Tíminn - 26.03.1942, Qupperneq 2

Tíminn - 26.03.1942, Qupperneq 2
86 TÍMIM, fimmtudagiim 26. marz 1942 23. blað 'gímtnn Fimmtudag 26. marz Kjjördæmamálið Undanfarna daga hafa orðið allsnarpar umræður á Alþingi um frumvarp Alþýðuflokksins um breytingar á núverandi kosningalögum og fjölgun þing- manna. Svo sem kunnugt er orðið.fara tillögur Alþýðuflokksins í þá átt, að þingmönnum verði fjölg- að um tvo í Reykjavík og Akra- nes, Siglufjörður og Norðfjörð- ur verði ný einmenningskjör- dæmi. Önnur kjördæmi skulu óbreytt vera, en hlutfallskosn- ingar upp teknar í tvímenn- ingskj ördæmunum. Um uppbótaþingsætl skal farið eftir þeim reglum, er nú gilda. Sú tillaga, að skilja kaupstaði frá sveitakjördæmi, sem þeir hafa sprottið upp í, hefir tals- vert til síns máls. Atvinnuhætt- ir breytast þar og mótast, eft- ir því sem kaupstaðurinn vex, og svo getur farið, að kaup- staðurinn ráði í raun og veru baggamuninn í kosningum — í kjördæminu öllu, þótt hann sé á útjaðri þess og að miklu leyti sér um staðhætti og atvinnu- skilyrði. Sem dæmi mætti nefna Siglu- fjörð og Eyjafjarðardali, Akra- nes og Borgarfjarðardali. Að þessu atriði slepptu virð- ist frumvarp Alþýðuflokksins vera næsta flausturslegt, eða líkt og forsætisráðherrann komst að orði í þingræðu á dög- unum: Því er varpað fram til að stofna til rifrildis bæði á Al- þingi og utan þings. Sami losarabragur hefir ver- ið á málfærslu þeirra manna utan Alþýðuflokksins, sem telja sig fylgjandi frumvarpinu. í fyrsta lagl getur það varla talizt þinglegt, að rjúka i að breyta kosningalögum án þess að taka alla stjórnarskrá lands- ins til gagngerðrar endurskoð- unar um leið. Við höfum lýst yfir þeim á- setningi, að stofna hér lýðveldi og leysa okkur úr sambandi við Danmörku jafnskjótt og stríð- inu lýkur. Við eigum þá fyrir höndum að breyta og endur- skoða stjórnskipunarlög okkar. Þá er eðlilegt og sjálfsagt að endurskoða kjördæmaskipun og kosningalög þau, sem þjóðin á að búa við fyrst um sinn. Allir þingmenn lýðræðis- flokkanna tóku þá ákvörðun i fyrra vor að fresta alþingis- kosningum, af því að þeir töldu þjóðinni það fyrir beztu, eins og sakir stóðu. Nú á að ákveða tvennar kosn- Ingar slag í slag til að sletta bráðabirgðabót á gamalt fat. Kjósendur í landinu féllust á rök þingmannanna fyrir kosn- ingafrestun í fyrra. En sömu kjósendur munu rísa öndverðir gegn þeim léttúðuga lelk, sem nú er verið að stofna til. Kosningafrumvarp Alþýðu- flokksins er svo fljótfærnislegt og vanhugsað, sem verða má. Það miðar við núverandi flokka og fulltrúatölu þeirra á Alþingi, en sér ekki lengra. Með hlutfallskosningu í tví- menningskjördæmum verður enginn jöfnuður tryggður. En með því og uppbótakerf- inu verður sköpuð hin æskileg- asta aðstaða fyrir smáflokka- myndanir og pólitíska spá- kaupmenn. í hlutfallskosningum í tvi- menningskjördæmum getur fylgislítill flokkur fengið þing- sæti með því að fá eitt atkvæði fram yfir þriðjung greiddra at- kvæða. í kjördæmi með 1800 kjósend- ur gætu t. d. tveir frambjóð- endur fengið 1199 atkvæði og tveir aðrir 601 atkvæði. Þá félli samt annar frambjóðandinn með hærri töluna fyrír öðrum, sem hefði helmingi færri at- kvæði. Með þessu væri sköpuð hin ákjósanlegustu skílyrði fyrir smáflokka til að ná tiltölulega mörgum fulltrúum á sárfá at- kvæði. — Þá yrði sennilega gripið til að fjölga uppbótar- Fækkun, — en ekki íjölgun þíngmanna er vilji kíósenda Fram er komið á Alþingi frumvarp um breytta kjör- dæmaskipun. Þótt mörgu virð- ist nú nauðsynlegra að sinna á landi hér, heldur en að fara að breyta kjördæmaskipuninni og fá þar með hennar fylgifiska, svo sem kosningar hvað eftir annað, þá er samt líklegt að þetta mál valdi allmiklum um- ræðum. Það er öðruhverju verið að fjölga þingmönnum, og fer þetta frumvarp enn fram á talsverða aukningu. Vegna fólksfjölgun- ar í landinu má ef til vill segja, að þetta sé eðlilegt. En þar á móti eru bættar samgöngur og ýms menningartæki, sem auð- velda samstarf og kynningu kjósenda og þingmanna. Sex þingmönnum t. d. kosnum af Reykvíkingum, ætti að vera auðvelt að túlka málstað Reyk- víkinga. Áhrifa aðstaða þeirra er að ýmsu leyti hlutfallslega betri heldur en eins þingmanns einhvers staðar úti á landi fyrir sérstakt kjördæmi þar, þótt á bak við hvern einstakan Reykjavíkur þingmann standi að vísu fleiri kjósendur. Og auk þess að vera margir saman fyrir einn stað, er búseta fjölda þing- manna í Reykjavík og þinghald þar á staðnum svo sterk og mikil sérréttindi fyrir Reykvík- inga, að það er næsta undar- legt þetta stöðuga kvein Árna frá Múla og annarra slíkra um, hve Reykvíkingar verði útund- an um áhrif á Alþingi! En þetta er samt ekki aðal- þingsætum til að jafna metin, og þannig koll af kolli. Tökum annað dæmi. Setjum svo, að flokkur hefði fulltrúa úr flestum einmenn- ingskjördæmum, og þau eru flest fámenn. Hann hefði þvi lága atkvæðatölu á hvern þing- mann og fengi ekki uppbótar- sæti. Setjum ennfremur svo, að hann ætti fáa fulltrúa eða enga í tvímenningskjördæmum. En með hlutfallskosningu þar, opn- aðist honum enn möguleiki til að fá ennþá fleiri þingsæti með ennþá færri atkvæðum að með- altali á hvern fulltrúa. Öll þessi atriði liggja í aug- um uppi. Og þau sýna, að til- lögur Alþýðuflokksins er dæg- urfluga, sem flögrar í kringum ljósglætu ímyndaðs kosninga- sigurs, unz hún brennir væng- ina — og er ekki meir. +. atriðið. Það er Alþingi sjálft. Það er lítil von um, að Alþingi fari fram eða þar verði betur unnið, þótt þingmönnum verði fjölgað. Eftir því sem nefndir eru fjölmennari eru þær þyngri í vöfum og venjulega stirðari og seinlátari og svo er oft um starfslið það, sem vinna þarf fyrir almenning. Eftir því sem störfunum og ábyrgðinni er dreift á fleiri, eftir því er meira losið, sundrungin og ábyrgöar- leysið. Auk þessa er því meiri kostnaðurinn við Alþingishaldið sem þingmenn eru fleiri. Og þó að nú á dögum megi varla nefna slíkt, þá kem- ur einhverntíma að því, að of- hlaða má á hið vinnandi fólk 1 landinu, sem heldur þjóðar- skútunni á floti. Það þarf að vara sig á þessum „velgengnis- tímum“ að binda ekki óþarfa bagga á framtíðina. Margt þyrfti að laga í þjóðfé- laginu og m. a. fækka starfsliði hins opinbera við ýms störf, laga starfsafköst þess, launa- kjör, ýmsa aðbúð o. fl. Þar væri mikið verk að vinna og þarflegt fyrir ríki, bæi og einstaklinga. Væru menn hafðir fyrst og fremst í störfum fyrir almenn- ing, eftir vinnuafköstum og öðrum góðum verðleikum, þá myndi margt lagast af sjálfu sér. Fækkun starfsmanna, ekki sízt í nefndum og ráðum, myndi vera nauðsynjaverk. Og þá ætti að byrja á Alþingi. í stað þess að fjölga þingmönnum, ætti að stórfækka þeim. Fyrst ætti að afnema uppbótarþingsætin. Það fyrirkomulag hefir altaf verið vandræðafálm. Þrennar tylftir manna væri hæfilega fjölmennt Alþingi. Þjóðin ætti svo að búa vel að þeim mönnum og kapp- kosta að hafa á Alþingi úrvals- lið og stofnunina virðulega. Allir þessir þingmenn ættu að vera kosnir í einmenningskjör- dæmum eins og tíðkast hjá helztu þingræðisþjóðunum: Bretum og Bandaríkjamönnum. Það væri lítill skaði skeður, þótt heldur færri hégóma- gjarnir menn kæmust inn í þingsalinn til þess að vera þar hálfgerð þýðingarlaus núll aft- an við stundum misheppnaða forustumenn hinna ýmsu flokka. Hlutfallskosningarnar ætti að afnema í stað þess að auka þær; þær auka glundroð- ann, flokkafjölgunina og losið. Þær lyfta ýmsum liðléttingum inn í þingið, sem hvergi næðu (Framh. á 3. síSu) Orðaka Dýr! gaman Kastað var til mín kaldyrðum í Alþýðublaðinu í gær. Það er Eiður Albertsson, oddviti á Fá- skrúðsfirði, er það gerir að á- stæðulausa. En sennilega hefir honum mislíkað athugasemdir mínar og skýríngar í Tímanum um daginn, er gerðu lítið úr kosningasigri hans og Alþýðu- flokksins við síðustu hrepps- nefndarkosningu á Búðum, er hann hafði allmikið gumað af. Ekki reynir hann þó að mót- mæla neinu af því, sem ég segi um áhuga- og athafnaleysi Al- þýðuflokksins á Búðum undir forustu hans síðastliðinn ára- tug, heldur ræðst hann að mér með persónulegum ónotum, — segir að ég hafi „flosnað upp“ frá hinni ágætu bújörð Vattar- nesi á síðastliðnu hausti og lifi nú á „útigangi" hér í Reykja- vík. Áður hafi ég þó verið bú- inn að „handjárna“ flesta bændur í Fáskrúðsfjarðarhreppi og segja þeim fyrir um, hvernig þeir eigi að kjósa við næstu al- þingiskosningar. Vegna þess, að hér er mjög hallað réttu máli, eins og áður í kosningafréttunum, tel ég mér skylt að leiðrétta í annað sinn, þótt viðleitni oddvitans til mannskemmda sé að öðru leyti ekki svaraverð. Svo sem kunnugt er, hefir mikið verið rætt og ritað um nauðsyn landnáms i sveitum, og þó einkum þar, sem skilyrði eru góð til samhliða bjargræð- is á sjó og landi. Er oddvita Búðahrepps vel kunnugt um, að framfærslumálanefnd hefir haft þetta mál til meðferðar, og að gerðar hafa verið landmæl- ingar og landskipti á Vattar- nesi. Þessi störf annaðist Pálmi Einarsson, ráðunautur Búnaðar- félags íslands, og er það ein- róma álit hans og framfærslu- nefndar, að Vattarnes sé til- valdasti staðurinn á Austur- landi til myndunar býlahverfis og að þar verði afkomumögu- leikar fyrir 20 fjölskyldur. Og þar sem ég tel, að hér sé um að ræða velferðarmál margra manna, þá þótti mér skylt að rýma fyrir þessum nýju land- námsmönnum, enda er ég nú kominn á sjötugsaldur og hefi verið bóndi 34 ár á næsta vori. Um það ætla ég öðrum að dæma, sem kunnugir eru, hvort búskapur minn síðustu 12 ár- in á Vattarnesi hefir gengið „báglega" eða ekki. En þreytzt hefir margur við búskapinn á skemmri tíma en ég. Vona ég því, að dómur almennings, um þessa ráðabreytni mina, verði mér hvorki til ámælis eða van- sæmdar. Satt er það, að ekki hvarf ég að feitu embætti hér í Reykja- vík. Og sjálfsagt verð ég að bíða nokkuð lengi eftir „lúxus-vill- unni“, sem oddvitinn minnist á. En það eru nú samt ýkjur að segja, að ég lifi á „útigangi", því að matvinnungur hefi ég verið hér í höfuðstaðnum og reyndar heldur meira, því að ég hefi haft efni á því að fara í leikhús nokkrum sinnum; sjá „Gullna hliðið“, hlusta á Karla- kór Reykjavíkur og M.-A. kvart- ettinn og auk þess spilað Fram- sóknarvist, sem allir hafa gam- an af. Er þetta allt hressandi og ánægjuleg tilbreyting fyrir gamlan sveitamann. Þarf því hvorki kunningi minn, Eiður Albertsson, eða aðrir að vor- kenna mér „útiganginn", því — „sá hefir nóg, sér nægja lætur.“ Lýsingin á „Víkingnum á Vattarnesi“ virðist mér býsna furðuleg. Hann er talinn bú- skussi, sem „flosnar upp“ af kostajörð, en er þó samtímis svo áhrifamikill og illvígur harðstjóri, að hann „handjárn- ar“ flesta bændur í sveit sinni og skipar þeim að greiða at- kvæði á kjördegi eins og hon- um líkar bezt. Því miður er þetta tilhæfulaust ranghermi. Víkingur á ekki „heiðurinn" af þessum stórvirkjum. Það er al- þjóð kunnugt, að frá þeim tíma, er Framsóknarflokkurinn var stofnaður, hafa samherjar í Suður-Múlasýslu verið svo fjöl- mennir og harðsnúnir, að hvergi annars staðar á landinu hefir mannfall andstæðinganna ver- ið jafn hroðalegt — og hafa Fá- skrúðsfirðingax ætíð átt sinn fulla þátt í því. Hefir bókstaf- lega fallið hver einasti keppi- nautur Framsóknarflokksins um þingsæti bæði fyrr og síðar, og eins þótt sumir þeirra væru’ marg „afturgengnir“, eins og sagt var um Einherja. Er nú þessi valköstur orðinn allstór og mun þó áreiðanlega eiga eftir að vaxa. Vil ég sérstaklega vara Eið Albertsson við þessum lífsháska, þótt ólíklegt sé að vísu að honum hafi nokkpu sinni komið til hugar að keppa um þingsæti í Suður-Múlasýslu. Þetta verður að nægja að sinni, Eiður minn. En ef þú tel- ur vangoldið, frá minni hálfu, æfisöguágrip Víkingsins á Vatt- arnesi og óskar að orðakast haldi áfram, þá gefst áreiðan- lega tilvalið tækifæri á al- mennum fundum heima í hér- aði, áður en alþingiskosningar hefjast í vor. Að lokum nota ég þetta tæki- færi og sendi sveitungum mín- (Framh. á 3. síðu) „Að gera sér glaðan dag“ heitir það, en óneitanlega reyn- ist það þjóðunum dýrt spaug. Dr. Thomas J. Meyers, sem er sérfræðingur í taugasjúkdóm- um og rektor við skóla þann í Pasadena, Californíu, sem heitir „The American College of Neuropsychiarists“, segir, að nú sé 1,000,000 áfengissjúkra of- drykkjumanna í Bandaríkjun- um og að 60,000 bætist við ár- lega. Blaðið „Thé New York Post“ hefir eftir dr. Meyers þetta: „Á- fengisbölið er orðið hið stærsta sjúkdómsvandamál þjóðarinnar að syfilis fráskildum, og hið stærsta fjárhagsvandamál, að undanskildu atvinnuleysinu." Hann segir ennfremur, að á- fengisfaraldurinn kosti nú þjóð- ina 5,000,000,000 dollara árlega. Þetta er þó ekki drykkjureikn- ingurinn sjálfur, heldur aðeins kostnaðurinn við vinnutap, handtökur drykkjumanna, hjúkrun þeirra á drykkju- mannahælum og dvöl á ýmsum stofnunum. Við þessa gífurlegu upphæð bætist svo önnur eins — 5,000, 000,000, sem er nú hin árlega sala á löglegu áfengi 1 Banda- ríkjunum. Þá fullyrða og kunn- ugir menn, að þriðju 5 billjón- irnar fari fyrir ólöglegt áfengi. Þannig er þá ástandið í land- inu, sem átti að fá meina sinna bót í afnámi bannlaganna. Eng- in furða þótt ýmsir séu óá- nægðir með lokun áfengissöl- unnar hér hjá oss. Hún hefir þó orðið til mikillar blessunaf víðsvegar uril land. Nýlega sagði kaupmaður einn á Austfjörðum við mig: „Þar er nú allt þurrt.“ Hið sama sögðu ísfirðingar við mig, er ég var þar um daginn. „ísafjörður má nú heita þurr,“ sögðu þeir. Og Bolungavík er nú þurr, sagði læknirinn þar. Þetta má nú víst segja um meiri hluta Vestfjarða, og er það gott, því að nú aflast þar vel, atvinna verið mikil og því nóg um peninga* og þá er á- fengið jafnan skaðræðisgripur á vegum manna. Því miður verður ekki slík saga sögð um Reykjavík, en betri er hálfur skaði en allur. Víða um heim verða menn nú að sætta sig við ástand, sem enginn rétthugsandi maður unir, en miklu skiptir þá að gera ekki illt verra. Pétur Sigurðsson. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir 1 LANDSSMIÐJUNNl. Séra Svelnn Víklng-urs Framtíð kírkjunnar II. Á síðari árum hafa verið gerð- ar nokkrar breytingar á presta- kallaskipun landsins og þó einkum að þvi er það snertir, að aðsetur presta hafa verið flutt til innan prestakallanna og sumstaðar hefir stórum prestssetursjörðum verið skipt i fleiri býli. Ráðgerðar hafa og verið mjög stórfelldar breyting- ar á prestakallaskipuninni og má í því sambandi minna á á- lit milliþinganefnda er um þau mál hafa fjallað. Það er harla eðlilegt, að menn láti sér til hugar koma ýmsar breytingar að því er prestaköll- in og prestssetrin snertir, því á síðari árum hafa gerzt margir þeir hlutir, sem gera breytingar í þessum efnum ekki aðeins réttmætar heldur jafnvel nauð- synlegar og æskilegar. Má þar til nefna hinn öra vöxt margra kauptúna og kaupstaða, sem engar horfur eru á að stöðvaður verðí á næstu árum, nýja vegi, brýr yfir stór vatnsföll o. s. frv. Það verður að teljast eðlilegt og heppilegt, að sóknarprest- arnir setjist að í hinum vaxandi kauptúnum, þar sem verulegur hluti safnaðarins býr. Vegir og brýr hafa og viða gert það æskilegt að breyta prestakalla- skipuninni nokkuð, og jafn- framt að færa sumstaðar að- setur prestsins þangað, sem það er betur sett í prestakallinu. En að stórum breytingum í þessum efnum má ekki hrapa að lítt hugsuðu máli. Breyt- ingarnar þurfa að komast á smátt og smátt. Annars valda þær óánægju og andúð og það jafnvel svo, að framkvæmd- irnar stranda gersamlega. Þann- ig fór um hinar stórfelldu prestafækkunartillögur launa- málanefndarinnar fyrir nokkr- um árum síðan. Hin hentugasta lausn þessara mála virðist mér því vera sú, að tekið sé sem allra fyrst að vinna að því, og gera sér það ljóst, að hverju beri einkum að stefna í þessum málum, þannig, að hvorki bíði starf kirkjunnar tjón við breytingarnar, heldur hið gagnstæða, og að ríkissjóði sé ekki íþyngt með gjöldum til þessara mála meira en brýn nauðsyn krefur. Ef ríkið á að halda áfram að kosta starf hinnar íslenzku þjóðkirkju, þá er það auðsætt, að heppileg- asta lausnin á fyrirkomulagi kirkjunnar er sú, sem tryggir það bezt, að starfskraftar kirkj- unnar geti til fullnustu notið sín, og að sem mest kirkjulegt starf komi í móti því fé, sem ríkið á hverjum tíma leggur til þessara mála. Af þessu sjónarmiði virðist mér leiða þessar meginreglur: 1. Að réttmætt sé að hin allra fámennustu prestaköll verði lögð niður og sameinuð öðrum prestaköllum. 2. Að prestarnir hafi hver um sig aðsetu þar í prestakallinu, er hann stendur bezt að vígi til starfa fyrir söfnuði sína. 3. Að þar sem því verður við komið, sitji prestar á skólasetr- um landsins. 4. Að prestum þeim, er sitja í sveitum á hinum fornu prests- setrum, sé að einhverju leyti séð fyrir bústofni, svo þeir geti haft aðstöðu til að sitja prestssetrin sómasamlega, en neyðist ekki til að leigja þau öðrum og sitja þar sjálfir í einskonar hús- mennsku eins og hornrekur. 5. Að jarðir þeirra prestssetra, er niður kunna að verða lögð, verði afhentar stjórn nýbýla- mála til umráða, og þar sköpuð ný heimili fyrir það fólk, sem ekki vill yfirgefa sveitirnar. Skal nú vikið nokkru nánar að hverju þessara atriða út af fyrir sig. 1. Það liggur í augum uppi, að það er of kostnaðarsamt fyrir ríkið að launa prest til þess eins að þjóna prestakalli þar sem aðeins búa 200—300 manns, enda langt frá því, að starfskraftar prests í svo litlum söfnuði fái notið sín fyllilega. Slík prestakcll er því réttmætt að sameina öðrum þar sem því verður vlð komið. En þar sem slíkt er ekki hægt, eins og t. d. Grímseyjarprestakall, ætti jafn- framt að fela prestinum kennslustörf, svo kraftar hans notist betur. 2. Þá virðist einnig rétt að stefna að þvi framvegis, eins og 'hingað til, að þar sem tiltölu- lega fjölmenn og vaxandi þorp eru í prestakalli, þar fái prest- urinn einnig aðsetur. Prestur- inn verður að vera fyrst og fremst þar sem fólkið er, þá hefir hann bezt skilyrði til starfs síns. Jafnframt því sem prestur er þannig fluttur til, og honum reist prestsseturshús í þorpi eða kauptúni, er nauðsyn- legt að tryggja honum afnot af hæfilega stóru ræktuðu eða ræktanlegu landi. Þá ber og þess að gæta, að hin nýju prestssetur verði þannig byggð, að auðvelt sé að byggja við þau síðar, því sennilegt má telja, að kröfur um stærð húsnæðis muni fara fremur vaxandi en minnkandi er tímar líða fram, og ennfremur er ekki fé fyrir hendi nú til þess að reisa prests- seturshús öðruvísi en af nokkr- um vanefnum. Hitt ættl að vera kleift að byggja þau þó að minnsta kosti þannig, að mögu- leikar séu fyrir hendi að auka við húsið síðar, án þess að þurfa með því að spilla gersamlega heildarsvip byggingarinnar, eða hún þurfi fyrir það að verða ó- hentug að innréttingu. 3. Vart verður um það deilt meðal þeirra manna, sem á annað borð kannast við gildi kristindómsins og trúarlegra uppeldisáhrifa, að æskilegt væri að prestar sætu á helztu skóla- setrunum í héruðum landsins og gæfist þannig kostur á að flytja erindi í skólunum við og við og guðsþjónustur og jafn- vel halda þar uppi kennslu í kristnum fræðum, trúarbragða- sögu og siðfræði. Þykir mér ekki ósennilegt, að menn sjái almennt og ínnan skamms nauðsynina á slíkri fræðslu í alþýðuskólunum og að hún verði tekin upp í öllum skólum landsins áður langir tímar líða. 4. Eitt þeirra atriða, sem menn hafa ekki nægilega enn gefið gætur að og hugsað um, er nauðsyn þess, að þeir emb- ættismenn, sem starfa í sveitum landsins, og þá ekki sízt prest- arnir, þekki til sem mestrar hlítar störf og hugsunarhátt þess fólks, sem þeir starfa með. Þess vegna á sá embættismaður, sem búsettur er í sveit, einnig að vera bóndi og lifa þannig beinlínis með fólkinu. Þetta hafa íslenzkir prestar gert um aldir, og það hefir ekki átt minnstan þátt í áhrifum þeirra og vinsældum. Prestssetrin ís- lenzku hafa löngum verið fyrir- myndarheimili, oft jafnvel hvort tveggja í senn verklegur hússtjórnar- og búnaðarskóli fyrir ungar meyjar og menn, sem þar störfuðu. Margir prest- arnir voru jafnframt braut- ryðjendur í ýmsum fram- kvæmdum í sveit sinni og heimili. Nægir þar að nefna menn eins og séra Björn Hall- dórsson í Sauðlauksdal. Á síð- ustu árum er þetta nokkuð að breytast. Félausir prestar, ný- komnir frá prófborði, treystast nú ekki til að reisa bú á hlnum stóru prestssetursjörðum, vegna þess hve margfalt dýrara er nú að kaupa nauðsynlega á- höfn, erfitt að fá fólk o. s. frv. Afleiðingin verður sú ömurlega og hryggilega staðreynd, að presturinn leigir jörðina, og sezt sjálfur að í einhverju horni prestssetursins, sem húsmaður með einhverri lítilsháttar gras- nyt. Þetta er ekki aðeins skað- legt heldur beinlinis háskalegt fyrir virðingu og starf hins unga prests í augum safnaða

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.