Tíminn - 07.05.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.05.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRNARSKRIPSTOFOR: EDDUHÚSI, Lindargötu B A. Slmar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOPA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 3948 og 3720. RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARENSSON: FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓN3SON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. 26. ár. Reykjavík, fimmÉudagtim 7. maí 1942 43. blað HlutfallskosninAar Keta ekki not- i5 sin 1 tvimenningskiördæmum Hversvegna á minníhlutinn að vera rétt- mínni í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hainaríirði en í Rangárvallasýslu og og Norður-Múlasýslu? Hinar fyrirhuguðu stjórnarskrárbreytingar Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokksins vekja hina römmustu andúð og furðu út um iand og það jafnt hjá liðs- mönnum sem andstæðingum þessara flokka. Öllum kemur saman um, að þær feli ekki í sér neinar bætur á þeim annmörkum, sem eru á kosningaskipuninni, heldur geri þá enn meiri. Förustusveitir brezka hersins Núverandi stjórnandi peirra er sonur pýzks prins og pykir eitt álitlegasta hershöiðingja- eíni Breta Kosning ríkísstjóra Næstkomandi iaugardag fer kosning ríkisstjóra fram í sam- einuðu Alþingi. Ríkisstjórinn er kosinn til eins ár í senn. Enginn iélagsmaður K.Þ. skuldar íélaginu »• 011 verzlunarveltan nam 3,4 milj. kr. sl. ár Aðalfundur K. Þ. — hinn 61. — var haldinn í Húsavík dag- ana 16.—19. f. m. Fundinn sátu 53 fulltrúar auk stjórnar og endurskoðenda félagsins. Samkvæmt skýrslum, sem fluttar voru á fundinum, höfðu fasteignir félagsins aukizt á ár- inu 1941 um 105 þús. kr., bæði vegna húsakaupa og umbóta á húsum. Sjóðeignir — séreigna- og sameignasjóðir samanlagt — jukust á árinu um 170 þús. kr. og eru nú 513 þús. kr. Félagið rekur bæði sparisjóð og innlánsdeild. Höfðu innstæð- ur í þessum stofnunum vaxið á árinu um 265 þús. kr. og eru nú samtals um 790 þús. kr. Skuldir félagsins við banka lækkuðu á árinu um 43 þús. kr. Innieignir viðskiptamanna í viðskiptareikningum jukust á árinu um.364 þús. kr. og eru nú 834 þús. kr. Enginn félags- manna skuldaði í viðskipta- reikningi við árslokin. Innieign félagsins hjá S. í. S. var um áramót 624 þús. kr. og hafði vaxið á árinu um 360 þús. krónur. Vörusala ársins var 1,65 milj. kr., en vöruvelta 3,7 milj. kr. og er það 774 þús. meira en árið 1940. Vörubirgðir í árslok voru 896 þús. kr. með útsöluverði. Fundurinn ákvað að af tekju- afgangi ársins yrði úthlutað til félagsmanna 10% af andvirði ágóðaskyldra vara, er þeir höfðu keypt hjá félaginu á árinu. Ákveðið' var á fundinum, að félagið skyldi leggja 5000 kr. í Minningársjóð Jakobs Hálfdán- arsonar. Var sá sjóður upphaf- lega stofnaður með framlagi frá K. Þ., þegar J. H. lét af störfum hjá félaginu, og setti hann honum sjálfur skipulags- skrá. Verkefni sjóðsins er að verðlauna þá menn, sem í þjón- ustu hjá öðrum sýna frábæra alúð við umönnun búpenings, og eiga heimili á félagssvæði K. Þ. Þá var einnig heimilað að (Framh. & 4. síðu) 1 Uppsögn Samvinnu- skólans Skólinn lullskipaður næsta vetur Samvinnuskólanum var siitið fyrir nokkrum dögum. 29 nem- endur luku burtfararprófi að þessu sinni. Hæsta einkunn hlaut Guðjón Guðjónsson, Há- túni 6, Reykjavík, 8,41. Samvinnuskólinn er þegar fullskipaður næsta vetur og munu mun fleiri þreyta inn- tökupróf í yngri deild í haust heldur en í deildina geta kom- izt. Tilgangslaust er að sækja um skólavist næsta vetur héð- an af. Blaðið „Dagur“ á Akureyri hefir talsvert rætt þessi mál og bendir á ýms atriði, sem sýna hversu fáránlegar þessar fyrir- huguðu breytingar eru. Dagur bendir t. d. réttilega á, að svokallaðar hlutfallskosn- ingar í tvímenningskjördæm- um séu engar_ hlutfallskosning- ar. Hann segir: „Hlutfallskosning, þar se@n aðeins tveir eru kosnir, leiðrétt- ir ekkert, en skapar nýtt órétt- læti með því að veita minnhluta sama rétt og meirihluta, en ekki hlutfallslegan rétt. Það er því alveg rangt að kalla þetta hlut- fallskosningar. Slíkar kosningar njóta sín ekki, nema þar sem fleiri en tveir eru kosnir. Samkvæmt frumvarpi Al- þýðuflokksins hafa 501 kjós- endur sama rétt og 1000 kjós- endur. Þarna kemur ranglæt- ið fram. Væru aftur á móti þrír menn kosnir, fengi meirihlut- inn tvo og minnihlutinn einn. Það er hrein hlutfallskosning. Þá fær minni hlutinn þaff, sem honum ber, án þess að gengið sé á rétt meirihlutans." Dagur sýnir ennfremur fram á, hversu mikill skrípaleikur það sé, að minnihlutinn hafi meiri rétt í tvímenningskjör- dæmunum en einmenningskjör- dæmunum. Blaðið segir: „f nafni réttlætisins heimtar þessi þrenning (þ. e. íhald, kratar og kommúnistar) hlut- fallskosningar í tvímennings- kjördæmum á þeim grundvelli, að það sé óþolandi óréttlæti að minnihluti kjósenda í 6 kjör- dæmum, Eyjafjarðarsýslu, Múlasýslum, Rangárvalla-, Ár- nes- og Skagafjarðarsýslu, fái ekki jafnan rétt við meirihluta í þessum kjördæmum. Á hitt minnast byltingasinnar í kjör- dæmamálinu ekki, að ef órétt- læti ríkir í fyrrgreindum tví- menningskjördæmum í þessu falli, þá er sama óréttlætið uppi í öllum einmenningskjördæm- um, nema hvað það er miklu víðtækara, þar sem einmenn- ingskjördæmin eru 20 að tölu, en tvímenningskjördæmin að- eins 6. Hvaða réttlæti er t. d. í því að veita minnihluta í Eyja- fjarðarsýslu jafnan rétt við meirihlutann þar, en láta minnihluta í Austur-Húna- vatnssýslu vera réttindalausan? Hið sama má segja um öll hin kjördæmin. Því á minnihluti í Rangárvallasýslu að vera rétt- hærri en minnihluta í Vestur- Skaftafellssýslu, því á að veita minnihluta í Árnessýslu meiri rétt en minnihluta í Borgar- fjarðarsýslu o. s. frv.“ Þannig má nefna fjölmenn dæmi, sem hnekkja öllu skrafi um, að stjórnarskrártillögur Al- þýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins séu reistar á réttlæti. Kjósendurnir munu líka sýna það í kosningunum í vor, að þeir kunna hinu umboðslausa þingi litlar þakkir fyrir það, að ætla að nota sjálftekið vald til að gera jafn endemislegar breytingar á stjórnarskránni og steypa þjóðinni þess vegna út í tvennar alþingiskosningar og langvarandi illvíga kosninga- baráttu á þeim tíma, sem hún þarfnast friðar og samheldni umfram allt. Tvö bílslys Jón Gíslason, múrari, Barón- stíg 22, varð á þriðjudaginn, litlu eftir hádegi, fyrir erlendri bifreið og beið bana af. Var hann á reiðhjóli og hélt inn Hverfisgötu. Við vatnsþróna ætlaði hann að beygja á Lauga- veg, en í sömu svifum ók brezk fólksbifreið á hann og kastað- ist hann á götuna. Hinn erlendi bifreiðarstjóri nam ekki staðar, heldur ók brott sem skjótast. Jón var fluttur í sjúkrahús, en vaknaði eigi, aftur til meðvit- undar. Jón var kvæntur maður, hátt á sextugsaldri. Brezkur her hóf landgöngu á frönsku eyjunni Madagascar síðastliðinn þriðjudag. Var her- inn settur á land skammt frá flotahöfninni Diego Suarez, en hún er hernaðarlega þýðingar- mesti staður eyjarinnar. Her Breta stjórnar Sturges hers- höfðingi, er stjórnaði hernámi íslands. Bretar munu alls hafa sett um 20 þús. manns á land, og var skipalestin, sem flutti her- lið þangað, varin tveimur beiti- skipum, fjórum tundurspillum og flugvélaskipi. Vichystjórnin skipaði setulið- inu á eyjunni að veita mót- spyrnu og mun því boði hafa verið hlýtt. Hefir Vichystjórnin nýlega skipt um æðstu menn á eyjunni og eru hinir nýju yf- irmenn eindregnir stuðnings- menn hennar. Bandaríkjastjórn sendi Vichy- stjórninni orðsendingu strax i gærmorgun, þar sem sagt var að innrásin væri gerð í samráði við Bandaríkin og myndi mót- staða af hálfu Frakka talin fjandskapur við allar þjóðir Bandamanna. Það er gizkað á, að það standi að einhverju leyti í sambandi Forustusveitir brezka hers- ins, Commandos, hafa oft verið nefndar í erlendum fréttum seinustu mánuðina. Það eru þær, sem hafa gert strandhögg- in í Noregi og Frakklandi. Þær hafa oft unnið ýms mikilvæg hernaðarverk að baki víglínu óvinanna í Libýu. Forustusveitir brezka hersins eiga stutta sögu, en frækilega. Keyes flotaforingi, sem gat sér mikinn orðstír við Zeebrugge 1917, fékk Churchill til þess á miðju ári 1940 að stofna sér- stakar sveitir úrvalsmanna, sem fengju mun meiri æfingu en venjulegir hermenn, og yrði það hlutverk þeirra að vinna á- hættumestu verkin. M. a. yrði þeim ætlað að vera í fararbroddi eí innrás yrði gerð á meginland Evrópu. Churchill fól Keyes að veita þessum forustusveitum liðsögn og yfirstjórn. Telja kunnugir, að Keyes hafi orðið vel ágengt en engar opinberar upplýsingar hafa verið birtar um það, hversu fjölmennar forustusveitirnar eru orðnar. En framganga þeirra, þar sem þær hafa kom- ið við sögu, hefir jafnan þótt hin vasklegasta. Seint á fyrra ári lét Churchill Keyes hætta yfirstjórn forustu- sveitanna. Blöðin hafa ekki fengið að vita ástæðuna, en Korregidorvígid Sallid Samkvæmt seinustu fregnum er hið fræga eyvirki Banda- ríkjamanna, Corregidor á Man- ilaflóa, fallið í hendur Japön- um. Tókst Japönum að flytja þangaff lið frá Bataanskaga á smábátum, en milli skagans og eyjarinnar er aðeins 3 km. breitt sund. Vörnin á Corregidor hefir þótt hin frækilegasta. við þennan atburð, að flota- málaráðuneyti Bandaríkjanna hefir látið vitnast, að tvö stór amerísk orrustuskip væru nú á Indlandshafi, ásamt smærri herskipum. Madagascar er þrigja stærsta ey heimsins, 570 þús. ferkm. íbúarnir eru 4 milj. Þar er blóm- legur landbúnaður og sennilega mikil námuauðæfi. En Banda- menn hafa ekki af þeim ástæð- um ágirnd á eyjunni. Það er hernaðarleg þýðing hennar, sem nú skiptir máli. Eyjan liggur við austurströnd Afríku og er auðvelt að hindra þaðan sigl- ingar Breta um vestanvert Ind- landshaf. Jafnframt er eyjan ákj ósanlegur „stökkp'allur“ til árásar á Suður-Afríku. Hefir lengi verið óttast, að Japanar myndu reyna að ná eyjunni og vakti það sérstakar grunsemd- ir, að tveir þekktustu flotafor- ingjar Japana, Abe og Nomura, hafa dvalið undanfarið í Vichy. Enn er ekki vitað, hvaða á- hrif þetta kann að hafa á af- stöðu Frakka. Flestir telja, að Laval muni nota þetta tilefni til þess að láta Frakka ganga í lið með öxulríkjunum. Hafa verið mikil fundarhöld í Vichy síðan atburður þessi varð. sennilega hefir verið um skoð- anamun að ræða.Keyes flotafor- ingi er maður djarfur og stór- huga og hefir talið herstjórn- ina of úrræðalitla og aðgerða- lausa. Hann vildi t. d. vorið 1940, að Bretar leggðu strax til orrustu við Þjóðverja í Þránd- heimsfirði og reyndu að ná Þrándheimi úr höndum þeirra. Hefði sú tilraun heppnast, myndu Þjóðverjar ekki hafa náð Norður-Noregi. Keyes fór þess á leit við Churchill, að honum yrði fengin stjórn gamalla her- skipa til að framkvæma atlög- una. Churchill neitaði og hefir síðan ekki verið fullkomlega heilt á milli þeirra. Nokkru eftir að Keyes lét af stjórn forustusveitanna, féll sonur hans, 23 ára gamall, í einni áhættumestu árásinni, sem forustusveitirnar hafa gert. Honum hafði verið falið að stjórna litlum herflokkl, sem ekki var ætlað minna hlutverk en að taka Rommel til fanga. Rommel hafði þá bækistöð sína ekki langt frá víglínunni og höfðu Bretar haft njósnir um dvalarstað hans. Flokkur Keyes yngri gat komizt þangað eftir sandauðninni, án þess að hon- um væri veitt athygli, beið síð- an færis í nokkra daga, og gerði árásina að næturlagi, þegar Þjóðverjar virtust óviðbúnir. Tókst þeim að ráða niðurlögum varðmanna í húsi því, sem Rommel dvaldi í, og að komast inn í aðalskrifstofu hans. Fór Keyes yngri fremstur sinna manna. Þar kom til snarprar viðureignar og féllu þar tveir þýzkir yfirforingjar, Keyes yngri og fleiri menn. Þeir, sem eftir voru af flokki Keyes, töldu þá vænst að hörfa og komust þeir til baka við illan leik. En af Rommel er það að segja, að hann sat í afmælisveizlu þetta kvöld og var því ekki í bæki- stöð sinni. Annars er óvíst, hvort Þjóðverjar nytu nú þessa vaska herforingja. Annar ungur ofurhugi, Louis Mountbatten lávarður, hefir nú tekið við yfirstjórn forustu- sveitanna. Hann er af mörgum talinn líklegri til stórræða en aðrir herforingjar Breta. Louis Mountbatten er meira af þýzkum ættum en brezkum. Faðir hans var Louis prins.af (Framh. á 4. siöui Erlendar fréitir Buhl, fjármálaráðherra, verð- ur eftirmaður Staunings sem forsætisráðherra. Hann mun einnig gegna fjármálráðherra- embættinu áfram. Harðar sjóorrustur hafá und- anfarið átt sér stað í Norður- Atlantshafi, segja Þjóðverjar. Telja þeir sig hafa sökkt þar brezku beitiskipi og mörgum kaupskipum á leið til Rúss- lands. Þeir segjast hafa notað kafbáta og flugvélar til árás- ani^a. í Hollandi hafa Þjóðverjar uppgötvað leynifélagsskap, sem vann gegn þeim. Hafa 72 menn, sem voru í þessum félagsskap, þegar verið teknir af lífi. í Suður-Kína hafa Kínverjar hafið sókn gegn Japönum. Hafa þeir einnig efnt til skipulegra upphlaupa í ýmsum borgum, t. d. Shanghai og Nanking, og eyðilagt þar birgðir fyrir Jap- önum og skemmt járnbrautir. Þessari sókn mun þó varla ætl- að meira en að koma í veg fyr- ir að Japanir geti flutt lið frá Kína til annarra vígstöðva. Japanir auka könnunarflug yfir Ástralíu og eykur það ótta manna þar við innrás. Á víðavangi SVO MÆLTI STEFÁN JÓHANN. Þegar rætt var um lögfestingu á kaupgjaldi og verðlagi á haustþínginu síðasta, stóð upp Stefán Jóhann, þáverandi fé- lagsmálaráðherra Alþýðu- flokksins, og mælti af þjósti nokkurum: „Og ég held, að launastétt- irnár í landinu hafi yfirleitt enga löngun til þess að láta dýrtíðina vaxa, og þegar at- vinna í landinu er góð og mikil og þær fá uppborna í hækkuðú kaupi vaxandi dýrtíð, þá sé ekki • mikil tilhneiging Jijá launastéttunum til þess að hækka grunnkaupið. Reynslan hefir sýnt þetta.“ Svo mælti Stefán Jóhann þá og ' efalaust talaði hann af fullri sannfæringu. Nú er svo að skilja á Alþýðu- flokknum, sem það sé ekki að- eins ógæfa fyrir verkamenn, heldur og þjóðarógæfa, að hömlur hafa verið settar á hækkun grunnkaups. Mörgum verður því fyrir aö spyrja: Hvert er eiginlega hlut- verk Stefáns Jóhanns? Talar hann sem ábyrgur forustumað- ur Alþýðuflokksins eða er hann aðeins vindhani á bursttnni, sem ískrar í eftir því, hvernig vindurinn blæs? „ILLU KORNI ER TIL SÁIÐ, ENDA MUN ILLT AF GRÓ.A.“ Kjördæmafrumvarp Alþýðu- flokksins er örþrifaráð til að rjúfa samvinnu núverandi stjórnarflokka um varnir gegn verðbólgu og verðhruni. Það er allt sniðið eftir hagsmunum Sjálfstæðisflokksins. Alþýðu- flokkurinn hefir enga mögu- leika til að auka þingmanna- tölu sína, sem nokkru nemur, samkvæmt þvi. Frumvarpið er borið fram af þingmönnum Alþýðuflokksins, að flokksheildinni forspurðri. Eða líta þeir svo niður á flokks- menn sína utan þings, að þeir virði þá ekki viðtals? Þessir þingmenn ætla að stofna til kosninga hvað ofan í annað’ í sumar til að deila um viðkvæmasta og vandasamasta framtíðarmál þjóðarinnar. Stjórnskipun landsins ætla- þeir samt sem áður að láta velkjast áfram óleysta. Þeim mun farnast sem léleg- um garðyrkjumanni, er notar myglað útsæði og fær líka litla og lélega uppskeru. — Hann skaðast á öllu saman. HVERNIG ÆTLAR SJÁLF- S TÆÐISFLO KKURINN AÐ STJÓRNA MEÐ „DAUÐUM FLOKKI?“ í fyrra sumar héldu falöð Sjálfstæðisflokksins því fram, að Alþýðuflokkurinn væri „dauður flokkur“, — ekki nema nafnið tómt. Nú eru Sjálfstæðismenn að semja um myndun ríkisstjórnar við „hinn framliðna.“ Sú stjórn mun bera á sér dauðamörk beggja flokkanna. Hán mun bera einkenni hagsmunastreyt- unnar í Sjálfstæðisflokknum og neikvæðrar afstöðu Alþýðu- flokksins til allra þeirra mála, sem þjóðfélaginu ríður mest á, að nú sé framfylgt af drengskap og festu. Nokkrar ameriskar hersveit- ir eru komnar til Miðjarðar- hafslandanna. Átján gislar voru nýlega tekn- ir af lífi í Noregi, vegna þess að tveir Þjóðverjar höfðu veríð myrtir. Þessir gislar voru þó á engan hátt við þau morð riðn- ir. í Lillehéraðinu í Frakklandi hafa 55 gislar verið líflátnir vegna þess að tveir Þjóðverjar höfðu verið myrtir. Mussoliní hefir viðurkennt í ræðu, að allmikill matarskort- ur sé á Ítalíu. (Framh. á 4. slðui lunrás Breta á Madagascar Ganga, Frakkar í lið með Öxulríkjunum?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.