Tíminn - 03.05.1942, Síða 3
41. hlað
TÍMIIVIV, langarðagiim 9. maí 1942
1S9
Þurfa skáld að svelfa?
B Æ K U R
Heimili og skóli. Tíma-
rit um uppeldismál. Út-
gefandi: Kennarafélag
Eyjafjarðar. Ritstjóri:
Hannes J. Magnússon. 1.
hefti. Verð árg. kr. 5.00.
Þetta nýja tímarit hóf göngu
sína fyrir nokkru. Er því ætlað
að koma út sex sinnum á ári,
hvert hefti a. m. k. 16 síður í
nokkuð stóru broti.
Ritinu er aðallega ætlað að
ræða uppeldismál. í fyrstu grein
ritsins kemst Jakob Kristinsson
fræðslumálastjóri þannig að
orði:
„Bernskulýður landsins er
dýrmætasti auður þjóðarinnar.
Ef kyrkingur kemst í hann,
stendur hamingja landsmanna
á völtum fæti. Og hversu mjög
sem vallgróður eykst og vötn
frjófga lendur, sjófang auðgar
útgerð, atvinnu-framboðið fær-
ist í aukana, samgöngur greikka
sporið og hendur fyllast af fé,
verður allt þetta að háði, ef svo
illa fer, að æskulýðurinn bíður
tjón á sál sinni. Tækni, vel-
megun og ytri framför er vitr-
um og góðum mönnum hinn
mesti gæfufengur, en ódrengj-
um og illmennum greiðari leið
til glæpa og yfirgangs. Bezta
trygging fyrir farsæld og ham-
ingju þjóðar verður ávallt fólg-
in í því, að börn hennar læri
að temja sér mannvit og afla
sér þekkingar, sem hlítir leið-
sögn góðs og göfugs hjarta.“
Þessi orð fræðslumálastjór-
ans munu vafalaust marka vel
þá hugsun, sem fyrir útgefend-
um hefir vakað, er þeir hófust
handa um þetta nýja tímarit.
Það á að hjálpa til að varðveita
þann auð, sem er þjóðinni dýr-
mætastur. Er vissulega full þörf
á því, að kennarar og aðrir upp-
alendur gæti vel þess hlutverks
á slíkum tímum og þeim, sem
nú eru. Þetta nýja rit á að
hvetja þá til að gæta þessaran
skyldu sinnar.
Snorri Sigfússon skólastjóri
ritar grein, sem hann nefnir:
Hinir vígðu þættir, og er henni
ekki lokið i þessu hefti. í grein
þessari nefnir Snorri tvö atvik,
sem jafnan geta verið til mik-
ils lærdóms. Bóndi nokkur, sem
taldi búfræðing einn fara of
geyst í jarðræktarmálum, lét
þannig ummælt: „Það, sem á
öllu veltur, Dóri minn, er að
halda sönsunum." Eiríkur Briem
sagði einu sinni I kennslustund:
„Það, sem á öllu veltur, maður
minn, er að láta sér detta eitt-
hvað í hug.“ Það þarf bæði að
fylgja heilræði bóndans og Ei-
ríks, segir Snorri. Menn verða
að láta sér koma nýtt 1 hug, ef
menningarsóknin ,á að halda á-
fram, en nýjungarnar og breyt-
ingagirnin mega þó ekki ganga
svo langt, að menn haldi ekki
sönsunum.
Aðrar greinar i þessu hefti
Kvenlegri ljóð en hennar er
þarna ekki að finna, og þó að
þau hafi angurværan undirróm,
á hann ekkert skylt við bölsýni.
Kvæði Ingibjargar Tryggva-
dóttur hin lengri, bera vott um
þjálfaða (aldrei kann ég nú
raunar við þetta orð) gáfu, sem
hún hefir fult vald yfir, og hver
mundi sá, er manndómi ann, að
hann teldi sér ekki heiður að
mega þrýsta hönd hennar íyrir
stökuna Kaup kaups? Þar er
vel mælt. Meira, miklu meira,
og endalaust meira af þeim anda
inn í bókmenntir okkar og þjóð-
lif.
Það er gott að dvelja hjá þess-
um þingeysku konum, en ekki
getur nú sú dvöl orðið öllu
lengri. Þó verð ég að minnast
einnar enn, alveg sérstaklega,
Hildar Baldvinsdóttur húsfreyju
I Klömbrum. (Hafa ekki íslend-
ingum nú um aldar skeið kom-
ið í hug fögur ljóð, af konu ort,
þegar sá bær var nefndur?).
Ekki er þetta samt fyrir það,
að hún yrkir slík kvæði sem
Þurkurinn kemur, heillandi sól-
skinsmynd, er segir svo mikið
um líf þessa sveitafólks, sem
„allt sitt á undir sól og regni“,
eða vísu svo barnsleg fagra eins
og Blundað hefi’ ég, heldur
vegna þess, að hún á þarna feg-
urstu orðin, sem nokkur hús-
freyja á geymd í íslenzkum bók-
menntum. Þau eru ekki nema
fimm, og aðeins átta atkvæði,
(Framh. af 3. siSu)
an skamms fer að verða tími
til kominn að meta og endur-
meta þá nýjung, sem hafin var
með stofnun menningarsjóðs
1928. Þar ber ekki síður að líta
á hin auknu framlög og auknar
fórnir þj óðfélagsins, heldur
það hver áhrif hið nýja við-
horf hefir haft á afköst skálda
og listamanna. Þó að ég hafi
með nokkrum hætti verið máls
aðili gegn Jóni Þorlákssyni í
þessu máli, þá er engin ástæða
til fyrir mig, að vanmeta það
sem kann að hafa verið sterkt
og heilbrigt í viðhorfi sam-
keppnisstefnunnar til bók-
mennta og lista.
V.
í skrifum Nordals og þeirra
félaga, er ótæpt látin í ljós
óánægja yfir því, að ég skuli
ekki taka með þögn og þolin-
mæði öllum þeim skáldskap og
dylgjum, sem þeir hafa borið
út um mig og mina, sumpart í
munnlegum áróðri, en auk þess
í mörgum greinarköflum í all-
mörgum blöðum. Mér finnst hér
kenna ofrausnar frá hálfu
þeirra félaga. Þeir hafa full-
yrt, að ólag væri á reiknings-
færslu menningarsjóðs, að ég
vildi fela reikninga fyrirtækis-
ins, og það svo árum skipti. Þeir
virðast hafa gert ráð fyrir, að
.um óráðvandlega meðferð væri
að ræða frá minni hálfu, á .fé
sjóðsins. Þeir vissu fyrirfram,
að allur þessi áróður var ósann-
ur. En í hugum þeirra var það
svo mikils vert að gera mig tor-
tryggilegan, að þeir hikuðu ekki
við að grípa til sóknaraðgerða,
þar sem þeir stóðu afhjúpaðir
sem ósannindamenn þegar' í
fyrsta leik.
Ég býst við að eina afsökun-
in, sem Nordal og félagar hans
reyna að bera fram í loka-
reikningsskilum um þessi málsé,
að hefndarhugur þeirra til mín
hafi borið skynsemi þeirra of-
urliði. Þeir munu þá að lík-
indum telja, að ég hafi verið
þrándur í götu þeirra, nokkurs
konar höfuðóvinur helztu
mannanna í liðsveit Sigurðar
Nordal. Með þessum hætti munu
þeir væntanlega afsaka, að þeir
hafi orðið að láta tilganginn
helga meðölin.
Af tveim ástæðum get ég ekki
eru: Dýra perlan, eftir Friðrik
J. Rafnar, vígslubiskup, Mó'ður-
málið, eftir Hannes J. Magnús-
son, Skólalækningar, eftir Jó-
hann Þorkelsson, héraðslæknir.
Auk þess ýmiskonar smælki.
Rit þetta fer vel af stað og
verðskuldar gott gengi. Allir á-
hugamenn um uppeldismál ættu
að gerast áskrifendur þess.
Verðið þarf engan að fæla.
Fimm krónum verður ekki var-
ið til öllu betri bókakaupa.
Þ. Þ.
en það er ekki hætt við að nein-
um lesanda verði þau torfund-
in, svo að ég ætla ekki að end-
urtaka þau. En nú hafa bók-
menntirnar eignazt þarna hlið-
stæðu við orð eiginkonunnar,
eins og Njála hefir þau eftir
Bergþóru Skarphéðinsdóttur.
IJm skerf karlmannanna
finnst mér vel mega geta þess
fyrst, að þeir eiga þarna tvö
hinna fegurstu ástaljóða ís-
lenzkra. Annað er vitanlega
kvæði Indriða, Til þín, en hitt
er Skilnaður Leifs Eiríkssonar,
eins þeirra skálda, sem ekkert
hafa fram að bera annað en
skíra-guli, þegar þau eru beðin
að leggja eitthvað í þessa guðs-
kistu. En svo er, eins og áður
er sagt, um fleiri, t. a. m. Grím
Sigurðsson. Hann hefir ekkert
annað en mótað gull. Þá skortir
og Steingrím Baldvinsson hvorki
mannvitið né snilldina, og ef
velja ætti þótt ekkl væri nema
hundrað beztu ljóð íslenzkra
skálda, er ég hræddur um að
erfitt yrði að komast fram hjá
kvæðinu hans, Sorg og gleði.
Eitthvað hlýtur að vera mark-
vert við þann mann, Kára
Tryggvason, sem yrkir kvæði
eins og Leiðsögn, því að þar er
vel með efnið farið og enn bet-
ur við það skilizt. Þá má og
benda á þá list, hvernig Krist-
ján Ólason skilst við sumar
stökurnar sínar.
Framhald.
komizt hjá að skýra frá við-
skiptum mínum við nokkra af
helztu mönnum í liðsveit Nor-
dals. Ég álít, að borgarar lands-
ins megi fá gögn í hendur um
það, hversu ég hefi búið að þess-
um mönnum. Kemur þá í ljós,
hvort þeir hafa haft nægilegar
ástæður til að hefjá og halda
uppi við mig margra ára ófriði,
undir yfirstjórn rússneska
flokksins á íslandi. í öðru lagi
getur slíkt yfirlit gefið borg-
urum landsins nokkra vísbend-
ingu um, hvort annar hvor okk-
ar Jóns Þorlákssonar hefir iiaft
algerlega á réttu eða röngu að
standa um viðhorf til stuðnings
þjóðfélagsins við bókmenntir og
listir, eða hvort einhver þriðja
leið er betur fær, heldur en veg-
ir þeir, sem við bentum á, þeg-
ar straumhvörf urðu, eftir fyrri
heimsstyrjöldina.
VI.
Ég hefi áður bent á, hver á-
hrif stofnun menningarsjóðs
1928 hafði, og það þegar á
næstu missirum. Ég hafði áður
reynt árangurslaust, að fá Al-
þingi til að veita fé til að kaupa
málverk af Ásgrími Jónssyni.
Nú veitti þingið honum hentugt
lán til að koma upp góðri
vinnustofu, og auk þess föst
laun úr landssjóði. Allmargir
aðrir málarar og einn mynd-
höggvari fengu aðstoð ríkisins
til að byggja vinnuítofur, og
sumir fengu ríkislaun. Auk þess
hafa verið keypt listaverk og
myndir í tugatali fyrir fé
menningarsjóðs. Viðhorf Al-
þingis 1924 sýndi hina fyrri
stefnu. Aðgerðir síðan 1928
sýna, hver nýjung þá var hafin,
og hefir þeirri stefnu verið fylgt
óhvikult síðan þá. Það þarf ná-
lega skáldlegt ímyndunarafl til
að geta gert þann mann, sem
staðið hefir fyrir þessari stór-
felldu breytingu, að höfuðóvini
myndlistarmanna. Og varla geta
þeir Ásmundur Sveinsson og
Jón Þorleifsson talið það til höf-
uðsynda, að útvega þeim nálega
leigulausan bústað með ljósi og
hita um margra ára skeið. Eitt-
hvert skemmtilegasta dæmið
um framsýni hinna órólegu
myndgerðarmanna, er aðbúð
þeirra að Kjarval. Hann fórn-
ar öllu fyrir list sína. Hann hef-
ir málað mörg hundruð merki-
legar myndir, og margar að á-
gætum sambærilegar við and-
rík kvæði eftir Matthías Joch-
umsson. Kjarval hefir ekki oeð-
ið um neitt handa sjálfum sér.
Hann skapar ný og ný lista-
verk. Mörg þeirra gefur hann
þeim, sem eru of fátækir til að
kaupa nokkra mynd. Hann býr
við mjög fábrotin ytri skilyrði
á vinnustofu upp undir þaki í
stórbyggingu við Austurstræti.
Menn skyldu halda, að Nordal,
Ragnar í Smára, Páll fsólfsson,
Jón Þorleifsson, Helgi Hjörvar
eða Þorsteinn Stephensen hefðu
af djúpvizku sinni og mikla
.skilningi á eðli lista, séð að hér
var að starfi tröllaukið skáld,
sem gaf þjóð sinni fjölda dýr-
gripa ár hvert, og bað ekki um
laun. Það mætti ætlast til, að
þessir forverðir myndlistar á ís-
landi hefðu bent Alþingi á, að
hér væri um að ræða mann,
sem þjóðfélagið ætti að sýna
sóma og veita aðhlynningu. En
það var steinhljóð meðal þess-
ara forgöngumanna og þeirra
félaga. Þeir voru að hugsa um,
að reyna nýkeypt akneyti sín,
eða plægja sína eigin akra.
Þess vegna þögðu þeir allir um
verðleika þessa merkilega
manns. Þar sem þessir aðilar
töldu sér fært að gleyma Kjar-
var, leyfði ég mér að gera til-
lögu í menntamálaráði um að
veita Kjarval laun úr ríkissjóði
til jafns við þá, sem mest fá.
Ég veit ekki, hvort Kjarval
kærir sig um að fá peninga úr
ríkissjóði, en úr því Alþingi
hafði veit mörgum minna verð-
ugum fjárhagsviðurkenningu,
þá tel ég Kjarval vel kominn
að sínum skáldalaunum.
VII.
Nordal var fyrsti rithöfundur,
sem ég beitti mér fyrir að koma
á föst landssjóðslaím, en það
mál verður rakið síðar. Þorberg-
ur Þórðarson var gamall nem-
andi minn úr kennaraskólan-
um. Hann tók að leggja stund
á málfræði og fékk árum sam-
an, að miklu leyti fyrir for-
göngu Framsóknarmanna á Al-
þingi, fastan styrk til að safna
orðum úr mæltu máli, vegna ís-
lenzkrar orðabókar. Síðan hætti
hann að starfa að orðasöfnun,
en hélt styrknum af fornum
vana. Þegar Laxness þáði 'ekki
sinn ritstyrk, var hlut hans
skipt milli fjögra manna. Fékk
Þórbergur sinn bróðurpart af
arfinum, en mun hafa legið
undir ámæli frá flokksbræðrum
sínum, og einkum frá Laxness
sjálfum, fyrir að þiggja viðbót-
ina. Varð þessi misklíð milli
þeirra félaga til þess að Þor-
bergur vildi gefa allan ríkis-
styrk sinn í haust. Rann fjórð-
ungur þessa fjár til Hallgríms-
kirkju í Reykjavik fyrir minn
tilverknað. Hitt mun Þórberg-
ur hafa fengið sjálfur, en þyk-
ir launin lítil og óviss, eins og
nú er komið.
Er þá eftir að meta, hver
verðmæti Þórbergur skapar I
bókmenntum landsins. Laxness
hafði ungur komizt á nokkurn
ritstyrk,.en sat í óvissu sæti, og
var oft komið með tillögur á
Alþingi um að fella styrk hans
niður. Eftir að hann hafði rit-
að Sölku Völku, þótti mér von
um að Laxness gæti orðið mik-
ið skáld. Beitti ég mér þá fyrir,
í fjárveitinganefnd, að hækka
styrk hans til stórra muna.
Urðu um þetta svo harðar deil-
ur í nefndinni, að Sjálfstæðis-
menn rufu samstarfið, sem
annars hafði verið gott. Til-
gangur minn var að freista að
gera Laxness óháðan og gera
honum kleift að stunda list sína
ýmist hér á landi eða erlendis.
Virtist sú tilhögun vera honum
að skapi. En skömmu eftir aö
hér var komið, tók hann að
hallast meir og meir að komm-
únisma. Ritaði hann þá skrum-
bók um Rússland og endaði á
illa gerðum lofsöng um Stalin.
Taldi hann, að vísan væri frum-
ort í Rússlandi og eftir telpu á
fermingaraldri þar í landi.
Sýndi bók þessi, að Halldór Lax-
ness var sama og bergnuminn
í Rússlandi. Urðu sögubækur
hans meir og meir pólitískur
áróður fyrir stefnu Rússa. En
öðru hverju komu þó glepsur
fram í bókum hans, sem sýndu,
að þeir,sem eitt sinnhöfðutreyst
honum, höfðu skilið rétt, að
hann var gæddur álitlegum
hæfileikum til ritstarfa, áður
en byltingarsýkin gagntók huga
hans. Óx nú meir og meir van-
traust á Laxness í Alþingi.
Myndi hann áreiðanlega hafa
verið hreinsaður út úr fjárlög-
um árið, sem menntamálaráði
var falið að skipta fénu til and-
legra verkamanna. Mennta-
málaráð lækkaði ritstyrk hans
nokkuð. Þóttist hann þá vera
móðgaður og gaf ritfé sitt í sjóð
til eflingar vanræktum skáld-
um. Ekki sinnti hann þó sjóðs-
myndun þeirri nema eitt ár,
meðfram af því, að hann varð
að borga skatta af gjöf sinni.
Hætti hann þá að þiggja ritfé
frá íslendingum, enda vinnur
hann nú mest fyrir flokk kom-
(Framh. á 4. siðu)
Samband ísl. santvinnufélaqa.
Kaupfélög: Kynnið ykkur reglugerð Lífeyris-
sjóðs S. í. S. Nokkur félög liafa þegar tryggt
starfsmenn sína.
SIGLIICÍAR
milli Bretlands og Islands halda áfram,
eins og að undanförnu. Höfum 3—4
skip í förum. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
Cullíford & Clark Ltd.
BRADLEYS CHAMBERS,
LONDON STREET, FLEETWOOD.
Reykjavík. Sími 1249. Simnefni: Sláturfélag.
Reykhús. — Irystiliús.
Niðursuðuverksmiðja. — Bjúgnagcrð.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður-
soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls-
konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði.
Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir
fyllstu nútímakröfum.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar
um allt land.
Fjííí’ frú Eggjasölusamlagi Reykjavíkur.
The World’s News Seen Through
The Christian Science Monitor
An International Daily Newsþaper
is Truthful—Constructivc—Unbiased—Frcc from Sensational-
ism — Editorials Are Timely and Instructive and Its Daily
Features, Together with the Weckly Magazine Section, Make
the Monitor an Idcal Newspaper for the Home.
The Christian Science Publishing Society
One, Norway Street, Boston, Massachusetts
Price $12.00 Yearly, or $1.00 a Month.
Saturday Issue, induding Magazine Section, $2.60 a Year.
Introductory Offer, 6 Issues 25 Cents.
Nasne__________________________________________
Aidren.
476 Victor Hugo:
Karlmenn óttuðust að þeir yrðu rænd-
ír en konurnar, að þeim yrði nauðg-
að, og örvæntingarsviti spratt fram á
ennum allra.
— Áhlaup! endurtóku umrenning-
arnir en brast þó kjark til þess að
leggja til atlögu. Þeir litu á kirkjuna
og bjálkann til skiptis. Enginn hreyfði
sig úr spori.
Það var engu líkara en umrenning-
unum stæði ógn af hinni þögulu og
leyndardómsfullu kirkjubyggingu.
— Gangið nú rösklega að verki,
sveinar, hrópaði Trouillefou. — Brjót-
ið upp hurðina.
Enginn hreyfðist úr stað.
— Dauði og djöfull! hrópaði Klopin.
— Hræðizt þið spýtufjandann eða hvað?
Gamall smiður sneri sér að honum og
mælti:
— Það er ekki bjálkinn, sem veldur
því, að okkur brestur móður, heldur
hurðin, sem er alsett járnfleygum og
slám. Naglbítarnir koma ekki að
notum.
— Hvað þurfið þið þá að fá 1 hendur,
til þess að geta brotið upp hurðina!
spurði Klopin.
— Múrbrjót!
Konungurinn af Thunis leit á bjálk-
ann og sparn við honum fæti.
— Hér er múrbrjótur! hrópaði hann.
Esmeralda 473
rykugra manna tóku sig út úr hópn-
um með hamra, naglbíta og járnkarla
um öxl. Þeir héldu í áttina til aðal-
dyra kirkjunnar, gengu upp tröpp-
urnar og hófu að brjóta dyrnar upp
með verkfærum sínum.
Nokkrir umrenninganna fylgdu þeim
eftir, til þess að veita þeim aðstoð eða
horfa á aðfarir þeirra. Kirkjutröppurn-
ar urðu því brátt þéttskipaðar fólki.
En dyrnar stóðust öll áhlaup.
— Helvíti er hurðin erfið viðfangs,
varð einhverjum að orði.
— Hún er orðin gömul, og það hefir
verið vel til hennar vandað í upphafi.
— Hugdjarfir, félagar! hrópaði Klo-
pin. — Ég þori að veðja höfði mínu um
það, að þið brjótið hurðina upp, hafið
stúlkuna á braut og rænið háaltarið,
áður en fyrsti kirkjuþjónninn bregður
blundi. Heyrið! Ég held bara, að hurð-
in gefi strax eftir!
Ægilegur gnýr kvað skyndilega við.
Klopin þagnaði og snerist á hæli.
Geysistór bjálki hafði fallið af himni
ofan og limlest eða banað flestum
þeim, er á kirkjutröppunum stóðu.
Bjálkinn steig nú eins konar tryllidans
á steinbrúnni, og hávaðinn, sem hann
vakti, líktist helzt fallbyssugný. Hann
hjó jafnframt án afláts skörð í um-
renningahópinn, sem tvístraðist með