Tíminn - 09.04.1942, Blaðsíða 3
28. blaðS
TlMIMV, fimmtudaginn 9. apríl 1942
107
A N N A L L
Afmæll.
Ólafur Guðmundsson óðals-
bóndi á Sámsstöðum í Hvítár-
síðu varð hálfáttræður 3. þ. m.
Hefir hann nú búið á fimmta
tug ára hinu mesta rausnar- og
myndarbúi. Á undan honum
bjuggu þar bæði faðir hans og
afi, er hvorirtveggja hétu Guð-
mundur.
Sámsstaðir eru mikið býli og
fagurt, er liggur miðsveitis í
hinni blómlegu byggð Hvít-ár-
síðu í Mýrasýslu, enda hefir nú
lengi verið með afbrigðum vel
setið. Hefir Ólafur verið
hvorutveggja í senn hinn mesti
búhöldur, hagsýnn og ráðdeild-
arsamur, og jafnframt óvenju-
lega athafnasamur um allar
umbætur á bújörð sinni. Hófst
hann snemma handa um tún-
ræktina. Girti, sléttaði og færði
út töðuvöllinn löngu fyrr en
það var almennt orðið í sveit-
um landsins. Minnist ég þess,
er ég fyrst kom að Sámsstöð-
um fyrir röskum þrjátíu árum,
að mér þótti þá sem ég hefði
hvergi séð jafnfallegt tún.
Timburhús byggði hann um
aldamótin og stóð það fram til
ársins 1937, að hann reif það
og byggði nú íbúðarhús úr
steini, mikið og vandað. Útihús
öll, hlöður og fénaðarhús, eru
einnig að sama skapi vönduð
og myndarleg.
Sámsstaðir liggja í þjóðbraut,
og eru auk þess þingstaður
sveitarinar, svo að þar er tíð-
um margt gesta og gangandi.
Er þar gott að koma og ánægju-
legt um að litast, bæði úti og
inni. Ólafur bóndi er maður
þéttur á velli og þéttur í lund.
Máske nokkuð fáskiptinn við
fyrstu kynningu, en hlýr og að-
laðandi þegar komið er inn úr
skelinni — glaður og reifur í
góðra vina hóp — og vinur vina
sinna. Hann er félagslyndur og
samvinnulipur og hefir eins og
vænta má gegnt ýmsum trún-
aðarstörfum í sveitar- og sam-
vinnumálum sveitunga sinna.
Ólafur er giftur Margréti Sig-
urðardóttur frá Neðra-Nesi,
hinni mestu atgerfiskonu, er
verið hefir ljósmóðir í sveitinni
full 40 ár.
Börn þeirra hjóna eru Guð-
mundur, er býr ásamt föður
sínum á Sámsstöðum, kvæntur
Sigríði Brandsdótur frá Fróða-
stöðum, Þórdís húsfreyja að
Lundum í Stafholtstungum,
gift Geiri bónda Guðmundssyni
og Guðrún, gift kona í Reykja-
vík Þorkeli Kristj ánssyni. Sig-
urð son sinn misstu þau hjón
uppkominn fyrir nokkrum ár-
um. Var hann kvongaður Unni
smekkvísinnar fyrir að hafa
keypt slíkar myndir fyrir lands-
fé. Aðrir töldu afsakanlegt, að
taka myndirnar upp i skuldir,
sem ekki myndi verða greiddar
á annan hátt. Þriðju létu í ljós
eindregna ósk úm, að þessi
„list“ yrði hið skjótasta burt
úr þinghelginni og kæmi aldrei
aftur fyrir augu þingmanna.
XIII.
Máltækið segir: „Vogun vinn-
ur og vogun tapar“. Hér sáu
þingmenn með eigin augum úr-
valsmyndir eftir menn hins
nýja tíma, þeirra sem segja að
þeir einir kunni að gera mál-
verk á íslandi og eins að dæma
um list. Jafnframt þessu veit
þingið og mikill hluti þjóðar-
innar, að menntamálaráð hefir
síðan 1928 keypt í tali margra
tuga eftir hina snjöllustu lista-
menn landsins ágætar myndir.
sem prýða þinghúsið, stjórnar-
ráðið, margar opinberar bygg-
ingar, hús forsætisráðherra og
ríkisstjórabústaðinn. Þar á
þjóðin verk skáldanna í mynd-
list. Myndsýningin í þinghúsinu
er samsafn af rímlausum fer-
skeytlum. Þorgeirsboli er alger-
lega sérstaklegs eðlis. Myndin
er að efni til svo gróf, and-
styggileg og ósönn í öllu eðli
sínu, að hún mun ætíð þykja
óhafandi bæði á almannafæri
og í húsum einstakra manna.
En málarinn, sem gerði hana, er
í röð fremstu íslenzkra lista-
manna, bæði að því er snertir
flest önnur verk hans, og líka
að almennri menntun. Lista-
maðurinn valdi þessa mynd
Gísladóttur í Borgarnesi.
Kunningjar Ólafs og vinir
munu hafa sent honum marga
hlýja kveðju á afmælisdeginum
með þökk fyrir góða viðkynn-
ingu, ásamt hamingjuóskum
með langan og dáðríkan starfs-
dag. ' Bjarni Ásgeirsosn.
(Grein þessi átti að koma í
seinasta fimmtudagsblaði, en
komst þá ekki, sökum þrengsla.
Ritstj.)
Guðjón Jónsson hreppstjóri
í Hallgeirsey verður 50 ára 9.
þ. m. Guðjón hefir búið í Hall-
geirsey allan sinn búskap, rúm
20 ár, og setið jörð sína mjög
vel. Hann hefir byggt upp öll
hús á jörð sinni og vandað í-
búðarhús er steini.
Guðjón er maður vel á sig
kominn, glæsimenni í sjón og
sérstakt ljúfmenni í allri um-
gengni, söngelskur og söngmað-
ur góður.
Guðjón hefir gegnt ýmsum
trúnaðarstörfum, meðal annars
hefir hann verið hreppstjóri
rúmlega 20 ár, verið í sveitar-
stjórn jafn lengi, formaður
fræðslunefndar um 10 ára skeið,
auk ýmsra annara starfa. Öll-
um þessum störfum hefir hann
gegnt með sérstakri trú-
mennsku.
Guðjón er kvæntur Guðrúnu
Gunnarsdóttur hreppstjóra,
Hólmum', ágætri konu, og er
hún manni sínum mjög sam-
hent, enda heimilið hið á-
nægjulegasta.
Vinir hans, fjær og nær, senda
honum hlýjar kveðjur á þess-
um tímamótum æfi hans, með
þökkum fyrir vel unnin störf
og óskum um- bjarta framtíð.
V.
Þrjár þSngsál iíllögur
(Framh. af 2. síSu)
Skagfirðinga flytja tillögu um
að skora á ríkisstj órnina að
láta á næsta sumri leggja veg
yfir háhrygg Siglufjarðar-
skarðs og lúka vegagerð frá
Ketilási að Hraunum í Fljót-
um.
Svipuð tillaga var fram bor-
in á vetrarþingi 1941, og hafði
mikið fylgi, en kom aldrei til
umræðu.
Hér í Tímanum hafa áður
birtzt greinar, meðal annars
eftir Jónas Jónsson, þar sem
mjög greinilega er sýnt fram
á nauðsyn þess, að vegur verði
lagður um Siglufjarðarskarð
hið allra bráðasta.
Við þessa tillögu eyfirzku og
skagfirzku þingmannanna flyt-
ur Gísli Guðmundsson þá
breytingartillögu, að vegur um
Öxarfjarðarheiði skuli tekinn
með í þessa áskorun, og verðl
vegagerð á heiðinni lokið næsta
sumar.
eftir sig i listasafn þjóðarinn-
ar, og tiltók sjálfur borgun fyr-
ir. Þetta atvik sýnir ótvírætt,
hvílíkt glapræðl það yæri að
ætla að afhenda listamönnun-
um sjálfum valdið yfir lista-
verkakaupum. Úr því að slíkum
manni, sem Jón Stefánsson er,
voru svo mislagðar hendur, þá
er sannarlega ekki mikils að
vænta af Jóhanni Briem og
hans nótum.
XIV.
Á þessari sýningu er nakinn
kvenmaður eftir Jóhann Briem.
Um þá mynd höfðu þingmenn
þau orð, að ef allar konur væru
jafn illa vaxnar, líkastar lið-
dýrum, og með litblæ öskuhrúg-
unnar á hörundinu, þá myndi
ellihugsjón Tolstoys komast í
framkvæmd af sjálfu sér. Öll sú
aðdáun, sem karlmenn hafa
á konum myndi hverfa á
svipstundu og ekki verða eftir
annað en óbeit og leiðindi. Næst
kom andlitsmynd af Hirti
Snorrasyni. Þegar Hvanneyrar-
skólinn var fimmtugur óskuðu
gamlir nemendur Hjartar skóla-
stjóra eftir því, að mennta-
málaráð léti gera málverk af
þessum merkismanni, og léti‘
það fylgja Hvanneyrarstað.
Ráðið fól þetta einum af yngri
málurunum. Hafði sá maður
sýnt ótvíræða náttúrugáfu, og
átti ríkið eftir hann álitlega
mynd frá fyrri árum. Hann tók
að sér að gera verkið. Myndin
var borguð og send til Hvann-
eyrar. En er þangað kom, neit-
aði fjölskylda Hjartar og gamlir
lærisveinar, að hún yrði borin
i f ii r O ;i s ö I bi iii á S
landbnoaðarins
Sampykktir síðasta búnaðarþíngs
Fyrlr búnaðarþingið, er hér
sat á rökstólum á dögunum,
voru lögð allmörg erindi varð-
andi afurðasölumál landbúnað-
arins, frá búnaðarsamböndum
eða forvígismönnum þeirra.
Ræddi búnaðarþingið þessi mál
ítarlega og samþykkti ályktan-
ir um þau:
„Búnaðarþing skorar á Al-
þingi og ríkisstjórn, að verð-
bæta svo af dýrtíðarsjóði eða
ríkissjóði framleiðsluvörur land-
búnaðarins, hvort heldur þær
eru seldar á innlendum eða er-
lendum markaði, að búskapur-
inn beri sig, líkt og aðrir at-
vinnuvegir. Ennfremur lýsir
Búnaðarþingið yfir því, að það
lítur svo á, að verð það, sem út-
lit er fyrir að bændur muni fá
fyrir framleiiðsluvörur, sínar
1941, sérstaklega ull og gærur,
muni vera fjarri því að svara
til framleiðslukostnaðar. Telur
þingið, að endanlegt verð á
þessum vörum, þ. e. ull og gær-
um, til bænda, þurfi að vera
mun hærra en 1940.
Að láta nú á næsta sumri gera
ákveðna tilraun með hraðfryst-
ingu á kindakjöti, og jafnframt
framkvæma markaðsleit fyrir
það i Ameríku og Englandi.
Að taka til athugunar, hvort
ekki væri hægt að koma upp
nú þegar svo átórri skinna-
verksmiðju í landinu, að hægt
verði að verka og vinna megin-
ið af gærubirgðum frá s. 1. ári,
til þess að ekki þurfi að selja
þær úr landi fyrir lítið verð.
Jafnframt felur Búnaðar-
þingið Búnaðarfélagi íslands,
að láta fara fram árlega rann-
sókn á því, hvaða verð bændur
þurfa að fá fyrir vörur sínar,
til þess að standast kostnað við
framleiðsluna og afkoman verði
lífvænleg, þannig, að menn, sem
lifa af landbúnaði, beri jafn-
mikið úr býtum og aðrar stétt-
ir þjóðfélagsins, miðað við
vinnutíma þeirra.“
í greinargerð fyrir afgreiðslu
málsins á Búnaðarþingi segir:
Það er augljóst mál og öllum
kunnugt, að kostnaður við
framleiðslu búsafurða hefir auk-
izt stórkostlega, að mikil verð-
hækkun er óumflýjanleg, ef
ekki á allt um koll að keyra, þvi
afleiðingar af taprekstri frá ári
til árs á hvaða atvinnugrein-
um sem er, hafa fyrr eða seinna
í för með sér, að grípa verður
til neyðarráðstafana.
Væri hér um atvinnuveg að
ræða, er litla þýðingu hefði
fyrir þjóðfélagið, væri ekki á-
stæða til sérstakra aðgerða, en
nú er svo ástatt, að þjóðin get-
ur þurft að treysta að mestu
leyti á þær atvinnugreinar, er
framleiða neyzluvörur, og þá á
landbúnaðinn sérstaklega, og
eru því engar ráðstafanir land-
búnaðinum til bjargar of dýru
verði keyptar.
Nefnd sú, er um málið fjallaði,
lýsir því ennfremur yfir, að
verðið á landbúnaðarafurðum
hafi verið alls ófullnægjandi
1941 með þvi verðlagl, sem útlit
er fyrir að fáist fyrir ull og
gærur.
Þá tekur nefndin það fram,
að nauðsynlegt sé að hindra
allan misskilning og tortryggni
milli neytenda og framleiðenda,
og til að útiloka hann sé nauð-
synlegt, að það liggi skýrt fyrir,
hve hátt verð bændum sé nauð-
synlegt að fá til að þeir geti
rekið heilbrigðan búrekstur, og
er Búnaðarfélag íslands sjálf-
sagður aðili til að fella dóm um,
hvaða verðlag þurfi að vera á
vörum bænda á hverjum tíma.
Samband ísl. samvinnufélae/a.
Athugið:
Fyrir hverja krónu, sem þér kaupið í kaupfélagi,
fáið þér eins mikið og unnt er.
inn i skólahúsið. Fékk mennta-
málaráð hana senda aftur. Lá
hún við hlið Þorgeirsbola og
málverka eftlr menn hins
nýja tíma í geymslurúmi
menntamálaráðs á Arnarhváli,
þar til hún fór á sýninguna í
þinghúsinu. Dómur þingmanna
um málverkið var sá, að eftir
myndlnni hefði þessi skólastjóri
á Hvanneyri verið eins og illa
stunginn leirhnaus. Það er full-
víst, að svo illa gerð og lygileg
mynd verður aldrei höfð til
sýnis til minningar um Hjört
Snorrason.
Næst koma nokkrar myndir,
sem eru bein eftirstæling af
því andlausasta og vesalasta,
sem til er í franskri úrkynjun-
arlist frá síðari árum. Þar er
hrúgað saman sterkum litar-
klessum, með svipaðri tækni og
krakkar gera, er þau hafa til
umráða litsterka blýanta. Þar
sjást í sjóþorpi alla vega af-
skræmdar persónur. Þar á með-
al kvenfólk með horn. Á tog-
urum vinna hauslausir hásetar
að því að velta olíutunnum frá
Héðni Valdimarssyni. Þegar
stúlka heldur á opinni bók, eru
blaðsíðurnar öðru megin þriðj-
ungi breiðari heldur en hinn
hluti bókarinnar. Þegar lista-
maðurinn horfir út um glugga
á húsi við Húnaflóa, eru glugga-
tjöldin ósamstæðar tjáslur, og
gluggapóstarnir jafn skakkir
eins og hugsun myndgerða-
mannsins.
Niðurstaða sýningarinnar
mun vera sú, að þingmönnum
sé nú ljóst, að hér er sannar-
(Framh. á 4. síðu)
Um skattafrumv. nýju
(Framh. af 2. siðu)
þessu þingi líða í fullkomnu að-
gerðarleysi í skattamálunum. —
Hvers vegna lögðu þeir ekki
fram sínar tillögur og börðust
fyrir þeim? Er það kannske
vegna þess, að það er öruggara
að koma við yfirboðum, ef
menn vita, hvað hinir ætla sér?
— Þá eru menn líka tryggðir
fyrir þeim slysum, að „yfirboð-
in“verði í reyndinni„undirboð“!
Nú hefir verið lagt fram
frumvarp á Alþingi, sem trygg-
ir afnám „frádráttarreglunn-
ar“, og er það eina úrræðið til
þess að tryggja háa skatta af
stríðsgróðanum. Hvað segir svo
Alþfl, sem heldur því fram, að
engum sé treystandi nema hon-
um til þess að skattleggja
stríðsgróðann, um þetta frv?
Framsögumaður flokksins við
1. umr. málsins á Alþingi kvaðst
vilja taka sér frest til þess að
athuga nánar, hvort hann yrði
fylgjandi afnámi frádráttar-
fyrirkomulagsins eða ekki. —
Framsögumaður Alþýðuflokks-
ins í skattamálum hefir m. ö.
o. ekki ennþá, — í marzbyrjun
1942, á þriðja stríðsgróðaárinu,
— gert sér grein fyrir því, hvort
afnema beri frádráttarergluna,
sem er þó höfuðskilyrði þess, að
hækkun .stríðsgróðaskattstigans
nái tilgangi sínum.
Af þessari afstöðu flokksins
má svo sem nokkuð marka,
hvað áunnizt hefði um þetta
grundvallaratriði skattamál-
anna, ef Alþýðuflokkurinn hefði
átt að hafa forustuna.
Ég mun síðar gera nokkra
grein fyrir skattlagningu hluta-
félaga og sjóði þeirra.
NIGLIMGAR
milli Bretlands og íslands halda áfram,
eins og að undanförnu. Höfum 3—4
skip í förum. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
Culliford & Clark Ltd.
BRADLEYS CHAMBERS,
LONDON STREET, FLEETWOOD.
Erlendir ullarsokkar hafa verið auglýst-
ir hér undanfarið af miklu kappi. —
Vér höfum ávalt íyrirliggjandi fjöl-
breytt úrval af íslenzkum ullarsokkum,
sem eru alveg eins fíngerðir og þeir er-
lendu, en auk þess mjög hlýir, ódýrir og
endingargóðir. — íslenzku sokkarnir
eru seldir í verksmlðjuútsölu Iðunnar
og Gefjunar í Aðalstræti og ýmsum öðr-
um vefnaðarvöruverzlunum i Reykja-
vik. Út um land fást sokkarnir hjá
flestum kaupfélögum og mörgum kaup-
mannaverzlunum. — í heildsölu hjá
Sambandi ísl. samvinnufél., Reykjavík.
Ert þú kaupandi Dvalar?
Tímaritið Dvöl kemur út fjórum sinnum á ári, hvert
hefti að minnsta kosti 80 lesmálssiður. Dvöl flytur úr-
vals sögur i góðri þýðingu, ferðasögur, greinar um
margvísleg efni, ljóð og íslenzkar sögur, bókmennta-
pistla og margt fleira. Margir þekktir menntamenn og
og sum beztu skáld og rithöfundar þjóðarinnar hafa
heitið ritinu stuðningi sínum i framtíðinni.
Gerizt þegar kaupendur DVALAR. Hún kostar aðeins 10 kr. á ári.
TÍMARITIÐ DVÖL
Sími 2353. Pósthólf 1044. Lindargötu 9 A.
Reykjavík.
424
Victor Hugo:
Esmeralda
421
V. KAFLI.
Lykillinn aff rauffa hliffinu.
Nú hafði erkidjáknanum borizt til
eyrna sagan um undankomu Tatara-
stúlkunnar.
Hann vissi varla, hvemig hann átti
að bregðast við þessum óvæntu tíðind-
um. Hann hafði sætt sig við það, að
Esmeralda væri dauð. Hann hafði tæmt
bikar þjáninganna í botn og öðlast frið.
Hjarta mannsins getur ekki hryggt og
þjáðst nema að vissu marki. Það er
svampur. Þegar svampurinn hefir sog-
ið í sig eins mikið vatn og I honum
rúmast, er svo nákvæmlega sama þó að
allur veraldarsjórinn belji á honum: í
svampinum rúmast ekki einn einasti
vatnsdropi umfram það, sem hann hef-
ir þegar í sig drukkið. Við dauða Es-
meröldu hafði svampur hjarta hans
gegnvöknað, og allt, sem af þessum
heimi var, var honum eilíflega glatað
— og skipti hann engu.
Þegar hann komst að raun um, að
Esmeralda og Föbus voru bæði á lífi,
hófst baráttan og hugarkvölin að nýju.
Hann lokaði sig inni og lét aldrei sjá
sig við bænagerðir, messusöngva né
guðsþjónustur. Hann bannaði öllum að
koma til sin, jafnvel biskupnum. Stund-
ir liðu fram, margar vikur. Fólk hélt,
— Tatarastúlkan! Hver ert þú? Ert
þú afturganga?
Um leið greip hann til sverðs síns.
— Flýttu þér, flýttu þér, hrópaði
Kvaslmodo og togaði í tauminn. Þessa
leið.
Föbus sparkaði í bringuna á honum,
eins snöggt og hann mátti við koma.
Augu Kvasimodos skutu gneistum, og
hann gerði sig líklegan til þess að ráð-
ast á liðsforingjann. Þó hlífðist hann
við því og sagði:
— Sæll er sá, sem einhver elskar.
Hann lagði megináherzlu á orðið
„einhver." Svo sleppti hann taumnum
og sagði:
— Af stað þá!
Og Föbus sló i og reið burt há-
bölvandi. Brátt hvarf hann Kvasi-
modo sýnum í myrkrinu.
— Ja, guð minn góður, tautaði hann,
að segja nei við slíku boði!
Síðan rölti hann inn í Frúarkirkjuna,
kveikti ljós í kolu sinni og haltraði
upp stigana. Tatarastúlkan beið hans
enn, eins og hann átti von á. Hún
hljóp á móti honum undir eins og hún
varð hans vör.
— Einn, yeinaði hún i örvæntingu.
— Ég fann hann hvergi, svaraði
Kvasimodo mæðulega.