Tíminn - 14.03.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.03.1942, Blaðsíða 2
62 TÍMINN, langardagimi 14. marz 1942 17. blað Verðbólgan og stjórnmálín Ræða Eysteíns Jónssonar við fyrstu umræðu um gerðardómslögin á Alþingi ‘gíminrt Laugardag 14. marx Kommúnistar rcíða til höggs Sú hefir lengi verið trú manna hér á landi, að Óvinurinn gæti breytt sér í ljóssins engil, þegar svo bæri undir, og bæri ekki siður að varast hann í því gervi en hinu hversdagslega. Það mætti til sanns vegar færa, að kommúnistar leiki þessa list af engu minni leikni en fyrirmyndin. Þeir eru tungumjúklr, er þeir þykjast leita samvinnu vlð „alla frjálslynda menn“ til um- bóta í þjóðfélaginu, og til bar- áttu gegn óhræsis einræðinu, en svo nefna þeir vanalega þingræðisstjórn þá, sem við búum við. Stundum kalla þeir líka þetta stjórnarfar fasisma, til að reyna að rugla fólk í ríminu. Lýðræði segja þeir, að sé 1 því fólgið að láta „fólkið" ráða, — en fólkið er eftir þeirra skiln- ingi það sama og þeir sjálfir. — Allir þelr, sem vllja eitthvað annað en kommúnistar, eru ekki „fólk“ i þeirra augum, heldur fyrirlitlegir borgarar, þjóðniðingar og fasistar. Hinn fámenni hópur, sem safnazt hefir til brautargengis við einræðisstefnu kommúnista, er aðeins litið brot af kjósehd- um landsins. Ef kennlng þeirra sjálfra ætti að gilda, mundu þeir verða höggnir upp með rótum sem visið tré. Þessi litli hópur hávaða- manna rær að því öllum árum að koma hér á einræðisstjórn, sem í öllum aðalatriðum svarar nákvæmlega til fasisma, tekur á sig yfirskin lýðræðis og reyn- ir að hylja fyrirætlanir sínar í moðreyk frjálslyndishjals. En hvað mundu kommúnist- ar láta verða sitt fyrsta verk hér á landi, ef þeir fengju bolmagn á við stærri þingflokkana hér? Því er fljótsvarað. — Þeir mundu banna alla stjórnmála- flokka nema kommúnista, — alveg elns og fasistarnir gera. — Þeir mundu banna öll blöð, nema sín eigin, — alveg eins og fasistarnir. Og þeir mundu hneppa fjöldann af þeim, sem dirfðust að andmæla atferli þeirra, í fangabúðir og myrkva- stofur — alveg eins og fasist- arnir. Þessir menn þykjast berjast gegn einræði, af því að þeir vilja sjálfir fá einræði. Þeir berjast af fullri heift móti Jýð- ræði og þingræði, af því að það er ósamrímanlegt og ósættan- legt við stefnu þeirra sjálfra. En þetta segja kommúnistar sjaldan beinum orðum, sem ekki er von. En í baráttuhita fyrir kosn-. ingar, getur þó ýmislegt skotizt upp úr þeim, sem að jafnaði er vandlega dulið. Það er t. d. lærdómsrík grein í blaði þeirra í fyrradag. Hún heitir „Höggið, sem þarf að greiða", og fjallar um bana- höggið, sem greiða þarf íslenzku þjóðskipulagi, til þess að leggja það að velli. Fyrst er þvi haldið fram, að borgarastéttin, — hvaða stétt er það annars? — beiti nú þjóff- ina sömu kúgun og aðalsmenn og klerkar beittu alþýðu manna á miðöldunum. Þessi borgarastétt hlýtur að vera afar undarleg stétt. Hún er meiri hluti þjóðarinnar og hún ræður öllu, og svo kúgar hún þjóðina eftir allt saman! En þá rísa nú kommúnistarn- ir heldur betur upp, sem allt í einu eru orðnir smáframleið- endur, og leggja til baráttu við borgarastéttina. Um það segir blaðið orðrétt: „Eftir því sem barátta verka- manna harðnar, beita borgar- arnir ríkisvaldinu svívirðilegar og þurrka meír og melr út þau réttindi, sem þeir á blómaskeiði stéttarinnar gáfu verkalýðnum og smáframleiðendum. Fasism- inn heldur innreið sína.“ Með þessum orðum er það beinlínis játað, að starfsemi kommúnista, undirróður þeirra Inngangnr. Frá því að verulega fór að verða vart verðhækkunar í land- inu af völdum stríðsins, hafa menn yfirleitt viðurkennt í orði nauðsyn þess, að vinna gegn dýrtíðinni. Mun tvennu vera til að dreifa í því sambandi. Það er vinsælt að tala um, að vinna gegn dýrtíðinni, og svo hitt, að undir niðri hjá flestum, og það jafnvel þeim, sem daglega telja sér trú um, að þeir græði á dýrtíðinni, leynist nokkur ugg- ur um það, sem gerast mun, ef ef ekkert væri gert til þess að vinna gegn verðbólgunni. Þrátt fyrir þetta hefir svo farið, al- veg fram að síðustu áramótum, að ef eitthvað verulegt hefir átt að hafast að, til þess að vinna gegn dýrtíðinni, hafa ekki fengizt samtök um það. Menn hafa viðhaft allskonar undan- brögð. Sagt, að ekki væri byrjað á réttum enda o. s. frv. Þessi undanbrögð hafa vita- skuld oftast átt rót sína að rekja til þess, að ekki er hægt að gera ráðstafanir til að hefta dýrtíðína, nema þær snerti og leggi nokkrar hömlur á svo að segja hvert mannsbarn í land- inu. Þeir, sem ekki skilja, að stöðvun verðbólgunnar er engu síður í þeirra þágu en annarra, hafa tilhneigingu til þess að líta svo á, að slíkum afskiptum og hömlum sé beint gegn þeirra hagsmunum, og gera sig líklega til að snúast gegn nauðsynleg- um ráðstöfunum og láta þá gjalda pólitískt, sem fyrir þeim beitast. Það er óttinn við þessa menn, sem ekki geta eða vilja skiíja samhengi málsins, sem fyrst og fremst hefir orðið þess valdandi, að ekki hefir fengizt tekið á málunum fyrr en nú, og alveg sérstaklega er það þessi ótti, sem því veldur, að iausn dýrtíðarmálsins kostaði fall bjóðstjórnarínnar. Það er af þessum ástæðum, sem Alþýðu- flokkurinn hefir nú snúizt í stjórnarandstöðu og mun ég víkja nánar að þvi síðar. Afleiðingar verð- bólguimar. Ég hefi svo oft haft tækifæri til þess að gera grein fyrir skoð- un minni á nauðsyn þess að stöðva dýrtíðina, og þeim af- leiðingum, sem ég álit að það hljóti að hafa í för með sér, ef ekkert er aðhafst, að ég sé ekki ástæðu til þess að fara mörgum orðum um þá hlið málsins 1 þetta skipti. Vil þó aðeins enn einu sinni minna á, að sé verð- og æsingar, leiði fasisma inn í þjóðfélagið. Þar sem verkamenn eiga eng- an fasisma yfir höfði sér, geta þeir því leitt hann yfir sig með því að fylgja kommúnismanum út á braut lögbrota og óeirða. Högg það, sem þarf að greiða lýðræðinu, er því að efla flokk kommúnista og um leið fasista í landinu. Þá hafa kommúnist- ar loks fengið eitthvað til að berjast við. Það verður seint um of brýnt fyrir islenzkum kjósendum, að vilji þeir lifa sem frjálsir menn í landinu, frjálsir að því m. a. að deila um úrlausnir í þjóðfé- lagsmálum, frjálsir að því að láta skoðun slna I ljós 1 ræðu og riti, þá verða þeir að vera á verði gegn undirróðri einræðis- flokkanna, hvort sem þeir knýja þá frá hægri eða vinstri, hvort sem þeir kenna sig við fasisma eða kommúnisma eða reyna að varpa yfir sig dulargervi. í bæj arstjórnarkosningunum á sunnudaginn kemur ættu reykvískir kjósendur að gera sér það ljóst, að hvert atkvæði, sem lýðræðisflokkunum er greitt, er greitt á móti einræð- isstefnunum. Athugið því vel málflutning allra flokkanna. Sitjið ekki heima, en leggið atkvæði yðar á vogarskál þess flokks, sem er öruggastur til stuðnings LÝÐ- RÆÐI GEGN EINRÆÐI. KJÓSIÐ B-LISTANN! lagið og kaupgjaldið hjá okkur orðið miklu hærra í styrjldar- lok en hjá þeim þjóðum, sem við munum skipta við í fram- tíðinni, þá hljóta atvinnuveg- irnir að lenda í fjárhagsvand- ræðum. Verðlagið, sem þá fæst fyrir útflutningsvörurnar verð- ur ekki í neinu samræmi við framleiðslukostnaðinn, og af- leiðingin verður samdráttur og jafnvel stöðvun framleiðslunn- ar, og síðar gengishrun. Nú má segja sem svo, að þar sem innlenda verðlagið er orðið nú þegar allmiklu hærra hér en í þeim löndum, er við skiptum helzt við eftir striðið, þá sé nokkurnveginn víst, að þessari hættu verði ekki afstýrt að fullu, úr því sem komið er. Er betta vafalaust rétt skoðun, en hitt er annað mál, að því meira sem þetta ósamræmi verður, þ. e. a. s. því meira bil, sem er á milli framleiðslukostnaðar og söluverðs, því stórkostlegra verður hrunið síðar, og allt, sem gert er til þess að draga úr frekari hækkunum framleiðslu- kostnaðarins og verðlagsins, eða til þess að reyna að nema stað- ar þar sem komið er, er þvi engu ónauðsynlegra út af fyrir sig, en þótt þær ráðstafanir hefðu verið gerðar fyrr. A Alþlllgi 1941. Á vetrarþinginu 1941 flutti ég í samráði við Framsóknarflokk- inn frumvarp um dýrtíðarmál- in. Var þar lagt til, að afla verulegra fjármuna með út- flutningsgj aldi og almennum skatti, og verja því fé til þess að koma í veg fyrir að vörur þyrftu að hækka í verði á inn- lendum markaði, og þar með kaupgjald. Þetta frumvarp var að vísu rýrt mikið og úr því dregið I meðferð Alþingis, en þó voru ýmsir megindrættir þess samþykktir,. Hafði ríkis- stjórnin því heimild til þess að gera verulegar ráðstafanir til að hamla gegn dýrtíðinni. Sum- arið 1941 varð hins vegar ekk- ert samkomulag um að gera slíkar ráðstafanir, og þannig leið fram á haust 1941. Þá lagði ég fram, einnig í samráði við Framsóknarflokkinn, nýjar til- lögur um málið í því skyni að fá almenn samtök um að stöðva dýrtíðarflóðið þar sem það var þá komið. Eg lagði þá til, að til viðbótar þeim ráðstöfunum, sem áður hafði verið heimilt að gera, og í því voru fólgnar, að verja fé til þess að halda niðri verðlaginu á vörum, þá skyldi allt verðlag innlendra vara og kaupgjald í landinu lögbundið eins og það var þá. Það var ætlun mín, að þannig yrði gerð stórfelld tilraun til þess að stöðva verðlagið eins og það var 1. okt. s. 1. haust. Ég ætla ekki að fara að rekja hér nákvæmlega sögu þessa frumvarps, en það er kunnugt, að frumvarpið var fellt í þing- inu. Allur þingheimur kepptist hins vegar um að lýsa yfir því, að brýna nauðsyn bæri til þess að stöðva dýrtíðina. Ýmsir sögðu, að það væri ekki hægt að stöðva dýrtíðina með þeim aðferðum, sem ráðgerðar væru i frv. Aðrir sögðu, og þeir voru enn fleiri, að óþarft væri að setja fyllri lagaákvæði en í gildi væru um dýrtíðarmálin. Það væri hægt að ná sama árangri með frjásum samning- um vlð þá, sem réðu kaupgjald- inu og verðlaginu. Við Framsóknarmenn sögð- um, að afskipti löggjafarvalds- ins af kaupgjaldi og verðlagi væri eina leiðin, sem reynandi væri að fara, til þess að vinna gegn verðbólgunni, eins og þá væri komið. Átökln á haustþing- inu. Um dýrtíðarmálin urðu tals- verð átök á aukaþinginu, og sagði þjóðstjórnin af sér vegna þess, að hún gat ekki komið sér saman um lausn málsins. — Eftir allmikið þóf á Alþingi fór hinsvegar svo, að ríkisstjórnin var mynduð á ný af sömu flokk- um og áður,og í henni sátu sömu menn. Ráðherrar Framsóknar- flokksins lýstu hins vegar yfir því, að þeir tækju enga ábyrgð á framkvæmdum í dýrtíðarmál- unum, þar sem þeirra leið hefði verið hafnað. Þátttaka. Fram- sóknarflokksins í stjórnarmynd- un þessari byggðist á því, að ekki var unnt að láta alþingis- kosningar fara fram um há- vetur, en þingmeirihlutinn í málinu vildi ekki takast á hend- ur stjórnarmyndun. Framsókn- arflokkurinn taldi ekki rétt, eins og á stóð, að skorast und- an að taka þátt i slíkri bráða- birgðastjórn. Þá er rétt að geta þess, að undir niðri töldum við engan veginn óhugsandi, að skár kynni að skipast um úr- lausn málsins en áhorfðist þá, og svo kynni að fara, að ein- hver viðunandi samtök yrðu af hálfu löggjafarvaldsins um framkvæmdir í málinu, þegar bað sýndi sig, að samningaleið- in, „frjálsa leiðin", væri ófær. Þegar ég flutti frumvarp mitt á síðasta Alþingi, bjóst ég við að það mundi verða íellt. af því sem á undan var gengið í ríkisstjórninni. Eigi að síður lét ég þau ummæli falla við framsögu fyrir málinu i þess- ari hv. deild, að ég væri engan veginn vonlaus um að sú alda, sem ég vissi að rísa mundi með málinu, mundi valda stefnu- breytingu í verðlags- og fjár- hagsmálunum. Þegar leið fram undir ára- mótin sögðu fleirl og fleiri fé- lög upp samningum sínum, einkum félög iðnlærðra verka- manna, og brátt var auðsætt. að undirbúin hafði verið ný sókn af hálfu þessara stétta í kaupgjaldsmálum, sem miðuð var við það að knýja fram hækkun á öllu grunnkaupi í landinu. Auðséð var, að til- gangur þeírra, sem hér hófust handa, var einmitt sá, að setja sig í fararbrodd nýrrar hreyf- ingar í landinu um hækkun alls kaupgjalds, og herópiö var, aff meff þessu ætti að tryggja launastéttunum hlutdeild í stríffsgróffanum. Það var aug- ‘jóst, að ef þær stéttir, sem höfðu sagt upp kaupgjalds- samningum, fengju yfirleitt hækkað grunnkaup sitt, myndi ekki verða staðið gegn almennri grunnlaunahækkun í landinu. Færi slíku fram, ofan á allt annað, mundi dýrtíðin taka að vaxa með slíkum risaskrefum, að gersamlega vonlaust væri að reyna að aðhafast nokkuð til bess að forðast fullkomið öng- bveiti í atvinnu- og fjárhags- málum þjóðarinnar. Þegar „frjálsa leiðin“ brást. Þegar hér var komið, voru mál þessi tekin upp að nýju og rædd til þrautar í ríkisstjórn- inni, og náðist samkomulag um það milli Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokksins, að setja gerð- ardóm í kaupgjalds- og verð- lagsmálin, en Alþýðuflokkurinn beitti sér gegn þeirri lausn, og dró ráðherra sinn út úr stjórn- inni. í gerðardómslögunum segir, að meginreglan skuli vera sú, að grunnkaupgjald skuli standa óbreytt frá því sem það var á árinu 1941, en þó sé heimilt að úrskurða breytingar til sam- ræmis og lagfæringar. Augljóst var, að þegar hér var komið sögu, var á ýmsan hátt erfiðara að taka á þessum málum, en áður hafði verið. Vísitalan hafði hækkað veru- lega frá því um haustið, þar eð engar ráðstafanir höfðu verið gerðar til þess að halda henni niðri, og hitt skipti einnig máli, að á voru skollnar vinnudeilur og verkföll. Talsvert meira kapp var því komið í málið en áður hafði átt sér stað og auk- in freisting fyrir þá, sem ístöðu- litlir eru í stjórnmálaháttum, að skerast úr leik við úrlausn- ina og freista þess að ná með því móti pólitískum augnabliks- hagnaði. Hitt var jafnljóst, að ef ekkert var aðhafst nú til þess að stöðva almenna grunn- kaupshækkun ofan á þá dýrtíð og verðbólgu, sem fyrir var, þá myndi skriðan renna af stað með slíkum fallþunga, að ó- stöðvandi yrði, og allair ráð- stafanir, sm síðar yrðu gerðar, máttlaust kák. Hér voru því vegamót í þessu máli. Síðustu forvöð að hefjast handa. Síðasta tækifærinu glat- að, ef ekkert væri aðhafst. Framsóknarflokkurinn var því af þessum ástæðum alveg eindregið hvetjandi, að gerðar- dómsleiðin væri farin', enda þótt honum væri fyllilega ljóst, að það leysti ekki alla þætti málsins og næði ekki að fullu þeim árangri, sem náðst hefði síðastliðið haust. Það hefir verið nokkuð rætt um mismuninn á gerðardóms- lögunum og frv. því, er ég flutti á síðasta þingi. Virðist mér þær umræður ekki að öllu leyti sanngjarnar. Því hefir verið haldið á lofti, að meginmun- urinn væri sá, aff með frv. mínu hefði átt að lcgbinda, ekki að- eins grunnkaupið, heldur einn- ig verðlíagsilppbótirta, en hér væri aðeins um að ræða í gerð- ardómslögunum, að festa grunn- kaupið. Samkvæmt þessu hefðu því launamenn landsins, ef mitt frv. hefði verið samþykkt, átt von á því, að verðlagið i landinu gæti hækkað venilega án þess að þeir fengju það að nokkru bætt með hækkaðri verðlagsuppbót. En hér er sag- an ekki nema hálfsögð, og þó verra en það. í frv. mínu var sem sé gert ráð fyrir myndun dýrtíðarsjóðs til þess að halda niðri verðlagi á innfluttum er- lendum nauðsynjum, og lagði ég mikla áherzlu á, að það væri sameiginlegt mál allrar þjóðar- innar að halda verðlagi þeirra vara niðri, sem ekki var bein- línis lögfest verð á samkvæmt frumvarpinu. Það er misskiln- ingur, þegar því ex haldið fram. að grundvallarmunur sé að þessu leyti á þeirrí úrlausn, sem nú hefir verið valin, og þvi, er ég lagði til í frv. mínu. Þegar við Framgóknarmenn ákváðum að beita okkur fyrir gerðardómslöggjöfinni ' í sam- starfi við Sjálfstæðismenn. höfðum við fuHkomlega opin augu fyrir því, að verðlagið hér innanlands og framleiðslukostn- aður er orðið svo hátt, að feikna erfiðleikum mun valda fyr en várir. En það hefir ekki dregið úr áhuga okkar fyrir þvi að reyna að fyrirbyggja að í enn meira óefni verði stefnt. Meginrök gerðar- dómsins. Meginstefna þessarar löggjaf- ar er sú eins og áður segir, að halda föstu grunnkaupgj aldi og verfflagi miðað við það, sem var árið 1941. En á þessu er þó sá fyrirvari, að sjálfsögðu, aö ef erlend vara hækkar að inn- kaupsverði, þá geti gerðardóm- urinn úrskurðað hækkun á verðlagi hennar innanlands, svo framarlega sem ekki eru gerðar neinar ráðstafanir tll þess að vinna gegn því að slík hækkun þurfi að koma fram í útsöluverðinu. Jafnframt er skýrt tekið fram i lögunum, að verð á landbúnaðarvörum skuli hækka ef framleiðslificostnað- urinn eykst. Ef verðlagið á erl. vörunum þarf að hækka af ut- anaðkomandi ástæðum eða framleiðsla landbúnaðar þarf að hækka, þá hækkar vísital- an og þar af leiðndi kupgjaldið einnig, — og síðan verðlagið aftur og þannig koll af kolli. — Það er þess vegna brýn nauðsyn, að ráðstöfunum gerðardóms- ins fylgi framkvæmdir til þess að koma í veg fyrir, svo sem frekast verður við komið, að slíkar hækkanir þurfi að eiga sér stað, bæði með því að verja fé til þess að mæta hækkunum erlendu varanna og eins með því að vinna gegn því að erlend hráefni, sem nota þarf til land- búnaðarframleiðslu hækki, svo sem áburður, fóðurbætir o. fl. Hefir orðið samkomulag um það mjlíi fjokka þelrra, sem standa aið ríkisstjórninni, að gera ráðstafanir í þessu efni, og mun verða lagt fram sérstakt frv. í því skyni að afla nægi- legra heimilda til slíkra fram- kvæmda, svo framarlega, sem athugun er nú fer fram á þess- um málum leiðir í ljós, að nýrr- ar löggjafar sé þörf. — Að mín- um dómi á að reka þessa starf- semi til að halda niðri verð- laginu, óhikað, og það fé, sem til þess fer, er alls ekki tapað. Þar er raunverulega aðeins um tilfærslu fjármuna að ræða, en ekki eyðslu. — En vitanlega verður að fylgja slíkum ráðstöf- unum fjáröflun. Vil ég í því sambandi nefna útflutnings- gjald af þeim vörum, sem selj- ast hæstu verði út úr landinu, og þá sérstaklega fiskinn, sem fluttur er beint til Englands og seldur þar með miklum gróða. Má sérstaklega sjá eftir því, að bær heimildir, sem í lögum eru um slíkt útflutningsgjald, skuli ekki hafa verið notaðar til þess að skattleggja þennan útflutn- ing. Síðan gerðardómurinn hóf starf sitt, hefir hann, í sam- vinnu við verðlagsnefndina, unnið mikið starf í því að koma I veg fyrir verðhækkanir á vör- um, og beinlinis orðíð þess vald andi, að verðlag á sumum vör- um hefir lækkað. Var það áður óþekkt fyrirbrigði um langt skeið. Árangurinn af þessu starfi hefir orðið sá, að vísitalan hef- Ir staðið óbreytt frá 1. Jan. til þessa dags. Stríðsgróðiim. Ég hefi í öðru sambandi fært itarleg rök fyrir því, að stríðs- gróðinn verði ekki sóttur í hend- ur atvinnurekenda með hækk- uðu kaupgjaldi og verðlagi, og hefir hvergi verið gerð minnsta tilraun til að hrekja þau rök. Slíkar ráðstafanir verða ekki til þess að færa gróðann í hend- ur almennings, heldur til ills fyrir alla, sem hlut eiga að máli. Ég hefi og sýnt fram á, einnig í öðru sambandi, að hvergi i nálægum menningar- löndum finnast ábyrgir al- býðuleiðtogar, sem leyfa sér að halda slíku fram. En hvað á þá að gera við stríðsgróðann? Striðsgróðann á hiklaust að taka með sköttum og leggja hann í sjóði ríkis, bæja- og sveitarfélaga, til þess að mæta kostnaði við margs- konar nauðsynlegar fram- kvæmdir, sem gera verður þeg- ar aftur skapast möguleikar til þeirra og efni og vinnuafl verð- ur fyrir hendi. í því sambandi er aðeins eins að gæta sérstak- lega. Þeir, sem reka áhættu- saman atvinnurekstur, eins og t. d. sjávarútveg, sem stundum gefur mikinn arð en á öðrum tímum er rekinn með miklum halla, verða að fá tækifæri til þess að safna hæfilegum vara- sjóðum til erfiðu áranna og til þess að leggja í ný tæki. Stríðs- gróðann ber að festa fyrst og fremst í eigu hins opinbera til almennra þarfa, en sumpart hjá atvinurekendum og verða að vera örugg ákvæði til trygg- ingar því, að sá hluti ágóðans sem atvinurekendur halda sem varasjóðum verði raunverulega notaður til stuðnings atvinnu- vegunum. Þannig munu og þau mál verða leyst á þessu þingi. — Þegar svo er komið, geta all- ir sanngjarnir menn sætt sig við strangar hömlur, til þess að halda niðri verðlagi og kaup- g'jaldi. Það hefir verið ósk Fram- sóknarflokksins og ákveðin stefna, að leysa alla þætti dýr- tíðarmálsins, þar með sköttun stríðsgróðans, samtímis og mun það verða gert á þessu þingi. Afstaða Alþýða- flokksins. Mun ég þá víkja að afstöðu Alþýðuflokksins til þessa máls og framkomu hans. Það vantar ekki að forkólfar Alþýðuflokksins tali fagurt um að stöðva dýrtíðina. Er ekki unnt að heyra annað aðra stundina, en að þeir telji hinn mesta háska fyrir verkamenn og launamenn ekki síður en aðra, ef dýrtíðin fær að vaxa áfram, en annað veifið telja þeir það einu sanngjörnu leiðina til þess (Framh. á 3. síðuj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.