Tíminn - 14.03.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.03.1942, Blaðsíða 4
64 TÍMIM, langardagiim 14. marz 1942 17. blað Kosningaskrifstoía Blistans á kjördag, verður í Sambandshusínu við Sölvhólsgötu. §imar: ðl§6 - 3ðT§ - 3333 - 4373. Verðbólgan og stjórnmálin (Framh. a/ 3. siOu) ur. — Halda menn, að það yrði ekki einnig að styrkja út- flytjendur fleiri vara en fiskj- arlns. Hvers eiga þeir að gjalda, sem flytja út slldarafurðir og landbúnaðarafurðir t. d., þvi eru þeir ekki tryggðir gegn tapi af gengishækkun? Gengishækkun er ein af þeim leiðum, sem gaumgæfilega hafa verið athugaðar í sam- bandi við dýrtíðarmálin. Þótt sú leið væri farin, yrði að gera flestar þær aðrar dýrtiðarráð- stafanir, sem nú hefir verið gripið til,. ef árangur ætti að nást i því að stöðva dýrtíðina. Ennfremur er þess að gæta, að gengishækkun ein mundi hafa mjög takmörkuð áhrif á fram- færslukostnaðinn — dýrtíðina. En hvað sem því líður, hvort grípa skuli nú til gengishækk- unar eða ekki, þá er bezt að gera sér það fullljóst einmitt nú, að geti aðalútflutningsat- vinnuvegur landsmanna — sjávarútvegurinn — ekki þolað gengishækkun styrkjalaust, — sé búið að spenna svo upp framleiðslukostnaðinn nú þeg- ar, að smábátaútvegurinn t. d. þoli ekki hærra gengi en nú er, þá er gengishækkun ekki framkvæmanleg. Allir ábyrgir menn sjá það í hendi sér, að það verður fullerfitt að raka sam- an 20—30 milj. króna, til þess að bæta bönkunum upp gengis- halla, þó ekki bætist þar við að greiða þurfi tugi miljóna í út- flutningsstyrki árlega. Elnnrðarleysi AI- þýðnflokksins. Það sýnir bezt einurðarleysi Alþýðuflokksins, svo ekki sé sterkara að orði kveðið, að hann skuli ekki þora að viðurkenna þessa staðreynd og skuli hika við að leggja gengismálið hreint fyrir landsmenn. Hvers vegna að reyna að dylja fyrir mönnum hin eðlilegu og óum- flýjanlegu áhrif gengishækkun- ar? Trúir flokkurinn ekki svo á málstaðinn, að hann þori að koma hreint fram og segja við framlelðendur, t. d. útgerðar- menn og sjómenn: Auðvitað verðið þið fyrir tapi í bili, en af því að þessi ráðstöfun er rétt, þá verður að gera hana samt. í stað þess er sagt: Eng- inn verður fyrir neinum halla — ríkissjóður borgar uppbætur á fiskinn, — að vísu gerir frumvarpið ekki ráð fyrir slík- um uppbótum nema rétt fram yfir kosningar, en þó að Al- þýðuflokknum þyki sú trygg- ing kannske nægileg, mundi kannske sumum öðrum finn- ast hið gagnstæða. Sé nú svo komið, að gengis- hækkun yrði að fylgja út- flutningsstyrlíir á aðalút- flutningsvöruna, þá er hún ó- framkvæmanleg, nema um leið séu gerðar öflugar ráðstafanir til þess að lækka framleiðslu- kostnaðinn, og það má svo sem nærri geta hvernig þeim ráð- stöfunum yrði tekið. Ég vil ekki á þessu stigi málsins leggja dóm á það, hversu ástatt er um möguleika sjávarútvegsins til þess að þola gengishækkun, en hitt vil ég segja, að tillögur Alþýðuflokks- ins um þetta mál eru ófram- kvæmanlegar og í sjálfum til- lögunum er því í raun og veru slegið föstu, að gengishækkun sé ekki framkvæmanleg, vegna þess að útflutningsframleiðslan þoli hana ekki. Hitt tekur eng- inn alvarlega, að gengisskrán- ing verði til lengdar byggð á því, að miljónatugir séu greídd- ir í útflutningsverðlaun. Það er framkvæmanlegt að greiða út- flutningsuppbætur á einstaka vörutegundir, sem ekki eru mjög mikill þáttur í utanríkis- verzluninni. Hitt er ófram- kvæmanlegt og mundi leiða til gengislækkunar á nýjan leik von bráðar, þótt reynt yrði. Alþýðnflokknriim freistar gæfnnnar. En hvernig stendur á þessu fáfmi Alþýðu^lokksins? Mér finst auðvelt að finna á því skýringu. Eftir að flokkurinn hefir ákveðið að freista gæf- unnar I stjórnarandstöðu — eins og hann er raunar vanur að gera fyrir kosningar — sbr. það sem gerðist 1931 og aftur 1937 — þá virðist honum sér- staðan i dýrtíðarmálinu af sinnl hálfu varla nógu glögg, og er það vorkunnarmál, þegar þess er gætt, að aðaltillögur flokksins eru uppsuða úr dýr- tíðartillögum minum — með þeirri breytingu, að þeir krefjast þess, að engin afskipti séu höfð af kaupgjaldi, þótt kaupgjald framleiðenda eigi hins vegar að binda með afurðaverðinu. — Flokknum hefir því þótt þörf á að brydda upp á einhverju nýju — og þá er gengishækkun góð. — En þegar nánar er að gætt, er þó sá galli á gjöf Njarð- ar, að Alþýðuflokkurinn hefir áður haldið fram, að fiskverðið samkvæmt brezku samningun- um væri allt of lágt — jaínvel svo, að fiskveiðar gætu ekki borið sig. Gerði flokkurinn mikið veður út af þessu á sinni tíð og átti að koma sér vel hjá útvegsmönnum og hlutamönn- um. Nú voru þvi góð ráð dýr. En brátt rættist þó betur úr en áhorfðist. Vandinn reyndist ekki annar en sá, að bæta nokkrum linum inn i frumvarpið þess efnis, að ríkissjóður skyldi bæta upp hallann af gengishækkun- inni, þeim sem selja fisk sam- kvæmt fisksamningnum við Breta — það gerði ekkert til um hina. Þetta var svo einfalt og hafði þann mikilsverða kost, að með því móti gafst einnig sér- stakt tækifæri til þess að benda á, hvað þeir væru afskiptir, sem byggju við þennan samning. Þegar þetta úrræði var fundið, gat svo Finnur Jónsson, hv. þm. ís., gerst 1. flutningsmaður frumvarpsins um gengishækk- J unina, þrátt fyrir allt sem hann er búinn að fjargviðrast um fyrirsjáanleg vandræði og reksturstap útgerðarinnar„ vegna þess, að verðlagið sé of lágt. Það er ekki vandasamt að vera í stjórnarandstöðu á ís- landi, ef Alþýðuflokksmenn hafa hitt naglann á höfuðið með framkomu sinni i dýrtíðar- málunum. Þeir segja: Það er lífsnauð- syn fyrir verkamenn að stöðva dýrtíðina, engir tapa á henni meira en þeir. Jafnframt segja þeir: Það er réttlætismál, að grunnlaunin séu hækkuð og stríðsgróðanum skipt þannig, og það veldur engu um hækk- un dýrtíðarinnar, þótt það sé gert — það verður bara að setja fast verðið á landbúnaðaraf- urðunum, þá er öllu borgið. — Ennfremur: Verðið á flskinum er allt of lágt, framleiðslan ber sig ekki. Eigi að síður er það eitt helzta nauðsynj amálið og úrræðið I dýrtíðarmálunum, að hækka gengið. — Það þarf eng- inn á því að tapa — ríkissjóður borgar — allir græða. — Ég er sannfærður um, að Al- þýðuflokkurinn á eftir að hafa 382 Victor Hugo: andi — afskræmdur i andliti. Maður hefði vel getað ætlað hann vera eitt steinskrímslanna, er stóðu á dómkirkj- unni, en í gegnum gin þeirra hafði regnvatnið þegar streymt um sex alda skeið. En vera þessi hafði gefið öllu þvl nánar gætur, er gerzt hafði fram- an við anddyri Frúarkirkjunnar frá þvl um hádegisbil þennan dag. Þegar i upphafi atburðanna hafði hann, án þess að mikið bæri á, fest gildan kað- al, er náði allt niður á steinbrúna, við eina af meginstoðum þaksvalanna. — Er hann hafði lokið þessu, tók hann næsta rólegur að virða fyrir sér það, sem fram fór að nýju. En skyndilega, þegar böðlarnir gerðu sig liklega til þess að hlýðnast skipun Charmolues, stelg hann upp á brjóstrið svalanna, greip taki um kaðalinn með höndum, tönnum og fótum og lét sig slga niður hratt eins og regndropi rynni niður gluggarúðu. Þegar hann var kominn niður á steinbrúna, þaut hann leiftur- skjótt að böðlunum tveim eins og grimmur köttur, sem hrapar niður af húsþaki, greiddi þeim hnefahögg, svo að þeir hnigu til Jarðar, þreif Tatara- stúlkuna annarri hendi eins og brúðu, skundaði burtu og æpti ógnþrunglnni röddu: — Griðastaður! Esmeralda 383 Allt gerðist þetta í slikri skyndingu, að maður hefði getað séð það, sem fram fór, að nóttu til við eldingarbjarma. —Griðastaður! Griðastaður! æpti mannfjöldinn. Lófatak þúsundanna fékk hið eina auga Kvasimodos, til þess að leiftra af gleði og stolti. Hin óvænta hjálp varð þess völd, að Esmeralda vaknaði til meðvitundar eins og hún hræddist þann, er bjargað hafði henni. Charmolue stóð kyrr í sömu sporum sem skelfingu lostinn. Sama var að segja um fylgdarlið hans svo og böðl- ana. Esmeralda var friðhelg annan við múrveggi Frúarkirkjunnar. Dómkirkjan var griðastaður. Armur laganna náði ekki til neins, er komizt hafði inn fyrir þröskuld kirkjunnar. Kvasimodo nam staðar í dyrunum. Hinir klunnalegu fætur hans virtust sem súlur, er hann stóð á kirkjugólfinu. Hið stóra, siðhærða höfuð hans sat djúpt milli herðanna eins og höfuð á ljóni, sem hefir makka en engan hala. Hann hélt titrandi stúlkunni í sínum styrku örmum, en hann bar hana með slíkri gætni, að hann virtist óttast að valda henni hin- um minnstu óþægindum. Maður gæti ætlað, að honum hefði fundizt hún vera smágerður, valinn og dýrmætur hlutur, er væri skapaður öðrum höndum en hans. Stundum virtist eins og hann 'gíímmn fæst i lausasölu á þessum stöð- um i Reykjavík: Ávaxtabúðinni, Týsgötu 8 Bókabúð Eimreiðarinnar, Aðalstræti Hjá Filippusi Vigfússyni, Kolasundi „Fjólu“, Vesturgötu Hafnarstræti 16 Hótel Borg „Matstofan", Laugaveg 45 Hjá Ólafi R. Ólafssyni, Vesturgötu 16 Búðin, Bergstaðastræti 10. Söluturninum. ------GAMLA BÍÓ ____ STOLM HAIVDRITIÐ (FAST AND LOOSE) Aðalhlutv. leika: ROBERT MONTGOMERY Og ROSALIND RUSSELL. Aukamynd: BANDARÍKIN STRÍÐSÞÁTTTAKANDI Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning 31/?—6V2 GRÍMUMENNIRNIR (Legion of the Lawless) með Cowboy-kappanum: George O’Brien?. —------NÝJA BÍÓ------ Merkí Zorros (The Mark of Zorro). Aðalhlutv. leika: TYRONE POWER, LINDA DARNETT, BASIL RATHBONE. Aukamynd: FRÉTTAMYND er sýnir meðal annars árás Japana á Pearl Harbour. Sýnd kl. 5, 7 og 9. (Lægra verð kl. 5). Framsóknarmenn! Veríð duglegir á kjördag! Kjósíd snemma og hvetjíð alla stuðníngsmenn B-listans til pess. Komíð fyrsta manni B-listans í bæjarstjórn fyrír klukkan 3 og Hilmari áður en dagur er af lófti. Ljóðasafn Guðm. Guðmundssonar Ljóð Guðmundar skólaskálds þekkja allir, en ljóðasafn- ið hans þarf að komast á öll góð heimili. Ljóðin eru i þremur bindum, prentuð á handgerðan pappír, og kosta þó aðeins 36 krónur í góðu bándi. Upplagið er nærri þrotið. — Fást ennþá hj á flestum bóksölum. Bókaverzlun ísafoldar. Tilkynning frá Skrífstofu lögreglustjóra í Reykjavík. Til viðbótar við það, sem áður hefir verið auglýst, til- kynnist hér með, að vegabréf eru nú afgreidd til íólks,. sem bjó samkvæmt síðasta manntali við eftirtaldar götur: Samtún, Sauðagerði, Seljalandsveg, Seljaveg, Shellveg,, Sjafnargötu, Skálholtsstig, Skarphéðlnsgötu, Skeggja- götu, Skólabrú, Skólastræti, Skólavörðustig, Skólavörðu- torg Skothúsveg, Smáragötu, Smiðjustíg, Smirilsveg,. Sogaveg, Sóleyjargötu, Sólvallagötu, Spitalastig, Stýri- mannastíg, Suðurgötu, Suðurlandsveg, Sundlaugaveg og Sölvhólsgötu. Lögreglustjórinn 1 Reykjavík, 13. marz 1942. litla gleði af þrekleysi sínu í dýrtíðarmálinu, og það er mesti misskilningur, ef flokkur- inn heldur að hann auki fylgi sitt með slíkum vinnubrögðum. Til þess liggja margar ástæður sem of langt yrði að rekja hér. í fyrsta lagi, að dýrtíðarmálið mætir vaxandi skilningi al- mennings hvarvetna á landinu, ekki síður launamanna en ann- arra. í öðru lagi, að stefna Al- þýðuflokksins brýtur í bága við stefnu annarra verkalýðsflokka í þessum málum, og þegar af þeirri ástæðu munu menn sjá, að það er eitthvað meira en lít- ið bogið við afstöðu flokksins. í því sambandi ber ég ekki sam- an við forkólfa kommúnista — þeir hafa aðeins eitt áhugamál og það' er að gera öngþveitið sem mest. í þriðja Iagi, að af- staða Alþýðuflokksins til kaup- gjaldsmálanna frá stríðsbyrjun hefir verið sú, að grunnkaup ætti ekki að hækka, — þangað til þeir töldu sig þurfa af póli- tiskUm ástæðum að fara að „skipta stríðsgróðanum" með hækkun grunnkaupsins. Það mun sönnu næst í þessu máli, að forkólfar Alþýðufl. munu ekki gera sér neinar tyllivonir um að þeir skipti stríðsgróðanum með launa- stéttunum, þótt almennar grunnlaunahækkanir eigi sér stað. Hins vegar munu þeir hafa ætlað sér að hafa pólitískan stríðsgróða af þvi að hlaupa undan merkinu í dýrtíðarmál- unum. Reyndin mun hins vegar verða sú, að þau vinnubrögð munu ekki reynast gróðavæn- legri fyrir flokkinn en aukning verðbólgunnar fyrir verkalýð- inn. Fjallagrös seljum við hverjum sem hafa vill, en minnst 1 kg. í einu. Kosta þá kr. 5.00. Ekki sent. Ódýrari í heilum pokum. S. f. S_Sími 1080 Atvinna Garðyrkjan á Reykjum í Mos- fellssveit óskar eftir tveimur starfsmönnum, sem unnið hafa við garðrækt áður. Upplýsingar hjá garðyrkju- stjóranum, siml 12 Brúarland, ennfremur í síma 5836 Reykja- vík. Usti Framsóknar- flokksins cr B-listi. Stúlka óskast til aðstoðar i starfs- mannahúsi garðyrkjunnar á Reykjum í Mosfellssveit. Upp- lýsingar hjá garðyrkjustjóran- um, simi 12 Brúarland, enn- fremur í síma 5836 Reykjavik. STUÐNINGSMENN B-LISTANS! Komið í skrifstofu B-listans i dag! Hún er í Edduhúsinu við Lindargötu, simi 4373 og 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.