Tíminn - 18.04.1942, Side 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON:
PORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON
ÚTGEPANDI:
FR AMSÓKN ARFLOKKURINN.
26. ár.
ISeykjavík, laugardaglnn 18. apríl 1942
33. blað
Afstaða Framsóknarflokksins til
stjórnarskrárbrevtingar o;
Jónas Jónsson
Veízlufagnaður
á elleítu stund
tveggja þingkosninga
- Víðtal við forsætlsráðherra -
Öll blöð bæjarins hafa nú skýrt frá því, að stjórnar-
skrárnefndin 1 neðri deild hafi klofnað og muni fulltrúar
Framsóknarflokksins flytja rökstudda dagskrá um frá-
vísun málsins. Jafnframt hafa þau skýrt frá því, að
Framsóknarflokkurinn hafi látið fulltrúa sína í nefnd-
inni skýra frá því, að flokkurinn myndi láta forsætis-
ráðherra biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt, ef dag-
skráin verður felld, og ráðherrar flokksins myndu þá
heldur ekki gegna stjórnarstörfum til bráðabirgða.
Tíminn hefir talið rétt, að fá
Sigurður Nordal hefir aldrei
haft þinglukku. Þegar honum
buðust hærri laun í Noregi en
hér, var það ekki áreynslulaust
fyrir Framsóknarmenn, að fá
laun hans hækkuð með Alþing-
íssamþykkt. Síðar skrifaði Nor-
dal Alþingi ráðleggingar um
störf þess. Var hann þá studd-
ur af listamönnum, svo sem Al-
exander Jóhannessyni, Páli fs-
ólfssyni, Jónasi Þorbergssyni o.
fl. — Ráðlegging Nordals var að
engu höfð í Alþingi. Næst komu
á vegum Nordals nokkrir lista-
menn og myndgerðarmenn. Rit-
uðu þeir Alþingi og sögðu sjálfa
sig eina hafa vit á list og álitu
annað fólk ófært til að dæma
um listræn málefni, líkt og
blindur maður um prentað mál.
Menntamálanefnd neðri deild-
ar lét þetta plagg í skjalasafn
þingsins með góðlátlegu brosi.
Alþingi tók enganveginn líklega
í þá kenningu, að þjóðin væri
jafn fávís og smekklaus eins og
höf. þessir vildu vera láta. Enn
fer Nordal á stúfana, og allt af
á vegum húsbænda sinna.þelrra
sem eiga að gefa út „Arf ís-
lendinga.“ Hann safnar að sér
i*úmlega 60 mönnum og sendir
Alþingl enn bréf. Efnislegur
kjarni þess er sá, að þetta fólk
og þeirra líkar eigi að setjast
að veizlufagnaði hjá ríkissjóði,
hafa þar föst laun og jötu, án
tillits til framkomu eða tiiverkn-
aðar. Óvissuna um ríkisframlag-
ið telur Nordal óviðeigandi. Ef
rakinn er hugsunarháttur Nor-
dals og samherja hans, þá er
hann þessi. Menn eins og Þor-
valdur Skúlason eða Jóhann
Briem eru snillingar á borð við
Snorra Sturluson. Skáld og
llstamenn einir hafa vit á að
dæma um fagurfræðileg efni.
Allir aðrir borgarar landsins
hafa alls ekkert vit á þess hátt-
ar fræðum. Skáld og listamenn
eiga að vera á lífstíðarlaunum
hjá ríkinu, og þeim ríflegum.
Skáldin og listamennirnir eiga
á hverju árl að tilkynna Al-
þingi, hvaða nýja snillinga eigi
að taka á föst laun. Þar sem
þingmenn eins og aðrir borg-
arar hafa alls ekkert vit á gildi
þessara andans manna, eiga
þeir möglunarlaust að hlýða
fyrirskipun stéttarfélags þess,
sem mannhópar þessir mynda.
Nordal er vel ritfær maður,
þegar hann fæst við þau efni,
sem hann ber kennsl á. En hann
hefir ekki sýnt neinn þroska 1
þjóðmálum. Og eftir að hann
gerðist fastur griðmaður hjá
útgáfufyrirtæki kommúnista,
hafa tillögur hans um þau efni,
er þeir láta sig máli skipta,
mótast i öllum aðalatriðum af
vilja þessara samstarfsmanna.
Það þarf ekki að f jölyrða um
það, að allir menn, sem hugsa
sér að ísienzka þjóðin eigi að
lifa frjáls í sínu landi, eru ekki
aðeins á móti pólitík kommún-
ista í landsmálum, heldur og
öllu bakferli þeirra og leyniá-
róðri, hvar sem hann kemur
fram. Sigurður Nordal er nú
orðinn útbreiðslustjóri hinnar
erlendu stefnu á vissu sviði.
Hann er látinn nota fyrrver-
andl vlnsældir sínar og ýmsa
aðra aðstöðu, það sem hún nær.
Grein myndgerðarmannanna
(Framh, á 4. siOu)
nánarl upplýsingar um þessl
mál hjá Hermanni Jónassyni
forsætisráðherra.
— Hvaða ákvarðanir hefir
Framsóknarflokkurinn tekið í
þessu máli?
— Þingmenn Framsóknar-
flokksins og miðstjórn hans
hafa einum rómi samþykkt fyrir
nokkrum dögum, að ef dag-
skrártillaga flokksins í kjör-
dæmamálinu verður felld, verði
ekki hjá því komizt, að ráðherr-
ar flokksins segi af sér og gegni
ekki störfum til bráðabirgða.
í samræmi við þessa ákvörð-
un ritaði ég formanni Sjálf
stæðisflokksins bréf 15. þ. m.,
þar sem ég skýrði honum frá
þessari ákvörðun Framsóknar-
flokksins, til þess að flokkar
þeir, sem að stjórnarskrár-
breytingu ætla að standa, hagi
vinunbrögðum sínum í sam-
ræmi vlð það.
Jafnframt lét ég formann Al-
þýðuflokksins, sem beitir sér
fyrir samþykkt kjördæmabreyt-
ingarinnar, vita um þessa á-
kvörðun.
Ég hefi einnig skýrt rikis-
stjóra frá því, hvernig þessi mál
stæðu.
— Þetta er þá tilkynningin
sem Alþýðublaðið kallar „hót-
anir“ yðar?
— Já, það hefir talið hent-
ugt að nota það nafn. En eins
og bréfið ber með sér, einkum
niðurlag þess, er það sent til
þess að koma í veg fyrir öng-
þveiti vi*5 stjórnarskiptin.
Bréfið sýnlr, að við ráðherrar
Framsóknarflokksins munum
fara frá völdum jafnskjótt og
dagskrártillagan verður felld á
Alþingi, og munum ekki undir
nokkrum kringumstæðum gegna
ráðherrastörfum til bráða-
birgða. Þegar flokkarnír, sem
að stjórnarskrárbreytingunni
standa, vita þetta fyrirfram, er
þeim í lófa lagið, að hafa til-
búna nýja ríklsstjórn, um leið
og þeir fella dagskrártillöguna.
Bréf mitt er öryggisráðstöfun
til að koma 1 veg fyrir, að þeir
flokkar verði þá óundirbúnir að
taka við stjórnarstörfum.
Það er næsta broslegt að kalla
þetta hótun, þvi vitanlega hefir
Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu-
flokknum verið það fullljóst, að
ráðherrar Framsóknarflokks-
ins mundu ekki verða áfram i
ríkisstjórn, ef sýnt er, að
stjórnarskrárfrumfarpið á að
ganga fram. Frumvarpið er lika
beinlínis borið fram til þess að
spilla stjórnarsamvinnunni.
— Hefir Sjálfstæðisflokknum
ekki verið IJóst fyrir löngu, að
Framsóknarflokkurinn myndl
hætta þátttöku í rikisstjórn, ef
stjórnarskrárbreyting yrðl gerð
með þessum hætti?
— Jú. Sjálístæðismönnum
hefir verið það kunnugt löngu
áður en ég tilkynnti formanni
flokksins það bréflega hinn
15. apríl. Þegar ráðið var fram
úr þeim erfiðleikum, sem voru
um síðastliðin áramót á sam-
vinnu flokkanna um lands-
stjórn, ræddi stjórnin ltarlega
um alla þá erfiðleika, er gætu
orðið til hindrunar samstarfi á
næstunni. Þá voru samningar
gerðir um afgreiðslu skatta-
mála ög ýmissa fleiri mála, til
þess að trygja samstarfið og
verja það áföllum. Þá kom og í
ljós, svo glöggt sem verða mátti,
að Framsóknarflokkurinn
myndi láta stjórnarskrárbreyt-
ingu á þessum viðsjárverðu
tímum, varða fullkomnum sam-
vinnuslitum um ríkisstjórn.
— Var þá nokkuð rætt um
kosningaírestun?
— Kosningafrestun var aldrei
gerð að samningsatriði eða skil-
yrði fyrir áframhaldandi
stjórnarsamstarfi, þótt svo hafi
verið skýrt frá í Alþýðublaðinu.
Það var álitið sjálfsagt, eftir að
ákveðið var að láta bæjar-
stjórnarkosningar fara fram, að
ekki yrðl frestað alþingiskosn-
ingum nú i sumar. — Það er þvi
á fullkomnum misskilningi
byggt, að það sé eitthvað alveg
nýtt, að kosningar eigi að fara
fram í sumar. Allir flokkar hafa
gert ráð fyrir alþingiskosning-
um í sumar, og því hefir verið
margyfirlýst af öllum flokks-
blöðunum nú um margra mán-
aða skeið. Það er llka auðséð,
að hversu nauðsynleg sem
kosningafrestun kynni að vera,
þá er hún óframkvæmanleg
með þeirri pólitisku aðstöðu,
sem er í landinu, og eftir að
farið hefir verið með kosninga-
frestunarmálið á þann hátt,
sem raun ber vitni um.
— Hvað segið þér um stjórn-
arskrárfrumvarpið sjálft?
•— Um það hefi ég áður látið
í ljós álit mitt. Frumvarpinu er
varpað fram í þinginu gersam-
lega undirbúnlngslaust. Það ber
með sér öll einkenni handahófs-
verks — á sjáanlega að vera
„kosningaflesk" og ekkert ann-
að. Það er tálbeita, sem borin
er að vitum Sjálfstæðisflokks-
ins og ætlazt er til, að hann gíni
við, til þess að núverandi stjórn-
arsamvinna spilllst. Ef þetta
frumvarp á eftir að verða
stjórnarskipunarlög fyrir land-
ið, mun skapast fullkomið öng-
þveiti í stjórnmálunum,
Enginn skilji þó orð mín svo,
að stjórnin, sem tekur við, geti
ekki fyrst um sinn unnið þau
ver k á viðunandi hátt, sem
vinna þarf. Ég á við hitt, að þau
stjórnarskipunarlög, sem þjóðin
fær, ef frumvarpið öðlast laga-
gildi, fela 1 sér þann sjúkdóm,
sem ekki leiðir nema tll elnnar
niðurstöðu.
Valdataka karalN
Hinum sogulegu málaferlum t Ríom frestað
Merkilegustu tíðindi þessarar
viku eru stjórnarskiptin í Vichy.
Laval er nú orðinn forsætis- og
utanrikismálaráðherra og raun-
verulega æðsti maður rikisins,
þótt Petain marskálkur beri enn
titil rlkisleiðtogans. Darlan er
farinn úr ríkisstjóminni, en
verður áfram æðsti maður flot-
ans, flughersins og landhersins.
Það þykir augljóst mál, að
Laval er kominn í stjórnina fyr-
ir tilstuðlan Þjóðverja einna.
Petain lét hann fara úr stjórn
sinni haustið 1940, vegna þess,
að hann var alveg á bandi
Þjóðverja. Fyrst á eftir var La-
val í einskonar útlegð í Paris
og Petain vildi ekkert samneyti
við hann hafa. Þjóðverjar hafa
jafnan sótt fast, að Laval fengi
aftur sæti i stjórninni, og nú
loksins hefir Petain látið und-
an. Þjóðverjar hafa áreiðan-
lega beítt miklum hótunum.
Laval hefir enn látið fátt
Uppi um fyrirhugaða stefnu
sína. Hann hefir aðeins lýst því
takmarki sínu, að friðarsamn-
ingur verði gerður milli Þjóð-
verja og Frakka, en aðeins
vopnahléssamningur er í gildi,
og að kappkostuð verði góð sam
vinna við Þýzkaland og Banda-
ríkin.
Bandamenn búast hinsvegar
við hinu versta. Bretar hafa
alltaf talið Laval fjandmann
sinn. Brezk blöð óttast, að
valdataka hans tákni algera
samvinnu Frakka og Þjóðverja
og franska flotanum verði nú
beitt gegn Bandamönnum. Þau
láta ennfremur þann ugg í ljós,
að Japanir fái bækistöðvar á
Madagaskar, en þaðan má gera
innrás I Suður-Afríku. Banda-
ríkjamenn gera Jafnframt lítið
úr fyrlrheiti Lavals um vin-
samlega sambúð. Má m. a.
marka það á því, að þeir hafa
kvatt heim Bandaríkjaþegna
frá Frakklandi. Jafnframt hafa
þeir kvatt heim sendiherra
sinn í Vichy tíl þess að skýra
frá ástandinu þar.
Flest virðist benda til, að ótti
Bandamanna sé ekki ástæðu-
laus. Fái Þjóðverjar yfirráð yf-
ir Tunis og franska flotanum,
styrkist aðstað þeirra geysilega
til Miðjarðarhafssóknar. Vegna
þess, að Þjóðverjar leggja nú
mikið kapp á slíka sókn, má
gera ráð fyrir því, að fljótlega
verði úr því skorið, hversu náin
verður samvinna þeirra og
Frakka á næstunni.
Athygli vekur það, að eitt
fyrsta stjórnarverk Lavals var
að stöðva Riom-málaferlin gegn
fyrri forráðamönnum Frakka,
Daladier, Blum, Gamelin o. fl.
Þjóðverjar munu hafa ætlast
til, að þessi réttarhöld yrðu til
að afsanna það, að þeir bæru
ábyrgð á upptökum stríðsins.
En hinir ákærðu, einkum Dala-
dier, hafa varið mál sitt rösk-
lega. Þjóðverjar bera einir á-
Nýtt tmgmennaíélag
í Reykjavík
Stjórn U. M. F. íslands hefir
sent blöðunum í Reykjavík á-
varp, þar sem ráðgerð er stofn-
un nýs ungmennafélags i höf-
uðstaðnum. Verður stofnfundur
félagsins haldinn í Kaupþings-
salnum n. k. sunnudag 19. apríl,
og hefst hann kl. 2 e. h.
Ungmennafélögin eru einn
hinn bezti félagsskapur, sem
starfað hefir hér á landi. Þeg-
ar þau hófu starf sitt laust eftir
s. 1. aldamót, fór vakningar-
alda yfir landið í margskonar
menningu, og má áreiðanlega
rekja margar framfarir, sem
orðið hafa á íslandi síðustu
(Framh. á 4. síðu)
Daladier, sem sagði Þjóðverjum og
Petain til syndanna { Riom. Málaferl-
unum hefir þvi verið frestað.
byrgð á þvi að styrjöldin- hófst,
sagði Daladier í fyrsta réttar-
haldinu og hélt áfram að rök-
styðja þá skoðun sína, þótt
dómstjórlnn segði honum að
hætta. Ef hér á að ákæra menn
fyrir lélegan viðbúnað hersins,
sagði Daladier ennfremur, þá
ætti Petain marskálkur að vera
hér, en ekki ég. Hann var einn
áhrifamesti maður herstjórn-
arinnar til seinustu stundar,
samþykkti allt, sem gert var,
og hafði enga sérstöðu. Þegar
ég tók við hermálaráðuneytinu
1936, var hernaðarframleiðslan
í mestu niðurníðslu, en ég kom
henni i það horf, að aldrei stóð
á því að kröfum herstjórnar-
innar væri fullnægt. Það
er þannig fyrst og fremst henn-
ar sök, að ekki var meira gert.
Það er líka vltað mál, að her-
stjórnin notaði hvergi nærri
þann mannafla eða hergögn,
sem hún hafði yfir að ráða, í
orustunni um Frakkland. Mörg
bezt æfðu herfylkin tóku aldrei
þátt í orustum og mörg hundruð
skriðdreka voru aldrei notaðir.
Aðeins de Gaulle' stjórnaði
skriðdrekasveitum með veruleg-
um árangri. Mistök herstjórn-
arinnar áttu meginþáttinn í ó-
sigri Frakklands. Hafi nokkur
maður lagt hart að sér til að
efla hervarnir Frakklnds, þá er
það ég. Ég hlaut fjandskap
iðjuhölda og verkalýðssamtaka
fyrir starf mitt á þvi sviðl. En
sá árangur náðist líka, að hægt
var að fullnægja kröfum her-
stjórnar og ráðunauta hennar.
Það er ekki mín sök, að kröf-
urnar voru ekki meiri. —
Blum talaði mjög á sömu leið.
Hann taldi herstjórnina eiga
mestan þátt 1 ósigri Frakk-
lands.
Nú er Riommálaferlunum
frestað um óákveðinn tíma. Þau
hafa borið annan ávöxt en Þjóð-
verjar og frönsku hershöfð-
ingjarnir, sem hafa hrifsað
völdin, ætluðust til. Réttarsal-
urinn í Riom var seinasti vett-
vangurinn í Frakklandi, þar
sem frjálsir Frakkar fengu að
segja mál sitt óhindrað. Það
reyndist valdhöfunum óþægi-
legt. Þess vegna hefir honum
verið lokað.
Erlendar Sréttir
Risaflugvélar amerlska flug-
hersins hafa nú í vikunni flogið
frá Ástralíu til árása á ýmsar
bækistöðvar Japana á Filipps-
eyjum. Árangurinn er talinn
góður.
Bretar halda áfram miklum
loftárásum á Ruhrhéruðin og
bækistöðvar Þjóðverja 1 Frakk-
landi.
Berggrav biskup hefir verið
látinn laus úr íangabúðum
Þjóðverja í Noregl.
Von Rundstedt, einn helzti
hershöfðingi Þjóðverja, er nú á
eftirlitsferð í Frakklandi. Þykir
Á víðavangi
ÞAÐ ER EKKI GOTT AÐ
KONAN SÉ EIN.
Kvenréttindafélag íslands -70
meðlimir) og Kvenstúdentafé-
lag íslands (10—20 meðlimir)
hafa sent Alþingi mótmæli gegn
þelrri hugrenningasynd Páima
Hannessonar, að vilja reisa
menntaskóla fyrir pllta í Skál-
holti, en breyta Kvennaskólan-
um í Reykjavík í menntaskóla
og vandaða uppeldisstofnun
fyrir stúlkur.
Telja félögin, að með þessu
sé skertur sá réttur, sem kon-
ur hafi lögum samkvæmt um
skólagöngu til jafns við karla.
Virðast þær og hafa í huga orð
ritningarinnar um það, sem guð
hafi nú einu sinni sameinað,
megi mennirnir ekki sundur-
skilja.
Eru kvenfélögin ákveðin móti
þvl, að skólapiltarnir verði
sendir til náms út úr bænum,
en stúlkurnar látnar hýrast
einar eftir við Tjörnina.
Það er ekki gott, að konan
sé ein.
Fyrstar rlta þær undlr mót-
mælin Laufey Valdemarsdóttir
og Katrín Thoroddsen.
EN ER GOTT, AÐ MAÐURINN
SÉ EINN?
Ekki var nú skaparinn á þeirri
skoðun forðum daga, enda voru
þelr kynbræður, hann og sá
gamli Adam, að því er bezt
verður séð af heimildum þeim,
er geymzt hafa.
Kemur þar fram hin fyrsta
tilraun til að sniðganga kon-
urnar, að Adam skyldi verða
fyrsti ábúandl jarðarinnar.
Ráðríki karlmannanna er þvi
eldra en erfðasyndin.
En hvað um það. Nú er þetta
breytt. Afkomendur Adams eru
svo miklir ættlerar, að þeir hafa
engin karlréttindafélög til að
mótmæla því, að þeir verði
flæmdir úr Eden frá Evudætr-
um og látnir hokra einir utan
bæjar.
Konumar verða að hafa vit
fyrir þeim.
SÉRA JAKOB OG
BARNATÍMARNIR.
Húsfreyja úr Norðurlandi,
sem stödd er hér i bænum, snerl
sér til Tímans I gær og kvaðst
vilja mótmæla hinni ómaklegu
hnútu, sem Morgunbl. væri að
senda séra Jakob Jónssyni fyrir
barnatíma hans.
Á sínu heimili væru mörg
börn og þeim þætti vænt um
séra Jakob fyrir barnatímana
eins og raunar ýmsa fleiri, sem
skemmtu þeim. Þar sem hún
þekkti til i nágrenninu, hefði
hún orðið vör við hið sama.
Það má vera, að sveitabörnin
hafi ekki vit á þessu á borð við
börnin í Reykjavík, og ekkl sé
eíns vandgert við þau. Um það
þori ég ekkert að fullyrða, en
þau kunna þá heldur ekki að
meta Morgunblaðið.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ MILLI VON-
AR OG ÓTTA.
Alþýðuþlaðið segir 1 niður-
lagi forystugreínar sinnar i
gær: „Menn biða úrslitanna 1
kjördæmamálinu milli vonar og
ótta. Spurningin, sem nú er á
allra vörum, er þessi: Stendur
Sjálfstæðisflokkurinn við yfir-
lýsta stefnu slna í réttlætismál-
inu?“
Það er von að Alþýðublaðið
spyrji. Skyldi því sjálfu finn-
ast hvíla sú, er það býður Sjálf-
stæðisflokknum að leggast 1
milli sín og kommúnistanna,
svo girnileg?
Og skyldi ekki margan Sjálf-
stæðismann hrylla við óværð-
inni í slíkri flatsæng?
þetta benda til, að Þjóðverjar
vilji vera viðbúnir ef Banda-
menn freista innrásar á þess-
um slóðum.