Tíminn - 19.04.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.04.1942, Blaðsíða 2
130 TÍMIM, simmnlagiim 19. apríl 1942 34. blað Orð í tíma töluð — Pistlar og brél til Tímans — Bréfkafll ár V.-Skaftafellssýsln. — Gamlar skuldir. — Drykkjumenn og mætir borg'arar. — Aðeins eitt. ‘gímirm Sunnudaff 19. upríl Hermann Jónasson á að.hafa varpað' því fram einhverju sinni, er rætt var um embætt- ismann, sem þótti heldur brokkgengur, að það dygði ekki að líta á hann N. N. sem mann, heldur sem listamann. Það getur vel verið að þessi saga sé uppspuni, eins og títt er um slíkar smásögur, en hún styðst samt við það almenn- ingsálit, að listamenn og þeir, sem föndra við listir, séu vand- setnir, brokkgengir og á ýmiss- an hátt öðruvísi en fólk er flest, bæði um kosti og galla. Þetta hefir almenningur séð og skilið fyrir löngu og er við því búinn að fyrirgefa lista- mönnum ýmissa hluti, sem öðr- um mundi trauðlega haldast uppi. Listamenn okkar eru vitan- lega upp og ofan í verkum sín- um, eins og gengur og gerist. En vanstillingu og skapbresti virðast þeir hafa í svo ríkum mæli, margir hverjir, að ekki sé þar á bætandi. Sjálfir munu þeir kalla þetta listamannseðli. Því hefir allmjög verið haldið á lofti í bæjarblöðunum undan- farna daga, að 66 menn úr Bandalagi Isl. listamanna hafa sent Alþingi skjal allmikið með ónotum og sakargiftum í garð menntamálaráðs. Sérstaklega er þar veitzt að formanni ráðs- ins, Jónasi Jónssyni. Við lestur þessa langa’ skjals vekur það þegar furðu, hve fáar sakargiftir koma fram í svo löngu máli. En þær eru í stuttu máli þessar: 1. Formaður menntamálaráðs hefir skrifað um listir á annan hátt, en hinir 66 vilja vera láta. Þessar greinar hafa birzt í Tímanum og getur, hver sem vill, kynnt sér þær. 2. Menntamálaráð hefir eitt- hvert ár varið um 700 kr. í risnu fyrir rithöfunda og lista- menn, sem hafa starfað fyrir ráðið. í þessari ásökun kemur fram slíkur Jónspálmasonar-ná- nasarháttur, að ekki þarf frek- ari skýringar við. 3. Dylgjur um það, að Jónas Jónsson hafi dregið sér af fé mennamálaráðs til að greiða dóttur sinni fyrir vélritun. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem J. J. er brugðið um ágirnd og jafnvel fjárdrátt. í öllum þeim hatrömmu deilum, sem J. J. hefir háð um dagana, hef- ir hann átt við svo skynsama mótstöðumenn að etja, að þeir hafa aldrei talið það borga sig að ljúga slíkum hlutum upp, og verður þó ekki sagt, að þeir hafi sparað vopnin. Það þarf Bandalag ísl. lísta- manna til að grafa slíkt eitur- vopn upp og beita því. Sem vænta mátti hefir þetta vopn snúizt í þeirra eigin hendi. Hitt er og sannast sagna, að sé eitt- hvert „nafnið“ undir skjalinu spurt, hvort það telji slíkt aur- kast sér samboðið, fer það hjá sér, segist vera því algerlega mótfallið og telji það illu heilli fram borið. Um ástæðuna til þessarar dularfullu herferðar mætti rita langt mál, en hér skal látið nægja að benda á nokkrar ræt- ur, sem að henni liggja. 1. Bókaútgáfa menntamála- ráðs er hæUulegur keppinautur fyrir útgáfufyrirtæki kommún- ista, Mál og menningu. — J. J. hefir mest gengizt fyrir þessari bókaútgáfu. Því skal reynt að víkja honum úr vegi. 2. Kommúnistar sækjast eft- ir andlegum yfirráðum í land- inu meðan hvergi sér til lands i hinni veraldlegu baráttu þeirra. Menntamálaráð undir forustu J. J. er þar Þrándur í götu. Því skal reynt að víkja honum úr vegi. 3. Menntamálráð hefir Iækk- að nokkuð ritlaun höfuðprests kommúnista, H. K. L. — Þetta er J. J. kennt um. Þess skal reynt að hefna. 4. Jafnvel hinir 66 viður- kenna því nær undantekning- B éikaíli .... Þingmaðurinn okkar lét svo um mælt í ræðu, sem hann flutti á Skaftfellingamóti í vet- ur, að Alþingi hefði sýnt Skafta- fellssýslu sérstakan sóma með því að kjósa sig, Gísla. Sveins- son, fyrir forseta sameinaðs þings. Þetta getur nú verið gott og blessað, en úr því að okkur hef- ir hlotnast þessi „virðing“r lát- um viö okkur mestu skipta að þingmaðurinn komi þannig fram, að okkur verði enn meiri heiður að tyllistöðu þeirri, sem hann hefir hlotið. Og einmitt nú virðist hann hafa fengið alveg sérstakt tæki- færi til að sýna, hver maður hann er. Hann hefir verið kos- inn formaður stjórnarskrár- nefndar og á þar sæti með beim tveimur af fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins, sem almenn- ingur mun vænta einna sízt góðs af. Það reynir nú á forustu Gísla í þessu máli, hvort hann lætur berast með straumnum út í fljótfærnislega breytingu á arlaust, að J. J. hafi gert öllum öðrum meira til að bæta kjör listamanna og rithöfunda hér á landi síðan Bjarni frá Vogi leið. En það virðist vera einn hinn leiðasti þáttur í skapgerð sumra listamanna, að akneytast fyrst og fremst við þá, sem reyna að hlynna að þeim. Þeir, sem kynnu að hugsa sem svo, að hér væri kommún- istum og hagsmunum þeirra, að ástæðulausu blandað inn í þetta mál, ættu að bera saman og hugleiða, hverjir stóðu að þvi að reka Jón Baldvinsson úr Dagsbrún, eftir að hann hafði fórnað ævi sinni og kröftum í þágu verkamanna. Bandalag ísl. listamanna er samsett úr nokkrum fámenn- um deildum. í hverri deild er kommúnistasella, sem blæs að kolunum og undirbýr hverja herferðina af annarri. Forustusauðir hópanna eru kommúnistar. í slóð þeirra slæð- ist svo allmargt úr hópnum, án þess að vita, hvert ferðinni er heitið. „Þið getið verlð menn — við erum listamenn.“ -j- kjördæmaskipun án þess að hirða um þau atriði stjórnar- skrárinnar, sem varða sjálf- stæði okkar. Ef þetta ætti eftir að henda Gísla Sveinsson, má með sanni segja, að mjög sé honum gengið eða mjög hafi verið af honum logið. Gísli Sveinsson veit vel, að Skaftfellingar eru algerlega mótfallnir tillögum jafnaðar- manna í kjördæmamálinu. Við viljum millþinganefnd í stjórn- arskrármálið í heild. Við vilj- um, að Gísli Sveinsson beiti sér fyrir því. Af því mundi hann vaxa meir í augum Skaftfellinga en af forsetatigninni. En með kjördæmabreyting- una upp .á vasann og tvennar kosningar í vændum — efast ég um, aö honum þyki heimkoman hingað í sýslu hlýleg. Ef þið birtiö eitthvað úr þessu, getið þið í bili kalláð mig Skaftfelling. Gamlar skuldír Allir einstaklingar geta á langri æfi lent í fátækt og eignamissi. Þetta hefir margoft komið fyrir, ekki einungis ein- staklinga, heldur þjóðina í heild. Er hér skammt á að minnast, þegar atvinnuleysi og verðfall steðjaði svo hatramlega að at- vinnuvegunum að grípa varð til hinnar alkunnu kreppuhjálpar fyrir atvinnuleysingja, bændur, smáútvegsmenn og jafnvel stórútgerð líka. Sem betur fór munu fáir hafa verið farnir að líða neinn verulegan skort, en hitt var víst, að færri sáust þá 5 kr. seðlar manna á milli en nú 50—100 kr. seðlar. Svo hefir gersamlega skipt um ástand og hag einstaklinga og þjóðar. Þetta er allt gott og blessað, og margur er nú sá, sem borgar að fullu sínar gömlu skuldir, sem leit út fyrir að þeir gætu aldrei borgað, og voru ekki skyldir til, samkvæmt gildandi lögum. Jafn vel þekki ég nokkur dæmi þess,. að menn, sem nú hafa stórbætt fjárhagslegar á- stæður sínar, hafa ekki látið sér nægja að borga upp skuldir sínar, helduj; yfirborgað þær. Þetta eitt sýnir, að betri hluta íslendinga er ekki ljúft að þiggja gjafjir án gjalda, þótt slíkt verði stundum að vera fyrir ófyrirsjáanlegar ástæður. En íslenzka þjóðin skuldar meira en hér hefir verið drep- ið á. Og hún skuldar er- lendum þjóðum fyrir fæði og húsaskjól. Þegar hörðu árin gengu yfir landið um 1880 og fólk varð að leggja sér til munns skóbætur og annað þess háttar, sem mann hryllir við að nefna, sendu Englendingar hingað allmikið gjafakorn til manneldis, fyrir milligöngu meistara Eiríks Magnússonar og annarra göfugra manna. Þetta bjargaði landsmönnum frá hungurdauða. Þegar jarðskjálftarnir gengu yfir Suðurland 1896 og fjöldi manna stóð uppi húslaus yfir sig og skepnur sínar, voru hafin víðtæk samskot í Danmörku og víðar til að bæta úr þessum sáravandræðum. Ég hefi ekki við hendina tölur yfir hjálp þessara þjóða, en þær eru til. Sjálfsagt eigum við fleiri þjóð- um skuld að gjalda frá fyrri árum, syo sem frændum okk- ar í Ameríku og víðar, þótt ekki verði hér nefndir. — Nú flæða yfir landið pening- arnir í stríðum straumum, svo að 50—100 kr. eru nú eins handa á milli, nærri hvers manns, og 1—5 kr. áður, og það jafnvel manna, sem alls ekki kunna með slíka fjármuni að fara. Er ekki einmitt nú kominn tími til þess að safna einhverju í sjóð og geyma þar til striðinu lýkur, og greiða þá eitthvað af gömlu skuldunum, sem við skuldum þessum þjóðum, sem hér hefir verið minnzt á. Sjálf- sagt verða þá margir fátækir í þessum löndum, sem þurfa hjálpar með. Og hvað sem öllu því líður, eigum við þeim skuld að gjalda, sem gott væri að geta að einhverju leyti borgað nú, þegar blessað landið okkar er fullt af gæðum og líðan þjóðarinnar er betri en allra annarra. Það er líka í samræmi við hugsunarhátt allra beztu ís- lendinga, að gott sé að þiggja lán og hjálp, þegar þess þarf endilega með, en miklu sælla sé þó að borga það aftur. Og umfram allt vilja menn undir- skrifa spakmælið: „Að sælla er að gefa en þiggja.“ Böðvar Magnússon. Drykkjuirenn eða mælír borgarar Laust fyrir áramótin var í ísafold greinaflokkur um á- fengismálin eftir hr. alþm. Jóhann G. Möller. Harmar hann mjög, að vínverzluninni var lokað og telur það hættu- legt spor, sem leiði þjóðina til spillingar. Hann talar þar um mæta borg- ara, sem fara í erlend skip á höfninni, til þess að kaupa vín, þvert ofan í lög landsins. Hon- um ’ sýnist ekki óeðlilegt að menn brjóti lögin, það er að segja, bannlögin, með því að brugga og reka leynisölu. Enda kemst hann svo að orði á einum stað, að lögin geri engan að betri manni. Hann vill kenna íslendingum að drekka. Honum þykir sorglegt, að ekki sé hægt að veita erlendum gestum vín, þótt vínbann sé í landinu. Hann talar um frjálsa skatta og lög- þvingaða. Hann talar um að ríða feitum gulíkálfi og álítur, að reiðskjótinn fóðrist bezt á víni. Hann segir: Þjóðin verður að geta svalað þorsta sínum. Margt er það fleira, sem hann telur víninu til ágætis. Vilji maður nú athuga þetta frá sjónarmiði almennra borg- ara, verður útsýnin allt önnur. Virðulegasta stofnun, sem haldið er uppi hjá hverri menn- ingarþjóð, er löggjafarsamkom- an. Og þeir einir eru kallaðir mætir borgarar, sem virða lög- in. „Að svala vinþorsta þjóðar- innar“. Treystir maðurinn sér til þess? Nú er það alkunna, aö menn verða sólgnari í vín eftir því sem þeir venjast því .meira og þyrstir æ ofan í æ. „Að kenna íslendingum að drekka". Löng verður sú skóla- seta. í þúsund ár höfum við verið að læra að drekka í hófi. Erum við ekki í fyrsta bekk enn- þá? Ég held það helzt. Það, sem dregið hefir úr drykkjuskap þjóðarinnar, er eingöngu að þakka bindindisstefnunni og skorti á víni. Við vitum um skólamennina okkar í margar aldir, að marg- ur þeirra hafði óhapp af vín- inu á Hafnarárum sínum. Þar var þó vínið frjálst. Á mestu hörmungartímum þjóðarinnar var flutt til landsins ógrynni af víni, enda var drykkjuskapur höfuðlöstur þjóðarinnar. Þá eru farmennirnir okkar. Þeir eru sú stéttin, sem oftastnær mun hafa ráð á að veita sér vín. Allt frá Agli Skallagrímssyni fram á þennan dag, hefir þeim geng- ið misjafnlega að stilla drykkj- unni í hóf. í vetur átti ég tal við sjómann, sem hafði verið í siglingum á liðnu sumri. Hann sagði við mig: „Ég hafði sjö þúsund krónur í kaup og drakk allt saman út.“ Ég er viss um, að hann sagði þetta satt. Það þarf sterk bein til að þola góöa daga. Sérstaka tegund mætra borg- ara þarf til þess að halda því fram, að greiður aðgangur að ins fæddust öldum saman ým- ist til áþjánar eða til baráttu fyrir frelsi. Vér fengum það, sem forfeðurnir fóru á mis við, eða vörðu lífi sínu til þess að endurheimta. Vér höfum sjálf- sagt langt í frá fullan skilning á því, hvílíkt var hlutverk þeirra, sem vörðu neistann á hinum köldu öldum. Nokkru betur skildum vér líklega af- rek þeirra, sem blésu í hann nýju lífi. En vér vorum fyrst og fremst í aðstöðu þeirra, sem eru bornir til mikils arfs og mikilla réttinda. Og þaö er allt- af hættulegt. Það er alltaf hættulegt að fá hlutina ókeyp- is. Það gerir oss gjarna smáa, aðgerðalausa, óskyggna á verk- efni og svifaseina eða duglausa, ef nýja og óvænta hluti ber að höndum. Má vera að vér, sem fórum að vitkast upp úr síðasta stríði, höfum aldrei séð neina stóra sýn. Vér sáum þó þá, sem næstir voru á undan oss, hefj- ast rösklega handa samhliða úrlitaátökum sjálfstæðisbarátt- unnar og að henni lokinni. Ætl- uðum vér ekki að halda áfram? Ætluðum vér ekki að nema landið, halda áfram að byggja ofan á hinn rudda og slétta grunn frelsisins? En urðu ekki örlög vor flestra þau, að vér týndum þessari stóru sýn, í staðinn drukkum vér í oss flokkskenningar og gengum ein- hvers staðar á mála í dægurbar- áttunni, og innan stundar var ísland horfið í gjörningahríð flokksofstækis, sem minnzt verður til endadægurs þessarar þjóðar. víni dragi úr drykkjuskap. Það er hægt að fara nærri um, hverj- ir þeir „mætu borgarar" muni vera, sem greiða þessum „mæta borgara“ atkvæði hér eftir. Jón Jóliannsson, Öxney ASeíns eítt Frestun kosninga og samstarf eða kosningar í sumar, og sundrung, er umtalsefni stjórn- málamannanna. Ætti meiri hluti þjóðarinnar að ráða, hvora leiðina skyldi fara, tel ég víst, að kjörseðlar yrðu eigi gerðir í vor. Það mun vera álit mikils meira hluta þeirra, sem hugsa, að þar sé til lítils að vinna, en mikið í húfi. Kosn- ingatilstand sé til þess eins fallið að „slíta friðinn", sem er nú í meira áliti en oft áður, á svokölluðum friðartímum. — Kemur þar að því, að enginn veit hvað átt hefir fyrr en misst hefir. Það er léttúð og ábyrgðar- hluti að stofna til vaxandi flokkadrátta á þessum tímum, með því að kasta þjóðinni allri út í kosningahringiðu. í þetta sinn er það eitt og að- eins eitt, sem mælir með kosn- ingum eða gæti gert það. Ef þingið er illa skipað að viti, mannkostum og þreki og þjóðin hefir öðrum betri á að skipa, þá ber henni að breyta um, því að alls þessa mun við þurfa. En það hefir ekki lóað á um- kvörtunum í þessa átt. Þessi eina ástæða er því sennilega ekki stórvæg, hitt líklegra að í þinginu séu nú svo margir okkar beztu manna, að þeir fái notið sín. Með það á vitorði verður mörgum að spyrja: Hvað er að? Er ágreiningurinn farinn að ganga úr sér? Vantar „nöldr- ið“? Eru hráefni í úlfúð svo úr sér gengin, að nauðsyn beri til að framleiða gervivöru? Ræðarinn kennir árinni. Al- þingismaður kvartar um liðs- mun, of fáar árar í sínum flokki til þess að koma sínu fram. Jafnvel þeir þingmenn nöldra um þetta, sem eru þannig sett- ir, að fallið er á hverja þeirra ár af nautsterkum áhrifa- mönnum, er tylla sér öndverðir á næstu þóftu. Þessir menn skella skuldinni á „rangláta kjördæmaskipun“ og vilja gera hana að þungamiðju næstu kosninga. Vegna aðstöðumunar lands- manna, stétta og stjórnmála- flokka, til áhrifa utan þings og innan, er þetta mikið vanda- mál og verður ekki leyst með stjórnmáladeilum, án þess að eiga á hættu að ganga á rétt heilla stétta, öllum til bölvun- (Framh. á 4. síðu) Og nú er verið að nema land- ið að nýju. En vér erum ekki að nema það. Það eru aðrir, sem það gera. Oss er ekki Ijóst, hversu víðtækt það landnám verður. En úr því að þetta land hefir nú loksins fengið þýðingu fyrir heimsyfirráðin, þá má oss ljóst vera, að hér tekur við nýr kapituli, — heimsyfirráðin eru enginn hégómi, sem víkur hæ- versklega úr vegi fyrir rökum og tilfinningum. Þar sem þau eru annars vegar hefir hingað til allt orðið að víkja úr vegi, og þá má heimurinn breytast, ef svo verður ekki enn um sinn. Vér völdum litlu um hin miklu mál og meginúrslit. En vér ætt- um að sjá það verkefni, sem for- lögin hafa fært oss að höndum. Það líkist kröfu fyrri tíma til íbúa þessa lands; það er fyrst og fremst verkefni vörzlunnar, varðveizlunnar. Það er framar öllu um það að ræða, að landið hverfi oss ekki, að vér vitum það og gleymum því ekki, að vér eigum það, að vér finnum, að hér eigum vér heima, vér, íslendingar. Aðrir geta krafizt afnota af þessu landi og tekið þau með vinsamlegu valdi, en heimilisréttinn eigum vér ein- ir. — Á nýliðinni hátíð hafa hundruð ungra manna og og kvenna héðan úr höfuð- staðnum leitað til fjallanna og jöklanna. Vér prestarnir sjáum eftir þessu fólki frá helgihaldi safnaðarins, en það verð ég þó að segja, að ég ann hverjum íslendingi þess að sjá ísland. Það getur verið, að vér lifum svo langa æfi, að vér sjáum Séra Sigurbjörn Eioarsson; íslenzk framtíð Flutt á kvöldvöku Stúde ntaiél. Reykja- víkur og stúdentaráðs í úHvarpínu 8. apr. Líklega er engin íslenzk vísa fremur almannaeign þjóð- arinnar en vísa Kristjáns Jóns- sonar: Yfir kaldan eyðisand, o. s. frv. Þessi einfalda fer- skeytla hefir öðlazt dularfulla rótfestu í huga íslendinga. Treginn, sem á bak við orðin býr, hefir snert oss, þar sem vér vorum næmir fyrir. Vér höfum skilið hugsanir manns- ins, sem sér heimahagana hverfa og leggur á ókunnar slóðir, með allt hið kunna að baki, en hið óþekkta framund- an. En vér sjáum meir í vísunni. Það er annað, sem hefir gert hana að þeirri almenningseign, sem raun er á. Það er þessi stóra og átakanlega hugsun, að eiga hvergi heima. Er það ekki það, sem hefir snert íslending- inn? Vér fundum, að það var harla eyðilegt og harla tómlegt og harla vonlaust að verða að segja: Nú á ég hvergi heima. Mér hafa oft komið þessi orð í hug á undanförnum tíma. Ég veit, að svipuð tilfinning hefir hvarflað að fleirum, enda þótt hugsunin hafi e. t. v. ekki klæðzt í búning sömu orða. Vér kom- umst naumast hjá því að finna, að ísland er að vissu leyti horf- ið oss, það gamla ísland, sem vér ólumst upp við, hefir feng- ið þann d: rátt í svip sinn, sem gerir það torkennilegt. Vér stöldrum ’ íið og spyrjum: Eig- um vér b ,ér heima? Hvar sem vér stígui n, og hvert sem vér lítum hér • í Reykjavík og ná- grenni og, víðar um land, er sá svipur, s em. mennirnir setja á landið, a jnnar en vér könnumst við. Vér mætum mönnum, sem eru ekk i íslendingar, vér heyr- um má j, sem ekki er íslenzka. Það e r framandi svipur á mönnu m og mannvirkjum, — „nú er- horfið Norðurland“. Og vera Tná, að þeir, sem hugsa lengríi en til líðandi stundar, verði a.skynja einhvers hugboðs um 'þa u aldaskil í sögu landsins, sen.i g eri djúpið milli þess, sem va-r, Tjg þess, sem verður, óbrú- a;ndí, hið kunna sé horfið og öaftu rkræft, hið óþekkta sé fram1 undan, — ferð þess manns, sem ekki á neins staðar heima í bilL Það verður ekki snúið við. Marg t er þoku hulið um leiðar- ’lok. En krafa stundarinnar, takm ark stundarinnar, er aug- ljóst og tvímælalaust: Að varð- veita glóðina af heimahlóðun- um, g lata yfirleitt ekki því, sem haft er meðferðis að heiman, verða ekki rótlaus og allslaus flækingur, gera ekki tilveru sína að marklausu og vonlausu eigri um hinn kalda eyðisand, þar sem beinin verða að lokum sandkafin, án þess að verða einu sinni nokkrum vegfaranda að leiðarmerki, heldur að varð- veita heimilisvitundina og heimilishollustuna, skapa sér heimkynni í hinu nýja um- hverfi, og þó maður fái aldrei notið þess sjálfur, þá bjargar það þó næstu kynslóð frá því að verða úti. Sú tilfinning, sem nú var að vikið, lýsir sér ekki í neinum fjandskap við þá menn, sem vér mætum í erlendum búningi, og rætur hennar eru því síður neitt agg eða óvild í þeirra garð. Hún er ósjálfráð og óviðráðan- leg hverjum þeim, sem ein- hvern tíma hefir fundið til þess með gleði, að hann átti hér heima. Kotsælan var alltaf rýr- leg, og sæla þessa lands var löngum kotsæla. En það er jafn sterkur hugur bundinn við kot- ið eins og höllina, þegár þar býr allt, sem maður á í erfðum og minjum og minningum, þegar maður sér líf sitt og þann litla árangur, sem af því getur orðið, sér baráttu sína, og þau litlu laun, sem hún kann að verðskulda, samofið og órjúfan- lega tengt þvi, sem kotið geym- ir. Vér, sem teljumst til yngri kynslóðarinnar, létum oss ef til vill dreyma einhverja drauma í þá átt að nema þetta land að nýju. Vér fæddumst inn í frelsið. Aðrar kynslóðir lands-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.