Tíminn - 16.04.1942, Page 3

Tíminn - 16.04.1942, Page 3
32. blað TÍMIMV. finmitudaglim 16. apríl 1942 123 ANNÁLL Afmæli. Guðmundur lýðsson á Fjalli í Skeiðahreppi,Vérður 75 ára hinn 17. apríl n. k. Hann er fæddur að Hlíð í Gnúpverjahreppi 17. apríl 1867. Foreldrar hans voru Lýður Guðmundsson hrepp- stjóri í Hlíð, Þorsteinssonar hreppstjóra, ættuðum frá Skarfanesi í Landsveit, og Aldís Pálsdóttir frá Brúnastöðum í Hraungerðishreppi. Heimilið í Hlíð var að dómi kunnugra manna eitt hinna traustu og myndarlegu fróð- leiks- og athafnaheimila, sem menning sveitafólks á íslandi hefir sótt rætur sínar til. Mátti um það segja, að samhliða ör- uggri stjórnsemi og reglu, væri það skóli fyrir þá unglinga, sem þar ólust upp. Þar var dag hvern tekinn sérstakur tími til lesturs og fróðleiksiðkana. Með þetta andlega veganesti gekk Guðmundur út í lífið. Dvaldi hann hjá foreldrum sínum í Hlíð til 35 ára aldurs, að því undanskildu, að nokkru eftir tvítugsaldur var hann eitt ár á Stóru-Völlum í Bárðardal. Var á þeim árum nokkuð stundað af Sunnlendingum, að ferðast norður, dvelja þar um tíma og kynnast búskaparhátt- um Norðlendinga, og þá sér- staklega hinni þekktu fjárrækt þeirra, sem þá var mjög rómuð, og s.tóð fjárrækt Sunnlendinga nokkru framar um þær mund- ir. Árið 1902 fluttist Guðmund- ur að Fjalli og reisti þar bú á % jarðarinnar. Er því á næsta vori 40 ára búsetuafmæli hans þar. jörðin Fjall er einn þeirra staða, sem þeir, er þar hafa átt heima eða alizt þar upp á, munu lengi minnast með hlýju. Bæj- arhús öll standa á rótum Vörðu- fells vestanverðum og blasir þar við augum hinn víði faðm- ur suðurlandsundirlendlsins, sem margan hrífur, ekki sizt, þegar kvöldsólin vermir hinn víðáttumikla fjallahring. Á fyrri hluta 18. aldar og nokkuð fram eftir henni, bjá að Fjalli Ófeigur Vigfússon, sem kallaður var hinn ríki og ýmsir hafa heyrt getið. Þótt hann væri langt á undan sinni sam- tíð með allar framkvæmdir, hafði það ekki haft varanlegt gildi fyrir jörðina, svo að verk- efni var mikið fyrlr áhuga- mann, sem trúði á mátt mold- arinnar og ræktun. Þegar Guðmundur kom þar, var jörðin í eign ýmsra afkom- enda Ófeigs, sem þá voru orðn- ir fjölda margir, og höfðu sum- ir þeirra búið þar eftir hann. Á fyrstu árum sínum að Fjalli keypti Guðmundur þessa parta og varð því fljótlega eigandi þess hluta jarðarinnar, sem hann hefir búið á síðan. Hófst Guðmundur þegar handa um framkvæmdir, bygg- ingar og ræktun. Hefir hann reist frá grunni öll hús á jörð- inni. Árið 1928 bygði hann vandað íbúðarhús úr stein- steypu, eitt hinna fyrstu, er reist var þar um slóðir. Jafn- framt þessu girti hann tún og engjar. Á fyrstu árum sínum að Fjalli byrjaði hann að slétta túnið, sem allt var að meiru eða | minna leyti þýft. Var hann fyrsti maður hér í hreppi til þess að nota plóg við þær fram- kvæmdir, og þó að atorkumeiri verkfæri hafi tekið þar við á seinn árum, hefir hann aldrei lagt plóginn á hilluna. Nokkuð er erfitt til ræktunar að Fjalli. Fj allshlíðin, sem ligg- ur að túninu öðrum megin, spyrnir við fótum, en hins veg- ar er blaut og gróðurlítil mýri, sem með dugnaði og þraut- seigju hefir nú verið breytt i grænan töðuvöll, enda gefur túnið nú orðið af sér um 600 hesta af töðu. Þótt starf bóndans útheimti alla hans starfsorku og athafn- ir, er nú samt svo háttað, að margir þeirra eru kallaðir til þess að sinna öðrum störfum í þágu sveitar sinnar og þjóðfé- lagsheildarinnar. Er Guðmund- ur einn þeirra manna, sem þar hefir átt verulegan þátt i. Þegar Guðmundur hóf bú- skap að Fjalli, var kaupgeta al- mennings mjög takmörkuð og verzlunaraðstaða hér um slóðir hin erfiðasta. Útflutningur lif- andi sauðfjár til Bretlands var þá dottinn úr sögunni og sölu- vörur bænda verðlagðar og metnar eftir geðþótta kaup- manna, sem báru hag almenn- ins í landinu minna fyrir brjósti en sinn eigin hag. Á þessum ár- um voru leiðandi menn, og þá Herzla og hreinsnn síldarlýsis - Þingsályktunartíll. irá Framsóknarmönnum - Þrír þingmenn Framsóknar- flokksins, þeir Ingvar Pálma- son, Skúli Guðmundsson og Gísli Guðmundsson flytja á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að ríkisstj órnin láti rannsaka fyrir næsta þing mögulelkana til að reisa verksmiðju til að hreinsa og herða síldarlýsi. í greinargerð fyrri tillögunni seg ir m. a.: Það er alkunna, að verðmun- ur á hálfunnum eða fullunnum vörum annars vegar og svo köll- uðum hráefnum hins vegar er yfirleitt meiri en vinnslukostn- aði nemur. Um verksmiðjuna, sem vinnur úr hráefninu, gildir sama regla og um milliliði í verzlun. Hún vill hafa gróða af starfsemi sinni. Þegar af þess- ari ástæðu mún það yfirleitt vera talið hagkvæmt hverri þjóð, að flytja út unna vöru fremur en óunna. Einnig af gjaldeyris- og atvinnuástæðum má telja æskilegt, að þessi leið sé farin eftir því, sem verða má, a. m. k. á venjulegum tímum. Síldarlýsi er nú orðið ein að- alútflutningsvara landsmanna. Árið 1940 framleiddu slldar- verksmiðjurnar um 37 þús. smá- lestir af þessari vöru. (Meðaltal áranna 1936—40 er um 24 þús. smál.) Var síldarafli að vísu ó- venju mikill það ár, en þess er þá jafnframt að geta, að ekki er óeðlilegt, að verksmiðjum verði eitthvað fjölgað síðar meir og síldarflotinn aukinn. Öll er þessi vara flutt út óunn- in. En tillaga sú, sem hér er fram borin, lýtur að því, að rannsakaðir séu möguleikar til að gera úr henni verðmeiri og e. t. v. seljanlegri vöru, áður en hún er flutt úr landi, og þá jafnframt til notkunar innan lands í stað feitmetis, sem nú er flutt inn frá öðrum löndum. Upplýsingar þær um hreinsun og herzlu lýsis, sem hér fara á eftir, eru í aðalatriðum teknar eftir erindi Trausta Ólafssonar efnafræðings, sem prentað er í Tímariti Verkfræðingafélags ís- lands árið 1940, en erindi þetta er að mestu samhljóða skýrslu, sem fyrrnefndur efnafræðing- ur gaf atvinnumálaráðuneytinu um þetta mál. Það eru nú um 30 ár síðan byrjað var að herða fljótandi feiti til kerta- og sápugerðar. Síðar (í fyrri heimsstyrjöld- inni) var farið að herða feiti til matar og þá einkum til smjörlíkisgerðar. Þarf þá að hreinsa feitina tvisvar, fyrir og eftir herzluna. Á árunum 1929 —1932 voru hert samtals um 470 þús smál. af lýsi að meðal- tali árlega í þeim löndum, sem sérstaklega Sigurður Sigurðs- son frá Langholti, farnir að beita sér fyrir stofnun rjóma- búa í þeim tilgangi, að gera smjör til útflutnings. Fyrsta árið, sem Guðmundur bjó að Fjalli, fór hann þegar að vinna að stofnun rjómabús fyrir Skeiðahrepp. Var búið reist vorið 1903 við Framnes- læk. Var Guðmundur formað- ur þess alla tíð, meðan það starfaði eða til ársins 1916, að það var lagt niður. Afleiðingar þáverandi styrjaldar, og það umrót, sem hún olli, orsakaði m. a. það, að markaður fyrir smjör í Englandi þvarr. Það má nú fullyrða, að stofnun rjóma- búsins og starfræksla þessi ár, er það starfaði, rýmkaði mjög um fjárhag bænda í hreppnum, og var fyrsti vísirinn til meira samtaka og betri afkomuskll- yrða, sem óneitanlega hafa breytzt í betra horf á seinni ár- um. Þetta er aðeins einn iiður í starfi .Guðmundar í þágu sveitarfélagsins. Auk þessa hafa honum verið falin ýms trúnað- arstörf. í hreppsnefnd hefir hann átt sæti nær óslitið frá 1904 til 1938, og á sýslunefnd frá 1908 til 1919 og frá 1926 til 1938, eða þar til hann neitaði kosningu til þessara starfa. Leit hann svo á, að hið eðlilega væri, að menn drægju sig í hlé, þeg- ar aldurinn fer að færast yfir þá, og unga kynslóðin tæki við, sem framtíðin á. Einnig var harni, þá er Skeiðáráveitufélag- ið var stofnað, kosinn í stjórn þess, og hefir starfað þar nær óslitið síðar. Formaður Spari- sjóðs Skeiðahrepps varð hann við stofnun hans 1912, og er það enn. Ég hefi hér minnst á nokkra þætti í lífi Guðmundar að Fjalli, en fleira mætti upp telja. En þó er sá, sem hver maður, er honum kynnist, hlýtur að veita athygli. Hann er mjög frjálshuga og fordómslaus í hugsun og verki, en hefir ekki ætíð farið troðnar leiðir sam- ferðamanna sinna um dagana, en á þó í ríkum mæli festu og drenglund, sem skapað hefir honum traust, jafnvel hjá þeim, sem ekki skildu framsýni hans og viðhorf til margra mála. Eins og margir umbótamenn, sem horfa fram í tímann, hefir Guðmundur að Fjalli ekki ein- göngu látið sig hinar verklegu umbætur og trúnaðarstörf skipta, heldur er hann sjálfur fróður og víðlesinn, og þó sér- staklega á hinar fornu bók- menntir. Fyrir augum gestsins, er inn kemur í svefnherbergi Guðmundar, blasa við í bóka- skáp hans allar íslendingasög- urnar, í góðu bandi. Er það ekki algengt nú á dögum, enda þarf ekki að tala lengi við hann, til aðallega hafa þessa starfsemi með höndum. Til matar er tal- ið, að aðallega hafi verið hert hvallýsi, en þó má ganga úr frá, að slldarlýsi hafi einnig verið notað á sama hátt, þótt eigi sé það gert uppskátt. Atvinnudeild háskólans hefir þegar gert til- raunir til að herða síldarlýsi til matar, með góðum árangri. Mundi þáð verða einn liðurinn í rannsókn þeirri, sem hér er farið fram á, að afla innanlands vísindalegrar niðurstöðu í þessu efni, með aðstoð atvinnudeild- arinnar. Lýsisherzla fer i aðalatriðum fram á þann hátt, að vatnsefni (sem framleitt er með raforku) er látið streyma gegnum lýsið, en jafnframt verður að hita lýs- ið upp í 180—200 stig og blanda það öðrum efnum, sem kaupa þarf frá útlöndum. Hægt er að herða lýsið mikið eða lítið, eftir því, til hvers nota skal, en við herzluna, jafnvel þótt lítil sé, hverfur lýsislyktin. Vél- ar og áhöld til þessara starf- semi eru allmargbrotin, og til hennar þyrfti allmikinn húsa- kost. Það, sem hægt væri að leggja fram innanlands til vinnslunnar, er aðallega vinnu- afl og raforka — auk síldarlýs- isins sjálfs. í áðurnefndu erindi Trausta Ólafssonar er gerð bráðabirgða- áætlun um stofnkostnað verk- smiðju, sem ynni úr 7500 smál. af lýsi á ári (um 25 smál. dag- lega), og er miðað við verðlag eins og það var fyrir stríð. Sam- kvæmt þeirri áætlun átti verk- (Framh. á 4. sídu) þess að verða þess var, að af þeim hefir hann haft náin kynni, því að alltaf hfir hann á takteinum hnyttiyrði og spak- mæli Forn-íslendinga og ann- arra norrænna manna. Þetta er það, sem menn verða ekki oft varir við í fari manna yfirleitt, en allir þeir, er unna íslenzkrl tungu og sögu telja, að sízt megi rotna upp í okkar þjóð- erni. Guðmundur er kvæntur Ingi- björgu Jónsdóttur frá Holti í Etokkseyrarhreppi, hinni á- gætustu konu, sem stutt hefir mann sinn til þeirrar nýsköp- unar, er hann hefir innt af hendi að Fjalli, byggt upp með honum það heimili, sem telja má í fremstu röð, og verið hin sanna móðir við uppeldi barna þeirra, sem þau hafa verið sam- hent um að þroska sem bezt undir lífsstarfið. Ég hygg því, að um Guðmund megi segja, að hann hafi verið farsæll og framsýnn starfsmað- ur, notið margra ánægulegra stunda um æfina við að sjá á- form sín og fyrirætlanir ræt- ast. Þar sem ein dóttir hans býr nú orðið á y4 hluta jarðar- innar, og Lýður sonur hans nú í seinni tíð verið hans önnur hönd við búrekstur og fram- kvæmdir, er nokkur von til þess að jörðin, með þeim verkum, sem Guðmundur hefir þar innt af hendi, muni ekki ganga úr ættnni. Nógu margar eru þær fjölskyldur, sem leysast upp og hverfa frá þeim verkum, sem feður þeirra hafa lagt sína krafta fram í að endurbæta og fullkomna til afhendingar hinni úppvaxandi kynslóð á hverjum tíma. Á þessum tímamótum i æfi Guðmundar þökkum við vinir hans og sveitungar honum það, sem liðið er, störf hans 1 þágu sveitarfélagsins og þann skerf, er hann hefir lagt fram til við- reisnar sinni stétt, og óskum honum og fjölskyldu hans allra heilla í framtíðinni. E. J. Kjósendaproski (Framh. af 2. slOu) leg, sé þau krufin til mergjar. Ef blaðið á við þá kjósendur Sjálfstæðisflokksins, er kusu með honum 15. marz, eru þessi ummæli vitaskuld ekkert annað en hugsunarvilla af aumasta tagi. Auðvitað hafa engir af núverandi kjósendum neins flokks látið ,blekkjast“ til fylgis við aðra flokka — og eru því allir „þroskuðustu kjósendur landsins.“ Eigi blaðið hins vegar við al- þingiskosningarnar 1937, eða bæjarstjórnarkosningarnar 1938 verður ekki í kringúm þá stað- reynd komizt, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefir tapað fylgi í Reykjavík. Hvert hefir það fylgi flutzt? Til kommúnista. Ályktun ritstjóra Morgun- blaðsins: „Kjósendur Sjálfstæðisflokks- ins eru þroskuðustu kjósendur landsins." Skf. Samband ísl. samvinnufélaqa. í Bréfaskóla S. Í.S. eru kenndar eftirfarandi námsgreinar: Skipulag og starfshættir Sam- vinnufélaga. Fundarstjórn og fundarTeglur. Enska. Bókfærsla I og II. íslenzka. Búrekningar. Frá Ríkisútvarpínu V iðjíe rðaistwfiiii og Viðtækjasmið|aii eru fluttar á Ægísgötu 7 í R.vík. Ríkisútvarpíð. HIGLI^GAR milli Bretlands og Islands halda áfram, eins og að imdanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist CulliSord & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Tilkynning: frá ríkisstjórnínni Brezku hernaðaryfirvöldin hafa talið nauðsynlegt að | lýsa Skerjafjörð bannsvæði austan línu, sem hugsast dreg- in milli sjómerkisins í Suðurnesi og sjómerkisins á Eyri á Álftanesi. Öllum fiskibátum og öðrum bátum og skipum er því j bönnuð umferð og dvöl á þessu svæði. í dagsbirtu er fiski- bátum þó heimilt að fara beina leið út á fiskimið utan bannsvæðisins frá útgerðarstöð og heim aftur. Reykjavík, 14 apríl 1942. 440 Victor Hugo: — Ég get ekki sagt þér það með fullri vissu, en bezt gæti ég trúað því, að þeir hefðu hengt hana. — Þú heldur það? — Já, en þó vil ég ekki fullyrða það, því að ég freistaði undankomu, þegar ég sá, hvað til stóð. — Og þetta er allt, sem þér er kunn- ugt? — Nei, vertu annars svolítið rólegur. Mér hefir verið tjáð, að hún hafi flúið til Frúarkirkjunnar og sé þar örugg. Þetta gladdi mig auðvitað mjög mikið. Þó fékk ég ekkert um það að vita, hvort geitin hefði komizt þangað með henni eða ekki. En lengra nær vitneskja mín heldur ekki. — Þá er ég þér fróðari, mælti erki- djákninn þrumuröddu. — Það er satt, hún flýði til Frúarkirkjunnar. En að þrem dögum liðnum verður hún tekin með valdi í griðastað sínum og hengd á Greifatorginu samkvæmt boði þongs- íns. — Þetta eru óhugnanlegar fréttir, mælti Gringoire. Presturinn hafði misst stjórn á 'skapi sínu um stund en stillti sig brátt aftur. — Hver andskotinn skyldi annars hafa fyrir þessu gengizt, hélt skáldið áfram máli sínu. — Gátu þeir ekki lát- ið þingið óáreitt? Hverjum má það að Esmeralda 437 — Með hvaða hætti aflar þú þér lífsviðurværis? — Ég rita öðru hvoru ljóð og harm- leiki, en mestra tekna afla ég mér þó sem trúðleikari. — Það er lítilmótlegt hlutskipti fyrir heimspeking. — Það er þó jafnvægi, svaraði Grin- goire. — Hugsuður finnur það hvar- vetna. — Rétt er það! anzaði erkidjákninn. Eftir stundarþögn hélt hann máli sínu áfram: — Kjör þín eru nú eigi að síður kröpp. — Kröpp! Já, satt er það. En óham- ingjusamur er ég ekki. í þessari andrá barst hófatak að eyrum þeirra. Hópur konunglegra boga- skyttna reið framhjá með burtstengur sínar á lofti og liðsforingja í fylking- arbrjósti. — Hví virðir þú liðsforingjann svo gaumgæfilega fyrir þér? mælti Gringo- ire við erkidjáknann. — Sökum þess, að mér virðist ég þekkja hann. — Hvert er þá nafn hans? — Ég held, að hann heiti Föbus de Chateaupers, svaraði Claude. — Föbus! Það er sérkennilegt heiti.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.