Tíminn - 19.04.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.04.1942, Blaðsíða 3
34. blað TÍMIM, snnnndagiim 19. aprll 1942 131 ANN ALL Afmæli. Margrét Jónsdóttir ekkja að Ketilvöllum í Laugardal varð nýlega 91 árs. Hún fæddist 7. marz 1851 að Núpstað í Fljóts- hverfi V.-Skaftafellssýslu. Móðir hennar, Signý Jónsdóttir, flutt- ist með hana á fyrsta ári að Kársstöðum í Landbroti og giftist þar Ólafi Ólafssyni, hjá þeim ólst Margrét upp. 27 ára gömul vistaðist hún að Húnkubökkum á Síðu, giftist litlu síðar Jóni Pálssyni bónda þar, en hann v.ar þá ekkjumað- ur. Þau Margrét eignuðust 11 börn; af þeim lifa nú 7 og eru þessi: Kristín, Ólafur, hiis- gagnasmiður, búsettur í Kaup- mannahöfn, Sigrún, í Amer- íku, Margrét, Sigurveíig, Jón- ína og Jón, öll í Reykjavík. En stjúpsynir Margrétar voru: Samúel Jónsson trésmíðameist- ari, Ermenrekur trésmiður og Páll bóndi, austur í Meðal- landi. Margrét ber aldurinn mjög vel, hún er enn beinvaxin og hvatleg á fæti, hefir glaðiega og einarðlega framkomu, er minnug vel og skemmtileg í viðræðu. Hún les bækur og blöð og fylgist vel með viðburðum nútífans. Margréti er sérlega hagsýnt um alla handavinnu. Hún prjónar mikið og tekur upp nýtt prjón úr bókum, ber það allt vott um mikla smekkvísi. Margrét dvelur nú hjá dóttur sinni og tengdasyni, Kristínu og Friðgeiri Björnssyni, bónda á Ketilvöllum í Laugardal. Hún nýtur umönnunar og kærleika barna sinna. Hún á og vinsæld- um að fagna hjá öðrum þeim, er hana þekkja. Það er óvenjulegt að hitta þá, sem komnir eru á þennan aldur svo óbilaða að kröftum, sem aldrei ísland, og það þótt vér förum um það þvert og endi- langt. En það getur líka komið fyrir, að á einhverju vitjunar- augnabliki dragist hulan frá og vér sjáum landið, og þegar það hefir komið fyrir einhvern, sá maður, sem hefir virkilega séð ísland, séð það, sem ekki rúm- ast í neinum hugtökum, skynj- að það, sem er á bak við línur og liti, sá maður gleymir því ekki; hann veit þaðan af, að hér á hann heima, að hér á hann skyldu að gegna, hér á hann skuld að greiða í þann mikla sjóð, sem skaparinn kref- ur á sínum tíma af allri skepnu. Það gengur dómur yfir þjóð- irnar á vorum dögum. Storm- urinn reynir og prófar. Stund- um er guð í storminum, sá guð, sem velur og hafnar, græðir og sníður af greinarnar á hinum mikla lífsmeiði, sem hann vak- ir yfir, samkvæmt markmiði sköpunarinnar. Slíkir tímar eru úrslitatímar fyrir þjóðirnar, ekki þær einar, sem fórna blóði sínu, — og að vísu höfum vér líka orðið að fórna mannslíf- um, og enginn veit, hvað biður vor. Á slíkum tímum geta þjóð- ir þroskazt á mánuðum og ár- um meir en á öldum endranær, alveg eins og einstaklingarnir, sem mæta óvenjulegum verk- efnum, geta tekið skyndiþroska, en þjóðirnar geta líka drýgt dauðasyndir og molazt sundur á milli kvarnarsteinanna, sem mala örlögin yfir heiminn. Enn er dómurinn ekki felld- ur yfir vorri þjóð. En rannsókn- in er óneitanlega hafin. Oss er Santband ísl. santvinnufélaga. Kaupfélög, gætið þess að hafa vörubirðir yðar ætíð nægilega tryggðar fyrir eldsvoða. þessi kona er, að vert er þess að minnast. A. II. Dánardægur. Sigríður Valtýsdóttir hús- freyja á Úlfsstöðum í Loð- mundarfirði andaðist á heimili sínu á jólanóttina 1941, eftir stutta legu. Með Sigríði er til moldar gengin síðasta húsfreyj- an af eldri kynslóðinni í Loð- mundarfirði og ólst þar upp til fullorðinsára. Foreldrar hennar, Valtýr Val- týsson og Helga Rustikusdóttir, bjuggu um allmörg ár góðu búi á Nesi og síðar á Seljamýri. Þau voru bæði greind og vel verki farin og öll umgengni á heimili þeirra mecí miklum snyrtibrag. Valtýr var ágætur smiður. Sigríður giftist Þorsteini Jónssyni á Úlfsstöðum í Loð- mundarfirði. Þau eignuðust 5 börn, 2 syni og 3 dætur. Ein af dætrunum er dáin, en hin eru öll á lífi. Sigríður bjó góðu búi á Úlfsstöðum á milli 30 og 40 ár. Fyrst með manni sínum, en eftir lát hans með börnum þeirra. Sigríður var fríð kona og aðsópsmikil, skapmikil og skap- föst. Hún hafði mikla fegurðar- tilfinningu; hafði hún miklar mætur á fornum, vel geröum hlutum og geymdi þá framúr- skarandi vel. Kom fram hjá henni í þessu, þjóðleg fast- þegar ljóst, eða ætti að vera ljóst, að vér erum sekir, sekir við arfinn, sem oss var skilað, sekir við þá, sem við taka úr vorum höndum. Enn hefir eng- inn spámaður með myndug- leik frá guði, sagt við oss, eins og Amos sagði forðum við sína litlu og útvöldu þjóð: „Fallin er mærin Israel, rís aldrei aftur, flöt liggur hún á sínu eigin landi; enginn reisir hana.“ Enn hefir bænin ekki verið lostin í þcgn með hendi almættisins, eins og á dögum Jeremia, þegar hann heyrði hin voðalegu orð: „Þú skalt ekki biðja fyrir þess- um lýð og ekki hefja þeirra vegna grátbeiðni né fyrirbón, og legg ekki að mér, því að ég heyri þig ekki. Sér þú ekki, hvað þeir hafast að?“ Þetta er enn ekki orðið. Spá- mannsröddin hefir yfirleitt ekki heyrzt ennþá í þessu landi á vorum dögum. Ég geri ekki ráð fyrir, að vér viljum né get- um horfzt í augu við þann möguleika, að þetta verði upp kveðið yfir oss. En þangað erum vér samt að þokast, eða þaðan, — en hvort? íslendingar hafa oft gengið undir próf. Ef til vill er þetta hið síðasta, líklega hið síðasta. Lokaprófið er jafnan strangast. En þaðan skilast maður annað hvort fallinn eða tækur. Drottinn sögunnar dæm- ir. En dómsforsendurnar leggj- um vér til. Þær eru fólgnar I því, sem vér höfumst að. Engin þjóð stenzt, sem ekki hefir vak- andi samvizku. Vér stöndumst ekki storminn, nema vér finn- um guð í storminum. Flestir heldni við það, sem merkilegt og gott er og var, og ætti að vera til fyrirmyndar á öllum tímum. Verkahringur Sigríðar var eingöngu á heimilinu. Hún var vandlát og kröfuhörð bæði við sjálfa sig og aðra, og vildi að öll störf væru vel af hendi leyst, enda var öll umgengni hennar á heimilinu svo hreinleg og snyrtileg, að til fyrirmyndar var. f öllu starfi hennar kom fram arfurinn frá foreldrum hennar og áhrifin frá æskuheimilinu. Við lát Sigríðar, eins og við fleiri slík tímamót, er hollt fyrir þá, sem eftir eru að líta til baka, og meta það að verðleikum, sem horfið er, og minnast þess er til fyrirmyndar var. S. sjá nauðsyn þess, að hér verði hátternisbreyting í ýmsum efn- um. Margir sjá, að gagnger hugsunarbreyting er lífsnauð- syn. En á hvorugu bólar enn sem komið er. Vér megum ekki týna landinu, en vér megum ekki heldur týna íslendingnum. Það er nú svo komið á voru landi, að allir vantreysta öllum nálega til alls. Það þýðir ekki að tala um þjóðarvakningu.með- an mikill hluti prentaðs máis á íslandi fer í það að gera ís- lendinga að varmennum og bófum í augum íslendinga, — svo að maður nefni nú ekki út- lendinga í því sambandi. Og vér erum hættir að ætlast til þess, að íslendingur segi satt, a. m. k. á prenti. Hvað þýðir að tala um uppeldi á heimilum og í skólum, hvað þýðir að pré- dika, þegar umræður um opin- ber mál eru með þeim siðleysis- blæ, sem þær eru? Og ekki bæt- ir það úr, að vér erum orðnir svo illu vanir, að vér erum hættir _að finna til þessa. — Látum íslendinginn njóta sann- mælis, ljúgum ekki upp á hann, níðum hann ekki, svertum hann ekki, — ekki einu sinni þótt í húfi séu dýrmæt flokkssjónar- mið. Leo Tolstoy segir, að vér mennirnir lifum í dimmu húsi og týnum hver öðrum í skotum og rangölunum. En úr hvelf- ingunni miðri yfir oss stafar Ijósi ofan frá birtunni fyrir handan, ofan þaksins. Þegar vér leitum þangað finnum vér ekki aðeins ljósið, vér finnum lika hver annan. íslenzk framtíð ætti að geta verið oss sV'kt ljós, sem vér geturn miðað við, þar sem vér getum fundið hver annan, ís- lenzk framtíð,. — ísland, þar sem vér eigum heima. Vér bíðum eftir vakningu þessarar þjóðar eins og maður í lífsháska bíður eftir hjálp. Ef vér ekki vöknum, þá verðum vér ekki tyftaðir, heldur deydd- ir. Frá því varðveiti oss guð. En guð varðveitir þá eina, sem snúa sér og vilja lifa. Mér er tamt að vitna í Hall- grím Pétursson. Hallgrímur orti kvæði, eftir Árna lögfhann Oddson látinn, en um Árna lög- mann er það kunnugt, að hann vann nauðungareiðinn í Kópa- vogi og_ skrifaði undir frelsis- afsal íslendinga tárfellandi. Svo segir Hallgrímur í kvæði sínu: ísland, þér ætlar að hnigna, eru þar merki til, manndyggð og dugr vill digna, dofna því laganna skil. Guð gæfi að þú nú þekkir (það er ósk hjarta míns) fyrr en hefnd stærri hnekkir, hvað heyrir til friðar þíns. Sigurbjörn Einarsson. Vinttið ötuJlcfia fyrir Tímann. | Skinnaverksmiðjan IÐUNN framlciðir fjölmargar tegundir af skóm á karla, konur og börn. — Vinimr ennfrcmur úr húðnm, skinn- nm og gæruin margskonar leðurvörur, s. s. leður til skógerðar, fataskinn, hanzkaskinn, tösknskinn, loð- sútaðar gærnr o. m. fl. Skinnaverksmiðjan Iðunn, er búin nýjustn og full- komnustu tækjum, og hcfir á að skipa hóp af fag- lærðum mönnum, sem þegar hafa sýnt, að þeir ern færir um að kcppa við átlemla farmlciðslu á þessu sviði. IÐUNNARV0RUR Sást hjá kaupSélögum um allt land og mörgum kaupmönnum. Iðunnarvörur eru smekklegar, haldgódar, ódýrar % Notið IfM A A AK vörur IÍU^sk SKOR VINNIÐ 0TULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS 448 Vlctor Hugo: humáttina á eftir erkidjáknanum. — Bíddu andartak! Ég vil umfram allt, að við skiljum í fullri vinsemd. Þú hefir mjög mikinn áhuga fyrir stúlk- unni — konunni minni vildi ég sagt hafa. Þú hefir upphugsað ráð til þess að bjarga henni út úr Frúarkirkjunni. En þetta ráð þitt er bölvanlegt fyrir mig. — En ef mér skyldi nú detta eitt- hvað annað í hug? Ég skal segja þér, að mér hefir einmitt komið nokkuð til hugar í þessari andránni. Ef mér skyldi nú auðnast að sjá fram á ráð til þess að bjarga Esmeröldu, án þess þó að hætta jafnframt mínu lífi, myndi það þá ekki nægja? Er það nauðsynlegt, að ég verði hengdur, til þess að þú verðir ánægður? Presturinn reif hnappana af yfirhöfn sinni, svo óþolinmóður var hann. — Hvað á þessi mælgi öll að þýða? Hvaða ráð sér þú? — Ja, svaraði Gringoire og talaði við sjálfan sig um leið og hann bar vísi- fingurinn upp að nefinu. — Þarna kemur það! — Umrenningarnir eru karlar í krapinu. Egipzki ættbálkurinn ann henni hugástum. Þeir munu reyn- ast reiðubúnir til hvers, sem er. Fátt er auðveldara. Þetta verður framkvæmt á svipstundu. Hún verður hrifin brott á einu augnabragði. Annað kvöld. — Esmeralda 445 svaraði skáldið gersamlega ráðþrota. — Þú hyggst að halda tillögu þinni fram til streitu! Það er hins vegar rangt af þér. Ég fæ ekki skilið, hvers vegna ég ætti að láta hengja mig í annars manns stað. — Hvað er það þá, sem bindur þig svo traustum böndum við mannlífið? — Ó, svo óteljandi margt! — Viltu nefna mér eitthvað? — Já, vissulega. Ég get nefnt þér andrúmsloftið, himininn, afturelding- una, sólarlagið, mánaskinið, vini mína, umrenningana, höggmyndirnar, steina- ríkið og skáldskapinn. Það er svo fjöl- margt, sem tengir mig lífinu. Anaxa- goras lét svo um mælt, að hann lífði fyrir það eitt, að dást að sólinni. Auk þessa er ég svo hamingjusamur að fá að eyða öllum dögum frá morgni til kvölds í samfélagi við andríkan og stórgáfað- an mann, sem sé sjálfan mig, og það er mikils um vert. — Fáráður getur þú verið! tautaði erkidjákninn. — En viltu segja mér, hver hefir bjargað lífi þinu, sem þú annt svo mikils? Hverjum áttu það að þakka, að þú færð notið andrúmslofts- ins, fegurðar himinsins og annars slíks? Hvar værir þú staddur, ef Esmeralda hefði ekki miskunnað sig yfir þig? Treystist þú til þess að vera sjónarvott-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.