Tíminn - 02.06.1942, Page 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
PORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
RITSTJÓR ASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.í.
Simar 3948 og 3720.
36. ár.
Reykjavík, þriðjndagiim 2. júní 1943
56. hlað
Sveitunum sýnt „hið rétta
andlit Sj álístæðísflokksins' ‘
Jónas Jónsson:
Þegar Alpýdu-
flokkarinn spurði
Það eru nú liðin rúmlega tíu
ár síðan leiðtogar Alþýðuflokks-
ins gerðu leynisamning við
Mbl.-menn um að breyta stjórn-
lögum landsins með óhæfilegu
pukri. Þá átti að eyðileggja
sjálfstæði héraðanna, bræða
saman mörg kjördæmi, og taka
sjálfan kosningarréttinn af hin-
um einstöku byggðum. Kjósend-
ur risu með miklum móði gegn
þessari stefnu. Síðan þá hefir
hvorugur sá flokkur, sem stóð
að þessu vélræði, treyst sér til
að koma opinberlega fram með
þessa stefnu, nema í dulargervi,
eins og nú er kunnugt.
í þessum deilum þótti til-
teknum leiðtogum Alþýðuflokks-
ins við eiga, sem og mátti vel
vera, að spyrja leiðtoga enska
verklýðsflokksins, hvort þeim
þætti ekki henta, að taka upp
í Englandi stór kjördæmi með
hlutfallskosningum. Það er tal-
ið, að spurningum af þessu tagi
hafi verið beint til tveggja
kunnustu manna, sem verka-
mannaflokkurinn á I ensku
stríðsstjórninni: Atlie og Morri-
son.
Það mun hafa dottið heldur
óþægilega yfir kratabroddana,
er þeir fengu beina vitneskju
um það, að enski verkamanna-
flokkurinn gerði bæði að hata
og fyrirlíta hlutfallskosningar
til parlamentsins. Morrison og
Atlie sögðu afdráttarlaust, að
þeir stefndu að því að verða
meirihlutaflokkur í landinu.
Þeir vildu ráða, þegar þeir hefðu
fengið völd í landinu. Þeir full-
yrtu, að þar, sem hlutfallskosn-
ingar væri undirstaða þing-
stjórnar, fengi enginn að ráða.
Vald þingsins félli í mola. Eins
manns kjördæmin væru eina
skipulagið, sem leiddi af sér
myndun stórra flokka og streka
og skipulega stjórn.
Enginn efar, að þetta er rétt.
Og þessi skoðun er svo grunn-
múruð í huga ensku þjóðarinn-
ar og allra enskumælandi þjóða,
að engum flokki í þessum lönd-
um dettur í hug, að brjóta upp
á kjördæmaskipun, sem leiðir
af sér myndun vanmáttugra
smáflokka.
'tað kemur óneitanlega fram
mikil vantrú hjá Alþýðuflokkn-
um og Sjálfstæðismönnum um
gildi og framavonir þessara
flokka, er þeir beitast fyrir að
(Framh. á 4. síðu)
Utsvör í Hafnar-
firði
Niðurjöfnun útsvara er lokið
í Hafnarfirði. Var jafnað niður
1.598.720 kr. á 1106 gjaldendur.
í fyrra var jafnað niður 926.-
000 kr. á 837 gjaldendur.
Þessir greiða hæst útsvör:
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar
340 þús., Einar Þorgilsson & Co.
h.f. 86 þús., Júpíter h.f. 83 þús.,
Venus h.f. 81 þús., Sviði h.f.
73,700, Hrafna-Flóki h. f. 73 þús.
Marz h.f. 73 þús., Vífill h.f. 72-
500, Jökull h.f. 64.460, Bein-
teinn Bjarnason 18 þús., Geir
Zoéga 13.800, Sigurjón Einars-
son skiptstj. 12.780, Verzl. Ein-
ars Þorgilssonar 12 þús., Ingólf-
ur Flygenring 11.635, Raftækja-
verksmiðjan 10.500, Foss h. f.
10 þús.
Framsóknarflokkurínn hafði yfirgnæiandi
fylgi á fundinum að Stórólfshvoli
Fyrsti stóri landsmálafundurinn í hinni nýbyrjuðu
kosningabaráttu var haldinn að Stórólfshvoli í Rangár-
vallasýslu síðastl. sunnudag. Framsóknarflokkurinn
boðaði til fundarins. Fundinn sóttú um 300 manns víðs-
vegar að úr héraðinu. Ræðumönnum Framsóknarmanna
var tekið afbragðsvel, en ræðumenn Sjálfstæðisflokks-
ins fengu mjög daufar undirtektir.. Fulltrúar frá öðr-
um flokkur mættu ekki á fundinum.. Fundurinn stóð
í fimm klukkustundir.
Rangæingum þótti það mjög
greinilega tákn um það, sem
koma skal, að Sjálfstæðisflokk-
urinn sendi á fundinn sem að-
alræðumenn sína borgarstjór-
ann í Reykjavík, Bjarna Bene-
diktsson, og fyrsta þingmann
j Reykjavíkur, Magnús Jónsson.
Sýndi Sveinbjörn Högnason
líka fram á það í fundarlokin,
hvað þetta kynlega fulltrúaval
Sjálfstæðisflokksins á sveita-
fund myndi tákna. Komst líka
einn fundarmanna svo að orði,
að koma Bjarna og Magn'úsar
þangað austur hefði sýnt Rang-
æingum, „hið rétta andlit Sjálf-
stæðisf lokksins".
Sveinbjörn Högnason setti
fundinn af hálfu fundarboð-
enda og ákvað, að ræðutíman-
um yrði jafnskipt milli stjórn-
arandstæðinga og stjórnarsinna.
Sjálfstæðismönnum væri heim-
ilt að miðla kommúnistum af
ræðutíma sínum, ef þeir ósk-
uðu þess.
Sveinbjörn rakti síðan gang
mála á seinasta þingi í snjallri
ræðu. Jafnframt skýrði hann
frá því, að hann myndi að þessu
sinni ekki bjóða sig fram í Rang-
árvallasýslu, því að flokkurinn
teldi sín meiri þörf í öðru kjör-
dæmi, Vestur-Skaftafellssýslu.
Björn Björnssori, sýslumaður,
myndi verða frambjóðandi
Framsóknarflokksins í Rangár-
vallasýslu í sinn stað.
Auk séra Sveinbjarnar, sem
talaði þrisvar, töluðu af hálfu
Framsóknarflokksins Helgi Jón-
asson, læknir, Björn Björnsson,
sýslumaður og Eglll Thoraren-
sen, kaupfélagsstjóri, er beindi
máli sínu sérstaklega að hinum
nýja frambjóðanda Sjálfstæðis-
flokksins í Rangárvallasýslu,
Ingólfi Jónssyni á Hellu.
Af hálfu Sjálfstæðisflokksins
töluðu Magnús Jónsson, Bjarni
Benediktsson og Ingólfur Jóns-
' son. Magnús sagði, að stjórnar-
skrárbreytingin myndi auka
vald sveitanna! Bjarni sagði,
að kjördæmamálið þyrfti að
leysa nú, til þess að þjóðin gæti
orðið sátt og sameinast um lausn
sjálfstæðismálsins! Gazt íhalds-
mönnum heldur illa að þessari
röksemdaleiðslu Reykvíking-
anna, en Framsóknarmenn töldu
hana hæfa málstaðnum.
Ræðumenn Framsóknar-
flokksins fengu sérstaklega góð-
ar undirtektir fundarmanna, en
Reykvikingunum og Ingólfi var
mjög dauflega tekið. Er Vísir
líka daufur í dálkinn, er hann
segir frá fundinum í gær, þótt
hann reyni jafnframt að bera
sig borginmannlega. „Mátti
ætla,“ segir Vísir, „að Fram-
sóknarmenn væru þar í meiri-
hluta, þótt Sjálfstæðlsflokkur-
inn hefði þar og mikið fylgi“!
Framsóknarmenn í Rangár-
vallasýslu hafa aldrei verið jafn
bjartsýnir um horfurnar fyrir
kosningar og nú, enda telur
Sjálfstæðisflokkurinn sér engar
sigurlikur. Ingólfur á Hellu
reynir helzt að bjarga sér á
þvi, að heildsalarnir í Reykja-
vík hafi unnið móti framboði
sínu!
Starfsmaður K. E. A.
í 25 ár
Frá SigluSirði:
Veginum yíir Sígluíj.skarð
verður líklega lokið í sumar
Fiskveiðar geta orðið veruleg atvinnugreín
Syrir SiglSirðínga ySir vetrarmánuðina
Þormóður Eyjólfsson, ræðis-
maður á Siglufirði, er meðal
gesta í bænum. Hefir hann sagt
blaðinu ýms tíðindi frá Siglu-
firði. Útlit er fyrir, að veginum
yfir Siglufjarðarskarð verði
lokið i sumar.
— í vetur hafa margir bát-
ar stundað fiskiveiðar frá Siglu-
firði, segir Þormóður. Lengi
framan af var afli mjög tregur,
en hefir glæðzt upp á siðkastið.
Tvo hraðfrystihús eru á Siglu-
firði, sem hafa veitt mestu af
aflanum móttöku í vetur, flak-
að hann og fryst. Var aflinn
um langan tíma ekki meiri en
það, sem frystihúsin keyptu.
Færeysk fisktökuskip, sem all-
lengi biðu eftir fiski á Siglu-
firði í maí urðu að fara þaðan
fisklaus.
Það er enginn vafi á þvi, að
fiskveiðar geta i framtíðinni
orðið góður atvinnuvegur fyrir
Siglfirðinga, að minnsta kosti
yfir veturinn. Fiskur er oftast
nægur á miðunum, sem eru
skammt frá landi, og önnur að-
staða til fiskveiða er fremur
góð. Hins vegar þarf að gera
hentugar bátabryggjur og jafn-
framt verður að gera ráðstaf-
anir til,að þeir, sem stunda sjó-
inn, þurfi ekki að vinna að afl-
anum, þegar hann er kominn
á land, heldur geti þeir ein-
beitt sér að sjósókninni. Með
þessu móti mætti að líkindum
koma í veg fyrir það atvinnu-
leysi, sem fram til þessa hefir
verið á Siglufirði yfir vetrar-
mánuðina.
— Hvað líður lagningu veg-
arins yfir Siglufjarðarskarð?
— Eins og kunnugt er, voru
engin fjárlög afgreidd að
þessu sinni. En á Alþingi í vet-
ur fluttu þingmenn Eyfirðinga
(Framh. á 4. stOu)
Merkileg framkvæmd í
ræktunarmálum
Ríkið kaupir prjár skurðgröfur, sem geta
valdið tímamótum í rækiun mýrlendis
kér á landi
Fyrir atbeina fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Her-
manns Jónassonar, voru keyptar þrjár skurðgröfur 1
Englandi á síðastliðnu ári. Eru þær fyrir skömmu
komnar hingað til lands og verða teknar í notkun á
næstunni. Ef þessi verkfæri reynast eins vel og allar
vonir standa til, munu þau hafa ómetanlega þýðingu
fyrir ræktunarmál íslendinga í framtíðinni.
Tíðindamaður Tímans hefir
snúið sér til Steingríms Stein-
þórssonar, búnaðarmálastjóra
og átt viðtal við hann um þessi
nýju jarðvinnsluverkfæri.
— Á búnaðarþingi 1941, segir
Steingrímur, var samþykkt svo-
hljóðandi tillaga:
„Búnaffarþing skorar á Al-
þingi og ríkisstjórn, aff veita fé
nú þegar til kaupa á tveimur
skurffgröfum. Gröfurnar séu
valdar í samráði viff Búnaðar-
félag íslands."
Þáverándi landbúnaðarráð-
herra, Hermann Jónasson, lagði
þegar í upphafi alúð við þetta
mál. Fól hann Árna G. Eylands
framkvæmdastjóra Grænmetis-
verzlunar ríkisins, að sjá um
kaup á skurðgröfunum. Lét
landbúnaðarráðherra kaupa
þrjár skurðgröfur. Eru þær
komnar til landsins og verða
teknar í notkun innan skamms.
Ein skurðgrafan verður í Eyja-
firði, önnur á Akranesi og sú
þriðja í nágrenni Reykjavikur
eða austan fjalls.
Skruðgröfur þessar ganga á
skriðbeltum ofe eru einkuin ætl- ;
aðar til að ræsa fram mýrar j
og annað land, sem ekki liggur
beinlínis undir vatni. Eru þær
7—8 smálestir að þyngd og grafa
með svokallaðri draglínuskóflu, j
en sjálfar ganga þær eftir'
skurðbarminum knúnar áfram .
af dieselmótor.
— Eru þessar skurðgröfur
líkar gömlu skurðgröfunni, sem j
unnið var með í Safamýri og í
Skagafirði?
— Nei, það er flotgrafa, sem
gengur aðeins í vatni, og er sú
tegund mest notuð við að ræsa
fram mjög blautt land. Þessar
nýju skurðgröfur eru, eins og
ég sagði áðan, gerðar til að
ræsa fram hálfblautt land, —
gera þurrskurði.
— Hvernig verður rekstri
þessara verkfæra háttað?
Skurðgröfurnar verða reynd-
ar í sumar undir eftirliti verk-
færanefndar rikisins og sér rík-
ið um rekstur þeirra, en ekki
er ákveðið, hvaða tilhögun
verður höfð á rekstri þeirra
framvegis.
Álítið þér ekki, að þessar
skurðgröfur hafi mikla þýðingu
fyrir alla ræktun á hálfdeigjum
og mýrum?
— Ef skurðgröfurnar reynast
eíns og vonir standa til, koma
þær til með að hafa ómetan-
lega þýðingu fyrir öll ræktun-
armál íslendinga í framtíðinni
í mýrarflákunum víðsvegar um
lándið eru fólgin ómetanlega
mikil auðæfi, sem því aðeins er
unnt að hagnýta, að hægt verði
að ræsa mýrarnar fram. Reyn-
ist skurðgröfurnar vel, verður
að kaupa fleiri tugi þessara
verkfæra, þegar hið stórkost-
lega landnám hefst, sem hlýt-
ur að verða hafið að styrjöldinni
lokinni og fólkið fer að gefa sér
tíma til að sinna aftur fram-
leiðslustörfunum fyrir alvöru.
Annars hefi ég ritað allítar-
lega grein um þurrkun mýrlend-
is með slíkum skurðgröfum í
síðasta búnaðarrit, en það hef-
iir legið hálfprentað síðan um
áramót vegna pappírsleysis, en
mun koma út bráðlega. Geta
menn fengið þar nánari upp-
lýsingar um þessi mál.
Fyrir 40 árum byrjaði í Eyja-
firði mikið samvinnutímabil.
Þá tók frægasti forgöngumað-
ur í íslenzkum samvinnumálum,
Hallgrímur Kristinsson, við for-
stöðu í einhverju minnsta pönt-
unarfélagi landsins. Ársvelta
þess var þá 8000 kr. En á þeim
árum, sem liðin eru síðan 1902,
hefir þetta félag tekið þeim
stakkaskiptum, að það er nú
stærsta smásölufyrirtæki á
landinu. Húseignir þess eru
meiri og fjölbreyttari en nokk-
urrar annarar íslenzkrar verzl-
unar.
Kaupfélag Eyfirðinga hefir á
undanförnum 40 árum haft að
húsbændum fjóra yfirburða-
menn í verzlun og mannfélags-
málum. Fyrst þá bræður Hall-
grím og Sigurð Kristinssonu, og
síðar þá svila Vilhjálm Þór og
Jakob Frímannsson. Ekkert
annað fyrirtæki á landinu hefir
í manna minnum átt því láni
að fagna, að hafa eignast 1 röð,
hvern eftir annan, fjóra slíka
félagsmálaleiðtoga.
(Framh. á 2. slðu)
Svona latma heild
salarnir þjónusiuna!
Sígurður K<xistjánsson
sviptur píngmennsku
Nefnd sú, sem annast fram-
boð Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, hefir tilkynnt Sig-
urði Kristjánssyni, að hann
muni ekki fá að vera á lista
flokksins.
Sigurður hefir án efa verið
hundtryggasti þjónn Kveldúlfs
og heildsalanna. En Bjarni
Ben og Björn Ólafsson eru tald-
ir „fínni“ og því verður veslings
Sigurður að víkja. Þannig er
honum launuð þjónustan.
Hvernig munu þá Thorsbræður
og heildsalarnir launa þeim
sveitamönnum, sem kjósa þá í
vor, þegar þeir bregðast þann-
ig altryggasta fylgismanni sín-
um?
Framsóknarmenn fagna þvi
vissulega, að Sigurður Kristjáns-
son hverfur úr þinginu. Enginn
mkður hefir verið óþarfari þjóð-
stjórnarsamvinnunni en hann
Á viðavangi
„Á MÓTI SJÁLFUM SÉR“.
Verzlun Alþýðuflokksins við
::haldsflokkinn í kjördæmamál-
inu var til umræðu þar, sem
nokkrir menn voru saman
komnir. Segir þá einn af við-
stöddum, að þessi verzlun bendi
helzt til þess, að kratarnir séu
á móti sjálfum sér“. — Þá
gellur við einn af algreindustu
höfðingjum Alþýðuflokksins:
„Væri ekki hnittilegra að orða
það svo, að þeir væru ekki meff
sjálfum sér“.
„HIÐ FLOKKSLEGA
RÉTTLÆTI".
Magnús Jónsson, ráðherra m.
m„ kemst að þeirri vísdómslegu
niðurstöðu í Morgunblaðsgrein
sinni í fyrradag, að eiginlega
sé það ekki svo mikið keppikefli
fyrir sveitakjördæmin að eiga
marga fulltrúa á Alþingi. Hitt
sé meira um vert, að sveitirnar
tryggi sér „stælta röð hæfra
sveitafulltrúa“ í „sterkasta
flokki þjóðarinnar", en svo
nefnir hann Sjálfstæðisflokk-
inn.
Segir hann, að mörgum kaup-
staðarmönnum sé um og ó
með stjórnarskrárbreytingarnar
„vegna þess, hve gífurlega þær
mundu auka áhrif sveitanna á
Alþingi. En þeir fylgja málinu
vegna hins flokkslega réttlæt-
is, sem með því fæst.“
Fyrr má nú rota en dauðrota
með blekbulli og rökleysum. —
Það á að auka áhrif sveitanna
með því að gefa Sjálfstæðis-
flokknum með lögum 6 sjálf-
kjörna þingmenn, þegar miðað
er við atkvæðatölur síðustu
kosninga. Og þetta á að gera
að kaupstaðarmönnum sárnauð-
ugum, vegna „flokkslegs rétt-
lætis.“
Mikið má hinn þrautkristni
ráðherra elska sveitirnar og vera
kaupstöðunum lítið hlynntur.
En sveitirnar hafa ekki svo vit-
að sé beðið um ást hans né
umhyggju. Þær biðja drottinn
að forða sér frá vináttu hans.
JÓN Á AKRI VITNAR.
Við umræður um stjórnar-
skrána í neðri deild á dögun-
um þóttist Jón á Akri þurfa að
vitna með flokksbræðrum sín-
um. Minnti hann á, að hann
væri fulltrúi fyrir sveitakjör-
dæmi og lýsti yfir því, að hann
væri hjartanlega samþykkur
breytingunni á kjördæmaskip-
un í landinu — „einmitt af því,
að ég er sveitamaður“, sagði
Jón og brýndi röddina. Gísli
Sveinsson leit upp, er Jón, mælti
þessi orð, og var slík fyrirlitn-
ing í svipnum, að engum á-
horfanda gat dulizt.
Hve lengi ætla A.-Húnvetn-
ingar að leggja íhaldinu til
þingfífl?
„MEINDÝRAEYÐIR“.
í síðasta hefti Helgafells er
talað um J. J. sem „meindýra-
eyði íslenzkrar menningar".
Óviljandi hefir hinum orðvara
ritstjóra og ljóðaþýðanda rat-
azt þarna satt af munni. J. J.
hefir gert harðari aðsúg að
ýmsum „meindýrum" í íslenzku
bjóðlífi, bæði fyrr og síðar, en
flestir aðrir núlifandi íslend-
ingar.
Ritstjórinn hefir ekki látið
neitt ákveðið í ljós um það enn-
þá, hvort hann álíti, að slík
„meindýr“ eigi að vera friðhelg
eður eigi. Ef til vill ætlar hann
þeim að veslast upp á „andlegu
gervisméri" frá húsbónda sín-
um?
Hann var jafnan í hópi þeirra,
sem mesta óbilgirni sýndu
Framsóknarflokknum. Eftir-
maður hans, Björn Ólafsson, er
talinn stórum samvinnuþýðari
maður.
Sjálfstæðisflokkurinn ætti að
„hreinsa til“ ennþá betur á
þennan veg.