Tíminn - 09.04.1942, Blaðsíða 4
108
TfMITCjy, fimmtndagiim 9. apríl 1942
28. blað
Ú R BÆNUW
Hið fyrsta leikfimimót
fyrir skólanemendur hófst í íþrótta-
húsinu við Llndargötu mánudaginn
80. marz kl. 4,30 slðdegis, að viðstöddu
miklu fjölmenni. Benedikt Jakobsson
Iþróttakennari, setti mótið og bauð
gesti velkomna með snjallri ræðu. Hvað
Benedikt þetta mót ólíkt þeim mótum,
sem hér hefðu verið haldin að því leyti,
að við þetta tækifæri kæmu fram að-
ilar, sem sýndu hverju mætti fá á-
orkað með námi, en vanalega sýndu
mótin aðeins þá, sem sköruðu framúr.
Að setningarræðunni loktani hófst
sýntagta, en sýntagarflokkamir fylktu
liði 1 flmleikasataum undir íslenzka
fánanum meðan mótið var sett. Mót-
tau lauk eftir að það hafðl staðið
í þrjá daga og höfðu mörg hundruð
nrnnns verið þar áhorfendur og lof-
uðu allir frammistöðu sýningar-
flokkanna etaum munnl. Þátttakendur
í þessu fyrsta fimleikamóti skóla-
nemenda eru frá þessum skólum:
Austurbæj arskólanum, Miðbæj arskól-
anum, Laugamesskólanvun, Kennara-
skólanum, Menntaskólanum, Kvenna-
skólanum í Rvík., Húsmæðraskólan-
um í Rvlk., Gagnfræðaskólanum i Rvík.
Bamaskóla Hafnarfjarðar, Samvinnu-
skólanum, bamaskólanum í Skildtaga-
nesi, Gagnfræðaskóla Reykvíktaga og
Héraðsskólanum i Laugarvatni. — í
heild var sýntagta merklleg nýjung á
sviði íþróttamálanna, sem gaf góða
hugmynd um hvaða þýðtagu leikílmi-
kennslan í skólunum hefir.
Skiðaferðir um páskana.
Reykviktagar notuðu páskaleyfið
meir en nokkru slnni fyrr, til ferða-
laga út úr bænum. Sumlr fóm í skiða-
skála íþróttafélaganna, en aðrir leit-
uðu til óbyggða og jökla. Jökulfaram-
lr hrepptu flestir slæmt veður. Mikla
storma og frosthörkur. „Fjallamenn"
fóra á Pimmvörðuháls, en þar eiga
þeir skála. Var þó aðkoman heldur
kuldaleg þar, því vargar höfðu verið
þar í véum. Skálinn var brotinn upp
og eldsneyti, sem þar var eytt og skál-
tan síðan skilinn eftir optan, svo að
mikill snjór og klaki hafði komist þar
tan. Af ýmsum vegsummerkjum þótti
það fuUsannað mál, að hér hefðu er-
lendir menn verið að verki. í leiðangri
„Fjallamanna" tóku þátt 41 maður.
í>ar af voru 9 stúlkur. Aðeins 10 manns
af þessu fólki komst fyrir inni í skál-
anum. Hinir bjuggust um í tjöldum og
snjóhúsum fyrir utan skálann. Mikill
stormur vor á þessum slóðum og rifn-
uöu sum tjöldta upp. Þeir sem bjuggu
í snjóhúsunum létu vel yfir líðan sinni.
Veður var heldur slæmt flesta dagana,
sem „Fjallamenn" dvöldu á Fimm-
vörðuhálsi. Á TindafjallajökU dvöldu
um 40 manns um páskana. Hafðist
fólk við i tjoldum, sem reist vora á
snjó, nokkru neðan við jökulinn. Um
20 manns af þessum hóp vora skátar,
en hinir voru K.R.-ingar og félagar úr
Litla skíðafélaginu. Farangur þessa
íólks var fluttur á nær 30 hestum úr
Fijótshlíð upp undir jökulinn. Á þess-
um slóðum var allkalt, stundum um
20 stiga frost við tjaldbúðirnar, en
flesta dagana var bjart og hið feg-
usta veður. Á páskadag gengu flestir
leíðangursmennirnir á hájökulinn. Var
þá mjög kalt og kól suma lítilsháttar,
en enga alvarlega. Kristján Ó. Skag-
fjörð og 3 menn aðrir fóra á Heklu.
Þeir héldu til i tjöldum íyrir ofan
Hestöldu. Þeir gengu á Hekluttad á
laugardaginn, en héldu til baka á
páskadagtan. íþróttafélag kvenna efndi
til ferðar austur undir EyjafJÖU með
það fyrir augum að ganga á Eyja-
fjallajökul. 17 manns voru í þessari
för. Vegna stöðugs óveðurs komst fólk-
íð aldrei á Jökulinn, þrátt fyrir marg-
Itrekaðar tilraunir. Loks fóru 7 menn
á Langjökul. Hrepptu þeir látlausa
Byggingar-
samvinnuiélag
(Framh. af 1. síð-u)
lántöku hafði félagið þó lent í
málaferlum, sem þannig voru
tilkomin, að formaður annars
byggingarfélags hér i bænum,
Adolf Bergsson, taldi sig hafa
útvegað félaginu tilboð um lán,
sem að vísu var ekki tekið, og
krafðist rúmlega 35 þúsund
króna þóknunar. Þessa upphæð
neitaði félagsstjórn að greiða
og stefndi Adolf þá félaginu.
Var félagið dæmt til þess að
greiða honum kr. 2 þús. Hið
nýja lán félagsins tóku formað-
ur og gjaldkeri félagsins milli-
liðalaust, án nokkurrar þókn-
unar.
Á árinu hafði félagið byggt 7
tveggja íbúða hús. Sumar íbúð-
irnar eru fullgerðar en nokkrar
langt komnar. íbúðir þessar
höfðu farið allmikið fram úr
áætlun. Minni íbúðirnar (5
herbergi og eldhús, sem eru 93
ferm. að stærð, munu kosta 53
þús. kr., en hinar stærri, sem
eru um 106 ferm., munu kosta
57 þús. kr. Ýmsir örðugleikar
höfðu verið við bygginguna
vegna vöntunar á efni og vinnu-
krafti. Ekki taldi formaður
hyggilegt að leggja í nokkrar
nýbyggingar á þessu ári og
mundi slíkt ekki gert. Félagið
hefir nú komið upp 61 íbúð, en
í félaginu eru nær því 300
manns.
Reiknlngar félagsins voru
lesnir i^pp og samþykktir og
sýndu þeir, að hagur félagsins
er með ágætum.
í stjóm voru kosnir þeir Ól-
afur Jóhannesson lögfræðingur
og Guðm. St. Gíslason bygging-
armeistari, í stað Steingríms
Guðmundssonar forstjóra. og
Sigfúsar Jónssonar trésmíða-
meistara, sem báðir báðust
undan endurkosningu. Fyrir eru
i stjórninni Guðlaugur Rósin-
kranz yfirkennari, formaður,
Elías Halldórsson skrifstofustj.
gjaldkeri og Finnbogi R. Þor-
valdsson verkfræðingur.
6tórhríð með allt að 25 stiga frosti.
Þeir komu þó allir heilu og höldnu til
bæjarins aftur og létu vel yfir líðan
stani.
Trúlofun.
Á skírdag opinberaðu trúlofun sína
imgfrú Ásta Thoroddsen Cdóttir Guð-
mundar prófessors Thoroddsen) og
Edvald B. Malmpuist búnaðarráðu-
nautur Búnaðarsambands Austur-
lands. — Þá hafa fyrir skömmu opin-
berað trúlofun sína ungfrú Áslaug
Friðriksdóttir kennari og Sophus A.
Guðmundsson verzlimarmaður.
Fimmtugur
varð i gær Jóhannes Sigurðsson
verkstjórí hjá prentsmiðjunnl Eddu.
Strand hjá Gróttu.
í gærmorgun strandaði stórt amer-
ískt flutnlntraskip rétt hjá Gróttu.
Sklpið náðist út með flóðinu sama dag.
Viðsklpti Kron
(Framh. af 1. síöu)
félagið verzlunina Herðubreið 1
Hafnarstræti af Kaupfélagi
Borgfirðinga og hefir rekið þar
skipaverzlun síðan. í Keflavík
reisti félagið stórt verzlunar-
hús, er skapað hefir möguleika
til f j ölbreyttrar verzlunar.
Saumastofan hefir verið lögð
niður 1 þeirri mynd, sem áður
var, en í stað hennar hefir ver-
ið stofnsett klæðskeravinnu-
stofa.
Starfsemi félagsins var ýtar-
lega rædd á fundinum og ýms-
ar fyrirspurnir gerðar, sem
svarað var af félagsstjórn og
f ramkvæmdastj órn.
Úr félagsstjóm áttu að
ganga Benedikt Stefánsson,
Sveinbjörn Guðlaugsson og
Theódór B. Líndal. Baðst hinn
fyrstnefndi undan endurkosn-
ingu og var Felix Guðmunds-
son kosinn i hans stað. Hinir
tveir voru endurkosnlr.
Varamenn í stjórn voru kosn-
ir Haukur Þorleifsson og Guð-
brandur Magnússon.
Sem fulltrúar félagsins á að-
alfund S. í. S. voru kosnir:
Eysteinn Jónsson, Guðni
Magnússon, Jens Figved, Magn-
ús Kjartansson, Steinþór Guð-
mundsson, Th. B. Líndal, Vil-
mundur Jónsson, Þorlákur G.
Ottesen, og til vara Guðbrandur
Magnússon, Guðgeir Jónsson,
Ragnar Guðleifsson og Zophín-
ías Jónsson.
Endurskoðendur voru kosnir:
Ari Finnsson og Magnús
Björnsson, og til vara Ragnar
Ólafsson og Ámi Björnsson.
Fundinum var lokið um kl. 7
síðdegis.
4 krosstföfnin
(Framh. af 1. síðu)
11, en hlutaféð alls 24.000 krónur. LoS-
dýrastofn félagstas er 230 minnkar, og
er það, að langmestu leyti Quebec-
mtankar. Stjóm félagstas skipa Kjart-
an Magnússon á Mógili, Jónas Krist-
jánsson mjólkurbústjóri á Akiureyri og
Stefán Magnússon í Ásgarði.
r r r
Úr Borgarhreppi 1 Mýrasýslu er blað-
inu skrifað: Laugardaginn 28. marz
síðastí. var leikurinn Skugga-Sveinn
sýndur að Brennistöðum. Ekki verður
annað sagt, en að leiksýningin tækist
vel. Hér er þó erfíð aðstaða: Mann-
fæð og annríld. Sumir leikendurnir
þurftu að fara langan veg, 10—18 km.
T. d. er einn af þeim ungur bóndi, sem
ekki heflr annað heimilisfólk en kon-
una og 3 böm ung. Hann þurfti að
fara rösklega 10 km. — Einn af leik-
endunum er komtan nokkuð á sextugs
aldur, heíir aldrei komið á leiksviö
fyrr og sjaldan séð leikið, en leysti
þó hlutverk sitt svo vel af hendl, að
hann hlaut aðdáun allra áhorfenda.
Ungmennafélagð Borg og Kvenfélag
Borgarhrepps önnuðust lelkinn í sam-
eintagu.
I ;i I '.V^KE3
Súðin
í strandferð vestur um land til
Þórshafnar í vikulokin. Vöru-
móttaka á hafnir milli Langa-
ness og ísafjarðar frá hádegi á
fimmtudag, til hádegis á föstu-
dag. — Á Vestfirðina eftir há-
degi á föstudag meðan rúm
leyfir.
Svuntueín?
Peysufatasatin,
Peysufatafrakkæfni,
Taftsilki,
Flauel,
Kjólatau, allskonar, •
Gardínutau,
Silkisokkar o. fL
Dyngja
Laugaveg 25.
Skáld og hagyröingar
(Framh. af 3. síðu)
lega um að ræða innrás frá hlið
kommúnista. Hér á að gera
byltingu. Það á að troða undir
fótum þá héilbrigðu og snjöllu
listþróun, sem hér hefir orðið
frá aldamótum og þar til hug-
sjónir klessugerðarinnar tóku
að sýkja álfuna, um leið og
meinsemd upplausnarinnar
mergsaug frönsku þjóðina.
Sumir menn kynnu að halda
að íslenzku þjóðinni sé búin
hætta af þessari erlendu úr-
kynjunarsókn. En svo er ekki.
Forstöðumenn fjölmargra ríkis-
stofnana hafa fengið leyfi til að
velja úr myndum þeim, sem
menntamálaráð hefir keypt.
Þar hefir fjöldi manna verið að
verki, úr öllum flokkum nema
frá kommúnistum. Og allt af
er raunin hin sama. Menn
velja fyrst og fremst myndlr
snjöllustu listamannanna, og
þar næst verk hagyrðinga, sem
ekki reyna að líkjast Jóhanni
Briem eða Þorvaldi Skúlasyni.
En enginn lítur við llst þeirra
manna, sem fylgja frönsku úr-
kynjunarstefnunni. Þegar ég
undirbjó sýninguna í þinghús-
inu þurfti ég ekki langt að leita.
Allt, sem til var af því tagi, var
í góðum umbúðum í maura-
skemmu menntamálaráðs.
Það má telja víst, að svo
muni jafnan fara. Kassahúsin
með flötu þökunum munu varla
þykja heppileg til lengdar í ís-
lenzkrí náttúru. Klossalíkneski
og klessumyndir munu heldur
ekki fullnægja smekk þjóðar-
innar. Engu að síður er nauð-
synlegt að eiga sýnishorn af
tilraunum þessara hagyrðinga.
Nokkuð af óláni þeirra er að
kenna straumum samtíðarinn-
ar, sem þeir hafa ekki staðlzt.
Sýningin í Alþingishúsinu var
að því leyti sögulegur viðburð-
ur, að hún er fyrsta tilraun,
sem gerð er hér á landi til að
sýna hnignun samtiðarlistar-
innar, eins og sú hrömun er
túlkuð i verkum myndgerðar-
manna, sem eru fæddir og bú-
settir á fslandi. Því betur sem
menn kynna sér þessa hrörn-
un því þakklátari verða menn
hinum snjöllu afburðamönnum
íslenzkrar myndlistar. Verk
þeirra verða enn dýrmætari í
augum þjóðarinnar, þegar menn
vita, að til eru hér á landl
menn, sem vilja gera hið sama
við myndlist íslendinga, eins
og þeir bögubósar, sem ætla sér
að gera íslenzka Ijóðlist að rím-
lausum samsetningi.
422 Vlctor Hugo:
— Þú áttir að bíða liðlanga nóttina,
hrópaði hún- æfareið.
Hann horfði á hana og skildi ásökun
hennar.
— Ég skal vera þolinmóðari næst,
þegar færi gefst, sagði hann og laut
höfði.
— Farðu burtu héðan, sagði hún.
Víst þótti henni honum hafa illa
farizt, það skildi hann. En hann vildl
heldur látá hana beita sig ranglæti, en
að valda henni sorg. Þvi þagði hann
og duldi tilfinningar sínar.
Upp frá þessum degi sá Tatarastúlk-
an hann aldrel. Hann kom aldrei i
nánd við klefa hennar. Einstöku sinn-
um varð hún hans vör hátt uppi í turn-
inum, en jafnskjótt og hann varð þess
vísari, að hún var einhvers staðar á
ferli, var hann horfinn. Og i rauninnl
hryggði þetta hana ekki stórlega. Hún
var honum öllu heldur þakklát.
Hún sá hann ekki framar, en hún var
nærveru hans vör, líkt og sá, er veit, að
góðir' andar eru hvarvetna á varðbergi.
Ósýnileg vera bar henni mat og drykk
meðan hún svaf. Og einn morguninn
hékk jafnvel fuglabúr við glugga henn-
ar. ófreskja, sem hún var hrædd við, var
meitluð á vegginn yfir klefadyrum
hennar. Hún hafði oft látið ótta sinn i
ljós við Kvasimodo. Eina nóttina hvarf
Esmeralda 423
þessi hræðilega ófreskja. Sá, sem þarna
hafði verið að verki hlaut að hafa sett
lif sitt I hættu — en myndin var eyði-
lögð.
Á kvöldln heýrðl hún hringjarann
syngja uppi í turni sínum.
Einn morguninn voru tvö blómaker í
glugga hennar. Annað var krystalsker,
skært og fagurt. En það var sprungið,
svo að vatnið hélzt ekki í því, og blóm-
in voru skrælnuð. Hitt var ófagurt hið
ytra, úr gráum og grófum sandstelni.
En það var fullt af vatni. Blómin í því
voru skrautleg og litfögur. — Hún tók
visnuðu blómin og þrýsti þeim að brjósti
sér.
Það kvöld var ekkert sungið í tumin-
um. En hún lét það sig engu varða. Hún
sat löngum og gældi við Djalí, horfði
yfir að húsdyrum Gondelaurier, þusaði
í barm sér um Föbus og gaf svölunum
brauðmylsnu.
Hún varð ekkert vör við Kvasimodo
um skeið. Vesalings hringjarinn virtist
horfinn úr kirkjunnl. En nótt eina, er
henni varð eigi svefns auðið, því að
hugurinn var bundinn hjá liðsforingj-
anum, heyrði hún einhvern andvarpa
skammt frá sér. Hún varð dauðhrædd
og rauk á fætur. Þá sá hún einhvert
hrúgald við dyrnar. Þar lá þá Kvasi-
modo sofandi við þröskuldinn.
r^^^OAUU BtO . PYGMALION . NÝJA BÍÓ,..— Á sudrænum
eftir Bernard Shaw. slóðum
Aðalhlutv. leika:
LESLIE HOWARD . (Down Argentine Way).
og WENDY HILLER. Sýnd kl. 7 og9. Fögur og skemmtileg stórmynd tekin i eðlileg- um litum.
Framhaldssýning 3Yz-GY2: Aðalhlutverkin leika:
UPP Á LÍF OG DAUÐA DON AMECHE
með og
Kent Taylor og Linda Hay BETTY GRABL...
KENT TAYLOR og Sýnd kl. 5, 7 og 9.
UNDA HAYES. i Lægra verð kL 5.
Tilkynning
frá loftvarnanefnd Hafnarfjarðar.
Þegar loftárásarmerki var gefið síðast hér, voru nokkur brögð
að því, að fólk, sem var á ferli um götur bæjarins, leltaði ekki
skýlis i loftvarnabyrgjum og húsum, heldur héldi áfram leiðar
sinnar, ems og ekkert væri um að vera, þrátt fyrir fyrirmæli lög-
reglunnar um að leita skýlis.
Með því að hér er um að ræða mjög varhugavert athæfi, til-
kynnist hér með, að framvegis verða allir sektaðir, sem þrjózk-
ast við að fara eftir fyrirmælum lögreglunnar, þegar yfir stend-
ur loftvarnaæfing eða gefið hefir verið merki um, að hætta sé
á loftárás.
FRÁ SUNARBVALARNEFND.
Nefndinni er kunnugt um, að eitthvað af fólkl, sem hefir hug
á að koma börnum sínum úr bænum og óskar að njóta til þess
aðstoðar nefndarinnar, lét undir höfuð leggjast að fá þau skrá-
sett þegar aðalskráning fór fram um 20. marz s. 1.
Þetta fólk er beðið að gefa sig fram í skrifstofu riefndar-
innar i Miðbæjarbarnaskólanum (stofa nr. 1, inngangur um
norðurdyr) dagana 9.—18. þ. m., að báðum dögum meðtöldum,
kl. 2—6 e. m.
Þeir sem ekki gefa sig fram þá, eða hafa gert það nú þegar,
mega búast við að erfiðleikar verði á að sinna beiðnum þeirra.
Snmardvalarnefnd.
Tilkynning
nm KOL
Sökuxn vöntnnar á innhelmtumönnum
sjá kolaverzlanfrnar f Reykfavík sér
ekki fært að selja kol öðruvísi en ffegn
staðgreiðslu.
Kolamagn undir 250 kg. verður ekki
keyrt heim til kaupenda, nema að
greiðsla hafi farið fram áður.
Kaupendur að kolum yfir 250 kg., eru
vinsamlega beðnir að hafa greiðslufé
handbært, svo tafir keyrslumanna
verði sem minnstar.
Kolaverzlanirnar
i Reykjavik.
Kaupendur Tímans
Nokkrir menn i ýmsum hreppum landslns eiga ennþá eftir
að greiða Tímann frá síðastliðnu árl, 1941.
Það er fastlega skorað á þessa menn, að sýna skilsemi sina
sem fyrst með því að greiða blaðið annaðhvort beint til afgreiðsl-
unnar í Reykjavik eða til næsta umboðsmanns Tímans.
Dvöl
Dragið ekki lengur að
gerast áskrifendur að
Dvöl, þessu sérstæða
tlmaritl i íslenzkum bókmenntum. -
Ykkur mun þykja vœnt um Dvöl, og
því vænna um hana, sem þið kynnist
hennl betur.
300 krónur
fær sá, sem getur útvegaff 2—3
herbergi og eldhús frá 1. maf.
Auglýsið í Tímanum!
Afgreiðslan vísar á.