Tíminn - 14.03.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.03.1942, Blaðsíða 3
17. blað TÍMIM, laugardaginn 14. marz 1943 63 Verðbólgan og stjórnmálin (Framh. af 2. siðu) aff skipta str'íðsgTóðanitm, að auka verðbólguna með því að hækka kaupgjaldið í landinu. Hins vegar hefir reynslan ver- ið sú, að alltaf þegar átt hefir að gera eitthvað til þess að hindra verðbó,lguna, þá hefir Alþýðuflokkurinn skorist úr leik — og á því er einföld og eðlileg skýring, sem ég kem að síðar. Þegar lagt hefir verið til að hafa opinbert eftirlit með verð- lagi á landbúnaðarafurðum og kaupgjaldi, þá hefir flokkurinn verið fús til þess að lögbinda verðlag á landbúnaðarvörum og beinllnis krafist þess að það yrði lögbundið, en ekki viljað fallast á eftirlit með kaupgjaldi. Ef kaupgjald á að ákveða með löggjöf, þá er það kúgun og ó- frelsi og lögin um það þrælalög, og það engu að síður þótt Al- þýðufiokkurinn hafi sjálfur oftar en einu sinni tekið þátt í slíkri lagasetningu. — En verðlag á landbúnaðarafurðum, sem vitanlega er ekkert annað en kaupgjald bændanna, — þaff má lögfesta. Þaff er ekki kúgun. Þaff er ekki ófrelsi. Það má lög- gjafarvaldið fara með eins og það vill. Þannig er samræmið í kenningum flokksins, og menn geta ímyndað sér, hvernig það muni vera, að starfa að lausn vandasamra mála með mönnum, á meðan þeir eru í slíkum ham. Þessi fáránlega afstaða flokksins í mállnu er svo rök- studd með því, að kaupgjald í landinu hafi lítil eða engin á- hrif á verðlagið, en hins vegar ráði verðlag landbúnaðarafurða mestu um dýrtíðina. Ætti það þó að vera augljóst hverjum manni, sem eitthvað hefir reynt að gera sér grein fyrir almenn- um málum, að enginn einn þáttur hefir meiri áhrif á verð- lag í landinu en einmitt kaup- gjaldið og enginn einn þáttur hefir eins mikil og gagnger á- hrif á verðlag landbúnaðaraf- urðanna og einmitt kaupgjald- ið. Nú er stríðið búið að standa á þriðja ár. Árin 1940 og 1941 eru liðin. Á þessum árum hefir verið mikill gróði hjá atvinnu- rekendum, ekki sizt þeim, sem hafa getað selt afla beint á er- lendan markað. Fram að árs- lokum 1941 hefir það verið stefna verkalýðssamtakanna og forkólfa Alþýðuflokksins, að verkamönnum bæri að fará mjög gætilega í því að krefjast grunnkaupshækkana. Að vísu áttu sér stað nokkrar grunn- kaupshækkanir í ársbyrjun 1941, en það var aðallega til samræmis við það, sem áður tíðkaðist á öðrum stöðum á landinu. Það hefir yfirleitt verið við- urkennt, að grunnkaup var hér hátt fyrir stríð og miðað við að menn yrðu að ganga atvinnu- lausir hluta ársins. Forkólfar verkaýðsfélaganna hafa yfirleitt ekki farið neitt dult með þessa skoðun sína um grunnkaupið. En nú allt í einu haustið 1941, þegar stríðið hef- ir staðið í 2 ár og allar horfur eru á því, að hið mesta gróða- tímabil sé liðið hjá, og jafnvel fullkomin óvissa um það, hvort atvinnuvegirnir muni bera sig á næstunni, þá rjúka pólitískir spákaupmenn, sem vilja kalla sig foringja verkalýðsins, upp til handa og fóta, og krefjast grunnkaupshækkana fyrir verkamenn og launamenn til þess aff ná þeim til handa hluta af stríðsgróðanum! Ef nokkurt vit væri í þessari stefnu. að krefjast grunnkaupshækkana, til þess að draga gróðann úr höndum atvinnurekendanna yfir til almenings, hvað má þá segja um trúmennsku þessara svokölluðu alþýðuleiðtoga und- anfarin tvö ár við verkalýðinn, aff hafa ekki fyrr tekið upp bar- áttuna fyrir því að þeir fengju hluta af stríðsgróffanum? Hvemig hafa þeir fariff meff um- boff kjósenda sinna þessi tvö ár, fyrst þeir hafa ekki minnst á þaff, sem þeir nú telja aðal- hagsmunamál verkalýðsins? Hvernig ætla þeir að gera grein fyrir þessum svikum sin- um við máSstaff verkalýðsins, þeg?r þeir menn, sem nú kunna aff trúa kenningum þeirra um grunnkaupshækkanir og striffs- gróða, krefja þá reiknlngsskap- ar um þetta mál. Það skyldi þó aldrei vera eitt- hvað bogið viff þetta allt saman. Það skyldi þó aldrei vera, aff kenningin um „skiptingu stríðs- gróðans" rejmdist falskenning þegar til alvörunnar kemur? Það mættu þá einnig vera meiri svikin af hálfu allra verk- lýðsleifftíoga !í cðrujm löndum, allsstaðar þar sem viff þekkjum til, að hafa ekki krafist þess að farin yrði kauphækkunarleiðin, ef hún er raunverulega hin rétta aðferð til þess að deila stríðsgróðanum meðal lands- manna og launastéttanna sér- staklega! Hvarvetna í öðrum löndum beita verkamannaleiðtogar sér fyrir því, að grunnkaup raskist sem allra minnst, og auðvitað með það fyrir augum að vinna að hagsbótum launastéttanna engu síður en annarra. Það þarf heldur ekki að fara langt aftur í tímann til þess að sýna, hvernig þeir menn eru settir, sem nú, til pólitísks á- vinnings ætla sér að halda því fram, að hækkun grunnkaups sé réttmætt úrræffi til þess aff skipta stríðsgróðanum! Þegar rætt var um frv. mitt á haust- þinginu, voru allir, sem um það ræddu, sammála um, að hvað sem Siði lögbindingu; afurffa- verðs og kaupgjalds, þá væri það þó víst, að öllum væri fyrir beztu, að grunnkaupshækkanir ættu sér ekki stað. Og ekki nóg meff þaff. Þegar verið var að at- huga þetta mál innan rikis- stjórnarinnar sérstaklega og menn tóku sér hlé til þess að rannsaka hvort hin svonefnda „frjálsa leið“ væri fær, þá fór fyrverandi hæstv. ráffherra, Stefán Jóh. Stefánsson, á fund Alþýðusambandsstj órnarinnar og spurðist fyrir um það, hvort hún byggist við glrunnkaups- hækkunum, og hvort hún vildi stuðla að því, að grunnkaup- gjaldið héldist óbreytt, ef það vrði ekki lögbundið. — Þegar Stefán Jóh. Stefánsson kom aftur á fund ríkisstjórnarinnar, lýsti hann yfir því, að hann byggist við, að verkalýðsfélögin myndu ekki beita sér fyrir nein- um teljandi grunnkaupshækk- unum, og enginn gat skilið um- mæli hans öðruvísi en svo, að stjórn Alþýðusambandsins vildi vinna að því, að grunnkaupið héldist yfirleitt óbreytt, ef það gæti orðið til þess að kaupið vrði ekki lögbundið. — Var þá ekki jafnmikil nauðsyn og nú að tryggja launastéttunum hlut af striðsgróðanum? — Ef það °r árás á verkalýðinn, kúgun og ég veit ekki hvað fleira, að gera ráðstafanir til að grunn- kaup breytist sem minnst, hvað má þá segja um þessa afstöðu verkalýðsforkólfanna í haust og allan tímann síðan vart fór að verða við stríðsgróðann. Stefán Jóhairn sér hættuna. Þegar verið var að ræffa þessi mál í haust, þá var í mesta lagi talað um smáleiðréttingar á grunnkaupi hinna lægstlaunuðu stétta, eins og ég hefi þegar sýnt fram á. Ég get ekki stillt mig um að taka hér upp um- mæli úr ræðu St. Jóh. Stefáns- sonar ráðherra , er hann hélt á Alþingi 24. okt. s.l., og sem sýn- ir mjög vel hvernig þá var lit- iff á grunnkaupshækkanir. Hann kemst þannig að orði: „Og ég held, að launastétt- irnar í landinu hafi yfirleitt enga löngun til þess að láta dýrtíðina vaxa og að þegar at- vinna í landinu er góð og mik- il og þær fá uppborna I hækk- uðu kaupi, vaxandi dýrtíff, þá sé ekki. mikil tilhneiging hjá launastéttunum til þess að hækka grunnkaupið, reynslan hefir sýnt þetta.“ Hann sagffi ennfremur: „Og mér er kunnugt um þaff, að það er engin sérstök hreyf- ing í þá átt að segja upp kaup- samningum með þaff fyrir aug- um aff hækka grunnkaupið." Hann orðaði það einnig svo, — „að engin yfirvofandi hætta sýnist á þvi, að slikt skelli á.“ Félagsmálaráðherrann sagði 1 þessari ræffu sinni, aff það væri „óeðlilegt og ranglátt, nema í lífsnauðsyn þjóðarinnar, aff kaupsamningar séu ekki frjáls- ir rnilli verkamanna og at- vinnurekenda." En svo bætti hann við þessum orðum: „Engri slíkri nauðsyn er til að dreifa að mínu áliti, þeg^r launastéttirnar hafa ekki sýnt það í verki, að þær hugsi sér að auka dýrtíðina, meff því að gera ákveðnar og almennar kröfur um hækkun grunnkaups." Hér er ekki verið aff skafa utan af því. Hér er það sagt eins greinilega og hægt er, að engin sérstök hreyfing sé í þá átt að segja upp kaupsamning- um til að fá hækkað grunn- kaup, og ennfremur að engin „yfirvofandi hætta“ sé á slíkum hækkunum. OTðið hætta er béinlínis notað i þessu sam- bandi, og auðvitað myndi eng- inn tala þannig, sem teldi grunnkaupshækkanir eðlilegar. Ég held, að engum geti bland- ast hugur um, að sá, sem held- ur þessa ræðu, er sjálfur þeirr- ar skoðunar, að grunnkaup eigi ekki að hækka, og að slíkar hækkanir væru meira en litið vafasamur hagnaður fyrir verkalýðinn sjálfan. Það er megináherzla á það lögð, að þess sé engin þröf að lögbinda kaup- ið vegna þess, að grunnkaups- hækkanir séu ekki í vændum. Hver myndi halda slíka ræðu, ef hann væri sannfræður um, að grunnkaupshækkanir væru sjálfscgð réttlætiskrafa verka- lýðsins til þess aff tryggja sér stríðsgróðann. Er það ekki bros- legt, að við skulum vera kall- aðir verkalýðsböðlar og öllum illum nöfnum, fyrir að vera sömu skoffunar og Alþýffuflokks- menn voru í haust, og eru sjálf- sagt enn. Alþýðublaðið er ekki myrkt í máli. Alþýðublaffiff er þó jafnvel enn berorðara. í blaðinu 1. nóv. í haust segir: „Er þvi algerlega óþarft að lögbinda það (þ. e. kaupgjald- ið) til þess að halda dýrtiðinni í skefjum, nema því aðeins, að reynt yrði að knýja fram grunnkaupshækkun. En ekkert bendir til þess, að það sé fyrir- hugað, að minnsta kosti við í hönd farandi áramót.“ Með þessum orðum segir Al,- þýðublaðið, að lögbindingin sé óþörf, nema því affeins, að reynt yrði að knýja fram grunnkaupshækkanir. Þetta er ekki hægt að skilja nema á einn veg. Ef knýja ætti fram grunnkaupshækkun, þá væri blaðið meðmælt kaupbindingu, — en þörfin er bara ekki fyrir hendi, af því að engin hreyfing er í þá átt að hækka kaupið! Hvað segja menn nú um þetta annars vegar, og hitt, sem við megum nú daglega sjá og heyra, hins vegar! Hlutskipti Alþýðu- flokksins. Þegar afstaðá Alþýðuflokksins frá upphafi stríðsins og það, sem kom fram í haust, er at- hugað og borið saman við það, sem nú er haldið fram í sam- bandi við gerðardómslögin, þá munu vart margir telja Alþýðu- flokkinn öfundsverðan af hlut- skipti hans. En hver er þá skýr- ingin á þessum ósköpum? Hún getur ekki verið nema ein, og er ákaflega einföld. Flokkurinn hefir frá upphafi verið ráðinn i því, að eiga engan þátt í lausn dýrtíðarmálanna. Hann hefir frá öndverffu verið ráffinn I því, að komast i stjórnarandstöðu á þessum málum, til þess að vinna sig upp. Affeins út frá þessu sjónarmiffi er afstaffa flokksins skýranleg. Það er ekki skiljan- legt frá öðru sjónarmiði, að flokkurinn skuli flytja tillögur um að lögfesta afurðaverð bændanna, sem vitanlega er ekkert annað en þeirra kaup- gjald, en láta allt annað kaup- gjald í.landinu vera óbundiff, og bíta svo höfuðið af skömminni með því, aff þykjast meff þessu móti vilja gera réttlátar ráð- stafanir gegn dýrtíðinni. Ekki verður heldur skýrt meff öðru það undarlega fyrirbrigði, að frá stríffsbyrjun og fram undir síðustu áramót telur flokkurinn eðlilegt, að grunn- kaup standi yfirleitt óbreytt, en um áramótin, þegar svo er komið, að ekki var fyrir hendi annaff úrræði, til þess að slter- ast úr leik og komast í stjóm- arandstöðu, en að snúa alger- lega við blaðinu og telja það eina sáluhjálplega fyrir verka- lýðinn að hækka grunnkaupið, þá var það gert. Hitt er annað mál, al þessu fylgja meira en lítil óþægindi, vegna þess sem á undan er gengið. En einmitt það, að Al- þýðuflokkurinn skuli ekkl hika við að taka á sig þessi óþæg- indi, sýnir, að óttinn við sam- keppni kommúnista og van- traustið á skilningi launastétt- anna hefir altekið Alþýðuflokk- inn, og að hann hefir verið al- veg ráðinn í því frá byrjun að eiga engan þátt I lausn dýr- tíðarmálanna. Fátt sýnir betur þá ófæru, sem vinnubrögð Alþýðuflokks- ins hafa hrundið honum út í, en viðaukatillögur þær í dýr- tíðarmálunum, sem hann hefir nú lagt fram, frumvarplff um gengishækkun. Ég segi viðauka-tillögur vegna þess, að þrátt fyrir geng- isfrumvarp sitt, endurflytja Alþýðuflokksmenn dýrtíðar- frumvarp sitt frá því í haust, sem er ekkert annað en upp- suða úr tillögum mínum um dýrtíðarmálin, þó meff þeirri veigamiklu breytingu, að allt á að binda nema kaupgjaldið. Gengishækkunin er kosningabeita. Nú þyrfti það út aí fyrlr sig ekki að bera neinn sérstakan vott um úrræðaleysi, að gera tillögu on gengishækkun, þó óneitanlega séu margir erfiff- leikar á því, að nota það úrræði eins og nú er komið málum. Það er annað, sem sérstaka eft- irtekt hlýtur að vekja í þessu frumvarpi. Samkvæmt því á að bæta útflytjendum þann halla, sem þeir verða fyrir af gengis- hækkuninni, þ. e. a. s. þeim, sem selja vörur upp í brezka samninginn. Og bankarnir eiga að fá bættan gengismun á inn- stæðum sínum, milli 20 og 30 miljónir króna. Ég hefi aldrei séð jafn „ó- sminkað" kosningafrumvarp á Alþingi og þetta plagg. Það á að hækka krónuna, og margir eiga að græða á því. Þeir, sem flytja út vörur upp i brezka samninginn eiga að fá fullar bætur. En hvaðan eiga þær bætur að koma? Jú, það er talað um skatt á eignaaukningu í striðinu, og það er vit í því út af fyrir sig, til þess að jafna gengismun á innstæffum er- lendis, ef til gengishækkunar verffur gripið. En dettur nokkr- um manni þaff í hug, að sú gengishækkun, sem yrði til þess að borga þyrfti aðalat- vinnuvegi landsmanna útflutn- ingsstyrk, geti staðizt stund- inni lengur. Hvar á .aff taka peninga til slíkra styrkja þegar til lengdar lætur — þeir verða ekki til frambúðar teknir af eignaaukningu manna vegna stríðsins, og allra sízt ef stríðs- gróðinn er hæfilega skattlagð- (Fravih. á 4. siðu) Samband ísl. satnvinnufélaati. Fjölyrkjar, fyrir handafl og raðhreinsarar fyrir hestafl spara vinnu við garðræktina og létta störfin. Auglýsing um hámarksverð Gerðardómur í kaupgjalds- og verðlagsmálum hefir sett há- marksverð á kaffibæti svo sem hér segir: í heildsölu ......... kr. 4.10 pr. kg. í smásölu ........... — 4.80 pr. kg. Þetta birtist hér með öllum þeim er hlut eiga að máli. Viðskiptamálaráðuneytið, 13. marz 1942. §I«UN«AR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culliford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. ! «& Haogfikjöt Verzlanir, sem vilja tryggja sér ár- vals hangikjöt til páskanna, ættu að senda pantanir sem fyrst. 1080 Símar: 2678 4241 SAMBANUI ÍSL. SAMVEVIVUFÉLAGA. Sími 1080. Framsóknarmenn! Þið, sem eigiff kosningarétt í Reykjavík, en búist við að verða ekki í bænum 15. marz, muniff að kjósa áður en þið farið í burtu effa að senda atkvæffið til Reykjavíkur fyrir kjördag. Stuðningsmenn B-lístans Komið sem flestlr í skrif- stofu Framsóknarflokksins. Hún er i Edduhúsinu við Lindargötu og hefir sima 2323 og 4373. 384 Victqr Hugo: Esmeralda 381 dirfðist ekki að snerta hana, ekki einu sinni með anda sínum. En þess í mill- um þrýsti hann henni ákaft með örm- um sínum að vansköpuðu brjósti sínu eins og hún yæri dýrmætur fjársjóður — ákaft eins og móðir barni sinu. Augnaráð hans, er hvíldi á henni, ljóm- aði af viðkvæmni, hryggð og meffaumk- un. Þegar hann leit upp var sem eldur brynní í augum hans. Konurnar gerðu að hlægja og gráta í senn. Mannfjöldinn rak upp fagnaffar- óp, því að á þessari stundu var Kvasi- modo raunverulega fagur ásýndum. Hann var fagur, hann, munaðarleysing- inn, óskilabarnið, úrþvættið. Hann fann aff hann var voldugur og sterkur! Hann sá fyrir sjónum sér mennina, sem höfffu útskúfað honum. Hann hafði hrifið bráðina úr klóm þessara tígrisdýra, úr greipum dómaranna, böðlanna, allra herskara konungsins. Vald þeirra hafði hann, hiff útskúfaffa afstyrmi, boriff ofurliði með guffs hjálp. Auk þess var það næsta áhrifarík sjón, að sjá þessa vansköpuðu verfci veita hinni ógæfusömu Esmeröldu vernd sina — sjá Kvasimodo frelsa hina dauffadæmdu Tatarastúlku. Hinn ógæfusami kom hinni ógæfusömu til hjálpar. Eftir aff hafa notið sigursins skamma Hún sá liffsforingjann hrukka enniff. Ung og fögur stúlka studdist við arm hans. — Hún virti hann fyrir sér með háðsku glotti og beiskjuþrungnu augna- ráði. — Föbus mælti nokkur orð, sem Esmeröldu var ekki unnt að greina. Síff- an hurfu þau bæffi inn um svaladyrnar, er luktust að baki þeim. — Föbus! hrópaði hún i örvæntingu. — Trúir þú því! Hræffileg hugsun vitjaffi huga hennar. Hún minntist þess, aff hún var ákærð fyrir að hafa myrt Föbus de Chateaup- ers. Þetta áfall var henni ofviða að þola. Hún hné meffvitundarlaus niður á stein- brúna. — Af stað! hrópaði Charmolue. — Beriff hana aff kerrunni. Þaff er bezt aff binda endi á þetta. VII. KAFLI Björgun. Allt til þessa hafffi enginn veitt því athygli, aff á þaksvölunum, þar sem brjóstlíkönum konunganna var fyrlr komiff uppi yfir hvelfingu aðalhliffsins, sat næsta undraverffur áhorfandi. Hann hafði virt fyrir sér það, er íram fór, eins og honum væri það óviðkom-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.