Tíminn - 21.03.1942, Side 4

Tíminn - 21.03.1942, Side 4
80 21. Mað TÍMIM, lawgardaglim 21. marz 1942 ÚB BÆNUM TÍMINN kemur ekki út á sunnudaginn, af sérstökum j ástæðum. Skotiff á tvo íslendinga á Skerjafirði. Setuliðsmenn, sem hafa herstöðvar í grennd við Skerjafjörð, skutu á tvo smábáta, sem voru á firðinum, síðast- liðinn miðvikudag og fimmtudag. Annar þessara manna var Sigurður Jónsson útvegsbóndi í Görðum. Var hann að leggja hrognkellsnet á firð- inum. Vissi hann eigi fyrri en skot- hrið dundi allt í kringum bátinn. Hraðaði Sigurður sér til lands. Er að landi kom, hitti Sigurður fyrir þrjá ameríska hermenn og tjáðu þeir hon- um að óheimilt væri að vera á ferli á firðinum, nema með sérstöku leyfi. Sigurður innti hermennina eftir hverj- ir gæfu slíkt leyfi, en þeir voru ó- fróðir um þá hluti og skildi Sigurður við þá að svo búnu máli. Sigurður mun hafa snúið sér til íslenzku yfir- valdanna og beðið þau að ganga í þetta mál. Ennfremur var maður að nafni Jón Eyjólfsson að fara frá Shellstöðinni að Grímstaðaholti á mið- vikudagskvöldið. Er hann var kominn kippkorn frá landi, riðu skotin yfir og allt í kring um bátinn. Sneri Jón hið bráðasta til lands. Voru þar fyrir hermenn, sem Jón mun hafa átt ein- hver orðaskipti við. Háskólafyrirlestrar. Síðasti fyrirlestur dr. Einars Ól. Sveinssonar, um Njálu, verður á morg- im í I. kennslustofu háskólans kl. 5,15 e. h. Öllum er heimill aðgangur. Frá Búnaðarpíngi Tillaga varðandi sauðijársjúkdóm- ana o. il. Á fundi búnaSarþings á fimmtudaginn voru afgreidd þessi mál m. a.: Tillaga til þingsályktunar frá sauðf jársjúkdómanefnd, varð- andi sauðfjársjúkdómana. Búnaðarþing skorar á sauð- fjársjúkdómanefnd að legga á- herzlu á eftirgreind atriði og væntir þess, að Alþingi og rík- isstjórn heimili aukafjárveit- ingu til tilraunanna, ef þörf krefur. 1. Að fram fari ítarleg rann- sókn á útbreiðslu þingeysku mæðiveikinnar utan Þingeyj - arsýslu og tilraunir til lækn- inga á henni. 2. Að hraðað verði svo sem föng eru á nauðsynlegum til- raunum til að framleiða efni til rannsókna, er skeri úr um hvort kindur séu sýktar af garnaveiki, og að rannsóknar- stofunni verði jafnframt tryggð sú aðstaða, að slíkar rannsóknir geti orðið ábyggilegar. 3. Að haldið verði áfram rannsóknum á viðnámsþrótti fjárstofna gegn mæðiveikinni og skýrslur birtar jafnóðum um árangurinn. 4. Að hindra alla fjárflutn- inga til lífs yfir þær varðlínur er lögin ákveða og hafa þegar verið settar. 5. Að vinna að því að komið verði upp nýjum sláturstöðvum, þar sem nú hagar svo til, að ekki verður hjá þvi komizt að flytja eða reka sýkt eða grunað fé til slátrunar yfir sveitir eða til sláturstaða, þar sem féð er tal- ið ósýkt af þeim sauðfjársjúk- dómi. í greinargerð, sem fylgir til- lögunni, segir svo: Talið hefir verið, að Þing- eyska mæðiveikin væri ein- göngu í Þingeyjarsýslu og staf- aði frá karakúlhrút, er þar var. Nú er talið, að veikin sé komin upp í Blöndudal og Svartárdal og ef til vill víðar. Vegna varn- anna og allrar afstöðu til veik- innar, er mikil nauðsyn að fá sem fyrst úr því skorið, hvar hún er og hvaða smitunarleið- um hún hefir komi,. — Lítils- háttar tilraun hefir verið gerð með að gefa kindum sýktum af þingeysku mæðiveikinni, inn lungnabólgumeðal. Hefir það gefið nokkrar vonir um að það geti komið að einhverju gagni.“ Síðustu sendingarnar af „Johninin“, sem fengnar hafa verið hingað frá Englandi, til þess að prófa með hvort garna- veiki sé í fénu, hafa reynzt mjög lélegar. Guðmundur Gíslason læknir er nú að gera tilraunir með nýtt efni til slíkra hluta, og er hin mesta nauðsyn að framleiðslu þess og tilraun- um með það verði hraðað svo sem unnt er. Dr. Halldór Pálsson hefir að tilhlutun sauðfjársjúkdóma- nefndar rannsakað fjárdauð- ann af völdum mæðiveikinnar, aðallega í 2 sveitum, og styrk- leika fjárstofnanna gegn veik- inni. Auk þess hefir nefndin nú og síðastliðinn vetur látið ald- ursmerkja og telja yngra féð á mæðiveikissvæðinu og liggja fyrir skýrslur um það. — Úr skýrslum þessum er nauðsyn- legt að vinna jafnóðum og birta niðurstöður, sem geta orð- ið bændum til leiðbeiningar um ásetning líflamba. Þetta er mikilsvert rannsóknarefni, því að á niðurstöðum þessara rann- sókna veltur, hvað gert verður síðar meir í mæðiveikimálinu. Leggja verður allt kapp á að hindra fjársamgöngur milli sveita eða héraða til þess að varna útbreiðslu fjárpestanna, því þótt meiri hluti sauðfjár- stofnsins sé grunaður eða sýkt- ur af einhverri af þessum 3 að- al fjárpestum er nú geysa, þá mun flestum þykja full erfitt að hafa eina þeirra í fé sínu,. þótt ekki fari þær fleiri sam- an, sem gæti leitt til landauðn- ar í sumum sveitum. Tillaga til þingsályktunar, varffandi skurðgröfu ríkisins. „Búnaðarþing felur stjorn Búnaðarfélags íslands að und- irbúa í samráði við landbúnað- arráðuneytið fyrir næsta Bún- aðarþing tillögur um, hvernig rekstri og umhirðu skurðgrafa ríkisins og annarra hliðstæðra landbúnaðarvéla verði hagan- legast og bezt fyrir komið. En bendir á það í þessu sambandi, að það telur mjög æskilegt að Búnaðarfélag íslands ráði verk- færaráðunaut, er leiðbeini bændum um val, meðferð og notkun búvéla og gæti umsjá Auglýsing frá ríkissftj órmnni. Þar scm ófriðarhættan hér er nii að áliti hernaðaryfirvaldanna sízt minni en síðast- liðið sumar, þykir nauðsynlegt að sem flest- um hörnum verði komið úr bænum, svipað og þá var g'ert, jafnskjjótt og fært þykir. Er því brýnt fyrir öllurn foreldrum, er hug hafa á þessu, að leitast við að útvega börnum sínum hið fyrsta dvalarstað í sveit. Þeir, sem eigi hafa tök á slíku, en vilja hinsvegar koma böirnum sínum úr bænum, ættu að leita fyrir- greiðslu sumardvalarnefndar. Enn er eigi ákveðið hvenær brottflutning- ur barna hefst, en foreldrum er eindregið ráð- lagt, að búa börn sín nú þegar til brottfarar- innar, svo að tafir þurfi eigi að verða af þeirn sökum. hinna fyrrnefndu véla verið háð eftirliti hans. Ennfremur leggur Búnaðar- þing til, að til bráðabirgða verði verkfæranefnd (samanber lög um rannsóknir og tilraunir í þágu landbúnaðarins) falin um- sjá og rekstur vélanna þar til annarri skipan verður á kom- ið.“ Þingsályktunartillaga varff- andi frv. til breytinga á jarff- ræktarlögnnutm, sem lagt var fyrir síðasta Alþingi. Búnaðarþing beinir þeim ein- dregnu tilmælum til Alþingis, að það afgreiði frumvarp það til breytinga á jarðræktarlög- unum, ér lagt var fyrir síðasta Alþingi og ákveði um leið, að styrkir, sem veittir verða út á jarðabætur ársins 1941, skuli greiðast eftir hinum endurskoð- uðu lögum. Tillaga til þingsályktunar, um aff stofna sjóff til minningar um Sigurff Sigurffsson, búnaffar- málastjóra. Búnaðarþing ályktar að fela stjórn Búnaðarfélags íslands að gangast fyrir því, að stofn- aður verði sjóður til minningar um Sigurð Sigurðssonar bún- aðarmálastjóra. Stjórn Búnaðarfélags íslands leiti til búnaðarsambandanna og hreppsbúnaðarfélaganna um fjárframlög í þessu skyni, og tilkynni, að hún taki á móti fé í sjóðinn. Markmið sjóðsins verði að efla framtak og þekkingu bænda á viðfangsefnum landbúnðar- ins. Stjórn Búnaðarfélags íslands leggi skipulagsskrá fyrir sjóð- inn fyrir næsta Búnaðarþing. Afmæli (Framh. af 3. siðu) hefir starfað þér til hamingju, sveit þinni til vegs- og virð- ingarauka, og bændastéttinni í heild til sóma. Ennþá ertu hraustur og ern og heldur öllum störfum áfram um hríð. Heill og hamingja fylgi þér hér eftir sem hingað til. og blessi heimili þitt í fram- tíð og þitt æfikvöld. Dagur Brynjólfsson. ReiknÍDgsskíl . . . (Framh. af 1. síðu) Mjólkurstöðin tók á árinu á móti 7.045.6491/2 lítra af mjólk, auk lítilsháttar af rjóma. Reksturskostnaður stöðvar- innar (svonefnt stöðvargjald) reyndist að hafa numlð 3,86 aurum á hvern innveginn mjólkurlítra. Meðalverð til bænda á félags- svæðinu, utan bæjarlandsins, að frádregnum afföllum, varð 55,139 aurar fyrir lítra og er þá miðað við mjólkina komna til stöðvarinnar. Á sama hátt varð meðalverð til bændanna á bæj- arlandinu, þeirra, sem hafa til- skilin lönd á móti kúm sínum, 61,164 aurar fyrir lítra. Rétt er að benda á það, að hér er aðeins um meðalverð að ræða, því eins og gefur að skilja, m. a. vegna þess, hversu breyti legt mjólkurverðið hefir verið á árinu, verða þeir, sem hafa haft hlutfallslega meiri mjólk framan af árinu, þegar verðið var lægst, fyrir neðan meðal- verðið. Hinir aftur á móti fyrir ofan það. Þetta og annað fleira kemur einnig til greina, þegar borið er saman útborgaða verðið hjá mjólkurbúum verðjöfnunar- svæðisins fyrir umrætt ár. 398 Victor Hugo: Ésmeralda 399 genginn úr greipum réttarvaldsins. Enginn mátti þar við honum blaka. En þess varð hann vel að gæta, að yfirgefa ekki griðastaðinn. Ef hann steig einu skrefi lengra en friðhelgin náði, gat glötun beðið hans. Verðir laganna voru hvarvetna á vakki og gripu bráð sína, ef nokkurt færi gafst á. Þess vegna dvöldu afbrotamenn stundum fram á elliár í klaustrum, á hallarþrepum eða 1 forgörðum kirkna. Þannig urðu griða- staðir raunverulega að fangelsum. Stöku sinnum bar þó til, að friðhelgi þessara staða var að engu gerð með há- tíðlegri tilskipun æðstu stjórnarvalda og sökudólgurinn síðan seldur i hend- ur böðulsins. En slíkt var mjög sjald- gæft og þótti beinlínis óviðurkvæmi- legt. Svo djúpa virðingu báru menn fyr- ir þessari helgi og slík ógn stóð þeim af henni, að þeir héldu jafnvel dýr vera hennar vitandi. Frá því er sagt, að veiðimaður var í skógi og elti hjört með veiðihuridum sínum. Hjörturinn leitaði lengi undan honum, en nam loks stað- ar á heilagri gröf, Þá þorðu hundarnir ekki að ráða á hann, því að þeir fundu helgi grafarinnar, heldur ýlfruðu og gjömmuðu í kringum hann. í öllum kirkjum var klefi, sem hverj- um manni var heimil vist í, í fullum náðum og griðum. Svo var og um Frú- arkirkjuna. Þar var þessi friðarins bú- staður hátt frá jörðu, og gat þaðan að líta yfir hálfa borgina. Þangað hafði Kvasimodo leitað með Esmeröldu, eftir hið fífldjarfa og sigursæla tiltæki sitt. Esmeralda hafði verið hálft sem í móki, er þeir atburðir gerðust. Hún var öll máttvana og vissi það eitt, að hún var hrifin á loft. Þar sveif hún og sveiflaðist yfir einhverju hyldýpi, að henni þótti. Hás rödd Kvasimodos og sögaþung hlátrasköll umdu henni í eyrum. Þegar hún opnaði augun, blöstu við henni þúsundir helluþaka, rauð og blá. Kvasi- modo laut yfir hana, ægilegur ásýndum, en þó glaður 1 bragði. Hún lokaði augunum aftur. Hún hélt helzt, að allar þrautir lífsins væru nú búnar: AÖ þeir hefðu tekið hana af lífi, en vanskapningurinn rænt líkinu. Hún þorði ekki að líta á hann og lét hann taka sig í fangið og bera sig brott. Hringjarinn fór með hana beina lið i griðaklefann. Þar lagði hann hana frá sér, másandi og blásandi, og hún fann stórar og grófar hendur hans leysa ólarnar, sem hún var bundin með. Um leið og hendurnar losnuðu fann hún eins og ofurlítinn kipp, líkt og þegar farxegi í skipi vaknar um miðja nótt A krossgötmn (Framh. af 1. síðu) mæðiveiki í sauðfé, sem svo er kölluð Hún fór fyrir alvöru að gera vart við sig í Kelduhverfi síðastliðinn vetur og er nú orðin útbreidd um mestalla sveitina. Sýkin hefir þegar eytt meiri hlutanum af sauðfé nokkura bænda, þar sem hún fyrst kom upp. í Keldu hverfi eru ekki, fremur en í öðrum sveitum norður þar, skilyrði fyrir aðrar atvinnugreinir en sauðfjárræklt- inni, svo teljandi sé. Hér er því mikið alvörumál á ferðum. A víðavangi. (Framh. af 1. síðu) ekki keypt listaverk fyrir það fé, sem því bar að kaupa lista verk fyrir undanfarin ár. Vill Tíminn ekki eyðileggja þetta listræna kæruefni málar- anna fyrirfram, en mun á sín- um tíma víkja nánar að því. Kaupendur Tímans Tilkynniff afgr. blaffsins tafar- laust, ef vanskil verffa á blaffinu. Mun hún gera allt, sem i hennar valdi stendur, til þess aff bæta úr því. r -riAIMTT.A Tltrt - _ ivtV-.ta ntrt Stríðsfréttarit- VEÐREIÐA arinn. G ARPURIIVIV (ARISE MY LOVE) (Going Places) með Gamanmýnd með fjörugri CLAUDETTE COLBERT tízkutónlist, leikin af hin- Og RAY MILLAND. um fræga LOUIS ARM- STRONG og hljómsveit Synd kl. 7 og 9. hans.. — Aðalhlutverk leika: Framhaldssýning 3y2—6V2 DICK POWELL, JÁTNING AFBROTAMANNSINS ANITA LOUISE og RONALD REAGAN. með Victor McLaglen. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn fá ekki affgang. — Lægra verff kl. 5. — i Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu mér vinsemd á áttrœðisafmœli mínu. SIGURÐUR ÞORSTEINSSON Hólseli. ———------------------------------ Aðalfundir í deildum KRON í Reykjavík verða scm hcr segir: Deild 3: í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 22. marz kl. 2 e. h. — 5: í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 22. marz kl. 5 e. h. —. 16: á Skólavörðustíg 12 sunnudaginn 22. marz kl. 2 e. h. — 7: á Skólavörðustíg 12 sunnudaginn 22. marz kl. 8,30 e.h. — 10: í Barnaskóla Skerjafjarðar þriðjudaginn 24. marz kl. 8,30 e. h. — 9: í Baðstofu iðnaðarmanna þriðjudaginn 24 marz kl. 8,30 e. h. — 8: í Baffstofu iðnaðarmanna miðvikudaginn 21. marz kl. 8,30 e. h. — 2: á Skólavörðustíg 12 fimmtudaginn 26. marz kl. 8,30 e.h. — 1: í Baðstofu iðnaðarmanna föstud. 27. marz kl. 8,30 e.h. — 11: á Skólavörðustíg 12 laugardaginn 28. marz kl. 8 e. h. — 6: í Baðstofu iðnaðarmanna mánud. 20. maz kl. 8,30 e.h. — 4: í Baðstofu iðnaðarmanna þriðjudaginn 31. marz kl. 8,30 e. h. Tilkynnlng. Að getim tilefni tilkynnist hér með, að framkvæmdastjóri vor I Aew York, hr. Helgi Þorsteinsson og frú hans, taka ekki ú móti neinskonar beiðnum um vörukaup, nema að leyfi vort komi til. Samband ísl. samvinnuiélaga. Auglýsing Samkvæmt heimild í 5. gr. bráðabirgðalaga nr. 1, 8. jan. 1942, er hér með bannað að leggja meir á eftirtaldar vörur í heildsölu og smásölu en gert var í árslok 1941: Vefnaðarvörur og fatnaður, hvers konar sem er. Skófatnaður, hvers konar sem er. Samkvæmt tilvitnaðri lagagrein er gerðardóm í kaupgjalds- og verðlagsmálum þó heimilt að fengnum tillögum verðlagsnefnd- ar að úrskurða um breytingar á álagningunni og ákveða hana að nýju. Viðskiptamálaráðuneytið, 19. marz 1942. Eysteinn Jónsson. Torfi Jóhannsson. Sumardvalanelnd hefir opna skrifstofu i barnaskólum bæjar- ins, Austurbæjarskólanum, Laugarnesskólan- um, Miðhæjarskólanum og Skildingarnesskól- an 9im, sunnudaginn 22. marz og múnudaginn 23. marz frú kl. 10—12 og 14—17, l>ar sem tek- ið vcrður ú móti umsóknum um fyrirgreiðslu vegna þeirra, sem ekki geta sjúlfir komið börnum sínum í sveit. Róndi - Kaupir þú búnaðarblaðið FREY?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.