Tíminn - 09.04.1942, Blaðsíða 2
106
TÍMINN, fimmtndagiiw 9. apríl 1942
28. blað
Um skattalrumvörpín nýju
Eflir Eysteín Jónsson víðskiptamálaráðherra
Um þær mundir, sem ófrið-
urinn skall á, sat hér á rökstól-
um milliþinganefnd í skatta-
málum. Nefnd þessi hafði verið
kjörin þá fyrir skemmstu til
þess að taka til endurskoðunar
skattalöggjöf landsins. Höfðu
þá staðið um þau mál harðar
deilur.
Framsóknarmenn höfðu átt
mestan þátt 1 að móta þá
skattalöggjöf, sem í gildi var.
Sjálfstæðismenn höfðu deilt
fast á þessa löggjöf og talið
alltof langt gengið í því, að
leggja á beina skatta.
Framsóknarmönnum þótti
rétt að gera ráð fyrir því, þeg-
ar í upphafi styrjaldarinnar,
að á stríðsárunum myndi skap-
azt stríðsgróði hjá einstökum
mönnum og félögum. Rannsókn
sú, sem gerð var innan Fram-
sóknarflokksins og af fulltrú-
um hans í milliþinganefndinni
á skattalögunum, var því mið-
uð við þetta sjónarmið. — í
sambandi við þessa rannsókn
kom fljótt fram sú skoðun, að
beryta þyrfti algerlega um að-
ferð við skatt- og útsvarsálagn-
ingu til þess að öruggt væri, að
ná hæfilegu skattgjaldi af
miklum gróða.
Til þess að ná því marki, var
ekki einhlítt að hækka skatt-
stigann og það af þeirri ástæðu,
sem oft hefir verið á minnst, að
skattstigarnir voru miðaðir við
tekjur eftir að búið var að
draga frá þeim greidda skatta
og útsvör. Skattbyrðin var því
í raun og veru miklu minni en
skattstigarnir bentu til.
Framsóknarmönnum var það
þess vegna Ijóst, þegar um þess-
ar mundir, að gerbreyta yrði um
aðferð við álagningu tekju-
skatts, ef takast ætti að skatt-
leggja stríðsgróðann. Frumskil-
yrði þess, að slíkt gæti tekizt,var,
að nema úr gildi það ákvæði
skattlaganna, að draga mætti
frá tekjum greidda skatta og
útsvör þegar skattskyldar tekj-
ur væru fundnar. Það fyrir-
komulag, sem í lögum var, og er
enn, hlaut að verka þannig á
Er þetta fleygur, sem Árni
er að reyna að reka í miðja
fylkingu Sjálfstæðisflokksins,
eða hvað?
Á nokkrum ábyrgðarlausum
mannkindum af þessu tagi að
haldast uppi að sprengja hér
alla möguleika á ábyrgri og
starfhæfri ríkisstjórn, til þess
síðan að geta drottnað sem
leppar undir erlendrl vernd?
+
mjög háar tekjur, að gróðinn
yrði svo að segja skattfrjáls
annaðhvort gróðaár, því að þá
hlífðu greiddir skattar og út-
svar frá árinu áður.
Fulltrúar Framsóknarflokks-
ins í milliþinganefnd í skatta-
málum, Guðbrandur Magnús-'
son forstjóri og Halldór skatt-
stjóri Sigfússon, gerðu tillögur
í nefndinni um að breyta fyrir-
komulaginu á þá lund, er nefnt
hefir verið, til þess að tryggja
þannig skattlagningu stórgróð-
ans. Á þetta fyrirkomulag gátu
fulltrúar hinna flokkanna í
nefndinni ekki fallizt. Þessi til-
laga var tekin upp í samning-
um um skattamálin í þingi
1941 af Framsóknarmönnum, og
gátu þá fulltrúar hinna flokk-
anna heldur ekki fallizt á hana,
og var hún því ekki flutt í þing-
inu að því sinni af Framsókn-
armönnum, þar sem samið var
um afgreiðslu skattamálsins og
auðséð, að Alþýðuflokkurinn og
Sjálfstæðisflokkurinn myndu
fella tillöguna.
Framsóknarmenn voru hins
vegar ráðnir í því, að láta þetta
mál eigi niður falla, og þeim
var ijóst, að ef þetta atriði
fengist ekki samþykkt, þá væri
þýðingarlítið allt tal um skatt-
lagningu stríðsgróðans og það
jafnvel þótt skattstigar væru
stórkostlega hækkaðir, og verð-
ur þetta síðar betur sýnt með
dæmum.
Við Framsóknarmenn grip-
um þvi tækifærið á aukaþing-
inu I haust, sem leið, og fluttum
sérstakt frumvarp um þessa
meginbreytingu á skattalög-
gjöfinni. Þetta frumvarp var
einnig sérstakur þáttur í bar-
áttu flokksins í dýrtíðarmálun-
um — þar sem skattlagning
strðsgróðans hefir ætíð verið
einn megin þáttur þeirra mála,
að dómi okkar Framsóknar-
manna.
Þetta mál fékk ekki afgreiðslu
á aukaþínginu fremur en önnur
málefni, vegna þeirrar upp-
lausnar og sundrungar, er þar
ríkti. Síðan gerðust þeir at-
burðir um áramótin, sem leiddu
til stj órnarbreytingar. Var þá
svo málum komið, að Alþýðu-
flokkurinn hafði algerlega skor-
izt úr leik um lausn fjárhags-
málanna og Framsóknarflokk-
urinn varð því að beita sér fyr-
ir lausn þeirra með Sjálfstæð-
ismönnum. Ein hlið þessara
mála voru skattamálin. Gerði
Framsóknarflokkurinn þá enn
að höfuðatriði í því máli að að-
ferðinni við skattálagningu yrði
breytt og með því komið í veg
fyrir að mikill hluti stríðsgróð-
ans yrði skattfrjáls, og skatt-
stigar jafnframt ákveðnir nægi-
lega háir. Tókst Framsóknar-
mönnum að tryggja þessi aðal-
atriði og verða þau nú lögfest
á þessu þingi.
Er fróðlegt að gera sér nán-
ari grein fyrir því, hverju af-
nám „frádráttarreglunnar“veld-
ur og geta menn þá enn betur
dæmt um, hvað áunnizt hefir.
Til þess að átta sig á því, hver
áhrif þessarar nýju aðferðar
við skattálagninguna eru út af
fyrir sig, verður að taka dæmi
um skatt af stríðsgróða og
reikna þá með sama skattstiga
fyrir og eftir að breytt er um
aðferð við skattlagninguna. Hér
er því tekið dæmi um stríðs-
gróða, sem varir í 4 ár og nem-
ur 1 miljón kr. á ári. Er hér
reiknað með skattstigum þeim,
er ráðgerðir eru í skattafrum-
vörpunum, er nú liggja fyrir Al-
þingi.
Hér er tekið dæmi um ein-
stakling vegna þess, að það er
einfaldara og gerir sama gagn,
þar sem áhrif. þessara breyt-
inga eru' nkvæmlega hin sömu
á hlutafélög.
Þetta dæmi, sem hér hefir
verið tekið, sýnir glögglega,
hversu gífurlegri hækkun á
stríðsgróðaskatti þessi breyt-
ing ein út af fyrir sig veldur,
og jafnframt, að þess hefði ekki
verið nokkur kostur, að skatt-
leggja stríðsgróðann verulega
þótt skattstiginn hefði verið
hækkaður upp í 100%, ef „frá-
dráttarreglan“ hefði ekki verið
afnumin. Menn þurfa ekki ann-
að en athuga skatt á gróða 2. og
4. gróðaársins í dæminu til þess
að sannfærast um þetta.
Afnám „frádráttarreglunnar"
eitt út af fyrir sig tvöfaldar því
sem næst í mörgum dæmum
skattinn á hátekjum að ó-
breyttum skattstigum, og á það
við, ef gróðinn á sér stað fleiri
en eitt ár samfleytt en einstök
ár getur þessi breyting ein
margfaldað skattinn, jafnvel tí-
faldað hann, (sbr. dæmið). Hér
við bætizt svo það, að sjálfur
skattstiginn í frumvörpunum er
hækkaður á tekjum yfir 40 þús-
und, og á þeim tekjum er því
skatturinn meira en tvöfaldað-
ur samkv. frumvörpunum sem
fyrir liggja.
Alþýðuflokkurinn og komm-
únistar hafa auðvitað nokkra
tilhenigingíu til þess að gera
sem minnst úr þeim glæsilega
árangri, sem nú mun nást í
skattlagningu stríðsgróðans
vegna þess, að þeir eru í stjórn-
arandstöðu. Nú er af hálfu
þessara flokka gert minna úr
þeim tillögum, sem fyrlr liggja,
en gert var í haust, þegar búizt
var við að Sjálfstæðismenn
myndu ekki fallat á þær undir
nokkrum kringumstæðum!
Alþýðuflokkurinn virðist, þótt
undarlegt megi sýnast, ekki
komið auga á þá stórkostlegu
þýðingu sem afnám „frádrátt-
arreglunnar“ hefir á skattlagn-
inguna, og virðist alls ekki
hafa gert sér grein fyrir þvi, að
það er gagnslítið að hækka
skattstigana jafnvel upp í 90%,
ef þessi regla er ekki úr gildi
felld.
Alþýðuflokkurinn hefir marg-
lýst yfir því, síðan hann þurfti
á afsökunum að halda á
framkomu sinni í dýrtíðarmál-
unum, að hann hafi ekki séð
sér fært að standa að lausn
dýrtíðarmálanna vegna þess, að
stríðsgróðinn hafi ekki verið
nægilega skattlagður.
Auðvitað hefir verið af flokks-
ins hálfu minni áherzla lögð á
að skýra frá því, að Alþýðu-
flokkurinn stóð að lausn skatta-
málanna á síðasta vetrarþingi
með hinum þjóðstjórnarflokk-
unum. — Einnig hefir láðst að
skýra ástæðuna fyrir þvi, að
síðan vorið 1941 hafa engar til-
lögur komið fram í skattamál-
unum frá Alþýðuflokknum,
hvorki á þingi né utan þings.
Þeir létu allt aukaþingið liða,
án þess að minnast á þau mál
og þeir hafa látið sjö vikur af
(Framh. á 3. síðu)
Dæmi um einstakling með jafnan gróða í 4 ár
Skattskyldar tekjur
Gróði að frá-
dregnum per-
sónufrádætti
1. ár 1.000.000,00
2, — 1.000.000,00
3, — 1.000.000,00
4, — 1.000.000,00
ef frádráttur
leyfður
kr. 1.000.000,00
— 198.450,00
— 919.643,00
— 270.772,00
ef „frádrátt-
arreglan"
felld úr gildi
kr. 1.000.000,00
— 1.000.000,00
— 1.000.000,00
— 1.000.000,00
Skattur samkvæmt skatt-
stiga frumvarpanna 90%
af tekjum umfram 200
þúsund krónur
ef „frádrátt-
ef frádráttur
leyfður
kr. 801.550,00
— 80.357,00
— 729.228,00
— 145.245,00
arreglan"
felld úr gildi
kr. 801.550,00
— 801.550,00
— 801.550,00
— 801.550,00
Kr.1.756.380,00 Kr.3.206.200,00
* Útsvör eru ekki reiknuð hér með. en væri tiUit til þeirra tekið, myndi
mismunur opinberra gjalda eftir þessum tveimur leiðum verða enn meiri.
FÓIVAS JÓIVSSOIV:
Skáld og hagyrðingar
'©íminn
Fimmtudag 9. apríl
Deildu og drotlnaðu
Samstjórn tveggja eða flelri
flokka er ómöguleg, nema að
þeir séu sammála um jákvæða
meginstefnu í hinum stærri
málum, sem ekki þola bið.
Þetta kom átakanlega fram
á haustþinginu síðasta, er ekki
fékkst jákvæður samstarfs-
grundvöllur í dýrtíðarmálunum.
Framsóknarflokkurinn hafði
jákvæða stefnu, — hinir flokk-
arnir neikvæða. Ráðherrar
Framsóknarflokksins vildu þá
rýma sess fyrir hinni neikvæðu
samfylkingu. En hún gat ekki
tekið afleiðingum gerða sinna,
af þeirri einföldu en augljósu
staðreynd, að á neikvæðum
grundvelli er ekki unnt að
mynda starfhæfa ríkisstjórn.
Nú hefir skipazt svo til, að
Sjálfstæðisflokkurinn, að
minnsta kosti ráðherrar hans,
hafa tekið upp jákvæða afstöðu
i verðlags- og skattamálum með
Framsóknarflokknum.
Þess vegna er núverandi ríkis-
stjórn starfhæf stjórn. Þessi
mál eru svo mikils verð, að
stjórnarflokkarnir verða að
forðast að blanda inn í þau
öðrum málum, sem þola bið, og
þeir hafa öndverða afstöðu til
og hlyti því að sprengja sam-
starf þeirra um áður nefnd
stórmál.
Það er vandalaust að vekja
upp slík mál, en ábyrgðarlaust
og heimskulegt að gera það.
Nú hefir Alþýðuflokkurinn,
sem vænta mátti, reynt að
fínna fleyg til að reka inn á
milli fylkinga ríkisstjórnarinn-
ar og deila þeim í tvær and-
stæðar sveitir. Með því móti, —
og því móti einu, — sjá Alþýðu-
flokkurinn og kommúnistar sér
leik á borði til að gera að engu
ráðstafanir núverandi rikis-
stjórnar gegn verðbólgu og ó-
hóflegum stríðsgróða.
Það reynir nú á festu og hóf-
semi Sjálfstæðisflokksins, reyn-
ir á hann sem ábyrgan stjórn-
araðila.
Ef hann stenzt þessa freist-
ingu, mun hann segja við Al-
þýðuflokkinn:
Ef við álitum nú réttan
tíma til að taka kjördæma-
málið,og þar með stjórnarskrá
ríkisins til endurskoðunar,
mundum við sjálfir hafa bor-
ið þær tillögur fram. En við
þurfum ekki á ykkar forustu
að halda í málinu. Það er
gott að vita, hvar við höfum
ykkur, góðir hálsar, þegar þar
að kemur. En meðan þið átt-
uð fulltrúa í ríkisstjórn, vor-
uð þið ofur rólegir með
stjórnarskrána, eins og hún
er. Við erum enn í stjórnar-
samvinnu og þurfum að
sinna aðkallandi verkefnum.
Þess vegna getum við enn
beðið með stjórnarskrána, al-
veg eins og þið gátuð það
fram yfir síðustu áramót.
Standist hins vegar Sjálf-
stæðisflokkurinn ekki ginning-
ar Alþýðufl. og kommúnista,
verður hann að gera upp við
sig, hvað við tekur. Hann virð-
ist hafa jákvæðan samstarfs-
grundvöll við Alþfl. um breyt-
ingar á stjórnarskránni, en að-
eins í því máli.
Látum svo vera, að Sjálfstæð-
isflokkurinn myndi stjórn með
stuðningi Alþfl. og kommúnista
til að stjórna tvennum kosn-
ingum i sumar og næsta haust.
En í öllum öðrum málum yrði
grundvöllur slíkrar samsteypu
neikvæður. Stjórnin hlyti að
verða óstarfhæf í hverju máli,
sem eitthvað reyndi á. Hún
mundi ekki geta framfylgt dýr-
tíðar- og skattamálunum.
Er nú víst, að Sjálfstæðis-
flokkurinn kæmi með aukið
þinglið út úr síðari kosningun-
um, þrátt fyrir breytingar á
kj ördæmaskipuninni?
í forustugrein Vísis í fyrra-
dag er nokkuð ^ glöggt, hvað
muni vaka fyrir Árna frá Múla,
ef hann mætti ráða. Árni gef-
ur í skyn, að Sjálfstæðisflokk-
urinn ætti að láta sér hægt um
endurbót á skattalögunum,
nema kjördæmamálið verði
leyst að þeirra skapi.
X.
Það er almenn trú, að sum
skáld og fólk, sem fæst við
listir og myndgerð, sé fremur
erfitt í sambúð. Skýringin er
talin sú, að listafólk sé mjög
hugsandi um heiður sinn og
orðspor. Það líti oft með sam-
keppandi augum á verk sam-
ferðamannanna. Eigi auk þess
oft að búa við erfið lífskjör o.
s. frv.
Ég hygg, að reynslan sé í
þessu efni úrskurðarglögg.
Menn, sem standa hátt 1 ein-
hverri grein andlegra málefna,
eru að öllum jafnaði víðsýnir
og drengilegir I framkomu. En
því neðar, sem kemur í stiga
hæfileikanna, því meiri efi fer
að leika á um mannspartana og
drengskapinn. Það er alkunn-
ugt, hve drengileg var sambúð
Bjarna Thorarensen og Jónas-
ar Hallgrímsonar. Bjarni kunni
fyrst og bezt að meta Gunnars-
hólma. Jónas bregður strax við
og yrkir hin fögru erfiljóð um
amtmanninn á Möðruvöllum, er
hann fréttir lát hans. Annað
er viðhorf Níelsar skálda til
Jónasar Hallgrímssonar. Þar
kemur glögglega fram öfund og
afbrýðisemi hagyrðingsins
gagnvart stórskáldinu. Úr sögu
síðustu tíma er alkunnugt, hve
mildir menn Matthías Jochums-
son og Einar Jónsson hafa ver-
ið gagnvart sínum leiknautum
og keppinautum. Þeir hafa
ekki einungis verið sterkari í
skapandi starfi, heldur litið á
samferðamenn sína með vel-
vild og umhyggju.
XI.
Einn af hagyrðingum mál-
aralistarinnar, Jón Þorleifsson,
hefir um alllangt árabil verið
nokkurskonar Níels skáldi í
sambúð íslenzkra listamanna.
Hann hefir verið sívakandi að
gera lítið úr starfi brautryðj-
endanna í íslenzkri list. í aug-
um þeirrar klíku, sem hann
hefir starfað með, er Einar
Jónsson úreltur, Ásgrímur
Jónsson nokkurskonar ljós-
myndari, Kjarval fákunnandi
um klessugerð og Ríkarður
Jónson óalandi fyrir að láta
mannamyndir sinar líkjast fyr-
irmyndunum. Hann hefir átt
aðalþátt í hinni heimskulegu
áreitni við marga yngstu mál-
ara landsins. Að síðustu hefir
hann byrjað að segja ýktar
hreystisögur af því, hve snjall
hann sé í því að sýna mennta-
málaráðsmönnum rætni, þegar
þeir sýna það langlundargeð, að
koma undir hans þak hans
vegna.
Það verður ekki komizt hjá,
úr því maðurinn sjálfur telur
sér ávinning að lýsa sérstaklega
framkomu sinni við mennta-
málaráð, að gefa almenningi
nokkra vitneskju um, hvers
vegna það er heppilegt að
hafa í menntamálaráði reynda
menn, sem eru þolinmóðir í
sambúð við minnstu svámenn-
ina.
Ég hefi lengi þekkt Jón Þor-
leifsson. Af ástæðum, sem ekki
þarf að greina hér, vildi ég í
lengstu lög gera ráð fyrir, að
hann gæti einhverja þýðingu
haft í myndagerð, ef ekki í
myndlist. í því skyni tókst mér
að útvega Jóni og Ásmundi
Sveinssyni nálega ókeypis góð-
ar íbúðir um allt að þriggja
ára skeið. Ég var samtímis því
í félagi með nokkrum öðrum,
sem lögðum Jóni Þorleifssyni til
fé mánaðarlega, þegar lífsbar-
átta hans var einna hörðust. Ég
átti þátt í að hann fékk hjálp
til að koma þaki yfir höf-
uð sér. Eftir að ég kom í
menntamálaráð var það segin
saga, að á hverju hausti lá við
borð, að veðdeild tæki hús hans
upp í vangoldnar skuldir.
Menntamálaráð keypti þá æði
oft af honum myndir, sem síð-
an eru í vörzlum landsins. Og
húsið var ekki tekið. Það má
ámæla þeim, sem bera ár eftir
ár mykju að hinu feyskna á-
vaxtarýra tré. En þeir, sem
verða fyrir sliku ámæli, hafa sér
til varnar bein fyrirmæli nýja
testamentisins, og gamallar ís-
lenzkrar sveitamannavenju.
Engum var ljósara en mennta-
málaráðsmönnum, að Jón Þor-
leífsson galt þeim sanngirni og
umönnun með öllum einkenn-
um minnimáttarkenndar. Dutl-
ungar hans voru leiðinlegir.
Eitt sinn hélt hann því fram,
að íslenzka ríkisstjórnin mætti
ekki sýna myndir, sem það
hafði keypt af honum, nema
með hans leyfi. Hann hafði
sýnilega hinar barnalegustu
skoðanir um form eignarrétt-
arins. í öðru sinni varð hann
stórreiður manni, sem stóð fyr-
ir íslenzkri sýningu í Svíþjóð,
sendi heim til hans mann með
vænan hníf, og lét hann. skera
úr umgjörð málverk, sem for-
vígismaður sýningarinnar átti
með fullri lagaheimild. Nú ný-
verið bauð Jón menntamála-
ráðsmönnum í hús sitt eingöngu
til að geta sýnt almennan
ruddaskap undir því þaki, sem
ríkið hafði spennt yfir höfuð
hans, í skjóli við það viðhorf,
sem starf menntamálaráðs hef-
ir skapað í þjóðfélaginu.
Ég veit, að margir menn segja:
Þið menntamálaráðsmenn eruð
sekir um óhæfilega linku og
vorkunnsemi við hagyrðinga í
myndagerð. Ég segi nei. Aöferð
okkar er rétt. Það er ekki nóg
að eiga stórskáld. Það þarf líka
hagyrðinga. Lífsstarf þeirra get-
ur oft verið lítils virði. En það
hefir sína þjóðlegu þýðingu. Ef
ekki hefði verið fjölmennur hag-
yrðingahópur bæði í Þingeyj-
arsýslu og Skagafirði myndi
þjóðin ekki hafa eignazt hin
miklu skáldverk Bólu-Hjálm-
ars og Stephans G. Stephans-
Þrjár þingsályktun-
artillögur
LÖGREGLA í SVEITUM.
Meðal þeirra mála, er bíða
afgreiðslu þingsins, er þings-
ályktunartillaga frá Bjarna
Bjarnasyni og Jörundi Bryn-
jólfssyni um lögreglueftirlit á
samkomum og skemmtunum
utan kaupstaða. Er þar lagt til,
að ríkisstjórninni sé falið að
láta lögreglu annast eftirlit á
slíkum samkomum, þar sem
reynslan sýnir, að þess sé þörf.
í greinargerðinni er að því
vikið, hve þýðingarmikið sé, að
fólk í dreifbýli eigi kost á hollu
skemmtanalífi. En allar
skemmtanir þurfa að fara fram
með myndarskap, ef af þeim á
að vera ánægja. Á allra vitorði
sé, að ölvaðir menn sækist eftir
að vera á mannamótum og valdi
slíkt oft verulegum leiðindum
og verði stundum til stór-
skammar. Þessu sé ekki hægt
að sporna við nema æfðir lög-
regluþjónar séu til að halda
uppi aga. Slíkir menn þyrftu
að vera í þeim héröðum, þar
sem helzt er þörf, og myndi
hlutaðeigandi sýslumaður hafa
stjórn þessarrar lögreglu. Þetta
lögreglulið skal æft á nám-
skeiðum.
Kostnaður greiðist úr ríkis-
sjóði.
Röggsamleg framkvæmd þess-
arar tillögu mundi óefað verða
bindindissömu æskufólki mikil
uppörvun og setja nýjan og
betri blæ á samkomur í ýmsum
héröðum.
BRÚ Á HÓLSÁ.
Sveinbjörn Högnason og Helgi
Jónasson, þingmenn Rangæ-
inga, flytja tillögu um að skora
á ríkisstjórnina að láta á sumri
komanda gera brú á Hólsá milli
Vestur-Landeyja og Þykkva-
bæjar.
Benda þeir réttilega á, að
greiðar samgöngur séu undir-
staða athafnalífs og fram-
leiðslustarfa í sveitum. Á Suð-
urlandsundirlendi séu Vestur-
Landeyjar sú sveit, sem eigi
við ófullkomnast vegasam-
band að búa, og geti samgöng-
ur þar teppzt mánuðum sam-
an. Bændum sé ljóst, hve erf-
itt sé að haldast við á þessu
svæði, þótt þar séu bújarðir
góðar, meðan ekki fæst bót
ráðin á samgönguörðugleikun-
um. Hafa þeir sjálfir sent þing-
inu áskorun um að leysa úr
þesum vandkvæðum.
VEGUR UM SIGLUFJARÐAR-
SKARÐ OG ÖXARFJARÐAR-
HEIÐI.
Þingmenn Eyfirðinga og
(Framh. á 3. siðu)
sonar. Meðan ferskeytlan
blómgast ekki í Reykjavík, mun
höfuðstaður landsins ekki fæða
upp mikil ljóðskáld, þó að hér
komi í víngarðinn merkis-
menn í margháttuðum fram-
kvæmdum.
XII.
Á laugardaginn fyrir pálma-
sunnudag lét ég efna til sýn-
ingar á nýmóðins íslenzkri list
í tveim herbergjum til hliðar
við sal neðri deildar. Sýningin
var þar vegna þingmanna
alla páskavikuna. Það er
óhætt að fullyrða, að þessi sýn-
ing vakti mikla eftirtekt. f mín-
um augum minnti þessi sýning
á litla flotadeild. Þorgeirsboli
var aðmírálsskipið, hinar mynd-
irnar voru nokkurskonar beiti-
skip, tundurspillar, korvettur og
hraðbátar.
Formælendur klessumálar-
anna höfðu heitið að kæra
menntamálaráð fyrir Alþingi,
fyrir að hafa ekki keypt nógu
mikið af framleiðslu þeirra.
Mér þótti þá rétt, að sýna Al-
þingi um leið, að menntamála-
ráð hafði ekki algerlega snið-
gengið þessa menn. Jafnframt
gaf Alþingi á að líta, hvað þjóð-
félaginu stóð til boða, ef þess-
um mönnum var fengið vald til
að fylla væntanlegt listasafn
með þeirri myndagerð, sem þeir
kunna skil á.
Það er bezt að segja eins og
er, að það var áhættuspil að
hafa þessa sýningu i þinghús-
inu. Margir þingmenn sögðu
mér, að þeir álitu menntamála-
ráð brotlegt við óskráð lög