík prédikaði. Ríkisstjóri setti þingið og mælti síðan á þessa leið: „Háttvirtu þingfulltrúar! Ríkisstjórnin teiur, að þing það, sem nú kemur saman, verði að gera allumfangsmiklar ráð- stafanir til þess að halda niðri sívaxandi dýrtíð í landinu.Jafn- framt því verði aðgerðir þings- ins að beinast að því, að gera undirbúning að því að geta mætt þeim vandræðum, sem búast má við, að fari í kjölfar styrjaldarinnar, atvinnuleysi og öðrum erfiðleikum. Til þess þarf meðal annars að leitast við að safna í sjóði, svo að fé verði fyrir hendi til þess að inna af hendi nauðsynlegt viðreisnar- starf. Verður óumflýanlegt að afla ríkissjóði frekari tekna í því skyni. Auk venjulegs fjárlagafrum- varps munu frumvörp þau, er stjórnin leggur fyrir Alþingi að þessu sinni, aðallega beinast i þá átt, sem greint hefir verið“. Frekari þingstörfum var frest- að, því að allmargir þlngmenn voru ókomnir til þings, sökum erfiðra samgangna. Chiang Kai Shek hefir und- anfarið dvalið í Indlandi og rætt við helztu leiðtoga Ind- verja. Þykir líklegt að aukin samvinna Kínverja og Indverja muni verða til þess, að þátt- taka Indverja i styrjöldinni aukist. Þann 6. des. síðastl. urðu þáttaskipti í Rússlandsstyrjöld- inni. Fram að þeim tíma höfðu Þjóðverjar verið í stöðugri sókn. En vetrarhörkurnar, sem þá hófust, stöðvuðu sókn Þjóð- verja, ásamt harðnandi mót- stöðu rauða hersins. Þjóðverjar munu þá hafa gert ráð fyrir, að þeir gætu haldið þeim stöðvum, sem þeir höfðu tekið, og gætu síðan haldið áfram sókninni með vorinu. Reynslan hefir nú sýnt, að þeim hefir verið rfæsta ókunnugt um viðbúnað Rússa á bak við vígstöðvarnar og þessi ókunnugleiki þeirra hefir komið þeim í koll. Hefði þeim verið kunnugt um viðbúnað Rússa, myndu þeir ekki hafa hætt sér eins langt fyrir veturinn. Rússar hófu gagnsókn sína á Moskvavígstöðvunum 6. des., en áður hafði suðurher Timo- shenkos hrakið Rússa frá Ros- tov til Taganrog. Hín mikla sókn Þjóðverja til Moskva hófst frá Smolensk í byrjun nóvember og bar mjög glæsilegan árangur 1 fyrstu. Talið er, að Þjóðverjar hafi í þessari sóknarlotu teflt fram álíka mörgum skriðdrek- um og í Frakklandsstyrjöldinni og sést af því, að þeir hafa ætl- að að láta til skarar skríða. Eftir fyrstu 4—5 dagana til- kynntu Þjóðverjar, að rauði her- in væri gersigraður og leiðin til Moskva opin. En Zukov, sem stjórnaði vörn Moskvaborgar, vissi betur. Honum var þá strax ljóst, að Moskva myndi ekki verða sigruð vetrarlangt og byrjaði því að undirbúa gagn- sókn. Lið, sem Rússar höfðu æft í vetrarhernaði í Siberlu, var flutt til Moskvavígstöðvanna, búið hinum fullkomnustu tækj- um til vetrarhernaðar. Höfðu Rússar auðsjáanlega lært mikið af Finnlandsstyrj öldinnl. Þetta lið hóf þegar sókn gegn Þjóð- verjum og sýndi það sig, að það var stórum betur búið en þýzki herinn. Niðurstaðan hefir líka orðið sú, að Þjóðverjar hafa orðið að hörfa frá öllum fremstu stöðvum sínum við Moskva, t. d. Kalinin, Mozaisk, Maloyaroslavets, Volokolansk. Kaluga. Þýzki herinn er nú hvergi nær Moskva en 100 míl- ur, en átti 6. des. aðeins 30 míl- ur ófarnar til borgarinnar. Á suðurvígstöðvunum hefir Timo- shenko sótt fram á svæðinu við Kharkov og er nú barizt við borgarhliðin. Á Leningradvíg- stöðvunum hafa Þjóðverjar einnig orðið að hörfa sumstaðar og umsáturshringur þeírra um borgina hefir verið rofinn, svo að þangað streyma nú vistir og herlið í stríðum straumum. Rússar hafa seinasta hálfan mánuðinn beitt nýrri sóknarað- ferð eða réttara sagt: þeir hafa tekið upp aðferð Þjóðverja. í stað þess að ráðast beint á að- alherstöövar andstæðinganna láta þeir her sinn sækja fram á milli þeirra og ráðast síðan á þær frá báðum hliðum og rjúfa samgönguleiðirnar að baki þeim, Það var þessi sókn- (Framh. á 4. síðu) Erlendar Sréttir Singapore féll í hendur Jap- önum siðastl. sunnudag. Birti Churchill sjálfur fréttina í út- varpsræðu. Sagðist hann verða að tilkynna mikinn brezkan og heimsveldislegan ósigur. Það hefði þó verið til of mikils ætl- azt,að Bretar gætu varið stöðvar sína. í Austur-Asíu, samhliða því að þeir styrktu varnirnar í Miðjarðarhafslöndunum og sendu hergögn í stórum stíl til Rússlands, þar sem þeir hefðu mátt heita vopnlausir eftir ó- sigurinn í Frakklandi. Þrátt fyrir þetta áfall væri nú við- horfið stórum betra en fyrir fá- um mánuðum síðan, þegar Bandaríkin voru enn hlutlaus og sókn Þjóðverja í Rússlandi virt- ist óstöðvandi. Óþarft væri því aö láta ósigurinn draga úr sig- urvonunum, en hann ætti hins vegar að vera Bretum til auk- innar hvatningar um dugnað og samheldni, því að öðrum kosti yrðu ósigrarnir fleiri og stærri. _____ Sextíu þúsund hermenn voru teknlir til fanga í Singapore, segir í japönskum fregnum og er því ekki mótmælt af Bretum. Bretar segjast hafa haft þar tvö indversk herfylki, eitt brezkt og % hluta af ástralsku herfylki. Þetta lið varði einnig Malaja- skagann. Bretar segjast hafa orðið að gefast upp, því að borg- in hafi verið orðið vatnslaus og skotfæri á þrotum. Þeir viður- kenna að hergagnatjónið hafi verið orðið mikið. Þeir telja sig hafa eyðilagt höfnina og her- skipalagið. Japanir þakka þvl sigur sinn að þeir höfðu yfirráð bæði í lofti og á sjó. Þýzku orustuskipin, Gneisen- au og Scharnhorst, sem höfðu legið í Brest í Frakklandi kom- ust heim til Helgoland um Erm- arsund i síðastl. viku. Voru þau varin fjölda flugvéla og smárra herskipa. Brezkar flugvélar og smærri herskip gerðu margar árásir á flota Þjóðverja og telja Bretar, að Gneisenau og Ccharn horst hafi verið hæfð með tund- (Framh. á 4. síðu) Á víðavangi NÚ ÞEGIR JÓN ÁSBJÖRNSSON. í haust hreytti hann ónotum í Björn Guðfinnsson út af þvl, að Björn lét orð falla um það I blaðaviðtali, að nýja fornrita- útgáfan væri ekki svo útbreidd sem skyldi í sveitum landsins. Síðan hafa þau tíðindi gerzt, að smjörlíkisgerðarmanni ein- um hefir hugkvæmzt að næla nokkrar krónur á þvi að gefa út íslendingasögur, endurskoð- aðar af H. K. Laxness. Er því jafnvel lýst yfir, að þetta sé gert i samráði við útgáfustjór- ann að fornritaútgáfu þeirri, sem Jón Ásbjörnsson veitir forstöðu, því að hún sé of tyrf- in og fólk vilji því ekki lesa hana. Það hefir ekkert heyrzt um það, hvort Jón Ásbjörnsson hafi líka verið kvaddur til ráða um útgáfu þeirra smjörlikismanns- ins og Kiljans. Hvað skyldi hann hugsa? SAMVINNA. Samvinnumenn halda þvi fram, að réttlátasta aðferðin til þess, að hver fái það, sem hon- um ber fyrir störf sín, sé sam- vinna um framleiðslu og verzl- un. Þess vegna séu hlutaskipti á fiskiskipum heppilegri held- ur en fast kaupgjald, kaup- og sölufélög réttlátari en einka- verzlanir. SAMVINNA í IÐNAÐI. Hin nýlokna vinnustöðvun í ýmsum iðngreinum hlýtur að vekja þá spurningu, hvers vegna fyrirtæki, svo sem prentsmiðj- ur, járnsmiðjur, vélsmiðjur o. s. frv gætu ekki verið sam- vinnufyrirtæki. Starfsmenn fengju þá í sinn hlut afrakstur iðju sinnar og væri við engan að deila um gróðann. En til þess að þetta geti gengið, þarf nokkurn félagsþroska. Það dugir ekki að slátra hænunni til þess að ná í gulleggin. VÍSIR Á MILLISPORINU. Það er engu líkara en Árni frá Múla hafi verið með ein- hverjar stírur í augunum, er hann skrifaði forystugrein sina í Vísi á laugardaginn var. Hann byrjar á því að skamma Fram- sóknar- og Alþýðuflokkinn og bætir svo við orðrétt: „Óheil- indi þeirra, sem saman áttu að starfa, hafa nú leitt til þess, að sú þjóðareining, sem' að var stefnt með stjórnarmynduninni 1939, er nú rofin.“ Hér er ekki annað sýnt en að ráðherrar Sjálfsæðisflokksins eigi sinn skerf af „óheilindunum“. En svo spyr Árni loks að því, hvort ekki sé rétt að reyna að mynda nýja þjóðstjórn á Alþingi því, er nú kemur saman. Árna skyldi þó aldrei hafa verið að dreyma, að hann væri orðinn ráðherra í nýrri þjóð- stjórn og — fullur af heilind- um? ÞORMÓÐUR OG JAKOB. Árni frá Múla er mjög hneykslaður yfir því, að Þor- móður Eyjólfsson skuli taka sæti í bæjarstjórn Siglufjarðar vegna þess að hann var færður niður á nokkrum atkvæðaseðl- um. í bæjarstjórnarkosningun- um 1934 var Jakoð Möller færð- ur niður á fjórum sinnum fleiri seðlum en Þormóður nú og tók hann þó sæti í bæjarstjórninni. SAMVINNA VIÐ SJÁLF- STÆÐISFLOKKINN. Alþýðubl. er mjög hneykslað út af því, að Framsóknarmenn skuli heldur vinna með Sjálf- stæðismönnum en kommúnist- um á Siglufirði. Hingað til hef- ir Alþbl. þó látið þannig, að skárra væri að vinna með I- haldinu en kommúnistum og flokkur þess líka sýnt það í verki. Og á tveimur stöðum úti (Framh. á 4. siðu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.