Tíminn - 26.03.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.03.1942, Blaðsíða 3
23. blað TÍMPiN, fimmtadaglim 26. marz 1942 87 ANNÁLL Afmæli. í dag er Haukur Ingjalds- son, bóndi að Garðshorni i Kaldakirin, fimmtugur að aldri. Hann er fæddur að Mýri í Bárð- ardal 28. febrúar, 1892, sonur merkishjónanna Marzelínu Helgadóttur og Ingjalds Jóns- sonar. Haukur fluttist ungur að aldri, með foreldrum sínum, að Garðshorni, þar sem hann hefir dvalið síðan. Hann var snemma mikill og sterkur og hneigðist hugur hans í æsku til smíða og bóklegs náms. Dvaldi hann í unglingaskóla að Ljósavatni i byrjun, en síðar var hann tvo vetur í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, þar sem hann reynd- ist með þeim fremstu að dugn- aði og námshæfileikum. Haukur tók við jörð sinní lítt byggði að húsum og með lltlu og þýfðu túni. Lagði hann fljót- lega hönd á plóginn og gerðist athafnamaður mikill um bygg- ingar og ræktun. Má telja hann einn helzta brautryðjanda hér í stórfelldri túnasléttun. Tók hann hestana og nýtízku jarð- ræktarverkfæri strax í þjónustu sína og muldi niður, á stuttum tíma, þúfurnar í gamla túninu. Síðan hóf hann stórfellda rækt- un utan túns og valdi svo vel hæft land til ræktunar, og vandaði verk sitt, að aldrei bregzt þar gras. Samhliða þessu hefir Haukur húsað jörð sína af miklum myndarskap og skapað nýjar og betri engjar með áveitum. Allar þessar framkvæmdir vóru að mestu gerðar áður en hin almenna ræktunaröld hófst hér á landi og mun Haukur því ekki hafa notið þeirra hlunn- inda við umbætur sínar, sem hann hefði verðskuldað og sjálf- sagt þykir að veita nú á dögum. Haukur í Garðshorni er dverghagur bæði á tré og járn og húgvitsmaður mikill við öll vínnubrögð. Hann hefir fundið upp einfalt, en stórmerkilegt á- hald, sem flestir bændur munu kannast við: „heyskúffuna" svo nefndu. Þessi uppfinning má segja, að sé ólaunuð enn, en hún er búin, án efa, að spara bænd- um landsins, tugþúsundir i vinnu og hefir gert þeim kleift að nota sláttuvélar á votum út- engjum með prýðilegum á- rangri. Hefir Haukur þarna lagt sinna. Og þetta er einnig og ekki síður óheppilegt og skað- legt fyrir rikið sjálft, sem jörð- ina á, þvi venjulega rýrnar hún og gengur úr sér með slíku bú- skaparlagi. Þetta er mönnum og þegar að verða ljóst. Þess vegna hefir ríkið á síðustu ár- um gert tilraunir til að sklpta prestssetursjörðum og láta mæla prestinum út eitthvert horn af landi jarðarinnar. En þetta hefir gefizt illa að minnsta kosti þar sem ég bezt þekki til, á Vallanesi eystra. Og fólkið sjálft, sem vant er að líta heim til hinna fornu höfuðbóla, þar sem prestarnir áður bjuggu stórum búum, það sættir sig ekki við það að sjá prestinn sinn húka á litlum landskika á út- jcðrum hins forna stórbýlis. Annað hvort er því að flytja prestinn gersamlega burt af hinu forna prestssetri og fá honum nýjan bústað eða gera honum kleift að búa á höfuð- bólinu með þeirri rausn, sem stöðu hans hæfir og hin gamla slðvenja krefst. Áður fyr fylgdu mörgum hin- um stærri prestssetrum áhöfn, ær, kýr, hestar, jafnvel innan- stokksmunir og sængurfatnað- ur. Illu heilli hefir þetta nú víðast hvar verið afnumið. En ég hygg, að aftur eigi upp að taka þessa fornu venju. Ef hægt væri að koma því smátt og smátt þannig fyrir, að prests- setrunum fylgdi nokkur áhöfn nauðsynlegustu búvélar og jafnvel húsgögn, þá mundi það í framtíðinni ekki aðeins auð- velda prestunum stórlega að reisa þegar I byrjun myndarbú á sveitaprestssetrunum, heldur mundi þetta auka virðuleik prestssetranna sjálfra og prest- urinn jafnframt fá betri að- stöðu til áhrifaríks starfs í sofnuðum sínum. Aðvörun til almennings frá ríkísstjórnínní Timanum hefir borizt eftir- farandi aðvörun til almennings, sem setuliðsstjórn Bandaríkj- anna hér hefir beðið ríkisstjórn- ina að koma á framfæri. Skyldur hermanna á verði. Til þess að öllum megi skilj- ast, hve mikilvægt er og nauð- synlegt að hlýða fyrirmælum þeim, sem gefin eru af her- mönnum á verði, skulu eftir- farandi upplýsingar gefnar: Þegar leið liggur inn í her- mannabúðir og að hermanna- virkjum, eru fyrir greinileg aðyörunarmerki á ensku og ís- lenzku, þar sem greint er frá, að vopnaðir varðmenn séu á verði. Samkvæmt lögum er það á ábyrgð varðmanns, að hann framkvæmi skyldustörf sin fljótt og nákvæmlega. og er um hernað er að ræða getur hann átt á hættu að verða tekinn af lífi, samkvæmt dómi herréttar, ef hann gerir sig sekan um van- rækslu 1 skyldustörfum sinum. Komast mætti þannig að orði, að hermaður sá, sem er á verði, sé hið vakandi auga herbúðar sinnar. Hann verður að vera viðbúinn því að ekki sé komið honum að óvörum, og vera stöð- ugt á varðbergi gegn þeim, sem kynnu að vilja komast hjá því, að hann taki eftir þeim. Hann verður að hafa það hugfast, að óvinir geta komið úr lofti, oft vel dulbúnir, með þeim fasta ásetningi að afla sér mikil- vægra hernaðarlegra upplýs- inga, eða til þess að vinna 6- bætanlegt tjón á hernaðar- virkjum eða tækjum. Aldrei má hann víkja af verði, hvernig sem veður er og hvað sem líður aðbúnaði hans sjálfs, jafnvel þótt hann, ef því er að skipta, eigi á hættu að verða fyrir skot- fram drjúgan skerf í þágu land- búnaðarins. Haukur Ingjaldsson er giftur Nönnu Gísladóttur frá Prest- hvammi, mestu myndarkonu, sem hefir átt sinn mikla þátt í að gera garðinn frægan. Þau eiga sex efnilegar dætur. 28. febr. 1942 Baldur Baldvinsson frá Ófeigsstöðum. Um meðferð hinna niðurlögðu prestssetra, er prestum hefir verið fækkað eða þeir fluttir til og fenginn nýr aðsetursstaður innan prestakallsins, hefir hing- að til ekki verið fylgt föstum reglum. Sum þeirra hafa verið seld og eru nú í einstakra manna eign, og munu flestir sammála um, að þar hafi verið illa ráðið. Önnur hafa verið leigð til langs tíma eða jafnvel sett í erfðaábúð. Verður það naumast talið hyggilegt, að minnsta kosti að því er þær jarðir snertir, sem vel eru falln- ar til skiptingar í fleiri býli. Einhverjum kann að hafa verið skipt i smá býli. Heppilegast tel ég, að framvegis verði þau prestssetur, er lögð kunna verða niður sem slík, afhent stjórn nýbýlamála til umráða og ráð- stöfunar, og verði þar stofnað nýbýli eftír þvi sem heppilegast kann að þykja að fram farinni ítarlegri rannsókn á hverjum stað. Ég hefi nú lauslega drepið á þau megin atriði, er ég tel að taka beri einkum tillit til, þeg- ar breytingar eru gerðar, á nú- verandi prestakallaskipun landslns. Ýmsum kann að virð- ast svo, að önnur sjónarmlð muni heppilegri og réttari, og er þá í þessu efni sem öðrum skylt að hafa það, er betur virð- ist. Það, sem mestu skiptir, er þetta, að menn athugi sem gaumgæfilegast og reyni að koma sér saman um þau höfuð- sjónarmið, er taka beri tillit til, áður en ráðizt er í stórar breyt- ingar að því er prestaköllin snertir. Annars er hætt við að þær breytingar verði meira og minna kák og fálm, án allrar samræmingar, sem vafasamt er að reyndist til bóta fyrir kirkj- una sjálfa eða rikið. Dr. theol. Jón Helgason hisknp verður jarðsunginn föstudag 27. marz n. k. og hefst athöfnin með húskveðju á heimill hans kl. 1 e. h. María Helgason, böm og tengdadætur. Trjáræktarnámskeíd verður haldið að Hallormsstað 1 vor. Stendur það yfir frá miðj- tl LX—O—KMWKHBKHaXHHW I— n IXnH) t I Samband ísl. samvinnufclatia. Samvinnumenn! Munið að sjóðir kaupfélaganna eru yður trygging fyrir góðum framtíðarvið- skiptum. Þér eflið þá bezt með því að beina öll- um viðskiptum yðar til kaupfélaganna. um maí til júniloka. Uppihald er ókeypis, og nemendum veittur styrkur. Umsóknir sendist hið fyrsta til skógarvarðarins á Hallorms- stað. hríð óvinanna. Ef hann bregzt skyldu sinni og einhver sleppur fram hjá honum í heimildar- leysi, á varðmaðurinn á hættu að sæta þungri refsingu fyrir vanrækslu á hinni afarmikil- vægu skyldu sinni, án þess að að því sé spurt, hver ástæðan hafi verið, eða hverja afsökun hann hafi fram að íæra. Oft hafa menn, sem r-nga heimild hafa til þess haft, korn- izt inn í herbúðirnar og geta nálgazt mikilvæg hernaðarleg mannvirki. Ekki sjaldan hafa menn þessir komizt undan, vegna þess að varðmaður hefir hikað við að skjóta á þá, er honum hefir verið ókunnugt um, hverjir þeir væru. Með þessu móti hefir öryggl og vörn herliðsins og íslands sjálfs ver- ið stofnað í hættu á alvarlegan hátt. Því miður hafa saklausir menn, bæði óbreyttir borgarar og hermenn, særzt eða látið lif- ið nýlega af völdum varð- manna, sem hafa verið að fram- kvæma skipanir, er þeir verða að hlýða við framkvæmd skyldu- starfa sinna. Það er ekki siður ástæða til að harma þetta, þar sem hernaðaryfirvöldin hafa það hugfast, að íslendingar hafa verið óvopnaðir svo öldum skiptir og eru óvanir hernaðar- aga. Vegna þessa og vegna hinna hörmulegu slysa, er orð- ið hafa, skora hernaðaryfirvöld- in á almenning að sýna skiln- ing á skýringu þeirri, sem hér hefir verið gefin, og að veita samstarf öllum þeim hermönn- um, sem á verði eru, við fram- kvæmd hins erfiða verndar- hlutverks þeirra. Allar skynsamlegar ráðstafan- if, sem ekki koma í bága við hernaðarnauðsyn, eru gerðar til þess að koma í veg fyrir, að saklausir menn verði fyrir slys- um. Er maður fær skipun um að nema staðar, verður hann að nema staðar þegar i stað og víkja ekki úr stað fyrr en hon- um er gefin fyrirmæli eða merki um að halda áfram. Ef óbreytt- um borgara er ekki fyllilega ljóst, hvernig honum beri að haga sér á leið inn í herbúðir eða þegar hann er þangað kom- inn, ber honum að bíða hjá varðmanni og fara þess á leit, að sóttur sé liðsforingi sá, sem á verði er (Officer of the Day). Fækkun, en ekkl fjölgun (Framh. af 2. síðu) kosningu í „frjálsri samkeppni“. Þessum liðléttingum tekst stundum að komast upp eftir baki flokksstjórnanna og „á lista“ í skjóli sér meiri manna, er lyfta þeim, án verðleika, inn í þingsalinn. Þessir þingmenn verða svo nokkurskonar vaxta- laust „fylgifé" Alþingis, þjóð- inni til lítils gagns eða heiðurs, en fremur til þrengsla og tafar við störf Alþingis. Við auknar umræður um kjördæmabreytingu og þing- mannafjölgun hljóta að vakna þessar kröfur hjá mörgum heil- brigðum mönnum: Færri þingmenn. Einfaldara og öruggara stj órnarf yrirkomulag. Minni skriffjnnska. Fækkun í nefndum og skrif- stofum. Einfaldara þjóðlíf. V. G. Orðakast (Framh. af 2. siðu) um og samsýslungum beztu kveðjur. Ég er sannfærður um, að þeir muni, nú sem fyrr, fjöl- menna á kjörstaði við næstu alþingiskosningar — ekki sem handjárnaður óþjóðalýður, heldur sem framsæknir ætt- jarðarvinir, sem góð skil kunna bæði á mönnum og málefnum og meta hvort tveggja að verð- leikum. p.t. Reykjavík, 20. marz 1941 Þór. Gr. Víkingur. Fjailagrös fást í heildsölu hjá Sambandi ísl. samvinnnfélaga VinniS ötullcga fyrir Tímann. §IGLIM«AR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist CulliSord & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Tilkynning íráVíðskiptauefnd um vörukaup írá Ameríku Líklegt er að erfitt verði að fá eftirfarandi vörur frá Banda- ríkjunum, nema fyrir milligöngu Viðskiptanefndar: Hamp Gúmmí og vörur úr þvi Aluminium og vörur úr því Kopar og vörur úr honum Blý og vörur úr þvl Tin og vörur úr þvi Zink og vörur úr þvi Hér er átt við málma þessa óunna, eða vörur, sem eru gerðar úr þeim eingöngu. Dieselvélar Rafmangsvélar Skrifstofuvélar Saumavélar Kælivélar. Þeir, sem óska að njóta aðstoðar nefndarinnar við kaup á þessum vörum, sendi skriflega beiðni til hennar þar að lútandi, ásamt sundurliðuðum pöntunum og innflutningsleyfum. Banka- tryggingu verður að setja fyrir kaupunum. Viðskíptanefnd. Dóndi — Kanpir fsii liúnaðarbiaðið FREY? Lesendur! Vekjið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Tímann. Skrifið eða simið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. 408 Victor Hugo: — Hérna, drundi 'hann. Þú getur blásið í þessa flautu, þegar þú þarft mín við og vilt, að ég komi. Ég heyri gaulið í henni. Svo flýtti hann sér burt. IV. KAFLI. Grásteinn og krystall. Margar vikur voru umliðnar. Esmer- alda hafði náð eðlilegu sálarjafnvægi að nýju. Dýpsta sæla og þyngsta sorg eru sjaldan langæar. Hjartað er aldrei lengi þanið, sem fremst má verða. Tat- arastúlkan hafði svo margt þolað, en fátt olli henni öllu meiri undrun. En smátt og smátt öðlaðist hún nýja von.Að vísu var hún fráskilin öllu mannlegu samfélagi, fjarri glaumi lífsins, en samt þótti henni það ekki óhugsandi, að þangað myndu spor hennar þó liggja 1 annað sinn. Það mátti líkja henni við lík, sem grafið hefði verið, en átti þó í fórum sínum lykil til þess að opna grafarþróna. Þær óttalegu sýnir, sem lengl þjáðu hana, hurfu henni, er fram liðu stund- ir. Grimmdarvargarnir, sem hún hafði komizt í kynni við, féllu i gleymsku: Pétur Torterue, Jakob Charmolue, presturinn. Esmeralda 405 um, en þegar hún dró hann til sín, ljómaði afskræmt andlit hans af ást- úð og gleði. Hún ætlaði að leiða hann inn í klefann, en hann gaf staðar við þröskuldinn og vildi ekki lengra fara. —• Nei, nei, þusaði hann, náttuglan setzt ekki í hreiður lævirkjans. Hún tyllti sér á fletið sitt. Geitin svaf á gólfinu. Þau biðu bæði átekta um stund og virtu hvort annað fyrir sér. Hún var undrafögur; hann var ægilega ljótur. Hún gat lengi horft á hann og séð æ ný og ný lýti. Hún horfði á bæklaða og skakka fætur, knýtt og kreppt bakið, blóðhlaupið augað. Hana furðaði mest á því, að slíkur van- skapnaður skyldi vera til. En í andliti greppslns speglaðist slik sorg og bliða, að henni tók að hverfa allur geigur. Hann varð fyrri til að rjúfa þögnina: —■ Vildir þú fá mig hingað aftur? — Já, svaraði hún og kinkaði kolll til áherzlu. Hann skildi hana strax. — Æ, sagði hann dálítið hikandi við að gera nýja játningu. Ég er heyrnar- sljór. — Lika heyrnarsljór, aumingja mað- ur! hrópaði Tatarastúlkan. Meðaumk- unin leyndi sér ekki. Hann brosti dapurlega. — Það vantaði ekki annað, áttu við.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.