Tíminn - 19.04.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.04.1942, Blaðsíða 4
132 TÍMIM, suimiidagiim 19. apríl 1943 34. blað tR BÆNUW Baldurshagi brennur. íbúðarhúsið að Baldurshaga brann á 3. tímanura í fyrranótt. Kviknaði i húsinu út frá olíulampa, að því er tal- ið er. Töluverðu af innbúi og fatnaði var bjargað úr húsinu, en allmikið af munum varð þó ekki bjargað. Undan- farið hefir veitingahús verið rekið að Baldurshaga. Var strax brugðið við og reynt «.ð gera forstöðumanni veit- ingahússins aðvart, þegar eldsins varð vart, en hann var í Reykjavik. Jafn- framt gerði heimilisfólkið tilraun til að ná sambandi við lögregluna og brunaliðið í Reykjavík og fá þaðan að- stoð við að ráða niðurlögum eldsins. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir brann þó húsið til kaldra kola. Forstöðumaður veitingahússins flutti starfsfólkið í bæ- lnn þá um nóttina. Nýi Laugarnesskólinn. Nýr uppdráttur að barnaskóla í Laugarnesi var lagður fyrir bæjarráðs- fund í fyrradag. Þeir húsameistaramir Einar Sveinsson og Ágúst Pálsson hafa gert þennan uppdrátt. Hús þetta verð- ur skeifulaga, þrílyft og áfast núver- andi skólahúsiÁ skeifuna skal setja þak og myndast við það stór skáli. 25 stofur verða í þessum nýja skóla, sem áætlað er að taki 600 börn. Kostnaðaráætl- un fyrir þetta nýja skólahús er 2 millj- ónir króna. Nýtt ungmennafélag verður stofnað hér í bænum 1 dag. Aðalíundur Búnaðar sambands Kjalarnes þings Aðalfundur Búnaðarsam- bands Kjalarnessþings var haldinn að Möðruvöllum í Kjós 25, f. m. Auk venjulegra aðal- fundastarfa ræddu fundarmenn um bréf, er sambandinu barst frá Búnaðarfélagi íslands varð- andi framlög til nýs húss, sem Búnaðarfélag íslands hefir á- kveðið að reisa. Aðalfundur- inn ákvað, að stofnaður skyldi sérstakur húsbygging- arsjóður, og skulu 10% af tekjum sambandsins á ári hverju renna í þennan sjóð. Á fundinum kvaddi Jóhannes Reykdal bóndi að Þórsbergi við Hafnarfjörð sér hljóðs og lýsti yfir því, að hann gæfi 1000 kr. í sjóðinn þá strax. Fleiri fund- armenn fylgdu dæmi Jóhann- esar. Gáfu þrír 500 krónur og einn 250 krónur. Þar sem ráðunautur sambandsins þarf * . , . . . , .. nauðsynlega að hafa skrif- salnum kl. 2 e. h. Það er u. M. F. í. stofu í Reykjavík, hyggst bun- sem gengst fyrir stofnun þessa félags, aðarsambandið að fara fram á og er tilgangur þess meðal annars sá, að fá eitt herbergi í hinu nýja að vinna að verndun þjóðlegra verS- mæta og efla félagsanda og starfs- þroska meðal æskumanna í höfuð- staðnum. Sviftur ökuleyfi æfilangt. húsi, þar sem skrifstofa sam- bandsins og fundahöld ættu samastað. Sambandið hefir um tlma notið styrks til að kaupa JjrfZ J5L “It dælur, sem notaðar eru við úð- dæmdur í 200 króna sekt og sviftur ’ , ökuleyfi æfilangt fyrir að aka bifreið' un garða. Hafa flest félögin á undir áhrifum áfengis. Maðurinn hafði sambandssvæðinu fengið þessi áður verið dæmdur fyrir að vera ölv- aður við akstur. Leikhúsið. „Gullna hliðið“ verður sýnt i kvöld kl. 8. Revýan „Halló Ameríka" verður sýnd annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó frá kl. 1 e. h. 1 dag. Helgidagalæknir er Theódór Skúlason, götu 6. Sími: 2621. Vesturvalla- Blindravinafélagið heldur aðalfund sinn á morgun (mánudag) í Kaupþingsalnum kl. 9 síðdegis. Á fundinum verður m. a. rætt um afkomu félagsins og lagabreyting- ar. Messur í dag: Hallgrimsprestaka.il: Messa í dóm- kirkjunni (ferming) kl. 11, séra Jakob Jónsson. í Austurbæjarskólanum kl. 5 e. h. Síra Sigurbj. Einarsson. Nes- prestakall: Barnaguðsþjónusta í Mýr- arhúsaskóla kl. 11 f. h. og í Skildingar- nesskóla kl. 2 e. h. Laugarnesspresta- kall: Messa í dómkirkjunni (ferming) kl. 2. Síra Garðar Svavarsson. Barna- guðsþjónusta í Laugarnesskóla kl. 10 f. h. Frikirkjan í Reykjavik. Kl. 2 síra Árni Sigurðsson (ferminng). Hafnar- fjarðarkirkja: Kl. 2, síra Garðar Þor- steinsson. Skrlfstofa Framsóknarflokkslns er á Lindargötu 9 A Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykja- vikur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið þvi við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband vlð sem flesta flokksmenn utan af landL áhöld og er fyrrihugað að ráða sérstakan mann til að gegna þessu starfi. Verður þá hægt að úða alla garða á sambands- svæðinu á heppilegum tíma. Sambandið styrkir bændur til að koma upp skrúðgörðum við bæi. Hefir talsverðri upphæð verið varið til þessa. Þá veitir sambandið styrki til að byggja grænmetisgeymslur á sam- bandssvæðinu. Þá samþykkti fundurinn svohljóðandi tillögu varðandi bréf frá Búnaðarfé- lagi íslands um sérstakan bændadag: „Fundurinn sam- þykkir, að bændadagurinn sé ákveðinn og felur búnaðar- þingi að fastsetja þann dag.“ Formaður sambandsins var endurkosinn Kristinn Guð- mundsson bóndi á Mosfelli. — heildsölubirgðir: ÁRNIJ0NSS0N REYKJAVÍK Ég pakka hjartanlega öllum peim, sem sýndu mér vinsemd á sjötugs-afmœli mínu hinn 16. p. m. Einar G. Einarsson í Garðhúsum „Stjórnarskrá" (Framh. af 1. síðu) marki, sem flutningsmennirnir ætla þeim að ná, auk þess, sem þær fjarlægja hana því fyrir- komulagi, sem bezt hefir reynzt, en það er stjórnarskipun Breta og Bandaríkjamanna. Er ástæða til þess fyrir for- ráðamenn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins að varpa öllum vandamálum líðandi stundar á hilluna og hefja bar- átu fyrir slíkri „lagfæringu" stjórnarskrárinnar ? Hvað finnst mönnum? Sjálfstæðismálið. Stefán Jóhann virðist and- vígur því, að sjálfstæðismálinu sé nokkuð hreyft, þótt stjórn- arskrárbreyting verði samþykkt á þinginu. Helzta röksemd hans virðist sú, að danskir jafnaðar- menn hafi verið okkur góðir í sambúðinni. Já, danskir jafnaðarmenn hafa lagt fé til pólitískrar starfsemi Orð í tíma töluð (Framh. af 2. síðu) ar. Það er nýbúið að ganga frá breytingu á þessu atriði stjórn- arskrárinnar, svo að viðunandi þótti. Það var þá um þráttað. Ef ekki er annað þarfara að gera en að kasta þessu gamla þrætumáli á milli sín á þess- um tímum, er ekki vandfarið. Stefán Hannesson. Á víðavangi. (Framh. af 1. síöu) ísólfssonar, enda náði hann ekki nema þriðjungi þeirra, sem átti að vinna. Meðal leik- endanna neituðu hérumbil all- ir reyndustu og beztu leikend- urnir að beygja sig fyrir Lárusi Pálssyni og Þ. Stephensen, sem skýrðu málið fyrir flokksbræð- ur sínæ, kommúnistana. Eftir- taldir leikarar neituðu að skrifa undir bréf Nordals: Alfreð Andrésson, Friðfinnur Guðjóns- son, Gunnþórunn Halldórsdótt- Magnúsdóttir, Soffía Guðlaugs- dóttir og Valdimar Helgason. í umræðunum um það, hvort skrifa skyldi undir, hélt Lárus Pálsson því fram, að leikendum í Reykjavik bæri að hegna Jónasi Jónssyni grimmi- lega, því að það væri hann, sem hefði svift þjóðleikhúsið tekj- um þess. Fjórir eða fimm leik- arar skrifuðu undir fyrir Nor- dal, án þess að hafa lesið bréfið. á íslandi og uppskera nú laun- | ir uaraldur Björnsson, Sigrún in í tregðu Stefáns Jóhanns í sjálfstæðismálinu. En íslend- ingar óska ekki eftir slíkri sam- búð. íslendingar tortryggja þá útlendinga, sem reyna að vinna sér hér fylgi með fjárframlög- um. Okkur skiptir einu, hvort peningarnir eru frá Stalin eða Stauning. Þeir eru í báðum til- fellum gefnir í þeim tilgangi að efla hér flokk, sem kemst meira og minna á þennan hátt undir útlenda handleiðslu. Stefáni Jóhanni getur máske fundizt það viðkunnanlegt að láta æðstu skipan landsins byggjast áfram á þingsályktun, þótt aðrar óþarfar breyting- ar verði gerðar á stjórnar- skránni. En hvað finnst sjálfstæðis- hetjunum í Sjálfstæðisflokkn- um? Nú fá þeír fyrsta tækifær- ið til að sýna einlægni sína. Það er bezt að sleppa öllum hrakspám og bíða og sjá hvað sjálfstæðishetjurnar gera áður en meira er sagt. Lesendur! Vekjið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Tímann. Skrifið eða símið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. Anglýsið í Tímannm! 446 Vlctor Hugo: Esmeralda 447 ur að dauða hennar, sem þú átt líf að launa? Viltu að hún deyi, þessi íagra, milda, töfrandi vera, sem er guði sjálf- um guðdómlegri, en að þú, sem ert I senn vitringur og heimskingi, lifir þvi lífi, sem þú hefir stolið frá henni, þú, sem ekki gegnir mikilvægara hlutskipti en kertaljós um sólbjartan dag? Sýndu nú einu sinni, að þú eigir meðaumkvun til, Gringoire! Sýndu, að þú sért gædd- ur göfuglyndi eins og hún! Presturinn fylgdi orðum sínum fast eftir. Gringore hlýddi í fyrstu á mál hans sem annars hugar. Brátt varð hann þó hrærður af orðum hans og að lokum var hann náfölur orðinn. — Þú sækir mál þitt fast, mælti hann og þerraði tár af brá. — Jæja, ég skal íhuga málið. Óneitanlega er hugmynd þín næsta merkileg. — Allt skyldi þó athugað sem vendilegast. Ef til vill yrði ég alls ekk hengdur! Menn kvænast ekki ávallt, þótt trúlofazt hafi. Trúað gæti ég því, að þeir ættu bágt með að verjast hlátri, er þeir fyndu mig íklæddan kven- pilsi. Og þótt svo færi, að þeir hengdu mig! Henging er víst engan veginn versti dauðdaginn. Hún er auk pess dauðdagi, sem hæfir vel heimspekingi. Sjálfsagt hefir þetta verið mér fyrir- fram ákveðið af örlaganornunum. Það er dýrlegt að kveðja heiminn með sæmd! Presturinn greip fram I fyrir honum. — Þú hefir ákveðið að fallast á þessa tillögu mína? — Hvað er svo dauðinn í raun og veru? hélt Gringoire áfram hátíðlegur á svip. — Óþægilegt augnablik. Gjald, sem allir hljóta að greiða. Hvarf frá litlu til einskis. Þegar Cerecidas var spurður þess, hvort hann vildi deyja, svaraði hann: — Hvers vegna ekki pað? Eftir dauðann fæ ég að líta öll mikil- menni sögunnar augum, Pythagoras meðal heimspeklnganna, Hekatæus meðal sagnritaranna, Homer meðal skáldanna og Olympus meðal tónsnill- inganna. Erkidjákninn rétti honum höndina. — Þetta er þá afráðið! Þú kemur á morgun? Snerting þessi vakti Gringoire til raunveruleikans að nýju. — Nei, það veit trúa mín, að það geri ég ekki! hrópaði hann eins og maður, sem vaknar af svefni. Það er allt of auðvirðilegt að vera hengdur. Til þess má mér ekki verða hugsað! — Vertu þá sæll! Erkidjákninn bætti við dimmum rómi: — Ég næ til þín síð- ar! — Guð gæfi að þessi manndjöfull rækist ekki á mig öðru sinni, hugsaði Gringoire með sjálfum sér og hljóp í Stjórnarskrá upplausnarinnar (Framh. af 1. síöu) un, bann á flokkum, sem lifa af útlendum fégjöfum, ábyrgð flokka, sem steypa landsstjórn, að mynda ábyrga stjórn o. s. frv. í»ó að tilgangurinn sé nú sá, eins og 1931, að stórminnka Framsóknarflokkinn, þá er nokkurnveginn víst, að sá flokk- ur verður nógu stór til að geta ráðið miklu um löggjöf, með því að koma með „heppilegar" umbótatillögur,sem afla sér vina með kostum sínum eins og t. d tillaga Alþ.fl. um Norðfjörð og Akranes, sem sérstök kjördæmi. Ein slík „umbót“ gæti verið landsverzlun með allt bygg- ingarefni, sem flutt er til Iands ins, með þeirri viðbót, að verja gróðanum I beinan byggingar- styrk til þeirra, sem þörfnuðust helzt stuðnings. Önnur tillaga, sem vafalaust myndi fá allmik- inn stuðning, eftir að hinir ný- kosnu þingmenn hefðu tekið sér sæti á þingbekkjunum, gæti verið í þá átt, að hækka tekju- og eignaskatt á stríðsgróða, þannig að meiri jöfnuður yrði á jarðneskri aðstöðu Einars Ol geirssonar og Sveins Sveinsson- ar í Völundi heldur en nú er. Kaupmannastéttin er nú að hugsa um að búa til stjórnar- skrá, sem ýtir undir litla flokka og dregur úr vexti stórra flokka. Slík stjórnarskrá hefir marga galla. En það má vafalaust nota hana til að jafna stórfelldan efnamun áður en þjóðarskipið sekkur. J. J. tJtbreiðið Tímann! ---GAMLA HlÓ--- Ungi lávarðurinn (Young Man’s Fancy). Ensk gamanmynd með ANNA LEE og GRIFFITH JONES. Aukamynd: STYRJÖLDIN í KÍNA Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BlÓ I jarðlífsfjötrom (EARTHBOUND) Áhrifamikil og sérkenni- leg kvikmynd. Aðalhlutv. leika: WARNER BAXTER ANDREA LEEDS Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar að ölium sýningunum seldir frá kl. 11 f. h. imáiölnverð á rindlingnm. Verð á eftirtöldum tegundum af tyrkneskum vindlingum má eigi vera hærra en hér segir: Turkish A.A................ í 10 stk. pk. Kr. 0.95 pakkinn — ............ - 20 — — — 1.90 — — ............ - 50 — ks. — 4.75 kassinn De Reszke ................ - 20 — pk. — 1.90 pakkinn — ............... - 50 — ks. — 4.75 kassinn Teofani Fine ............. - 20 — pk. — 2.00 pakkinn — — ./........... - 50 — ks. — 5.00 kassinn Soussa ................... - 20 — pk. — 1.90 pakkinn — .................. - 50 — ks. — 4.75 kassinn Melachrino ............... - 20 — pk. — 1.90 pakkinn Derby .................... - 10 — — — 1.20 — — .................. _ 25 — — — 3.00' — — ........... ...... 100 — ks. — 12.00 kassinn Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera 3% hærrá en að ofan greinir, vegna flutningskostnaðar. Tóbakseinkasala ríkisins fSIdEJHí GAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culliford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Erlendir ullarsokkar hafa verið auglýst- ir hér undanfarið af miklu kappi. — Vér höfum ávalt fyrirliggjandi fjöl- breytt úrval af íslenzkum ullarsokkum, sem eru alveg eins fíngerðir og þeir er- lendu, en auk þess mjög hlýir, ódýrir og endingargóðir. — íslenzku sokkarnir eru seldir i verksmiðjuútsölu Iðunnar og Gefjunar í Aðalstræti og ýmsum öðr- um vefnaðarvöruverzlunum i Reykja- vík. Út um land fást sokkarnir hjá flestum kaupfélögum og mörgum kaup- mannaverzlunurh. — í heildsölu hjá Sambandi ísl. samvinnufél., Reykjavík. óskar eftir starfsfólki á barnaheimili þau, er rekin verða á vegum nefndarinnar í sumar. Starfstími væntanlega frá 10. maí til 20. sept. — Upplýsingar á skrifstofu nefndar- innar í Miðbæjarbarnaskóla, stofu nr. 1, mánudag og þriðjudag kl. 2—6. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Bréflegar umsóknir teknar til greina. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.