Tíminn - 07.05.1942, Blaðsíða 2
166
TVN, fimmtndagiim 7. mai 1943
'gímxnn
Fimmtudag 7. ma*
Stjórnarskrárbrölt
umboðslausa
þingsins
Veriíðarlok á Suðurnesjuxn I.
Keflvíkingar telja hafnarbæturnar
mesta framtíðarmál sitt
Alþlngl heíir nú setiB í rúm-
lega 2i/2 mánuð. Fyrr á árum
nægði þinginu oftast sá tími til
að aígreiða fjárlög og ganga frá
mörgum stórmálum. Nú er
þingið varla farið að sinna fjár-
lögunum og hefir ekki afgreitt
neitt mál, sem hefir veruiega
þýðingu. Þvl hefir ekkl elnu
slnnl tekizt að ljúka afgreiðslu
þeirra mála, sem búið var að
semja um snemma í vetur,
gerðardómslaganna og skatta-
frumvarpanna.
Þess hefði þó mátt vænta, að
störf þessa þings gengju greið-
legar en störf fyrri þinga.
Vegna kosningafrestunarinnar
hefir þetta þing miklu tak-
markaðra verksvið en fyrri
þing. Fyrri þing þurftu bæði að
sinna vandamálum líðandi
tíma og verkefnum framtiðar-
innar. Verksvið þessa þings ein-
skorðast eingöngu við styrjald-
armálin. Þingmenn geta með
nokkurum rétti notað hið sjálf-
tekna vald til að ráða fram úr
brýnustu úrlausnarefnum
styrjaldarástandsins, en þeir
geta ekki tilgreint minnstu á-
tyllu, sem réttlætir það, að
þeir noti sjálftekið vald til að
fást við ótimabundin stórmál
og breytingar á stjórnarkerfi
landsins.
Þetta var líka sameiginleg
skoðun þingmanna í fyrra. Einn
ráðherranna, Stefán Jóhann
Stefánsson, markaði hana mjög
skilmerkilega í útvarpsræðu
eftir kosningafrestunina. Hefir
þeirra ummæla hans verið ný-
lega getið hér i blaðinu.
Starfsleysi þingsins nú verð-
ur enn raunalegra, þegar
þannig er tekið með í reikn-
inginn, að það hefir nú færri
verkefnum að sinna en venju-
leg þing.
Hvers vegna eru vinnubrögð
þingsins í þvílíku ólagi og raun
ber vitni um? Hvers vegna sit-
ur það í 2 y2 mánuð og vinnur
engin nýtileg störf?
Svarið er einfalt. Það er
vegna þess, að þingmenn hafa
gleymt þeim takmörkunum, sem
þeir mörkuðu þinginu i fyrra
með kosningafrestuninni. Þeir
hafa gleymt þvi, að þetta þing
má ekki fást við önnur mál en
styrjaldarmálln. Þelr hafa
gleymt þessu svo gersamlega, að
hugur margra þeirra hefir nær
eingöngu snúizt um allt önnur
og óskyld mál — mál, sem um-
boðslaust þing hefir ekkert vald
til að fást við.
Ráðagerðir um víðtækar
breytingar á stjórnarkerfinu
hafa náð slíkum tökum á hug-
um meirahluta þingmanna, að
þeir hafa reynzt ófærir til að
slnna hinum aðkallandi dæg-
urmálum.
Þetta stjórnarskrárbrölt hef-
ir sópað burtu þeim forsendum,
sem geta réttlætt umboðslaust
þing. Fyrri forsendan er sú, að
þingmenn takl sér ekki vald til
að sinna öðrum en mest aðkall-
andi málum styrjaldarástands-
ins, hin er sú, að þeir sýni full-
an vilja og viðleitni til að sinna
þessum málum.
Þegar svo er komíð, er ekki
nema ein leið úr ógöngunum:
Kosningar.
Það er enn ekkl vitað til
fullnustu, hvort meirihluti
þingmanna ætlar að brjóta
þann lýðræðlslega grundvöll
kosningafrestunarinnar, að
binda starf sitt eingöngu við
vandamál styrjaldarinnar. Þeir
hafa enn ekki sýnt það ákveð-
ið í verki, að þeir ætli að mis-
nota hið sjálftekna vald sitt til
að hrófla við stjórnarskipun-
lnni.
En geri þelr það, verður þjóð-
in að taka djarflega 1 taumana.
Hún verður að koma í veg fyrir
það háskalega fordæml, að um-
boðslaust þing hrófli við stjórn-
arskrá ríkisins.
Þjóðin þarf jaíníramt af öðr-
Margar aðrar framkvæmdir fyríihugadar í Keflavík
Um langan aldur hafa verstöðvarnar á Suðurnesjum
verið einskonar Lofoten íslendinga. Miðunum meðfram
hraunströnd Reykjanesskagans er viðbrugðið fyrir fiski-
sæld, enda hafa menn af öllu landinu sótt þangað björg
í bú í mörg hundruð ár. Stærst þessara verstöðva er
Keflavík, sem nú er orðin kauptún með á annað þús-
und íbúum.
Blaðamaður frá Tímanum
dvaldi nýlega í Keflavík og átti
þá tal við ýmsa menn þar í
kauptúninu um vertíðina i vet-
ur og nokkur þau verkefni, sem
þar bíða úrlausnar.
Vertíðin í vctor.
Eins og annars staðar á Suð-
urnesjum, hafa stöðugir storm-
ar og ógæftir torveldað mjög
sjósóknina frá Keflavík í vetur.
Er vertíðin talin einhver hin
rýrasta um margra ára skeið
og almennt gert ráð fyrir halla
á rekstri skipanna meðal út-
gerðaimanna.
Alls hafa 35 bátar stundað
veiðar frá Keflavík í vetur. Þar
af eru 21 bátur úr Keflavík
sjálfri, sem veiðir á lóð, 7 bátar
um ástæðum að taka rösklega
í taumana, ef hið umboðslausa
þing ætlar að hagga við stjórn-
arskipun landsins og efna til
tveggja, illvígra þingkosninga.
Það starfsleysi í aðalmálun-
um, sem hefir einkennt þingið
síðan stjórnarskrárbröltið hófst,
mun halda áfram, þótt vor-
kosningar verði, ef kjósa á aft-
ur næsta haust eða vetur. Það
mun ekki aðeins halda áfram,
heldur aukast. Sundrungin mun
vaxa, yfirboðin aukast, at-
kvæðaveiðarnar munu kæfa
heilbrigða lausn aðkallandi
vandamála. Þjóðfélagið verður
stjórnlaust og stefnulaust, ef
þessum upplausnarkosningum
verður ekki afstýrt.
Það er stærsta stjórnarfars-
lega viðfangsefnið nú, að hindr-
að sé stjórnarskrárbrölt um-
boðslauss þings og upplausnin,
sem skapast mun, ef því held-
ur áfram. Takist það ekki á
þinglnu, verður þjóðin að gera
það í kosnlngunum í vor.
Þ. Þ.
úr Njarðvíkum á línu, 5 að-
komubátar á línu og loks 3 úti-
legubátar frá Keflavík. Auk
þess eru 3 bátar nýlega byrj-
aðir á dragnótaveiðum og einn
á botnvörpuveiöum.
Skipastóll Keflvíkinga óx um
3 skip í vertíðarbyrjun. Einn
bátur var keyptur og tveir smíð-
aðir. Báturinn „Græðir“ varð
fyrir árekstri og sökk. Einn
maður drukknaði.
Hæstu bátarnir eru með 700
skippund.en þeir lægstu með 300
—400 skippund. Meðalafli á bát
er um 450 skippund. Flestir
bátarnir hafa róið um 45
róðra. Meðal hásetahlutur er
talinn vera um 3000 krónur í
vetur en 5—6000 krónur í fyrra.
Hásetahlutir á aflahæstu bát-
unum komust þá upp í 14,000
krónur. Meðalafli í fyrra var
700—800 skippund á bát.
Þessir bátar eru aflahæstir á
vertíðinni: „Ólafur Magnússon",
skipstjóri Albert Ólafsson,
„Guðfinnur", skipstjóri Guðm.
Guðfinnsson, „Jón Guðmunds-
son“, skipstjóri Guðm. Kr. Guð-
mundsson. Bátar þessir eru all-
ir frá Keflavík.
Langmest af fiskinum, sem
veiðst hefir, er látinn í fisk-
tökuskip, sem alltaf eru við
hendina. Það litla, sem saltað
er af fiskinum, fer einnig jafn-
óðum burtu.
Vegna hinnar miklu atvinnu
hjá setuliðunum í landi, hefir
það viljað brenna við, að sjó-
mennirnir hafa sótzt eftir að
fara af bátunum í hernaðar-
vinnuna, þegar treglega hefir
gengið að fiska. Sérstaklega
hafa vélamennirnir sótzt mik-
ið eftir að komast í vinnu hjá
setuliðinu. Hefir þetta valdið
miklum erfiðleikum á vertið-
inni, því að mjög erfitt er að
fá menn í stað þeirra, sem fara
af skipunum.
Talsvert af mönnum til heim-
ilis í Keflavik, er í vinnu hjá
setuliðunum, en aðkomumenn
hafa starfað á bátunum og við
aflann í landi í vetur. Þessir
menn halda heim til sín að ver-
tíðinni lokinni. Það eru því síð-
ur en svo góðar hor£ur með, að
unnt verði að fá nægan mann-
afla til að halda skipunum út
á síld í vor og í sumar. Eru það
hin mestu vandræði, þar sem
vertíðin hefir verið svo léleg, en
álitið er að síldin seljist háu
verði. Eru útgerðarmenn jafn-
vel farnir að tala um, að ekki
verði um annað að ræða en að
leigja setuliðunum skipin, vegna
þess að enginn maður fáist til
að stunda sjóinn í sumar.
Höfnin.
Byggðin á Reykjanesskaga er
að mestu leyti í hverfum og
þorpum, en í kring um þau eru
hróstrugt land og gróðurlaust
hraun. Sá, sem fer i fyrsta sinn
um/ þetta gróðursnauða land,
hlýtur að varpa fram þeirri
spurningu, á hverju fólkið lifi,
sem býr í þorpunum á hraun-
ströndinni. Þeirri spurningu er
fljótsvarað. Það lifir á gullinu,
sem það aflar á einhverjum
auðugustu fiskimiðum / við
strendur íslands. Þess vegna
urðu fámennar verstöðvar á
þessum slóðum að fjölmennum,
velmegandi hverfum eða kaup-
túnum eins og Keflavík.
Það lætur að líkindum, að
góðar hafnir eru það, sem einna
mestu máli skiptir, fyrir þessar
útvegsstöðvar. í þeim efnum er
þó mörgu ábótavant í nærfellt
öllum verstöðvunum á Suður-
nesjum. í Keflavík verða fiski-
bátarnir að liggja í lítilli vík
fyrir opnu hafi, þegar þeir eru
ekki í róðri. Aðal afgreiðslurúm
bátanna er um 60 metra lang-
ur brimvarnargarður, en fyrstu
20 metrarnir upp við landið
koma að litlum notum vegna
grynninga. í lítilli kví innan við
þennan garð eru tvær bryggjur,
sem koma að fremur litlum
notum, vegna þess að þær eru
ekki gerðar með tilliti til fjöru
og flóðs, en munur á sjávar-
(Framh. á 3. síðu)
GEORGE KENT:
öngþveítið á Burmabrautinni
Grein þessi er þýdd úr ameríska tímaritinu: „The Readers
Digest“, og fjallar hún um samgöngurnar á brautinni, sem
tengir borgina Lashíó í Burma við Kimming í Kína. Eftir
að Japanar hertóku strandlengju Kína, hefir Burmabrautin
verið nefnd lífæð Kína. Um hana hafa streymt hergögn og
aðrar nauðsynjar frá Bandamönnum til Kína.
Nú hafa Japanar tekið Lashíó herskildi. Burmabrautin er
í hershöndum.
Grein sú, er hér fer á eftir, segir frá annmörkum á flutn-
ingum um brautina og hvernig úr þeim var bætt.
Burmabrautin er eini þjóð-
vegurinn, sem tengir Kína við
vinveittar þjóðir. í fyrra vor
voru flutningar um brautina
komnir i öngþveiti. Matvæli og
hergögn, sem áttu að bæta úr
brýnustu þörfum Kínverja,
hrúguðust upp meðfram braut-
inni og í vöruskemmum. Chi-
ang Kai-Shek sendi Harry Hop-
kins skeyti og bað um aðstoð.
Nú kemur til sögunnar mað-
ur, er Daniel Arnstein heitir.
Hann er einn af þeim, sem
byrja með tvær hendur tómar
en verða ríkir. Átján ára gam-
allt gerist hann bifreiðastjóri.
Fimm árum siðar á hann heíla
tylft vagna, og nú, rúmlega
fimmtugur, á hann 7000 bif-
reiðar í New-York og um 7000
vörubifreiðar.
Þegar Harry Hopkins fékk
skeytið frá leiðtoga Kínverja,
I gerði hann boð eftir Arnstein
og bað hann að skreppa til
Burma og koma lagi á flutning-
ana. Arnstein hafði að vísu
heyrt Burmabraut nefnda, en
meira vissi hann ekki. En hann
spurði aðeins: „Hvenær á ég að
fara?“
Arnstein hraðaði ferð sinni
og var kominn að vörmu spori í
flugvél til Kína ásamt tveim-
ur aðstoðarmörinum, sem voru
þaulvanir bifreiðaflutningum.
Þeir dvöldu í þrjár vikur við
Burmabrautina og athuguðu
málið. Að því búnu lokuðu þeir
sig inni í hitasvækjunni í
Rangoon, sömdu gríðarlanga
skýrslu um öngþveitið, sem átti
sér stað við flutningana og
gerðu róttækar tillögur til um-
bóta. Loks drógu þeir skýrslu
sína saman á 35 vélritaðar blað-
síðxxr, er þeir sendu beint til
Chiang Kai-Shek leiðtoga. Hann
hófst þegar handa.
Fyrst og fremst var svo fyrir-
skipað, að tollstöðin á landa-
mærum Burma og Kína skylöi
vera opin allan sólarhringinn.
Áður var henni lokað kl. 6 síð-
degis, þótt 2—3 km. langar
vagnalestir, hlaðnar skotfær-
um, stæðu við hliðið og biðu
þess eins að fá að halda áfram.
Önnur fyrirskipun setti alla
bifreiðaflutninga undir sam-
eiginlega stjórn. Áður höfðu
þessi mál heyrt undir 16 sér-
stakar stjórnardeildir. Dæmi
voru til þess, að vagnar urðu að
hætta akstri hjá einni deild-
inni vegna skorts á varahlut-
um, þótt aðrar deildir ættu
fullar skemmur af varahlutum.
Ein deildin hafði 30 viðgerðar-
menn og 50 vagna, en hjá ann-
arri voru aðeins 15 viðgerðar-
menn fyrir 150 vagna.
í skýrslunni voru nefnd dæmi
þess, að 40 vagnar hefðu tafizt
af því að skrifstofumenn kröfð-
ust þýðingarlausra formsatriða.
Ef einn vagn þurftl að skipta
um hjólbarða, stöðvaðist öll
vagnarunan til þess að spjalla
við vagnstjórann. Stundum
slæptust vagnstjórar á knæp-
um og drukku sig fulla.
Chiang Kai-Shek skipaði svo
fyrir, að allar tafir yfir hálfa
klukkustund skyldi tilkynna
beint til sín.
Helmingur brautarinnar er
svo mjór, að vagnar' geta ekki
mætzt, en með þvi að láta
vagnalestirnar fara á tiltekn-
um tíma, gat umferðin haldið
43. blað
„Hann gaf sér þá naínbót
sjálfur, er hugurínn þráðí“
Þegar pósturinn fluttl síðast
til mín blöðin, með ákæru 66
„listamanna“ á Menntamála-
ráð, rifjaðist upp fyrir mér
þetta atvik:
Fyrir löngu síðan, ég var þá
á æskualdri, varð ég áheyi'andi
að samtali bónda eins í sveit
minni við mann, sem þar var á
ferð. Af samtali þessu varð ég
þess áskynja, að ferðamaöur-
inn hafði dvalið erlendis um
nokkurt skeið, að hann ætlaði
aftur af landi burt og að hann
væri að lesa og búa sig undír
það að verða söguskáld, en
mundi ekki hefja útgáfu verka
sinna fyrr en hann gæti komið
fram sem þroskaður og stór-
virkur rithöfundur. Hjá bónd-
anum fékk ég svo að vita nafn
mannsins og festi mér það í
minni. Ég var þá kominn á þau
ár, að ég var farinn að lesa all-
ar þær bækur, sem ég náði í,
einkum þráði ég þá að ná í all-
ar skáldsögur, sem ég heyrði
nefndar. Ég man að þetta sam-
tal, sem ég varð af tilviljun á-
heyrandi að, varð mér til mik-
illar tilhlökkunar. Ég hugsaði
jafnvel með skelfingu til þess,
ef ég skyldi.nú deyja áður en
þéssi miklu skáldrit færu að
koma út. Það varð að vana fyrir
mér næstu árin, að gæta þess
vandlega í hvert sinn, er mér
bárust ný blöð, hvort ég rækist
ekki á nafn þessa mikla höf-
undar\ framtíðarinnar.
Og stundin kom. Sögur komu;.
En „saga“ þeirra er fljótsögðust
með því að geta um þá stað-
reynd, að þær munu hafa feng-
íð algerða hvíld í bókaskápun-
um — þær, sem þá komust
þangað — eftir fyrsta lestur. Ég
hélt í fyrstu, að þetta væri að-
eins inngangur að því stóra. En
tímans tönn vinnur á öllu, hún
vann einnig á vonum mínum í
þessu efni. Og nafn þessa höf-
undar hefir verið mér gleymt
um æðimörg ár. En svo kemur
greinin með 66 nöfnunum und-
ir. Og þar sé ég þá vonahöfund
æsku minnar efstan á blaði. —
í heilagri ritningu, sem ég las
mikið í á æskuárum míiium,
voru stóru spámennirnir taldir
fyrst, þeir smærri síðar. Mér
flaug því fyrst í hug, hvort
draumskáldið mitt væri þá,
eftir allt saman, einn af þeim
stóru og mér hefði bara sést
yfir það. Ég hefi ýmsa spurt, en
enginn getað bent mér á neitt,
sem farið hefði fram hjá mér.
En í sambandi við þetta fiaug
mér þessi spurning í hug: Hvað
þarf til þess að vera skáld eða
'listamaður hjá þessari þjóð og
hver leggur mat á það? Sigurð-
ur Breiðfjörð sagði: „Þú skalt
ei kalla skáld hvern þann, sem
bögu gerir „Það er stórt
orð Hákot“. Það er stórt nafn
í eyrum íslenzkrar alþýðu að
heita skáld, og að bæta við það
orðinu „list“ — að vera lista-
skáld, listamaður á sviði skáld-
skaparins — er þó enn þá
stærra. — „Listaskáldið góða“.
Slík eftirmæli eiga í hugum
almennings ekki nema örfáir
menn, svo sem sá, er þetta var
kveðið um.
Listamenn eru spámenn sinn-
ar þjóðar. ísrael, sem var hið
útvalda guðsríki, átti ekki nema
16 spámenn, og aðeins fjóra af
þeim stóra. Við íslendingar er-
um sjáanlega betur á vegi
staddir. Þarna höfum við 63
nöfn á einu blaði. En eitt
skyggir að vísu á. Við vitum
ekki hver hefir gefið þeim lista-
mannsheitið, né hvort sagan
muni á sínum tíma staðfesta
það.
Við íslendingar erum sögu-
þjóð og vitum því „að sagan
endurtekur sig“. Og einmitt í
þessu sambandi getum við ekki
varizt því að minnast þess, að
við höfum átt Sölva Helgason,
„sem gerði sér hægt um vik og
gaf sér þá nafnbót sjálfur, er
hugurinn þráði.“
Á listamannsbrautinni verður
hún mörg erfið Brekkan.
Bóndi.
Aðalíundur KaupIéL
Svalbarðseyrar
Aðalfundur Kaupfélags Sval-
barðseyrar var haldinn að Sval-
barðseyri dagana 8. og 9. apríl.
Fundinn sátu 23 fulltrúar frá
8 deildum auk framkvæmda-
stjóra félagsins og gesta.
Öll vörusala félagsins á árinu
nam 456,900.00 krónum, og var
það 101,300.00 krónum meira en
næsta ár á undan. Sala inn-
lendra vara óx um 80,000.00 kr.
á árinu.
Fyrir reíkningslokin færði fé-
lagið í stofnsjóð félagsmanna
tekjuafgang eftir árið, sem nam
4% af allri vöruúttekt. Voru
það alls kr. 5,119.17.
Félagið starfrækti frystihús
á Svalbarðseyri. Varð 6000 króna
hagnaður af því þetta ár. 1000
krónur af þeim arði voru lagðar
í varasjóð en afgangurinn I
fyrningarsjóð. Félagsmönnum
fjölgaði um 37 á árinu.
Kaupfélag Svalbarðseyrar er
í örum vexti. Félagsmönnum
•fjölgar og vörusala eykst.
viðstöðulaust áfram á miklum
hluta brautarinnar.
Þessar og þvílíkar umbætur,
sem Arnstein kom á með stutt-
um en járnhörðum skipunum,
stytti ökutímann um helming
og jók flutningsmagnið úr 6000
í 15000 smálestir á mánuði.
Leiðtogi Kínverja kallar skýrslu
Arnsteins „biblíuna sína um
Burmabrautina" og skilur hana
aldrei við sig.
Er þeir félagar höfðu lokið
störfum, bjuggust þeir til heim-
ferðar. Leiðtogi Kínverja lagði
fast að þeim að vera kyrrir og
stjórna Burmabrautinni til þess
að tryggja sem greiðasta flutn-
inga um hana af hergögnum.
Lofaði hapn þeim gulli og græn-
um skógum að launum, — en
Arnstein svaraði: „Ég sé ekki
ástæðu til þess, að við séum að
gera okkur stríðið að féþúfu,
þegar Kínverjar geta alveg eins
annast verkið sjálfir. Ef eitt-
hvað fer í handaskolum, kom-
um við aftur.“
Með þessum orðum hafnaði
Arnstein tekjum, sem sennilega
hefðu numið 4—5 miljónum
dollara á ári. Nóttina eftir hélt
hann heimleiðis
Ferðalagið tók ekki nema
þrjá mánuði. Allir voru þeir fé-
lagar magrir orðnir og illa út-
lítandi eins og þeir kæmu úr
fangabúðum. Meðan þeir dvöldu
í Chungking gerðu Japanar
daglega loftárásir á borgina. En
slíkt voru aðeins smámunir í
augum Arnsteins borið saman
vlð það, er hann sá ágæta amer-
íska vagna í vanhirðu. Það
snerti hjarta hans líkt og fiðlu-
leikara, sem sæi krakka hamra
á gamla Stradivaríusfiðlu. —
Á einum stað nálægt Chungking
sá hann t. d. 150 vagna í bendu,
sem ekki voru notaðir af því að
varahluta vantaði.
„Hér eru nógir varahlutir til
þess að koma fjölda af þessum
vögnum af stað“, öskraði Arn-
stein bálvondur. — „Hérna,
taktu fjöður úr þessum bíl og
láttu í þennan, ræsir úr þessum
.....“. Hann sá vagna, sem
aldrei höfðu verið smurðir, vél-
ar, sem ekki gengu vegna ó-
hreininda o. s. frv.
Af 2887 vögnum í eigu ríkis-
ins voru 1407 ónothæfir, þegar
Arnsteln'kom. Þeir, sem voru i
notkun, urðu að leggja upp á
hættulegustu braut, sem tii er,
án varahjóls eða verkfæra. Við
brautína var engin viðgerðar-
stöð á löngum köflum. Vagn-
arnir urðu að hafa með sér ben- 1
sín í báðar leiðir, og dró það
mjög úr flutningi þeirra að
öðru leyti.
Verkfræðingur einn komst
svo að orðl, að Burmabrautln
væri líkust því, sem Kínverjar
hefðu klórað hana inn í fjöllin
með berum fingrunum. Hvergi
getur vagnstjórinn séð lengra
en 200—300 m fram fyrir sig og
mesti ökuhraði er um 20 km.
Þar sem brautin er breiðust, er
hún 5 m., en mikill hluti henn-
ar aðeins 3 m, og hengibrýrnar,
sem aðeins þola einn vagn í
einu, eru ennþá mjórri. Hvergl
er handrið eða nokkurt öryggi,
en við vegbrúnina gína við 300